Dagur - 13.12.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, laugardaginn 13. des. 1969 — 50. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarslrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Samþykkja tillögu íslendinga SL. FOSTUDAG, 5. þ. m, sam- þykkti efnahagsmálanefnd Alls herjarþi'ngs Sameinuðu þjóð- anna tillögu, sem flutt var af íslands hálfu um undirbúning alþjóðasamnings til að koma í veg fyrir mengun heimshafanna og gera ráðstafanir til verndun- ar fiskistofnunum gegn skað- legum áhrifum mengunar. Tillaga þessi var lögð fram á Allsherjarþinginu 28. nóvember sl. og mælti Haraldur Kröyer, formaður íslenzku sendinefndar innar fyrir henni sl. föstudag. Gat hann þess m. a, að ótvíræð nauðsyn væri til aðgerða á þess um vettvangi, þar sem enginn allþjóðasamningur hefði enn ver ið gerður í þessum efnum, en vísindarannsóknir sýndu að mengun hafsins væri að verða æ alvarlegra vandamál, væri hér ebki sízt um að ræða mikið hagsmunamál allra fiskveiði- þjóða. Gat hann þess að 16 þjóð ir hefðu óskað þess að gerast meðflutningsaðilar að íslenzku tillögunni, þar á meðal Noreg- ur, Kanada og Pólland. Tillaga þessi var, að loknum umræðum, einróma samþykkt. Verður borunin stöðvuð? LEGATSSJÓÐUR Jóns Sigurðs sonar frá Böggvisstöðum á jörð ina Laugaland á Þelamörk, þar sem Akureyrarkaupstaður hef- ur borað eftir heitu vatni með árangri og ákvað fyrir skömmu að halda því áfram. Nú hefur bæjarstjórn borizt bréf frá stjórn Legatssjóðs og í gær var enn fært ÞEGAR blaðið hafði samband við Vegagerðina í gær, voru vegir færir í héraði og til Húsa- víkrur og Ólafsfjarðar. Verið var að hjálpa bílum á Öxnadalsheiði og Holtavöruheiði, en þar hafði rennt nokkuð og færi spillzt, en hafði áður verið gott. O er þar véfengt gildi og lögmæ-ti s&innings bæjarins og sjóðsins frá 1942, þar sem bærinn keypti jarðhitaréttindin á jörðinni Laugalandi á Þelamörk. Bæjarráð hefur fjallað um málið og mun hafa samþykkt mótmæli við bréfi Legatssjóðs- stjórnar, þar sem það telur samninginn fullgildan. Svo sem framanskráð ber með sér, er því óvisst um borun í bráð, sem var þó nýlega ákveðin, eins og frá var sagt hér í blaðinu. Bréf þetta frá stjórn Legats- sjóðsstjórnar mun hafa komið bæjarstjórn mjög á óvart og getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir bæjarfélagið, ef unnt reynist að rifta umrædd- um samningi. Q Iljalti Pálsson (t. v.) afliendir Guðmundi Jónssyni skólastjóra bankabókina með rúmlega 257 þúsund- um króna. (Tímamynd: Gunnar) SÍS gaf Hvanneyri ágóðann af kalhappdrættinu Á LANDBÚNAÐARSYNING- UNNI í Laugardal 1968, efndi innflutningsdeild SÍS til happ- drættis, og skyldi ágóðanum af EFTA og fjárlögin fyrir næstkomandi ár í ÞESSARI viku hafa tvö stór- mál sett svip sinn á Alþingi. Fjárlög ríkisins fyrir árið 1970 komu úr nefnd og voru til ann- arrar umræðu í þinginu og síð- an fór fram atkvæðagreiðsla. Gert er ráð fyrir, að síðasta um- ræða fari fram í næstu viku, en jafnframt stendur til að gera meiriháttar breytingu á tolla- og skattalöggjöfinni, sem síðar verður að vikið. Enn meiri athygli en fjárlög- in va'kti þó tillaga ríkisstjórnar- innar um inngöngu íslands í EFTA. Umræður um hana stóðu í tvo daga, en nú er málið í nefnd. Gylfi Þ. Gíslason talaði fyrstur og mælti mjög með inn- göngunni, eins og vænta mátti. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, talaði næstur. Hann sagðist ekki telja ísland undir það búið, eins og sakir stæðu, að gerast aðili að EFTA og bæri að fresta málinu. Lúðvík Jósefsson foiTn. þing- flokks Alþýðubandalagsins sagð ist ekki óttast aðild að EFTA, en telja hana óhagkvæma, eins og sakir stæðu. Þær þrjár upphafsræður, sem hér er um að ræða, hafa þegar verið birtar í sunnanböðum. Tillagan um inngöngu í EFTA er ekki ein síns liðs. Henni fylgja fjögur lagafrumvörp, sem þinginu er ætlað að afgreiða í næstu viku, ásamt sjálfri EFTA-tillögunni og fjárlögun- um. Tvö af þessum frumvörp- um fjalla um leyfi til að veita iðju, og verzlun og eru sögð til þess að draga úr hættunni á því, að erlend fyrirtæki verði stofn- uð hér á landi, samkvæmt 16. grein EFTA-samningsins. Gert er ráð fyrir, að ráðherra hafi meira vald en hann hefur nú, í sambandi við slíkar leyfis- veitingar, hvort sem hlutaðeig- andi atvinnurekstur er innlend- ur eða erlendur. Ur þessu gæti, samkvæmt orðanna hljóðan, orð ið víðtæk fjárfestingarhöft í höndum ráðherra, en sá er þó ekki sagðui' tilgangurinn. Þriðja frumvarpið er um nýja tollskrá, sem í aðalatriðum er við það miðuð, að lækka tolla á iðnaði EFTA-landa um 30% frá 1. marz n. k. og sömuleiðis tolla á hráefnum og vélum til íslenzks iðnaðar. Tollskráin er 200 blað- síðna bók og breytingarnar mjög margar. Fjórða frumvarp- ið er um að hækka söluskattinn úr 7.5% upp í 11% eða nálega (Framhald á blaðsíðu 5). A ÞRIÐJA HUNDRAÐ ATVINNULAUSIR Siglufirði 12. des. Mikið á þriðj.a hundrað manns er hér atvinnu- laust og allt fótalaust að kalla í þessum bæ. Og því miður eru ekki miklar líkur á því, að úr rætist að sinni. Niðurlagningar- verksmiðjan tekur ekki, að óbreyttu, til starfa fyrr en í marz og talið, að Tunnuverk- smiðjan hefji ekki tunnufram- leiðslu fyrr en líður á. Aflabrögð eru sæmileg og síð ustu vku nóvember og þá fyrstu af desember voru allgóðar gæft ir og þá aflaðist sæmilega á línu. Siglfirðingur landaði 70 lestum í fyrradag. Margrét fór söluferð til Bretlands og seldi þar 80 tonn fyrir 2.2 millj. kr. HafUði landar hér eftir helgi en fer síð- an eina söluferð fyrir jól. Strákagöng eru ágæt og þeg- ar vegfarendur nota lokur þær, er. verja göngin snjó, eru þau ágæt umferðar, en þar geta myndazt svell ef allt er opið. Siglufjarðarvegur er opnaður tvisvar í viku, og Drangur kem ur jafn oft, og eru þetta svo sem sæmilegar samgöngur í skamm- deginu. Snjór er ekki mikill í Siglufirði. Menn eru mjög uggandi vegna atvinnuleysisins. Hugur- inn snýst um, hvað eigi að gera til að bæta þetta mikla mein, en fátt virðist til ráða, eins og komið er. J. Þ. happdrættinu varið til kalrann- sókna. í dag afhenti Hjalti Páls son framkvæmdastjóri innflutn ingsdeildarinnar, Guðmundi Jónssyni skólastjóra á Hvann- eyri, ágóðann af happdrættinu, rúmlega 257 þúsund krónur. Hjalti Pólsson sagði við þetta tækifæri, að kalið sem komið hefði í ljós á NA-iandi þá um sumarið hefði ýtt undir, að beina athygli almennings á einn eða annan hátt að þessu mikla vandamáli í íslenzkum landbún aði. Þess vegna hefði verið efnt til þessa happdrættis og hiefðu vinningar verið tíu utanlands- ferðir og Scout-bifreið, sem ung hjón hlutu. Hjalti sagði að ákveðið hefði verið að afhenda Bændaskólanum á Hvanneyi'i ágóðann, og hefðu forráðamenn skólans sjálfsvald um, hvernig fénu yrði varið. Guðmundur Jónsson skóla- stjóri á Hvanneyri, tók við bankabókinni fyrir hönd skól- ans, og sagði að gjöf þessi væri einkar 'kærkomin og aðallega af tveim ástæðum. í fyrsta lagi hefðu þeir á Hvanneyri allt of lítið fé undir höndum, til að sinna sínum verkefnum, og allt of litlu fé hefði verið varið til kah'annsókna á undanfömum árum. í öðru lagi sagðist Guð- Svartf ugiiiin að koma Hrísey 12. des. Ekkert hefur fiskazt og því ekkert að gera nú að undanförnu. í gær fóim menn að huga að svartfugli, því hér em margar skyttur og góð- ar, en veiði var lítil. Veður var gott í morgun og fóru skyttum. ar aftur og bendir það til þess, að þá gruni, að svartfuglinn sé að koma. Smiðir dytta að húsum .síniun og sumir að bátum og ekki láta rnenn sig söikkva í eymd og volæði þótt dofni yfir atvinnu- lífi um stund. Námsstjóri hefur verið hér nokkra daga til að athuga barna fræðsluna hjá okkur, því ekki má vanrækja fræðslumálin og uppeldi æskunnar, og svo er at- vinnuleysisskráning . með til- heyrandi. S. F. mundur gleðjast yfir því trausti sem innflutningsdeild SÍS og framkvæmdastjóri hennar, Hjalti Pálsson, sýndi Hvanneyri með því að afhenda fé þetta til rannsókna þar. Við munum reyna, sagði Guðmundur, að nýta féð sem bezt í þágu kal- rannsókna, og erum reyndar þegar byi-jaðir að ráðstafa fénu. Strax og við fréttum að við myndum fá þessa upphæð til ráðstöfunar, fór Magnús Oskars son tilraunastjóri á Hvanneyri í ferðalag um Suðurland, og kynnti sér af eigin raun og sjón, kalið þar á sl. sumri. Með hon- um í þessari ferð, var þýzkur fræðimaður Butcher að nafni, sem er að safna efni í doktors- ritgerð, og tekur hann kalið þar fyrir ásamt öðru. Þá gat Guð- mundur þess, að annar þýzkur fræðimaður, prófessor EUen- berg, hefði dvalið á Hvanneyri til athugunar á grasjurtum, og hefði hann líka kynnt sér kalið sérstaklega. Q Bændur vel heyjaðir BUIÐ er að leggja rafmagn til 9 notenda í Ljósavatnshreppi. Byggingu skólahússins á Stóru- Tjörnum skilaði líkt og til stóð, því upp er komin heimavistar- álma fyrir um 80 nemendur, tvær hæðir auk kjallara að nolckru og búið að steypa sökkla undir þann hluta, sem ætlaður er fyrir kennaraíbúðir. í haust varð meðalvigt dilka í sláturhúsi Kaupfél. Svalbarðs- eyrar rúm 15 kg. Kartöfluræktin gekk vel og er mest af uppskerunni geymt hjá kaupfélaginu, en einnig í heimageymslum. Mest var rækt að af gullauga og rauðum ís- lenkum og ennfremur bintjé. Bændur eru vel settir með hey og i Fnjóskadal er fé fjölg- að, sagði Valtýr Kristjánsson kaupfélagsstjóri blaðinu fyrir nokkrum dögum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.