Dagur - 13.12.1969, Side 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ELDUR I BÚI
f NEFNDARÁLITI minnihluta*
fjárveitinganefndar á Alþingi, dag-
settu 8. des. 1969, segir svo m. a.:
„Okkur er það mjög vel ljóst, að
ríkissjóð skortir fé til stuðnings við
atvinnuvegina og til verklegra fram-
kvæmda, og við teljum að svo muni
verða meðan þein'i stefnu er fylgt í
efnahagsmálum, sem núverandi vald
liafar fylgi. Það sannar 10 ára reynsla
af stjómarstefnunni.
Afleiðingar af efnaliagsstefnu ríkis
stjórnarinnar eru m. a. þessar:
Fjárlög hafa meira en áttfaldazt á
10 árum.
Tekjur hafa farið um 3000 millj.
kr. fram úr áætluðum tekjum fjár-
laga.
Verklegar framkvæmdir eru með
hverju árinu sem líður meira og
minna fjármagnaðar með lánsfé, svo
að skuldir vegna þeirra nema að
minnsta kosti 1000 milljónum
króna, enda fer hlutfall verklegra
framkvæmda í heildarútgjöldum f jár
laga minnkandi ár frá ári.
Ríkisstjómin ætlar engum nýjum
verkefnum rúm í útgjöldum fjár-
laga, þótt þau hækki um einn millj-
arð milli ára.
Þrátt fyrir það, sem að framan er
getið, er ríkissjóður rekinn með
halla ár eftir ár þó að tekjur hans
fari hundmð milljóna fram úr áætl-
un fjárlaga, eins og gerzt hefur tvö
sl. ár. Þar við bætist, að framkvæmd
á fyrirheitinu um sparnað og hag-
kvæmni í ríkisrekstrinum er ekki
finnanleg }k> leitað sé í fjárlagafrum-
varpinu eða ríkisreikningi.
Þær staðreyndir, sem hér er sagt
frá, sanna, að stefna ríkisstjómarinn-
ar í efnahagsmálum hefur sett fjár-
hag ríkissjóðs í sjálfheldu. Til þess
að ríkissjóður geti leyst úr þeirri f jár-
þörf, sem nú þarf að mæta til verk-
legra framkvæmda, til atvinnuvega,
til aukinna rannsókna á sviði at-
vinnumála og efnahagslífsins, til að
hagnýta auðæfi landsins svo sem jarð
hita og fallvötn, til markaðsöflunar
og ýmislegra umbóta, skortir ríkis-
sjóð ekki hundmð milljóna, heldur
milljarða.
Lítið af þeim verkefnum, sem við
höfum hér nefnt, verður leyst á veg-
um ríkissjóðs, nema með breyttri
stefnu í efnahagsmálum, til þess þarf
breytta stjómarstefnu.“
Af lestri þessarar greinargerðar,
þótt fátt sé upp talið af mörgu, sézt
að það er eldur í þjóðarbúinu. Eldur
verðbólgunnar heldur áfram að
brenna, }>ótt það væri eitt aðalverk-
efni viðreisnarinnar að leggja höml-
ur á það bál. □
Bókin sem aldrei var
í FYRRI grein minni benti ég á,
að ritun og útgáfa góðra bú-
fræðibóka virðist hafa lent í
nokkrum öldudal, á árunum frá
1950 og fram yfir 1962, jafnvel
allt fram að 1966, er Búfjár-
fræði Gunnars Bjarnasonar
kom út. Ekki er þetta svo að
skilja að ekki væri ýmislegt
gott ritað um búfræði, á þessumi
árum, eins og bæði fyrr og síð-*
ar. Búnaðarritið er gefið út,
Freyr sömuleiðis, Ársrit Rækt-
unarfélags Norðurlands, og ekki
má gleyma Handbók bænda
sem kom út ár hvert. Þá er að
netfna nokkur afmælis- og minn
ingarrit, er varða landbúnað:
Búnaðarþing, hálfrar aldar
minning, 1952. Búnaðarsam-
band Austurlands 50 ára (Páll
Hermannsson), 1955. Hólasfcað-
ur (Gunnlaugur Bjömsson),
1957. Sandgræðslan 50 ára
(Arnór Siguijónsson), 1958.
Búnaðarsamband Suðurlands 50
ára, 1959. Búnaðarsamband
Kjalarnesþings 50 ára (Guð-
mundur Jósafatsson), 1963. En
af sjálfstæðuim búnaðarfræði-
bókum, er svo má nefna, man
ég ekki í svipinn nema tvær
bækur: Björn Jóhannesson: ís-
lenzkur jarðvegur, 1960 og
Steindór Steindórsson: Gróður
íslands 1964.
Ævisögur mæti-a bænda og
framámanna í búnaði koma auð
vitað einnig til greina, þótt þær
séu frekar sagnfræði en bú-
fræði. Af slíkum má nefna bók
Þórarins Helgasonar: Lárus í
Klaustri, 1957 og bók Jónasar
Þorbergssonar: Sigurður Sig-
urðsson, 1960.
Ef til vill gleymi ég ein-
hverju, en það breytir ekki
heildarmyndinni, og til að skýra
betur hvað ég á við og hvert ég
er að fara, er ég tala um lægð
í útgáfu búfræðibóka á þessu
tímabili, vil ég nefna til saman-
burðar bókaútgáfu Búnaðar-
félags íslands á árunum 1927—
1945. Á þeim árum gefur félag-
ið út bókaflokkinn: Búfræðirit
Búnaðarfélagsins, I.—X. Bækur
þessar voru miðaðar við það,
nokikuð jöfnum höndum, að
þær væru notaðar sem kennslu
bækur í bændaskólunum og til
heimafræðslu hjá bærídum.
Surnar atf þessum bókum eru
gagnmerkar enn þann dag í dag
og aðrar voru það í sinni tíð,
þótt þær séu ef til vill úreldar
nú orðið. Nefna má Fóðurfræði
Halldórs Vilhjálmssonar, 1929,
bók Þóris Guðmundssonar: Lif-
færi búfjárins, 1929, og bókina
Hesfcar, eftir Theodór Am-
björnsson, 1931. Við þetta má
svo bæta bókunum: Aldarminn
ing Búnaðarfélags íslands, tvö
bindi, 1937. Hér var því um
mlkið og skipulegt átak að
rœða, um útgáfu búfræðirita,
svo að eigi hefiir síðar verið gert
annað eins og ekkert nálægt
því.
— o —
Þá er að víkja að því sem nú
er nær — og fnamundan.
Það mun hafa verið snemma
árs 1951, að framkvæmdastjóri
Bókaútgáfu Menningarsjóðs,
Jón Bmil Guðjónsson, ræddi við
mig um að semja 'bók um land-
búnað, er henta mætti ungling-
um til lestrar bæði í skólum og
heimahúsum. Ekki veit ég hvort
Jón hafði tekið þetta upp hjá
sjálfum sér, sem framkvæmda-
stjóri forlagsins, eða hugmynd-
in um gerð og útgáfu slíkrar
bókar hafði verið rædd í
Menntamálaráði, þar sem Val-
týr Stefánsson var formaður.
Mér var vel ljóst hvað fyrir
Jóni vakti, ég hafði aflað mér
fáeinna bóka af þessu tagi og
lesið þær, mér til ánægju. Má
segja, að áhrif frá lestri slíkra
bóka hafi sett nokkurn svip á
rithátt minn og framsetningu,
er ég samdi bókina Búvélar og
ræktun.
Eftir nokkra umhugsun svar-
aði ég hinni vinsamlegu mála-
leitun framkvæmdastjórans neit
andi, ég kvaðst ekki treysta mér
til, við þær aðstæður sem þá
voru fyrir hendi, að semja slíka
bók, svo að í lagi væri. Féll
þetta svo niður. Rétt er að taka
fram og benda á, að þetta var
áður en við, ég sem höfundur
bókarinnar Búvélar og ræktun
SÍÐARI GREIN
og Jón sem framkvæmdastjóri
Bókaútgáfu Menningarsjóðs,
höfðum fengið á okkur gófluna
í Frey, um þá bók. Er ég þess
fullviss, að hvorugur þeirra Jón
Emil Guðjónsson né Valtýr
Stefánsson, hefðu látið þann
„stóra dóm“ breyta neitt við-
horfi sínu til mín, sem höfund-
ar, ef ég hefði viljað leggja í að
semja hina umræddu búnaðar-
bók handa ungu fólki. Dómur-
inn í Frey beit ekki á alla sem
hann lásu.
Vil ég nú til glöggvunar
netfna, sem dæmi, fáeinar erlend
ar bækur, sem ég þekki, um
landbúnað, sem ætlaðar eru
unglingum til lestrar, hér munu
slíkar bækur vera flestum lítt
kunnar.
Fyrst nefni ég norska bók,
sem íslandsvinurinn nýlátni,
bændakennarinn og síðar ríkis-
ráðunautur- um búnaðarfræðslu,
Torstein Christensen samdi:
Jordbruksbok for ungdom
(þriðja útgáfa, Osló 1940). Sú
bók hefir notið mikilla vinsældia
í Noregi, sem maklegt er. Sér-
stæðari, en eigi síður aðgengi-
leg er bók eftir norska rithöf-
undinn Christian Gierlöff: Den
unge jordbruker (Osló 1927).
Höfundurinn er sá hinn sami
sem skrifaði bókina: Skogen for
de unge, sem Guðmundur Hann
esson þýddi á íslenzku og Skóg
ræktarfélag íslands gaf út. Á
sænsku nefni ég fyrst tvær bæk
ur eftir M. O. Nordenborg: Lilla
J ordbruksboken (Stokkhólm
1946) og Jordbruksbok för ung-
dom (þriðja útgáfa Stokkhómi
1958). Fyllri og meiri bók eftir
sama höfund er Lilla Jordbruks
læran (fyrsta útgáfa Stokk-
hólmi 1949, þriðja útgáfa 1956).
Ei- hún ætluð til nota, „í skól-
um, á námskeiðum og við sjálfs
nám.“ Hið sama er að segja um
LiIIa husdjurlæren, eftir tvo
höfunda, Filip Johansson og
Karl Ryda (Stokkhólmi 1949).
Þá vil ég nefna ameríska bók,
sem ég tel að sé mjög greina-
góð og vel gerð unglingabók:
James S. Grim: Introduction to
Agricultm-e (Boston, New
York, Chicago 1935. — Senni-
lega til nýrri útgáfa).
Enn vil ég geta mjög aðgengi
iegra smáhefta á ensku, um
ýmsar greinar landbúnaðar,
ætluð 4-H félögum og ungling-
um í öðrum slíkum félagsskap
í sveitum til lestrar og fróðleiks.
Er það mjög athygli'sverðnr hátt
ur, að semja sérstök hefti um
hinar ýmsu greinar landbúnað-
ar, t. d. sérstakt hefti um sauð-
fjárrækt, annað um kartöflu-
rækt enn annað um búvélar
o. s. frv.
Ár'n ■ liðu, í ársbyrjun 1958
flutli ég til Noregs. Kominn
þang í nýtt umhverfi, sem
mér vnr þó g£imal-kunnugt, og
mér 1;ggur við að segja í annað
og nýtt andnímsloft, að því er
nær ti1 landbúnaðai- og menn-
Bækur Iðunnar
rituð
ingarlífs, varð mér oft hugsað
heim, og ekki hvað minnst til
unga fólksins, sem á landið að
erfa. Þessi heilabrot urðu til
þess, að ég herti hugann, sett-
ist niður og skrifaði Mennta-
málaráði. Sagði ég sem var, að
nú hefði ég tíma og tækifæri og
hug á að taka saman bók um
landbúnað, sérstaklega æfclaða
ungu fólki til lestrar og fræðslu.
Minnti óg á hvað til tals hafði
komið um þetta árið 1951, á
milli mín og þávemdi fram-
kvæmdastjóra Bókaútgáfu
Menningarsj óðs.
Bréfi þessu var aldrei svarað,
þótti víst ekki svara vert. —
Mér voru þetta í raun og
veru engin vonbrigði. Margt var
um breytt, frá 1951. Valtýr Stef
ánsson hafði látið af for-
mennsku í Menntamálaráði, og
nýr maður tekið við forstöðu
Árni G. Eylands.
bókaforlagsins. En þessi manna
skipti voru ef til vill ekkerf aðal
atriði. Hinn íslenzki (embættis)
siður að svara ekki bréfum, var
mér vel kunnur. En hvað um
það, mér varð þetta nokkurt
umhugsunarefni og hefi oft hug
leitt það síðar. Eitt var og ekki
mikið, að Menntamálaráð „tal-
aði ekki við seglskip" eins og
mig, um slíka hluti. Annað er
meira og það er spumingin
stóra, var ekki þegar þetta skeði
og enn meira nú, þannig komið
hugleiðandi manna til landbún-
aðar, að útgáfa slíkrar bókar,
sem hér var um að ræða, væri
algerlega fyrir utan áhugasvið
Menntamálaráðs og annarra
ráðamanna álíkra? Og höfðu
ekki þessii- menn og hafa enn, í
vaxandi mæli, rétt fyrir sér,
myndi unga fólkið í sveitunum
líta við slíkri bók, þótt yngri,
lærðari og snjallari maður en
Á. G. E. setti hana saman. Bend
ir ekki fleira sömu leið?
Starfsiþróttii'nai-, sem fyrst
var farið að kynna hér á landi
1951, eftir norskri fyrirmynd,
hafa aldrei fest verulega rætur
í sveit né við sæ, og ekki náð
neinum vinsældum, þótt þær
séu verulegt menningaratriði í
Noregi víða. í því máli brugðust
þeir sem helzt áttu að bera það
fram til sigurs: bændaskólarnir,
Garðyrkjuskóli ríkisins og hér-
aðsskólarnir. Það litla sem hefir
áunnizt er helzt fyrir áhuga í
húsmæðraskólunum. Um 4-H
hreyfinguna hefir farið á sömu
leið, þótt sá félagsskapur blómg
ist vel víða um lönd, sem mikið
og heillaríkt félagsform í byggð
um bænda.
— o —
Og nú er ég loks kominn að
efninu. „Bændur lesa ekki bæk
ur, og alha sízt um landbúnað",
sagði þjóðkunnur menntamaður
við mig fyrir nokki-um árum,
sjálfur var hann bændasonur.
Er þetta rétt, er svo komið, er
þetta eðlileg þróun? Um margt
er nú að velja fleira en var í
mínu ungdæmi, þegar fólkið á
bæjunum beið í óþreyju eftir
lestrarfélagsbókunum nýju, þeg
ar þær gengu bæ frá bæ til
lesturs í sveitinni. Nú eru það
dagblöðin, útvarp, sjónvarp o.
fl. Bændur hafa engan tíma ti!
að líta í bók, segja sumir for-
ráðamenn þeirra. Já, ef til vill
hafa þeir nóg með að lesa Frey
og Búnaðarritið (er það lesið?)
og líta í Handbók bænda?
Hér er ekki um neitt smámál
né hégóma að ræða. Hvað er hið
sanna? Aldraður maður sem í
eina tíð hafði allmikil afskipti
af búnaðarmálum skrifar mér.
Tilefnið var að ég hafði sent
honum upplýsingar um tillögur,
sem um skeið voru allmikið
ræddar í Noregi, um að gera
búnaðarnám og próf að skyldu
fyrir þá er gerast bændur, alveg
eins og gildir um menn í öðrum
sfcarfsgreinum. Hann skrifar:
„Sannleikurinn er sá, að ég
held að búfræðilegri þekkingu
okkar hraki. Allt of fáir bænd-
ur eru búfræðilega menntaðir
og faglitteratúr landbúnaðarins
er ekki neinn. Það er þá helzt
skætingur og skammir og stagl
um verðlagsmál. Bændur eru í
vaxandi mæli farnir að lífca á
sig sem launþega, síkvartandi
og krefjandi, en sé þeim bent á
eitthvað, sem betur megi fara í
þeirra verkahring, telja þeir
það hótfyndni og jafnvel móðg-
un.“
Þetta eru þung orð, en lík-
lega er erfitt að afsanna þau
méð öllu. En hvað er orsök og
hvað er afleiðing?
Það sem mér finnst erfiðast
undir að búa, og mega sjá á bak
við þetta, er vanmatið á land-
búnaðinum sem atvinnugrein
og tómlædð um flest er hann
varðar og til hans friðar heyrir,
í víðustu merkingu þeirra orða,
nema þá helzt verðlagsmál og
hagsmunakröfur bænda. Nú er
það svo við allar kröfu- og hags
munastreitur, að sú hætta vofir
löngum yfir, að menn geri fyrst
og fremst kröfur til annarra og
þjóðfélagsins, en oft ekki að
sama skapi til sín sjálf og sinna
samherja. Mér finnst bænda-
stéttin því miður ekki fara með
öllu varhluta af þessum vana
og vanka.
Vanmatið og tómlætið varð-
andi landbúnaðinn virðist koma
fram furðu oft og víða: Hjá leið
togum þjóðarinnar innan þings
og utan. Hjá þeim sem stjórna
blöðum, útvarpi og sjónvarpi og
jafnvel hjá framámönnum
bændanna og bændunum sjálf-
um.
Skal ég nú reyna að finna
þessum orðum stað, með dæm-
um frá síðustu árum og um-
hverfi, sem allir mega kannast
við. Talað er um vandamál land
búnaðarins, offramleiðslu og of
dýra framleiðslu. Ræktun lands
ins er meginundirstaða búnaðar
framleiðslunnar, þótt enn sé
hagbeit í heimahögum og á af-
réttum mikil stoð, við fram-
leiðsluna. Fyi'ir fjórum árum
birtust tvær gi'einar í Ársriti
Ræktunarfélags Norðm'lands,
þar sem með ljósum rökum og
ákveðnum var bent á stefnuleys
ið og mistökin í ræktunarmál-
um. Aðalniðui'stöðuatriðin voru
tvö, eða tvennskonar. Annað:
„að með þeim ræktunaraðferð-
um, sem hér eru allsráðandi,
verður ekki óræktarjörð breytt
í það horf að verðskultla nafnið
ræktun.“ Hitt: „Notkun okkar
af N-áhurði virðist langt úr
hófi fram og er það fitllkomið
rannsóknarcfni, því heyfengur-
inn virðist ekki í ncinu sam-
ræmi við áburðarnotkunina.“
Það var velmenntaður og
reyndur tilraunastjóri, Ólafur
Jónsson, sem komst að þessum
niðurstöðum, og studdi þær,
sem sagt Ijósum rökum.
Nú átti ekki að vera nema
tvennt til: Annað, aðalráða-
menn ræktunarmála í landinu
reiddu upp hramminn og rækju
þessar fullyrðingar tilraunastjór
ans ofan í hann aftur. Hitt, að
þeir hinir sömu áttuðu sig á því
hver alvara hér er á ferðum og
hæfust handa um úrbætur, í
ræktunarmálum.
Hvorugt skeði, enginn rumsk
aðist hvað þá meira, enginn í
landbúnaðarráðuneytinu, svo-
kallaða, enginn í Búnaðarfélagi
íslands, enginn innan Búnaðar-
þings og enginn á Aþingi. Enn
situr allt við sama. Lýsir ekki
þetta átakanlegu vanmati á land
búnaðinum og tómlæti um hagi
hans? Þögnin og gleymskan var
tahn geyma hinar mikilvægu
greinar Ólafs Jónssonar bezt.
— o —
Allir kannast við hver undur
og ósköp er skrifað í blöð um
nýjar bækur sem út koma og þó
öllu mest í jólakviðunni, útvai*p
og sjónvarp liggja heldur ekki
á liði sínu um þessa hluti. Þó er
einn sá flokkur bóka, sem sjald
an er getið, oftast að engu, en
að litlu þá sjaldan minnzt er á
þær, það eru bækur um land-
búnað. Nú er fátt um slíkar bæk
ur, svo að ekki er það fjöldi
þeirra sem veldur að þeirra er
ekki getið. Dæmi:
Eins og ég nefni í fyrri grein
minni, var hinnar miklu bókar
Gunnars Bjarnasonar: Búfjár-
fræði, sem kom út 1966, lítið get
ið í blöðum, og þó hennar væri
getið man ég ekki til þess að
neinn ritstjóri réðist í það, að
láta skrifa raunverulegan rit-
dóm um bókina. Það þurfti sann
arlega ekki merkilega skáld-
sögu eða Ijóðabók órímaða, til
þess að meira væri við haft.
Árið 1965 gaf Mjólkursamsal-
an í Reykjavík út 30 ára afmæl
isrit: Saga Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík, þrjúhundruð blað-
síðu bók myndarlega að öllum
frágangi. Henni mun hafa verið
getið í blöðum og útvai-pi „harla
lítið og ekki neitt.“ Það er fróð-
legt að athuga þetta og bera
saman við skrif um aðrar bæk-
ur, sumar lítt merkai'. Auk þess
sem Mjólkursamsalan, saga
hennar og rekstur, varðar nær
alla bændur á Suðurlandi og
um Suðvestm'land harla miklu,
grípur sú starfsemi eigi lítið inn
í daglegt líf alh'a í þéttbýlinu
við Faxaflóa, þar sem lesendur
blaða eru fjölmennastir. Hér
var því sannarlega á ferðinni
HUGLEIÐING
„Dagur“ segir í „Smátt og stórf“
þann 10. des. sl., að lesendur
blaðsins hafi beðist undan því
að heyra tölu faUinna í Viet-
nam dag frá degi, í útvaipinu.
Klausa þessi vakti mig til um-
hugsunar. Sannast þama það,
sem þó fáir virðast gera sér
ljóst, að sannleikurinn er oft
öUu hastalegri en skáldskapur-
inn. Persónulega finnst mér
seint nógu vel skýrt frá þeim
hörmungum sem eiga sér stað í
Vietnam. Það er líka sumum
hoUt að heyra hið sanna og
rétfca, stöku sinnum. Auðvitað
er það gamanlaust þegar menn
berast á banaspjót, hvar sem
þeir eru staddir á hnettinum.
Það mætti líka ætla að samn-
ingsviljinn væri ofarlega í hug-
um stríðsaðila. En það er víst
eitthvað annað. Samningsvilj-
inn er ekki sterkari en svo, að
loks þegár örlar á samninga-
bók, sem ástæða var til að blöð-
in í Reykjavík og útvarpið
minntust á og rituðu um ræki-
lega. Og eigi síður blöð þau sem
gefin eru út á Selfossi. En lítið
fór fyrir því. Og enn var eitt
merkilegt við þessa búnaðarbók
og þögn blaða og útvaips: Höf-
undur bókarinnar var séra Sig-
urður Einarsson í Holti, skáld
og prestur. Athugum það, að
hefði hann gefið út litla ljóða-
bók eða eitthvað þess háttar, þá
hefði slíkrar bókar áreiðanlega
verið getið í öllum blöðum og
það ýtarlega. Svona er misskipt
sól og regni eftir því hvort ritað
er um landbúnað, eða eitthvað
annað jafnvel þótt eigi sé sér-
lega merkilegt.
Árið 1968 komu víst ekki út
nema tvær sjálfstæðar búnaðar
bækur, það var bók sú er Véla-
nefnd ríkisins gaf út og nefnist:
Skurðgröfur Vélasjóðs 1942—
1966. (Ber ártalið 1967, en kom
ekki út fyrr en í jan. 1968).
Bókin er yfirlit um framræslu-
framkvæmdir á landi hér, þenn
an fjórðung aldar, hið stórkost-
lega átak sem gert hefir verið á
því sviði, til að bæta landið til
frambúðar. Hin bókin: Bættir
eru bænda hættir, var gefin út
í sambandi við Landbúnaðarsýn
inguna miklu í Revkjavík. Þetta
er: „Landbúnaðurinn, saga hans
og þróun,-------skrifuð af 28
þjóðkunnum mönnum“, og að
því er virðist með Búnaðarfélag
ísland að bakhjarli. — Ekki
munu blöðin hafa eytt rúmi fyr
ir ritdóma um bækur þessar,
nema hvað fyrrnefndu bókarinn
ar var getið allýtarlega í Frey.
Eitt er fróðlegt að rifja upp í
sambandi við útgáfu þeirrar
bókar og 25 ára áfangann í land
bótum með notkun mikilvirkra
véla við framræslu. Það bar
nær upp á sama daginn, að
minnast mátti 25 ára starfs við
framræsluna og að Coca-Cola
verksmiðjan átti 25 ára fram-
leiðsluafmæli. Áfangans í Coca_
Cola framleiðslunni var minnzt
ýtarlega, í blöðum, útvarpi og
sjónvarpi, en landvinninganna
miklu, þar sem bændur og ríki
höfðu vai'ið hundruðum millj-
óna króna til að gera forarmýr-
ar að valllendi, var minnzt
„harla litið og ekki neitt.“ Hér
sannaðist hið fornkveðna: „Það
er sitt hvað Hólastóll eða hunda
þúfa.“ Svo að eigi valdi mis-
skilningi vil ég taka fram, að
það sem ég segi um þetta, er
ekki mælt af neinni óvild til
Coca-Cola fyrii-tækisins, alls
ekki, því játa ber, að það er
alltaf þakkarvert þegar ein-
(Framhald á blaðsíðu 2)
umleitunum geta stríðsaðilar
ekki svo vikum skiptir komið
sér saman um lögun samninga-
boi’ðs, sem frægt er orðið. í
þokkabót er það svo hrein mál-
færsluleg nauðgun að tala um
samningaborð í þessu tilfeli, þar
sem heimur allur veit hversu
„glæsjlega“ það stendur undir
nafni! En það er ekki aðeins
Vietnam sem orðið hefur
skammsýni og misskilningi að
bráð. O, sei sei nei. Staður er
nefndur Biafra. Fulltrúi Biafra
var hér fyrir nökkru að leita
eftir stjórnmálalegum stuðn-
ingi. Og hverju svara fulltrúar
þeirrar þjóðar sem kúguð var
um aldir og tókst loks að af-
loknum miklum hörmungum,
með harðfengi að brjóta sér leið
til sjálfstæðis? íslendingar
sögðu „því miður“. Mér datt
það í hug þá, að lítið legðist
fyrir víkingasynina. Enda mun
nú óþarfi af íslendingum að
BÓKAFORLÖGIN IÐUNN,
HLAÐBÚÐ og SKÁLHOLT,
sem rekin eru undir einni
stjórn, gefa út um tuttugu bæk-
ur samtals á þessu ári, og skal
þeirra getið í stuttu máli hér á
eftir.
Annað bindi af ritverkinu
Vér íslands böm, eftir Jón
Helgason, flytur efni af sama
toga og fyrri bækur höfundar-
ins: frásagnir af íslenzkum ör-
lögum og eftiiminnilegum at-
burðum, sem reistar eru á
traustum sögulegum grunni og
ýtaiiegri könnun margvíslegra
heimilda.
Einnig kemur út annað bindi
af endurminningum Snorra Sig
fússonar, fyrrum skólastjóra og
námsstjóra, Ferðin frá Brekku.
Segir þar frá skólastjóraárum
hans á Flateyri, störfum á ísa-
firði og mönnum og málefnum
víða um Vestfirði. Er þetta
breið og litrík frásögn, iðandi af
fjölbreytilegu mannlífi, því að
Snorri getur ótrúlega fjölda
fólks. í bókinni er mikill fjöldi
mannamynda.
Þá er ný bók eftir Jón Óskar
rithöfund, Fundnir snillingar.
Segir þar einkum frá þeirri
nýju kynslóð skálda, sem var að
korna fram á sjónarsviðið á
styrjaldarárunum siðai'i, mönn-
um, sem höfðu tileinkað sér
nýtt form og ný viðhorf. Jón
Óskar getur í þessari bók fjölda
manna, margra þjóðkunnra, og
að sjálfsögðu einkum skálda og
rithöfunda, þótt fleiri komi
~ EFTA og fjárlögin
(Framhald af blaðsíðu 1),
45%. Er þetta mun meiri hækk-
un en menn höfðu búist við.
Auðsætt er, að samanlögð áhrif
hinna áformuðu tolla- og sölu-
skattsbreytinga miða að því, að
lækka gjöld á ýmsum miður
þörfum vörum en hækka þau á
ýmsum brýnustu nauðsynjum.
Blaðið hefur frétt, að mikil
gremja ríki nú meðal þing-
manna út af því, að ríkisstjóm-
in skuh fara fram á það, að þing
ið afgreiði svo mörg og vanda-
söm stónnál á þeim fáu dög-
um, sem eftir eru af þinginu
fyrir jól, þar sem þau eru öll
nýlega fram komin. En stjómin
mun ætlast til, að þingfundum
verði frestað 19. desember. □
gefa út fleiri bækur, með frægð
arverk sín sem titilmál. Tékkó-
slóvakía heitir land. Munu ýms-
ir fáanlegir til að meta kærleiks
verk Rússa og legáta þeirra þar
í landi. Að vísu var blessunar-
lega lítið um manndráp fyrir
utan það, að nokkrir ættjarðar-
vinir lögðu sjálfa sig að veði til
þess að vekja athygli á landi
sínu og kúguninni sem þar var
beitt. Að vísu létu ýmis félaga-
samtök bókfæra eftir sér mót-
mæli, þar sem fordæmd var inn
rás inn í Tékkóslóvakíu. En ég
man ekki til að slík bókun hafi
að ráði farið fram um Vietnam-
stríðið. Af hverju? Fleiri dæmi
mætti nefna, af nógu er að taka.
Nei, íslendingum væri nær að
mótmæla stríði og ofbeldi hvar
sem það sézt, heldur en að
syngja „Heims um ból“ sér til
sáluhjálpar, einu sinni á ári.
Örn Bjamason.
einnig við sögu. Er bók þessi
verulegt framlag til íslenzkrar
bókmenntasögu síðari áratuga.
Jörð í álögum, þættir úr
byggðum Hvalfjarðar, nefnist
bók eftir Halldóru B. Björnsson.
Hafði hún nýlokið við að leggja
síðustu hönd á bókina, er and-
lát hennar bar að höndum á sl.
hausti. í bókinni eru m. a. þætt
ir um skáldin frá Miðsandi, Ein
ar Ólafsson í Litla-Botni og
afkomendur hans og um álögin
á Litlasandi.
Út eru komnar fjórar náms-
bækur: Drög að lestrarfræði,
eftir Birte Binger Kristiansen í
þýðingu Jónasar Pálssonar sál-
fræðings. Fjallar bók þessi um
lestrarnám og kennslu frá sál-
fræðilegu og uppeldisfræðilegu
sjónarmiði, skilyrði barna til
lestrarnáms og kenningar um
orsakir lestregð'u og hvernig
megi úr henni bæta.
Kennslufræði, eftir Jon Naes-
lund, í þýðingu Guðrúnar Ólafs
dóttur Kennaraskólakennara og
Sigurðar Gunnarssonar æfinga-
kennara Kennaraskólans. Höf-
undurinn er kennari í uppeldis-
fræði við Kennaraháskólann í
Stokkhólmi. Bókin er almenn
kennslufræði, eins og nafnið
bendir til, og er hún notuð við
kennslu í kennaraskólum í fjór-
um löndum: Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi og íslandi. Fram
angreindar tvær bækur eru jaífn
framt hugsaðar sem handbæk-
ur fyrir starfandi kennara.
Þriðja bókin er Hagræn landa
fræði, eftir Lýð Bjömsson verzl
unarskólakennara. Bætir sú
bók úr algerum skorti á náms-
bók um mannkynið, lifskjör
þess og atvinnuvegi, þ. e. hina
hagrænu landafræði, sem er
einn þáttur svonefndra félags-
vísinda.
Fjórða bókin er íslenzk hljóð
fræði, eftir Baldur Ragnarsson,
höfund bókanna Mál og mál-
Nokkrar bækur
FÓLK eftir Jónas Ámason er
önnur útgáfa hinnar vinsælu,
þátta og sagna, sem jafnframt
var fyrsta bók höfundar.
Og maður skapast eftir Mar-
tein frá Vogatungu, nýjan höf-
und, bregður upp sögumyndum
frá ölduróti stríðsáranna, en þá
beið rnargur tjón á sálu sinni og
fólk þurfti að takast á við ný
vandamál. Saga þessi segir
einkum frá ungu fóiki, baráttu
þess og breyzkleika, þegar ís-
land var fyrirvaraLaust her-
numið og hernám setti siim svip
á þjóðlífið.
Á ströndinni í hálfa öld eru
minningar Þórðar Guðmunds-
sonar skipstjóra, skráðar af Þor
steini Matthíassyni en Prent-
verk Akraness h.f. annaðdst
prentun. Farkostir Þórðar voru
margir og margskonar, en hann
sigldi ætíð skipi sínu heilu í
höfn. Kaflar bókarinnar eru 16
talsins og nokkrar myndir
prýða hana.
Flotið á fleyjum tólf er þriðja
bók ungs höfundar, Páls Hall-
björnssonar, 230 blaðsíður,
prentuð í Odda. Hér er um að
ræða 12 sögur frá sjómannsár-
um höfundar og segir hann í
formála, að þær séu „yfirleitt
sannar lifsreynslusögur“ og gef
ur það bókinni auðvitað sér-
stakt gildi og forðar margþætt-
um starfsþáttum frá gleymsku.
Mennirnir í brúnni eru þættir
um sjö kunna fiskiskipstjóra,
notkun og Skólaritgerðir. Mark
mið bókarinnar er að veita
fræðslu um tengsl íslenzkrar
tungu við mál, sem henni era
skyldust, íslenzk málhljóð og
myndun þeirra, helztu hljóð-
breytingar í íslenzku oog orsak
ir þeirra, svo og islenzka hljóð-
ritun.
Þá er í undirbúningi síðai'i
hluti hins mikla rits um nútíma
líffræði, eftir P. B. Weisz, sem
Örnólfur Thorlacius mennta-
skólakennari þýðir og býr í
hendur íslenzkra lesenda, svo
og Laxdæla saga, skólaútgáfa
búin til prentunar af Nirði P.
Njarðvík lektor.
Þrjár þýddar skáldsögur
koma út fyrir jól: Hetjurnar frá
Navarone, eftir Alistair Mac-
Lean, sem fjallar um sömu aðal
söguhetjurnar og hin kunna
saga höfundarins, Byssurnar frá
Navarone; ný skáldsaga eftir
Hammond Innes, höfund bókar
innar Silfurskipið svarar ekki,
en nafn nýju sögunnar hefur
enn ekki verið ákveðið og
Kólumbella, eftir Phyllis A.
Whitney, höfund sögunnar Und
arleg var leiðin.
Ennfremur kemur út 15. sag-
an í flokknum Sígildar sögur
Iðunnar. Er það hin víðkunna
indíánasaga Hjartarbani, eftir
J. F. Cooper.
Barna- og unglingabækur,
sem út koma á árinu, eru þess-
ar: Fimm á Ieynistigum, Dular-
fulli böggullinn og Baldintáta
verður umsjónarmaður, allar
eftir Enid Blytoon, höfund
Ævintýrabókanna; Hilda í sum
ai'Ieyfi, firnmta bókin um Hildu
frá Hóli, eftir M. Sandwall-
Bergström; Beverly Gray í III.
bekk, eftir Clarie Blank; Lysti-
vegur önunu, fimmta og síðasta
sagan í flokki bóka eftir Anne-
Cath. Vestly, höfund bókanna
um Óla Alexander FíHbomm-
bomm-bomm, og Tröllið í sand-
kassanum, bók handa yngstu
lesendunum, eftir Bjöm Daníels
son skólastjóra.
Ægisúfgáfunnar
sem enn sækja sjóinn og sækja
hann fast. En þessir skipstjórar
eru gerðir að umtalsefni: Ásgeir
Guðbjartsson, Eggert Gíslason,
Mai-kús Guðmundsson, Hilmar
Rósmundsson, Haraldur Ágústs
son, Hans Sigurjónsson og Þór-
arinn Ólafsson. En skráð hafa,
Árni Johnsen, Ásgeir Jakobsson
og Guðmundur Jakobsson. Skip
stjórarnir eru meðal þeirra
manna, sem hátt ber í íslenzkri
atha-fnasögu.
Þá er að nefna þrjár þýddar
bækur er heita: Stríðsfélagar
eftir Sven Hazel, sem sjálfur
var hermaður. Drykkjukrár,
vændiskonur og aftökustaðh'
eru ekki fögur frásagnarefni, en
hispurslaust er frá sagt.
Aðeins draumar mínir er eftir
Denise Robins og er ástarsaga
og fjórða bók höfundar, en alls
hefur hún skrifað nær óteljandi
fjölda bóka, er margar hafa náð
verulegum vinsældum. Bókin
er góð dægradvöl.
Charles Chaplin, líf mitt og
leikur, er ein af þessum bókum
um fræga menn skemmtiiðnað-
arins og allir kanniast við a£
kvikmynd'atjaldinu og sjón-
varpsskerminum, og er þetta
sjálfsævisaga í þýðingu Lofts
Guðmundssonar.
Allar eru þessar bækur Ægis
útgáfunnar læsilegar og vel til
þess fallnar að stytta mönnum
stundir í skammdeginu, og
prýða síðan bókaskápinn. □
*