Dagur - 13.12.1969, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÓRT
Verksmiðjuhús Kísiliðjunnar í Mývatnssveit.
(Ljósm.: E. D.1(
KÉSILIÐJAN I MVVATNSSVEIT
RÍKISSJOÐUR á 51% hlutafjár
í KísiliSjunni, fyrirtækið Johns
Manville Corporation 47.7% og
sveitarfélög á Norðurlandi af-
ganginn. Kísiliðjan tók til starfla
í tilraunaskyni í október 1967,
en eiginleg framleiðsla hófst
seint á árinu 1968 og voru það
ár framleidd 2600 tonn af kísil-
síuefni. Á þessu ári hefur verið
framleitt með mjög auknum af-
köstum og búist við, að ársfram
leiðslan verði 10500 tonn. Með
10 þús. tonna framleiðslu í ár
er verðmæti hennar um 100
mil'lj. ísl. króna.
Unnið er að stækkun verk-
miðjunnar og verður ársvinnsla
þá 24 þús. tonn. En vélar til
stækkunar eru allar komnar og
gert ráð fyrir, að hægt verði að
taka þær í notkun í febrúar-
mánuði n. k.
í ár hafa greidd vinnulaun
verið um 1 millj. kr. á mánuði.
Fastir starfsmenn við vinnsluna
eru 36 og næstum því annar
eins hópur við uppbygginguna
í sumar.
Vésteinn Guðmundsson er
verksmiðjustjóri.
Efni kísilsíuefnisins eða kísil-
gúrsins er, sem kunnugt er tek-
ið á botni Mývatns og er þar
náma, sem endist í meira en
100 ár.
Undirstaða velmegunar í Mý-
vatnssveit er silungsveiðin og
hefur svo 'lengi verið. Að sjálf-
sögðu er óttast um hina dýr-
mætu veiði við verksmiðju-
í-ekstur í Mývatnssveit. Og auð_
vitað getur hætta stafað af slík-
um rekstri, en sjálft hefur Mý-
vatn gott af því, að dýpka, sem
það gerir við efnistökuna. Þar
. íSÍ
Dapurleg þróun verð-
lags og kaupgjalds
í NÁGRANNALÖNDUNUM
hefur kaupmáttur launa verba-
manna aukizt um 30—40% á
undanförnum áratug. Stjórnar-
blöðin hér á landi slá öðru
hvei'ju ifram hástemmdum full-
yrðingum um hin góðu lífskjör
hér á landi, sem enn muni fara
batnandi, og benda á hið hækk-
NOKKRAR „VIÐREISN AR“ -TÖLUR.
virðist silungur sækja mjög að,
segja kunnugir.
í byggingu er 5—600 manna
íbúðahverfi, skammt frá Reykja
hlíð, og skapar það ný tækifæri,
og að sjálfsögðu einhver vanda-
mál í sveitarfélaginu. En hing.að
til virðist þessi aukning fólks
hafa haft góð áhrif, og að sjálf-
sögðu er Kísiliðjan með öllu
er henni fylgir, fjárhagsleg lyfti
stöng í sveitarfélaginu. Oddviti
þar í sveit er Sigurður Þórasson
bóndi á Grænavatni. □
MÉNGUN UMHVERFIS
Margar þjóðir hafa vaxandi
áhyggjur af mengun sjávar. Það
var ánægjulegt, að Akureyring-
urinn Haraldur Kröyer, form.
íslenzku sendinefndarinnar lijá
Sameinuðu þjóðunum, mælti
fyrir tillögmn, til undir-
búnings því, að verja heims-
höfin mengun, og að sú tillaga
var einróma samþykkt. Gert er
ráð fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi
1972 um verndun mannlegs um
hverfis og virðist það mjög tíma
bært. En mengun sjávar getur
orðið vegna eiturefna, kemiskra
efna, olíu og geislavirkni og eru
þessar liættur allar kunnar af
reynslunni.
HEILSULINDIR
Franska upplýsingaþjónustan
segir, að þar í landi séu 1200
„heilsulindir“, flestar kaldar og
hafa margar fundizt með borun.
Þetta erit' einskonar „ölkeldur“
og spretta upp sjúkrahús og
hverskonar heilsuhæli og livíld
ar- og hressingarheimili við
liverja þeirra. Eykur þetta ferða
mannastrauminn gífurlega og
er ekki farið leynt með það. Og
í Þýzkalandi er gerð áætlun mn
mörg heilsuhæli við uppsprett-
ur vatns þar í landi. Bað- og
ÍBAGU
kemur næst út
17. desember.
miðvikudaginn
BÚAST VIÐ VONDUM VETR!
Kasthvammi 29. nóv. Það er
orðið langt síðan ég hefi sent
„Degi“ línu og mætti ætla að ég
hefði mikið að segja, enda er
það svo, en hitt er aftur á móti
ekki víst að ég segi það allt. Það
eru 5 vikur af vetri, og ekki
hægt að efast um að kominn er
vetur, og fer hann harðindalega
að. Snjór getur þó ekki kallast
mikill nema hér í austurbrekk-
unni en haglaust er, og búið að
gefa i'nni í 3 vikur og hefur fé
ekki sest svo snemma að á inni-
stöðu um langt árabil, ef til vill
ekki í 50 ár, þ. e. ekki síðan
1919. Eiginlega byrjaði veturinn
24. sept. með snjókomu og frost
um, t. d. var 13 stiga frost að-
fararnótt 1. okt., og 2. okt. var
hér vonsku veður framan af
degi, hvassviðri og snjókomfci
tók skafla frá því veðri aldrei
(Framhald á blaðsíðu 7)
andi kaupgjald í landinu.
Tíminn birti á sunnudaginn
töflu yfir verðlag og kaupgjald,
eins og það var 1958 og eins oig
það er nú. Að vísu er það ekki
tæmandi samanburður, en
hörmulegur er hann og sýnir
dapurlega þróun þessara mála.
En samanburðurinn er þannig:
ÆVISAGA SERA JONS BJARNASONAR
WINNIPEG
1. nóv. 1. nóv. Hækkun
1958 1969 %
Kaffi (kg.) kr. 42.00 kr. 156.00 276
Molasykur (kg.) — 6.67 — 22.68 240
Strásykur (kg.) — 4.60 — 16.12 250
Hveiti (kg.) — 3.53 — 23.99 580
Haframjöl (kg.) — 3.72 — 34.20 819
Hrísgrjón (kg.) — 5.86 — 44.84 665
Rúgbrauð (1.5 kg.) — 5.50 — 22.00 300
INNENDAR VÖRUR:
1. nóv. 1. nóv. Hækkun
1958 1969 %
Nýmjólk (1.) kr. 4.23 kr. 14.10 233
Smjör (kg.) — 65.00 — 185.40 237
Rjómi (1.) — 37.70 — 129.60 244
Súpukjöt (kg.) — 29.50 — 120.00 307
Saltkjöt (kg.) — 30.35 — 130.40 330
Hangikjöt (kg.) — 43.40 — 161.50 272
Ýsa (kg.) — 4.90 — 28.00 471
Saltfiskur (kg.) — 9.00 — 49.00 444
Vísitala byggingarkostnaðar .. 134 stig 428 stig 219
Tímak. Dagbrúnarm. (II. £1.) . kr. 22.31 kr. 64.00 190
IJT ER að koma hjá bókaforlagi
Eddu, Akureyri, stór og merki-
leg bók, en það er ævisaga séra
Jóns Bjarnasonar í Winnipeg,
fyrsta íslenzka prestsins í Vest-
urheimi. Séra Jón var Austfirð-
ingur að ætt, tók prestvígslu
1869 með einni hæstu einkunn
sem tekin hefir verið við Presta
skólann og þjónaði um tíma þar
til landnáms var stofnað þar
1875. Síðan var hann þjónandi
prestur á ýmsum stöðum, m. a.
heima á íslandi um nokkurra
ára skeið, en dvaldi lengst ævi
sinnar í Winnipeg, þar sem
hann andaðist 1914.
Séra Jón Bjarnason var mik-
ill gáfu og hugsjónamaður, sem
fá málefni lét sér óviðkomandi.
Hann mun hafa meira en nokk-
ur annar maður þar vestra mót-
að trúarskoðanir ísendinga
jafnt í Kanada sem Bandaríkj-
unum, og eftir hann liggja all-
möi'g prentuð rit, ýmiss efnis,
en þó að sjálfsögðu mest um
trúmál.
Ævisaga hans, sem er 384 bls.
með nokkrum myndum, er
skráð af frænda hans og vini,
séra Rúnólfi Marteinssyni í
Winnipeg. Árni Bjarnarson rit-
ar inngangsorð. □
vatnslækningafræði er sérstök
vísindagrein við háskóla í París
og Frakkar franrleiða til sölu
yfir 2 þús. milljón flöskur með
ölkelduvatni á ári. Hér á landi
er sennilega mikill auður fólg-
inn í heitum og köldum upp-
sprettum og hveraleirnum, þeg-
ar nýting þessara náttúrufyrir-
bæra er komin lengra á veg en
ennþá er.
LEIÐRÉTTING
Blaðinu hefur verið bent á, að
vansagt og ranghermt hafi ver-
ið í Degi hvernig útför Bern-
harðs heitins Stefánssonar hafi
farið fram á Bakka í Öxnadal.
Þar hafi félagar úr UMSE og
UMFÖ borið kistu hins láhia úr
kirkju en Öxndælir í garði.
Söng hafi Áskell Jónsson stjórn
að. Séra Ágúst Sigurðsson kast-
aði rekunum en séra Þórliallur
Höskuldsson flutti bæn og bless
unarorð. Er þetta þá hér með
leiðrétt.
POPP OG HEYRNARDEYFA
Nýlega sagði ung stúlka frá því,
að liljóðhimna í öðru eyra sínu
liefði sprungið, er liún kom of
nærri einni hljómSveit á
skemmtistað. En nú er loks far-
ið að rannsaka álirif poppliljóm
sveita á starfsfólk samkomu-
staða, auk hljóðfæraleikaranna
sjálfra. Hefur það þegar verið
látið á þrykk út ganga, að þetta
fólk hefði lilotið alvarlegar
heyrnarskennndir, vegna hins
yfirþyrmandi hávaða hljóðfær-
anna, og er ekki undarlegt.
NÚ STÍGUR ÞAÐ!
Tvær góðar laxveiðiár liafa nú
verið teknar á leigu næsta ár
og hækkaði leigan um helming.
Eru það Laxá í Kjós og Víði-
dalsá í Húnavatnssýslu. Er leiga
ánna, hvorrar um sig um 2
milljón krónur. Talið er, að
veiðileyfi í beztu laxveiðiám
landsins hækki til muna, a. m. k.
bezta veiðitímann og geti kom-
izt upp í 8—9 þús. kr. á dag. En
það er rneira en flestir venju-
legir launþegar geta greitt. Hins
vegar sækja erlendir menn fast
að komast í íslenzkar ár og
bjóða hátt í veiðileyfin. Er hætt
við, að þróun lax- og silungs-
veiði verði sú, að ekki verði við
ásókn erlendra spornað og að
veiðileyfi hækki til muna.
Eftirspurð hljómplata
HIN vinsæla plata „Jólavaka",
sem vei'ið hefir ófáanleg um
nokkurt skeið, er nú aftur kom
in í hljóðfæravei'zlanii'. Þegar
platan kom út fyrir tveimur
árum seldist hún upp í tveimur
upplögum. Á plötunni syngur
barnakór jólasálmana við undir
leik og undir stjóm Birgis
Helgasonar söngkennara. Þá er
einsöngur, blokkflautuleikur og
jólaguðspjallið lesið af Elsu
Eðvarðsdóttur. Platan er í heild
eins og bezta helgistund. Hún
er því tilvalin jólagjöf.
Frá stjóm Æ.S.K.
Hitaveituframkvæmd hætt í bráð
Séra Jón Bjarnason.
eystra. Hann flutti vestur um
haf 1873 og var nokkur ár kenn
ari og ritstjóri norsks blaðs í
Minnesota í Bandaríkjunum,
en gerðist síðan prestur útá
Nýja íslandi í Kanada, eftir að
Dalvík 12. des. Björgvin er á
veiðum. Aflabrögð eru léleg og
veiðist helzt koli. Baldur hefur
farið tvær sæmilegar söluferðir.
Öll félagsstarfsemi liggur
niðri ennþá. Sjónvarpseigendur
eru mjög óánægðir og segja, að
sum kvöld sjáist ekkert, síðan
nýja stöðin var sett upp á Vaðla
heiði.
Færð er nokkuð góð og færi
til Ólafsfjarðar. En skrítið er
það hjá Vegagerðinni, að á veg-
inum til Akureyrar eru snjó-
ruðningar að aústán og skeflir
því meira inná veginn.
Nú er hitaveitufi'amkvæmd-
um lokið í bráð. Rætt er um
hitaveitu að Húsabakkaskóla,
enda á Svarfaðardalshreppur
dálítil vatnsréttindi.
Enn er verið að selja hey og
fór nokkuð sjóleiðis á Strandir
í fyrradag og eitthvað er ófarið.
J.H.