Dagur - 21.01.1970, Síða 1

Dagur - 21.01.1970, Síða 1
LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 21. janúar 1970 — 3. tölublað' FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Ivö tilboÖ í Gljýfyrvers- virkjun SÍÐDEGIS í gær voru á Akur- eyri opnuð tilboð í byggingar- framkvæmdir fyrsta stigs við Gljúfurversvirkjun í Laxá. Tvö tllboð bárust, og er þau voru opnuð kom í ljós, að þau voru frá Norðurverki h.f. á Akureyri og Efrafalli s.f. í Reykjavík. Tilboð Norðurvenks var kr. 202.521.900.00. Tilboð Efrafalls var kr. 224.265.000.00. í tilboðunum eru ýmsir fyrir- varar og á nú eftir að bera til- boðin saman. Viðstödd opnun tilboðanna var Laxárvirkjunarstjórn og ráðunautar hennar og fulltrúar fyrirtækjanna. Hátíðaferð Heklu á Eyjafirði á laugardaginn. (Ljósmyndastofa Páls) Eramkvæmd sú, er hér um ræðir er stöðvarhús og nær eins km. jarðgöng. □ Akureyrartogararnir NÝJA STRANDFERDASKIPID HEKI.A AFHENT EIGENDUM SL. LAUGARDAG KALDBAKUR er á leið til Þýzkalands og selur afla sinn þar á föstudaginn. Svalbakur er á veiðum. Harðbakur fór í gær áleiðis til Þýzkalands í söluferð. Sléttbakur selur í Abeerdim á morgun. □ SNEMMA vors 1967 var um það samið við Slippstöðina h.f. á Akureyri, að hún tæki að sér að smíða tvö sti-andferðaskip úr stáli fyrir Skipaútgerð ríkisins, eitt þúsund tonna skip. En út- boð á smíði skipanna hafði þá farið fram og erlendar og inn- lendar skipasmíðastöðvar buðu í þetta verkefni. Eftir samning þennan hófst undirbúningur Hekla við Torfunefsbryggju. (Ljósm.: F. Vestniann) skipasmíðanna og síðan smíðin sjálf. Hinn 18. júní í sumar var fyrra skipið sjósett og hlaut það nafnið Hekla. Við það tækifæri fluttu þeir ræður, Skapti Ás- kelsson forstjóri Slippstöðvar- innar og Eggert Þorsteinsson ráðherra. Sl. miðvikudag fór Hekla í reynsluferð út í fjarðarmynnið og reyndust vélar og tæki í full komnu lagi og gekk skipið tæp- ar 14 sjómílur. Á laugardaginn, 17. janúar, var svo farin hátíðasigling um Eyjafjörð með 80—90 boðsgesti að norðan og sunnan. Meðal gesta voru tveir ráðherrai'. Há- degisverður var snæddur um borð á leiðinni, en vín var ekki um hönd haft, fremur en venja Slippstöðvarinnar ei' við slík tækifæri. Siglt var norður fyrir Arn- arnes, á móts við Fagraskóg og snúið þar við. Lagst var að Toitfunefsbryggju klukkan tæp- lega þrjú. Fór þá fram íormleg afhending skipsins um borð. En allmargt manna safnaðist sarnan í landi til að hlusta á ræður manna og sjá hið fánum skreytta, nýja skip. Skapti Áskelsson rákti í fáum orðum aðdraganda og smíði skipsins, þakkaði samstarfs- mönnum sínum, bæjarstjóm, bankastjórum og landsfeðrum og einnig Jakobi Fitfmannssyni kaupfélagsstjóra sérstaklega. Að síðustu afhenti hann skipið for- manni byggingarnefndar, Brynj ólfi Ing’ólfssyni ráðuneytisstjóra, sem síðan tók til máls og flutti ávarp. Afhenti hann síðan skip- ið samgöngumálaráðherra, Ing- ólfi Jónssyni, er eftir það tók til máls og afhenti það síðan framkvæmdastjóra Skipaútgerð ar ríkisins, Guðjóni Teitssyni. Flutti þá Guðjón ræðu, en að síðustu var skipið afhent skip- stjóranum, Tryggva Blöndal. Fáni Skipaútgerðarinnar var dreginn að húni en fáni Slipp- Skapti Áskelsson afhenti nýja skipið formanni byggingar- netfndar. (Ljósm.: E. D.) stöðvarinnar var dreginn niðiu-. Skipið var formlega komið í hendur eigenda sinna. Afhending skipsins ‘hafði dregizt nokkuð vegna margs- konar tafa, en lengst stóð á sknifunni. Systurskip Heklu verður væntanlega afhent Skipa útgerðinni á næsta hausti og heíur það ekki Idotið nafn ennþá. Hekla, hið nýja skip Skipa- útgerðar ríkisins, er stærsta skipið, sem landsmenn hafa sjálfir smíðað. Smíði þess er hin vandaðasta og lét skipaskoðun- arstjóri svo um mælt, að sú smíði og frágangur, sem fvrir allra augum væri og mundi verða, væri betri en yfirleitt tíðkaðist hjá þeim erlendum skipasmíðastöðvum, sem skip byggðu af svipaðri gerð. Á sunnudagsmor.gun fór Hekla enn út Eyjafjörð með staitfsfólk Slippstöðvarinnar inn anborðs, en síðdegis sama dag var skipið opið almenningi og skoðuðu það hundrúð ef ekki þúsundir manna. Slippstöðin h.f. á Akureyri var stofnuð 22. nóvember 1952, en verkefni hennar var rekstur dráttarbrautar og skipaviðgerð- ir í því sambandi. Fyrstu stjóm hennar skipuðu: Skapti Áskels- son, Herluf Ryel og Gísli Kon- ráðsson. Verkefnin jukust mjög fljótt og Slippstöðin smíðaði 27 báta á 13 fyrstu árunurn, auk þess að annast viðgerðir, hreins un og málningu skipa af ýms- um gerðum og stærðuin. En árið 1965 urðu þáttaskil í starfsemi fyrirtækisins. Það ár var lagður kjölur að stæreta stálfiskiskipi hérlendis, en eigandi þess var Magnús Gamalíelsson í Ólafs- firði. Skipið hlaut nafnið Sigur- björg. Næsta verkefni var smiði Eldborgar, fyrir saimnefnt hluta félag í Hafnarfh'ði. Eldborg er 550 lesta skip. (Framhald á blaðsíðu 2) Bændaklúbbsfimdur NÆSTI bændaklúbbsfundur verður haldinn á llótel KEA mánudaginn 26. janúar. Verður þá rætt um byggingar og bygg- ingarlsostnað. Framsögumaður verður Olaf- ur Sigurðsson forstöðuinaður Teiknistofu landbúnaðarins. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.