Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 1
LIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 21. marz 1970 — 12. tölublað Hefja laxaklak í Vogum Mývatnssveit 19. marz. Fyrir nakkru var stofnað í Mývatns- sveit hlutafélag til að kanna aðstöðu til fiskeldis. Voru það bændur í Vogum og nokkrir aðrir, innlendir þó. En aðal bvatamaður er Björn Jóhanns- son, sem vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum. Svo hagai' til, að í landi Voga eru stöðugar uppsprettur með 4—18 stiga jafnheitu vatni og er ljóst af því, að þau skilyrði, þ. e. hið trygga vatn, gefur mikla möguleika til að koina upp laxaklaki og eldisstöðvum. Ef ástæður leyfa, verður þetta nú rannsakað nánar eins fljótt og unnt verður, einkum vatnið. Þax*f e. t. v. að bora lítilsiháttar eftir vatninu. En land okkar liggur á mótum jarðhitasvæðis- ins. Ef allt fer eins og bjartsýn- ir menn vona, getum við í fram tíðinni selt laxa- og silungsseiði og er á því full þörf, að láta ekki þessa vöru vanta á mai'k- aðinn á tímum mjög vaxandi áhuga í fiskii-æktarmálum. — Jón Ámi. FIL.MU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZtUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sá íyrsli biíiiin að fá 4 tunnur Einn af þeim bátum, sem stöðugt leita smásíldar til niðurlagningar hjá K. Jónsson & Co. á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Ársfundur Osla- og smjörsölunnar Hrísey 19. marz. Nú í dag er blankalogn og sólskin og blíða í Hrísey. Snjór er óhemju mikill og nú sézt engin rjúpa. Tveir bátar, Auðunn og Ey- rún, eru með net og fiska held- ur lítið. En Snæfellið hefuir landað hér þrisvar sinnum, alls um 60 tonn, og þá fá stúlkur nokkra vinnu í hraðfrystihús- inu og erum við þakklát fyrir Fallegt fermingarkort ÆSKULÝÐSFÉLAG Akureyr- arkh-kju hefur gefið út falleg fermingai-kort i mörgum litum, prentuð í Valprent h.f. á Akur- eyri. Er þar mynd af hluta úr einni myndi'úðu kii’kjunnar og af kii'kjunni sjálfri, er Eðvai'ð Sigurgeii'sson tók. □ UM nokkurra mánaða skeið hefur Kiwanisklúbburinn Kald bakur haft á stefnuskrá sinni, lað stuðla að stofnun endur- hæfingarstöðvar á Akureyi'i. Sá skilningur hefur verið lagður í þetta verkefni frá klúbbsins hálfu, að stöðin yrði fyrsti vísir að alhliða endurhæfingai’stöð á almennum vettvangi. Var það ætlun klúbbsins fyrst og fremst, að veita fjárhagslegan stuðning til að þessi vísir kæmist upp og festi rætui', enda gert ráð fyrir að éftii'leikui'inn yrði auðveld- ari. Um þöi'f fyrir stofnun af þessu tagi þaif ekki að fjölyrða, hún er augljós og mjög bi'ýn, enda engin slík sto-fnun til utan Reykjavíkui'svæðisins. Á loikastigi þeirrar athugun- ar, sem gerð var á vegum STÓRGJÖF TIL SJÁLFSBJARGAR HJÓNIN Ágústa Jónsdóttir og Skúli Skúlason, Hraunbæ 198, Reykjavík, hafa ánafnað sam- tökunum allar eigur sínar eftir sinn dag, að undanskildu bóka- safni. Meðal eignanna er íbúð að Hraunbæ 108. Sjálfsbjöi'g, landssamband fatlaðra, flytur gefendunum alúðar þakkir fyrir þessa rausn ai'logu gjöf og vill iafnframt nota tækifæi'ið og þakka allan þann mai’gvíslega stuðning, sem samtökin verða aðnjótandi. □ það. Lína og færi hefur naum- ast vei-ið reynt. Svartfugl var fyrir nokkru á firðinum, en orð inn fremur magur og ekkei-t í hann vai'ið. Einn bátur hefur lagt grá- sleppnet og er búinn að fá 4 tunnur af hrognum. En aði'ir búa sig undir þær veiðar og munu einhverjir vera að leggja nú í dag. Rauðmagi hefur ekki verið veiddur að ráði, nema sá, sem kemur í þorskanet og svo kemur ögn í grásleppunetin, og Akui’eyringar eru gráðugii' í hann og er hann sendur þeim með Drang. Bátai-nir standa enn margir uppi á kambi og er verið að mála þá og fegra, og laga þá til. En þeir verða nú brátt settir á flot, einkum ef vel viðrar. S. F. klúbbsins í þessu sambandi, leit út fyrir að auðveldasta og eðli- legasta leiðin yrði, að stofnaður yrði sjóður, eða félag, með aðild klúbbsins, Sjálfsbjai’gar og ann arra þeiri'a, sem hagsmuni hefðu að gæta eða áhuga á málinu. Vegna frumvai-ps að lögum á Alþingi, er nú liggur fyrir, um endurhæfingu, þótti skynsam- SAMÞYKKT hefur verið áætl- un um gatnagerð á Akui'eyri á þessu ári. Helztu framkvæmdir verða þessar: Til nýrra gatna og holræsa í Lundahverfi 3.3 millj. kr. Mal- bikun og undirbygging eldri gatna: Hamarsstígur 2 millj. kr., Byggðavegur milli Hamarsstígs og Þingvallastrætis 1.1 millj. kr., Hrafnagilsstræti ofan Byggðavegar 0.9 millj. kr., Eyr- arlandsvegur að sjúkrahúsi 0.7 millj. kr., Grenivellir, Sólvellir, Víðivellir og Reynívellir sam- tals 1.9 millj. kr., Möðruvalla- stræti og Skólastígui' 0.8 millj. kr. Til ýmissa verka samtals 2 millj. kr., þar í holræsi við ný íbúðarhverfi. í sambandi við þessa áætlun var samþykkt þessi tillaga frá Stefáni Revkjalín: „Bæjarstjórn felur bæjarverk fræðingi, að gangast fyrir því ÁRSFUNDUR Osta- og smjör- sölunnar s.f. var haldinn föstu- daginn 6. þ. m. í fundarsal Mjólkuirsamsölunnar í Reykja- vík. Formaður stjórnar, Stefán Björnsson forstjóri, stjórnaði fundi og kvaddi Jónas Kristjáns legast að Kiwanisklúbburinn Kaldbakur afhendi Sjálfsbjörgu frekari framkvæmdir í þessu máli, sem klúbburinn hefur nú gert, og jafnframt lofað ákveðnu fjárframlagi til stofnunar endur hæfingarstöðvar, eða 200 þús. krónur, sem gerir það kleift fyrir Sjálfsbjörg að hefja rekst- ur stöðvarinnar með tiltölulega (Framhald á blaðsíðu 2) að breidd og gerð Oddeyrargötu verði þegar í stað ákveðin. í framhaldi af því verði þegar hafin samningagerð við lóðar- eigendur ef þess gerist þörf.“ Ætlunin er, að leggja 1.8 millj. kr. í Oddeyrargötu ef skipulag og samningar við lóð- areigendur ganga að óskum. □ Grnnsstöðum 19. marz. Snjór hefur oft verið meiri, en veðrátt an hefur verið heldur leiðinleg og fé hefur að mestu verið á fullri gjöf. En fóður á að vera nægilegt og ennþá er hestahagi og ganga nokkur hross enn og eru í góðum holdum. Samgöngur höfum við við Mý vatnssveit með hjálp vélsleða og hefur svo verið að mestu síðan um áraanót og á honum son fv. mjólkursamlagsstjóra ti'l að rita fundargerð. Óskar H. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemi fyrirtækisins á liðnu ári og lagði fram og skýrði end- urskoðaða réksturs- og efna- hagsreikninga fyrir áiið 1969. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna á árinu 1969 var: tonn Smjör ..............1435 Ostur ..............1101 Nýmjólkurduft ....... 265 Undanrennuduft .... 614 Kasein .............. 368 Smjörframleiðslan var svipuð og árið áður en framleiðsla á osti og nýmjólkurdufti dróst hins vegar nokkuð saman á ár- inu. Sala á smjöri varð 881 tonn en af osti seldust 631 tonn hjá fyrirtækinu. Útflutningur mjólkurvara varð sem hér segir: tonn Ostur ... 385 Nýmjólkurduft .. .. . 170 Skyr 12 Súrmjólk . . . 20 Haganesvík 19. marz. Samgöng- ur hafa verið allgóðar, því veg- urinn er hreinsaður 1—2 í viku og má heita svo, að við höfum ekki búið við einangrun eða eru farnar póstferðirnar. En ætlunin er, ef hlánar, að gera jeppum slóð. Heilbrigði er hér bæði hjá fólki og fénaði, og við erum róleg, hlustum á útvarp og horf um á sjónvarp og unurn sæmi- lega okkar hag, erum vanir nokkurri einangrun á vetrum og verðum þá að vera sjálfum okkur nógir við störf okkar og hvers annars félagsskap. K. S. Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 1969 varð 374.5 milljónir króna. Heimasala mjólkursam- laganna á unnum vörum nam 113.1 milljón, samanlagt sölu- verðmæti vinnsluvara mjólkur- iðnaðarins á árinu varð þvi röskar 487 milljónir króna. Endurgi-eidd umboðslaun til mjólkursamlaganna námu rúm um 4.7 milljónum. Framkvæmdastjóri upplýsti á fundinum að búið væri að (Framhald á blaðsíðu 2). Innbrot MAÐUR einn braut um fyrri helgi rúðu í útidyrahurð Pedró við Hafnarstræti, stal reiknivél og velti peningakassa niður á gólf. En nokkrum metrum norð ar skilaði hann vélinni gegn um rúðu í Brauðgerð KEA og var hún þar er að var komið, en maðurinn var á bak og burt. Grunaður maður var handtek- inn og reyndist hann sekur um verknaðinn.. □ innilokun síðan Sti'ákagöngin voru gerð. Snjór er allmikill, svell og klaki og erum við snjóþyngsl- um vanir og raunar miklu meiri snjó. En í vetur eru jarðbönn og því gjafafrekt. Það hefur ekki verið 'beitarjörð fyrir sauð fé síðan í haust, nema við sjó- inn. Mannlífið er rólegt með af- brigðum, heilsufar gott og flest- um líður vel. Þorrablót var haldið á Ketilási, mikil sam- koma og einhver mesti mann- fagnaður ársins. Á sjó er ekki farið, en ein- hverjir hafa áhuga á því, að leggja grásleppunet í sjó. En það verður ekki gert fyrr en eftir páska. E. Á. Endurliæfingastöð á Akureyri GalnagerSin á þessu ári UNA VIÐ ÚTVARP OG SJÓNVARP RÓLEGT MANNLÍF í FLJÓTUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.