Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÓRT
Mörgum verður litið tíl snævi þakins Hlíðarfjalls.
C55SSSÍ5SSSSS55S5S5S5SSSSSS5SS5S5SS5í;
Eitt og annað frá bæjarstjórn
Jarðakaup.
Akureyrarbær er nú að
kaupa jörðina Blómsturvelli í
Glæsibæjarhreppi, svo ig Ytra-
Krossanes, sem er ríkisjörð.
Jarðborun á Laugalandi.
Á fundi bæjarráðs mætti
Kristján Sæmundsson jarðfræð
ingur. Gerði Kristján bæjarráði
grein fyrir jarðborunum að
Laugalandi nú, en borholan hef
ir náð 554 m. dýpt. Telur Krist-
jón horfa sæmilega með bor-
holu þessa og eðlilegt að bor-
unum verði haldið áfram.
Bæjarráð leggur til að ákveð
in verði borun annarrar bor-
holu að Laugalandi og bæjar-
stjórn verði falið að leita eftir
lánsfé til framkvæmdanna og
ganga til hlítar frá samningum
við Orkustofnunina um borun-
ina.
Nýr vinabær.
Bæjarstjórn hefur samþykkt,
að vérða við framkomnum ósk-
um, að taka upp vinabæjarsam
band við Narssak á Grænlandi.
Sameining tókst ekki.
Atvinnumálanefnd Akureyr-
ar thugaði möguleika á sam-
einingu steypustöðvanna í bæn
um.
Nefndinni hefur borizt bréf
frá stjórnum Malar og sands h.f.
og Malar og steypustöðinni h.f.,
þar sem tilkynnt er að samn-
ingar um stofnun nýs sameign-
arfyrirtækis til rekstrar steypu
blöndunarstöðvar hafi ekki bor
ið árangur.
Staðlað iðnaðarliúsnæði.
Atvinnuimálanefnd Akureyr-
ar mælist til þess við stjórn At-
vinnujöfnunarsjóðs, að viðræð-
ur fari fram á milli fulltrúa At-
vinnujöfnunarsjóðs og nefndar-
innar um byggingu staðlaðs iðn
aðarhúsnæðis á Akureyri (Iðn-
garðar), sbr. skýrslu Efnahags-
stofnunarinnar um atvinnumál
á Norðurlandi frá 1969 bls. 57.
ÞREM MANNLÍFUM
BJARGAÐ
Fréttir herma, að lögreglan í
Reykjavík hafi nýverið eignazt
björgunarbát, sem slysavama-
deild kvenna þar, safnaði fé til.
Vel er það, og minnir okkur á,
að árið 1967 safnaði slysavama-
deild kvenna á Akureyri pen-
ingum til bátakaupa, sem ásamt
framlagi Hafnarsjóðs, gerði lög-
reglunni kleift að eignast gúm-
björgunarbát og hefur hann í
þrjú skipti komið að góðum
notum, sennilega bjargað
mannslífi í hvert sinn. Bátur-
inn er geymdur hjá lögreglunni
og ætíð tiltækur. Ber að þakka
slysavarnadeildinni, Hafnar-
sjóði og lögreglunni fyrir þetta
litla en þarfa öryggistæki.
ASSÚANSTÍFLAN
Hin mikla Assúanstífla var full
gerð 1964. Þá tók þegar að
minnka fiskafli Egypta við norð
urströndina. Er talið, að stíflan
og hið stóra Nasservatn, er hún
myndar, eigi sök á þessu á þann
hátt, að í stöðuvatnið setjist
ýmis næringarefni að, er áður
bárust til sjávar og var lilekk-
ur í vexti og viðgangi fiskteg-
unda. Hins vegar er gagnsemi
Assúanstíflu ekki dregin í efa
hvað snertir áveitur og raf-
orkuframleiðslu.
LAUNAKJÖR
Á undanförnum tveim áriun
hefur kaupmáttur launa rýrnað
um 20—25%. En á síðasta ári
jókst verðmæti sjávarafla um
Cjafatíminn er orðinn 120 dagar
Kristniboðs- og æskulýðssamk.
KFUM, KFUK og Kristniboðs-
félag kvenna gangast fyrir
kristniboðs- og æskulýðssam-
komum í Kkristniboðshúsinu
ZION. Hófust þær í gærkveldi
og verða á hverju kvöldi til
sunnudagskvölds. Hefjast sam-
komurnar kl. 8.30. Fjölbreytt
dagskrá verður á samkomum
þessum, m. a. verða sýndar ný-
legar skuggamyndir frá starfi
kristniiboðanna í Eþíópíu. Þá
verða fluttir kristniboðsþættir,
sem verða á föstudags- og laug
ardagskvöld. Mikill söngur verð
ur á samkomum, 'bæði einsöng-
ur, tvísöngur og að sjálfsögðu
almennur söngur. Ræðumenn
verða: Sr. Þórhallur Höskulds-
son, Möðruvöllum, Benedikt
Arnkelsson cand. thoel., Reykja
vík og Jón Viðar Guðlaugsson,
Akureyri. Þá verður komið
upp, í sambandi við þessar sam
komur, sýningu á ýmsum mun-
um frá Eþíópíu, sem mörgum
mun þykja forvitnilegt að sjá.
Bæjarbúar, fjölmennið á sam-
komur þessar og kynnist starfa
landa okkar í Eþíópíu.
KFUM, KFUK og
Kristniboðsfélag kvenna.
Gimnarsstöðiim 19. marz. Snjór
er ekki mjög mikill hér um slóð
ir, þegar saman er borið við
fjóra undanfarna vetur. En það
er algert hagleysi og veður oft
vond. Það er búið að vera lang-
stæðari ótíð en undanfarna vet-
ur. Ótíðin byi-jaði hér upp úr
haustjafndægrum og 26. eða 27.
sept. fóru kýmar alveg í hús
og fé var fai'ið að hýsa í byrjun
Áskorun Safnaðarráðs Ák.kirkju
SAFNAÐARRÁÐ Akureyrar-
kirkju, sem stofnað var á þess-
um vetri, hefir með ýmsu móti
viljað stuðla að aukinni kirkju-
sókn og eflingu safnaðarstarfs-
ins. Má minna á það, að í mörg
um messum hefir verið einsöng
ur, fiðluleikur eða leikið sér-
stakt orgelverk. Kiwanisklúbb-
urinn Kaldbakur hefir hér
drengilega hlaupið undir bagga
og annazt akstur þeirra, er ósk-
að hafa eftir aðstoð. Kirkju-
gestir hafa kunnað listafólkinu,
sem fegrað hefir guðsþjónust-
urnar, beztu þakkir, og ékki
eru þeir síður þaikklátir, sem
notið haía hinnar ágætu hjálp-
ar og miklu góðvildar Kiwanis-
félaganna.
En það er eins með þessar til-
raunh' og aðrar, sem eru á döf-
inni, að árangurs er lítils að
(F-amhald á blaðsíðu 5)
nóvember og var lítið eða ekki
'beitt eftir það nema hálfan
mánuð í janúar. Og á einum
bæ, Fjallalækjarseli, hefur fé
ekki verið látið út úr húsi síðan
5. nóv. En víðast er búið að gefa
sauðfé 120 daga og hefur því
þurft mikið fóður. En hey var
með meira móti og má þakka
það mjög aukinni grænfóðujr-
rækt.
Frá sjávarsíðunni eru engar
fréttir. Afli er enginn og á Þórs
höfn fæst naumast fiskur til
manneldis.
Samgöngur hafa stundum ver
ið verri, og í nágrenni Þórshafn
ar er löngum jeppafært. O. H.
DAGUR
kemur næst út miðvikudaginn
25. marz.
Valbjörk undir nýrrisljórn
Aðsfoð við skólanemendur fjarri
ÞEIR Sigurvin Einarsson og
Ingvar Gíslason flytja á Alþingi
frumvarp til laga um að veita
sérstaka námsstyrki 'þeim nem-
endum í skólum landsins, sem
dvelja fjarri heimilum sínum
meðan á námi stendur. Gert er
ráð fyrir að stofna til þessa
nám.skostnaðarsj óðs, og til að
afla honum tekna verði lagt 5%
gjald á allar vörur frá Áfengis-
og tóbaksverzluninni og á öl-
og gosdrykki. Og að ríkissjóður
leggi fram í öðru lagi fjárupp-
hæð, sem nemi 150 kr. á ári á
'hvern íbúa landsins.
Þetta er mikið nýmæli og
stórmál, sem vert er að vekja
athygli á.
í sjöttu grein frumvarpsins
segir, að við úthlutun náms-
styrkja skuli fyrst og fremst
meta hversu miklu meiri náms
kostnaði þeirra nemenda er, er
dveljast fjarri heimilum sínum,
en hinna, sean stunda námið
heiman frá sér daglega. Q
HÚSGAGNAVERKSMIÐJAN
Valbjörk h.f. á Akureyri var
auglýst á nauðungarupp'boði,
verzluninni lokað vegna van-
skila, en lánadrottnar reyndu
að fá kaupendur að fyrirtæk-
inu. En Valbjörk 'hafði búið vel
um sig á góðum stað í bænum,
margt vel gert á undanförnum
órum en komist í greiðsluþrot.
Uppboðið fór ekki fram, verzl
unin var opnuð, en framleiðsl-
an hafði ekki stöðvazt.
Málin standa nú þannig, að
Benjamín Jósefsson, einn af
fyrri eigendum, á nú tvo þriðjui
hlutabréfanna, en fyrri eigend-
ur aðrir og tveir nýir, afg'ang-
inn. Óráðið er ennþá, hver tek-
ur að sér framkvæmdastjórn-
ina, og blaðinu er ókunnugt um
þá fjármögnun, sem óhjákvæmi
leg er til að framleiðsla og sala
geti haldið áfram. En sýnilegt
er, að Valbjönk er nú að kom-
22%. Með þetta í liu-ga þykir
launþegum líklegt áð þeir njóti
þess að nokkru í bættum lífs-
kjörum í nýjum kjarasamning-
um, sem standa fyrir dyrum.
TÆKNISKÓLI Á AKUREYRI
Til viðbótar því, sem um tækni
skóla er rætt í leiðara í dag, má
á það benda, að hér á Akureyrl
yrði Tækniskóli íslands hvorki
í útlegð eða einangrun. Akur-
eyri er mikill iðnaðarbær og
stendur Reykjavík fyllilega á
sporði um fjölbreytni iðngreina
og þjálfun iðnáðarfólks. Á þessa
staðreynd bentu smnir þing-
menn Norðlendinga er tækni-
skólafrumvarpið var til um-
ræðu á sínum tíma og lögðu til,
að skólinn yrði á Akureyri. Því
miður sætti sú tillaga andstöðu
þingmanna héðan að norðan, úr
stjórnarliðinu, þeim til lítils
vegsauka og akureyrskum
tækniskóla til falls.
SÍN ÖGNIN AF HVERJU
Hrímtittlingar sáust á Egilsstöð
um fyrir nokkrum dögurn, ætt-
aðir frá Norður-Lapplandi. —
Reimleikar eru í brugghúsi á
Akureyri. — Flugstjóri með
skotsár á báðum liandleggjum
og aðstoðarflugstjórann myrtan
við hlið sér, lenti með 73 far-
þega á flugvelli við Boston og
þótti hraustlega gert. En flug-
vélaræningi var um borð og
særðist hann. — Þjófar stálu
kopar úr einu listaverki Ás-
mundar Sveinssonar og eyði-
lögðu það. — Utlit er fyrir, að
met verði sett í loðnuveiði í ár.
— íslenzkir fiskimenn eru þeir
fengsælustu í heimi, veiða 200
tonn hver á ári, segir Econom-
ist, og fimm sinnum meira en
þeir, sem næstir koma. — I upp
hafi þessa kjörtímabils voru
þrír Jónar í bæjarstjóm. Nú
(Framhald á blaðsíðu 2).
ast undir stjórn nýrra manna,
hvort sem það dugar henni til
langlífis. En öll lífvænleg fyrir-
tæki hér í bæ, sem góð verð-
mæti skapa og vinnu veita
þurfa Akureyringar að halda í
fullum gangi og stofna önnur
ný. □
Grásleppunetin í sjó
Grímsey 20. marz. í dag er logn
og blíða og mjög bjart. í gær
var verið að leggja grásleppu-
net og byi'jað er líka að fást við
þorskinn. En ógæftir hafa haml
að veiðum og ennfremur ís-
hr.afl, sem nú er horfið. Strengt
var fyrir höfnina og það varð
ekkert að.
Fyrir nokkru gerði vont veð-
ur og töpuðust þá nokkur rauð-
maganet.
Snjólétt hefur verið, en setti
í vikunni niður töluverðan snjó.
Steingrímur Hermannsson.
OPINN FUNDUR
FÉLAGSMÁLASKÓLI Fram-
sóknarflokksins á Akureyri efn
ir til almenns kaffifundar að
Hótel KEA sunnudaginn 22.
marz kl. 3 e. h.
Steingi'ímur Hermannsson
framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins flytur erindi: „ís-
lenzkt þjóðfélag í framtíðar-
'heimi." Einnig mun hann svara
fyrirspurnum fundarmanna.
Sérstök athygli skal vakin á
því, að fundurinn er öllum
opinn meðan húsrúm leyfir, án
tillits til stjórnmálaskoðana eða
þess hvort viðkomandi hefir
sótt fundi Félagsmálaskólans.
eða ekki. □