Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 2
Skíðamót UMSE FYRRI HLUTI Skíðamóts Ung mennasambands Eyjafjarðar fór fram að Árskógi 14. marz sl. Keppt var í göngu, fjórum flokk um, og stökki unglinga. Helztu úrslit: 7.5 km. ganga fullorðinna. mín. 1. Stefán Steinsson, Umf. Svarfdæla .. 36.0G.1 2. Sigvaldi Júlíusson, Umf. Svarfdæla .. 38.51.5 5 km. ganga 14—17 ára. mín. 1. Vignir Hjaltason, Umf. Reyni.........26.10.4 2. Stefán Björnsson, Umf. Svarfdæla .. 28.11.6 2.5 km. ganga 9—13 ára. mín. 1. Kristján Júlíusson, Umf. Svarfdæla .. 15.27.8 2. Marinó Þorsteinsson, Umf. Reyni.........17.18.5 2.5 km. ganga 7—9 ára. mín. 1. Gúðmundur Hermanns- son, Umf. Reyni .. 21.04.2 2. Olafur Sigurðsson, Umf. Reyni ...... 25.19.8 4x5 km. ganga 14—17 ára. mín. 1. Sveit Umf. Reynis . 122.13.3 Skíðamót Á LAUGARDAG kl. 2.30 e. h. fer fram svigmót í Hlíðarfjalli. Er þetta keppni milli 8 unglinga um fjórða sæti í svigsveit Akur eyrar fyrir Unglingameistara- mót íslands. Á sunnudag fer fram sams- konar keppni fullorðinna í Hlíð arfjalli og munu þar 8 beztu skíðamenn keppa. □ - ENDURHÆFING (Framhald af blaðsíðu 8). litlvun fyrirvara. Klúbburinn hafði frá upphafi samstarf við íslenzkan sjúkraþjálfara sem starfar nú í Noregi, og hefir hann nú verið ráðinn til starfa frá 1. sept. n. k., og þar sem Sjálfsbjörg hefir tekið að sér starfrækslu stöðvarinnar, er endurhæfingarstöð á Akureyri að verða að veruleika, og þar munu allir geta fengið nauðsyn lega sjúkraþjálfun. Fyrir ári síðan var fjáröflun til þessa máls hafin á vegum klúbbsins með sölu á páskaeggj um. Nú mun felúbburinn endur taka slíka fjársöfnun laugar- daginn 21. marz, og mun hagn- aður renna til stofnunar stöðv- arinnar. Einnig verður haldinn dansleikur i Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 25. marz í sama tilgangi. (Ur fréttatilkynningu) Stökk 17 ára og yngri. stig 1. Sveinbjörn Hjörleifsson, Umf. Svarfdæla .... 196.3 2. Sigurgeir Jónsson, Umf. Svarfdæla .... 169.6 Völsungar-KA leika SUNNUDAGINN 22. marz, kl. 1.30 e. h., er fyrirhugað að keppni háldi áfram í Norður- landsriðli í handknattleik. — Völsungar eiga að mæta til leiks og leika við KA í 5 flokkum kvenna og karla, en þeir eru: 1„ 2. og 3. fl. kvenna og 3. og 4. fl. karla. Mjög erfiðlega hefur gengið að ljúka móti þessu, fyrst vegna veikinda, en undan farnar vikur vegna ófærðar á vegum. — Fyrirhugað er að keppni í riðlinum ljúki eftir páska. . □ Akureyrarmót í Á NÆSTUNNI verður haldið Akureyrarmót í borðtennis og er búist við góðri þátttöku. Nú- verandi Akureyrarmeistari er Níels Jónsson, en hann sigraði í fyrsta mótinu, sem fram fór á sl. vetri. Þessi íþrótt ryður sér nú mjög til rúrns á Akureyri, enda skemmtileg og spennandi, bæði fyrir áhorfendur og kepp- endur. Ráðgerð er keppni við Reykvíkinga síðar í þessum mánuði. AKUREYRI OG NÁGRENNI! Við bjóðum yður hin velþekktu STÁL- HÚSGÖGN OKKAR Á SAMA VERÐI OG ÁÐUR. Þar að auki gefum við yður 5% AFSLÁTT. STÁLIÐN HF. - verzlunin KAUPANGSSTRÆTI 4 AKUREYRINGAR - BÆJARGESTIR! Munið okkar vinsæla KALDA BORÐ Á FÖSTUDAGINN LANGA OG PÁSKA- DAG. EIGINMENN! — Notið hið ein- staka tækifæri og bjóðið fjölskyldunni að BRAGÐA Á OKKAR LJÚFFENGU RÉTTUM. Borðliald liefst kl. 19.30. Pantanir teknar í síma 1-29-30. SKÍÐAHÓTELIÐ, HLÍÐARFJALLI. - FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞINGINU (Framhald af blaðsíðu 5). laga um breytingu á lögum nr. 75 frá 27. apríl 1962 um Stifn- lánadeild landbúnaðarins, land nám, ræktun og byggingar í sveitum. Ályktun: Búnaðarþing mælir með og skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því við Al- þingi, að samþykkja frumvarp til laga um lífeyrissjóð fyrir bændur landsins í megintriðum í því formi, sem milliþinga- nefnd Búnaðarþings hfeur lagt til. í tilefni af því, að mál þetta er nú til meðfreðar hjá stjórn- skipaðri nefnd beinir Búnaðar- þing því til stjórna Bún. ísl. og Stéttarsambands bænda að leita eftir stuðningi við væntanlegt álit þeirrar nefndar, teljist það aðgengilegt, að dómi þessara aðila. Jafnframt leiti sömu aðilar eftir því við landbúnaðarráð- herra að falétt verði gjaldi bænda til Stofnlánadeildar land búnaðarins samkv. lögum nr. 75 frá 27. api’íl 1962. Fáist ekki jákvætt svar við afnámi Stofnlánadeildargjalds- ins, samhliða því, sem álit stjórnskipuðu nefndarinnar ligg ur fyrir verði máli þessu vísað til búnaðarsambandanna, er leiti umsagnar bænda um það. Þá telur þingið eðlilegt, að samband verði milli iðgjalda- greiðslu annars vegar og lífeyr- isgreiðslna hins vegai’. Þó verði réttur til lífeyris hlutfallslega borðfennis - Þeir, sem vilja taka þátt í Akureyrarmótinu, eru beðnir að tilkynna þátttö'ku fyrir 21. marz til Arnar Gíslasonar, Landsbankanum, heimasími er 1-26-44. (Fréttatilkynning) Wmmmm ATVINNA! Tvo háseta og matsveln vantar á bát frá Olafsvík. Uppl. í síma 6268, Ólafsvík. Til sölu vegna brott- flutnings: — BORÐ- STOFUHÚSGÖGN, sjónvarp, eldhússborð, stólar, ljós o, fl. Uppl. í síma 1-28-47. ÍBÚÐ til sölu. 122 ferm. íbúð á Syðri- Brekkunni er til sölu. Uppl. gefur Aðalsteinn Jónsson í síma 2-11-65 eða 1-24-06, á kvöldin. HERBERGI óskast til leigu. Tilboð leggist inn á afgr. Dags. hærri til þeirra bænda, sem hafa minna en meðalbú, en lægri til þeirra, sem hafa meira en meðalbú, hlutfallslega miðað við iðgjaldagreiðslur. Fundið verði stigakerfi, er mismunandi lífeyrisréttur ákvarðist eftir, og grudvallist t. d. á eftirgreind- um hlutfallstölum: A. Bóndi, sem hefir fram- leiðsluverðmæti samsvarandi grundvallarverði 400 ærgilda, fái hlutfallstöluna 100. B. Bóndi með 200 ærgildi verðmæti 70. C. Bóndi með 600 ærgildi verðmæti 120. Tilsvarandi hlutfallstölur ið- gjalda eru: A-100, B-50, C-150. Þingið telur, að ekki megi beita skerðingarákvæðum sam- - DREIFING kv. 16. gr. við ákvörðun lífeyris samfev. I. kafla frumvarpsins. Iðgjöld verði innheimt sem búvörugjald. Samþ. með 21 atkv. (Ketill Guðjónsson á Finna- stöðum hefur skrifað þættina frá Búnaðarþingi fyrir blaðið og þakfear það honum fyrir þá). - Ættir Þingeyinga (Framhald af blaðsíðu 5). komulag. Ég er reyndar að reyna að finna annað betra, sem ég því miður býst ekki við að takist. Að lokum þakka ég ágæta bók, vel frá gengna að öllu leyti og óska þess að sem flestir eigi eftir að njóta þessa merkilega verks. Þökk fyrir Ættir Þingeyinga. Ari Gíslason. (Framhald af blaðsíðu 4). búið, fyrst og fremst að því er tekur til húsnæðis. Aug- ljóst er, að reisa verður hús yfir Tækniskóla íslands, ef skólinn á ekki að koðna nið- ur. Er nærtækt að flytja skól ann til Akureyrar, og byggja myndarlega yfir hann. □ (Framhald af blaðsíðu 8). verður sennilega enginn Jón þar, eftir bæjarstjórnarkosning amar í vor. — Stefán Eiríkssou Morgunblaðsmaður á Akureyri, kveðst nú vera orðinn leiður á íhaldinu sínu — og þykir eng- um mikið. — Það mælist illa fyrir á Norðurlandi, að Lárus Jónsson, sem vinna á fyrir norð lenzk sveitarfélög, skuli keppa að því að verða bæjarfulltrúi á Akureyri, og vekur það tor- tryggni. GRÁSLEPPAN Nú er grásleppuveiðin að liefj- ast og að venju eru aðeins hrognin, sem eru mjög verð- mæt, hirt. Þúsundum tonna af þessum fiski er kastað í sjóinn aftur og er alveg furðulegt. Héil er efalítið fiskur, sem vel hent- ar til aukinnar gjaldcyrisöflun- ar og hrcin skömm hvernig að er farið. Er hér verk fyrir mat- vælafróða menn að vinna, finna' verkunaraðferðir sem liæfðu á erlendum mörkuðum. Söltuð og sigin grásleppa þótti fyrrum liátíðamaður. Hún er feitur fisk ur og vandmeðfarinn, en hvers vegna ekki að reyna að gera hana að útflutningsvöru? EINBÝLISHÚS Hef kaupanda að einbýlishúsi, nýlegu eða í smíð- um. Góð útborgun. Skipti á 4 herbergja íbúð möguleg. RAGNAR STEINBERGSSON, hrl., Hafnarstræti 101. PÁSKAEGG GLEÐJIÐ BÖRNIN CG FJÖLSKYLDUNA. MIKIÐ ÚRVAL. KJORBÚDIR KEA - SMÁTT OG STÓRT - Osta- og smjörsalan (Framhald af blaðsíðu 1) greiða mjólkursamlögunum allt andvirði seldra vara á árinu 1969. í stjórn Osta- og smjörsöl- unnar s.f. eru: Stefán Björns- son forstjóri formaður, Erlend- ur Einarsson forstjóri, Einar Ólafsson bóndi, Grétar Símonar son mjólkurbússtjóri, Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri og Jónas Kristjánsson fv. mjólkur samlagsstjóri. Auk stjórnar og framkvæmda stjóra sátu ársfundinn stjórnir Sambands ísl. samvinnufélaga og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. (Aðsent) Til fermingargjafa! NÁTTFÖT — nylon-veleur — ný gerð Nylon NÁTTKJÓLAR og UNDIRKJÓLAR GREIÐSLU- SLOPPAR — nýjar gerðir o. fl., o. fl. VERZLUNSN DRÍFA Sími 1-15-21.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.