Dagur - 25.03.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 25.03.1970, Blaðsíða 2
é ifa'- 4- í I Ólafur í GróSrarsfö ? a •f- SÍÐASTLIÐINN mánudag, 23. þ. m., átti Ólafur Jónsson fyrr- verandi ráðunautur Ræktunar- félags Norðurlands cg tilrauna- stjóri í Gróðrarstöðinni á Akur eyri, 75 ára afmæli. Ólafur á langan starfsaldur að baki, var ráðinn til Rækt- unarfélagsins árið 1924, þá ný- kominn frá námi í landbúnaðar fræðum í Kaupmannahöifn. Starf Ólafs að tilraunum og öðr um landbúnaðarvísindum er geysilega fjölþætt, en skal hér ekki rakið nánar, þar sem aðrir eru þar dómlbærari. Sjálfur tel- ur Ólfaur, að mest af því sem hann gerði á því sviði sé nú orðið úrelt, og hafi jafnvel orð- ið það áður en niðurstöður til- raunanna bii-tust. Þótt þetta sé efalaust orðum aukið, þá birtist okkur þó hér vandkvæði vís- indamannsins, sem vinnur fyrir atvinnuveg í örþróun og um- brotum síðustu áratuga. En í þessu má einnig skynja þann sannleik, sem ef til vill er jafn- sannur þeim fyrri, að atvinnu- vegurinn hefur þróazt á undan tilraunastarfseminni, hefur ekki mátt vera að því að bíða eftir niðurstöðunum. Skyldi hann ekki meira hafa sinnt kalli aug- lýsingarmanna og lýðskrumara, en hinna hæglátu góðgerðar- manna sinna? Það skyldi þó ekki vera, að ræktunarkreppa undanfarinna ára stafaði eitt- hvað af þessu? Þeim mun ánægjulegra er til þess að vita, að Ólafur á sér annað ævistarf, sem reynast mun óbrotgjarnara, en það er hið mikla starf hans á sviði jarðfræði og landafræði á Norð urlandi, ferðalög, rannsóknir, heimildasöfnun og ritstörf, sem telja má einstakt afreksverk. Fáir munu hafa haft minnstu hugmynd um það, að Ólafur væri einn af fremstu jarðfræð- ingum landsins, fyrr en einn góðan veðurdag árið 1945, að út kom þriggja binda ritverk, sem bar nafnið Ódáðahraun. í fyrsta bindi er gerð grein fyrir lands- lagi og rannsóknarsögu svæðis- ins, sem hér ræðir um, en það er hásléttan frá Reykjaheiði í Þingeyjarsýslu suður til Vatna- jökuls, þ. e. a. s. sá hluti jarð- eldabeltis landsins, sem er norð an jökla. Um þetta víðlenda svæði ferðaðist Ólafur á árun- um 1933—1945, oftast fótgang- andi, enda hvorki um að ræða vegi né hentug farartæki á þeim árujm. í öðru bindi er jarð saga og jarðfræðileg lýsing (geomorphología) svæðisins, þá er rakin þar eldgosasaga og saga brennisteinsnámsins. Þriðja bindið er hins vegar sögu legs eðlis, og eru þar m. a. birt- ar frásagnir af nokkrum ferð- um Ólafs. HÖFÐINGLEG GJÖF Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra, 22. marz sl., afhenti frú Hrefna Guðmundsdóttir, Þórunnar- stræti 128, Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á Akureyri, að gjöf kr. 25 þúsund til minningar um lát inn eiginmann sinn, Bernharð Stefánsson fyrrv. alþingismann. — Að ósk hennar verður fénu varið til að kaupa Ijóslækninga tæki til fyrirhugaðrar endur- hæfingarstöðvar hér í bænum. Sjálfsbjörg vill af alhug þakka þessa rausnarlegu gjöf og þann skilning og hlýhug, sem að baki liggur. — Fullvíst er, að margir eiga eftir að njóta góðs af gjöfinni. (Fréttatilkynning) í þessu ritverki birtist Ólafur sem fullmótaður jarðfræðingur, þótt ekki hefði hann ástundað mikið skólanám í þeirri grein. Sannast það enn á honum, að náttúran er bezti skólinn í náttúruvísindum, ef hugurinn er opinn, hugsunin frjó og vilj- inn einbeittur til að nema. Á þetta þó ekki sízt við um ís- lenzka jarðfræði, enda hefur landinu oft verið líkt við jarð- fræðikennslubók. Ólafur Jónsson. Það er athyglisvert, að þótt Ódáðahraun Ólafs sé nú aldar- fjórðungs gamalt, hefur ekkert rit birzt síðar um þetta svæði, eða einstaka hluta þess, sem á nokkurn hátt taki því fram, sem þar er athugað. Ritverk Ólafs er því enn í sínu fulla upprunalega gildi, og mun svo verða enn um langa framtíð. Ólafur er ekki mikið gefinn fyrir kenn- ingar, enda þótt hann víkist ekki undan því, að kryfja nokkr ar kenningar annarra jarðfræð- inga til mergjar. Er það einkum í sambandi við móbergið og upp runa stapafjallanna svonefndu, en þar fer Ólafur varlega að hætti hins góða vísindamanns. Að meginhluta er bókin land- lýsing, lýsing og útskýring á fjölda gamalla og nýrra eld- stöðva, af óendanlegri fjöl- breyttni. Ólafur gengur á flest hin stærri stapafjöll, svo sem á Bláfell og Herðubreið, og kemst lað raun um að þau eru eldfjöll að uppruna, enda finnast miklir gígar í kollum þeirra flestra. Enginn vísindamaður mun héðan af kanna eða rita um þetta svæði, nema kynna sér rit Ólafs fyrst. Þannig verður Ódáðah raun eitt hinna sígildu rita íslenzkrar náttúrufræði, En Ólafur lætur nú skammt stórra högga á milli. Árið 1957 liggur fyrir annað álíka stórt ritverk af hans hendi, Skriðu- föll og snjóflóð, um 1150 bls. í fyrra bindinu, Skriðuföll, hef- ur Ólafur tekið fyrir áberandi þátt í íslenzku landslagi og sögu landsins, en það eru framhlaup þau eða ruðningshólar, sem víða á landinu fylla „hálfan dal inn,“ og munu óvíða í heimin- um vera meira áberandi en hér. Engar teljandi rannsóknir höfðu verið gerðar á þessum fyrirbærum hérlendis, þegar Ólafur hóf rannsókn þeirra eft- ir að hafa „skrifað frá sér“ Ódáðahraun. Hann gengur að rannsókn hlaupanna með sömu elju. Fer víða um landið og mælir, teiknar, ljósmyndar og lýsir fjölmörgum þekktum og óþekktum framhlaupum. Um leið leggur hann grundvöllinn að nýrri fræðigrein hér á landi, sem kalla mætti almennt berg- hlaupafræði. Jafnframt kannar hann allar tiltækar, sögulegar heimildir og skrifar upp lýsing ar þeirra á skriðuföllum og skaða af þeirra völdum. Það er langur listi og víða hryggilegur, en þeim mun undarlegra er það hvað íslendingar hafa verið tóm látir um rannsókn þessara fyrir bæra. í öðru bindi ritsins er fjallað um snjóflóð á svipaðan hátt, en þar er auðvitað að mestu byggt á sögulegum heim- ildum. Nú eru liðin þrettán ár, síðan þetta síðasta stói'virki Ólafs leit Ijós dagsins, en tólf ár voru á milli hinna tveggja bóka. Því mun margur ætla, að nú megi fara að vænta þriðju þúsund blaðsíðna bókarinnar frá hendi Ólafs, ella sé honum eitthvað farið að förlast. Mér er það vel kunnugt, að Ólafur hefur nú í mörg ár sökkt sér niður í ýtarlegri rannsóknir á framhlaupunum, og hefur í smíðum ritverk, sem telja má líklegt að verði tæmandi heim- ild um öll meiri háttar fram- hlaup á landi hér. Hefur hann enda notið nokkurs styrks úr Vísindasjóði til þessai-a athug- ana. Hvenær það verður útgefið, eða hvort það fæst yfirleitt út- gefið, er erfitt að segja um, enda er nú Norðri dauður, og útgáfa vísindalegra rita miklum erfiðleikum bundin eins og stendur. Við skulum þó vona það bezta, og gaman væri ef Akureyringar og aðrir Norð- lendingar gætu á einhvern hátt stuðlað að útkomu þessa rits. Eins og fram kemur hér á undan er Ólafur mikið tengdur sögunni, ekki síður en náttúru- vísindunum. Bæði stórrit hans eru á öðrum þræði söguleg, og raunar mikilvægt framlag til sögulegrar könnunar. Það kem- ur óvíða betur í Ijós, en í rit- um Ólafs, hversu náttúra lands- ins og saga þjóðarinnar eru sam ofin. Náttúran hefur mótað ís- lendingasöguna, meira en sögu flestra annarra þjóða, og kannske hefur hún komið að einhverju leyti í staðinn fyrir kónga og keisara hjá stórþjóð- unum, jafnvel sjálfur danskur- inn, sem þó gjarnan er skrifað- ur fyrir öllu vondu, verður lítil- fjörlegur hjá náttúru landsins. Þetta virðist mörgum góðum sagnamanninum hafa yfirsézt. Það er þrekvirki Þorvalds Thor oddsens, að hafa innleitt þenn- an skilning, og sannað svo órækilegt má teljast. Ólafur hef ur hér fetað í fótspor sins mikla fyrirrennara, og bætt við nokkr um þeim sviðum, sem Þorvald- ur lét ókönnuð. Það hefur komið í hlut Akur eyrarbæjar, að 'hafa jafnan inn- an sinna vébanda nokkra af hinum beztu náttúrufræðingum landsins, sem unnið hafa af dugnaði að rannsókn landsins og látið eftir sig ritverk á (Framhald af blaðsíðu 1) þotuferðir á viku þegar flest eru. Þrjá dagana verða morgun ferðir; á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum én að auki verður yfir háannatímann kvöldferð til Glasgow á mánu- dagskvöldum og er brottför frá Keflavík kl. 22.00. Allar framan greindar ferðir verða flognar með Boeing 727 þotu Flugfélags ins, „Gullfaxa". Færeyjaflugferðir verða frá Reykjavík á miðvikudögum og er þá flogið til Færeyja, Bei’gen og Kaupmannahafnar. Frá sömu stöðum til íslands eru ferðir á þriðjudögum í apríl, heimsmælikvarða. Flestir hafa þessir menn verið tengdii' Gagn fræðaskólanum gamla, sem síð- an var breytt í Menntaskólann á Akureyri. Ólafur hefur þó aldrei verið tengdur þessum skóla. Hans hlutverk var að vinna fyrir aðra menningar- stofnun, sem kannske var ekki ómerkilegri á sinn hátt, en það er Ræktunarfélag Norðurlands. Því hafa kraftar Ólafs verið helgaðir, og sjálfsagt má þakka honum það fyrst og fremst, að þetta félag er enn á lífi, og starfar enn af fullum krafti, þótt í endurnýjuðu formi sé. Ólafur er Austlendingur, fæddur á Freyshólum á Völl- um, 23. marz 1895. Þótt það hafi orðið örlög hans að starfa alla ævi í öðrum landshluta, og helga sig atvinnuvegum hans, náttúru og sögu, þá er hann þó austlenzkur í ríkum mæli, svo SL. SUNNUDAG léku KA og Völsungur í Norðurlandsriðli í handknattleik og urðu úrslit þessi: Mörk 3. fl. kv. Völsungur—KA 5:3 4. fl. k. KA—Völsungur 15:7 1. fl. kv. Völsungur—KA 13:5 3. fl. k. KA—Völsungur 17:9 2. fl. kv. Völsungur—KA 5:2 Að þessum leikjum loknum eru úrslit ráðin í 4 flokkum í Norðurlandsriðli, og fara úrslita leikir í íslandsmótinu fram í Laugardalshöllinni í Rvík 25. og 26. apríl n. k. — f 2. fl. karla hefur Þór sigrað, í 3. og 4. fl. karla KA og 1. fl. kvenna Völs- ungur. Urslit eru enn óráðin í 2. og 3. fl. kvenna, en Völsung- ur á eftir að leika við Dalvík- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ljúka verkinu, byggja lyftu upp á fjallsbrún, koma upp veitinga aðstöðu upp á Skalla. Við þurf- um að koma því svo fyrir, að ferðamenn vilji nema staðar hér á Akureyri. SKÍÐASNJÓR ALLT ÁRIÐ Ef þessi aðstaða fæst má segja að rekstraraðstaða í Hlíðarfjalli sé komin og hægt að bjóða upp á skíðasnjó og miðnætursól á sama stað, og stunda fjallgöng- ur og útilíf á margan hátt allt árið. Við þurfum að lagfæra veg inn svo liann verði fær ölliun bílum vetur sumar vor og liaust. Möguleikinn cr stærstur í Hlíðarfjalli til að laða liér að ferðamenn og stöðva þá hér í Akurcyrarbæ, þess vegna verð- ur hið opinbera að líta þennan stað réttum augum og Ieggja í þessar framkvæmdir nokkuð fé, því ekki er hægt að ætlast til að lítið bæjarfélag geti staðið undir þeim kostnaði, sem þessu er samfara. maí, september og október en yfir háannatímabilið, júní, júlí, ágúst, verða ferðirnar til og frá Færeyjum á miðvikudögum. Á laugardögum verður flogið milli Færeyja og Glasgow fram og aftur. Svo sem komið hefur fram í fréttum rekur Flugfélag íslands flug milli Færeyja, Noregs og Danmerkur í sam- vinnu við Flogsamband í Fær- eyjum og SAS. Á þessum flug- leiðum verða flognar 10 flug- ferðir vikulega yfir háannatím- ann. Allar flugferðir um Fær- eyjar eru flognar með Fokker Friendship flugvélum. (Fréttatilkynning) austlenzkur, að hann hefur hald ið sínu austlenzka tungutaki allt fram á þennan dag, og það þrátt fyrir allan áróðurinn fyrir því, meðal hinna svokölluðu menntamanna, að austfirzkan sé ljót mállýzka og eigi engan rétt á sér. Sem betur fer eru menn nú byrjaðir að líta öðrum aukum á mállýzkurnar, en í fyrri daga var gert. Hér sem á öðrum sviðum hefur Ólafur séð lengra fram, en hinir skamm- sýnu menningarpostular. Þökk sé honum fyrir það. Það er mikilí heiður fyrir bæ inn Akureyri, að telja slíkan mann sem Ólaf Jónsson, borg- ara sinn. Það er komið mál til að hann fari að gera sér þetta Ijóst, og sýni þessum borgara einhvern þakklætisvott. Bær- inn mun vaxa af slíku þótt Ólafi sé það hégómamál. Helgi Hallgrímsson. inga í 3. fl. kvenna og verður það úrslitaleikur í þeim flokki. Þá á Völsungur eftir að leika við Þór og Dalvíkinga í 2. fl. kvenna og við Þór í 3. og 4. fl. karla. Fara þeir leikir fram sunnudaginn 12. apríl n. k. í 2. deild karla er allt útlit fyrir sigur KA, en ÍR er örugg- ur sigurvegari syðra. □ - Dvöl erlendra - (Framhald af blaðsíðu 8). að fara hægt í sakirnar í byrj- un. Nú þykir hins vegar sýnt að ef vel tekst til geti þessi þjón usta orðið landsmönnum drjúg tekjulind og hefur Flugfélag ís- lands nú í hyggju að komast að samningum við fleiri bændur, sem vilji taka erlenda ferða- menn til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Af óviðráðanlegum ástæðum var ekki hægt að koma út sölu- bæklingi um liegu sumarbú- staða fyrir ferðamannatímabilið sem nú fer í hönd, en unnið er að því að sá bæklingur verði fullgerður næsta haust og verði þá dreift til ferðaskrifstofa. Flugfélag íslands beinir því til sumarbústaðaeigenda, sem hefðu áhuga fyrir að leigja bú- staði ■ sína yfir lengri eða skemmri tíma að sumrinu til, að þeir hafi samband við Far- skrárdeild félagsins sem veitir allar nánari upplýsingar uni leiguskilmála. (Fréttatilkynning) - Sjálfstæðismenn þvo (Framhald af blaðsíðu 1) á að gera. í raun og veru heftir þfeð ekki komið fyrir nema einu sinni, að Slippstöðin h.f. á Akúreyri væri þannig vanvirt að um muni. En það var þegar Atvinnúmála- nefnd ríkisins undir forsæti Bjama Benediktssonarj taldi fyrirtækið ekki viðtalshæft' eða lánbeiðni þess svaraverð, er leit að var eftir stuðningi nefndar- innar fyrir tveim eða þrem misserum. En þrátt fyrir þetta ber ekki að vanþakka eða van- meta góðan stuðning margrai Sjálfstæðismanna freniur en annarra manna við hið unga og myndarlega fyrirtæki, Slipp- stöðina li.f. á Akureyri, sem vissulega er einn mesti vaxtar- broddur atvinnulífsins í bæn- um. Þennan vaxtarbrodd þurfa allir að vcrnda og styðja, þótt* svo að einhver finni hvöt lijá sér til að skyrpa á ímyndaða óvini og þvo liendur sínar. □ - SUMARÁÆTLUN FLUGFÉLAGS ÍSLANÐS Norðurlandsriðill í liandknattleik: Örslit kunn i fjórum flokkum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.