Dagur - 25.03.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Ályktun í Laxárvirkjunarmálinu MÁNUDAGINN 16. marz 1970, var haldinn fjölmennur fundur áhugamanna úr Reykjadal, Að.aldal og Reykjahverfi. Boðað var til fundarins til þess að ræða um og taka afstöðd til framkomins frumvarps til laga um takmarkaða náttúru- vernd á vatnasvæði Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, svo og hinna fyrirhuguðu virkj unarframkvæmda við Laxá við Brúar. Fundinum stýrði Þrándur Indriðason bóndi Aðalbóli, en fundarritarar voru þeir Benóný Arnórsson bóndi Hömrum og Oskar Sigtryggsson bóndi Reykjarhóli. — Eftirfarandi til- lögur voru samþykktar: 1. Fundur áhugamanna hald- inn í Aðaldal 16. marz 1970 skor ar á Alþingi að fella framkomið frumvarp til laga nr. 366 um náttúruvernd á vatnasvæði Mý vatns og Laxár. Teljum við að frumvarpið feli í sér óeðlilega mikið vald óviðkomandi manna á athafnalíf héraðsbúa. Sam- þy.kkt með 42 samhljóða at- kvæðum. 2. Fundur áhugamanna um virkjun Laxár, haldinn í Aðal- dal 16. marz 1970 skorar á Al- þingi að leyfa þegar fullvirkjun Laxár. Samþykkt með 41 sam- hljóða atkvæði. 3. Fundur áhugamanna um virkjun Laxár, haldinn í Aðal- (Framhald á blaðsíðu 7) ........... ..... ■.------------------- - ' , . ' ' • ' ' 'N t Flugumýrarkirkja var endurvígð Á SUNNUDAGINN var Flugu- mýrarkirkja í Skagafirði endur vígð. Hún var byggð 1931, úr Málverkasýning á Húsavík Húsavík 23. marz. Fjórir mál- arar ha-fa sýningu á verkum sín um í Barnaskólanum í Húsavík dagana 26.—31. marz n. k. Sýn- ingin verður opnuð kl. 16 á skír dag og verður síðan opin kl. 16—22 sýningardagana. Málar- arnir eru: Benedikt Jónsson, Húsavík, Hreinn Elíasson, Akra nesi, Snorri Sveinn Friðriksson, Reykjavík og Björgvin Sigur- •geir Haraldsson, Reykjavík. — Sýnir hver þeirra 6 myndir eða samtals 24 myndir. Þetta er í fyrsta skipti, sem efnt er til sam sýningar á Húsavík, en málar- arnir fjórir voru samtíða í Handíða- og myndlistarskólan- um fyrir 10 árum. Allar mynd- irnar eru til sölu. Þ. J. timbri nema útveggir steyptir, og var nú endurbyggð. Yfir- smiður nú var Guðmundua- Márusson, Þormóðsholti, en teikningar gerði Jón Geir Ágústsson. Viðgerðin mun hafa kostað um 600 þús. kr. en sókn- in er lítil, telur innan við 60 gjaldendur á 12 bæjum. Gréta og Jón Björnsson önnuðust málningu. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup á Akureyri endur vígði kirkjuna en vígsluvottar voru fjórir prastar, auk sóknar- prestsins, séra Sigfúsar J. Árna sonar í Miklabæ. Kirkjukór Miklabæjarkirkju og Flugu- mýrarkirkju sungu sameigin- lega við vígsluna. Kirkjusókn var mikil að þessu sinni og að lokinni guðsþjónustu var öllum kirkjugestum boðið til rausnar- legra veitinga á Flugumýri. í sóknarnefnd Flugumýrar- sóknar eru Konráð Gíslason, Jón Ingimarsson og Stefán Jóns son, og safnaðarfulltrúi er Jón Eiríksson, Djúpadal. Q Mörg hinna eldri liúsa á Akureyri hafa sinn aérstaka svip. (Ljósm.: E. D.) Sjálfsfæðismenn þvo hendur sinar 1 SÍÐASTA tölublaði íslend- ings-ísafoldar er mikil grein með yfirskriftinni: „Rógburð- urinn um Slippstöðina h.f.“ Er þar látið líta svo út, að greinin sé skrifuð til vamar Slippstöð- inni. Hitt mun þó sönnu nær, að hún sé vamargrein fyrir ýmsa Sjálfstæðismenn, er af- skipti hafa haft af málefnum þessa fyrirtækis. Sannleikur þessa máls er sá, að Akureyringar hafa staðið vel saman við hlið Framsóknar- manna og samvinnumanna að uppbyggingu og rekstri Slipp- stöðvarinnar h.f., þessa myndar lega og þarfa fyrirtækis og það er bæjarbúum til sóma, en óþokkaverk að reyna að rjúfa þá samstöðu. Má fullvíst telja, að' undir þessi orð geta allir hugsandi menn tekið og gert að sínum orðum. En það vill svo til, að nýleg blaðaskrif, einkum í blöðum Alþýðuflokksins, em sprottin af þeirri afstöðu Sjálfstæðisflokksí manna, að troða Jóni G. Sólnes1 bankaútibússtjóra í stjóm SIipp stöðvarinnar og það er gagn- rýnt liarðlega. Dagur vill benda þessum „stríðsaðilum“ á það, að nú og í framtíðinni er meiri þörf góðr- ar samstöðu um Slippstööina h.f., en að hefja deUur inn róg eða ímyndaðan róg, eins og fs- lendingur-ísafold heimskar sig (Framhald á blaðsíðu 2). Fleiri þotuferðir milli landa - Sumaráætlun F.I. gengur í gildi 1. apríl næstk. RÁÐHERRANN FELLDI STJÓRNARFRUMVARPID ÞAU tíðindi urðu í efri deild Alþingis á mánudaginn, að stjórnarfrumvarpið um verð- gæzlu og verðlagsmál var fellt með jöfnum atkvæðum, og réði atkvæði Eggerts G. Þorsteins- sonar sjávaiútvegsmálaráðherra úrslitum, en hann greiddi at- kvæði á móti frumvarpinu. 324 TONN Á SEL- VOGSBANKA AKUREYRARTOGARAR hafa aflað sæmilega að undanförnu og sótt eifla sinn suður fyrir land, og landað í heimahöfn. Kaldbakur landaði 16. marz 218 tonnum. Svalbakur landaði 19. marz 170 tonnum. Ilarðhakur lauk við 324 tonna löndun í gær. Sléttbakur landaði 171 tonni 11. marz. Q Á fundi í neðri deild, sem slóð yfir um sama levti, var þessi atburður ræddur og gerð fyrirspurn um það, ‘hvort ekki mætti ganga út frá því, að stjórnin segði af sér, eftir slík- an atburð, eða a. m. k. sá ráð- herra, sem flutti stjórnarfrum- varpið. En það var Gylfi Þ. Gíslason. Gylfi gaf þau svör, að fall stjórnanfi-umvarpsins mundi ekki í neinu breyta störfum stjórnarinnar og ráðherrarnir myndu sitja áfram, eins og ekk- ert hefði í skorist. Sagði hann, að Alþýðuflokkurinn hefði ver- ið klofinn í málinu. Hann komst svo að orði m. a., að í þessu máli hefði afturhaldið sigrað og þótti ýmsum þetta grá lega mælt í garð meðráðherra og flokksbróður, að kalla hann afturhald. Framsóknarmenn í efri deild lögðu fram rökstudda dagskrá þar sem lögð var áherzla á, að óeðlilegt væri að setja ný lög hálfu öðru ári áður en þau ættu að koma til framkvæmda, og að án setningar nýrra laga væri hægt að breyta í framkvæmd ýmsu, er miður hefði farið við ákvörðun verðlags undanfarið. í neðri deild minntu menn á að umbót á framkvæmd væri á vaidi ráðherra þar sem ráðu- neytisstjóri hans væri oddamað ur í verðlagsnefndinni. Q SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugfélags íslands gengur í gildi 1. apríl n. k. og verða þá að vanda verulegar breytingar á millilandaflugi félagsins. Sum aráætlunin gerir ráð fyrir meira flugi en nokkru sinni áður og verða flognar 13 þotuferðir á viku milli íslands og annarra landa yfir háannatímann. Að auki verður Færeyjarflugið framkvæmt með Fokker Friend ship flugvélum. Frá gildistöku sumaráætlunar um næstu mán- aðarmót mun ferðum fjölga fram að háannatímanum, sem hefst raunverulega síðari hluta júnímánaðar og stendur fram í byrjun september. í september- mánuði og þó sérstaklega í októ ber fækkar ferðum aftur unz vetraráætlun tekur við að nýju hinn 1. nóvember. FRAMSOKNARFÉLAG Dal- víkur hefur ákveðið að gangast fyrir skoðanakönnun meðal kjósenda, hverja þeir teldu æskilegast að skipuðu efstu sæti á lista Framsóknarmanna við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kosið verður fimmtudag 26. marz og laugardag 28. marz kl. 14—22 báða dagana. Kjör- staður verður í Bifreiðastöð Gunnars Jónssonar. Þeir sem óska, geta fengið kjörseðla heim senda. Þátttakendur geta allir orðið, sem kosningarétt hafa og eru ekki flokksbundnir í öðrum stj órnmálaf lokkum. Eftirtaldir menn eru í kjöri við skoðanakönnunina: Aðalsteinn Oskarsson verzl- unarmaður, Árni Óskarsson (Framhald á blaðsíðu 7) Ferðum til einstakra borga erlendis verður samkvæmt sum •aráætluninni hagað sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verða 8 þotuferðir á viku. Þar af tvær á miðvikudögum og ein ferð aðra daga. Til London verða 4 'beinar ferðir á viku hverri, þ. e. á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum en aðra daga vik- unnar geta Lundúnafarþegar ferðast þangað með viðkomu í Glasgow. Til Oslo verða tvær ferðir í viku, á fimmtudögum og sunnudögum. Til Oslo verða 4 (Framhald á blaðsíðu 2). FRUMSÝNING Húsavík 23. marz. Leikfélag Húsavíkur sýndi í gærkveldi sjónleikinn, Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason fyrir fullu húsi og mikinn fögn- uð leikhúsgesta, sem tóku þátt í leiknum með því að syngja viðlögin með leikfólkinu. Höf- undurinn, sem kom norður og sat sýninguna, var í leikslok kallaður fram ásamt leikstjór- anum, Jónasi Jónassyni, og þeim nöfnum og leikurum þakk að með löngu lófataki. Næsta sýning verður í kvöld, og' mun vera uppselt á hana, en síðan vexður hlé á sýningum þar til eftir páska. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.