Dagur - 06.05.1970, Blaðsíða 1
BEZTA HUSHJÁLPIN
ÞRIFUR
ALLT
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstrætj 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖUUN - KOPIERING
Karlakór Akureyrar
heldur samsöngva í Nýja-Bíói
á Akureyri 8., 9. og 10. maí.
Hann heiur ekki látið til sín
heyra síðan um þetta leyti í
fyrra. Þetta eru afmælistón-
leikar, en kórinn varð 40 ára í
janúar sl. Gamlir kórfélagar
syngja þrjú lög sérstaklega,
SPÓINN ER KOMINN
FUGLAVINUR á Dalvík segist
hafa séð spóann fyrir fáum dög
um og 1. maí hneggjaði hrossa-
gaukurinn í morgunsólinni.
undir stjórn Áskels Jónssonar,
en eitinig með aðalkórnum, tvö
lög.
Söngstjóri Karlakórs Akur-
eyrar er Guðmunduf Jóhanns-
son og einsöngvarar eru: Eirík-
ur Stefánsson, Hreiðar Pálma-
son, Ingvi Rafn Jóhannsson og
Jóhann Konráðsson, og undir-
leikari er frk. Ragnheiður Árna
dóttir. Kórfélgaar eíu nær 50
talsins.
Aðgöngumiðar eru seldir í
Bókval og þar geta styrktar-
félagar fengið skipti á miðum.
Geldfé rekið á afrétti
Stórutungu 5. maí. Vetur hefur
verið strangur og sauðfé mikið
á innistöðu. Fannfergi er þó
ekki í mesta lagi nema þar sem
vestanáttin nær til og landi
hallar mót austri, þar er óhemju
snjór. Harðfenni er og mikil
IFramsóknar menn j
[síjórna mesíu fram-j
[kvæmdum, er nokkruj
[ sinni hafa verið á Ák- j
| ureyri. Hver viil skipfa j
I um? !
svellalög. Ekki hefur komið
hláka svo að snjó tæki síðan í
janúar.
Samgöngur hafa verið erfiðar
á köflum en mjólk hefur verið
flutt í allan vetur og nauðsynj-
ar. Nú er búið ag hefla veginn
en hann fer afai' illa vegna þess
hve hægt leysir og aurar mynd-
ast. Skipti hafa orðið á mjólkur
bílstjórum. Hjörtur Sigurðsson,
sem gegnt hefur því starfi und-
anfarin ár, lætur af því, en við
tekur Hermann Sigurðsson frá
Ingj aldsstöðum.
í dag er lagt af stað með geld
fé til afréttar. Það var sjálfsagt
fyrr á árum, en lie'fir verið
minna nú síðari ár en þó ætíð
eitthvað. Það þekkist ekki, að
ekki sé hagi ef fé er komið
nógu langt suður þótt snjór sé
og 'haglítið í byggð. Þ. J.
Hér ræðast við Jakob Fríniannsson og Hjörtur E. Þórarinsson, en
á niilli þeirra er Savvas Johannidis frá Kýpur, gestur fundarins,
mikill samvinnumaður og stofnaði fyrsta kaupfélag heimalands
sxns 1932. (Ljósxn.: E. D.)
nn um Gljúfurversvirkjun í Laxá
MARGIR urðu fegnir þeirri
frétt, sem Dagur birti 25. apríl,
að þá liti út fyrir að viðræður
milli Héraðsnefndar Þingey-
inga, Laxárvirkjunarstjórnar og
raforkumálaráðherra myndu
leiða til samkomulags. Enn hef-
ur þó ekki verið birt staðfesting
á þessu. Hins vegar hefur alveg
nýlega xerið stofnað félag land
eigenda á Liaxársvæðinu til að
gæta hagsmuna þeirra nú og
síðar.
Miklu skiptir nú, að forsjá og
góðvild ráði framvindu mála er
leysa skal xanda á skömmum
tíma og án þess af rísi stór-
deilur og málaferli. En þó á
þann veg að takast megi með
norðlenzkri virkjun að fram-
leiða þá raforku sem þörf er á
fyrst um sinn, eða þar til norð-
lenzk stórvii-kjun, byggð á til-
svarandi iðjuveri eða iðjuver-
um, kemur til sögunnar. En hún
myndi þá einnig, og væntanlega
á ódýran liátt leysa hina al-
mennu raforkuþörf.
Fullt tillit verðnr að taka til
náttúruverndar og fiskiræktar
því þar er mikið í húfi, ef mis-
tök verða.
f viðræðum þeim og sam-
komulagstilraunmn, sem Dagur
skýrði frá, mun liafa komið
fram akveðin viðleiíni í þessa
átt. f því samkomulagi, sem til
greina kom fólst m. a. að horfiðl
yrði frá áfomnun um Suðurár-
veitu, samráð haft við íhúa
Laxárdals, sveitarstjórnir, sýslu
nefnd, veiðifélög og fleiri, um
líffræðilegar rannsóknir, vatns-
borðshækkun o. s. frv. og ekki
meiri vatnshorðshækkun ráð-
gerð en 20 metrar, enda yrði
framkvæmd vatnsmiðlunar með
fylista tilliti til lax- og silungs-
veiði og hraðað svo sem unnt
er rannsókn á virkjunarmögu-
leikum í Skjálfandafljóti og
Jökulsá á Fjöllum. Menn
munu ltafa orðið ásáttir um,
að virkjun efri hluta Laxár
eða Krákár komi ekki til
greina og ekki heldur flutning-
ur vatns úr Skjálfandafljóti.
Dagur væntir þess, að á þeirn
grundvelli, sem skapaðist í
samningsviðræðunum og að
undangengmun yfirlýsingum x
einhverju forxni, sem allir megi
(Framhald á blaðsíðu 5).
j Hvert atkvæði, sem j
I Framsóknarflokkurinn |
I hlýtur, eykur viðnáms-1
I þrótt Norðurlands.
Fengu grundvallarverS fyrir mjólkina
ÁRSFUNDUR Mjólkui-samlags
KEA var haldinn í Samkomu-
húsinu á Akureyri fimmtudag-
inn 30. apríl og hófst kl. 10.30
f. h. Fundinn setti Hjörtur Eld-
jái'n Þórarinsson, stjórnarnefnd
armaður í KEA, en fundarstjór-
ar voru kjörnir Jón Hjálmars-
son, Villingadal og Eggert
Davíðsson, Möðruvöllum, og
fundarritarar Aðalsteinn Jóns-
son, Kristnesi og Halldór Jóns-
son, Jarðbrú. Á fundinum
mættu 230 mjóLkurframleiðend-
ur frá 13 félgasdeildum, auk
stj órnar, kaupf élagsstj óra,
mjálkursamlagsstjóra og
margra gesta.
Mj ólkursamlagsstj óri, Vern-
harður Sveinsson, flútti ýtar-
lega skýrslu um í'ekstur Sam-
lagsins á liðnu starfsári og las
reikninga þess. í skýrslu hans
kom fram, að innlagt mjólkur-
magn á árinu ’69 var 19.645.370
ltr. frá 411 fi^amleiðendum, en
framleiðendum hafði fækkað
um 10 á árinu. Mjólkurmagnið
hafði minnkað á árinu, miðað
við árið áður, um 221.570 ltr.,
eða 1.1%. Meðalfita varð 4.078%
Af mjólkurmagninu voru
(Framhald á blaðsíðu 7)
Á aðalfuiidi Mjólkursainlags Kaupfélags Eyfirðinga fjölmenntu hændur og sitja þeir liér hádegisverðarboð á Ilótel KEA.
(Liósm.: E. D.)