Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 1
FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Heildarvörusala KEA jókst um 28,7% AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey firðinga hófst í Samkomuhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 3. júní. Rétt til fundarsetu höfðu 199 fulltrúar úr 16 deildum, auk stjórnar félagsins, kaupfélags- stjóra, endurskoðenda, ýmissa gesta og allmargra starfsmanna félagsins. í fundarbyrjun minntist for- maður félagsins þeirra félags- manna og starfsmanna, er látizt höfðu frá síðasta aðalfundi. Fundarstjórar voru kjörnir -ii— -..**» •• ■ ,r ■■ ■ t Árni Jóhannesson, Akureyri og Olafur Skaftason, bóndi í Gerði, en fundarritarar þeir Jóhannes Oli Sæmundsson, Akureyri og Ketiil Guðjónsson, bóndi á Finnastöðum. (Framhald á blaðsíðu 5) Nýkjörnir bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri. Frá vinstri: Sigurður Óli Brynjólfsson, Stefán Reykjalín, Valur Arnþórsson og Sigurður Jóhannesson. Bjarni Einarsson var endurkosinn bæjarstjóri Akureyrar Víðtæk samstaða á málefnagrundvelli er opin Á FYRSTA fundi bæjarstjórnar Akureyrar, sem haldinn var síð degis í gær, var Bjarni Einars- son endurkjörinn bæjarstjóri með 9 atkvæðum. Forseti bæj- arstjórnar var kjörinn Jón G. Sólnes með 8 atkvæðum, Stefán Reykjalín fyrsti varaforseti með 9 atkvæðum og annar varafor- seti Ingibjörg Magnúsdóttir. Frásögn af öðrum nefndar- kosningum bíður næsta blaðs. Eftir þennan fyrsta fund ný- kjörinnar bæjarstjórnar, sem enn stóð er blaðið fór í prentun, virðist ljóst, að bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins hefur í upphafi þessa kjörtímabils tek- izt að tryggja möguleika til ábyrgra og málefnalegra vinnu- bragða, eins og var á síðasta kjörtímabili. Strax eftir kosningarnar, 31. maí sl., reyndu bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins að ná sam stöðu við hina vinstri flokkana um að tryggja ábyrga starfs- hætti innan bæjarstjórnar. Sam starf við vinstri flokkana mun Framsóknarmönnum hafa þótt sjálfsagt, m. a. vegna ástands í þjóðmálum, góðrar samvinnu á kjörtímabili og einnig vegna áróðurs Sjálfstæðisflokks ins um „ábvrgan meirihluta“. í viðræðum við vinstri flokkana kom fljótt í ljós, að fulltrúi A- listans, Þorvaldur Jónsson, og fulltrúi F-listans, Ingólfur Árna son, töldu samstarf við fulltrúa G-listaúis, Soffíu Guðmunds- dóttur, útilokað og virtust að öðru leyti ekki hafa áliuga á að‘ tryggja þá starfshætti innan bæjarstjórnar, sem bæjarfull- (Framhald á blaðsíðu 5) Nautgripir reknir til afréttar? Ási í atnsdal 9. júní. Á laugar- daginn héldu fund á Blönduósi, húnverskir bændur, ásamt Harð ærisnefnd og fræðimönnunum Sturlu Friðrikssyni og Guð- mundi Péturssyni, forstöðu- manni á Keldum. Til umræðu var það óheillavænlega ástand, sem skapazt hefur vegna ösku- falls og veikinda í búfé. Hér í sýslu virtist ekki eins mikið öskufall og í vestursýslunni, en það er meira en í fyrstu var Frá lögreglunni SÍÐUSTU daga hafa lögregl- unni borizt margar ölvunarkær ur, eins og venja er. Þá hafa menn verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur, tveir menn, einnig fyrir umferðarlagabrot, svo sem of hraðan akstur. Eldur kviknaði í geymsluher- bergi í Stórholti 12 á föstudag en var fljótt slökktur og urðu skemmdir einkum af reyk. Bíll valt í Kræklingahlíð á sunnudag. Hann skemmdist en slys urðu ékki á mönnum. Minniháttar árekstrar bif- reiða hafa orðið í bænum, einn í morgun t. d. og annar í gær, tjáði lögreglan blaðinu laust eftir hádegi í gær, þriðjudag. □ álitið og aðaljaðar öskunnar austar. Og eiturefni öskunnar og í gróðrinum eru litlu minni á jaðarsvæðunum. Rætt var m. a. um, að reka geldneyti í mikla girðingu við Blöndu, gamla sauðfjárveiki- varnargirðingu. Girðing sú nær frá Blönduósi fram undir fremri Blöndubrú og eru þar allmiklir hagar við ána. Ekki er ákveðið hvort af þessu verður. Talið er, að kýr séu viðkvæm astar allra skepna fyrir eitraða gróðrinum og því afar áríðandi að gefa þeim eins lengi inni og nokkur tök eru á, því smám saman minnka eiturefnin úti í náttúrunni. Hættan á vanhöldum í sumar, til viðbótar við það, sem þegar er orðið, er gífurlega mikil, því eiturmagnið er margfalt við það, sem hámark er talið að skepnur þoli. Það getur jafnvel farið svo, að sauðfjárskipti verði að fara fram hér í haust. Gráð- urinn er óeðlilegur að sjá og enginn veit hvað gerist í sumar. Ég held að enginn viti nú, hvernig þetta er eða verður í sumar, en eftir sýnishornum, sem tekin hafa verið er eitrið enn margfalt of mikið og miklu meira en álitið var í fyrstu. Það má heita, að hér sé sums- staðar neyðarástand. G. J. ídff, Nú grænkar óðum í Grímsey Griinsey 9. júní. Nú grænkar ört og blómstrar. Og við höfum gætt okkur á bjargfuglseggjum. En um síðustu helgi var of seint að taka eggin því þau voru far- in að stropa. En hér fengu heimamenn sér vel í matinn en selja lítið sem ekkert. Eggin þarf að taka á alveg vissum dögum, til að fá góð egg. Veður eru mjög góð. Afli hef- ur verið ágætur, upp í 3—4000 pund á trillu. En nú er verið að gera við trillurnar og ljúka grásleppuveiðinni. Hér er alveg friður á miðun- um, á meðan á verkföllunum stendur og er það heimamönn- um hagstætt, því liér er engin vinnudeila og menn líta von- góðir til framtíðarinnar. S. S. Hér að ofan er mynd af Jakobi Frímannssyni kaupfélagsstjóra flytja aðalræðu sína á aðalfundi KEÁ. Til vinstri eru fulltrúar á aðal- fundinum og gestir. Fundurinn var haldinn í Samkomuluisinu á Akureyri og tók G. P. K. þessar myndir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.