Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sínaar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: ERLINGUR DAVÍÐSSaN AugJýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hí. VIÐ EYJAFJÖRÐ SVEITIRNAR við Eyjafjörð eru einar hinar fegurstu á landi hér, um- luktar f jallahringnum, er oft speglar sig í lognsléttum firðinum. Náttúran hefur verið okkur gjöful og fólkið, sem býr í þessu héraði, hefur verið dugmikið félagshyggjufólk og því hefur auðnazt að skila landinu betra til eftirkomendanna. Fyrirrennarar okkar kynslóðar mótuðu byggð og lífssögu á liugvitsamlegan hátt. Þeir byggðu kaupstað við góða höfn, skipulögðu sveitabyggðir og kaup- tún, svo allt er ein samræmd heild. Hagsmunir og lifnaðarhættir eru tengdir órjúfandi böndum í þessaii lieildarmynd, og þessa mynd má ekki rjúfa eða raska lrlutföllum hennar. Engin eyðingar- eða sundr- ungaröfl mega skemma hana eða setja á hana bletti, og það er okkar hlutverk að varðveita hana og ráða- menn okkar og þeir, sem fonstu hafa í framtíðinni, þurfa að gera sér ljóst, hvers við njótum af því, sem áunnizt hefur, áður en grundvellinum er raskað. Mótun og uppbygging kom- andi ára miðist við það, að falla inn í þá heild, sem nú þegar er fyrir hendi og fært hefur okkur lífsham- ingju. Hér er auðvitað ekki við það átt, að landbúnaður, sjávarútvegur eða iðnaður eigi að standa í stað, og ekki heldur það, að nýjar greinar atvinnulífsins séu óvelkomnar. Held- ur er hér átt við, að allt þetta sam- ræmist og þjóni Iieildinni. Verkefnin, sem við blasa og frain- undan eru, eru mikil og rás hvers- konar þróunar er ör um þessar mundir, svo naumast verður spáð langt fram í tímann í verklegum eða tæknilegum framförum. Nú hugsa menn ekki í áratugum eða öldum heldur í árum eða jafnvel enn skemmri tíma og því er nú liættara við mistökum en áður. Við erum stöðugt undir ágjöf og jafnvel hol- skeflum þeirra lrafsjóa, er yfir heim- inn ganga á óteljandi sviðum. Og við munum í næstu framtíð verða fyrir sterkum álirifum af f jölda ferða manna. En í öllu þessu ölduróti þmfum við að eiga þá fótfestu i menningararfleiíð okkar, sem dugar okkur til að takast á við vandamál komandi tíma og vaxa af þeim. Takist það, verður þetta fagra liérað og byggðir þess allar þess umkomnar að veita niðjum okkar bjarta fram- tíð um ókomin ár. □ Lappar lifa í sátf og samiyndi og eru náftúrubörn Viðtal við ungan, írskan menntamann, er dvald- ist árlangt meðal þessarar sérstæðu þjóðar VÍÐA liggja leiðir manna á síð- ustu tímum greiðra samgangna. Norðurálfubúar gera víðreist til sólarlanda, en aðrir leita ævin- týranna í norðri. Við bústörf á Grund í Eyja- firði hjá Gísla bónda Björns- syni og Aðalsteinu konu hans, dvelur nú írskur maður,.ungur og vel á sig kominn, og lærir is- lenzku með búverkum. Erlendir rnenn eru raunar ekki sjald- gæfir við slík störf hér á landi, en flestir koma þeir hingað til að vinna sér inn peninga, auk þess, sem fjarlæg lönd freista — og ísland er langt frá öðrum löndum —. En írski maðurinn á Grund er málvísindamaður, lektor við Uppsalaháskóla, en ráðinn næsta vetur háskólakenn ari í Gohvay á Vestur-írlandi, og hann þurfti einmitt nú í vor- önnunum að skreppa þangað til skrafs og ráðagerða um ráðn- inguna, en háskólinn greiddi ferðakostnaðinn. Dagur ræddi um stund við þennan menntamann frá „Eyj- unni grænu“ í fyrradag, er hann skrapp í bæinn. Hann heitir Séamas Ó. Catháin, ættaður frá hinu órólega Norður-írlandi, talar mörg tungumál og þeirra á meðal lappnesku, er fáir af öðrum þjóðflokkum kunna, og hefur dvalið árlangt meðal Lappa, kynnzt lifnaðarháttum þeirra og lífsvenjum, um leið og hann leitaði sjálfur ævintýr- anna og nam tunguna, sem er ólík öllum öðrum. Og um ævintýri sín þar hefur hann skrifað bók á írsku. Síðan hélt hann til lands hinna fornfrægu sagna og sinnir hverskonar bú- verkum með sveitafólkinu á Grund, hinum fræga sögustað. Hvar dvaldir þú einkuni á meðan þú lærðir mál Lappa? í Austur-Finnmörk, þar sem heitir Nesseby. En Lapparnir, búa í norðurhéi-uðum Noregs og munu þar vera um 25 þúsundir, einnig í Svíþjóð, norðanvei-ðri, Finnlandi og Rússlandi. En sam tals eru þeir nú 35 þúsund í þess um löndum og fer mjög fjölg- andi hin síðustu ár. Lappi segist vera Same en ekki Lappi, telur Lappa-orðið gamalt skammar- yrði frá öðrum þjóðum komið. Og svæðið, sem þeir byggja? Lapparnir búa á víðáttumiklu s\fæði, allt frá Hvítahafsströnd til Norður-Þrændalaga. Og á sumum stöðum búa þeir langt inn í landi, þótt flestir haldi sig norðarlega. Fortíð þeirra? Margt hefur verið um þá rætt og ritað, en margt er enn óljóst. Þó er talið víst, að svo sem einni öld eftir Kristsburð, hafi þeir búið all fjölmennir í Finnlandi. En þegar Finnar komu, höríuðu þeii’ norðiu' á bóginn. Þeir vilja ekki berjast og hafa aldrei vilj- að, svo friðsamir eru þeir. Og þeir urðu að víkja um set bæði í Noregi, Svíþjóð og Rússlandi. Og þeir imðu að þola hið mesta óréttlaeti af herraþjóðunum, þurftu t. d. samtímis að gjalda íjórum þjóðhöfðingjum skatt. Norðmenn hröktu Lappana noi’ður að hafi og þá tóku þeir að saekja sjóinn og um skeið urðu þeir þekkth' sjómenn og ágætir bátasmiðir og Norðmenn keyptu af þeim báta í stórum stíl. Þá fluttu Lappamir sig til efth’ árstíðum, sóttu sjó, veiddu landdýr, sem mikikð var af og etunduðu einnig kvikfjárrækt, einkum eauðfjárrækt, eins og þeir gera enn í dag. En sáðar þrengdu Norðmenn enn að þeim og settust sjálfir að þai', en þá fluttu Lapparnir sig inn til lands ins og tóku upp hreindýrarækt og sem kreinhirðar og hrein- bændur eru þeir þekktir um allan hekn. Lapparnir eru ekki sjálfstæð þjóð, en lúta stjórn þeirra landa, sem þeir búa í og óður voru nefnd, og gjalda því ríki einu skattinn, sem aðrir borgarar við komandi landa. Hve margir Lappar lifa á lireindýrarækt nú? Um 1500 manns, að því er tal- ið er. Og margir eiga stórar hjarðh’ enginn veit það kannski nákvæmlega. Sjálfir segja þeir lítið eða ekkert um það þótt þeir séu að því spurðir. En víst er, að margir þeirra eru ríkir. Og það veit heldur enginn hve rík- Séamas Ó. Catháin lektor. ir þeir eru, því það segja þeir ekki heldur. Þar sem ég bjó, átti fjölskyldan ágætt hús með sjónvarpi, síma, útvarpi, kæli- skáp, heimilisbíl og flest það, sem talið er til ytri lífsins gseða. Og hreindýrin gefa margs- konar afurðir? Já, í fyrsta lagi er það kjöt- ið, mjólkin og skinnin, sem allt er í sérstökum gæðaflokki. Ur foeinum og hornum eru smíðaðir skarígripir. Ennfremur voru hreinarnir notaðir til dráttar og eru það dálítið ennþá þótt vél- sleðarnir hafi nú tekið við miklu af því starfi. Komstu í kynni við hreindýr? Ofurlítið. Ég man t. d. eftir því skömmu eftir áramótin, að þá var smalað í rétt, tvö eða þrjú þúsund dýrum. Það var ógnar kuldi, um 30 stiga frost og hvassviðri. Ég var þá nærri dauður úr kulda. Dýi'in i’ákust mjög illa f réttina. Á endanum hafðist það þó. Þá var farið að slátra. Hver bóndi á sitt mark, eins og eauSfjái’bændur hér. Ég stóð fyrst utan við og horfði á. Hreindýrin hlupu í hring út við grindurnar, fóru hratt og tróðu til bana suma kálfana frá sumr- inu. ÞaS virtist ekkert geta stöðvað þau. Hugsa sér slík hlaup í þi'jár til fjórar klukku- stundir án þess nokkru sinni að nema staðar. Bændur stóðu í miðri réttinni, þekktu mörkin og snöruðu þau dýr í slönguvað, sem þeir vildu lóga. Þeir voru glöggir að finna réttu dýrin og fimh' að kasta vaðnum. Þá kom byssan til skjalanna? Nei, heldur boginn og bitur- legur hnífur, sem stungið er milli hornanna og mistekst ekki hjá vönum mönnum. Blóðið er notað til slátur.gerðar, kjötið, sem ekki þarí að nota heima, eelt við góðu verði, því hrein- dýrakjöt er eftirsóttur matur og beinin eru brotin til mergjar. Hvít skinn eru bezt og verð- mætust, næst koma þau svörtu en hin algengustu eru brúnleit. Kuldaskór úr þessum skinnum eru hreinasta afbragð. Maður þolir allan kulda í þeim. Á tánni var hafður krókur og er enn og er það til þæginda þegar gengið er á skíðum. En í skónum er höfð sérstök plöntutegund, sem er mjög hlý. Þar gengið með gras í skónum. Hvernig eru Lapparnir í út- liti og kynningu? Þeh eru, eins og sjá má á myndum af þeim, fremur smá- vaxnir flestir, dökkhærðir og brúneygðir, rólyndir og óáreitn ir, þeir eru góðir menn. Ég sá aldrei hnefa á lofti þetta ár, sem ég dvaldist meðal þeirra. Þeir eru ákaflega barngóðir, vilja lifa í sátt og samlyndi við guð og menn og við náttúruna um- hverfis. Þeir eru ekki alltaf að líta á klukkuna. Já, þeir týna jafnvel dögum eða kæra sig -ekkert um að vita um þá. SjáK- an henti það mig að týna þrem- ur dögum, og slíkt hefur aldrei hent mig, hvorki fyrr eða síðar. Á sumrin, bjartar nætur þegar miðnætursólin skartar eins og hér á íslandi, sofa Lapparnir lítið. Þeir segjast ekki nenna að sofa í björtu og svo vaka þeir og vinna. En þeir bæta sér það svo sannarlega upp á löngum vetrarmánuðum, því þá geta þeir sofið mikið og veita sér það. Já, og svo má ekki gleyma klæðnaðinum. Þeir ganga á há- tíðum í litsterkum klæðum og 'hefur hvert hérað eða land- svæði sinn sérstaka búning, hvað litina snertir. Þessi hátíða- búningur er mjög fallegur og vel gerður. Lappi, hreindýr, Iiundur og auðn að baki er einskonar tákn- mynd? Já, en þetta er aðeins mynd að þeim litla hluta Lappa, sem lifa hjarðlifi og reika um með hjarðir sínar, en engu að síður mjög sérstæð og bæði mynda- smiðir og ýmsir höfundar þurfa auðvitað að segja mest frá því, sem frábrugðnast er þjóðlífi annarra. Ég gæti einnig sýnt myndir og sagt frá hávöxnum, Ijóshærðum og bláeygum Löpp- um, því þeir eru vissulega til. Ég þekki einn sem er tveir metrar á hæð og er Ijós á hár. Lappar eru „einskonar þjóð- saga“ í vitund okkar? Þeir eru það líka í Noregi og Svíþjóð og það hefur undrað mig mikið meira. Lítil sag'a sýn- ir þetta vel. Stórvaxinn og myndai'legur Lappi kom einu sinni í smábæ norðarlega í Noregi, og var hann að koma beint úr stríðinu (í Austurlönd- um næi') og var í hermanna- búningi. Gömul kona spurði hann hvort hann væri hermað- ur. Maðurinn játti því. Konan spurði hve margra þjóða menn hefðu verið þar. Hermaðurinn taldi upp margar þjóðii' og bætti því við, að þar hefði meira að segja Lappi verið í sveit Norð- manna. Þá sagði sú gamla: Hvernig var farið að því að veiða Lappa til að senda i her- inn! Svona lítið vissi konan um Lappa og fleiri eru svipaðir, sem betur ættu að vita. Lappar eru svo sannarlega þjóðsag'a í hugurn fjölda fólks í löndunum, sem þeir þó byggja. Eru stúlktirnar fallegar? Margar þeirra eru mjög falleg ar á sinn hátt og aðlaðandi. Þær eru náttúrubörn, ekki síður en karlmennirnir, una einveru en skemmta sér vel þegar mann- fagnaður er, eru þá skrautbún- ar og sumar hreint augnayndi. Drekka karlarnir brennivín? Þar sem ég var, var um 400 km. leið til næstu áfengisbúðar. Það er löng leið á vetrum og seinfarin. Menn taka því það til bragðs. að brugga sitt vín, þótt það sé raunar óleyfilegt. Og þeir drekka sitt brugg með beztu lyst þegar þeir gera sér dagamun. En það raskar lítt ró þeirra. Góður drykkur? Ekki get ég nú borið honum vel söguna, í fyrsta lagi er hann rammur og í öðru lagi stundum svo sterkur, að hann getur drep ið mann. Ég lenti einu sinni í því ævintýri, sem oftar að vera í dálitlum mannfagnaði. Mér var auðvitað boðið í staupinu. Ég komst ekki hjá að þiggja öi'- lítið í glas og drakk það. En síðan man ég ekkert hvað gerð- ist. Ég frétti það daginn eftir, að ég hefði ætt út og lagst í skafl en verið borinn inn í rúm. Ég lá daginn eftir og heldur illa haldinn, hafði óþolandi verki í maga. Mér vai' ráðlag að leita til gamals manns. Ég fór þangað þegar ég var orðinn rólfær og sagði hoonum farir mínar ekki sléttar og bað um lækningu. Ég gerði þetta sumpart af því, að ég hafði heyr.t mikið um þennan mann talað og hann sagður geta læknað marga sjúkdóma, þótt ólærður væi'i. Og þú heimsóttir hann? Já, hann átti heima í litlu húsi með tveim herbergjum. Það var eldhús og svo annað herbergi. Þar var jafnan gest- kvæmt. Hann leiddi mig inn í herbergið og horfði á mig á meðan ég sagði frá. Hann spurði hver hefði gefið mér áfengið. Ég sagði honum það. Hann hristi höfuðið. Síðan tók hann að bæra varirnar og þylja eitt- hvað. Ég heyrði ekki orðaskil og hann lagði hönd sína á mag- ann á mér. Síðan helti hann vatni í glas, horíði á vatnið um stund en síðan á mig. Sagði' hann mér svo að drekka vatnið og þá myndi mér batna. Þetta varð. Þessi maður er bænheitur í meira lagi og læknar í Jesú nafni. Fer mikið orð af honum, og fullyrt að hann geri krafta- verk. Ýmsir sögðu mér reynslu sína af þessum ágæta manni og varð ég að trúa því, sem vinir mínir sögðu mér, auk þess sem mér sjálfum hvarf magaverkur- inn undir höndum hans. En hvað bruggarinn lét í áfengið, er mér hulin ráðgáta og enn- fremur það, að aðrir og þeir sem meira drukku, skyldu þola þetta. Einn mann þekkti ég, sem gerði ekki annað en að brugga og hafði náð töluvert langt í iðn sinni og var stoltur af að geta sagt til um styrkleikann í hverri flösku. En hinar miklu vega- lengdir eru dálítil afsökun fyrir heimabruggi. Lappar eru taldir veiðimenn góðir? Þeir eru það, eins og öll náttúrubörn. Lax og silung veiða þeir í net og gildrur, oft mikið. Þau eru mörg veiðivötn-i. in norður frá og Lapparnir þekkja þau eins og fingurnar á sér og veiða og veiða. En aðrir veiða einkum á stöng. Það eru 'hinir ríku, margir komnir urn langan veg til að veiða. Tanaáin er laxauðug mjög og hún er landamerkjaá milli Finnlands og Noregs. Lappar búa beggja megin átinnar. í Inari er sam- nefnt vatn og þar er alþjóðleg flughöfn. í vatninu er geddu- veiði stunduð af kappi. Eiga Lappar gamlar bók- menntir? Nei, en þeir gefa nú út folöð á eigin máli. Lappar kunna mik: ið af gömlum munnmælasögum,’ t. d. bæði frá Noregi og Sviþjóð,' en þar hafa þessar. sömu sögur horfið í gleymsku. Og Lappar eiga sín þjóðlög, Juoika, og (Framhald á blaðsíðu 7) Heildarvörusala Kaupfélags Eyfirðinga .. . Lýður Jónsson tekur hér við verðlaunum sínum úr hendi Ásgeirs Magnússonar. Um Sillurbíl Samvinnufrygginga 1970 í FJÖLMENNU samsæti, sem haldið var að loknum aðalfund- um Samvinnutrygginga og Ánd vöku í félagsheimilinu Hvóli á Hvolsvelli 8. maí, fór fram af- hending SILFURBÍLS Sám- vinnutrygginga 1970, en hann er árleg' viðurkenning félagsins fyrir framlag til aukins úm- ferðaröryggis i landinu. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri, formaður nefnd- ar þeirrar, sem annast úthlukm þessara verðlauna, gerði grein fyrir henni, en viðurkenninguna hlaut að þessu sinni Lýður Jons soon, fyrrum yfirvegaverkstjóri á Vestfjörðum. í greinargerð fýrir úthlutún- inni segir m. a.: „Lýður hóf vegaverkstjóm í Vestur-ísafjarðarsýslu þegar árið 1926, þá innan við þrítugt, en vai' settur yfirverkstjóri á öllum VteStfjörðum 1947, og síð- ten skipaður í þetta embætti, sem hanri svo hélt til ársins 1966, erhann hætti fyrir aldurs sakir á 70. áldursári. Hafði hann þannig sem verkstjóri unnið að vegagerð í samfellt 40 ár, og þar af um helming þess tíma sem yfirverkstjóri. Fyrir utan það að vera svo lengi dugmikill og áhugasamur vegagerðarmaður frá almennu sjónarmiði um ýmis torfærustu og erfiðustu vegarstæði lands- ins, er það einkum eitt, sem sker sig úr oog mun halda nafni Lýðs Jónssonar á lofti í vega- gerðarsögu Vestfjarða og lands- ins í heild um langa framtið: Framtak hans og efalaust for- ystuhlutverk í því að taka fyrst ur nianna upp tvískiptingu þjóð vega á blindbeygjum og blintl- hæðum. Hófst þetta verk sumarið 1954 á veginum milli Haukadals og Meðaldals í Dýrafirði. Segir sig sjálft hvert öryggi fólki og farartækjum er búið með svo einstæðu framtaki, og þarf ekki að rökstyðja það.“ Q Nátfúrurannsóknaslöð rís hér við F ■ /■.. iifi Eyjafjoroinn Á VÍKURBAKKA á Árskógs- strönd er nú að rísa á fót ný- stárleg stofnun, sem kallast Rannsóknastöðin Katla. Henni er ætlað að veita vísindamönn- um aðstöðu til ýmiss konar at- hugana á náttúrunni umhveríis, bæði á sjó og landi. Menningar- sjóður Kaupfélags Eyfirðinga og Lionsklúbbur Dalvíkur hafa - Bjarni Einarsson endurkjörinn bæjarstjóri (Framhald af blaðsíðu 1) trúar Franisóknarflokksjns lögðu áberzlu á og fyrr greinir. Hins vegar gerðu þeir Ingólfur og Þorvaldur með sér bandalag sín í milli, um kosningar í nefnd ir og stóðu saman í einu og öllu í þessum viðræðum, sem gengu erfiðjega, m. a. vegna fjarveru Ingólfs Árnasonar, er setti eug- an í sinn stað. Á mcðan á þessu stóð bárust bæjarfulltrúum Framsóknar- floliksins tilmæb frá SjálfstæðiS mönnum um viðræður. Fóru þær fram og leiddu til þessarar niðurstöðu: Báðir aðilar lýstu því yfir, að þeir styddu kjör bæjarstjórans, Bjarna Einárs- sonar, og stæðu saman að kjöri förseta, eins ög áður er lýst. Einnig iystu þeir því yíir,p að þéir myndu vinna að því að hraða áætlunargerð fjTrir Akur- eyri, en að þcssari áætlunargerð! er unnið í fimm manna nefnd kosinni af bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir, að við gerð og fram- kvæmd þeirrar áætlunar náist víðtækt samstarf í bæjarstjórn. Til þess að tryggja þetta víð- tæka samstarf er flokkum, sem ekki eiga aðild að framkvæmda áætlunamefnd, gefinn kostur á að fylgjast með störfum nefndar innar við áfangaskipti. En í fimm manna nefndum eiga tvcié af þremur litlu flokkunum ekki kost á að ilnefna fulltrúa. Þótt margir hafi búizt við, a8 álíka grundvöllur og hér um ræðir, næðist með samstarfi vinstri flokkanna, og þótt Al- þýðuflokkur og Hannibalistar bregðist nú vonum kjósenda sinna, er þess fastlega vænzt, að fulltrúar þeirra í bæjarstjóni taki fljótt upp málefnalega og ábyrga afstöðu þar og í nefnd- m En Framsóknarmenn hafa tryggt þeim opna aðstöðu tií þess. Af framanskráðu er ljóst, að samkomulagið á fyrsta fimdi bæjarstjómar er byggt á sama grunni og samkomulag Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins 1966. Eina breytingin er sú, að þá var Bragi Sigurjóns son kjörinn forseti en Alþýðu- flokkurinn studdi kjör Bjama Einarssonar. Nú er Jón G. Sól- nes kjörinn forseti en Sjálf- stæðismenn styðja kjör sama bæjarstjóra með Framsóknar- mönnum. Svonefndur „nýr ábyrgur meirihluti“, sem Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn töluðu svo mjög um fyrir kosningar, virðist ekki lengur á dagskrá. □ veitt styrki til uppbyggingar stöðvarinnar, og sótt hefur ver- ið um rekstrarfé til sveitarfélaga í Eyjafirði. Félagar í Kiwanisklúbb Akur eyrar vinna nú hvern sunnudag við innréttingar á rannsóknar- stofu í húsi stöðvarinnai', í sjálf boðavinnu. Ýmsir einstakling- ar og félög hafa einnig stutt þessa stofnun, eða lofað stuðn- ingi við hana, en fleiri þyrftu að bætast í þann hóp. Þetta er fyrsta stofnun sinnar tegundar í landinu, og er gott til þess að vita, að Eyfirðingar hafa sameinazt um að byggja hana upp. Stöðin verður formlega tekin í notkun í byrjun næsta mán- (Framhald af blaðsíðu 1). Formaður félagsins, Brynjólf- ur Sveinsson, menntaskólakenn ari, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Verklegum fram- kvæmdum og fjárfestingum hafði verið í hóf stillt svo sem framast var unnt, en stærstu einstöku fjárfestingarnar voru breytingar á verzlunarhúsnæði félagsins á Dalvík og véla- og tækjakaup til Mjólkursamlags- ins. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, las reikninga fé- ligsins fyrir árið 1969 og skýrði ýtarlega frá rekstri þess. Heild- ar vörusala félagsins og fyrir- tækja þess á innlendum og er-J lendum vörum, þegar með eru taldar útflutningsvörur, verk- smiðjuframleiðsla og sala þjón- ustufyrirtækja, jókst um 28.3% úr 1.116.9 milljónum í 1.433 milljónir. Vörusala verzlunar- deilda félagsins var hins vegar 468 milljónir og hafði. aukizt um 28.7% frá árinu áður. Heildar afskriftir og aukning eigin sjóða félagsins námu á árinu 23.5 milljónum króna og rékstrar- afgangur á ágóðareikningi varð 8.8 milljónir. Fjármunamyndun ársins varð því 32.3 milljónir króna. Aðalfundurinn ákvað að greiða megin hluta rekstrar- afgangsins sem arð í stofnsjóðs- reikninga félagsmannanna. í Menningarsjóð félagsins; var samþykkt að leggja kr. 500.000, auk þess sem Menningarsjóður- inn fær rekstrarafgang Éfna- gerðarinnar Flóru, sem nam kr. 189.000. Ennfremur samþykkti fundurinn einróma, að veita í minningu Bernharðs heitins Stefánssonai', fyrrv. alþingis- manns, kr. 100.000 til Búnaðar- sambands Eyjafjarðar til útgáfu byggðasögu héraðsins,' svo og kr. 100.000 til Karlakórsins Geysis í minningu Ingimundar heitins Árnasonar, fýrrverandi fulltrúa kaupfélagsstjóra, en hann var stofnandi G.eysis og söngstjóri hans um áratuga skeið. 1 stjórn félagsins til þriggja ára voru endurkjörnir Jón Jóns son, kennari, Dalvík og Sigurð- ur O. Björnsson, prentsmiðju- stjóri, Akureyri. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjör- inn Guðmundur Eiðsson, bóndi Þúfnavöllum og varaendurskoð andi Ármann Dalmannsson, fyrrv. skógarvörður, Akureyri. í stjórn Menningarsjóðs KEA var kjörinn til eins árs Kristján Einarsson frá Djúpalæk í stao Bernharðs heitins Stefánssonar. Ennfremur var endui'kjörinn { stjórn Menningarsjóðsins tiL þriggja ára Jóhannes Oli Sæ- mundsson, fyrrv. námsstjóri. Varamenn i stjórn Menningar- sjóðsins voru endurkjörnir til tveggja ára Hjörtur E. Þórarins son, bóndi og Hólmfríður Jóns- dóttir, kennari. Þá voru kjörnir 15 fulltrúar á aðalfund Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Fastráðið starísfólk í árslok 1969 var 510 manns. (Fréttatilkynning) - Sjómannadagsliátíð (Framhald af blaðsíðu 8). þriðji Hafsteinn Sæmundssoi með 33 stig. Kl. 16.30 hélt svo skemmtun- in áfram í félagsheimilin . Tjarnarborg. Þar skemmtu þei: Jóhann Konráðsson og Kristim , Þorsteinsson með tvísöng vif' mikla hrifningu áheyrend; , Undirleik annaðist Áskell Jóns • son. Þá las Kristinn P. Jóhann i son skólastjóri kvæði. Að lok ■ um fór fram verðlaunaafhend ■ ing. Kl. 6 hófst svo knattspyrn; , sjómanna og landkrabba o;: sigruðu þeii' síðarnefndu efti : framlengdan leik. Um kvöldið var dansað Tjarnarborg af miklu fjöri t kl. 2 um nóttina. Húnar lék i fyrir dansinum. B. !• , - Atvinnulíf í dróma. ■« (Framhald af blaðsíðu 8). börnin önnuðust að öilu ley-i. undir leiðsögn kennara. Auk: þess var ársskemmtun skólanrs að venju, í félagi við Gagnfræð; skólann. Sunnudaginn 3. m; í hafði skólinn sýningu á hand; ■ vinnu, vinnúbókum, skrift of' annarri vinnu nemenda og vae sýning þessi mjög vel sótt. B. S, Nokkur fróðleikur um þvottaefni aðar. □ 1. Þvottaefni eru aðallega af tveimur gerðum. Annars vegar þvottaefni, sem eru að mestu leyti gerð úr náttúrulegum efn- Japanir hafa hækkað um 12 sm á 15 árum TIL eru margar aðferðir til að mæla framfarir í tilteknu landi — hlutfallsleg aukning brúttó- þjóðaríramleiðslu, fjölgun bíla, talsírria og sjónvarpsviðtækja á hverja 100.000 íbúa o. s. frv. I aprílhefti málgagns Alþjóðaheil brigðismálastofnunarinnar (WOH), „World Health", sem er helgað Japan, er fjallað um læknisfi'æðilegar og félagslegar framfarir í landinu, og koma þar m. a. fram eftirtalin atriði: Á 15 árum hefur meðalhæð 15 ára unglinga í Japan aukizt um 12 sentimetra og meðalþungi þeirra um 9 kílógrömm. Japan er eina Asíulandið sem hefur útrýmt sóttkvíunarsjúk- dómum eins og t. d. drepsótt, taugaveiki og bólusótt. Fjöldi mýraköldutilfella er kominn niðui' í lágmai'k. Ásókkn berkla, sem á árun- um eftir seinni heimsstyrjöld ollu mannsláti í Japan fjórðu hverja mínútu, hefur minnkað að því marki, að á þessu sviði stenzt landið samjöfnuð við þróuðustu lönd heims. Jafnvel sjáKsmorð og gróf ofbeldisafbrot eru í rénum. En það eru ekki eintómir ljósir fletir í myndinni af Japan samtíðarinnar. Magakrabbi er nú algengasti sjúkdómurinn og veldur dauða flestra Japana á aldrinum 35—54 ára. Þetta er skýrt á þann veg, að Japanir salti mat sinn óhóflega. Japanir eru sennilega mestu saltneyt- endur í víðri veröld. Borgir Japans með mengað loft og gífurlega mannmergð geta gefið mörgum löndum hug mynd um, hvemig þeirra eigin framtið kynni að verða. Að lesa um Japan er eins og að lesa dagblað morgundagsins, segii' í „World Health“. □ um, eins og fituefnum (tólk), natríumlút o. s. frv., og hini vegar þvottaefni, sem eru acl meginliluta gerð úr tilbúnur1 2 3 4 5. efnum, eins og fosfórsambönc ■ um, bórsamböndum o. fl. o kalla má sýnþetísk eða tilbú’-s þvottaefni. 2. Sýnþetísku þvoítaefnin i'm. . halda ýmis efni, sem eyðar ‘i seint við náttúrulegar aóstæðu ., og hafa því tilhneígingu til a-i safnast fyrir í vötnum og sj; , sem skólpið er leitt i, auk þet i sem þau geta valdið Leinum eitrunum í vatninu. 3. Sýnþetísk þvottaefni æi.i því að nota sem minnst, einl . => um þar sem skólp fei' í íæ.ki, á s stöðuvötn eða þrónga íirði. 4. Hin svokölluðu lágfreybA andi þvottaefni eru flesi sínþetísk. 5. Samkvæmt athugun, sem, Neytendasamtökin hafa látiö gera (sbr. Neytendablaðið, I, 1970), innihalda þvottaefnin Rinso og Geysir, mjög htið sýnþetískum efnum, og eru þr, í náttúrulegust þeirra þvottaefn; , sem nú eru á markaðinun:, Þvottaefnið Peria er einnig i j verulegu leyti náttúrulege. (Tilkynning frá SUIi'N')

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.