Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 8
SMATT & STORT jjósmynd frá Sauðárkróki. (Ljósni.: E. D.) írá aðalfundi Kaupfélags .4ÐALFUNDUR Kaupfélags Gkagfirðinga fyrir árið 1969 var haldinn í samkomuhúsinu Bif- : öst á Sauðárkróki dagana 4. og . maí sl. Fundinn sátu 65 full- rúar og deildarstjórar úr 13 élagsdeildum svo og kaupfélags , tjóri, stjórnarnefndarmenn og •ndurskoðendur, auk nokkurra ^esta. Fundarstjóri var kjörinn Uísli Magnússon, Eyhildarholti, >g til vara Marinó Sigurðsson, ilfgeirsvöllum. Fundarritarar '7oru Egill Bjarnason, Sauðár- nróki og Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum. Fundarstjóri greindi frá því íiverjir félagsmenn, karlar og íonur, hefðu látizt frá því er •íðasti aðalfundur var haldinn. /oru þeir 20 alls — og mikið nannfall. Risu fundarmenn úr ,'ætum í virðingarskyni við ninningu hinna látnu. Formaður kaupfélagsins, 1 ‘obías Sigurjónsson, Geldinga- ,inlti, flutti skýrslu félagsstjórn ar. Sveinn Guðmundsson, kaup félagsstjóri, lagði fram leikninga félagsins, skýrði þá og greindi í mjög ýtarlegri ræðu frá rekstri og afkomu félagsins á árinu 1969 svo og framtíðarhorfum. Heild- arsala verzlana og þjónustufvrir tækja nam 162.4 millj. króna og hafði aukizt um 34 millj. kr. frá fyrra ári, eða um 26.7%. Búvöru sala félagsins nam á árinu 175.4 millj. kr., þar af mjólkurvörur um 95 millj. Heildarsala kaup- (Framhald á blaðsíðu 2) 17. iúní hátíðin 1970 f ÁR er fyrirhugað, að gera til- raun með að hafa ákveðinn bak grunn fyrir þá hátíðadagskrá, sem fyrirhuguð er 17. júní. Hef- ur verið ákveðið, að þessi bak- grunnur veði Landnámsöldin og þá sérstaklega landnám Eyja- fjarðar. Er fyrirhugað, ef veður leyfir, að siglt verði yfir Pollinn, að morgni 17. júní, á skipi sem út- búið verður ’sem -Jíkast því sem áíitið er að landnámsmenn hafi notað. Frá kl. 10 til 10.30 um • morguninn mun Lúðrasveit Ak- ureyrar leika á Torfunefs- bryggju, þar sem fyrirhugað er að báturinn komi að landi. (Framhald á blaðsíðu 7) BENZÍN Kapphlaupið um síðustu beusííu lítrana í bæ og nágrenni, sem til sölu var á frjálsum markaði, liefur farið fram og var áhug- inn engu minni að ná í þetta eldsneyti, en atkvæði á elleftu stund hinn 31. maí sl. Er nú vonandi, að benzínbrúsar, sem einhversstaðar þurfa að vera en eru vandgeymdir verði ekki að tjóni áður en þeir eru tæmdir. En stranglega er bannað að geyiua benzín í heimahúsusn, umfram 100 grömm. Dagur hef- ur óskað umsagnar slökkviliðs- stjóra um þessi mál, eu ekkert hefur frá honum borizt. FYRSTI LAXINN f síðustu viku var fyrsti laxinn veiddur hér á landi, í Norðurá í Borgarfirði, og auðvitað ný- genginn úr sjó. Og senn kemur laxinn í allar laxveiðiár, mis- munandi snemma og mismun- andi margir. Og allir rata þeir í sínar ár, þ. e. árnar sem þeií kiöktust út í og uxu í göngu- stærð. Þeir eru að heimsækja æskustöðvarnar til að hrygna. Þessu er öfugt farið með álinn. Hann elur aldur sinn að veru- legu leyti í fersku vatni, en lield ur svo á haf út til að hrygna. Laxveiðimenn hafa nú víst flestir tryggt sér veiðidaga og það jafnvel fyrir löngu, og bíða þess, að þeir renni upp. Fyrir mörgum þeirra eru veiðidagar við laxár mesta ævintýri sum- arsins. EYFIRÐINGUM TIL SÆMDAR Meira orð fer af atorku ey- firzkra bænda en gjafmildi. Víða í sveitum kemur það hins Margt var sér ti! gamans gert ÍSkagaströnd 8. júní. Sjómanna- ■ iagsins var hér minnzt á hefð- mndinn hátt. Guðsþjónusta ; íófst kl. 10 árdegis og predikaði éra Pétur Ingjaldsson prófast- ir. Eftir hádegi hófst útiskemmt m. Aðal ræðumaður var Pálmi lónsson alþingismaður. Þá fór ram kappróður milli skipshafna i heimabátum og svo kepptu , ivenna- og unglingasveitir. Þá /ar reiptog og pokahlaup og íkeppt var í að beita linu. Höfðu menn af öllu þessu hið mesta gaman. í kappróðri vann sveit áhafnar af Helgu Björgu og þar með farandbikar. Um kvöldið vax dansað í fé- lagsheimilinu og var margt um manninn, og útiskemmtanir voru mjög fjölmennar, eftir því sem hér gerist. Veður var bjart og sólskin en nokkur sunnanvindur. Allt fór hér sómasamlega fram og flest- um til ánægju. X. Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði Olafsfirði 8. júní. Hátíðahöld fSjómannadagsins hófust á laug- irdaginn kl. 8 síðdegis með Kappi'óðil hér í höfninni milli .skipshafna af heimabátunum. Skipshöfnin á mótorskipinu Sig urbjörgu bar sigur úr býtum og hlaut gullfallegan f arandgrip, .ðlfreðsstöngina, sem vinnst til : ullrar eignar sé hún unnin tvisvar í röð eða þrisvar alls. ?á tóku konur frá hraðfrysti- húsum þátt í kappróðrinum. Gengu stúlkur úr Hraðfrysti- ■húsi Ólafsfjarðar með sigur af hólmi, eftir tvísýna og spenn- andi keppni. Snemma á sunnudagsmorgun var allur bærinn og höfnin skreytt. Kl. 10.15 hófu sjómenn skrúðgöngu frá höfninni til kirkju og hlýddu þar á messu, sem var tileinkuð þeim. Séra Einar Sigurbjörnsson predikaði. Að messu lokinni var blóm- sveigur lagður að minnisvarða drukknaðra sjómanna og kirkju kórinn söng. Kl. 13.30 hófust svo skemmti- atriði við Sundlaug Ólafsfjarðar með því að Sveinn Jóhannesson setti skemmtunina. Aðal ræðu dagsins flutti Sigurður Jóhanns son sjómaður. Þá var keppt í stakkasundi, björgunarsundi og skriðsundi. Sex þátttakendur voru í þessum sundgreinum. í stakka- og björgunarsundi sam anlögðu sigraði Einar Gestsson með 50 stigum. Annar varð Árni Sæmundsson með 40 stig og (Framhald á blaðsíðu 5) Ólafsfirði 8. júní. Allt atvinnu- líf virðist í dróma hér um þess- ar mundir vegna vrekfallsins. Sigurbjörg sigldi í morgun til Færeyja með vikuafla, 50—60 tonn. Ólafur Bekkur er hér við hafnarbakkann með ym 40 lest- ir og Þorleifur 30 lestir. Óvíst er hvað hægt verður að gera við þennan afla. Sauðburði er að ljúka og hef- ur hann gengið eftir öllum von- um. En allt fé hefur verið á gjöf þar til nú síðustu daga. Ólafs- fjarðarvatn er nú orðið autt og leysti síðasta ísinn af því á föstu daginn. Barnaskóla Ólafsfjarðar var slitið 30. maí. í skólanum voru 146 börn, sem skiptust í 7 bekkj ardeildir. Við skólann kenndu 4 fastráðnir kennarar auk skóla stjóra og 4 stundakennara. Skólastjórinn, Björn Stefóns- son, skýrði m. a. í ræðu sinni frá vetrarstarfinu í stórum dráttum og árangri af kennsl- unni almennt. Danska var kennd í 12 ára bekk, svo sem verið hefur undanfarin ár. Enn- fremur var einn tími í dönsku Atvinnulíf í dróma verkfallanna í 5. bekk. Var þessum tíma að mestu varið í talæfingar og skrífaður var niður nokkur orða fræði. Stendur til, að þessi keknnsla verði nokkuð aukin á næsta vetri. Heilsufar var nokk uð gott í skólanum þegar undan er skilinn flensufaraldur, er gekk yfir í janúar, en þá varð að loka skólanum í viku. Barna- prófi luku 18 nemendur. Hæstu einkunn hlaut Sigurjón H. Ást- valdsson, 9.05. Allir aðrir nem- endur við skólann luku árspróf- um. Foreldradagur var að venju í skólanum og var eftir atvikum vel sóttur. Á vetrinum hafði skólinn þrjár kvöldvökur, sem (Framhald á blaðsíðu 5). vegar fram, live skjótir þeir eru til að aðstoða þá, sem verða fyr- ir óvæntum óhöppum, en sjaldn ‘ast fara af því miklar sög- ur. Fyrir skömmu komst Sig- urðúr Líndai, bóndi á Lækja- móti í Húnavatnssýslu svo að orði í viðtali við blaðið, að Ey- firðingar hefðu hlaupið drengi- Iega undir bagga nú í vor, er hey skorti vestra. En bann sagéi meira þá. Sagðist baiui vita dæmi um stórgjafir i þessu sam bandi, og er bæði rétt og eiunig Ijúft, að vekja athygli á því, ekki síður en því, sem miður fer. KARTÖFLUR Fólk liefur verið að setja niður kartöflur í garða sína, sumir raunara búnir að því fyrir liálf- unv mánuði, m. a. þeir, sem eru svo lánsamir að rækta kartöflur í hinum gamalkunnu görðum í Innbænum. En með því verði, sem verið hefur á þeirri vöru í matvörubúðum, spara heimilin sér 5'—8 þús. kr. á ári með þess- ari ræktun, og munar um minria. Mest mun ræktað af norska afbrigðinu gullauga. í eldri görðum herjar arfinn. Með góðri umhirðu á réttum tíma er unnt að halda honum niðri, en auðveldara er þó að eyða hon- um ’með lyfjunv, að fyrirsögn ráðunauta. Tvö ár hafa íslend- ingar ræktað handa sér nægar kartöflur, en að jafnaði flutt mikið inn, og ber það vott um ónóga ræktunarmenningu. TÚBORG Flestir kannast við þann drykk og sumir ent „vitlausir í hann“. Þess vegna er það bæði hættu- legt ag vítavert aý setja ban- eitruð efni í þessar merktu öl- flöskur í verzlunum og hafa til sölu. Sagðist frú ein hér á Akur eyri hafa keypt terpintínu í þessum umbúðum, en hugleiddi er lieim kom, livað slíkt er hættulegt. En svona er þetta urr* fleira >-og liafa slys hlotizt af. Ábending frúarinnar er þörf. Aldrei er of varlega farið í þess urn efnum. Og um leið er vert að benda á ]>á hættu, sem stund um má sjá á heimilum, þar sem ungbörn geta náð í hættuleg efni, lyf, þvottaefni o. fl. HOFNUÐU VÍNBUÐ Húsvíkingar, sem greiddu at- kvæði í bæjarstjórnarkosning- unum, eins og fleiri liinn 31. maí, greiddu einnig urn það at- (Framhald á blaðsíðu 7) Ungur msður framdi innbrof BLAÐIÐ hafði á mánudags- morguninn samband við Hjálm ar Eyþórsson lögregluþjón á Blönducsi vegna frétta af inn- brotum þar um helgina. Lög- regluþjónninn sagði efnislega frá á þessa leið: Vanhöld á sauðfé og hrossum Blönduósi 8. júní. Hér var ösku- fall lítið en mikið t. d. í Þingi og Vansdal, og þó ekkert í lík— ingu við það, sem féll í V,- Húnavatnssýslu. Þó var þetta nóg til að valda veikingum og vanhöldum bæði á sauðfé og hrossum, og eru það einkum lömb og folöld, sem vanhöld eru á. En þetta er mjög mis- jafnt á bæjum og þó óheilla- vænlegt mjög, þegar á heildina er litið. Nú er verið að sleppa fénu a. m. k. einlembunum, enda grænkar jörð vel í góðri tíð þessa og undanfarna daga. Því miður hefur kjarnfóður ekki verið nægilegt hjá okkur, vegna seinkunar skipaferða og kemur það sér illa, eins og á stendur. í dag verður sennilega úr þessu bætt með flutningi frá Borgar- nesi, þar sem ekki er verkfall, eða við fáum skip til að flytja kjarnfóður frá Akureyri, ef undanþága fæst. Á. J. Já, á sunnuuagsmorgunin varð þe'Ss vart, að brotizt hafði verið inn á tveim stöðum um nóttina. Fyrst hafði verið brot- izt inru, í Vélaverkstæði Hún- vetninga og 3 þús. kr. stolið úr skúffu þar. Síðan farið inn um glugga í kjörbúð kaupfélags ins og þar stolið segulbands- tæki, nokkrum úrum, skartgrip um o. fl. Auk þess hafði þjófur- inn fataskipti og klæddist nýj- um fötum er hann hélt á braut. Ungur maður, innan tvítugs, var svo handtekinn á Skaga- sti-önd í gærkveldi, sunnudags- kvöld, grunaður um þennan verknað. > Hefur hann nú játað og sagt til þýfisins, sem sumt var falið á víðavangi, en annað geymt hjá kunningja. Pilturmn er í minni vörzlu og bíður yfir- heyrslu, sem fram fer innan stundar, sagði lögregluþjónninn að lokum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.