Dagur - 01.07.1970, Síða 6
6
Ýmsar ályklanir um nálfúruvernd
AÐAL.'FUNDUR Samtaka um
náttúruvernd á Norðurlandi,
haldinn á Akureyri dagana 20.
og 21. júní 1970, vill vekja at-
hygli á eftirfarandi:
1. Hinni sívaxandi mengunar
hættu, er notkun ýmissa tilbú-
inna efna og verksmiðjurekstur
hefur í för með sér. í því sam-
bandi vill fundurinn benda á þá
miklu hættu á mengun lofts og
lagar, sem kann að stafa af stað
setningu aluminíumverksmiðj u
við Eyjafjörð, og þegar er rætt
um. Fyrir því skorar fundurinn
á rétt stjórnvöld að hlutast til
um, að ýtarleg rannsókn fari
fram á aðstæðum í Eyjafirði og
mengunarhættu, sem slíkri verk
smiðju yrði samfara þar.
2. Fundurinn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til réttra aðila,
að þegar verði hafin skipuleg
nýting á beitilöndum, þannig að
um oíbeit verði ekki að ræða og
einnig hafin uppgræðsla beiti-
landa, sem eru í hættu vegna
gróðureyðingar, Þar sem ekki
er unnt að ná slíku samstarfi
við bændur eða aðra aðila, verði
lögum um ítölu búfjár beitt.
3. Fundurinn skorar á yfir-
völd bæja og kaupstaða á Norð-
urlandi, að hlutast til um, að
þannig verði gengið frá sorpi og
öðrum úrgangi að hann lendi
ekki í sjó eða vötnum, eða
dreifist um landið.
4. Samtökin skulu beita sér
fyrir, að eftirtalin svæði á Norð
urlandi verði friðlýst, að ein-
hverju eða öllu leyti:
1. Borgarsvæðið í V.-Hún.,
sem afmarkast af Hópinu, Víði-
dalsá, Vesturhópsvatni og Sig-
ríðarstaðavatni.
2. Vatnsdalshólar í A.-Hún.
3. Borgarskógar og Borgar-
mýrar hjá Sjávarborg í Skaga-
firði.
4. Bakkar bg hólmar Svarf-
aðardalsár, frá Tjörn og niður
að sjó.
5. Vestmannsvatn og ná-
grenni, þ. e. vatnið og tjarnirn-
ar fyrir vestan það, ásamt nú-
verandi vegi gegnum svæðið, og
e. t. v. Vatnshlíðin.
6. Jökulsárgljúfur í N.-Þing.,
þar með talið Ásbyrgi, Ástjörn
og Vesturdalur.
5. Fundurinn samþykkti eftir
farandi ályktanir um vötn og
virkjunarmál.
1. Á sl. ári hafa komið fram
áætlanir um stórkostlegan til-
flutning á norðlenzkum vatns-
föllum vegna virkjunaráforma,
sumpart út úr fjórðungnum til
Þjórsár eða Lagarfljóts, sum-
part í nágrannaár innan fjórð-
ungsins. Einnig eru áætluð
geysistór uppistöðulón til að
hreinsa jökulvatnið og miðla
vatni milli árstíða. Augljóst er
að af slíkum framkvæmdum
muni hljótast miklar breytingar
á náttúrufari Norðlendingafjórð
ungs, sem gætu leitt til veru-
legra umskipta á búskaparskil-
yrðum. Vatnsveitingarnar
myndu leiða til þurrðar í sum-
um ám, en flóða í öðrum og
hætta er á afdrifaríkum jarð-
vatnsbreytingum. Einnig myndi
slík röskun valda róttækum
breytingum á lífríki vatnsfall-
anna og aðstöðu til fiskiræktar
og fiskveiða í þeim, og gæti jafn
vel haft áhrif á veiðar í flóum
og fjörðum, sem árnar falla í.
Það er álit fundarins, að með
þessum áætlunum, sé stefnt inn
á varhugarverða braut, sem
hlýtur að leiða til mikils ófriðar
í landinu ef farin yrði. Einnig
er hætt við, að slíkar fram-
kvæmdir geti orðið kostnaðar-
samari, en áætlað var í upphafi,
vegna óhjákvæmilegra skaða-
bóta, sem draga myndu langan
slóða ef illa tækist til.
Virðist fundinum einsýnt, að
ekki skuli gripið til slíkra ráða,
fyrr en fullsannað er með rann-
sóknum, að orkuþörf fjórðungs-
ins verði ekki fullnægt á annan
hátt, svo viðhlítandi sé.
Má nefna Dettifossvirkjun og
virkjun Skjálfandafljóts við ís-
hólsvatn, sem dæmi um aðra
möguleika. Verði hins vegar af
opinberri hálfu haldið fast við
nefnda áætlun um vatnaflutn-
ingana, er það sjálfsögð krafa,
að nú þegar verði hafizt handa
um rannsóknir á hugsanlegum
afleiðingum framkvæmdanna,
jafnframt . sjálfum virkjunar-
rannsóknunum.
2. Laxá í Þingeyjarsýslu hef-
ur algera sérstöðu meðal ís-
lenzkra vatnsfalla að lífmagni
og fegurð. Fundurinn ályktar
að engar frekari virkjanir á
ánni skuli leyfa, nema rennslis-
virkjun, innan þeirra marka
sem núgildandi lög heimila, en
þó aðeins að undangengin rann
sókn leiði í ljós, að hún verði
ánni ekki til skaða. Skal áin
varðveitt, sem næst því formi,
sem hún hefur nú, nema leitast
Nýstúdent óskar
EFTIR ATVINNU
næstu 3 mánuði.
Uppl. í síma 1-11-69.
GET TEKIÐ í SVEIT
tvær telpur á aldrinum
5—9 ára.
Uppl. gefnar í síma
2-16-24, eftir kl. 6.
yrði við að bæta eftir föngum
úr þeirri röskun, sem núver-
andi virkjanir hafa valdið, t. d.
vatnsmiðlunarmannvirkin hjá
Geirastöðum.
Jafnframt lýsir fundurinn
þeirri einlægu von sinni, að
Laxárbændur og stjórn Laxár-
virkjunar, nái 'hið fyrsta sam-
komulagi um virkjun árinnar,
sem tryggt geti hagsmuni beggja
aðila.
3. Vegna gálausrar umgengni
Íslendinga við vötn sín, ályktar
fundurinn, að leita skuli, af
opinberri hálfu, allra tiltækra
ráða til að rannsaka og fylgjast
með mengun ferksvatns og
sjávar. (Fréttatilkynning)
OPEL CARAVAN,
árgerð 1955, til sölu.
Uppl. í síma 1-25-61.
TIL SÖLU
Landrover, árgerð 1951,
mótor keyrður 15000
km. Skipti á litlum bíl
kæmi til greina. Uppl.
í síma 2-15-87, eftir kl. 7
á kvöldin.
BÍLL ÓSKAST
Góður 5 manna bíll
óskast, árg. 64—67.
Uppl. í síma 2-11-81.
VIL KAUPA
góðan fólksbíl 4—5 ára.
Get borgað mikið út.
Sími 2-15-41.
TIL SÖLU
3 herbergja íbúð, efri
hæð, Hafnarstræti 45.
Uppl. á kvöldin á sarna
stað.
ÓSKA EFTIR
HERBERGI til leigu.
Uppl. í síma 1-19-24.
Tveggja herbergja íbúð
ÓSKAST TIL LEIGU.
Uppl. í síma 1-21-17.
ÍBÚÐ ÓSKAST,
3—4 herbergja.
nánari uppl. í síma
1-18-00 eða 1-18-79.
HÚSGRUNNUR eða
HÚS í byggingu óskast
keypt. Stærð ca. 120—130
ferm., ein hæð.
Tilboð leggist inn á af-
greiðslu blaðsins, merkt
„Hús“ fyrir 7. júlí.
ORÐSENDING
frá Almannatryggingaumboðinu
Tryggingaumboðið biður bótaþega vinsamleg-
ast að virða áður auglýstan afgreiðslutíma til að
auðvelda afgreiðslu bótanna. En hann er:
10.—15. hvers mánaðar:
Elli- og örorkulaun, örokustyrkir, ekkjulífeyrir,
makabætur, barnalífeyrir, endurkröfur og
mæðralaun.
15.-20 hvers mánaðar:
Fjölskyldubætur með 3 börnum og fleirum.
Fjölskyldubætur með 1 og 2 börnum frá 21.-25.
mánuðina júní — sept.
TRYGGINGARUMBOÐIÐ, Akureyri
GÓÐ AUGLÝSING -
GEFUR GÓÐAN ARÐ
Ferðafélag Akureyrar
FERÐIR í JÚLÍ - ÁGÚST:
Öskju- og Hekluferðir.
Helgarferðir.
Sumarleyfisferðir.
Allar upplýsingar í skrifstofu félagsins Skipagötu
12, II. hæð. Opin kl. 5—7 alla daga nema laugar-
daga og sunnudaga, sími 1-27-20.
Straufríu terrylene SKYRTURNAR
eru komnar aftur á sama lága verðinu.
HVÍTAR kr. 405.- - MISLITAR kr. 420,-
Sterkar — þægilegar.
HERRADEILD
FRÚARSKÓR með innleggi, svartir, drapplit-
aðir. — Verð frá kr. 1.295,00.
TÖFLUR með korksóla. Verð frá kr. 620,00.
FÓTBOLTASKÓR (æfingaskór), stærðir 36—46.
Verð frá kr. 620,00.
HVÍTIR STRIGASKÓR, stærðir 30-46. Verð
frá kr. 260,00.
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL
í FERÐALAGIÐ
FRÁ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA:
Niðursoðið kjöt
Niðursoðið grænmeti
Nýkomið!
PLASTSKÓR, drengja, ungl. og herra.
PLASTSKÓR kvenna, mjög ódýrir.
SANDALAR telpna og (kvenna.
HERRASRÓR, brúnir og svartir.
KVENSKÓR, hvítir, rauðir og svartir.
SANDALAR, herra.
VEIÐIBÚSSUR, finnskar.
Póstsendum.
SKÓBÚD
AUGLÝSIÐ í DEGI - SÍMINN ER 1-11-67