Dagur - 12.08.1970, Blaðsíða 2
2
- VIÐTALIÐ VIÐ TRYGGVA JOHANNSSON
(Framhald af blaðsíðu 5).
Þú byggðir snemma íbúðar-
húsið?
Það brann hérna í október
1929, á laugardagsmorgni. Þá
þurfti ég að byggja. Húsin voru
tryggð hjá Sjóvá og Vilhjálmur
Þór var umboðsmaður. Hann
var kominn hingað strax eftir
hádegið til að vita hvað gerzt
hafði. Sveinbjörn Jónsson var
þá á Knararbergi og ég fékk
hann til að vera minn trúnaðar-
mann gagnvart trygsingafélag-
inu. Svo kom Steingrímur sýslu
maður Jónsson og brunatjónið
var metið. Allt gerðist þetta síð
degis á laugardaginn. En á
mánudaginn hringdi Vilhjálmur
Þór og bað mig að hreyfa ekki
við neinu því þetta myndi metið
að nýju. Húsbændum Vilhjálms
hjá tryggingunum syðra þótti
tjónið of hátt metið, töldu Vil-
hjálm hafa dregið taum bónda.
Vilhjálmur reiddist, sagði að
fremur væri of lágt metið, sagði
af sér störfum og tilkynnti jafn-
framt, að húseignir Kaupfélags
Eyfirðinga yrðu ekki lengur
tryggðar hjá Sjóvá.
Nú kom nýr umboðsmaður í
stað Vilhjálms og metið var að
nýju. Matið hækkaði um 3500
krónur upp í 14500 krónur. Það
þótti Vilhjálmi gott og hann
sagði: Nú verður þú að byrja
strax að byggja. Það varð úr,
að Sveinbjörn á Knararbergi
annaðist um byggingafram-
kvæmdirnar fyrir mig og með
fhonum voru að verki Sigurður
á Hóli og Helgi á Hallandi og
t'leiri góðir menn. Verkið gekk
vel og við fluttum í kjallarann
fyrir jólin. Og Vilhjálmur Þór
reyndist mér betri en enginn.
Var ekki reisugihli í tízku þá?
Jú, það er gamall siður. Ég
keypti brennivínsflösku til að
gefa smiðunum, datt ekki annað
í hug til að gleðja þá. En þá
.sagði Sveinbjörn: Þeir eru nógu
•hátt uppi núna og það drekkur
enginn í dag. Og það varð svo
að vera og mér er ekki grun-
laust um, að einhverjum hafi
þótt miður. En þetta er eina
áfengisflaskan sem ég keypti
um dagana. Ég notaði ekki vín,
t'yrr en nú, afgamall maðurinn,
samkvæmt læknisráði, örlítið af
•koníaki við flensuskratta. Ég
held menn ættu elcki að not.a
vin nema samkvæmt læknis-
ráði, svona almennt séð.
Var ekki mikil silungsveiði
hér fyrrum?
Jú, oft kom það fyrir og seinni
part sumars var ný bleikja oft
á borðum hjá okkur. Við dróg-
um fyrir. Einu sinni að haust-
lagi frétti ég að Stefán á Syðri-
Varðgjá hefði fengið mikinn
silung. Ég var ekki heima, en
hugsaði mér, að bezt væri að
reyna. Við Kristján minn fórum
svo niður eftir morguninn eftir
og var þá ísrek norður úr Eyja-
f jarðará og heldur kuldalegt. Ég
var að hugsa um að hætta við
þetta. Við reyndum þó. En nót-
in fylltist af ís og silungi og við
náðum henni ekki til lands, hún
var svo þung. En við dróum
hana eins langt og við gátum.
Síðan sendi ég Kristján heim
eftir hjálp en fór að tína silung
úr nótinni á meðan. Ég 'hafði
einn poka með mér og losaði
hann svo upp í fjöru öðru
hvei-ju. Þetta urðu 600 pund af
fallegri bleikju. Ég seldi fyrir
135 krónur og þótti gott. Svo
flaug fiskisagan og daginn eftir
var fjöldi manns á Leirunum að
reyna við silunginn, en þá sást
ekki branda.
Þú minntist áðan á Vilhjálm
Þór. Þekktir þú ekki líka Hall-
grím Kristinsson kaupfélags-
stjóra?
Jú, og gekk í Kaupfélag Ey-
firðinga í fyrsta skipti og fund-
um okkar bar saman af tilviljun
og hef skipt við það síðan. Það
bar til 1907, að ég var hér stadd-
ur á Akureyri og vantaði til-
finnanlega 18 krónur til að
•borga læknisvitjun. Ég skipti
við Hallgrím Davíðsson í
Höphner. Davíð varð fyrir svör-
um og ætlaði að láta mig hafa
þessar krónur. En í því kom
Hallgrímur sonur hans og þver-
tók fyrir það. Fór ég þaðan bón
leiður til búðar og þótti mjög
miður. Eftir litla stund hitti ég
Hallgrím Kristinsson kaupfélags
stjóra úti á bryggju'og tók hann
mig tali. Greip ég þá tækifærið
og sagði honum vandræði mín.
Hann bauð mér peningana og
mér geðjaðist vel að manninum
og gekk þegar í kaupfélagið,
sagðist þó ekki geta greitt 10
króna inntökugjald, en Hall-
grímur sagði að ég gæti greitt
það síðar. Þar með flutti ég við-
skipti mín og hef ekki flutt þau
aftur.
Var ekki Hallgrímur snöggur
upp á lagið?
Hann var skapríkur og funa-
bráður. Einu sinni stóð svo á,
að ég kom í bæinn einhverra
erinda og ætlaði að hitta Hall-
grím um leið. Var þá orðið 'hrís-
grjónalaust nema eitthvað ör-
lítið var eftir, sem ætlað var
Bárðdælingum, sem ekki höfðu
komizt í kaupstaðinn. Mátti því
ekki selja meira af þessari vöru.
Nú var þarna staddur maður
einn úr Arnarneshreppi og bað
um hrísgrjón. Sigurður, bróðir
Hallgríms, skrifaði nóturnar og
spurði, hvort hann hefði fengið
leyfi Hallgríms fyrir hi’ísgrjón-
unum. Játti maðurinn því og
fékk grjónin. Ólafur í Hólshús-
um var þá kjallaramaður. Kom
Hallgrímur þá að og reiddist
ákaflega. Sagði hann manninn
Ijúga þessu og tók af honum
hrísgrjónin. Rauk hann svo inn
til sín og sýndist mér ekki ráð-
legt að fara á eftir honum. Hik-
aði ég. Sagði Sigurður þá: Ætl-
aðir þú ekki að tala við Hall-
grím? Jú, en mér sýnist hann
ekki vera í góðu skapi. Ætli
það sé ekki óhætt, sagði Sigurð-
ur og brosti. Ég bankaði og Hall
grímur fórnaði upp höndum og
spurði: Varstu ekki hissa? Ég
þorði varla að koma, svaraði ég.
Þá sagði Hallgrímur: Fólk má
ekki ganga ljúgandi milli mín
og starfsfólksins. Svo tók hann
mínu erindi ágætlega.
Einu sinni á kaupfélagsstjóra
árum Vilhjálms Þórs lagði ég
inn 400 krónur í peningum, sem
voru samansafnaðir ferjutollar
og þessháttar. Vilhjálmur vai'
undrandi og spurði mig hvernig
ég hefði eignazt svona mikla
peninga, en ég sagði honum
eins og var. Ég hef stundum
hugsað um þetta atvik síðan.
Peningaupphæðir voru sjaldan
háar hjá almenningi í þá daga
og raunar ekki hjá fyrirtækjum
heldur. En líklega var Vilhjálm
ur hættur að undrast svona pen
ingaupphæð, þegar hann síðar
var orðinn einn af bankastjór-
um Alþjóðabankans!
Já, þú varst lengi ferju-
maður?
Já, á meðan Eyjafjarðará var
óbrúuð þurfti ferjumann. Égvar
vanur á sjó og kunni því mörg-
um fremur að fara með bát. Ég
er búinn að fara nokkrar ferð-
irnar hérna yfir Pollinn með
fólk og flutning, og oft þurfti ég
að ferja um nætur. í aðra rönd-
ina hafði ég gaman af þessu.
Ferjutollurinn v.ar 25 aurar á
mann og sama gjald fyrir hest-
burðinn. Ennfremur var 25 aura
gjald fyrir hvern hest, sem gætt
var, yfir sólarhringinn. Það var
ekki svo afleitt að ferja flutn-
inginn, fólkið sjálft var erfiðara.
Einu sinni missti ég mann út-
byrðis. Það var þingeyskur
bóndi, Vigfús, faðir Sigurðar
Lúthers á FosShóli. Við vorum
að koma á bátnum til Akureyr-
ar og hann var að lyfta ein-
hverju þungu upp úr bátnum,
rak það í steinkantinn, en við
það fór báturinn frá og bóndi
steyptist útbyrðis. Ég náði í fæt-
ur hans og dró hann upp í. í
annað sinn fór ég sjálfur í sjó-
inn við austurlandið. Báturinn
sökk undir mér, ég komst í land,
tók annan bát, sem þarna var
og hélt til Akureyrar eins og ég
hafði ætlað mér. Veður var held
ur svalt og ég rennandi blautur.
Ég man hvað mér þótti vænt um
ágætt kaffi, sem mér var sent
frá heimili Guðmundar pósts
Árnasonar, og það var nú svo
sem ekki eina kaffið hjá þeim
ágætu vinum mínum.
Hvenær hættir þú svo búskap
á Ytri-Varðgjá?
Ég er löngu hættur búskap.
Þau Hörður og Elinboi'g tóku
við. Ég dútlaði lengi eftir það
við hænsnarækt og seldi eggin
í bæinn. En nú er ég hættur því
líka, en á aðeins nokkrar kind-
ur, eða sjö ær og tólf lömb á
fjalli. Engar áhyggjur hef ég af
þeim, þær eru fóðraðar fyrir
mig og dilkarnir fara í kaup-
félagið.
Og að lokum?
Ég er þakklátur fyrir öll þessi
ár og margskonar hamingju,
sem þau hafa veitt mér. Ég hef
reynt að vera þannig, að ég gæti
ætíð komið til dyranna eins og
ég er klæddur og samferðafólk-
ið hefur skilið það og metið eins
og efni stóðu til og ég er því
þakklátur, Sjálfur er ég ferð-
búinn, eins og ég get verið og
stíg ánægður upp í ferjuna,
þegar hún kemur að sækja mig.
Börn þeirra hjóna, Tryggva
Jóhannssonar og Svövu Her-
mansdóttur, eru, auk Harðar
bónda: Hermann, fyrrum bóndi
á Kambsstöðum, og Magnús,
báðir búsettir á Akureyri, Mar-
grét, Jón, Þór og Bjarni, búsett
í Reykjavík, og Kristján, er
byggði nýbýlið Austurhlíð, nú í
Keflavík. Þá ólu þau upp að
mestu Hallfríði Bj?.rnr.dóttur,
sonai'dóttur sína, en hún er nú
kennari á Staðarfelli.
Ég þakka hin greinargóCu og
ágætu svöi' öldungsins og heið-
ursmannsins Tryggva á Ytri-
Varðgjá og kveð hann með virð
ingu. E. D.
- Góður fundur
(Framhald af blaðsíðu 1)
andi flokkur, væri eina aflið í
landinu, sem komið gæti á betri
stjórnarháttum og rökstuddi
það skilmerkilega.
Olafur Jóhannesson taldi lík-
ur á, að alþingiskosningar
myndu fram fara á þessu hausti,
staða Framsóknarflokksins væri
traust, kosningasigur krefðist
mikillar vinnu og þá vinnu yrðu
flokksmenn að leggja fram, með
þeirri óbifanlegu trú, að hún
bæri árangur og fæli í sér mögu
leika til betri stjórnarhátta á
íslandi. □
Héraðsmót UNÞ 1970
HÉRAÐSMÓT Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga var
haldið í Ásbyrgi laugardaginn
og sunnudaginn 18. og 19. júlí.
Á sunnudaginn var hátíðar-
dagskrá, sem hófst kl. 14 með
guðsþjónustu séra Ágústar Sig
urðssonar í Vallanesi, en félag-
ar úr kirkjukórum héraðsins
sungu undir stjórn ungfrú Bjarg
ar Björnsdóttur í Lóni. Séra
Sveinn Víkingur og Björn Frið-
finnsson bæjarstjóri á Húsavík
fluttu ræður, karlakórinn Vísir
á Sigluifirði söng og Ómar Ragn
arsson skemmti. Kynnir var
Þórarinn Björnsson, Austur-
•görðum.
Dansleikui' var bæði kvöldin
og lék hljómsveitin Flamingó
frá Sauðárkró'ki fyrir dansi.
Dansað var á palli í Ásbyrgi á
laugardagskvöldið en vegna
kulda var dansleikurinn fluttur
í Skúlagarð á sunnudags-
kvöldið.
Veður var kalt en úrkomu-
laust að mestu nema á sunnu-
dagsnóttina. En þrátt fyrir
veðrið kom hátt í tvö þúsund
manns á mótið.
Meðferð áfengis var bönnuð,
og störfuðu allt að 15 löggæzlu-
menn samtímis á mótinu. Fjar-
lægðu þeir áfengi úr bifreið-
um, áður en þær fóru inn á
samkomusvæðið, og auk þess
fluttu þeii' um tuttugu menn,
sem voru undir áhrifum áfengis,
burt úr Ásbyrgi.
Þátttakendur í íþróttakeppn-
inni voru fjörtíu og einn fxá sex
félögum. Stigahæsta félagið var
Ungmennafélag Öxfirðinga og
'hlaut til varðveizlu farandbik-
ar, sem nú var keppt um í fyrsta
sinn. Ungmennafélögin fengu
stig sem 'hér segir: stig
Umf. Öxfirðinga..............78
Umf. Núpsveitunga ....... 38
Afturelding, Þistilfirði ..... 22
Leifur heppni, Kelduhverfi . 20
Umf. Langnesinga ........ 3
Neisti, Vestur-SIéttu _____ 2
Stjórnandi íþróttakeppninnar
Garðyrkjusýning
GARÐYRKJUSÝNING verður
í stærra gróðurhúsi Lystigarðs-
ins dagana 14., 15. og 16. ágúst.
Sýndar verða hentugar og harð-
gerðar jurtir og runnar fyrir
skrúðgarða. Einnig matjurtir,
ræktaðar í köldum jarðvegi.
Sýningin verður opin alla dag-
ana frá kl. 1—9 e. h. Aðgangur
er ókeypis. Fólk er 'hvatt til að
kynna sér það, sem þarna er að
sjá, og au:k þess er Lystigarður-
inn skoðunarefni um leið. □
var Gunnlaugur Sigurðsson
íþróttakennari.
Stigahæstu einstaklingar:
Ólafur Friðriksson, N......15
Grettir Frímannsson, Ö. ... 15
Elínborg Sigvaldadóttir, Lh. 13
Úrslit í hinum ýmsu greinum
keppninnar:
K A R L A R
100 m. lilaup. sek.
Grettir Frímannsson, Ö. 12.4
Ólafur Friðriksson, N. 12.5
Kristinn Gunnlaugsson, Ö. 12.6
400 m. hlaup. sek.
Ólafur Friðriksson, N. 59.3
Börkur Árnason, A. 60.8
Kristinn Gunnlaugsson, Ö. 60.9
1500 m. hlaup. mín.
Eiríkur Kristjánsson, A. 4.45.1
Gunnar Þóroddsson, A. 4.51.0
Gunnar Ó. Gunnarss., Llr. 4.55.2
3000 m. hlaup. mín.
Eiríkur Kristjánsson, A. 10.09.0
Gunnar Ó. Gunnars., Lh. 10.18.5
Grímur Þóroddsson, A. 10.29.4
Langstökk. m.
Grettir Frímannsson, Ö. 5.64
Kristinn Gunnlaugsson, Ö. 5.54
Magnús Sigurðsson, Ö. 5.49
Þrístökk. m.
Grettir Frímannsson, Ö. 11.62
Kristinn Gunnlaugsson, Ö. 11.60
Sigtryggur Pálsson, Ö. 11.57
Hástökk. m.
Ólafur Friðrikssoon, N. 1.60
Kristinn Gunnlaugsson, Ö. 1.50
Gunnar Árnason, N. 1.45
Kúluvarp. m.
Karl S. Björnsson, Ö. 11.27
Garðar Eggertsson, A. 9.13
Brynjar Halldórsson, Ö. 8.82
Kringlukast. m.
Karl S. Björnsson, Ö. 30.95
Brynjar Halldórsson, Ö. 28.95
Guðmundur Theódórss., Ö. 27.00
Spjótkast. m.
Gunnar Árnason, N. 37.35
Birgir Arason, L. 36.30
Aðalgeir Jónsson, Ö. 33.90
K O N U R
100 m. hlaup. sek.
Elínboi'g Sigvaldad., Lh. 14.5
Ingunn Árnadóttir, N. 14.6
Friðbjörg Hallgrímsd., Lh. 16.1
Langstökk. m.
Ingunn Árnadóttir, N. 4.13
Elínborg Sigvaldad., Lh. 4.10
Edda Kristjánsdóttir, Ö. 3.84
Hástökk. m.
Elíniborg Sigvaldad., Lh. 1.20
Laufey Eii'íksdóttir, Ö. 1.15
'Hugrún Óladóttir, N. 1.15
Kúluvarp. m.
Erla Óskarsdóttir, Ö. 8.28
Edda Kristjánsdóttir, Ö. 7.50
Laufey Eiríksdóttir, Ö. 7.00
Kringlukast. m.
Erla Óskarsdóttir, Ö. 23.01
Edda Kristjánsdóttir, Ö. 20.94
Ingunn Árnadóttir, N. 17.41
- Heim að Hólum
(Framhald af blaðsíðu 8).
urlandi tækifæri til að sækja
þennan fornhelga stað og taka
þátt í dagskránni, sem hefst
með guðsþjónustu kl. 2.
Æskilegt er að skipulagðar
verði hópferðir til Hóla sem víð
ast. Frá Akureyrarkirkju verð-
ur bílferð kl. 11 f. h. á sunnu-
daginn. Þeir, sem vilja tryggja
sér far eru beðnir um að hafa
samband við bílstjórann, Þor-
stein Leifsson, Álfabyggð 24,
sími 12159.
(Fi'éttatilkynning) 1
Tilboð óskast í VOLKS-
WAGEN 1600 TL, árg,
’66, skemmdan eftir
árekstur. Til sýnis á
BSA-verkstæði í dag. —
Svanlaugur gefur nánari
upplýsingar.
Alm. tryggingar h.f.,
Akureyri.
Til sölu er VOLKS-
WAGEN, árg. ’64,
góður bíll.
Uppl. í síma 1-16-77.
Til boð óskast í
CORSAIR, árg. 1964.
Uppl. í síma 1-16-60
á daginn.
RENAULT fólksbif-
reið, óökufær eftir
árekstur, til sölu.
Uppl. í síma 1-29-75,
Akureyri, eftir kl. 7 á
kvöldin.