Dagur - 26.08.1970, Síða 2

Dagur - 26.08.1970, Síða 2
2 Tiilögur iim liéraðsvanga í TILEFNI af náttúruverndar- árinu 1970, samþykkti aðalfund ur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, að gera tillögur um friðlýsingu eins staðar eða svæðis í hverju 'hinna norð- lenzku 'héraða (sýsla). Svæðin eru þessi: 1. Borgarsvæðið í V.-Hún., sem afmarkast af Hópinu og Víðidalsá að austan, gn Vestur- hóptvatni og Sigríðarstaðavatni að vestan. Á svæðinu eru fjöl- breytilegar jarðmyndanir, m. a. Nesbjörgin og hið sérkennilega Borgarvirki, sem þegar hefur verið friðlýst sem þjóðminjar. Um jarðsögu svæðisins hefur Jakob Líndal ritað, í bók sinni með huga og hamri. Svæðið er í miðju Húnavatnsþingi og virð- ist því tilvalið sem héraðsvang- ur sýslanna beggja. Tvær jarðir, Stóraborg og Vatnsendi, eru í byggð á svæðinu, en hér yrði að aða friðlýsingu að ræða, sem sjálfsögðu aðeins um takmark- myndi ekki hindra biiskap á svæðinu. 2. Vatnsdalshólar, þ. e. hóla- svæðið, sem takmarkast af þjóð veginum að norðan en Hnausa- ’kvísl og Flóðinu að austan og sunnan. Hér er um að ræða eitt stórkostlegasta framhlaup eða fjallhrun, sem gerzt hefur á ís- ’landi, og er fegurð hólanna nafn kunn, en þeir mynda veglegt anddyri að Vatnsdalnum, einum fegursta dal landsins. Einn bær, Vatnsdalshólar, er á svæðinu, •og vegur hefur verið lagður gegnum það, en hvorugt hefur valdið nokkrum teljandi skemmdum. Væri æskilegt að íhvorttveggja gæti haldist, en nýr vegur yrði lagður vestan hólasvæðisins. 3. Borgarskógar og Borgar- mýrar, í Skagafirði, sem af- imarkast af vestari kvísl Héraðs vaína að austan en af Mikla- vatni og Áshildarholtsvatni að vestan. Hér er um að ræða víð- lent óshólmasvæði, sem er að mestu mýrlendi, og mikill griða stáður fugla (sbr. grein e. Ævar Petersen í Náttúrufræðingnum, I. h. 1970). Svæðið er kennt við bæinn Sjávarborg, sem stendur á kletti (gamalli eyju), í vestur ;jaðri þess, en svæðið er í hand- arjaðri Sauðátkrókskaupstaðar. 4. Bakkar og hólmar Svarf- aðardalsár í Eyjafirði. Hér er um að ræða svonefnt Friðland Svarfdæla, sem Náttúruverndar hefnd Eyjafjarðar hefur áður lagt til að yrði friðlýst að tak- mörkuðu leyti. Svæðið er ós- hólmar Svarfaðardalsár, og tals vert nytjað sem flæðiengi. Fugla Jíf er þarna hvað auðugast í Eyjafjarðarsýslu. 5. Vestmannsvatn og ná- grenni, í S.-Þingeyjarsýslu. - Sjóstangveiðimót (Framhald af blaðsíðu 8). kg., þyngstu ýsu Matthías Ein- arsson, Akureyri, 2.3 kg. og þyngstan steiribít sami maður, 4.2 kg., þyngstu lúðu Jónas Jó- Hannsson, 2 kg. og þyngstu keilu Margrét Helgadóttir, 6.1 kg. Grétar Ólafsson, Akureyri, fékk þyngstan ufsa, 2 kg. og þyngsta karfan dró Sigurður Albertsson, Keflavík, 1.3 kg. Aflahæstu bátarnir voru Vin- ur frá Dalvík, skipstjóri Sverrir Sveinbjömsson, fékk samtals 845 kg., annar varð Rán frá Hrísey, skipstjóri Jó'hann Árna- son, með 625 kg. og þriðji varð Edda frá Hrísey, skipstjóri Tómas Njálsson, með 576 kg. Sjóstangveiðifélag Akureyrar sá um framkvæmd þessa móts. Vestmannsvatn er allstórt, grunnt vatn, sem myndast hef- ur við hraunstíflu í neðanverð- um Reykjadal. Austan við vatn- ið er skógi vaxin fjallshlíð, Vatnshlíðin. Vestan við vatnið er röð af tjörnum, með fallegum stargróðri, en milli þeirra og vatnsins er malarás í mörgum bugðum, myndaður af Reykja- dalsá, er hún rann undir jökli ísaldarinnar, en eftir ásnum liggur þjóðvegurinn niður dal- inn. Norðan við vatnið er úfið apalhraun, tunga úr Laxár- hrauni hinu yngra, kallað Gálga hraun. Umhverfi þetta minnir töluvert á Mývatn, en hefur lík lega goldið nálægðar við það, og er því ekki eins þekkt og skyldi. Mikilvægt er að viðhalda gamla veginum, um malarásinn í sinni núverandi mynd, enda er það eini staðurinn á landinu, þar sem þjóðvegur liggur á slíkri myndun. 6. Jökulsárgljúfur í N.-Þing- eyjarsýslu. Hér er átt við gljúf- ur eða dal þann, sem Jökulsá á Fjöllum fellur um, allt sunnan frá Dettifossi og niður að Jökuls árbrú, ásamt Ástjörn, Ásbyrgi, Vesturdal, Hólmatungum, For- vöðum o. s. frv. Meginið af þessu landi tilheyrir eyðijörð- inni Svínadal, sem er ríkiseign. Ekki þarf að fjölyrða um fegurð og fjölbreyttni Jökulsárgljúfra, sem nú eru orðin kunnur ferða- mannastaður. Friðun gljúfranna hefur lengi verið á dagskrá, og meira að segja hefur komið fram frumvarp um það á Al- þingi, en nú mun Náttúru- verndarráð hafa tekið frum- kvæðið í því efni, svo vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þessi fyrsti liéraðsvangur Norðlendinga komist á stofn. Til að fyrirbyggja misskiln- ing, er rétt að taka það fram, að með friðlýsingu nefndra svæða, er alls ekki ætlað að hindra bú- skap eða aðrar tíðkanlegar lands nytjar á þessum svæðum, held- ur fyrst og fremst að koma í veg fyrir, að landslagi, gróðri og dýralífi verði raskað veru- lega frá því sem nú gerist, og reynist slík röskun nauðsynleg, þá að fylgjast með hvernig hún verði framkvæmd, svo að hún valdi sem minnstum skaða. Frið lýsing af þessu tagi, verður að sjálfsögðu ekki gerð nema í sam ráði við bændur og aðra 'hags- munaaðila á þessum svæðum, en vonast er til að þeir sýni skilning í þessum mikilvægu málum, og leggi sinn skerf til að þetta geti komizt í fram- kvæmd. Komi friðlýsing til fram- kvæmda, verða settar sérstakar reglur um hvert svæði fyrir sig, þar sem nánar verður tilte'kið um leyfilegar athafnir á svæð- unum. Munu þær reglur fara mjög eftir staðháttum og nytj- un á svæðunum. (Fréttatilkynning frá SUNN) (Framhald af blaðsíðu 1) Verður tekið á móti beiðnum nú þegar, og að sjálfsögðu alla kjördagana. Er fólk beðið að athuga, að kosningu lýkur að stökum tilmælum er beint til kvöldi mánudags 31. ágúst. Sér- þeirra, sem ætla að nota helg- ina til ferðalaga eða ef þeir eru KENNARABUSTAÐUR Hrísey 24. ágúst. Hér er búið að reka niður tré-bryggjustaura á 25 m. kafla og verður stálþil sett framaná, og er sú vinna í fullum gangi, með aðstoð „Björnsins“ frá Siglufirði. Fiskeríið er afar aumt síðustu dagana, nema Haförninn kom með 12 tonn af ufsa. Hér var Jökulfellið í nótt og (Framhald af blaðsíðu 5). lækir og upp í þá fer bleikjan síðsumars til að hrygna. Úr vatn inu rennur Kringlugerðisá allt norður í Langavatn í Reykja- hverfi. Þessi á ber raunar fleiri >nöfn, svo sem Geitáfellsá, Reykjakvísl og Mýrai'á. Á þessi fellur í Laxá. Urriðinn gengur úr Kringluvatni niður í ána til að hrygna, eða í gagnstæða átt við bleikjuna. Fyrrum var hlað ið fyrir ósinn og urriðinn tek- inn með höndunum fyrir neðan. Það er ekki falleg veiðiaðferð. Þegar mest var veitt varð bleikjan í Kringluvatni mjög smá, en þá var möskvastærðin aukin. Um 1940 fór ádráttar- veiði minnkandi og þá var farið að leggja net í vatnið. Bleikjan fór þá að stækka og var um pund til jafnaðar. Ég sleppti einu sinni 5 þúsund pokaseiðum á annan liátt eitthvað viðbúnd- ið, að gera ráðstafanir til þess að kjósa í tæka tíð. Þess er fast- lega vænzt, að sem flest Frarn- framboðslistans að velta á því, sóknarfólk notfæri sér rétt sinn til þátttöku, enda kann skipan að akureyrskir Franisóknar- menn sýni ekki minni áliuga á þátttöku en fólk úr öðrum byggðum okkar víðlenda kjör- dæmis. Þar sem kjörseðlum fylgja nákvæmar leiðbeiningar um kosningarnar, verða þær ekki raktar hér í þessu ávarpi, en ef fólk er í einhverjum vafa, er það vinsamlegast beðið að snúa sér til skrifstofu Fram- sóknarflokksins, sem fúslega mun greiða úr í því efni. Á öðrum stöðum í Norður- landskjördæmi eystra fer skoð- anakönnunin frani hjá formönn um Framsóknarfélaganna á hverjum stað, og veita þeir jafn framt allar upplýsingar um hana. Þá geta kjósendur kosið á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, Reykjavík, nú þegar og til 31. þ. m. Framsóknarfólk, konur og karlar. Sýnið áhuga ykkar í verki. Tákið þátt í skoðana- könnuninni. Hjálpumst öll að því að láta framkvæmd hennar fara sem greiðast úr hendi. I SMIÐUM tekur 7200 kassa af freðfiski, sem gott er að losna viö. Verið er að byggja kennnra- bústað. Hér bíður gott gras á túnum, er eyjamenn nytja ekki sjálfir. En frétt hefi ég, að bændur úr Fnjóskadal og e. t. v. Höfða- hverfi komi í vikunni til að heyja. S. F. í Kringluvatn, ættuðum úr Mý- vatni. Maður er svona 45 mínút ur að ganga kring um Kringlu- vatn, eftir sléttum og grónum bökkum. Svo er stundum dorgað upp um í á Kringluvatni? Stundum er þarna ’hin bezta tekja. Og fyrir kemur að þar fæst stór urriði á doi'g, en jafn- an reynist erfitt að koma hon- um upp á ísinn. Ég hef fengið tvo 13 punda urriða í Kringlu- vatni í net en 8 punda á dorg. Svo er veitt dálítið á stöng, bæði úr landi og bát. Og á Kringluvatni er nokkurt fuglalíf? Mjög margar andategundir verpa þar. í vor verptu him- brima- og álftahjón við norður- ósinn og virðist sambýlið áfalla- laust. En þessir fuglar eru mikl- ir fyrir sér að venju, og helga sér stórt umráðasvæði. Hins vegar hefur fuglalíf við Laxá hrakað mjög frá því ég var ung- ur og allt var fullt af fugli við ána, segir Pétur með söknuði. Þótt hér verði staðar numið, héldum við langa stund áfram samræðum um veiðiskap, og að síðustu spurði ég hann um fyrirhugaða Gljúfurversvirkj - un. Hann sagði það eitt, að hann vonaði að forsjónin héldi hlífi- skildi yfir Laxárdal og forðaði því, að landinu yrði sökkt undir vatn. — En nú er bezt að revna að veiða á Slæðunni, smástund, segir Pétur bóndi og stendur upp. Ég þakka viðtalið og boðið, E. D. HÉRAÐSFUNDURINN HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis verður haldinn á Akureyri sunnudaginn 6. sept. n. k. Fundurinn hefst með guðs þjónustu í Akureyrarkirkju, þar sem síra Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum predikar. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg héraðsfundarstörf 2. Mál fundarmanna. 3. Erindi og myndasýning, 4. Fundarslit. Héraðsfundurinn ér opinn öll um, en atkvæðisrétt hafa aðeins safnaðarfulltrúar og þjónandi prestar í prófastdæminu. Nokkuð vantar enn á, að reikningshaldarar kirknanna hafi sent reikninga og eru þeir vinsamlegast beðnir að senda þá strax. □ B. T. H. SJÁLFVIRIÍU ÞVOTTAVÉLARNAR eru komnar Pantanir óskast sóttar strax. Orfáum vélum óráðstafað. RAFTÆKNI — Ingvi R. Jóhannsson — Geislagötu 1, símar 1-12-23 og 1-20-72. Haustpróf Haustpróf landsprófs miðskóla fara fram 14.—23. september 1970. Námskeið til undirbúnings prófunum verða í Reykjavítk og' á Akureyri og hefjast 31. ágúst. Þátttaka tilkynnist Þórði Jörundssyni, yfirkenn- ara, Kópavogi (sími 41751) eða Sverri Pálssyni, skólastjóra, Akureyri (sími 11957) sem fyrst. LANDSPRÓFSNEFND. Kennarasfaða í Hrísey \kmtar kennara við barnaskólann í Hrísey skóla- árið 1970—1971. Húsnæði getur fylgt. SKÓLANEFNDIN. íbúðir 6 herbergja íbúð á Ytri-Brekkunni. 6 herbergja hæð á Syðri-Brekkunni. 5 herbergja íbúð í Glerárhverfi. Hef kaupanda að einbýlishúsi. Góð útborgun kemur til greina. RAGNAR STEINBERGSSON, hrl., — Hafnarstr. 101, 2. hæð, sími 1-17-82, Með kærri kveðju, Undirbúningsnefndin. ORÐSENDING TIL BÆNDA Eigum enn fyrirliggjandi eftirtaldar búvélar: DRÁTTARVÉL SLÁTTUÞYRLUR SNÚNINGS- MÚGA- og RAKSTRARVÉLAR af mismunandi gerðum. Leitið upplýsinga. VÉLADEILD - SKOÐANAKÖNNUN FRAMSÓKNARMANNA - STANGARVEIÐIMAÐUR í LAXÁ ... \

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.