Dagur - 26.08.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1970, Blaðsíða 5
I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR ÐAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. HVERJIR VORU HRÆDDIR? EFTIR fylgishrun Alþýðuflokksins í Reykjavík og Akureyri í bæjar- stjórnarkosningunum í vor, byrjaði umtal um haustkosningar. Ýmsir Al- þýðuflokksmenn, utan þings, kenndu „íbaldsþjónustu“ ráðberra sinna um ósigurinn, bitu í skjaldar- rendur og heimtuðu stjórnarslit. A miðju sumri sagði Jóbann Hafstein norskum blaðamönnum, að ekki væri útilokað að haustkosningar færu fram. Nokkru síðar tilkynntu stjórnarflokkamir, að þeir liefðu baldið fundi, hvor í sínu lagi með helztu ráðamönnum sínum til að ræða haustkosningar og voru þar kjörnir fulltrúar til nánari viðræðna um málið. Þetta var almennt talinn fyrirboði þess, að þing yrði rofið og efnt til haustkosninga. En þá kom babb í bátinn. Sl. föstudagskvöld flutti ríkisútvarpið viðtal við forsætis ráðherrann, þar sem skýrt var frá því, að ekkert yrði úr haustkosning- um. Upplýst var þar og í stjórnar- blöðum, að miðstjórn Alþýðuflokks- ins hefði haldið nýjan fund og með „greinilegum meirihluta“ lýst sig andvíga haustkosningum. Morgun- blaðið segir, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað haustkosningar og að þær hafi verið nauðsynlegar vegna þjóð- arhagsmuna. Hins vegar liafi Sjálf- stæðismenn á sínurn tíma lofað Al- þýðuflokknum Jjví, að forsætisráð- herrann skyldi ekki rjúfa þing nema með samþykki beggja flokka. Lof- orðum flokksins megi jafnan treysta(!) og þess vegna verði Alþýðu flokkurinn nú að ráða, eða hinn „greinilegi meirihluti“ í miðstjóm hans. En auðvitað lá það ]>á beinast við, að forsætisráðherrann bæðist lausnar fyrir ríkisstjórnina, ef stjóm- arflokkamir gátu ekki náð samkomu lagi um mál, sem a. m. k. annar þeirra taldi varða Jtjóðarhagsmtmi. Það er auðsætt, að einhverjir, sem að stjórainni standa, og mikils mega sín, hafa verið hræddir við haust- kosningar og að ótti þeirra hefur skyndilega magnazt. Um ]>að munu flestir sammála, að hinn „greinilegi meirihluti“ A1 þ ý ðu íl ok ksr á ðh e rr- anna hafi verið hræddur. En hefði það nægt? Er það ekki mergurinn málsins, að Sjálfstæðismenn séu líka hræddir við kosningar eins og á stendur og fegnir því, að fá J>ann kaleik frá sér tekinn í átta mánuði, en stjóma í þess stað á ábyrgð minni flokksins þann tíma? □ Stangarveiðimaður í í fuila sex áratugi Rætt við Pétur Jónsson í Árhvammi í Laxárdal ÞEGAR ég var í Laugaskóla, og síðan eru áratugir, heyrði ég einn kennarann segja, að í Lax- árdal byggi „sérstakur þjóð- flokkur," en ekki heyrði ég rök"' stuðninginn. Fáum árum síðar kom ég í Laxárdal í gróandan- um og gleymi aldrei sterkum og heillandi áhrifum dalsins. Þá kynntist ég fyrst nokkrum Lax- dælingum og minntist ummæla kennarans og fannst ekki undar legt, að í svo sérstæðum dal byggi sérstætt fólk og í sumum greinum öðru fremra. Menn bera svipmót sinnar sveitar. Ég held að það sé gott að vera upp fóstraður í Laxárdal, og í „þjóð flokki“ þeirrar sveitar. Laxárdalur er gamall farveg- ur glóandi grjóts og hraunhólar og hrauntaumar setja svip á hann. En hann er einnig far- vegur hinnar frægu Laxár, sem er svo full af lífi og' grósku, að bakkar hennar og hólmarnir óteljandi eru vaxnir þroska- miklu blómstóði, viði og birki. Upp af dalnum rísa heiðarnar, að vestan Laxárdalsheiði, sem liggur milli Reykjadals og Lax- árdals, og að austan heiðar þær eða heiði, sem nafn dregur af hinum ýmsu bæjum dalsins, svo sem Kasthvammsheiði, Hóla- heiði og Hamarsheiði. Þar uppi er Kísilvegurinn um Hólasand, sem raunar er gömul lesta- og rekstrarleið uppsveitarmanna til Húsavíkur. Hlíðar Laxárdals að austan og vestan eru vel grónar, auk skóg anna. Dalurinn býr yfir fjöl- breyttri fegurð, mildari og hlýrri en aðrir dalir, en mikið af honum er lokað land vegna þess að vegi vantar. Mývatnssveit og Laxárdalur er að verulegu leyti ein heild og sama hrauna- og vatnasvæði. Mývatn fyllir víðáttumikla lægð mikillar hásléttu. Umhverfis rísa há og nafnkunn fjöll, er veita svæðinu útlitsreisn. Ur Mývatni rennur Laxá um Lax- árdal, um eða yfir 30 km. leið að Laxárfossum við Brúar, þar sem áin hefur verið virkjuð til raforkuframleiðslu. En bar end- ar Laxárdalur og Laxá rennur síðan um Aðaldal, um 25 km. leið og fellur þar í Skjálfanda- flóa. En í þeim hluta árinnar er mikil laxagengd, og hlýtur hún mikið hrós stangveiðimanna á {>essu svæði. Hins vegar kemst axinn aðeins upp að virkjun. Þar fyrir ofan er áin þó auðug af fiski. Er þar mjög stórvaxinn og feitur urriði, allt til Mývatns. En Mývatn er aftur á móti hinn mikli nségtarbrunnur bænd- anna, serm bleikjunni er stöðugt úr ausið. . Nafnið Laxárdalur bendir til þess, að þar hafi fyrrum lax- ' gengt veiið og dalurinn hlotið nafn af því. En eú sögn er til og er ellefu. alda gömul, að. Garðar Svavareaon hafí sent þrœla sína tó. að kynna sétr Laxá. Fóru þeir upp með ánni, allt til Mývatns, gengu' í kring- um það og síðan til baka. Er jþeir höföu frá tíðihdum sagt, þótti husbónda þeirra líklegt, að þeir færu með fleipur eitt og að lengri tíma þyrfti til að ganga fyrh- upptök svo mikils vatns- falls. Og drap hann sendimenn sína. Á síðustu timiun mikilla uin-i ræðna og harðra deilna um meiri vii'kjunarframkvaemdir i Laxá, ættu menn að gera sér iþað ómak að a'ka að Laxárvirkj- un og fram í Laxárdal, svo langt sem akvegir ná. Er þá unnt að gera sér grein fyrir þeim breyt- ingurn Laxárdals, sem verða, ef 18—20 metra stífla er gerð í Laxárgljúfri eða jafnvel 57 metra stífla til enn meiri raf- orkuframleiðslu, en einnig til að njóta fegurðar þessa umtal- aða og sérstæða dals, sem alið hefur þjóðkunna menn á sviði félagsmála, framkvæmda og lista, og hér verður ekki rakið. Daginn áður en Þingeyingar fjölmenntu til Akureyrar til að mótmæla Gljúfurversvirkjun og breytingum við Laxá, skrapp ég austur í Laxárdal til að hitta aldinn bónda og veiðimann, Pétur Jónsson í Árhvammi, og ræða við hann um -veiðiskap í ánni fyrr og síðar. Á meðan ég ræddi við hann í stofu og dreypti á kaffi, barst talið að deilu Laxárvirkjunar- stjórnar og landeigenda við Laxá, og ég spurði: Hvað verð- ur nú um þetta hús, Pétur, ef stóra stíflan verður gerð? Þá fer húsið í kaf. Ég veit raunar ekki hvort eitthvað stendur upp úr af reykháfnum, svaraði hann. Ég fór að hugsa um hina óvenju legu aðstöðu bændanna í Laxár dal, sem hafa átt það yfir höfði sér að dalnum þeirra yrði sökkt, eins og það er stundum orðað. En með 57 metra stíflunni mynd ast 15 km. langt vatn í utan- verðum Laxárdal. Pétur í Árhvammi er sjötug- ur, fæddur á Auðnum 28. febrú- ar aldamótaárið. Hann er dóttur sonur Benedikts Jónssonar, sem jafnan er við þann bæ kennd- ur og voru ^ foreldi'ar Péturs Hildur Benediktsdóttir og Jón frá Múla í Aðaldal, fæddur 1866, af Hólmavaðsætt, en Hildur var 9 árum yngri. Þau Hildur og Jón áttu 9 börn, sem öll ólust upp á Auðnum og þurfti því mikið til bús að leggja. Og þar ólst Pétur upp, var í kaupa- vinnu á ýmsum stöðum er hann hafði aldur til, í vegavinnu og nokkur ár var hann vinnumað- ur hjá þeim Hallgrími og Berg- þóru á Halldórsstöðum i sömu sveit. Og þar kynntist hann Regínu Kristinu Frímannsdótt- ur frá Húsavík, er þar hafði dvalið um skeið og gengu þau í hjónaband árið 1925. Þau fluttu nú að Þverá og voru þar tvö ár í einskonar húsmennsku hjá Snorra Jónssyni, en síðan fóru þau í Kasthvamm, árið 1928, bjuggu þar á hálflendunni en byggðu svo nýbýli sitt, Ár- hvamm, 1939 og búa þar síðan. Börn þeirra hjóna eru 8 á lífi: Jón, býr þar heima, Þorkell, í iðnnámi, Þórður, Pétur og Aðal steinn, búsettir á Húsavík, Hall- grímur, í Kópavogi, Guðrún, húsfreyja í Árhólum í Ijaxárdal og Hildur, búsett á Dalvík. Pétur í Árhvammi er glöggur nraður og kíminn, fróður og félagslyndur, dálítið gráhærður orðinn, 'blakkur af útivist og léttur á fæti, grenjaskytta, póst- ur, veiðimaður og bóndi. í dag kynnumst við veiðimanninum Pétri í Árhvammi. Við spyrjnm fyrst hinn sjö- tuga bónda, hvenær hann hafi fyrst veitt silung á stöng í ánni? Tíu ára, man það þó ekki alveg nákvæmlega, en ég man glöggt hvernig silungurinn var og hvernig ég veiddi hann. Og einnig man ég hvað ég varð áhugasamur veiðimaður, eða réttara sagt; alveg vitlaus að veiða. Og ekki nóg með það, því ég hef eiginlega verið það alla tíð síðan. En ég veiddi ekki að neinu ráði fyrr en ég var orðinn 13 ára, af vissum ástæð- um. Iivers vegna ekki fyrr? Þannig stóð á, að enskur upp- gjafa-flotaforingi brezku krún- unnar, William Dawding, tók ána á leigu og kom svo hvert sumar í mörg ár, oftast með einhverja vildarvini sína með sér og veiddi svo hér í ánni, út og suður. Þá mátti ég ekki veiða. Og þú fylgdist með veiðum þeirra? Auðvitað gerði ég það, og þótt ég hefði 'bæði gagn og gaman af því, var mér það töluverður sárs auki að mega ekki bregða öngli í vatn. Ég man að leigan, sem pabbi fékk fyrir ána, var 30 krónur á ári og var það raunar nokkur peningur. En mér tókst að koma þeim ensku úr ánni. Hvernig fórstu að því? Ég bað pabba minn að láta ekki veiðiréttinn lengur af hendi, sagðist sjálfur ætla að veiða meira en sem leigunni svaraði og leggja til heimilisins. Og pabbi lét að ósk minni og það varð rekistefna út af þessu. En ég hafði þó mitt fram og þóttist hafa unnið mikinn sigur. Og hvað veiddir þú þá mikið fyrsta sumarið? Það vill nú svo til, segir Pét- ur, að ég hef skrifað allt, sem ég hef veitt í Laxá öll þessi ár. En þetta sumar veiddi ég 170 silunga, og mér er nær að halda, að þeir hafi til jafnaðar verið 3 pund eða þar um bil. Þetta kom sér vel fyrir heimilið og pabbi viðurkenndi það líka, mér til óblandinnar gleði. Þá var máður nú ekki að telja eftir sér að fara niður að ánni á kvöldin eftir vinnudag, og svo hefur það löngum verið. Og til eru ennþá veiðibækur þessa brezka veiðimanns og eru þær hinar fróðlegustu, fyrir þær virði ég hann. Hann og þeir félagar veiddu mest á flugu, og á einum stað nefnir hann sér- staklega fluguna Alexöndru, sem sérlega góða flugu í Laxá. Ég sá þó einnig hjá þeim fisk- líki, silfrað, með mörgum öngl- um og munu þeir hafa brugðið því í vatn, þar sem dýpst var. Veiðir þú mest á flugu? Já, og ég bjó þær til sjálfur lengi vel. Þá keypti maður öngl- ana, sem voru augalausir og maður varð að hnýta augað á öngullegginn. Notaði maður þá la'kk til að festa þetta betur. Ég notaði fjaðrir af hænsnum og öndum. Þá sá maður ekki flugjj* í vezlun. Þær komu síðar. Ég (Ljósm.: E, D.) man eftir‘"Jþvf'^þegar ég keypti fyrstu.iflugyna. Það var Silyer- doktor og-fékkst á Húsavík og var dýr, með áfestum girnis- taum. Fór ég svo heim með_ þennan útlenda kjörgrip og hlakkaði til að bregða honum í vatn. Það Iiefur þú líklega látið eftir þér? Jú, jú, ekki dróst það lengi og þá var eftirvæntingin mikil. Ég fór að veiða suður með á, á ágætum stað og var búinn áð kásta nokkrum sinnum þegar þrifið var í og það heldur rösk- lega. Var þar kominn einn helj- ar mikill urriði og sterkur eftir því. Hann stökk, slelt og fói'. Ósköp varð ég dapur, að missa bæði fluguna og þennan stóra silung. Þú fréttii' ekki meira af hon- um? Jú, sú varð reyndar raunin á. Um haustið fór ég á Hraunsrétt í Aðaldal. Jakob bóndi í Haga kallaði til mín og spurði mig, hvort ég hefði fest í stóriim silungi í sumar og misst hann. Ég játti því. Hann lét mig segja frá því atviki. Þá brosti Jakob og sagðist hafa séð silung í ánni, við hólma einn, þar sem hann var að heyja um sumarið, og náð honum. Silungurinn var mjög dasaður og var með flug- una í kjaftinum. Jakob sagði, að hann hefði strax séð, að þetta var silungur framan úr dal, svo stór sem hann var, vigtaði 8 pund, en var þá magur orðinn. Sagði bóndi, að hann hefði ef- laust verið 10 pund eða meii;a, er ég fyrr um sumarið festi í honum. Hann dró síðan fluguna upp úr vasa sínum og fékk mér hana. En hvað hefurðu veitt þá stóra hérna í ánni? , Upp í 9 pund, en ofar eru þeir til enn þyngri, svo sem uppi hjá Arnarvatni, veit ég mgð vissu. En yfirleitt er urriðinn mjög feitur hér i Laxárdal, mesta hnossgæti nýr og reykt- ur. Sum árin hef ég veitt upp í 200 silunga. Það eru áraskip.ti í aflabrögðum, eins og gengip'. Fyrir kemur að áin drepur í séi' fiskinn í hlaupum á veixum og nær -sér svo upp aftur. - Manstu eftir einhverri sér- staklega mikilli veiði í ánni? Já, segir Pétur. Einhverntíma á árunum 1875—1890, á fyrstu árurri stangveiða í Laxárdal, skeði það, að Jón vinnumaður Benedikts á Auðnum veiddi* í ánni kvöld nokkurt, þar sem heitir Beyja á Syðrieyri í Auðna lahdi. Þarna er dálítið vik eða beygja í vesturbakka árinnar, ca. 40—50 metra löng, strengur framar í ánni því neðan v.ið fellui' áin þrÖngt og er þar ekki yfii’ 40 metrar milli bakka. Þarna veiddi Jón vinnumaður 50 silunga og skildi þá eftir er hann fór heim. Benedikt sótti veiðina um morguninn og vcidd'i þá um leið 10 silunga. Liklega hefur þessi veiði öll vérið heill hestburður á þyngd eða iim 200 pund, þótt það sé áuðyitað ágizkun mín, en styðst þo við meðalþyngd urriða í Laýá síðar. Sennilega hefur þarna verið á ferð ganga ur 'Mývatni, því vitað er, að urrið- . inn' gengur snemma sumars nið ,:hr í Laxá, lengst niður í dal. , t>ettá ér mesta veiði á litluaji ýeiSistað, sem ég veit um. Og svo eigið þið hændur eini- Íiversstaðar undrastað í áinni? Þú átt við Kvígildisaugað- (•Kyígildi eða kúgildi sama vejfí mæti og aex ær loðnar og lemhd þr.y í kíl, sem rennur í Laxá .jieðan- .við bæinn Kasthvamm, þr lítið vik, sem ber þetta nafn óg ér há klettaborg austan við, rétt hjá. í þetta litla vik eða „Auga“ rennur neðanjarðar- vatn. í rauninni er „Augað“ eða Kvígildisauga sprunga í hraun- klöpp, um eitt fet á breidd og um meter á dýpt. En sjálft heit- ir síkið Álfasíki og vera má, að Borgin (klettaborgin) hafi heit- ið Álfaborg. En svo aftur sé vikið áð sprungunni í hraun- hellunni, Auganu, víkkar hún inn undir hraunhelluna og hef- ur verið prófað með 8 álna stöng, en hún reyndist of stutt. í þessari sprungu, Auganu, hef- ur verið silungsveiði frá fornu fari, stundum mikil. Gengur silungurinn úr Laxá upp í síkið og inn í Augað og hellinn þar inn af, bæði haust og vor, en er þar ekki á sumrin. Eins og nafn ið, Kvígildisauga, ber með sér, var veiðin metin eitt kúgildi og afgjald þess var einn sauður. Sagt er, að bóndinn í Kast- hvammi hafi látið vaka yifir neti, sem lagt var í Augað, og að eitt sinn hafi karl sá, sem vaka átti yfir veiðinni, og taka úr netinu, borið grjót í kílinn og Augað og við það hafi veiði minnkað mjög og þetta afgjald þá fallið niður. Þó .veiðist þarna stundum ennþá. Menn vita ekki með vissu um ferðir urriðans milli Mývatns og árinnar? Lengi vel álitu menn að allur silungur færi á haustin upp í Mývatn. En fyrir nokkrum ár- um veiddi ég 45 spikfeita sil- unga á spón hér í dálítilli vök á ánni. Það var fullorðinn sil- ungur og bragðaðist vel. Enn er margt órannsakað um lífið í ánni og í Mývatni, og raunar flest. Nú konia hingað margir gestir til að veiða og til að njóta frið- ar? Já, já, þeim fer fjölgandi með ári hverju og síðan aðkomu- menn hófu töluverðan veiðiskap í ánni, veit ég minna hve mikið áin gefur, því veiðimenn skila ekki skýrslum um aflann. Hing að kom fyrir nokkrum árum hinn kunni veiðimaður og rit- höfundur, Borgfirðingurinn Björn Blöndal. Ég fór með hann á Slæðuna (góður veiðistaður). Hann kastaði og fékk 6 punda urriða. Hann sagðist aldrei hafa séð svona fisk áður. Hann gaf mér fisklíki, dökkt á lit, mest úr einhverri viðartegund. Við feðgar reyndum það og fengum 16 eða 17 væna silunga á það strax, en siðan engan og hef ég þó margsinnis prófað það. Sérstök atvik við ána, þér niinnisstæð? Já, þau eru nú nokkuð mörg, enda hef ég átt þar margar stundir. Einu sinni í ágústlok fór ég niður að á, kastaði flugu og fébk einn 'fisk strax. Síðan varð ég ekki var og var í þann veginn að halda heim. Þá fór silungur allt í einu að stökkva um alla breiðuna. Stundum voru fleiri fiskar á lofti í einu, allt bolta-fiskur. Ég hoi'fði fyrst á þetta eins og bergnuminn, svo undrandi varð ég á öllum þess- um fiski. Brátt fór ég að kasta á ný en varð ekki var að heldur en fiskurinn hélt áfram að stökkva góða stund og var enn að stökkva þegar ég’ fór með minn eina fisk heim. Hér skammt frá er svo Kringluvatn? Það er svona rösklega 10 mínútna gangur héðan frá bæn- um upp að Kringluvatni. Þar er bæði bleikja og urriði. Þar var fyrrum leyfður ádráttur og komu menn úr mörgum sveit- um til að fá sér í soðið. Þá lagði landeigandi til bát og net og tók hálfan hlut. Kringluvatn er í landi Kasthvamms, uppi á Kast- hvammsheiði og þaðan er skammt austur á Kísilgúrveg- inn. í Kringluvatn renna tærir (Framhald á hlaðsíðu 2) Prjónavörur Heklu eru eftirsóttar innanlands og utan. (Ljósm.: E. D.) - ISnsfefna samvinnumðnna (Framhald af blaðsíðu 1). leiða pels-mokkaskinn, kápu- og kragaskinn, teppagærur eða skrautskinn og að hluta hálf- sútaðar gærur þar til öll árs- framleiðslan verður fullunnin í verksmiðjunni. Hér er um að ræða vörur, sem að mestu verða fluítar á erlenda markaði. Til skóverksmiðjunnar voru keyptar nýjar vélar og nýr 1200 fermetra vínnusalur var tekinn í notkun fyrr á árinu. Þar vinna 70 manns. Framleiðslugeta nýju verksmiðjunnar er 200 þús. pör af skóm. Skóverksmiðja sam- vinnumanna á Akureyri hefur staðið af sér hretviðri þau hin mörgu á undanförnum árum, sem lamað hefur eða hreinlega drepið allar aðrar skóverksmiðj ur landsins. Verksmiðjan leitaði sjálf vatns til eigin nota rétt hjá verksmiðjunni og með ágætum árangri. Fremst í sýningarsalnum gaf að líta einskonar samsýningu ■verksmiðjanna á vörum, sem fiuttar eru út. Þar var og nota- legt „kaffihorn,“ þar sem kynnt var hið ljúffenga Bragakaffi. í sýningarsalnum gafst verzl- unarfólki kostur á að gera inn- kaup fyrir verzlanir sínar og fyrirtæki og mun mikið hafa verið pantað af hinum fjölþætta iðnaði samvinnumanna. Enn- fi-emur gafst hinum venjulegu neytendum kostur þess, að sjá með eigin augum, og saman-r komið á einum stað, hið mikla vöruval, er iðnaðarmenn og iðn verkamenn á Akureyri hafa framleitt, og að verulegu leyti úr innlendu hráefni. Sýningardeildir Gefjunar og Heklu hlutu að vekja sérstaka athygli, auk vara skóverksmiðj_ unnar og sútunai'ver.ksmiðjunn- ar. Þá voru sýndar girnilegar vörur Kjötiðnaðarstöðvarinnar, Flóru, Sjafnar, Kaffibrennsl- unnar, Mjólkursamlagsins og Smjörlíkisgerðar. Ennfremur vörur frá sútuninni og svo fata- deild Gefjunar í Reykjavík og Jötni s.f. •í samvinnuverksmiðj’unum á Akureyri vinna 7—800 manns og að samanlögðu er þetta stærsti hópur iðnaðar- og iðn- verkafólks hér á landi. Og þéss- ar verksmiðjur, fyrst og fremst, hafa gert Akureyri að mesta, hlutfallslega, iðnaðarbæ lands- ins og Akureyringa beztu iðn- verkamennina. Til marks um útflutninginn frá verksmiðjum samvinnu- manna á Akureyri má nefna, að verið er að framleiðá ullar- vörur upp í samnirig við Sovét- ríkin, en samningsupphæðin er nær 100 millj. kr. En vörur verk smiðjanna eru seldar í möi'gum löndum og nýrra markaða stöð- ugt leitað. Lokaorð forstjóra SÍS við setningu iðnstefnunnar á Akur- eyri voru þessi: „Ég sagði í upphafi máls míns, að við minnumst í dag, við setn ingu þessarar iðnstefnu, að viss um áföngum hefur verið náð í uppbyggingu iðnaðar Sambands ins. Það, sem gerði þessa upp- byggingu mögulega var sæmi- lega hagstæður rekstur verk- smiðjanna á árinu 1969. Stefnt er að því, að áframlialdandi up > bygging í iðnaði á vegum sam vinnufélaganna geti átt sér stai . Ný verkefni eru í athugur, Framtíðarþróunin byggist þ > mest á þvi, að verðbólguskrið;, kippi ekki fótum undan þessai . starfsemi. Því miður virðis í ekki bjart framundan í þein,: efnum. Flestir kostnaðarliði : eru stórhækkandi og það er frá leit ályktun, að hækkun á fisk ■ verði erlendis réttlæti hækku , Þótt ýmsir möguleikar séu fyri á reksturskostnaði í iðnaðinun hendi, að bæta reksturinn inna , frá með aukinni vinnuhagræð ■ ingu og meiri tækni, er þett • þó vissum takmörkum háð. Ni . þegar hafa verið gerð stór átö : í samvinnuverksmiðjunum ;, 'þessu. sviði. Markaðsöflan o,, sölustarfsemin er mjög þýðing armikill þáttur. Þennan þái i verður að styrkja. Koma þarf ;i fót skipulegri þjálfun starísfólk i í öllum verksmiðjunum. Ranr • sóknarstarfsemi þarf ao auk , Nýjar vörur þarf að íramleið; , Verkefnin eru mörg og stó , Samvinnufélögin munu reyr, : að leysa þessi verkefni a ser . farsælastan hátt. Ég vil að lok • um þakka öllum þeim, ser.\ unnið hafa að því að koma upp þessari sýningu. Það er osk mi. , og von, að forráðamenn verk ■ smiðjanna megi sjá goðan áran ; ur af iðnstefnunni í mikiili söl . Ég óska Akureyri til hamingj . með þá iðnaðarupptyggingi , sem hér hefur átt sér stað. Meg l blessun fylgja þessum verk • smiðjum og því fólki, sem he : mun starfa um ókomin ár.“ Q) Skóverksnúðj:ui sýndi þægilega, sterka og smekklega skó. (Ljósm.; E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.