Dagur - 26.08.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 26.08.1970, Blaðsíða 8
 i '»/ >7 « >/ I SMÁTT & STÓRT 1 Gamla Búnaðarbankahúsið, Strandgata 1, var losað á grunni sínum og fluít í heilu lagi norður fyrir Lónshrú fvrir helgina. Hér er það á leiðinni. (Ljósm.: F. V.) :z aldin á Húsavík dúsavík 24. ágúst. I gær lauk j)riggja daga hátíðahöldum á Husavík í tilefni 11 alda byggð- . ir við Skjálfanda með flugelda- , ýningu á Húsavíkurfjalli. Hátíðin hófst að kveldi föstu- lags. Setti þá bæjarstjóri hátíð- na, Lúðrasveit lék og opnuð . nálverkasýning eftir sjö hús- vizka málara í barnaskólanum. .iafnframt bókasýning eftir þing yska höfunda. Hljómsveitir éku fyrir dansi á þrem stöðum um kvöldið, einn fyrir börn, annan fyrir unglinga að 16 ára aldri og þann þriðji fyrir eldra fólk. Á laugardaginn var útisam- koma er hófst kl. 2. Þá lék lúðra sveit, Björn Friðfinnsson bæjar stjóri minntist Garðars Svavars sonar og Karl Kristjánsson fyrrv. alþingismaður flutti þætti úr sögu Húsavíkur. Fiðrildi lék, barnakór söng, Ríótríó lék, iþróttarííenn : fóru ski'úðgöngu Vílja meira aí heiia vaininu )la siirði 24. ágúst. í athugun ;) hjá bænum, að bora eftir reitu vatni til viðbctar í hita- æitu bæjarins, en sennilega vi’O. v þó ekkert af því á þessu uri. Hins vegar hefur Jarðbor- mardeild ríkisins látið bora 100 »netra djúpa holu á Reykjum, og er þar talið álitlegt að bora í.ftir heitu vatni. En hins vegar Gelur verið unnið að tilfærslu ci. jarðvegi í dalnum, þar sem sieita vatnið er tekið nú, og vírðist vatnið hafa aukizt við ijjað jarðrót. Flestir bátarnir eru í klössun núna. Guðbjörg kom þó í morg- Un með 13 tonn af fiski og sigur björg kom í sl. viku með 47 tonn eftir viku útivist, en fór síðan í slipp á Akureyri. Olafur Bekkur er eina skipið, sem er á veiðum eins og er. Þorleifur, Stígandi og Sæþór eru í höfn. Trillubátarnir hafa fengið sæmilegan afla, sumir hverjir, nú að undanförnu. Spretta er mjög lítil og vant- ár mikið á, að. hey verði sam- bærjleg við síóasta ár. En góð heyskapartíð hefur verið nú og bætir það úr. B. S. frá barnaskólanum inn á íþrótta völlinn. Þar fór síðan fram íþróttakeppni. Um kvöldið var kvöldvaka í samkomuhúsinu, og var þar einkum hljómsveita- leikur og söngur, en síðan dans- leikur. Á sunnudaginn flutti séra Björn H. Jónsson hátíðaguðs- þjónustu í Húsavíkurkirkju. En kl. 4 sama dag var fram haldið íþróttum á íþróttavellinurn. Kl. 17 söng Þrymur í félagsheimil- inu, Guðmundur Gunnlaugsson söng þar einsöng. Kristinn Halls son söng einsöng við undirleik Guðrúnar Ki-istinsdóttur. Frú Vera Lauda lék einleik á píanó og fjórhent lék hún með Katrínu Sigui’ðardóttur. Um kvöldið kl. 9 sá Leik- félag Húsavíkur um fjölbreytta kvöldvöku í samkomuhúsinu. Og kl. 12 var flugeldum skotið á Húsavíkurfjalli. Þ. J. STORIR VATNAFISKAR Nýlega veiddist bleikja í Sfaorra dalsvatni í Borgarfirði, er vóg 13.5 pund og mun nær eins- dæmi. Þyngsti vatnaurriði, sem sögur fara af, var 26 pund og veiddist í, Þingvallavatai. En í báðmn þessiuu vötnuin veiðist yfirleitt fremur smár silungur að jafnaði. 3608 LAXAR KOMNHR HBiM í Kollafjarðarstöðina liafa nú 3500 laxar skilað sér úr sjó í sumar og er það mjög góður árangur. Og enn sannast ratvísl þessa fisks, sem fræg er og enn ráðgáta vísindamanna. En lax- inn skilar sér undantekninga- lítið í þær ár, sem hann gekk úr í fyrsta sinn, sem „gönguseiði“ 15—20 sm. á lengd. Laxveiði er nú víðast mikil í veiðiám lands- ins, jafnvel metveiði í sumum þeirra, það sem af er. Árlega veiðast 30—37 þús. laxar í ám landsins. MIKIL ÓHÖPP Hinn 18. ágúst urðu nokkur slys á Akureyri og í nágrenni. Leigu bílstjóri á Akureyri fótbrotn- aði, er hann ætlaði að stöðva bíl sinn, er rann af stað mann- laus. Á Þingvallastræti skemnid ust tveir bílar mjög í hörðum árekstri. Nýkeyptur bíll frá Vest mannaeyjum fór út af vegi í Oxnadal og fór tvær veltur. Engan sakaði, og taldi ökumað- ur það öryggisbeltum að þakka. Og enn vildi það til þann sama dag, að bóndi í Oxnadal fót- brotnaði við heyskap, þar sem unnið var með dráttarvél. SKOÐANAKÖNNUN Skoðanakönnun sú, sem Fram- sóknarmenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra efna til, tilkynnt hefur verið og nú er minnt á hér í blaðinu á öðrum stað, verður um næstu helgi, eða 29. —31. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skoðanakönnun um menn á framboðslista til alþing- iskosninga, er mjög í anda lýð- ræðisins, en kemur því aðeins að gagni, að þátttaka sé almenn, ella geta niðurstöður hennar orðið skopmynd af vilja fólks- ins. Nauðsyn ber því til, að kjós endur sýni henni áltuga í verki, kjósi nefnda daga og sýni vilja sinn um framboð. FUNDIR Fundir, sem boðaðir .voru ®g nefndir kynningarfundir fyrir frambjóðendur skoðanaköiutun- ar, falla niður, en að skoðana- könnun og kjördæmisþingi loknu ntunu þingmenn flokks- ins í kjördæminu sennilega haldg fundi, sem verða auglýst- ir síðar. Kjördæntisþingið verðúr 6; september á Húsavík og lýkur að kveldi sama dags. Sjá aug- lýsirígu á öðrum stað, FORINGJAVAL ÍHALDSINS Framsýnir menn í Sjálfstæðis- flokknum munu hafa litið svo á í vor, að vegna ýfiryofandi verðþóigu, sem stjórnin löfar að flæða yfir, væru haustkosning- ar hagstæðari fyrir stjórnina en vorkosningar. Það þarf tals- verða bjartsýni til að gera sér í hugarlund, að samkomulag náist f' um lausn efnahagsmála ntilli Iaunþega og samtaka at- vinnurekenda, úndir forystu fallandi ríkisstjórnar á síðasta ári kjörtímabils. En sunnan- fréttir herma, að vandi Sjálf- stæðisflokksins.. í sambandi við foringjaval, sé svo alvarlegs eðlis,.-að hann sé nú í þeim her- búðum talinn ríiál inálanna. Á meðan óvíst er, hvernig sú kreppa leysist og hvaða afleið- ingai ; lausnin hefur, getur það í bili verið þægilegra fyrir ráð- lierra Sjálfstæöisflokksins, að kosningar dragist. Spillir þá ekki að leyfa Alþýðuflokknum að bera ábyrgð á frestuninni. En ekki verður það umflúið, sem koma skal, þótt frestaö sé. BLAÐLAUS TRÉ Bæjarbúi kvartar yfir því, að tré eitt mildð hjá gosbrunninum í Lystigarði Akureyrar standi blaðlaust og steindautt, og var reiður, yfir því, að það er ekki fyrir löngu upp höggvið og fjar-i (Framhald á blaðsíðu 7) Állir í önnuin svo sem vera Dalvík 24. ágúst. Nokkur bleikju veiði hefur verið í Svarfaðar- ríalsá og tveir laxar hafa veiðzt Heyskapur hefur gengið ágæt iega og ekkert hey hrakizt. Hins vegar eru 'heyin mjög lítil, og hefur verið áætlað, að 40% af NÝR YFIRLÆKMR SLX umsækjendur voru um ;.-töðu yfirlæknis handlækninga- deildar sjúkrahússins á Akur- eyri og hefur staðan verið veitt i lauta Arnþórssyni, sem er sér- ) ræðingur í skurðlækningum. Gauti starfar við sjúkrahús í TJppsölum í Svíþjóð, þar sem hann hefur verið sl. 4 ár, en í Svíþjóð hefur hann verið síðan :-960. Hann mun taka við stöð- unni síðar á árinu. Umsækjendur, auk Gauta .Arríþórssonar, voru: Rögnvald- ur Þorleifsson, Óli Kr. Guð- mundsson, Jón Níelsson, Leiiur Jónsson og Jón Jóhannesson. Q heyfóðri vanti, miðað við bú- peningseign sl. vetur, en eitt- hvað rætist úr því, m. a. vegna hinnar ágætú heyverkunar, og svo eru bændur að heyja tún eyðijarða og engjat'; svo sem unnt er, þótt þær hafi ekki verið slegnar undanfarin ár. Togbátarnir hafa aflað sæmi- lega og vinna verið nokkuð stöðug, en dragnótin brást alveg. Sæmilega hefur aflazt á færi. Hitaveituframkvæmdir ganga vel nú, en þær höfðu tafist vegna verkfalla. Hitaveitan verður vonandi komin um aila Dalvík fyrir veturinn. Það er dásamlegt að fá varmaveituna í húsin og mun það samdóma álit þeirra, er þegar hafa notið þess. Búið var að fá loforð fyrir bor og borun í sumar, á því svæði hitaveitunnar, sem áður var borað á, en á því verða ein- ‘hverjar tafir. En jarðfræðingur, (Framhald á blaðsíðu 7). mfWBWíSi'í Til vinstri er aflakóngui’inn Karl Jörundsson að taka við verðlaununi fyrir niestan afla, hann fékk 275 kg. Til hægri er Jóhann Sigurðsson, annar aflaliæsti maðurinn, með 245 kg. og veiddi flesta fiska, eða 261 taisins. (Ljósm.: M. Ó. G.) Dalvík SVO nefnist mót sjóstangveiði- manna, sem haldið var á Dal- vík á laugardaginn. Keppnedur voru 50 talsins, þar af 7 konur. Atflaliæstur varð Karl Jör- undsson, Akureyri, með 275 kg. Annar varð Jóhann Sigurðsson, Akureyri, með 244 kg. Sveit Karls Jörundssonar, Ak ureyri, varð aflahæst, veiddi 858 kg. Sveitina skipa auk Karls, Matthías Einarsson, Ak., Jónas Jóhannsson, Ak. og Kon- ráð Árnason, Ak. Önnur varð sveit Jóhannesar Kristjánsson- ar, Akureyri, með 654 kg. Flesta fiska dró Jóhann Sig- urðsson, Akureyri, 261 fisk, en Jóhann Kristinsson, Akureyri, varð næstur og fékk 245 fiska. Aflahæsta konan varð Mar- grét Helgadóttir, Keflavík, með 146 kg. og önnur Jórunn Þórðar dóttir, Keflavík, með 114 kg. Svavar Gunnarsson, Akur- eyri, fékk þyngstan þorsk, 6.8 (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.