Dagur - 28.10.1970, Page 1

Dagur - 28.10.1970, Page 1
Dagur LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 28. okt. 1970 — 44. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyrl Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPIERING Áfengissalan hefur enn aukizt BLAÐINU hafa borizt tölur yfir áfengissöluna 9 mánuði þessa árs, eða til septemberloka.. Áfengi frá Áfengis- og tóbaks verzlun ríkisins var á þessum tíma selt fyrir kr. 597.865.424.00 og var söluaukning í krónum 21.5%. Sér í lagi liggja nú fyrir tölur um áfengissöluna tímabilið 1. júlí til 30. september, og er sal- an á þeim tíma tæpar 230 millj. kr. móti 190 milljónum árið 1969. Áfengissalan 1. júlí til 30. sept. skiptist þannig: Selt í og frá Reykjavík kr. 167.718.975.00, selt í og frá Akur eyri kr. 24.436.635.00, selt í og frá ísafirði kr. 6.480.670.00, selt í og frá Siglufirði kr. 4.416.805.00, selt í og frá Seyðisfirði kr. 6.192.780.00, selt í og frá Kefla- vik kr. 12.000.210.00 og selt í og frá Vestmannaeyjum kr. 8.109.070.00. □ Krisfniboðs- og æskuiýðsvika DAGANA 1. til 8. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, verð ur haldin kristniboðs- og æsku lýðsvika í Kristniboðshúsinu Zíon. Þar verður fjölbreytt dag KYNNING Á OSTARÉTTUM HARALDUR Gíslason forstöðu maður Mjólkursamlags Kaup- félags Þingeyinga sagði blaðinu í gær, að K. Þ. gengist fyrir osta kynningu á Húsavík 4. nóvem- ber og á Laugum 5. nóvember, tvær kynningar þann dag. Margrét Kristinsdóttir hús- mæðrakennari kynnir hina mörgu rétti, er þarna er um að ræða. Þetta eru fyrstu ostakynning ar hjá okkur. En þann 3. nóvem ber hefur KEA ostakynningu á Akureyri. □ skrá á hverju kvöldi. Sýndar verða nýjar myndir frá starfinu á kristniboðsakrinum í Eþíópíu, m. a. frá Gídole, en það er ein kristniboðsstöðin í S.-Eþíópíu og er hún önnur „íslenzka" stöð in þar. Hin er stöðin í Konsó. Stöðvarstjóri í Gídole er Skúli Svavarsson frá Akureyri. Þá verða fluttir frásöguþættir um ýmis efni m. a. við hæfi ungl- inga. Ræðumenn vikunnar verða: Gunnar Sigurjónsson cand. theol, Rvík, Benedikt Arnkels- son cand. theol., Rvík, sr. Bolli Gústafsson, Laufási, sr. Sigfús J. Árnason, Miklabæ, sr. Þór- hallur Höskuldsson, Möðruvöll- um, Friðrik Schram verzl.m., Rvík. Auk framangrinds verður svo mikill almennur söngur. Allar samkomurnar byrja kl. 8.30. Kristniboðsfélag kvenna, K.F.U.M. og K.F.U.K. Prestskosningar TALIN hafa verið í skrifstofu biskups, atkvæði í þrem prest- kosningum. Um Hveragerðisprestakall sótti séra Tómas Guðmundsson, fyrrum prestur á Patreksfirði. Á kjörskrá voru 877, atkvæði greiddu 409, umsækjandi hlaut 400 atkvæði, 9 seðlar voru auðir og kosningin ólögmæt, þar eð umsækjandi þarf að fá helming atkvæða miðað við fjölda á kjör skrá. Slippstöðin á Akureyri og umhverfi hennar. Tvö fyrirtæki í vanda stödd Um Ólafsvíkurprestakall sótti séra Ágúst Sigurðsson, sóknar- prestur í Vallanes. Á kjörskrá voru 823, atkvæði greiddu 387, auðir seðlar voru 8. Kosningin var ólögmæt. Um Reykhólaprestakall sótti séra Sigurður H. Guðmundsson, settur prestur þar. Á kjörskrá voru 276, atkvæði greiddu 194, umsækjandi hlaut 191 atkvæði, en 3 seðlar voru auðir. Kosn-' ingin var lögmæt. □ TVÖ stórfyrirtæki á Akureyri eru nú í sérstökum vanda stödd. Annað þeirra er Útgerðarfélag Akureyringa h.f., en hitt er Slippstöðin h.f. Útgerðarfélagið hefur lengi haft endurnýjun veiðiskipa sinna á dagskrá, en því miður ekki ráðist í hana. Nú hefur það loks ákveðið að efna til skipakaupa og sótti í því skyni um einn hinna sex skut- togara, sem ríkisstjórnin loks ákvað að beita sér fyri að út- vega, en það mál hefur verið mörg ár á döfinni. Smíði þessara togara var boð in út og á grundvelli tilboðs frá Spáni, var samið um smíði fjög- urra togaranna þar, en yfir standa viðræður eða samningar um smíði fimmta togarans fyrir Ú. A. við Slippstöðina á Akur- eyri, ennfremur sjötta togarans, sem Súlur h.f. á Akureyri vilja kaupa. Allt eru þetta um 1000 tonna skip. Spánartogararnir eru smíðað- ir fyrir fyrirfram ákveðið verð, sagðir seldir undir kostnaðai'- verði. Og talið er, að hvergi fáist eins hagstæð kaup slíkra skipa. Ú. A. hefur eindregið óskað þess, að fá skip sitt smíðað hér á Akureyri, hjá Slippstöðinni. Hætt er við, eða raunar sýni- legt, að sá togari verður dýr- ari en hinir Spánarsmíðuðu. Vandi Ú. A. stafar af þeim þegn skap, að vilja láta annað fyrir- tæki á Akureyri levsa hið stóra verkefni í endurnýjun togar- anna og greiða það verk hærra verði en á Spáni. En vandi Slippstöðvarinnar í samkeppni við Spánverja liggur í því, að Spánartogai'arnir eru boðnir undir kostnaðarverði. En hér á landi fær skipasmíðaiðnaðurinn litla fyrirgreiðslu, miðað við þarfir ungrar iðngreinar. Frá sjónarhóli hinna almennu skattborgara á Akureyri, sem eiga Útgerðarfélagið og bærinn rekur, á Ú. A. að gera eins hag (Framhald á blaðsíðu 7) FISKIKASSAR SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri, framleiðir plast- hluta til raflagna. Um næstu áramót mun félagið einnig hefja framleiðslu á fiskikössum úr polyéthylen-efni. Þessi framleiðsla fer fram í húsakynnum Sjálfsbjargar, Bjargi við Hvannavelli. Sjónvarpssjúklingar? Kjördæmisþing Framsóknarmanna helsi í Akureyri 7. nóvember næst! KJÖRDÆMISÞING Framsókn armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, verður sett í Hótel Varðborg á Akureyri laugardag inn 7. nóvember n. k. kl. 10 ár- degis, og mun enn óráðið, hvort því lýkur þann dag eða þann BANASLYS Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ bar það við á Hömrum II við Akureyri, að 21 árs gamall piltur, Grétar Stefánsson, lézt af slysförum. I (Frá lögreglunni) næsta. En það getur, auk þing- starfanna, farið eftir veðri og samgöngum á þeim tíma. Síðdegis á föstudag kemur stjórn sambandsins saman til fundar. En henni ber m. a. að semja ábendingarlista, sem not- aðir eru sem kjörseðlar við kjör næstu sambandsstjórnar og mið stjórnarfulltrúa . sambandsins, sem kosnir eru á þinginu. Einn- ig ber henni að leggja ályktunar tillögur fyrir þingið. Eitt af aðalmálum kjördæmis þingsins verður að taka til með ferðar tillögur tólf manna nefnd ai', sem nú er starfandi um skip un framboðslista í kjördæminu í alþingiskosningum á næsta vori. En samkvæmt ákvörðun kjördæmisþings í fyrra, lét nefndin fara fram skoðana- könnun til undirbúnings fram- boðinu. Formaður sambandsstjórnar ei' Eggert Ólafsson í Laxárdal í Þistilfirði, en formaður fram- boðsnefndar er Baldvin Baldurs son á Rangá í Kinn. En í fram- boðsnefnd eru þrír fulltrúar úr hverju hinna gömlu kjördæma. Um þessar mundir fer fram kosning þingfulltrúa í hinum ýmsu Framsóknarfélögum í kjör dæminu, þar sem þeir hafa ekki þegar verið kosnir. □ FRÉTTARITARI blaðsins á Skagaströnd sagði í gær: Skipasmíðar eru í undirbún- ingi, nokkuð af efni komið til smíðanna, en nauðsynlega fyrir greiðslu vantar. Atvinnulífið er í daufara lagi eins og er því að fremur lítið fiskast, bátarnir í viðgerð og gæftir stopular. Bátur leitar nú að hörpudiski hér í flóanum og bíða margir spenntir eftir árangrinum. Lógað var 9.840 fjár hér í haust og var það veruleg at- vinnuaukning meðan á því stóð. Fólk glápir hér endalaust á sjónvarp og mér finnst sumt fólk hálfgerðir sjónvarpssjúkl- ingar. □ Svalbarðskirkja flutt til Akureyrar UM hádegi í gær vol'u tveir kranar og öflugur dráttarvagn við gömlu kirkjuna á Svalbarði á Svalbarðsströnd. Hefur þessu aldna og fornfálega guðshúsi verið búinn staður þar sem fyrr um stóð kirkja í Innbænum á Akureyri. □ Konum kynntir ostaréttir í JÚNÍMÁNUÐI sl. efndi Kaup félag Eyfirðinga, í samvinnu við Osta- og smjörsöluna, til osta- kynninga fyrir húsmæður á fé- lagssvæðinu. Frú Margrét Krist insdóttir, húsmæðrakennari, kynnti húsmæðrum ýrnsar teg- undir osta og sýndi tilbúning nokkurra ostarétta, sem þátt- takendum gafst síðan tækifæri til að bragða á. Kaffiveitingar voru síðan fram bornar, en þær 500 húsmæður, sem þá sóttu þessa 8 kynningarfundi létu hið bezta yfir. Þar eð .nær allir þess ir fundir fóru fram síðari hluta dags, gátu margar konur ekki sótt þá vegna atvinnu sinnar. Nú gefst þeim og öðrum hús- mæðrurn tækifæri til að bæta hér um, því að næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.30 mun svipuð ostakynning verða að Ilótel KEA. — (Sjá auglýsingu)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.