Dagur - 02.12.1970, Blaðsíða 1
LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. des. 197® — 48. tölublað,
FIUVIU HÚSIÐ
Hafnarstrætj 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÓLLUN - KOPIERING
Fundu brugg á Árskógsströnd
LÖGREGLAN á Akureyri hef-
Ur tjáð blaðinu eftirfarandi:
Á síðasta hálfum mánuði hafa
tólf menn verið teknir fastir
fyrir meinta ölvun við akstur.
Á laugardaginn bar svo við, að
bifreiðaárekstur varð á Glerár-
götu. Ekki þykir það mjög
miklum tíðindum sæta að iafn-
aði. En í þetta sinn hurfu bíl-
stjóri og farþegi annars bílsins
af slysstað, og þótti það benda
til þess, að þeir hefðu ekki sam-
vizkuna í fullkomnu lagi. Var
nú mannanna leitað og fundust
þeir og voru báðir undir áhrif-
um áfengis. Bílinn áttu þeir
ekki, en sá maður, sem umráð
hafði með honum, fannst einnig
ölvaður og voru nú þremenning
arnir settir í steininn til frekari
rannsóknar. Við yfirheyrslur
kom í Ijós, að tveir piltanna
höfðu fengið áfengi úti í sveit,
á Árskógsströnd. Fór lögregl-
an þangað og fann heimabrugg.
Málið er allt í rannsókn ennþá.
LæknisEaust frá Vopnaf. fi! Húsav.
Kópaskeri 30. nóv. Menn hafa
farið til rjúpna, en fremur litla
veiði fengið til þessa. Það virð-
ist heldur lítið af rjúpum í ár.
Við höfum mestar áhyggjur
af læknaskortinum. Það er nú
Bændaklúbbsfimdur
NÆSTI bændaklúbbsfundur,
annarr í röðinni á þessum vetri,
verður annað kvöld, fimmtu-’
dag, á Hótel KEA og hefst
klukkan 9.
Atliugið þennan breytta fund
artíma. Q
enginn læknir á svæðinu frá
Vopnafirði til Húsavíkur. Snjó-
létt hefur verið það sem af er,
en vart er að treysta því, að svo
verði í allan vetur. Getur því
orðið erfitt að koma sjúkling-
um undir læknishendur, því að
vegum er ekki haldið opnum
nema svo takmarkað, þegar á
reynir og þarf að ryðja snjó af
þeim.
Verið er að setja upp endur-
varpsstöð fyrir sjónvarpið á
Snartastaðanúpi. Er ekki van-
þörf á, því að sjónvarp hefur
sézt hér illa. K. Á.
Sýningarfólk frá Fiimlandi
UNDANFARNA dgaa hefur
dvalið hér á landi sýningarfólk
á vegum fyrirtækisins Friitalan
Nahka Oy. í Finnlandi og SÍS.
Ekki staðið við fyrirlieitin
SAMBANDSSTJORN Alþýðu-
sambands Norðurlands hefur
óskað eftir viðræðum við ríkis-
stjórnina um framkvæmd á
samningsbundnu fyrirheiti ríkis
Stjórnarinnar frá 7. júní 1965
um gerð framkvæmdaáætlunar
í atvinnumálum fyrir Norður-
land.
Fundur stjórnarinnar fyrra
sunnudag lýsir því yfir, að hann
telur, „að ekki hafi verið staðið
við það fyrirheit, sem þá var
gefið um atvinnuuppbyggingu á
Norðurlandi, og bendir í því
sambandi á, að um sl. mánaða-
mót var helmingur skráðs at-
vinnuleysis á landinu á Norður
landi vestra.
Sambandsstjórnin álítur að
gera beri tafarlaust fram-
kvæmdaáætlanir í atvinnumál-
um einstakra kauptúna og bæj-
arfélaga á Norðurlandi, og bend
ir á, að aukning togskipaútgerð
ar og fiskvinnslu myndi í mörg-
um tilfellum eitt saman nægja
til útrýmingar atvinnuleysis.
Þá telur sambandsstjórn það
kjörið verkefni Atvinnuleysis-
(Framhald á blaðsíðu 5)
Verðlækkun á búvörui
Pliilip Jenkins.
ENDANLEGA er nú búið að
ganga frá útreikningum verð-
lækkunar á landbúnaðarvöruu,
og tók hið nýja verð gildi í gær.
Er hér um verulegar verðlækk-
anir að ræða, sem gerðar eru
samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar, til að halda vísi-
tölunni í skefjum. Eftirfarandi
skráð í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum Inga
Tryggvasonar blaðafulltrúa
Framleiðsluráðs landbúnaðar-
Kynningartónleikar P. Jenkins
HINN 5. desember eru fyrstu
kynningartóileikar Philip Jen-
kins, af fjórum, sem hann held-
ur í vetur á vegum Tónlistar-
félagsins á Akureyri.
Þessir fyrstu tónleikar verða
í Borgarbíói og hefjast kl. 3 síð
degis. Aðgangseyri er mjög í
hóf stillt, kostar 100 krónur, en
DAGUR
kemur næst út á laugardaginn,
5. desember.
50 krónur fyrir skólafólk og
börn. Á þessum tónleikum flyt-
ur P. Jenkins verk eftir Scar-
latti, Mozart, Beethoven, Schu-
mann, Chopin, Bartok og
Mannelde Falla. Þau eru stutt,
hvert þeirra, létt og vel þekkt,
svo að allir munu þekkja þau.
Píanóleikarinn P. Jenkins kynn
ir ekki aðeins lögin með því að
leika þau, heldur skýrir hann
þau og segir frá höfundum
þeirra. Tónleikarnir standa yfir
í eina klukkustund. □
ins þá lækkar mjólkurlítrinn
um eina krónu, og mjólkur-
hyrna sem í dag kostar kr.
15.30 kostar 14.30 á þriðjudag-
inn. Uppvigtað skyr kostar í
dag 39 krónur kílóið, en kostar
eftir verðlækkunina 27.30. Ost-
ur 45% lækkar um nær 80 kr.
kílóið, en hann kostar í dag 237
kr. en eftir verðlækkun 158 kr.
Verðlækkunin á 30% osti verð-
ur hlutfallslega ekki eins mikil,
en hann kostar í dag 180 kr., en
eftir verðlækkun 139 kr.
Súpukjöt lækkar úr 137.20 í
112 kr., og kjöt í heilum skrokk
um niðursagað lækkar úr 126.20
í 101.50. Hangikjötið frampai’tar
lækkar úr 158.50 í 131.30 og
hangikjötslæri úr 201.60 í 167
kr.
Þá verður mikil lækkun á
kartöflum, en 1. flokkur í 5 kg.
pokum kostar í dag 23.10 kg.,
en á þriðjudaginn tíu krónur
Að því er Ingi tjáði Degi,
þá er verðlækkunin nokkru
meiri en sem nemur niður-
greiðslunum, því á sumum vör-
um lækkar söluskatturinn og
einnig verða smábreytingar á
álagningunni núna. □
Ljósmyndaður var í íslenzku
landslagi margskonar tízku-
fatnaður úr skinnum, sem Frii-
talan Nahka framleiðir úr ís-
lenzkum gærum, og selur víða
urn lönd. Hér var um að ræða
sýnishorn af söluvörum fyrir
haustið 1971.
Myndirnar verða síðan birtar
í ýmsum tízkublöðum, sem fara
víða um heim. Þetta er því hin
ákjósanlegasta auglýsing fyrir
íslenzku gærurnar og jafnframt
mikilsverð landkynning, sem
Loftleiðir h.f. hafa af alkunnum
myndarskap tekið virkan þátt í
með því að flytja sýningarfólk-
ið, og gefa því kost á að búa á
hóteli sínu, án endurgjalds.
Friitalan Nahka er ein
stærsta sútunarverksmiðja á
Norðurlöndum, og er mjög náin
samvinna rnilli hennar og
Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar
á Akureyri, sem forvinnur
skinnin, sem síðan eru fullunn-
in í Finnlandi, en þegar Iðunn
er komin í fulla starfrækslu,
verða gærurnar fullunnar hér
Leiðsögumaður fólksins hér
var Magnús Hjartarson, bif-
reiðastjóri.
Myndin er af sýningarfólk-
inu, L. Lóunamaa, M. Koski, M.
Seitava og Ijósmyndaranum S.
Saves.
(Fréttatilkynning frá Iðnaðar
deild sambands ísl. samvinnu-
félaga).
Frá Mæðrastyrksnefnd
EINS og að undanförnu gengst
nefndin fyrir peninga- og fata-
söfnun fyrir jólin. Heitum við
því enn aðstoðar ykkar.
Kæru sasnborgarar! Skátar
munu heimsækja yður í næstu
viku og veita gjöfum yðar mót-
töku. Fatnaðurinn þarf að sjálf
sögðu að vera hreinn og að-
gengilegur.
Með fyrirfram þakklæti.
Nefndin.
Onnur blöð bæjarins eru góð
fúslega beðin að taka þessa orð-
sendingu.
Fé komst í kjarnfóður og drapst
Ási, Vatnsdal 30. nóv. Á lág-
lendi er lítill snjór en storka á
jörð. Hið efra er hjarnfönn og
illt til beitar eða jarðlaust með
öllu og töluvei-t mikill snjór.
Fyrir um það bil hálfum mán-
uði snjóaði mikið og þá fennti
fé. Síðan gerði hvassviðri og
skóf þá snjóinn saman í skafla.
Eftir það hlánaði en fraus síðan
og hljóp þá allt í gadd. Hér hef-
ur sauðfé ekki verið gefið mikið
af heyi en töluvert af fóður-
bæti. Ég er að taka fé mitt á
hús nú í dag.
Mjög er rólegt í sveitinni,
fólk fátt á bæjum, því að börn
og unglingar eru í skóla. Á
föstudaginn var bændafundur
haldinn á Blönduósi. Þar ræddi
m. a. Árni Pétursson ráðunaut-
ur um fóðrun ánna og hvatti
bændur til «ð fóðra vel.
Nýlega komust ær í fóður-
bæti hjá Reyni Steingrímssyni
bónda' í Hvammi og veiktust
margar. Frétti ég í gær, að
nokkrar ær hefðu þegar drepizt
og að bóndi byggist jafnvel við
að missa 30 ær af þessum sök-
um. Ég frétti einnig, að svipað
hefði komið fyrir á bæ einum í
Strandasýslu og missti bóndinn
um 30 kindur. En þessi dæmi
sýna, að varlega verður að fara
með kjarnfóðrið og geyma það
örugglega, svo að skepnur kom-
ist ekki í það.
í fyrra varð vart einskonar
eitrunar í sauðfé, og var hún
talin stafa af of miklu magni
byggs í fóðurblöndu, þar sem
mikið var gefið af kjarnfóðrinu.
Hey eru lítil hér í sveit, en
þau munu vera góð. Kjarn-
fóðurgjöf verður því eflaust
með mesta móti í vetur. G. J.