Dagur - 02.12.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1970, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Þessi mynd er frá Laxúrvirkiun, frá því í liaust. Þar er unnið við fyrsta áfanga Gljúfurvers- virkjunar. Staðið liefur verið upp frá samningaborði. Tvö mál, er varða Laxárdeiluna og orku- mál ahnennt liggja fyrir Alþingi. En fregnir herma, að í dag verði þar lagt fram frumvarp um Á lausn Laxárdeilunnar. (Ljósm.: E. D.} saman , iÐALFUNDUR Félags áfengis "/arnanefnda í Suður-Þingeyjar ,\ slu var haldinn í Húsavík 20. : lóvember sl. Fundarstjóri var kjörinn Þór :nyr Guðmundsson og fundar- : itari Kári Arnórsson. Formaður félagsstjórnar, HlöSver Hlöðversson, ílutti skýrslu stjórnarinnar fyrir sl. ir. Sagði hann frá heimsóknum eiíndreka í skóla í sýslunni' — svo og ritgerðarsamkeppni, sem : élagið gekkst fyrir í skólunum j sl. vetri. Ritgerðarefnið var am skaðsemi tóbaksreykinga og ■ 'oru verðlaun veitt fyrir beztu úrlausnir. Gjaldkeri, Sigurjón Jóhannes r,on, las og skýrði reikninga : élagsins. 3jörn Stefánsson, erindreki áfengisvarnaráðs, sem mætti á . undinum flutti erindi. Skýrði íann frá starfsemi áfengisvarna áðs — og gaf upplýsingar um 'reildarniðurstöður skýrslna ifengisvarnanefnda fyrir sl. ár. Þá lagði hann áherzlu á í erindi ,únú nauðsyn þess að leita allr.a leiða til að vekja almenning í landinu til umhugsunar og að- gerða gegn sívaxandi háska af völdum áfengisdrykkju og notk unar annarra eiturlyfja. Einnig flutti erindrekinn Húsvíkingum þakkir fyrir sérstaklega mynd- arlega og einhuga afstöðu gegn opnun áfengisútsölu á Húsavík, sem atkvæðagreiðsla fór fram um á sl. vori. Síðar urðu á fundinum al- mennar umræður um áfengis- varnamál, og fulltrúar úr áfeng isvarnanefndum sýslunnar gáfu stuttar skýrslur og sögðu fréttir úr sínum héruðum. Eftirfarandi tillögur komu fram og voru samþykktar sam- hljóða: „Aðalfundur félags áfengis- varnanefnda í Suður-Þingeyjar sýslu haldinn á Húsavík 20. nóvember 1970 vekur athygli á því, sem litið hefur verið á sem ótvírætt viðhorf, að neyzla áfengis og ungmenna- og íþróttastarf geti ekki farið sam- an. Að gefnu tilefni vill fundur inn því skora á opinbera aðila að veita ekki vín í móttöku- veizlum íþróttafélaga og íþrótta leiðtoga.“ (Framhald á blaðsíðu 5) TVÆR VERKSMIÐJUR Á Alþingi hafa tveir þingmenn Franisóknarflokksins kvatt sér hljóðs um nýjar verksmiðjur. Ásgeir Bjarnason um leirverk- smiðju í Dalasýslu, þar sem sérl stakar leirtegundir eru teknar til listsköpunar, m. a. af Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal. Jón Kjartansson hefur lagt fram þingsályktunaríillögu um atliugun á stofnun flöskuvei-k- smiðju. EKKERT SAMKOMULAG Síðari sáttafundi iðnaðarráðu- neytisins með deiluaðilum í Laxármálinu lauk um kl. 17 hinn 24. nóv. án þess að lausn fengist á deilunni. Samkonnilag varð um að skipaðir sáttamenn, sýslumenn Eyjafjarðar- og Þing eyjarsýslu héldu áfram sátta- tilraunum sínum. Laxárvirkj- unarstjórn samþykkti fram- komnar tillögur iðnaðarráð- herra, en stjórn Félags landeig- enda hafnaði þeim. Virðast litl- ar líkur á sættum og mun málið þá taka nýja stefnu, ef að lík^ um lætur. SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Rússneski rithöfu.ndurinn Solz- henitsyn, sem á að taka við bók menntaverðlaunum sínurn í Stokkhólmi 10. des, telur sigl ekki geta komið þangað. Ástæð an er sú, að hann segir vafamál, að hann geti snúið heim á ný, þ. e. fái leyfi til þess. Ilinn 27. nóv. var Páli páfa 6. veitt banatilræði í höfuðborg Filippseyja. Páfa sakaði ekki, en árásarmaðurinn var höndum tekinn, en hann kvaðst hafa ætlað að forða mannkyni frá trúaráróðri páfans. Stofnað hefur verið í Reykja vík hlutafélagið Stálbræðslan h.f. með það lilutverk fyrir aug- Miksl alvinna er á Egilsstöðum 1. des. Fært er um Hérað allt, um Fagradal, Odds- skarð og a. m. k. tvisvar í viku yfir Fjarðarheiði. Storka er á jörð og víðast fremur vont til beitar nema helzt í Fljótsdal og út um eyjar. Snjólaust er út til fjarða, einkum Suðurfjarða og A FUNDI sambandsstjórnar A1 þýðusambands íslands er lauk M. nóv. var eftirfarandi sam- pykkt: Sambandsstjórn Alþýðusam- bands íslands lýsir samþykki sínu við ályktun miðstjórnar sarribandsins frá 10. nóv. sl. um frumvarp til laga um ráðstafan- ir til stöðugs verðlags og at- vinnuöryggis, sem Alþingi hef- ur nú samþykkt og afgreitt sem lög. Sambandsstjórnin ítrekar Framboð í Reykjaneskjördæmi FRAMSÓKNARMENN hafa ákveðið framboðslista sinn í Reykjaneskjördæmi, og var það gert á 11. kjördæmisþingi kjör- dæmisins á sunnudaginn. Hann er þannig skipaður: Jón Skaftason, Bjöm Svein- björnsson, Hilmar Pétursson, Teitur Guðmundsson, Jóhanna Óskarsdóttir, Jóhann H. Níels- son, Halldór Einarsson, Sigurð- ur Haraldsson, Bogi Hallgríms- son og Valtýr Guðjónsson. Q úr gi!di faflnir það meginefni ályktunarinnar, að með samþykkt laga þessara sé grundvelli samninganna frá 19. júní sl. og síðar kippt brott og þeir því úr gildi fallnir, hvað öll kaupgjaldsákvæði áhrærir. Sambandsstjórnin samþykkir að fela miðstjórn að hafa for- göngu um myndun sameigin- legrar néfndar, sem falið verði það hlusvei'k að krefjast nýrra kjarasamninga með þá lág- markskröfu, að atvinnurekend- ur bæti að fullu í launum þá ‘beinu skerðingu, sem launafólk verður fyrir vegna hinna lög- þvinguðu breytinga á grund- velli kaupgreiðsluvísitölunnar, breytinga á viðmiðunartíma verðlagsbóta og lögheimilaðrar niðurfellingar tveggja vísitölu- stiga. Nefndin verði skipuð fulltrú- um landsambandanna, stærstu aðildarfélaganna og fjórðungs- sambandanna eftir tilnefningu þeirra. Sambandsstjórnin telur nauð synlegt, að verkalýðsfélögin taki kjaramálin til meðferðar nú þegar og feli hinni sameigin legu nefnd umboð til samninga viðræðna fyrir sína hönd. □ þar gengur féð úti ennþá. Atvinna er góð í Egilsstaða- kauptúni, einkum í bygginga- iðnaði, en smáiðnaður hjálpar einnig upp á sakirnar í þessu efni. Verða því atvinnutekjur góðar þetta árið. Verst er, að tekjuaukningin fer sýnilega öll í Manga frá Mel með auknum sköttum í ríkiskassann. Héðan flytjum við mjólk nið- ur á firði, en kaupum í staðinn brennivín á Seyðisfirði, en þar er eina vínútsalan á Austur- landi. Um 60 manns hafa flutt hing- að í kauptúnið á þessu ári. En auk þess eru heimamenn þjóð- legir í sér, rækja vel skyldur sínar við eiginkonur sínar og fósturlandið og eignast mörg börn. Pillan er í engum háveg- um hér um slóðir. Um áramótin verður fólksfjöldi í Egilsstaða- kauptúni um 700. Þar að auki er 70—80 manna þorp risið norðan fljóts, kallað-að Hlöðum, en tilheyrir Fellshreppi. Við vonum, að brátt verði tekin ákvörðun um stað fyrir nýjan menntaskóla á Austur- landi. Af öðrum stærri viðfangsefn- um er Lagarfossvirkjun fram- undan. Nú hyllir undir úrbætur í raforkumálum, en í engum landsfjórðungi eru fleiri bæir án rafmagns. V. S. um að koma á fót og reka fyrstu stálbræðslu hér á landi. En hrá efnið yrði brotajárn. Bygginga- kostnaður er áætlaður 300 millj. kr. Andlitsmynd, er Áfeíasquee málaði 1649, var, á Uppboði í New York seld fyrir'490 millj. ísl. króna. YFIR BÚDARBORIHÐ Oft kemur það sér illa, að við- skiptavinur í verzlun kaup- manna fá ekki í hendur kvittun eða nótu yfir gerð kaup, svo sem vera ætti, og varan er jafn vel ekki verðmerkt. Það ætti að vera siálfsögð kurteisi eða jafn- vel skylda verzlana, að fá við- skiptavinum í hendur kvittun, fyrir því hvað keypt er og stað- greitt. Sé sá háttur liafður á, er t. d. auðveldara að leiðréttá mis tök, sem verða kunna. MIKILVÆG VAKNING Hvort sem menn skipa sér við hlið Þingeyinga eða stjórn Lax- árvirkjunar í deilunni miklu um Laxá, er eitt alveg víst: Þingeyingar hafa vakið hreyf- ingu, sem náð hefur til allrar þjóðarinnar og opnað augu hennar á þýðingarmiklu land- verndarmáli. Slík þjóðarvakn- ing hlýtur að valda algerum tímamótum, þar sem um land- og náttúruvernd annars vegar og mannvirkjagerð hins vegar er að ræða, svo sem við Laxá í Þingeyjarsýslu. Hér eftir munl vart litið á virkjunarfram- kvæmdir eða aðra mikilsháttar mannvirkjagerð með „gagn- augum“ einum saman, Og það er miklu meira mál en deilan um Laxá. Þingeyingar hafa þurft að verja miklum fjármun um til . „vamarhoráttu“ sinnar. Það fé á samfélagið að endur- greiða ríflega. Fáeinar milljónir króna til þingeyskra bænda, eða til menningarstofnana þeirra, væri sanngjörn þóknun fyrir mikilvægustu kennslu og forystu í landvernd, sem um getur. HANDRIÐ Á KIRKJU- TRÖPPUR Kona ein hér í bæ hefur bent á nauðsyn þess, að setja upp ein- hverskonar handrið á kirkju- tröppurnar, þ. e. tröppurnar að kirkjudyrum. Segir hún þær réítilega ekki við hæfi fatlaðs fólks, er í kirkju vilja ganga. Hún bendir á, að handrið megi gera á þann veg, að ekki þurfi að vera til lýta. Þessu máli er hér með komið til réttra aðila, og munu þeir eflaust taka það til umliugsunar og væntanlega einnig til úrbóta. armanna Á KJÖRDÆMISÞINGI Fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra, 7. nóvember sl., voru gerðar ýmsar ályktanir um þjóðmál og fara nokkrar þeirra hér á eftir. Um stjórnarskrármálið gerði þingið svohljóðandi ályktun: „Kjördæmisþingið lýsir yfir því, að það telur nú sem fyrr að stjórnarskrána beri að taka til ítarlegrar endurskoðunar, og að ljúka beri þeirri endurskoð- un, svo að ný lýðveldisstjórnar skrá geti tekið gildi árið 1974 á aldarafmæli íslenzkrar stjórnar skrár og ellefu alda afmæli ís- landsbyggðar. í því sambandi telur þingið rétt, að tekin verði upp einmenningskjördæmi, framkvæmdavald nánar að- greint £rá löggjafarvaldinu en nú er gert og landinu skipt í stór umdæmi (fylki) er öðlist sjálfsstjórn í sérstökum málum, sem varða umdæmin hvert fyr- ir sig og nú eru í höndum ríkis- ins.“ Um kjaramál ályktaði þingið á þessa leið: „Kjördæmisþingið vekur at- hygli á þeirri staðreynd, að al- menn laun á íslandi ei-u til muna lægri en í nágrannalönd- um. Samt sem áður standa aðal atvinnuvegir þjóðarinnar höll- um fæti. Lítur þingið svo á, að rýrnandi kjör almennings hér, miðað við hin Norðurlandin, séu fyrst og fremst afleiðing rangrar og duglausrar stjórnar- stefnu, sem hvað eftir annað hefur skapað sýndarvelgengni í skjóli óðaverðbólgu tai. stórtjóns fyrir almenna atvinnuþróun. Undi-ast þingfulltrúar, hvernig annars vegar geta farið saman einhverjar hæstu þjóðartekjur á hvern einstakling, sem um getur og hins vegar lágt kaup- gjald og fjárvana atvinnuvegi.“ í vegamálum var m. a. þessi ályktun gerð: „Kjördæmisþingið leggur enn til, að tekin verði ríkislán, inn- lend og erlend, til þess að ljúka á tilsettum tíma og svo fljótt sem gerlegt þykir uppbyggingu vandaðrar hringbrautar um landið, er liggi svo sem unnt er um byggðir og sé við það miðuð að hún sé að jafnaði fær allt árið. Gerir þingið xáð fyrir, að til hringbrautarinnar teljist yfir leitt þæi- akleiðir, sem í vega- lögum nefnast þjóðbrautir.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.