Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 2
2 (Framhald af blaðsí'ðu 5). Við heimildasöfnun var víða leitað fanga og fjölmargir ein- staklingar veittu aðstoð og fyrir greiðslu. Leitað var til margra þeirra er við sögu koma í at- burðum þeim er bókin lýsir og ennfremur veittu formenn s!ysa varnadeilda og björgunarsveita víðs vegar um landið ómetan- lega aðstoð, en til flestra þeirra var leitað. Þá var .sluðzt við sjóréttarpróf, þar sem þau voru fyrir hendi, skýrslur Slysa- varnafélags íslands og prentað- ar heimildir í bókum, tímarit- um og dagblöðum. Þrautgóðir á raunastund — annað bindi — er sett í Prent- stofu G. Benediktssonar, prent- að í Prentsmiðjunni Viðey og bundin í Bókbindaranum h.f. Kápumynd gerði Jakob V. Haf- stein. □ GUNNAR og HJÖRDÍS JÓN Kr. fsfeld hefur skrifað unglingabókina Gunnar og Hjör dís í höndum eiturlyfjasala, og er hún nýkomin út, 135 bls. að stærð hjá Skjaldborg á Akur- eyri. Þessi saga var frumsamin fyrir „Æskulýðsblaðið“ en er hér nokkuð breytt. Saga þessi gerist að verulegu leyti í gagnfræðaskóla kaup- túns nokkurs hér á landi og greinir frá því, eins og segir á bókarkápu, hvernig óvandaðir menn reyna að dreifa út rógi um heiðarlegt fólk til að hefna sín. Söguhetjurnar lenda auð- vitað í höndum eiturlyfjasal- anna og er þá hafin dauðaleit að þeim. Sagan er spennandi og mun unglingum kæi'kominn lestur. Höfundur er kunnur, m. a. af sögunum Sonur vita- varðarins og Sólrún og sonur vitavarðarins. □ AÐDA OG ERNA FARA EIGIN LEIÐIR Eftir Albert Ólafsson. Sigurður Gunnarsson þýddi 168 blaðsíður. Bókaútgáfan Fróði. HÉR er á ferðinni mjög læsileg barna- og unglingabók eftir ís- lenzkan höfund, sem skrifar á norsku. En þar er hann bú- settur. Albert er Borgfirðingur að sett bróðir Ólafs Ólafssonar, kristniboða. Hann hefur lengi verið skólastjóri í Oppdal í Noregi, en nú nýlega látið af því starfi. Hann hefur skrifað nokkrar barnabækur, en þetta mun vera fyrsta barnabók hans, sem þýdd er á íslenzku. Sagan gerist hér á landi og kynnir bæði nýtt og gamalt úr íslenzku þjóðlífi á skemmtileg- an hátt. Bezt er sú kynning á gömlum og nýjum tíma túlkuð með bruna torfbæjarins og byggingu nýrrar brúar í sveit- inni. Sagan lýsir heilbrigðum og sjálfstæðum unglingum við störf og leiki. Þar ber margt við eins og í lífinu sjálfu. Það er fengur að því að hafa fengið bók þessa á íslenzku. Þýðing bókarinnar er vönduð og frágangur allur góður. Eiríkur Sigurðsson. SÖGUR GESTS PÁLS80NAR í Bókasáfni AB. KOMIN er á markað áttunda bókin í bókasafni AB, en það er sem kunnugt er flokkur ís- lenzkra merkisrita í ffæðum og skáldskap, sem Almenna bóka- félagið hóf áð gefa út fyrir fjór um árum. Síðast í röðinni var Mannfækkun af hallærum, eftir Hannes biskup Finnsson, en hún kom út á öndverðu þessu ári og bjuggu þeir Jón Eyþórs- son veðurfræðingur og dr. Jó- hannes Nordal ritið til prent- unar. Að þessu sinni eru það Sögur Gests Pálssonar, sem bæt ast í safnið og hefur Sveinn Skorri Höskuldsson lektor séð um útgáfu þeirra af frábærri alúð og vandvirkni. í inngangs- ritgerð rekur hann helztu atriði í ævi Gests Pálssonar, en lýsir síðan höfundarferli hans og höfundareinkennum, og loks skrifar hann eftirmála og at- hugasemdir, þar sem hann gerir að öðru leyti nákvæma grein fyrir útgáfunni. Gestur Pálsson var fæddur að Miðhúsum í Barðastrandasýslu árið 1852. Hann varð stúdent 1875 og las næstu ár guðfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá námi og gerðist ritstjóri, fyrst í Reykjavík, en síðast í Winni- peg, og þar lézt hann sumarið 1891. Hann var fyrst kunnur af tímaritinu Verðandi, sem hann og þrír aðrir Hafnarstúdentar, þeir Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson (Einar H. Kvaran) og Hannes Hafstein sendu heim til íslands vorið 1882. Átti Gestur þar söguna Kærleiksheimilið, sem strax varð mjög vinsæl. Sama máli gegndi reyndar um flestar þær sögur aðrar, sem honum vannst aldur til að ljúka, enda alls óvíst, hvort annar skáldskapur í óbundnu máli hefur á sínum tíma orðið almenningi kunnari. í raun er Gestur fyrsti íslenzki skáldsagnahöfundurinn á evrópska vísu, og þeim sögum hans, sem þýddar voru á er- lend mál, var skipað á virðu- legan bekk. Bókin er 240 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda og bundin í Sveinabókbandinu. ANNA (ég) ANNA eftir KLAUS RIFBJERG. Síðasta verðlaunabók Norð- urlandaráðs. SKÁLDSAGAN Anna (ég) Anna eftir hinn kunna danska rithöfund Klaus Rifbjerg, er ný komin út hjá Almenna bóka- félaginu í þýðingu Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Eins og mönnum mun í fersku minni færði hún höfundi sínum heim síðustu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, og voru þau afhent á fundi ráðsins hér í Reykjavík við hátíðlcga athöfn í sl. febrúarmánuði. Var verð- launaveitingunni tekið, að því er virtist, með almennari ánægju en síðast hefur átt sér stað, enda hafa fáar skáldsögur norrænar frá síðari árum vakið jafnmikla athygli og umtal. Anna (ég) Anna varð strax mikil metsölubók í Danmörku og sjálfsagt víðar á Norðurlönd um, og er það að sönnu ekkert einsdæmi um bækur þessa gáf- aða og skemmtilega höfundar. En nú virtist mörgum það óvenju mikið kappsmál að fá að vita, hvernig bók eins og þessi yrði til,.en um það varðist höf- undurinn allra frétta. „Eigin- lega vildi ég helzt svara þessu á þá leið, að maður byrji efst í vinstra horni á pappísörk og hætti svo um það bil 200 bls. aftár“,' ’ságði Rifbjerg að þessu tilefni í blaðagrein. En gagn- rýnendurnir létu þetta ekki á sig fá. Þeir kepptust um að bera lof' á þésSa sérstæðu bók, og í þetta sinn að minnsta kosti virð ast lesendurnir hafa orðið þeim samdóma, því mælt er að fáum hafi tekizt að leggja hana frá sér að byrjuðum lestri, án þess að ljúka við hana. Hins vegar ber mönnum síður saman um, hvað það sé öðru fremur, sem geri þessa skáldsögu svo áleitna og minnisstæða. Anna (ég) Anna er mjög nú- tímaleg skáldsaga, hröð, við- burðarík og hispurslaus. Hún er 213 síður í stóru broti. VAXTARVONIR Ræður og ritgerðir. Eftir sr. Jakob Kristinsson. 207 blaðsíður. Útgefandi: Skuggsjá. EIN af þeim bókum, sem merk- astar eru af útgáfubókum í ár, er bókin Vaxtarvonar eftir séra Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastjóra. Er þetta fyrsta ritgerðasafn, sem út kem ur eftir hann. Þórleifur Bjarna- son ritar ágætan formála að bók inni. En hann ásamt Sigvalda Hjálmarssyni hafa valið efni bókarinnar í samráði við Ingi- björgu Tryggvadóttur, eftirlif- andi konu séra Jakobs. í formálanum er greint frá helztu störfum höfundarins: Prestsþjónustu meðal fslend- inga í Kanada, fræðslu og fyrir lestraflutningi, er hann var for- seti Guðspekifélagsins í Reykja vík, skólastjórn Alþýðuskólans á Eiðum einn áratug og loks störf hans sem fræðslumála- stjóra. En öll sín störf leysti hann vel af hendi. En fyrst og fremst er hann kunnur fyrir orðsins list. Hann var einn af snjöllustu ræðu- mönnum landsins. í ræðum hans fór saman fagurt mál og stíll, og var flutningur hans jafnan áhrifamikill. Ræður hans voru ávallt djúpt hugsaðar eins og sjá má af þessari bók. Eitt af því, sem einkenndi hann mjög var sannleiksholl- ustan. Það er engin tilviljun, að hann fjallaði um það efni í vígsluræðu sinni, og er hún birt í bókinni. Það er erfitt að benda á eina ritgerð fremur en aðra í þess- ari bók. Þó má nefna ritgerðina um Ólaf pramma. Þar leggur hann út af hinum undanlegu háttum hans. Það var þrennt, sem Ólafur var stöðugt að leita að: Fallegum stúlkum, pening- um og lyklum himnaríkis. Um þetta segir séra Jakob: „Leitin að lífsfyllingu og hamingju gengur gegnum alla mannkyns- söguna. Ólafur prammi reyndi að rekja þennan rauða þráð og óf úr honum þríþættan sjón- leik, er hann lék sjálfur. Fyrsti þátturinn var um ástir, annar um fégirnd, þriðji um eilífðar- þrá. Því þótt hamingjuþráin leiti víða til fanga, kemur hún þó almennt í ljós í þessu þrennu: Leitinni að elskhuga, leitinni að fé og leitinni að guði.“ Þannig kom séra Jakob auga á æðaslög lífsins bak við hvers- dagslega atburði. Hér leyfir ekki rúm að vitnað sé í fleiri ritgerðir. En snjallar þykja mér ritgerðirnar: Þung- lyndi íslendinga, Staðviðri og stopul tíð og Tómstundir, svo að nefndar séu nokkrar af styttri ritgerðum bókarinnar. Nafn bókarinnar á vel við. Allt sitt líf glæddi Jakob vonir mannanna til aukins vaxtar. „Að lifa sem fjöldans fyrirmynd í forlagastríði hörðu,“ sagði einn af nemendum hans, Kristján skáld frá Djúpalæk, í gullfallegu kvæði um hann. Og boðskapur sá, sem fellst í þess- ari bók er heillandi og mann- bætandi. Eiríkur Sigurðsson. Um hagræn atriði húseipva AÐALFUNDUR Húseigenda- félags Vestmannaeyja var hald- inn laugardaginn 31. okt. sl. Formaður félagsins Jón Hjalta- son setti fundinn og stjórnaði honum. Gerð var svohljóðandi álykt- un: „Fasteignamatið nýja, þó dýrt hafi reynzt, kann að réttlætast vegna þess, að það komi á sam- ræmi í mati á fasteignum um land allt. Af þessu tilefni skorar aðal- fundur Húseigendafélags Vest- mannaeyja á löggjafarvaldið að tryggja, að þetta verðmætismat fasteigna verði ekki notað í einu né neinu til að íþyngja fast- eignaeigendum með hækkun á gjöldum frá því sem nú er.“ Þá voru gerðar ýmsar álykt- anir á fundinum t. d. komu fram mótmæli gegn stórkost- legum hækkunum á olíuverði til húsakyndinga og í því sam- bandi skorað á ríkisstjórn og Alþingi að vinna að því að hús utan hitaveitusvæða verði upp- hituð með rafmagni og allir landsmennirnir búi við sem jafnastan húskyndingarkostnað. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt: „Húseigendafélag Vestmanna eyja beinir þeim áskorunum til húseigenda um land allt að vakna til meðvitundar um gildi húseigendatryggingar og sam- einast í baráttu til að fá þær tryggingar með sem hagstæð- ustum kjörum.“ Fundurinn fagnaði nýsettri Góðar gjafir ti! löggjöf um heimild fyrir Hús- næðismálastofnun ríkisins til þess að veita lán til kaupa á fullgerðu húsnæði. Fundurinn skoraði á stjórn Húseigendasambands íslands að vinna að stofnun húseigenda- félaga um land allt. Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir málefnum húseigenda í Vestmannaeyjum og ýmsar ályktanir gerðar varðandi þau mál. □ VEGIR VEL FÆRIR VEGIR um lágsveitir eru flestir færir, enda snjóléttir en sums- staðar eru svellalög. Múlaveg- ur, Lágheiði, Vaðlaheiði og Fljótsheiði munu þó ófærar leiðir eins og er. Vegir í Þingeyjarsýslu voru greiðfærir á mánudaginn, nema áðurnefndar heiðar, sem unnt er að sneiða hjá. □ - SLEÐINN ÖSLAÐI (Framhald af blaðsíðu 1). Framkvæmdir eru sáralitlar og lítið hefur miðað í félags- heimilinu sökum fjárskorts. Það er þó allmikið notað og líkar vel, svo langt sem það nær. Stöðugt er unnið við bygg- ingu skóla á Hafralæk í Aðal- dal og á Stórutjörnum í Ljósa- vatnsskarði, en látum athuga- semdir um heimavistarskóla bíða betri tíma. B. B. tveggja kirkna í TILEFNI 110 ára afmælis Lög mannshlíðarkirkju bárust kirkj unni eftirtaldar gjafir: Kr. 12.000 til minningar um hjónin Kristbjörgu Þorsteinsdóttur og Aðalstein Hallgrímsson, Lyng- holti, Glerárhverfi, frá börnum þeirra. Kr. 20.000 til minningar um Árna Jónasson, Jófríði Jónasdóttur, Sigtrygg ísleifsson, Núma Sigtryggsson og Kristján Sigtryggsson. Gefandi Pálína Jónasdóttir frá Steinkoti. Þá barst kirkjunni fagur altaris- dúkur unninn og gefinn af konu í söfnuðinum. Akureyrarkirbju bárust í til- efni 30 ára afmælis kirkjunnar auk áðurgreindra gjafa, kr. 10.000 frá ónefndri konu, blóma vasar frá Góðtemplurum, Akur eyri og Æskulýðsfélagi Akur- eyrarkirkju. Þá var kveikt á hluta af flóðlýsingu við kirkj- una, sem Kvenfélag Akureyrar kirkju kostar með aðstoð tveggja minningargjafa, en Ra£ veita Akureyrar sér um upp- setningu. Einnig var tekinn í notkun altarisdúkur gefinn a£ Sigríði Sigurðardóttur, Lundar götu 11. Allar þessar góðu gjafir, ann- an velvilja og mikla kii'kjusókn þökkum við af hjarta. i Sóknarnefndir og sóknarprestar. AÐALFUNDUR VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS Á AIÍUREYRI LAUGARDAGINN 3. okt. sl. hélt Félag verzlunar- og skriL stofufólks á Akureyri aðalfund að Hótel KEA. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, voru rædd almenn hags- muna- og kjaramál verzlunar- og skrifstofufólks, og hafði gest ur fundarins, Magnús L. Sveins son framkvæmdastjóri Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur framsögu um þau. Vegna tilmæla frá Landssam- bandi ísl. verzlunarmanna mun nýkjörin stjórn félagsins vinna að því næstu vikur að stofna félagsdeildii' hér við Eyjafjörð á hinum smærri stöðum, þar sem erfitt er að halda uppi sjálf stæðu félagsstarfi. Félagið mun síðan leita eftir samningum við atvinnurekendur á hinum ýmsu stöðum. Það er stefna Lands- sambands ísl. verzlunarmanna að allt starfandi verzlunar- og skrifstofufólk í landinu verði 'aðilai' að sambandinu. Stjórn F.V.S.A. skipa: Hafliði GuðmUndsson formaður, Jó- hann Bjarmi Símonarson, Kol- beinn Helgason, R.afn Sveins- son og Guðmundur Björnsson. Varastjórn: Ólafur Aðalsteins son, Kjartan Jónsson og Gunn- laugur Guðmundsson. Trúnaðarmannaráð: Baldur Halldórsson, Bragi Jóhannsson, Jóna Steinbergsdóttir, Kristófer Vilhjálmsson, Laufey Pálma- dóttir og Sigurlaug Stefánsdótt ir, öll á Akureyri, en auk þeirra einn fulltrúi frá hverjum eftir- talinna staða, er gengið hefur verið formlega frá aðild þeirra að félaginu: Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey, Hauganesi, Svalbarðs- eyri og Grenivík. I Stjórn félagsins ráðgerir að ljúka þessum skipulagsbreyting um ásamt undirritun samninga við atvinnurekendur á framan- greindum stöðum fyrir næst- komandi áramót. Félagar F.V.S.A. eru nú um 300. (Fréttatilkynning )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.