Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FERÐAMÁL TALIÐ ER, að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönn um séu 5% þjóðartekna og eru mjög vaxandi. Sú spuming hlýtur að vakna, hvers vegna þessi þróun hafi orðið, hvers vegna erlendir menn koma hingað í vaxandi mæli og hvers vegna svo mörgum ráðstefn- uin sé valinn staður hér á landi? Fyrst og fremst er lega landsins á þann veg, að það liggur rniðja vegu milli tveggja áhrifaríkustu heims- álfanna. Island er nýtt land og óþekkt fyrir þann hluta auðugra þjóða, sem eyða tíma sínum og fjár- munum í ferðalög. ísland býður ferða- og ráðstefnufólki svalt lofslag og hressandi, náttúruundur af ýmsu tagi, sem fæstu þessu fólki hefur lát- ið sig dreyma um að til væri. Og á íslandi býr 200 þús. manna þjóð, frjáls og fullvalda og það er mörgum einnig undrunarefni. Verið getur, að einhverjir erlend- ir menn eða félög komi auga á, og hafi e. t. v. þegar gert, að ísland geti orðið eitt liinna eftirsóttu ferða- mannalanda lieims í náinni fram- tíð, og að þeir reyni þá jafnframt að liagnýta sér og fjármagni sínu lient- ugt tækifæri til að auðgast á þessari atvnnnugrein, án verulegrar þátt- töku íslenzkra manna. Vörn í því máli er sú, að íslendingar taki í upp- hafi þessa tímabils, eða m. ö. o. nú þegar, ferðamálin föstum tökum, og skapi sér aðstöðu til að korna upp veigamiklum atvinnuþætti, að hætti margra annarra þjóða. Er sjáanlegur vísir að þessu starfi í höfuðborginni, þar sem loks er vakinn áhugi á hótel- byggingum og annarri þjónustustarf- semi við erlenda ferðamenn. Nýting Hlíðarfjalls og Vindheima jökuls, siglingar og sportveiði á Poll- inuin og innanverðum Eyjafirði, nyrsti grasagarður álfunnar, íslenzk- ir hestar, eru nokkur atriði, sem Akureyringar hafa í huga til að laða hingað ferðamenn, jafnhliða því að auka gistihúsarými og viðeigandi greiðasölur og viðskiptastaði, þar sem m. a. væru á boðstólum íslenzk- ir iðn- og listiðnmunir, helzt norð- lenzkir. Akureyringar hafa um margra ára skeið hugsað og rætt ferðamál, og er það vel. Sennilega væri skynsamlegt að efna til ráðstefnu um þessi mál hér. Gæti það verið að frumkvæði bæjaryfirvalda, ferðíimálaráðs, póli- tískra félaga eða annarra aðila. Yrðu þangað fengnir fróðustu menn í þessu efni til skrafs og ráðagerða og ýmsir aðilar, er þar hafa beinna hags- muna að gæta. Ferðamálum þarf að veita vaxandi athygli. □ Jónas Helgason á Grænavalni HINN 5. nóvember sl. var Jónas Helgason á Grænavatni jarð- sunginn að Skútustöðum, að við stöddu miklu fjölmenni. Hann fæddist að Skútustöð- um, 6. september 1887, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Helga Jónssonar. Bjuggu þau mestan sinn búskap á Grænavatni í Mývatnssveit og þar tók Jónas Helgason við búi eftir göður sinn. Hann kvænt- ist árið 1915 eftirlifandi konu sinni, Hólmfríði Þórðardóttur, og eignuðust þau 5 börn. Bjuggu þau á Grænavatni í 47 ár. Jónas Helgason gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, meðal annars var hann hrepp- stjóri í 20 ár. Hann var í beztu bænda röð. Þekktastur er hann þó fyrir störf sín að söngmálum. Hlotið hafði hann heiðursmerki Sambands íslenzkra karlakóra og hann var heiðursfélagi Ung- mennafélagsins Mývetningur. Hann var organisti í Skútustaða kirkju frá 1908 til dánardags. Jónas Helgason andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri 30. okt. sl. Við útför Jónasar Helgasonar flutti Páll H. Jónsson á Laug- um eftirfarandi kveðjuorð. Það er mér Ijúf skylda að verða við þeim tilmælum að mæla nokkur þakkar- og kveðjuorð hér við kistu Jónasar Helgasonai'. Þakkarskuld er ein þeirra mörgu skulda, sem aldrei vei'ð- ur að fullu greidd. En hún er fágæt að því leyti, að hún er þeim gæfa, sem skuldunautar eru. Til hennar er stofnað vegna þeirra þátta mannlegra viðskipta, sem eru af hinu góða. Höfuðstóllinn, sem sú skuld er sótt til, er af þeim góðmálmi, er hvorki mölur né ryð granda og úr þeirri námu unninn, sem aldrei gengur til þurrðar, á meðan í brjóstum mannanna slær hjarta svo ríkt, sem í barmi Jónasar á Grænavatni. Ungur gerðist Jónas Helga- son nemandi þeirrar dísar, sem í árdaga lagði mönnunum í brjóst söngþrá, sönglist og söng elsku. Þeirrar dísar, sem lætur mannsins barni óma hinn fyrsta vöggusöng, fylgir því í sorg og gleði í gegn um lifið allt, langt eða skammt, og kveður hvern íslending að lokum hinu hug- umstóra ávarpi, að dauðinn skuli koma sæll, þegar hann vill. En Jónas Helgason gerðist meira en nemandi. Hann gerð- ist hinn sanni sendiboði og læri sveinn, sem af auðlegð hjarta síns, hæfileikum og kunnáttu lagði sinn skerf til þess að boða trúna á hina góðu dís, útbreiða ríki hennar, efla það, og gefa öðrum hlutdeild í þeirri ham- ingju, sem sú trú veitti honum sjálfum. Hann var hinn sanni trúboði, efalaus, óttalaus og ótrauður að veita öðrum af auð legð síns hljómríka hjarta. Þannig stofnaði hann til þeirrar þakkai'skuldar, sem við öll og þjóðin öll á honum að gjalda, og sem er svo gott að eiga ógreidda, af því að hún er af hinu góða. Jónas Helgason átti sætí. í stjórn Söngfélagsins Heklu — Sambands norðlenzkra karla- kóra — áratugum saman. Þann ig var hann ekki einungis söng bróðir mikils fjölda söngmanna um allt Norðurland, heldur einnig leiðtogi og umfram allt fyrirmynd, vegna heitrar trúar sinnar og brennandi áhuga. Þannig eru kai'lakórarnir á Norðurlandi skuldunautai' hans. Fyrir þeirra hönd leyfi ég mér að flytja kveðju og þakkir hér á þessum stað og þessari stundu, ekki til að greiða hina óborganlegu skuld, heldur til þess eins að viðurkenna hana fyrir ástvinum hans og öllum öðrum. Fyrir höng Sögnfélags- ins Heklu kveð ég' Jónas Helga- son með dýpstu virðingu. En hér í Mývatnssveit og í héraði okkar öllu, var hlutur hans stærstur. Hér var trúboðs skóli hans, sá er hann reisti. í þessu héraði reyndi mest á þol- gæði hans, fórnfýsi og gjafmildi sönghjartans. Hér vann hann þrekraunir, en hér uppskar hann einnig þá ávexti, sem hann sáði til og auðguðu líf hans. Um starf hans að söngmálum í hans eigin sveit finn ég mig óverðugan að tala. Þar er um þann gróðurreit að ræða, hvar ég voga ekki að stíga fæti. Sá gróðurreitur blómgast í hjört- um ykkar sveitunga hans, og gróðurreitur hjartans er frið- helgur. En Jónas Helgason gerðist leiðtogi í héraðinu öllu um söng og söngmál. Hann kenndi og hvatti til dáða. Hann blés lífi í kulnaðar glæður og hann kveikti nýja elda. Hann var full trúi þjóðkirkjunnar í söngmál- um um langt skeið og hann var kaupmaður ÞANN 27. nóvember sl. var til moldar borinn Kristján Árna- son fyrrv. kaupmaður, einn af ágætum borgurum Akureyrar- bæjar. Kristján var fæddur að Lóni í Kelduhverfi, N.-Þing., þann 4. júní 1880, og var því níutíu ára þegar hann lézt, þann 20. nóv- ember. Um tvítugsaldur réðst Krist- ján til starfa hjá Magnúsi Sig- urðssyni, kaupmanni og stór- bónda að Grund í Eyjafirði. Þegar Magnús stofnaði verzlun einn af stofnendum og upphafs maður innanhéraðs að stofnun Kirkjukórasambands prófasts- dæmisins og átti sæti í stjórn þess. Einnig sá fjölmenni og gróskuríki félagsskapur á hon- um ógreidda þakkarskuld. Einn ig fyrir þá skuld leyfi ég méi' að flytja hina heitustu og dýpstu viðurkenningu. Ég full- yrði, að hugur héraðsbúa allra er þrunginn þakklætis til Jón- asar Helgasonar. Megi vissan um það vera ástvinum hans nú í dag til hugsvölunar. Einnig okkur öllum hinum mörgu, sem söknum hans og áttum því láni að fagna að eiga með honum langt samstarf og njóta árvekni hans, uppörvunar og vináttu. Einnig fyrir hönd kii'kjukór- anna í héraðinu kveð ég hann í dag með einlægri virðingu. Að lokum er mér ljúft að viðurkenna mína eigin persónu legu þakkarskuld við Jónas Helgason, þótt ég raunar hafi nú lokið erindi mínu að kistu hans í dag. Við hann átti ég langt og náið samstarf, sem aldrei féll skuggi á. En ríkust er mér þó í huga sú gæfa, að hafa kynnzt honum, notið vin- áttu hans og þeirrar örvunar til starfa, sem ég svo oft naut. Jónas Helgason var vökull mað ur og hann vakti einatt aðra. Það var gott að láta hann vekja sig og Hað reyndist líka oft nauðsynlegt. En þakkarskuld mín við hann er mál míns hjarta. Sú skuld er mér að vísu ekkert leyndarmál og mér er ljúft að viðurkenna hana nú fyrir ástvinum hans og ykkur öllum. Hitt er mér ljóst, hversu mörg tækifæri látin eru ónotuð, sem þó ef til vill hafa gefizt, til þess að greiða þó ekki væri nema brot af vöxtum þeirra skulda, sem stofnað er til á langri samfylgd við hjartríka menn. Ég kveð Jónas Helgason með djúpri virðingu og flyt ástvin- um hans mína heitustu samúð- arkveðju. á Akureyri, tók Kristján við forstöðu hennar og átti að hluta. Síðar keypti hann verzl- unina (Verzlunin Eyjafjörður) og rak hana óslitið þar til sonur hans, Gunnar Höskuldur, tók við rekstrinum. Verzlunin Eyjafjörður var löngum stærsta kaupmanna- verzlun á Akureyri, og hafði einnig mikil umsvif hvað við- vék kaupum og sölu á afurðum bænda. Kristján var mjög vinsæll og greiðasamur kaupmaður, og gott til hans að leita, og naut hann trausts og vinsælda sam- borgara sinna. Kristján starfaði mikið að félagsmálum, sérstaklega að málefnum Góðtemplarareglunn ar og var þar góður liðsmaður. Bindindismaður var Kristján alla sína ævi. Kristján var giftur Hólm- fríði Gunnarsdóttur, hinni ágæt ustu konu. Hún lézt 12. ágúst 1960. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Árna, tónlistarstjóra Ríkis útvarpsins, og Gunnar Höskuld, starfsmann á Skattstofu Reykja víkur. S. J. Páll H. Jónsson, Lauguni. Krisfján Árnason HJARTAÐ OG GÆZLA ÞESS ÞRÁTT fyrir miklar framfarir í læknavísindum og stöðuga sókn þeirra gegn sjúkdómum, hrörn- un og dauða, gefst almenningi vart að sama skapi aukinn kost ur hagnýtra fræðslurita, er efli vilja hans og getu til að verjast og vinna á þeim meinum, sem sitja um heilsu hans og líf. Það má því þykja tíðindum sæta, þegar við bætist á markaðinn nýtt rit um þesskonar efni, og þá ekki hvað sízt, ef það á erindi við allan þorra manna í svipuðum mæli og Hjartað og gæzla þess, sem Almenna bóka- félagið sendir frá sér þessa dagana. Bók þessi, Hjartað og gæzla þess, kom fyrst út í New York á sl. ári og hlaut þá strax mikla útbreiðslu. Höfundur hennar er bandarískur hjartasérfræðing- ur og geimfaralæknir, dr. Lawrence E. Lamb, en Þor- steinn Þorsteinsson dósent í líf— efnafræði við Háskóla íslands, hefur þýtt hana og búið textann í hendur íslenzkum lesendum. Þá skrifar ennfremur Árni Kristjánsson hjartalæknir for- mála fyrii' bókinni. Hjartað og gæzla þess fjallar, eins og nafnið bendir til, um starfsemi hjartans og þá sjúk- dóma í æðakerfi, sem varpa æ vofeiflegri skuggum yfir örlög manna í menningarlöndum nú- tímans og valda þar fleiri dauðs föllum en allir aðrir sjúkdómar saman lagðir. Þetta á sérstak- lega við um iðnvæddar þéttbýlis þjóðii', en einnig hér á íslandi gætir hinnar sömu uggvænlegu þróunar í vaxandi mæli. Þannig voru árið 1967 fjörtíu og fjögur af hverjum hundrað dauðsföll- um til komin fyrir kölkun í hjarta, heila eða annars staðar í æðakerfinu. En því fer þó víðs fjarri, að bókin fjalli einvörð- ungu um hegðun þeirra sjúk- dóma, sem hún tekur til. Höfuð markmið hennar er að kenna mönnum að verjast hinum mikla vágesti í tæka tíð og jafn framt að veita þeim, sem þegar hafa kennt kransæðasjúkdóms eða skyldra tilfella, hagkvæm ráð til að halda sjúkdóminum í skefjum og jafnvel að vinna bug á honum. Þá er og leikmönnum leiðbeint um einfaldar aðferðir til að bjarga lífi manna, sem fengið hafa hjartaslag, en van- kunnátta í þeim efnum hefur kostað mörg mannslíf. Bókin er 214 bls. í stóru broti, prentuð í Setbergi og bundin í Félagsbókbandinu. — Kápuna gerði Ásmar Olafsson. □ MOBY DICK KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan Mobý Dick í islenzkri þýðingu eftii' Júlíus Havsteen. Er hér um að ræða eitt stærsta skáldritið, sem félagið hefur komið á framfæri við lesendur sína, og tvímæla- laust það, sem er þeirra fræg- ast. Mobý Dick hefur lengi átt fast sæti í bókaflokkum, sem birta fremstu skáldsögur heims, og hefur enginn borið brigður á, að þar eigi hann heima. Samt vill svo til, að fá eða engin þau verk, sem heimsbókmenntasag- an kann deili á, hafa átt sér jafnóvænt örlög sem þessi skáld saga. Höfundur hennar, Her- man Melville (1819—1891), var bandarískur og hafði á unga aldri getið sér frægð fyrir fyrstu bækur sínar, _en með Mobý Dick, sem hann skrifaði þrítugur, var í raun lokið frama ferli hans — i lifanda lífi. Bók- inni var tekið af fádæma skiln- ingsleysi og fjörutíu árum síð- ar, þegar Melville lézt, flestum gleymdur, óraði víst engan fyr- ir því, að þessi sama saga mundi að mannsaldri liðnum skipa honum á bekk með stærstu önd , vegishöfundum allrartíma. Það var fyrst eftir 1919, að augu manna opnuðust fyrir þessu mikla skáldverki, en allt frá þeirri stund hefur það farið óslitna sigurför um heiminn og selzt í milljónum eintaka. Það er því ekki vonum fyrr, að þessi skáldsaga kemur út á íslenzku. Júlíus Havsteen sýslu maður varði um árabil tóm- stundum sínum' til að þýða hana og lauk verkinu nokkru fyrir andlát sitt. Bókin er 478 bls. í stóru broti, sett og prentuð í Prentsmiðj- unni Odda og bundin í Félags- bókbandinu. — Torfi Jónsson gerði kápuna. □ ÞAÐ ER SVO MARGT Lífsskilningur og lífssþeki. Erindi IV. bindi eftir Gretar Fells, 317 blaðsíð.ur. Útgefandi Leiftur h.f. EIN af nýju bókunum í ár er 4. bindi af erindasafni Gretars Fells. Þessi erindi hans hafa verið mörgum kærkomið lestr- arefni. Hann flutti oft erindi í útvarp og átti stóran hóp hlust- enda, ekki aðeins guðspekisinna heldur fjölda manna, sem vildi ekki missa af því að heyra hann ræða vandamál mannlegs lífs. í formála bókarinnar segir Sigvaldi Hjálmarsson: ,,Gretar Fells var stórvirkur fyrirlesari. Um hartnær fjörutíu ára skeið flutti hann fyrirlestra á guð- spekifélögsfundum, í útvarp og víðar og naut mikilla vinsælda fyrir ljósa og skáldlega fram- setningu og einstaklega vitur- leg lífsviðhorf. Hahn var óvenju lega frjálshuga maður og víð- skyggn.“ I þessari bók -eru tveir erinda flokkar, er hann flutti síðustu árin fyrir burtför síná. Sex erindi eru í hvorum flpkki. í fyrri flokknUm er einkum kom ið inn á dagleg viðfangsefni hvers manns. Hann heitir „Þú.“ Er þar gi'ipið á mörgu. Rætt um þig °§ fjölskylduna, uppeldið, ástina og dauðann. Hinn erindaflokkurinn heitir „Frá ínínum bæjardyrum.“ Hlý legt og viðkunnanlegt heiti á erindaflþkki. Heitir eitt þeirra / „HamingjuÍeiðin“ annað „Sál- könnun og sálgæzla" svo að eitt hvað sé nefnt. Auk þess eru í bókinni átta fyrirléstíár Um ýmis efni. T. d. ' i,Vfgslur“, „Maðurinn og dýrið“ og „Úpprísa og himnaför." En ekki er nóg að nefna heiti erind anna, menn þurfa að lesa þau sjálfh' til að njóta þeirra. Ég hygg, að Gretar Fells hafi verið einn af allra listfengustu fyrirlesurum, sem við -h öfum átt. Honum var einnig létt um að semja. Það var einhver skáld leg glóð, sem yljaði mönhum í frásögn hans. Hann benti oft á ný viðhorf og fékk áheyrendur sína til að hugsa. Þessi nýja bók hinslátna lífs- spekings er ánægjuleg til af- lestrar og girnileg til fróðleiks. Þar er gripið á mörgum vanda- málum mannlegs lífs, en kyndli trúar og bjartsýni alltaf haldið hátt á loftí. Umhana er ástæðu laust að fara mörgum orðum. Hún mælir bezt með sér sjálf. Eiríkur Sigurðsson. LEYNDARDÓMUR Á HAFSBOTNI Barna- og unglingasaga. eftir Indriða Úlfsson. Skjaldborg s.f. gefur út. ÞETTA er þriðja bókin um hann Brodda. Hún hefur öll einkenni fyrri bókanna, en er þó heilsteyptust. Þessir dug- miklu og heilbrigðu drengir, sem bókin segir frá, bjarga af- komu heimilis Brodda með sjó- sókn, þegar faðir hann veikist. Og í sambandi við sjósóknina kynnast þeir „draumaskipinu“ og á vegi þeirra verða grun- samlegir náungar, sem stunda lögbrot, og koma þeir upp um þá í lok sögunnar. Þetta eykur á spennu bókarinnar. Þessi bók er skemmtileg af- lestrar, hraði og eftirvænting í frásögninni. Og það sem mér fellur sérlega vel er það, að Indriði tengir söguhetjur sínar atvinnuvegum þjóðarinnar. í þessari er það sjósókn. Þetta tel ég mikinn kost á bókinni. Við það verður hún íslenzkari og trúverðugri. Indriði hefur kvatt sér hljóðs myndarlega sem barnabókar- höfundur og ég er þess fullviss, að hann á eftir að skrifa sitt- hvað, sem eftir verður tekið. Bjarni Jónsson, listmálari, hefur teiknað myndir í bókina og eru þær til mikillar prýði. Efnilegir drengir mættu gjarn an tileinka sér síðustu setning- ar bókarinnar: „Að heimurinn víkur til hliðar fyrir þeim, sem vita hvað þeir vilja.“ Eiríkur Sigurðsson. I ' ’ 1 f' ’ M 'jjbil' Undir Búlandstindi ÚT ER komin bókin Undir Bú- landstindi, eftir Eirík Sigurðs- son fyrrv. skólastjóra á Akur- eyri, en útgefandi er Bókaút- gáfan Norðri. Þetta eru aust- firzkir sagnaþættir og sjöunda bók í bókaflokknum Austur- land. Efni þessarar bókar er þrí- þætt. Fyrsti hlutinn fjallar um Djúpavog og Hálsþinghá, annar hlutinn er saga Hamarsdals, ábúendatal, saga eyðibýda, þjóð sögur, bundnar þessum dal o. fl. Þriðji þátturinn er um þrjá merka Austfirðinga, Ríkarð Jónsson, Inga T. Lárusson og Helga Valtýsson. Aftast í bók- inni er nafnaskrá. Bókin er 270 bls., prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar, Akureyri. □ ÉG SÉ SÝNIR SVO heitir nýútkomin bók eftir Astí’id Gilmark. Þýðandi er Eiríkur Sigurðsson en útgef- andi er Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík. Þetta er önnur bók höfundar, en hin fyrri hlaut nafnið „Sálræn reynsla mín“ í íslenzkri þýðingu. Þessi nýja bók fjallar um spiritisma, svo sem nafnið bend ir til, og þó öllu fremur um dulræna reynslu höfundar, og hvernig þeir framliðnu geta flutt heiminum gleðiboðskap- inn um framhaldslíf. □ Kvöldvökuútgáfan GETIÐ í eyður sögunnar heitir nýútkomin bók eftir séra Svein Víking, en Kvöldvökuútgáfan gefur út. Hér er um að ræða átta þætti og heita þeir: íslend- ingasögurnar, Hvers vegna byggðu landnámsmenn inn til dala og heiða? Kristinn siður og kirkjur á íslandi fyrir 1000, Kristnitakan á Alþingi, Var kirkja á hverjum bæ? Greftr- unarsiðir og graftarkirkjur, Kirknaskrá Páls biskups og Fólksfjöldi á Islandi frá upp- hafi til okkar daga. Þá hefur séra Sveinn gert vísnagátur, þriðja heftið og hafa margir gaman að leysa gáturn- ar. □ LANDIÐ ÞITT BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefur nýlega sent á markað þriðju útgáfu bókar- innar LANDIÐ ÞITT eftir Þor- stein Jósepsson. Landið þitt, fyrsta bindi, er staðfræðiorða- bók, sem greinir frá sögu og sérkennum þúsunda bæja og staða í öllum byggðum íslands. Árið 1968 kom út annað bindi af LANDINU ÞÍNU og var það ritað af Steindóri Steindórssyni, skólameistai-a. Fjallaði annað bindið um hálendi íslands og hafði einnig að geyma nafna- skrá yfir bæði bindin. Nafna- skráin er lykill að notkun bók- anna og er henni skipt í sjö megin flokka, þ. e. a. s. manna- nöfn, bækur og rit, félög og stofnanir, atburði, þjóð- og goð sagnanöfn og loks staðanöfn. Staðanafnaskráin ein telur um sjö þúsund nöfn og mun vera sú stærsta sem prentuð hefur verið hér á landi. Með endurútgáfu fyrsta bind- is af LANDINU ÞÍNU hefur út gáfufyrirtækið orðið við óskum fjölmargra aðila, sem hafa vilj- að eignazt bæði bindin, en ekki átt þess kost fram til þessa. □ LÖGFRÆÐI- HANDBÓKIN Önnur útgáfa. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefur sendt á markað endurútgáfu LÖGFRÆÐI- HANDBÓKARINNAR eftir Dr. Gunnar G. Schram, lektor í lög fræði við Háskóla íslands. Lögfræðihandbókin er fyrst og fremst ætluð almenningi, en í henni er að finna svör við mörgum þeim spurningum, sem oft heyrist varpað fram manna á meðal um lögfræðileg atriði. Fjallað er á alþýðlegan hátt um þrjár greinar lögfræðinnar, persónurétt, sifjarétt og erfða- rétt, og meginatriði lagaregl- anna á þessu sviði skýrð á ljós- an og greinargóðan hátt. Þetta eru mikilvægar greinar lög- fræðinnar og nauðsynlegt fyrir hvern og einn að þekkja grund vallaratriði þeirra. Lögfræðihandbókin kom fyrst út árið 1969, en seldist fljótlega upp o geins og að fram * an greinir er þetta önnur útgáfa bókarinnar. Höfundur segir í formála, að tekið hafi verið til- lit til þeirra lagabreytinga, sem gerðar hafi verið á þeim réttar- sviðum, sem bókin tekur til, frá því hún kom út, vorið 1969. Þar megi nefna breytingar á lögum um ættleiðingu og lögum um stofnun og slit hjúskapar. Að öðru leyti sé meginmál og efnis skipan bókarinnar í höfuðatrið- um óbreytt frá fyrstu útgáfu. □ Á HEITU SUMRI eftir HALLDÓR SIG- URÐSSON. — Bók um æsku í uppreisn, konuna og kyn- sprengjuna, æsku í ástum og bilið milli kynslóðanna. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefir nýlega sent á markað framannefnda bók, sem höfundurinn lætur gerast í Reykjavík, en á í raun réttri alla veröldina að vettvangi. Bókin fjallar um þau miklu átök og óeirðabylgju, sem hvar vetna verður vart, jafnt í austri sem vestri. Jafnframt er hér á ferðinni magnþrungin ástar- saga, sem án efa verður mikið rædd manna á meðal. Frásagnarhætti höfundar má líkja við frásögn blaðamanns, sem staddur er 'mitt í hringiðu stóratburða. Hann lýsir við- brögðum æskufólksins, hug- sjónahita og uppreisnartilraun- um, ásamt viðbrögðum þeirra sem eldri eru og fást verða við „vandamálið.“ Á HEITU SUMRI er fyrsta islenzka bókin, sem fjallar um hin nýju viðhorf, þar sem æsku fólk gerir uppreisn gegn ríkj- andi þjóðfélagsástandi, og krefst breytinga og byltinga. □ ÁGÚST Á HOFI leysir frá skjóðunni og segir frá fólki og fénaði í öllum landsfjórðungurn. — Andrés Kristjánsson, ritstj., reiddi fram. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefir sent á mai'kað ofannefnda bók. Hér er ekki um ævisögu að ræða í venju- legum skilningi, heldur bregður Ágúst upp svipmyndum af fólki og fénaði, sem hann hefur kynnzt á langri ævi. Ágúst Jónsson, áður bóndi á Hofi í Vatnsdal, er mörgum kunnur og kann frá mörgu að segja eftir langa og viðburðá- ríka ævi. Hann ferðaðist ára- tugum saman um allt land, kom næstum á hvern bæ, kynntist bændum og búaliði, og á í skjóðu sinni fjölbreyttara safn minninga heldur en almennt gerist. Ágúst er stálminnugur, skemmtinn og kíminn og segir í bók sinni óteljandi sögur af atvikum og orðaskiptum við háa sem lága. Ágúst á Hofi var um hálfa öld gangnaforingi á víðáttu- mestu afréttum landsins, þai’ sem bændur tveggja landsfjórð unga leiddu saman hesta sína i eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Hann stóð framai'lega í flokki í pólitískum sviptibylj- um héraðs síns og ekki lét ham. landsmálin alveg fram hjá sér fara. Ágúst hefir sagt að bókin sé ekki um sig, heldur um annao fólk, og eru það orð að sönnu Ágúst á Hofi leysir frá skjóð-. unni er sett í prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í preni; smiðjunni Viðey og bundin i Bókbindaranum h.f. □ ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND Björgunar- og sjóferðasaga Islands — annað bindi. BÓKAÚTGÁFAN Hraundrang . hefir sent á markað framan- nefnda bók eftir Steinar J. Lúb víksson, blaðamann, en hann e einnig höfundur fyrsta bindis :. sama bókaflokki, er kom ut í sl. ári. Annað bindi spanna. árin 1935—1941, að báðum ar um meðtöldum. í bókinni e;.' fjöldi sögulegra ljósmynda. í formálsorðum bókarinnav segir höfundur m. a„ að mei þessu ritverki sé fyrst og frems'; ætlunin að reyna að safna á einn stað þeim upplýsingum, sem enn eru fyrir hendi um bjarganir og slysfarir frá þvi’ aS Slysavarnafélagið var stofnac, og reyna á þann hátt að bjarga frá gleymsku unnum afrekurr. þeirra sem að björgunaraðgerð- um hafa staðið, svo og geymr. sögu þeirra er urðu að lúta i lægra haldi í baráttunni við óblíð náttúruöfl eða urðu fórn- arlömb átaka styrjaldarþjóð- anna. .| (Framhald á blaðsíðu 2) Karaldur Þorvaldsson KVEÐJA HARALDUR Þorvaldsson verkamaður á Akureyri var til moldar borinn 3. desember og fylgdu honum margir til grafar. Hann andaðist 26. nóvember. Hann fæddist á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi 9. nóvember árið 1885, yngstur fjögurra syst kina, sem öll eru látin, Jón kaupmaður á Akureyri, Ásgeir fyrrum bóndi á Sólborgarhóli og Guðný búsett á Skagaströnd. Foreldrar þessara systkina voru Þorvaldur Jónsson bóndi á Finnastöðum og víðar og Anna Jónsdóttir og var Harald- ur fárra ára er hún lézt. Sveinn inn var þá tekinn í fóstur, fyrst af Helgu Pálsdóttur og Sigurði Jóhannessyni á Hrafnagili en síðan fóstruðu hann Sigurlína Sigtryggsdóttir og Níels Sigurðs son á Æsustöðum til fullorðins- ára og þar kvæntist hann Ólöfu Maríu Sigurðardóttur frá Kamb hóli í Arnarneshreppi árið 1910. Hún andaðist 1941. Haraldur og kona hans bjuggu 10 ár á Eyvindarstöðum í Sölvadal, ásamt Guðjóni frá Finnastöðum, sem nú er nýlega látinn, nær 103 ára, en eftir það á Kífsá í Glæsibæjarhreppi í nokkur ár, þar til þau fluttust til Akureyrar, en þar dvöldu bæði til æviloka. Börn þeirra hjóna: Valdimar, kjötiðnaðarmaður, sem andaðist 1964, Sigurlína, ekkja Sigtryggs Þorsteinssonar, en hjá henni bjó Haraldur síðustu árin, i Eiðsvallagötu 8, Valgarður, námsstjóri á Akureyri og Bald- vin, múrari í Reykjavík. Haraldur Þorvaldsson var mikill samvinnumaður og var lengi í stjórn Akureyrardeildai’ KEA og verkalýðssamtakanna, studdi löngum Framsóknar- flokkinn og heiðraði Frarn- sóknarfélag Akureyrar hann fyrir ágæt störf. Á meðan heiis- an leyfði stundaði hann alla algenga verkamannavinnu ai sinni kunnu trúmennsku og atorku. Hann lá aldrei a liði sínu, hvorki í starfi verkamann:; eða félagsmála, var virtur borg’ ari, di-engur góður og skilaöi. löngu og farsælu dagsverki sen bóndi og bæjarmaður. xi'a. hann þökk fyrir áratuga smi * starf og vináttu. E.D. [

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.