Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1970, Blaðsíða 1
FILMU húsið Hafnarstrætj 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sleðinn öslaði Kinnarfjallsbrúnir Frumvarp um virkjanir í Þingeyjarsýslu Ófeigsstöðum 4. des. Nei, ris- mikilla frétta er vart að vænta í þrjú hundruð manna sveitar- félagi, útvarp dynur alla daga og sjónvarp flesta og flytja frétt ir ásamt öðru efni. Eitt má þó fullyrða, og sjaldan eða aldrei nefnt, að hjá okkur er ekkert atvinnuleysi og hefur aldrei verið. Þetta mætti nú kannski nefna, ekki síður en stórslátrun á bændum. Heilsufar er yfirleitt gott hér í sveit. Fólk hefur ekki tíma til að vera lasið, og a. m. k. ekki af iðjuleysi og ímynduðum veik indum. Verzlanir opnar á laugardögum VERZLANIR í bænum verða opnar til kl. 4 e. h. laugardag- inn 5. desember. Hjá KEA verða þó útibú Nýlenduvöru- deildar lokuð kl. 12 á hádegi, ásamt Kjötbúð, nema útibúin Brekkugötu 1, Byggðavegi 98 og Höfðahlíð 1, sem verða opin til kl. 4 e. h. Laugardaginn 12. desember verða flestar verzlanir opnai' til kl. 18, nema undantekningar hjá KEA verða þær sömu og laugardaginn 5. desember. SPURÐUR frétta af Stóru- tjarnarskóla og fl., sagði Valtýr Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Svalbarðsströnd: Vegur er jafnan fær um Dals mynni, en aðeins jeppafæri á Vaðlaheiðarvegi þegar bezt lætur. Stöðugt er unnið í Stóru- tjarnarskóla. í þeirri álmu skól ans, sem í smíðum er, verða heimavistir, kennaraíbúðir, skólastofur og mötuneyti. Kjall ari er undir hluta hússins. Þetta skólahús er að verða tilbúið undir tréverk og verið er að setja upp ofna, en heitt vatn frá Stórutjörnum er notað til upphitunar. Hitatap er hverf- andi og sýnist upphitun verða góð. Hæðarmismunur húss og laugar er 30 metrar. Stefnt er að því að kennsla geti hafist næsta haust. Áfram verður unnið í skólanum í vet- ur, ef fjárskortur hamlar ekki. Fjórir hreppar eru þátttakend- ur þessarar nýju stofnunar. — Formaður byggingarnefndar er Erlingur Arnórsson, Þverá, en yfirsmiður Stefán Stefánsson. Akureyrartogararnir KALDBAKUR er á veiðum, landar á Akureyri í næstu viku. SVALBAKUR landaði 137 tonnum 27. nóv. og er á veið- um. HARÐBAKUR landaði 1. des. 54 tonnum og mun hafa haldið á miðin í gærmorgun. SLÉTTBAKUR er á veiðum. Jarðlaust er fyrir sauðfé, fjár heimtur ekki fullkomnar og vantar lömb af fjalli. Mikið er búið að leita, með árangri en misjöfnum þó. Á sunnudaginn var leitað með aðstoð vélsleða en ekkert fé fannst. Var þó leitað í norðanverðum afréttum og allt til Náttfaravíkna norður. En þótt árangur yrði enginn, var þetta einskonar sáttagerð við samvizkuna, því að ekki vilja menn vita sveltandi og saklaus dýr á flækingi, þegar um húsdýr er að ræða. Sama dag og vélsleðinn öslaði um hábrýndar Kinnarfjalls- brúnir, tóku kvenfélagskonur sveitarinnar á móti kvenfélags- konum úr Reykjadal og Laxár- dal, sem komu í heimsókn í Ljósvetningabúð. Slík boð kven félaga eru árleg og auka góð kynni. Skemmtu konurnar sér við kaffidrykkju, samtöl, upp- lestur, söng, leikþátt og síðast dans. Við karlmenn álítum, að dansinn hafi verið daufur og fjölhæf tilbrigði skort, en þar eru konur einar til frásagnar. Heyin eru góð en af skornum skammti. Keypt var hátt á ann- að hundrað tonn af heyi inn í sveitina. Mest af því er gott fóður og ágætt, en frá stöku stað er heyið ögn myglað. En búskapur, sem ekki byggir á heimaræktuðu fóðri að mestu, er heldur vonlítill. (Framh. á 2) Heimtur voru ekki verulega góðar í haust. Eru nú leitar- ferðir ráðgerðar á Bleiksmýrar dal og Timburvalladal, ef ske kynni að eitthvað af fé væri enn á flækingi á afréttum þess- um. Flestir bændúr beita fé sínu eftir því sem staðhættir leyfa, gefa lítið af heyi en nokkuð af kjarnfóðri. Víðast er storka á jörð og dregur það úr notagildi beitijarðarinnar. □ Á AÐALFUNDI Tónlistarfélags ins á Akureyri þann 18. okt. sl. var kosin ný stjórn, en hún er þannig skipuð: Formaður Jón Hlöðver Áskelsson, gjaldkeri Hörður Kristinsson, ritari Soffía Guðmundsdóttii'. f vara- stjórn eru: Varaformaður Jón Sigurgeirsson, meðstjórnendur: Ingimar Eydal og Birgir Helga- son. Á blaðamannafundi kom fram, að Stefán Ágúst Kristjáns son yrði gerður heiðursfélagi en hann hefur verið einn af for- ustumönnum félagsins frá upp- hafi. „Allii' tónlistarunnendur á Akureyri standa í mikilli þakk- arskuld við Stefán Ágúst Krist- jánsson," en hann er nú fluttur til Reykjavíkur. Philip Jenkins hefur nú tekið sæti Stefáns í félagsi'áði og skipar hann ásamt Magnúsi Kristinssyni mennta- skólakennara framkvæmda- nefnd félagsins. LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um virkj un fallvatna í Þingeyjarsýslum. Flutningsmenn eru Gísli Guð- mundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson. Þar segir: 1. gr. Eftir gildistöku þessara laga er óheimilt að gera stíflu í Laxá hjá Brúum í Suður-Þingeyjar- sýslu nema að fengnu samþykki Náttúruvemdarráðs, enda hafi áður farið fram ransókn sú, sem gert er ráð fyrir í bréfi iðnaðar- ráðherra, dags. 13. maí 1970, til Laxárvirkjunar, sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu, Félags landeigenda á Laxársvæðinu og nokkurra hreppsnefnda í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Komi til stíflugerðar, skal stífluhæðin við það miðuð, að vatnsborðs- hækkun árinnar vegna stíflunn Skýrt var frá því að aðsókn að tónleikum félagsins hefði verið dræm sl. vetur og einnig á þá tónleika, sem félagið hefur gengizt fyrir á þessum vetri, Jón Hlöðver Áskelsson. ar verði ekki svo mikil, að land við Birningsstaðaflóa fari undir vatn af þeim ástæðum. Virkjun skal þannig framkvæmd, að hún hindri ekki laxrækt ofan virkjunar. 2. gr. Nú hefur Laxárvirkjun fyrir 1. des. 1970 látið gera mannvirki eða aflað sér vélbúnaðar eða efnis til virkjunar, sem ætla má, að ekki komi að gagni án hærri stíflu en gert er ráð fyrir í 1. gr., og bætir ríkissjóður þá eftir mati dómkvaddra manna tjón það, er Laxárvirkjun kann Grímsstöðum 3. des. Tíðarfar er fremur stirt en engin veður- en það voru söngtónleikar Sig- í'íðar Magnúsdóttur með undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Sjóiivarpið hafði þá greinilega dregið mjög úr áhuga almenn- ings á tónleikahaldi, því bæjar búar höfðu lagt háar upphæðir í sjónvarpstæki og voru því felld niður „óþarfa útgjöld,“ (Framhald á blaðsíðu 7) Stórutungu 3. des. Sauðfénu hefur enn mjög lítið verið gefið og hefur veturinn að því leyti verið okkur dýrmætur, ef við berum hann saman við árin á undan. Þó er hér á fremstu bæjum klístur á jörð og tæplega nógu gott til beitar. Vegir, sem heitið geta því nafni, eru allir flugfærir því mjög er snjógrunnt. að hafa orðið fyrir af þeim ástæðum. 3. gr. Ríkisstjórnin hlutast til um, að veiðimálastjóri láti fara fram og hraða rannsókn á möguleik- um til að koma upp laxveiði í efri hluta Laxár. Fall á þessum hluta árinnar er óheimilt að virkja. 4. gr. Ríkisstjórnin lætur nú þegar hefja endurskoðun fyrirliggj- andi áætlunar um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum við Dettifoss og (Framhald á blaðsíðu 7) vonzka. Dálítill snjór er kom- inn en þó er allgóð beit fyrir sauðfé. Fyrir nokkrum dögum fóru síðustu bílarnir hér um veginn. Það voru fjórir flutningabílar af Héraði, sem fluttu ull til Akureyrar og fóru austur um á mánudaginn. Eftir það mun færi hafa versnað eitthvað, en það er þó ágizkun að mestu, þar sem ekki hefur á það reynt. Á morgun er póstferð til Mý- vatnssveitar, og kemur þá í ljós hve mikill snjór er á vegum. Varla hefur sézt rjúpa í vet- ur. K. S. Mannheilt er í sveitinni og nú erum við farin að spila og skemmta okkur og ætlum að halda því áfram. Þ. J. Kynningartónleikar TÓNLEIKAR P. Jenkins hefj- ast kl. 5 í Borgarbíói í dag, laugl ardag. Q Enn unnið við Stórutjarnarskóla Nýjungar í starfsemi Tónlistarfélags Akureyrar Síðustu bílar austur Spilum og skemmtum oss

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.