Dagur - 09.12.1970, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrg'ðarinaður:
ERLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
NY STEFNA
Á ALÞINGI því er nú situr er verið
að móta nýja stefnu í náttúruvernd
eða umhverfisvemd. Hafa þrjú frum
vörp um þetta efni verið lögð fram.
Hið fyrsta þeirra er friðunarfrum-
varp á Laxár- og Mývatnssvæðinu,
endurflutt. Annað er frumvarpið
um virkjun fallvatna í Þingevjar-
sýslum, sem birt var í síðasta blaði
og sérstaklega er við það miðað að
leysa Laxárdeiluna. Og þriðja frurn-
varpið er um breytingar á orkulög-
um, sem Jónas Jónsson og nokkrir
aðrir Framsóknarmenn fluttu. Öll-
um þessum frumvörpum getur þurft
að breyta nokkuð, einkum hvað
snertir tæknileg atriði. En með þeim
virðist þó brotið blað í náttúru-
verndarmálum. Frumvarp Jónasar
stefnir að því að nota en ekki mis-
nota auðlindir náttúrunnar. Nokkur
atriði þess fara hér á eftir:
„Ráðherra skipar Náttúrugæða-
nefnd Orkustofnunarinnar, orku-
málastjóra til ráðuneytis í þeim efn-
um, er varða náttúruvernd og varð-
veizlu annarra náttúrugæða, svo og
til að leita sátta, þegar greinir á milli
ólíkra sjónarmiða um nýtingu nátt-
úruverðmæta.
Náttúrugæðanefnd skal fylgjast
með rannsóknum Orkustofnunnar
og gæta þess, að við forrannsóknir
og undirbúning virkjana sé tekið til-
lit til hvers konar náttúrugæða, sem
kunna að vera í hættu, og að náttúru
vemdarsjónarmið séu metin hverju
sinni.
Nú telja landeigendur eða aðrir
eigendur náttúrugæða sig hafa orðið
fyrir skaða eða eiga á hættu að skað-
ast af völdum virkjana eða annarra
orkumannvirkja, vegna fram-
kvæmda eða rekstrar þeirra, og er
þeim þá heimilt að vísa málinu til
náttúrugæðanefndar.“
ÚR GREINARGERÐ.
„Öllum eru kunnir Jæir stórfelldu
árekstrar, sem orðið hafa á milli
virkjunaraðila og þeirra, sem hafa
annarra hagsmuna að gæta eða vilja
varðveita margvísleg önnur náttúm-
gæði.
Mál þessi hafa J>egar valdið miklu
fjárhagslegu tjóni: Fyrir virkjunar-
aðilana, sem varið hafa miklu fjár-
magni, til tæknilegra rannsókna og
undirbúnings að virkjunarmann-
virkjum, sem ekki verða reist, a. m.
k. ekki í óbreyttu formi. Og ekki
síður fyrir þá, sem staðið hafa í
harðri baráttu til að vernda rétt sinn
og verðmæti.
Því verður tæplega á móti mælt,
að orsakir J>essara harkalegu árekstra
(Framhald á blaðsíðu 2)
Stefna Framsóknarflokksins í verki
FRAMSÓKNARFLOKKUR-
INN er allslierjarfélag eða lands
samband áhugafólks um land
allt, sem aðhyllist stefnu flokks
ins í þjóðmálum og vill veita
henni brautargengi.
Stefna flokksins er mótuð á
kjördæmaþingum, sem haldin
eru ár hvert, t. d. því, sem liald
ið var á Akureyri 7. október í
hausí, og formlega ákveðin í
megindráttum á flokksþingum,
sem haldin eru fjórða hvert ár,
en síðan nánar útfærð til fram-
kvæmda af niiðstjórn flokksins,
þar sem sæti eiga um 90 full-
trúar frá kjördæmunum, flokks
þingi, þingflokknum og Sam-
bandi ungra Framsóknar-
manna, valdir samkvæmt flokks
lögum.
f alþingiskosningunum 1967
greiddu rúmlega 27 þús. kjós-
endur Framsóknarflokknum at
kvæði sín, eða 28.1% kjósendai
í landinu. Og 18 þingmeim
Framsóknarflokksins úr öllum
kjördæmum landsins eiga nú
sæti á Alþingi. Níu þeirra eru-
frá Norðurlandskjördæmum
norðanlands og austan, þrír úr
hverju, tveir úr Suðurlands-
kjördæmi, einn úr Reykjanes-
kjördæmi, tveir úr Vesturlands
kjördæmi og tveir úr Vestfjarða
kjördæmi. f Norðurlandskjör-
dæmi eystra hlaut flokkurinn
4525 atkvæði eða 43.3% og þrjá
þingmenn kjörna, eins og fyrr
segir.
Á Alþingi kemur stefna
flokksins fram í reynd. Þar
leggja þingmennirnir frani þau
frumvörp til laga, sem flokkur-í
inn styður, samkvæmt stefnu
sinni, og tillögur þeirra til
„þingsályktunar" um undirbún
ing löggjafar, rannsóknir og
stjórnmálaefni af ýmsu tagi.
Þessi málflutningur Framsókn-
armanna á Alþingi gefur jafn-
framt til kynna, hvemig hann
myndi standa að stjómmála-
starfi við aðra flokka, ef til
kæmi. En í umræðum um sam-
starf flokka er kjörorð Fram-
sóknarflokksins: Að láta mál-
efnin ráða.
Á Alþingi því sem nú siturl
og í fyrra hefur stefna flokks-
ins í verki komið mjög glöggt
fram, m. a. í flutningi þeirra
þingmála, sem hér á eftir verð-1
ur stuttlega getið í þessu blaðl
og síðar.
VERNDUN OG EFLING
LANDSBYGGÐAR.
Frumvarp til laga um Byggða
jafnvægisstofnun ríkisins og
ráðstafanir til að stuðla að
verndun og eflingu landsbyggð-
ar og koma í veg fyrir eyðingu
lífvænlegra byggðarlaga. Efni
þessa frumvarps er, að koma
upp fjárhagslega öflugri þjóð-
félagsstofnun, sem yfirtæki
hinn tiltölulega vanmáttuga At
vinnujöfnunarsjóð, en fengi
auk þess 2% af árlegum tekjuml
ríkissjóðs, og auk þess nánar
tilgreinda heimild til lánsfjár-
öflunar og einbeiti sér að því
viðfangsefni, er að framan grein
ir, með áætlunargerðir og fjár-'
hagslegum stuðningi í ýmsu
formi, svo sem skilgrient er í
frumvarpinu.
Þess er vænst, að slík starf-
semi myndi skapa nokkurt mót
vægi gegn ofvexti höfuðborgar
innar og hinni gífurlegu fjár-i
festingu, sem átt hefur sér stað
þar og enn eykst með stórvirkj-
unum og stóriðju.
ÞJÓÐARÁTAK í
ÚTGERÐARMÁLUM.
Frumvarp til laga um togara-
útgerð ríkisins og stuðning við
útgerð sveitarfélaga. Með frum,
komi á fót stórútgerð togara og
annarra fiskiskipa, sem nefnist
Togaraútgerð ríkisins og kaupi
lilutabréf í útgerðarfélögum,
sem stofnuð eru fyrir forgöngu
eða þátttöku sveitarfélaga. Rík-
isútgerðin haldi skipum sínum
til veiða í því skyni að hagnýta
fiskimiðin sem bezt og stuðla
með því að öflun hráefnis fyrir
fiskiðnaðinn, enda sé afli lagð-
ur á land með hliðsjón af at-
vinnuástandi einstakra byggðar
laga, sem til greina koma.
Skip ríkisútgerðarinnar skulu
smíðuð innanlands eftir því sem
unnt er. Henni skal heimilt meðí
nánar tilteknum skilyrðum, að
selja einstök skip fiskverkunar-
stöðvum og félagssamtökum,
sem stofnuð eru fyrir forgöngu
sveitarfélaga, en haldi þó sjálf
ávallt eftir lágmarkstölu skipa
til útgerðar. í öðru frumvarpi
leggur flokkurinn til, að Fisk-
veiðisjóði verði gert kleift að
lána allt að 85% af stofnverði
fiskiskipa í stað 75% nú.
FORYSTA f ATVINNUMÁL-
UM LANDSINS í IIEILD.
Frumvarp til Iaga um At-
vinnumálastofnun undir stjórn
kjörinna fulltrúa frá Alþingi og
ýms^a landssamtaka launþegjí
og framleiðenda. Hlutverk henn
ar á að vera: f fyrsta lagi að
semja áætlanir til langs tíma
um þróun atvinnuveganna og
marka stefnu í atvinnumálum
þjóðarinnar. f öðru lagi, a'ð hafal
forgöngu um gerð framkvæmda
áætlana. í þriðja lagi, a'ð beita
sér fyrir ráðstöfunum til að
auka atvinnuöryggi. f fjórða
lagi, að liafa á hendi heildar-i
stjórn fjárfestingarmála og þá
einkum með því að setja um
þau ahnennar reglur. Með
ákvör'ðunum í fjárfestingarmál
um skal stefnt a'ð hagræðingu
fjárfestingar í landinu og skulu
þær við það miðaðar, að sú fjár1
festing sitji í fyrirrúmi, sem
nauðsynlegust er og einkum að-
kallandi, samkvæmt gildandi
áætlun á hverjum tíma. Gert er
ráð fyrir, að ríkisstofnun, sem
nú starfar á sviði atvinnumála,
verði falið að annast skýrslu-
og áætlunargerð, skrifstofustörf
fyrir Atvinnumálastofnunina og
leggja henni þau gögn í liendur,
er hún þarf á að halda og óskar
eftir.
Tónlistarkynning
SÍÐASTLIÐINN laugardag fór
fram í Borgarbíói á Akureyri
hin fyrsta af fjórum fyrirhuguð
um tónlistarkynningum á veg-
um Tónlistarfélags Akureyrar.
Philip Jenkins lék og kynnti
stutt píanóverk af vinsældalist-
anum, eins og sagt var í kynn-
ingu. En hann hefur tekið að
sér að annast þær allar.
Eftir aðsókn og undirtektum
að dæma, er þess að vænta, að
slíkri nýbreytni í starfsemi Tón
listarfélags Akureyrar verði vel
tekið af hálfu bæjarbúa. Svo
ánægjulega brá við, að í Borg-
arbíói var nú setinn bekkurinn.
Ekki var'ð betur fundið, en
áheyrendur nytu vel þess sem
fram var reitt.
Philip Jenkins hafði sett sam
an mjög áheyrilega efnisskrá,
sem náði yfir tímabilið allt frá
byrjun átjándu aldar og fram
á tuttugustu öld.
Allt voru þetta stutt verk og
vel þekkt, en mörg þeirra skín-
andi perlur. Ég nefni aðeins
sónöturnar tvær eftir Dom.
Scarlatti og Arabeskc Schu-
manns. Þessi verk, svo og önn-
VARNIR GEGN MENGUN.
Tillaga til þingsályktunar um
að undirbúin verði löggjöf um
ráðstafanir til varnar mengun í
lofti og vatni. Þessi tillaga hef-
ur þegar verið samþykkt á
þingi því, er nú situr.
SETA RÁÐHERRA
í NEFNDUM.
Tillaga til þingsályktunar um,
að Alþingi lýsi yfir því, að það
telji óheppilegt og óviðeigandi,
að ráðherrar sitji í stjórnum og
nefndum, sem lúta yfirstjórn
ríkisstjórnar og ráðlierra. Til-
laga þessi var fyrst flutt í fyrra-
haust og aftur nú, en hefur ekki
verið tekin til umræðu, þegar
þetta er ritað.
RAFVÆÐING SVEITANNA.
Frumvarp um breytingu- á
orkulögum þess efnis, að Orku
stofnunin skuli gera áætlun um
það, hvernig hagkvæmt verði að
ljúka rafvæðingu landsins eigi
síðar en fyrir árslok 1973, og að
ráðherra skuli, að fenginni
þeirri áætlun, gera tillögur til
Alþingis um öflun fjár til þess
að framkvæma áætlanirnar inn
an þeirra tímatakmarka, er fyrr
var nefnd.
FISKIÐNSKÓLI.
Af hálfu flokksins befur nú
verið flutt frumvarp til Iaga um
stofnun fiskiðnskóla. Tíu ár eru
liðin síðan tveir af þingmönn-
um flokksins lireyfðu þessul
máli fyrst á Alþingi. Milliþinga-
nefnd var skipuð og skilaði liún
áliti til ríkisstjórnarinnar fyrir
nokkrum árum, en ekki varð úr
framkvæmd. Það er lagafrum-
varp milliþinganeíndarinnar,
sem flokkurinn hefur nú tekið
til flutnings á Alþingi. Standa
nú loks vonir til að það nái
fram að ganga.
LEIÐRÉTTIN G
SKATTAMÁLA.
Flutt hafa verið af flokksins
liálfu tvö frumvörp til laga um
leiðréttingu á skattvísitölu og
um afnám söluskatts á nokkr-
um brýnustu lífsnauðsynjum.
Leiðrétting skattvísitölunnar á
að koma í veg fyrir, a'ð skatt-
framteljendur hækki í skatt-
stiga, án þess að kaupmáttur
tekna aukist.
ur, sem þarna voru flutt, eru
einkar viðkvæm og vandmeð-
farin, en svo sem vænta mátti,
handlék Philip Jenkins þau öll
af stakri nærfærni og fáguðum
smekk.
Það er mikill fengur að því,
að heyra verk, sem mönnum
eru vel kunn og oft heyrast mis
jafnlega meðhöndluð eins og
gengur, í svo vönduðum og list-
rænum flutningi, sem þarna var
raunin á.
Hann kynnti einnig höfunda
og verk á undan hverju fyrir
sig, og er vafalaust ávinningur
að því. Það er aðdáanlegt, hve
Philip Jenkins hefur þegar náð
góðum tökum á okkar örðuga
tungumáli. Hann er árei'ðanlega
í bezta lagi næmur á hljóðfall
málsins.
Philip Jenkins, sem er störf-
um hlaðinn við kennslu og kór-
stjórn, ber heiður og þökk fyrir
að efna til tónlistarkynninga,
og geta menn nú íarið að
hlakka til þeirrar næstu. Þar
mun hann leika verk eftir Bach,
Haydn, Mozart og Beethoven.
S. G.
BYRJENDABÓKIN
Ferðir Dagfinnst
dýralæknis
SAMTÍMIS því að sýningar
hófust á kvikmyndinni um Dag
finn dýralækni í Háskólabíói,
sendi Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur litprentaða bók um Ferð-
ir Dagfinns dýralæknis á mark
að. Bókin er ætluð yngstu les-
endunum. Hún er með litmynd
um á hverri síðu og lesmálið er
prentað með stóru barnabóka-
letri.
Ferðir Dagfinns dýralæknis
er byggð á sögu Hugh Loftings,
en umskrifuð af A1 Perkins.
Andrés Kristjánsson, ritstjóri,
íslenzkaði. Philip Wende ger'ði
teikningarnar.
Bókin er prentuð og bundin
í Englandi, en setningu gerði
Prentsmiðjan Edda. □
Dagfinnur dýralæknir
í f jölleikaferð
— íjórða hefti.
ÞÁ ER fjórða heftið um Dag-
finn dýralækni, í hinum eigin-
lega bókaflokki um Dagfinn,
væntanlegt á markað bráðlega.
Bókin nefnist Dagfinnur dýra-
læknir í fjölleikaferð og er að
nokkrum hluta uppistaða kvik-
myndarinnar um Dagfinn. í
bókinni segir frá því er Dag-
finnur ræðst til ferða með fjöl-
leikaflokki og sýnir þar tví-
höfðana, en lendir í fangelsi
fyrir að frelsa eitt dýranna þar
úr prísundinni. □
Töfrabifreiðin
Kitty - Kitty - bang -
bang
— annað bindi.
ÞAÐ hafa fleiri bækur verið
kvikmyndaðar heldur en Dag-
finnur dýralæknir, má þar til
nefna söguna um töfrabifrei'ð-
ina Kitty — Kitty — bang —
bang, eftir þann fræga mann,
Ian Fleming. Kitty mun senni-
lega verða jólamynd í einu kvik
myndahúsa Reykjavíkur á
þessu ári. Annað bindið um
Kitty er nýkomið á bókamark-
að, en alls verða bindin þrjú.
Kitty er gædd þeim töfrum a'ð
geta siglt og flogið, auk þess
sem hún að sjálfsögðu ekur
með miklum glæsibrag. í þessu
hefti segir frá því er Gabríel
hugvitsmaður og fjölskylda
hans sigla á Kitty til Frakk-
lands og lenda í kasti við rnargs
konar mánngerðir.
Ólafur Stephensen þýddi og
endursagði söguna um Kitty.
Myndir gerði John Burning-
ham. Bókin er prentuð og bund
in í Prentsmiðjunni Eddu. Let-
ur bókarinnar er stórt og gott
barnabókaletur. □
Glerbrotið
eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson.
ÞETTA er gullfalleg barnabók.
Hún segir frá lífi barna í sjávar
þorpi, búskap í tóttarbroti, vin-
áttúböndum, sem bresta um
skeið sökum mikilla frestinga,
og að lokum segir hún frá lang
þráðum sáttum, eftir að mikil
saga hefir gerzt.
Höfundur bókarinnar, Ólafur
Jóhann Sigurðsson, er löngu
landskunnur fyrir snilld sina og
er öðrum næmari að finna þann
streng, er lýsir tilf inningalífi
barna og unglinga. Glerbrotið
er prýtt fjölda litprentaðra
teikninga eftir • Gísla Sigurðs-
son, ritstjóra. Bókin er prentuð
á úrvalspappír með stóru barna
bókaletri í Prentsmiðjunni
Eddu. □
• •
Orlaganóttin
Þriðja bókin um
múmínálfana.
í ÖRL AG AN ÓTTINNI segir
frá ægilegu flóði, sem færir allt
í kaf í Múmíndal. Allt fer á flot,
múmínálfarnir líka og þá er að
bregðast rétt við vandanum. En
þeir eru ekki þeir einu sem ber
ast á öldunum um Múmíndal,
þar er fleira á ferðinni.
Álfasögur eru íslendingum
ekkert nýnæmi, en hins vegar
voru múmínálfarnir þeim með
öllu framandi, þegar fyrsta bók
in um þá _kam út-árið 1968. Höf-
undur þeirra er finnsk skáld-
kona og teiknari, Nove Jansson.
Hún hefur hlotið margs konar
viðurkenningar fyrir sögur sín-
ar um múmínálfana, þar á með
al hina eftirsóttu viðurkenningu
barnabókahöfunda, H. C. Ander
sen-verðlaunin .árið 1966.
Þess má einnig geta, að fyrir
löngu er hafin framleiðsla á
brúðum, sem eru eftirlíkingar á
sögupersónum Tove Jansson.
Þá hafa einnig verið framleidd-
ir sparibaukar, sem eru eins og
aðalsöguhetjan, Múmínpabbi,
og fást þeir nú í afgreiðslum
Iðnaða rbankans.
Örlaganóttin er sett í Prent-
stofu G. Benediktssonar h.f.,
prentuð í prentsmiðjunni Viðey
og bundin í 'Bókbíndaranum h.f.
Njósnari merktur X
Nýr njósnabókaflokkur í
harðjaxlastíl.
ÞETTA er fýrsta bókin i nýjum
njósnabókaflökki eftir Jack
Lancer, í þýðingu Áma Reynis-
sonai'. Hér er um að ræða æsi-
spennandi bók í sannkölluðum
harðjaxlastíl. Aðalsöguhetjurn-
ar, Christopher Cool og félagi
hans, Indíáninn Ceronimo John
son, eru stúdentar við nám í há
skóla, en þess á milli starfa
þeir fyrir bandarísku Jeyniþjón
ustuna og eltast við óþokka og
óvinveitta njósnara um allian
heim. Ekk'i skenimir það sög-
una, að með þeim félögúm starf
ar rauðhærð og raungóð* stúlka,
Spice Carter, sem einnig kann
sitthvað fyrir sér í njósnum. □
Hulinn harmur
— ástaisaga — fyrsta skáld-
saga Rósu Þorsteinsdóttur.
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör-
lygur h.f. hefir sent frá sér bók-
ina Hulinn harmur eftir Rósu
Þorsteinsdóttur, og er* þetta
jafnframt hennar fyrsta’bók.
Hulinn' harmur er ástarsaga,
gerist í íslenzkri sveit laust eft-
ir síðustu aldamót og fjáHar um
unga stúlku, Gróu í Bitru, sem
alin er úpp í fátækt og fámenni.
Duttlungár örlaganna haga því
svo, að hún ræðst til sfarfa á
stórbýli Arnórs í Undirhlíð, og
þar fer senn að draga til'stórra
tíðinda.
Rósa TÞorsteinsdóttir skrifar á
blæbrigðarlku rriáli. Hún kann
glögg deili á lífi og háttum
fólks á þeim tímum, sem sagan
gerist, og bregður upp skýrum
myndum áf ' kjörum manna.
Saga hennar er spennandi og
sannfærandi og með tilkomu
þessarar bókar má fullvíst telja,
að fram á sjónarsviðið sé komin
skáldkona, sem fylgst verði með
í framtíðinni. □
Foreldrar og börn
Uppeldishandbók með
dæmum úr daglega lífinu.
KOMIN er á markað ný upp-
eldishandbók fyrir almenning
eftir hinn heimsfræga metsölu-
höfund, Dr. Haim G. Ginott,
sem oft er nefndur Dr. Spock
barnasálfræðinnar. Bókin nefn-
ist Foreldrar og börn og er önn
ur af tveim bókum um uppeldis
mál eftir sama höfund. Hin bók
in er um uppeldi táninga og
mun koma út á næsta ári. Út-
gefandi er Bókaútgáfan Örn og
Örlygur h.f.
Bókin Foreldrar og börn er
þýdd af Birni Jónssyni, skóla-
stjóra, en Jónas Pálsson, for-
stöðumaður sálfræðiþjónustu
skóla, fylgir henni úr hlaði með
formálsorðum, og segir þar
m. a.: „Verði bókin lesin af al-
menningi, en það á hún fylli-
lega skilið, gæti það glætt mjög
skilning og áhuga fólks á þess-
um sjónarmiðum. Jafnframt
ætti hún að verða foreldrum,
kennurum og fóstrum, svo og
öllu starfsfólki í skólum, dag-
heimilum og öðrum uppeldis-
stofnunum ágætur leiðarvísir í
umgengni við börn. Ég lýsi
ánægju minni yfir útkomu bók
arinnar og leyfi mér að benda
á, að hún er auk annarra kosta,
beinlínis skemmtileg aflestmr.“
í upphafsorðum bókar sinnar
segir Dr. Haim G. Ginott: „Ekk
ert foreldri vaknar að morgni
dags með þeim ásetningi a'ð
gera barni sínu lífið leitt. Engin
móðir hugsar með sjálfri sér:
„Ég skal nauða og nöldra í dag
og vera leiðinleg við barnið
mitt hvenær sem tækifæri
gefst.“ Um morgunstund er það
hins vegar einlægur vilji
margra mæðra að þetta verði
friðsæll dagur; engin óp, rifrildi
eða þrætur. En þrátt fyrir góð-
an ásetning brýzt ófriðurinn
se’m allir hata út á ný. Enn einu
sinni stöndum við okkur að því
að segja orð sem við vildum láta
ósögð, í raddhreim sem okkur
geðjast sjálfum ekki að.
Markmig þessarar bókar er
að hjálpa foreldrum til að
fylgja uppeldisleiðum, sem eru
við hæfi barna þeirra og benda
á aðferðir til að ná settu marki
eftir þessum leiðum. Foreldrar
standa frammi fyrir hlutlægum
vandamálum, krefjast sérhæfðr
ar lausnar. Þeim er engin stoð
í innhaldslitlum ráðleggingum."
Foreldrar og börn var í hópi
metsölubóka í Bandaríkjunum
í meira en ár, gefin út í rúm-
lega hálfri milljón eintaka. Hún
hefur verið þýdd á fjölda tungu
mála og allsstaðar orðið met-
sölubók.
Dr. Haim G. Ginott er félagi
í virtustu sálfræði- og sállækn-
ingasamtökum Bandaríkjanna.
Hann er tíður gestur í sjónvarpi
og skrifar mánaðarlega greinar
um foreldra og börn í víðlesin
tímarit. Hann er lipur penni og
hefur lag á að gera grein fyrir
máli sinu með dæmum úr dag-
lega lífinu.
Foreldrar og börn fæst í
tvenns konar útgáfu, bundin
eða heft. Er hér um sama frá-
gang og sams konar brot og á
Lögfræðihandbókinni, sem gef-
in er út af sama forlagi. Bókin
er prentuð í Lithoprent h.f., en
bundin í Bókbindaranum h.f. □
Hver borgari á að llfa effir
ANDRÚMSLOFTIÐ í New
York-borg verður mengaðra
með ári hverju. Þegar 328 dag-
ar þessa árs voru að baki, töld-
ust aðeins 78 dagar með heil-
næmu og góðu lofti, en 74 dagar
voru heilsuspillandi en aðrir
dagar þar á milli. New York-
búar anda daglega að sér svo
miklu af Zenzyren, a'ð það jafn
gildir því a'ð reykja 40 sígarett-
ur, þegar loftmengun er þar
veruleg.
Eitt þúsund tonn af hydrokar
bon og yfir fjögur þús. tonn af
karbon-Monoxyd bætast í and-
rúmsloftið á hverjum degi í
borginni.
Þessar tölur hafa orðið borg-
arstjórninni umhugsunarefni og
nú er búið að samþykkja þar
miklu strangari lög en áður
voru, sem sennilega ganga í
gildi strax á næsta ári. Þá á
hver einasti borgari þessarar
sjö milljóna borgar að taka þátt
í aðgerðum gegn mengun, vera
einskonar varalögreglumaður í
þessu efni. Menn eiga að „gæta
loftsins og vernda það“. Menn
eiga að kæra þá, sem menga
loftið og fá hluta sektanna.
Mengunarsektir margfaldast,
samkvæmt hinum nýju lögum
og það verður leyfilegt að sekta
menn á staðnum fyrir meng-
unarbrot. Sem dæmi um það,
sem bannað verður, er það, að
ekki má láta bíl ganga á staðn-
um í hægagangi nema eina
mínútu. Undantekningar aðeins
veittar strætisvögnum, á meðan
afgreiðsla og farþegaskipti fara
einskonar varalögreglumaður í
fram. Þá er í hinum nýju
lögum miklu strangari ákvæði
um hverskonar iðnrekstur, svo
og um efnasamsetningu olíu til
kyndingar, varðandi mengun.
KIRKJAN á þessum forna sögu
stað í Hlíð er senn 110 ára
gömul. Lengi voru menn í vafa
um aldur kirkjunnar, þar sem
nákvæm tímasetning var hvergi
finnanleg í fundargerðabókum.
Það uppgötvaðist þó með að-
stoð dagbókar Jóns Boi'gfirð-
ings, þess kunna fræðimanns og
söguritara, að kirkjan var vígð
2. desember 1860. í dagbók hans
frá því ári er þannig skrifað:
„Ég ferðaðist ekkert þenna vet-
ur til nýárs, en á aðventusunnu
dag fór ég ásamt konu minni og
fleiri Akureyrarbúum upp að
Lögmannshlíð, því þann dag var
hún vígð af sóknarprestinum,
síra Sveinbirni Hallgrímssyni,
er hélt snilldarræðu. Var þar
byggð að nýju timburkirkja.“
(Menn og minjar, 1. hefti, bls.
43).
Á aldarafmæli kirkjunnar
flutti þáverandi prófastur, séra
Sigurður Stefánsson, vígslu-
biskup, stórfróðlegt erindi um
menguninni
Auk hinna venjulegu borgara,
sem settir eru til höfuðs hvers-
konar ólöglegri mengun, verðu:
fjöldi manna þjálfaður í eftir-
litsstörfum. Talið er, að kostn-
aðarhliðin vi'ð þetta eftirlit,
verði auðvelt að greiða, svo
margar og háar muni sektirnar
verða. □
kirkjuna, og var það fjölritao.
Sá, sem lét byggja kirkjuna, var
byggingameistarinn og lista-
smiðurinn, Þorsteinn Daníels-
son á Skipalóni. Hann var þá
eigandi Lögmannshlíðartorfunr.
ar (Hlíðar, Rangárvalla, Kollu-
gerðis, Bandagerðis og Hesju-
valla). Það var sjötta timbur-
kirkjan í prófastsdæminu. Yfir-
smiður var Jóhann Einarsson,
Syðri-Haga, Árskógarströno,
Einn smiðanna var skáldið Jón
Mýrdal. Nú hefir Lögmanns-
hliðarkirkja bráðum náð aö
fylla fyrsta tug annarrar aldar.
Og þá er svo komið, að hún
fullnægir ekki lengur mestum.
hluta þeirrar sóknar, sem þang-
að á að sækja, en það er Glerár
hverfi, sem hefir stækkað ört á
liðnum árum og er í Lögmanns
hlíðarsókn. Því er hafinn undi..’
búningur að byggingu nýrrai’
kirkju í Glerárhverfi.
(Úr safnaðarbréfi á Akureyrij
LögmannshlíSarkirkja
HVAR EDU MÖRKIN?
Menntamaður einn komst ný-
lega svo að orði í sjónvarpi, þar
sem rætt var um klám, að bæk
ur á borð við Rauða rúbíninn,
sem fyrrum hefðu verið taldar
hið argasta klám, sem þæri að
banna, væru nú taldar saklaus-
ar, á borð við Litlu gulu hæn-
una. í þá veru hefur álit manna
breytzt á tiltölulega fáum árum.
í nefndum þætti kom því miður
ekki viðhlýtandi skilgreining á
því, hvað væri klám í rituðu og
mæltu máli. Sú skilgreining
hefði þó mátt teljast fróðleg,
fyrir síðari tíma a. m. k. en vefst
fyrir fleirum.
MIKIL SÖLUVARA
Samkvæmt eldra mati á því,
hvað klám er, hefur það ver-
ið gert að mikilli útflutnings-
vöru og eru Danir o. fl. nefndir
í því sambandi. Þeirra klám er
uppistaða í ritum,. ljósmyndum
og kvikmyndum, sem renna út
eins og heitar lummur. Er þar
um að ræða berorðar kynlífs-
lýsingar, stóðlíf, kynvillu, kyn-
æði og slíka kynorku, að ólmh’
graðhestar mættu skammast
sín. Þessi framleiðsla hefur í
töluverðu magni borizt hingað
til lands, þrátt fyrir boð og
bönn.
KYNLÍF UNGLINGA
Læknar og aðrir, sem vita
mega, fullyr'ða, a'ð kynmök
unglinga, allt frá fermingar-
aldri, færist mjög í vöxt hér á
landi. Bera kornungar mæður,
sem eru ótrúlega margar hér á
landi, þess einnig vitni. Menn
tala og rita um, hvort þetta sé
verra eða betra, hvort hverfa
skuli til skírlífs fyrri tíma eða
taka kynmök unglinganna gó'ð
og gild en veita nauðsynlega
fræðslu um kynfæri og kynlíf
í skólum unglinganna.
FRÆÐSLA
Margir læknar telja kynferðis-
fræðslu alveg nauðsynlega, eins
og nú sé komið, til að vega á
móti vaxandi kæruleysi og
hömluleysi unglinganna, og að
sú fræðsla þoli engan bið, eins
og ástatt sé orðið. Ekki er unnt
að skella skollaeyrum við þessu,
þótt mörgum sé hugþekkari
leyndin yfir helgidómum ásta-
leikjanna fram að giftingu.
Fræðslan komi án efa í veg fyr-
ir mörg „slys“, svo sem þung-
anir kvenna, sem vart eða ekki
eru komnar af barnaldri og eiga
ekki ábyrgan lífsförunaut. Og
fræðsluleiðina hafa ýmsar þjóð
ir farið vegna knýjandi nauð-
synjar.
VITNISBURÐIR
f ritinu Konan og heimilið eru
nokkrir leiddir fram til að bera
vitni í þessu máli, sem einu
sinni var kallað viðkvæmt mál,
en er það víst naumast lengur.
Kona segir þar: Ég er engan
veginn hlynnt því að ungling-
ar á aldrinum 14—16 ára lifi
saman, kynþörf sé ekki vöknuð
þá, heldur sé þetta tízka. Sjálf
mundi ég a. m. k. nota bönn.
Um kynferðisfræðslu segir hún,
að í því efni, eins og í kristin-
dómsfræðslu, sé henni ekki
sama hver kenni. Önnur kona
segir: Við lifum byltingu í kyn
ferðismálum. Þau hafa verið
dregin fram í dagsljósið undan
aldagamalli feimnishulu og
breytt í takmarkalausa dýrkun
á manneskjunni sem kynveru.
Hjónabönd riða til falls, allir
eiga að vera frjálsir eins og dýr
merkurinnar, kvikmyndir sýna
ofurmenni, sem tekst að hafa
mök við jafn margar konur og
unnt er í tveggja klst. mynd,
systur, mæður, mágkonur og
hverja aðra.
TÍZKAN
Það er tízka, segir hún, að vera
gráðugur, traðka, heimta og
gleypa án tillits til afleiðinga.
Og konan heldur áfram og seg-
ir, að það séu þó ekki ungling-
arnir, heldur þeir fullorðnu,
sem sköpuðu þessa tízku. Húrj
sé á móti kynmökum unglinga,
og veit ekki til þess, að nokkur
hafi dáið af skírlífi. Öld eftir
öld hefur kynlíf verið bundio
hjónabandinu. Er okkar börn-
um meiri vorkunn að temja sér
að bíða? Þá yrðu þau kannski
færri, lífsþreyttu ungmennin
um tvítugt, sem þegar eiga rúst
ir að baki.
UNGI MAÐURINN SEGIR
Og svo er það ungi maðurinn I
menntaskóla, ,sem látinn er
vitna. Hann segir: Öllum dýr-
um er það eðlilegt að fullnægja
kynhvötum sínum, þegar þau
finna þess þörf. Maðurinn ei'
dýr — hugsandi dýr. Hann vero
ur kynþroska um 13—14 ára
aldur. Það væri því eðlilegt, að
hann fengi að fullnægja kyn-
hvötum sínum sem önnur dýi',
er hann verður kynþroska. 1
nútíma þjóðfélagi er þó 13—14
ára unglingur ófær um að sjá
fyrir afkvæmum sínum, sem
eru eðlileg afleiðing kynmaka.
Að öllu jöfnu verður að teija,
að unglingar séu fyrst færir um
að framfleyta afkvæmum sínum
um 20 ára aldur — þá heitii’ það
víst að vera fullþroska maður.
Á þá að bæla ni'ður kynhvatii'
unglinga í sjö ár? Ég vii svara
því neitandi. Við höfum nu yii::
að í’áða nærri 100% öruggum
getnaðarvörnum. Það verður ao
gefa öllum kynþroska ungling-
um aðgang að slíkum vörnxun
og stórauka fræðslu um þess:.
mál í barna- og unglingaskói-
um. Þeir sem vilja — þeir megT.
— hinir geta beðið. i'