Dagur - 16.12.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1970, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FJARLÖGIN MINNIHLUTI fjárveitingarnefnd- ar Alþingis segir svo í nefndaráliti sínu um fjárlög þau, sem gilda eiga fyrir næstu ár og hafa verið til um- ræðu: „Nú, þegar fjárlagafrumvarpið kom til annarrar umræðu á Alþingi, voru niðurstöðutölur tekjumegin 11.536 millj. kr. og er hækkunin frá gildandi fjárlögum 3.139 millj. Þessi hækkun er stórfelldari en dærni eru til í sögu íslenzkra fjárlaga, og það svo, að öll fyrri met á því sviði hverfa sem dögg fyrir sólu. Sem dæmi um það, hvað stórfelld þessi hækkun er, viljum við minna á það, að fjárlögin voru árið 1967, þegar kosið var til Alþingis fyrir þetta kjörtímabil, sem nú er að ljúka, 4.700 millj. kr., eða einum þriðja hærri í heild en hækkunin ein er nú, Enda þótt greiðsluafgangur á fjár- lagafrumvarpinu sé nú 400 millj. kr., mun hann ekki verða stórfelld- ur, þegar upp verður staðið, þar sem ennþá eru óuppgerðir stórir mála- flokkar, eins og lannahækkun ríkis- starfsmanna og framlög til nýrra bygginga barna- og gagnfræðaskóla og fleira. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1971 er undirlagt af áhrifum verð- bólgunnar, eins og sjúklingur af skæðum sjúkdómi. Yfir 1.100 rnillj. kr. er varið til niðurgreiðslna á vöru- verði. Þessi fjárhæð nægir þó ekki til að lialda verðlagi í skefjum nema til 1. sejjtember n. k. Enda þótt greidd- ar séu 8000 kr. í fjölskyldubætur með hverju barni, er þó kaupmáttur bótanna ekki eins mikill og fyrir ára- tug. Þessi einkenni verðbólgunnar eru augljós, en þar að auki merg- sýgur verðbólgan allan rekstur í landinu. Þá þarf að hafa það í huga í sambandi við þessa fjárlaga- afgreiðslu, eins og áður er að vikið, að ekkert fé er ætlað til að halda þeiin niðurgreiðslum áfram eftir 1. september n. k. Ljóst er af þessu, að þrátt fyrir það, að fjárlögin hækka um 3.2 milljarða kr. á einu ári, er þeim ekki ætlað að halda verðlagi í skef jum eða mæta verðhækkun nema 8 mánuði af árinu.“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrum- varpið við aðra umræðu fór fram sl. fimmtudag. Þriðja eða síðasta um- ræða fer fram í þessari viku, en gert er ráð fyrir, að hlé verði á störfum þingsins frá 19. desember. Fjárlögin fyrir 1971 verða því sénnilega aðal „jólagjöfin“ til þjóðarinnar þetta árið. □ Sfefna Framsóknarflokksins í verki EFTIRFARANDI stefnumál hefur Framsóknarflokkurinn flutt á Alþingi, auk þeirra, er fyrr getur í þessum greinar- flokki. BARÁTTAN GEGN TÚN- KALINU OG AFLEIÐINGUM ÞESS. Tillögur flokksins um þetta efni koma fram í þrem frum- vörpum, og er á öðrum stað í blaðinu (þessu blaði eða síðar), sagt frá einu þeirra, en það er frumvarp um styrk til búfjár- uppeldis til bænda, sem minnka. bústofn sinn vegna kals. Megin efni hinna frumvarpanna tveggja er sem hér segir: 1. Að á árinu 1971—1974 að báðum meðtöldum, skuli sam- kvæmt jarðræktarlögum greiða þriðjung af verði sláttutætara, framlag vegna frumvinnslu lands til grænfóðursræktunar þrefaldast, en til endurvinnslu vegna kals nálega tvöfaldast og til bygginga votheysgeymslna þrefaldast. Er sem fyrr segir ætlast til að þessi aðstoð standil í fjögur ár, en jafnframt, að framlengt verði ákvæði um jafn langan tíma um aukaframlag til að koma upp súgþu-rrkunartækj um (þriðjungur kostnaðar). 2. Þar segir svo: Nú hefur brugðizt grasvöxtur á túni vegna kals, svo að nauðsyn ber til, að dómi Búnaðarfélags ís- lands, að endurrækta túnið, tryggja lífsafkomu á jörðinni, koma í veg fyrir að hún fari í eyði og vinna að því, að véltækt tún jarðarinnar verði allt að 40 hektarar, og er þá nýbýlastjóm heimilt að veita óafturkræft framlag til endurræktunar. Það má þó ekki vera hærra en sem nemur, að viðbættu framlagi samkvæmt jarðræktarlögum 80% af ræktunar- og girðingar- kostnaði eftír meðalverði ár hvert. Framræslukostnaður kemur hér ekki til greina. Gert er ráð fyrir, að þessi aðstoð gildi um framkvæmdir áranna 1970—1974, að báðum meðtöld- um. í sama frumvarpi er lagt til, að endurbyggingarstyrkur til íbúðabygginga í sveitum verði 150 þús. kr. tíl samræmis við orðnar verðbreytingar. EFLING FRAMLEIÐNI- SJÓÐS. Frumvarp um breytingu á lögum um Framleiðnisjóð land- búnaðarins. Þetta frumvarp er um það, að tekið verði upp á ný árlegt framlag til Framleiðni sjóðs, 25 milljónir króna, að allt að tveir þriðju hlutar af fé lians megi nota sem styrki, og að til- raunir varðandi innlenda fóður öflun og lieyverkun skuli sitja fyrir öðrum verkefnum. VEÐDEILDARLÁN TRYGGÐ. í frumvarpi til laga um breyt ingu á Búnaðarbankalögunum, er svo fyrir mælt: Að veðdeild-í arlán megi nema 70% af virð- ingarverði tvö fyrstu árin og vextir 4%, og greiðist lántak- endum bæði í peningum og vaxtabréfum, sem veðdeildin gefur út. Seðlabankinn láni veð deildinni allt að 100 millj. kr. til 20 ára með 5% vöxtum og árlegt framlag úr ríkissjóði verði 20 millj. kr. Segir svo í greinargerð, að gera verði ungú fólki kleift að eignast jarðir þeg ar hinir eldri verði að hætta. En eins og nú standi sakir er starfsemi varðandi veðdeildina með öllu ófullnægjandi. FYRNING FASTAFJAR- MUNA. Fnunvarp um breytingu á skattalögunum. f frumvarpi um þau segir: Alla fastafjármuni skal fyrna miðað við áætlaðan endingartíma þeirra. Reikna skal fyrningar þannig, að sainan lagðar fymingar á hverjum tíma nemi hundraðshluta af end urkaupsverði, sem svarar til þess hluta, sem liðinn er af fyrn ingartímanum. Vegna gengis- breytinga og verðbólgu fer því nú fjarri, að þeir fyrningarsjóð- ir til endurnýjunar, sem heim- ild er um í skattalögunum, séu nægilegir. DREIFING VERKFRÆÐI- ÞJÓNUSTU. Erumvarp til laga um verk- fræðiþjónustu ríkisins á Vest- ur-, Norður-, Austur- og Suður landi. Gert er ráð fyrir, að verk fræðiráðunautar utan höfuð- LEAR KONUNGUR í þýðingn STEINGRÍMS THORSTEIKSSONAR Ljósprentuð í bandi, kr. 387,50 mcð söluskatti. Vönduð, serstæð, falleg, góð jólagjöí bókainanni. Verður tor- gæt og verðnræt innan tíðar. GAMLAR GLÆÐUR sögur eftir Jack London. Ilóka- nicnnunr bent á unrsögn í „Heima er bezt“ og lesntál á kápu bókarinnar. — 1 snotru bandi kr. 250,00, nteð söluskatti. Bókasöfnum og lestrarfélöguin er bent á, að uppiagið af Lear konungi gengur fyrirsjáanlcga til þurrðar og því öruggast, að söfn tryggi sér eintak í þesstun nránuði — bjá bóksala eða beint frá afgreiðslunni. borgarsvæðisins liafi aðsetur á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, ísafirði, Sauðárkróki og í Borg- arnesi. Frumvarp svipað þessu samdi staðsetningarnefnd ríkis- stofnana sem „vinstri stjórnm“ skipaði á sínum tíma. Hefur þaif áður verið flu-tt á Alþingi þrisv- ar sinnum, og miðar að því, að stuðla að jafnvægi rnilli lands- hlutanna á því sviði, sem liér er um að ræða. REKSTRARLÁN IÐNAÐARINS. Tillaga til þingsályktunar um rekstrarlán iðnfyrirtækja. Hún felur það í sér, að iðnfyrirtæki fái víxilkvóta tíl sölu á allt að 90 daga víxlum, er nemi allt að] þriggja mánaða framleiðslu þeirra. Og að fyrirtækin fái hlaupareikningsyfirdrátt, er svari til þriggja mánaða kaup- greiðslu hlutaðeigandi fyrir- tækis. Til sölu er SÓFASETT, sem nýtt, liagstætt verð. Uppl. í síma 2-14-30. Cleopatra HÁR- ÞURRKA með tíma- og hitastilli til sölu. Verð 2500 kr. Uppl. í síma 2-17-87. BÆKUR KVÖLD- VÖKUÚTGÁFUNNAR MEÐAL heimildarmanna að ís- lendingabók nefnir Ari fróði eina konu, sem hann segir að hafi verið margspök og óljúg- fróð, en það var Þuríður dóttir Snorra goða. Hún mundi föður sinn, sem andaðist árið 1031. Einnig vitnar hann til inárgra annarra spakra og fró'ðrá manna, er mundu langt fram. Þar á meðal voru Þorkell Gellis son föðurbróðir hans, sem hann segir að hafi verið langminnug- ur og ólyginn, Hallur í Hauka- dal og Teitur sonur ísleifs biskups, sem efalaust hefur get- að frætt hann um margt viðvíkj andi kristnitökunni á íslandi og um upphaf allsherjarríkis á ís- landi. Af þessu verður það ljóst, að Ari hefur lítinn áhuga haft á því að ljúga upp sagnfvæði sinni, þó a_ð sumir nútímafræði menn séu farnir að hafa það við orð, að eins líklegt sé, að hann hafi logið upp sögunni um Ing- ólf Arnarson og sendiför Ulf- ljóts og ýmislegt annað í sögu vorri, sem til skamms tíma hef- ur verið haft fyrir satt. Þá þyk- ir öðrum það líklegt, að hann hafi logið upp allri Landnámu, enda hafj landnámsmennirnir eigi verið annað en fjöll og hnjúkar. Heitir sú 'fræði nátt- úrunafnakenningin oig hreif i __s Sjón er sögu ríkari Wilkinson rakblað með krómlagðri egg eítir 14 rakstra Og venjulegt rakblað án krómstyrkingar eftir 14 rakstra WILKINSON HERDIR ECGINA MEÐ I . HREINU KRÓMI - HARÐARA EN PLATÍNA, HARÐARA EN STÁL Wilkinson-rakblöðin fást í öllum matvöruverzlunum vorum í 3ja og 5 blaða pökkum NÝLENDUVÖRUDEILD 5 hún mjög vísindamenn íslenzka fyrir nokkrum árum. Þessi speki er meðal annars studd með því, að enginn maður íslenzkur hafi ■ verið iæs eða skrifandi fyrr en á 12. öld og sé þá gefið mál, að öllu hljóti að hafa verið Iogið sem skrifað hafi verið um sagnfræði fyrstu þriggja áldá íslandsbyggðar og sé þvi maj klaust með öllu. Gert er ráð fýrir, að heimildarmenn Ara haf-i' vérið jafnminnislausir álr blá óg gámalmenni gerast nú á ellihælum, og geti því hvergi verið heil brú í forn- fræðum vorum. Gegn þessum firrum og ýms- úm fleiri ræðst séra Sveinn Vík ingur með mikilli skarpskyggni ög 'rökfimi í sinni nýju bók: Getið í eyður söguimar, og sýn- ir fram á, að þessi söguskoðun er á haldlitlum grunni reist, enda stangast . hún hvawetna við staðgóða þekkingu og líkur. Auk þess bendir hann á mafg- vísleg sagnfraéðileg vandamál, sem lítt hefur verið gaumur gef inn hingað tií.; Þetta er stór- athyglisv.erð bók, sem áhuga- menn um söguleg efni munu lesa sér til ávinnings og ánægju. Hins vegar dettur mér ekki í hug, áð fræSimenn af lygasöguskólanum muni líta við henni, því að sjáandi sjá þeir ekki skynja né skilja, og drott- inn hefur blindað augu þeirra og forhert hjörtu þeirra í vill- unni fcins óg Jesaja spámaður keiþst að oj'ði, pg er þá ekki von á gööp. - ' ífýrra kpm út eftir Svein Vik Thg bfáðsÍiemmfileg bók: Vinur minn og ég, sem er eins konar andleg ævisaga hans og góð við bót við hina vinsælu og mikið lesnu sjálfsaevisögu hans: Mynd ir daganna. Ekkj förlast þessum síunga manni stílgáfan og gamansem- in, sem ævinlega verður til and legrar hressingar og vitsmuna- legrar endurnæringar. Slíkar bækur eru hollar ungum sem öldnum. ........., Bénjamín Kristjánsson. Benédijkt Ingimarsson: Kvæðakvei: ÓFANNEFNDA bók sá ég fyrst á sólbláum sumardegi verkfalls mánaðarins júní, — og það var þá Ijóðabók sem virkilega gekk rauður þi-áðúr gegnum. Og ég var heppinn. Þvi að hina síð- ústu og verstu daga hvers árs, þegar allt logar í glysi á dökk- uni grunni vetrarrökkursins, vilja litlar og yfirlætislausar bækur gleymast, — einkum ef þær flytja ljóð sem eru rödd alþýðumanns í íslenzkum dal. Kvæðin hér eru að vísu ekki fáguð með sandpappír, sum dá- lítið stirðlega ort, — en það er ekki hægt að vaða gegnum þau eins og reyk. Maður rekur sig á kjarna, sem er í ætt við heil- indi berghamranna, en engan trúðleik, enga út-og-suður leik fimi. Saga héraðsins verður ekki skrifuð sem heild, nema gefinn sé gaumur að hlut alþýðuskáld- anna, alla leið frá fyrstu tíð. Eyfirzk , alþýðuskáld-saga er glæsilega auðug af góðum þátt- • uni, eigi síður en héraðanna til beggja hliða. Bændurnir í Eyja -fi-rði eiga góða fulltrúa á þeim sögubekk, og rödd þeirra gildan hlut í menningarlífi héraðsins. Kvæðakver Benedikts Ingi- marssónar er framhald á þeirri íþrótt, sem forverar hans mót- uðu, eftir að rímnaaldir runnu skeið. Að kveða- sér til hrugar- hægðar og þar með sér til þess lofs og frægðar, að varðveita andlegt fjöregg þjóðar, er raun- ar mesta afrekið í bókmennta- sögu íslendinga. Kvæðakverið er ekki stórfelldur skáldskapur, heldur „eitt af oss“, ef svo mætti að orði komast. Það er kostur, — því að aðeins örfá stórskáld vorra eru alveg laus H við trúðleik. Sumir nefna þær 1 umbúðir: hyllingasýnir og mál- töfra, — og er vandi með slíkt skrúð að fara. Gott að vera því sem minnst háður. Gott að leika á strengi af fullri djörfung eða varfærni, eftir því sem kliðir eða ómar umhverfisins gefa til- efnið hverju sinni. Sigurður Draumland. Heimsmeistarkeppni í knattspyrnu 1970 og íslenzk knattsp. 1970 ÞETTA langa bókarheiti ber ný útkomin bók frá Skjaldborg s.f., Akureyri. Þýðingu úr þýzku gerði Magnús Kristinsson kenn ari við M. A. Nær 20 blaðsíður bókarinnar er þó kafli um ís- lenzku knattspyrnuna, um landsleiki og íslandsmótið í knattspyrnu á þessu ári, enn- fremur „Hermanns þáttur Gunnarssonar“ og viðtal við Ellert B. Schram. Aðalhöfundur bókar þessarar er Wilhelm Fiseher. Hann ritar sérstakt „knattspyrnumál“, sem er myndauðugt mál, fremur en fagurt. Keims af því máli verð- ur oft vart í íslenzkum blöðum, þá er fjallað er um þessa grein íþrótta. Bók þessi er 200 bls. og í henni margar myndir. Eiguleg bók fyrir unnendur knattspyrn unnar. Hún er prentuð í Prent- smiðju Björns Jónssonar. □ Katrín Jósepsdóttir: Þankar MÓRG af kvæðunum í þessari bók bera vott Um Ijóðræna gáfu, þótt hins vegar mætti segja að stíltækni sé sumstaðar ábótavant. En hafa ekki flest íslenzk alþýðuskáld orðið að berjast við örðugleika í þeim efnum? Því að þessháttar er ekki hægt að kenna, nema að litlu leyti, og jafnvel stórskáldin hafa orðið að byggja alla sína snilld upp af eigin krafti. Og eins og allar lindir finna einhver ráð til að brjótast fram, þannig fer með skáldæðina í þessum kvæðum. Ég get ekki betur séð, en að ljóðin Móður- þel og Ljúfur, og sömuleiðis Andvaka og Þú mildi faðir, séu þau afbragðskvæði, að hvorki of né van finnist í orðanna hljóð- an, og djúpur innileiki bezti kosturinn. Hins vegar virðist lesandan- um nokkur stærri kvæðanna of viðamikil að efni, til að eiga heima í ljóðformi, en mundu sóma sér betur í hvössum ádeilu-prósa. Undantekið þó Vorljóð, sem er gott kvæði. Ekki mundi undirritaður ætla sér það árangurslausa verk að setja Ijóðasmiðum reglugerðir! En einhvern veginn get ég ekki að því gert, að mér líkar ekki dapurlegu ljóðin í þessari bók, t. d. Ruslakista, Sjálfsgagnrýni og Rekald. Sá höfundur, sem yrkir kvæði eins og Lítið Ijóð og önnur sem áður eru hér nefnd, er varla mjög fátæklega á vegi staddur. Fleiri kvæði bók arinnar sanna þetta líka: Haust, Skemmdarverk enn unnin Nú er mér létt í Iund, Svanur og í sólskini. Eða þessar línur úr kvæðinu Sólaruppkoma: Mér sýnist eins og siffonslæða sveipist milli allra hæða. Ég sé líka Kaldbak klæða kollinn sinn í geislahjúp. Fagra veröld víð og djúp. Það er eins og leiftri og ljómi lífsins dögg á hverju blómi og í sál mér syngi og hljómi sólarljóð, frá dal og núp. Sigurður Draumland. Á MÁNUDAGSMORGUNINN kom í ljós, að maurasýra hafði verið sett á olíugeyma tveggja steypubíla Norðurverks við Laxárvirkjun. Mál þetta var þegár kært, eins og í fyrra skiptið, er samskonar verk voru þar framin. Lögregluvernd sú, er Norðurverk fór fram á, að yrði á vinnustað, fékkst ekki. Jóhann Skaptason sýslumað • ur á Húsavík sagði blaðinu :i gær, að þrátt fyrir miklar yfir- heyrslur og rannsóknir, hefði ekkert upplýst í málum þess- um, og engin slóð fundizt, e unnt væri að rekja. □ SJAIU LANDIÐ ÞIII FERÐAPISTLAR OG MINNINGARÞÆTTIR EFTIR MAGNCS MAGNÚSSON RITSTJÓRA Magyuís Magniísson, ritstjóri, blaðamaður og rithöfundur hcfur verið einn litríkasti persðnulciki á sviði íslcnzkra þjóðmála og bókmennta um langt skeið. Blað hans Stonnur blés ferskum andblæ hreinskilni og óvægni inn á svið stjómmála og sjálfur var hann lcngi kenndur við þann storm. Hann var ætíð óva'ginn á ritvellinum og hreinskil- inn. ekki síður við sig sjálfan en aðra. t þessari bók Sjáðu laiulið þitt eru minningarþættir og ferðapistlar frá liðnum árum, ferðaþættir í samfylgd inargra þjóðkunnra inanna með ívafi hvers kyns fróðlciks uin land og þióð. Síðasiliðið ár kom út bókin Syndugur maður segir frá. Sú bók vakti mikla aíhygli, og seldist upp. Lesendur munu ekki síður kunna að meta þessa nýju bók Magnúsar Storms. VERÐ KR. 540 000 4- SSK. Biðjið um ísafoldar-bók og þá fáið þér góða bók. SKYRTUR J.M.J. liirnlilá FOT BUXUR Vel kiæddir menn í föfum frá Jéni M.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.