Dagur - 06.03.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1971, Blaðsíða 1
Dagur LIV. árg. — Akureyri, laugardaginn 6. mar* 1971 — li. tölublaá FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPiERING / Byggingar á Akureyri árið 1970 TÖLUR í sviga eru sambæri- legar tölur frá árinu 1969. fbúðarhús: . Hafin var bygging 27 (13) íbúðarhúsa með 97 (34) fbúðum á árinu. Skráð voru fullgerð á árinu 28 (42) íbúðarhús með 53 (98) íbúðum. Fokheld voru um sl. áramót 44 hús (45) með 113 (69 íbúðum og 15 (11) íbúð- arhús með 23 (18) íbúðum voru skemmra á veg komin. Á árinu voru því 87 (98) íbúðarhús með 189 (184) íbúðum í byggingu. Aðrar byggingar: Af öðrum byggingum sem skráðar voru fullgerðar á árinu má t. d. nefna, Loðsútun Iðunn- KIRKJUVIKAN KIRKJUVIKAN á Akureyri 'hefst á sunnudaginn og lýkur henni sunnudaginn 14. marz. Dagskrá kirkjuvikunnar verð ur borin í hús og er því ekki þörf á, að hún sé gerð að sér- stöku umtalsefni hér í blaðinu. Kjörorð kirkjuvikunnar er að þessu sinni: Auk oss trú. Kirkjuvikan á Akureyri, sem haldin er annað hvert ár, er jafnan mjög vel sótt, og vænt- anlega verður hún það einnig að þessu sinni. □ ar, hús Almennu tollvöru- geymslunnar h.f., Hjalteyrar- götu 10, Sólborg, vistheimili vangefinna, 2. áfangi Elliheim- ilis Akureyrar, vörugeymslu B. T. B., Glerárgötu 32, skipa- smíðaverkstæði Gunnlaugs og Trausta, Óseyri 18, auk fjölda bílgeymsla. Þá voru fullgerðar 12 meiriháttar breytingar og viðbætur við ýmis hús m. a. við frystihús U. A. h.f. og verk- smiðjuhús Gefjunar og Iðunn- ar. Af byggingum sem fokeldar voru um sl. áramót má m. a. nefna: Afgreiðslu- og viðgerðar hús Norðurflugs á Akureyrar- flugvelli, verkstæðis- og skrif- stofuhús Vegagerðar ríkisins, Miðhúsavegi 1, verzlunar- og skrifstofuhús Olíuverzlunar ís- lands við Tryggvabraut, tré- smíðaverkstæði Reynis s.f., Furuvöllum 1, og sements- geymslu Malar og sands h.f. Akureyri, í febrúar 1971, Byggingafulltrúi Akureyrar. Sundlaugin á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Vaxandi aSsókn aS sundlauginni Vaxandi aðsókn að Sundlaug HAUKUR Bergvinsson sund- laugarstjóri á Akureyri hefur Góð atvinna er á Skagasfrönd MIKIL atvinna hefur verið á Skagaströnd undanfai'nar vikur og unnið til kl. 10 og jafnvel Ný skíðalyfta vígð í Ólafsfirði Ólafsfirði 1. marz. Snjór hefur sigið nokkuð undanfarna daga. Múlavegur hefur verig ruddm- og er opinn til umferðar að nýju. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp í fjallinu, hér skammt ofan við bæinn, einni af þessum skíða- lyftum, serri Skíðasambandið út vegaði. í síðustu viku komu tveir fagmenn frá Svss til að ganga frá niðursetningu á henni og tengingu. Á laugai'dag kl. 4 e. h. var hún svo vígð að við- staddri bæjarstjórn og frétta- mönnum útvarps og blaða. Stefán B. Ólafsson formaður íþróttabandalags Ólafsfjarðar skýrði fyrir mönnum hvernig lyftan væri notuð. Þá færði hann bæjarstjóra og bæjar- stjórn þakkir fyrir ómetanlega (Framhald á blaðsíðu 2) lengur á kvöldin í hraðfrysti- húsinu. Arnar kom í fyrradag með 55 tonn. Örvar landaði hér 90 tonnum á mánudaginn og kemur aftur næsta mánudag með afla sinn. Og nokkuð veið- ist af hörpudiski. Þá er stöðugt unnið í skipasmíðastöðinni. Allt þetta skapar hina góðu atvinnu. Nú fjölgar fólkj á Skaga- strönd, íbúðir standa ekki leng- ur auðar og ofurlítil hreyfing er orðin á húsasölu. Hið árlega þorrablót kven- félagsins var haldið í Fellsborg 13. febrúar og var það fjölsótt- ara en nokkru sinni áður. Snjór er mikill norður á Skaga, en þar var óhemjumikill snjór. X. gefið blaðinu eftirfarandi upp- lýsingar um notkun sundlaug- arinnar á Akureyri síðustu árin. Árið 1970 var metaðsókn, en þá voru sundlaugargestirnir alls 89.305 auk skólafólks, en að því meðtöldu komu í laug- ina 118.186 gestir. En tala sund- laugargesta síðustu 6 árin er þessi: t Ái' Alm. Skólar Samt. 1965 52.375 + 29.088 = 81.463 1966 56.866 + 31.846 = 88.712 1967 63.502 + 28.614 - 92.116 1968 62.703 + 26.131 = 88.834 1969 70.394 + 27.735 = 98.129 1970 89.305 + 28.881 = 118.186 GÓÐ GJÖF FJÁREIGENDAFÉLAG Akur- eyrar hefur gefið 15 þús. krón- ur til styrktar þeim fjáreigend- um á Siglufirði, er misstu kind- -ur í snjóflóðum fyrir skömmu. Dagur veitir fúslega viðtöku gjöfum, er berast kunna af sama tilefni. □ í haustholdum í Grafarlöndum Balnandi atvinnuhorfur á Siglufirði Siglufirði 5. marz. Mikil svella- lög eru hér ennþá, og harðfenni þar sem snjór er. Á árinu 1970 vann Niðurlagn- ingaverksmiðja ríkisins úr 5400 tunnum síldar. Meginmagnið var framleitt fyrir Rússlands- markað og var sú framleiðsla öll gaffalbitar. Til Ameríku fóru eingöngu flök og til Danmerk- ur fór einnig nokkuð af flökum. En fyrir aðra erlenda markaði var framleiðsla sáralítil. Þá var framleitt fyrir innlendan mark- að. Verðmæti framleiðslunnar 1970 nam 42.627.000.00 krónum. Þar af var selt innanlands fyrir kr. 4.183.000.00. Greidd vinnu- laun voru kr. 10.789.000.00. Framleiðslan á þessu ári er ekki fullráðin enn, en viðhorf frá síðasta ári hafa breytzt, því Sáltatilraiin í Laxárdeilunni SÁTTASEMJARAR í Laxár deilunni hafa fjTÍr hönd iðn aðarráðuneytisins boðað deiluaðila á sinn fund á Ak- ureyri nú um helgina. For- sætis- og iðnaðarmálaráð- lierra, Jóhann Hafstein, mun koma liingað norður á morg- un og mun væntanlega stjóma fundinum. Tilkynnt hefur verið, að vinna við Gljúfurversvirkj- un hafi verið stöðvuð frá há- degi í gær að telja, þ. e. föstu dag, í tilefni fundarins, og mun þar komið til móts við fyrri kröfur Félags landeig- enda. Ekki er blaðinu kunnugt um ný viðhorf í Laxárdeil- unni, er auðveldi lausn lienn ar, en vera má þó, að svo sé, og gæti fundarboðun til þess bent. □ að við Rússana hafa enn ekki tekizt samningar, en þeir voru lang stærsti kaupandinn á sl. ári. Nú hefur aftur á móti verið samið við Svía um mikið magn og fyrir þá hefur Siglósíld ekki framleitt áður. Svíar leggja sjálfir til umbúðir um það, sem þeir kaupa. Þá verður framleitt þrisvar sinnum meira af gaffal- bitum fyrir Ameríkumarkað en í fyrra, þrisvar sinnum meira af flökum og nokkuð af gaffal- bitum. Til Siglufjarðar eru þeg- ar komnar 6400 tunnur af síld og væntanlegar eru næstu daga 1100 tunnur og hefur verk- smiðjan þá 7500 tunnur til að vinna úr. Er það 7—8 mánaða Fyrstihúsin í Siglufirði tóku á móti 6025 tonnum af fiski 1970. Framleidd útflutnings- verðmæti fyrir 77.600.000.00 kr. og greidd vinnulaun til verka- fólks 27.7 millj. kr. Niðurlagningarverksmiðjan er að fara í gang og eru því at- vinnuhorfur batnandi. Afla- brögðin eru fremur léleg enn- þá. J. Þ. Stórutungu 4. marz. Tryggvi Harðarson, Svartárkoti og Tryggvi Höskuldsson, Mýri fóru nýlega í eftirleit. Þeir fóru suður vesturafrétt og leituðu með sér suður að Kiðagili, en fundu ekkert fé á þeirri leið. Við Kiðagil fóru þeh' austur yfir Skjálfandafljót á ís, síðan leituðu þeir Hraunárdal og héldu að því loknu norður og leituðu með Fljótinu og um dali þá sem frá því ganga austur í hálendið. Þegar þeir komu norð ur í Grafarlönd, sem eru sunn- an við Suðurárhraun, fundu þeir loks eitt lamb, gimbur sem Tryggvi Harðarson átti. Hún var í haustholdum og leit mjög vel út. Allsstaðar þar sem hag- lendi er, var gott til jarðar. Þeir félagar voru á snjósleðum og gekk ferðin mjög greiðlega. Vél sleðinn er mesta þarfaþing, bara ekki nógu sterkbyggðir og alltof dýr. í sambandi við umræður sem fram hafa farið um vetrardvöl fólks úr þéttbýli og jafnvel út- lendinga á hinum ýmsu stöðum úti á landi væri ekki óhugsandi að bregða sér á snjósleða upp um öræfin. T. d. er dvalarstað- ur væri í Mývatnssveit, alla leið suður að Trölladyngju. Þ. J. GEIRFUGLINN FYRIR hálfri annarri öld voru síðustu geirfuglar, er til voru 1 heiminum, drepnir í Eldey. Ilinn 4. marz eignuðust svo íslendingar síðasta uppstoppaða geirfuglinn, sem til var í einka- eign, keyptu hann á uppboði í Lundúnaborg og greiddu fyrir hann 1.9 millj. ísl. króna. Opin-i' ber söfnun hafði farið fram til þessara kaupa næstu daga á undan og komu yfir 2 millj. kr. í þann sjóð. □ Kabarettinn í Sjáifstæðishúsinu SIGURÐUR D. Franzson söng- kennari hefur komið upp kabaretti fyrir Sjálfstæðishúsið á Akureyri. Þar er um að ræða skemmti- þætti af ýmsum toga, m. a. kem ur „Dísa“ fram, en allir kann- ast við hana úr sjónvarpinu og leikur Helena Eyjólfsdóttir hana. Kjartan Olafsson, Einar Haraldsson, Aðalsteinn Berg- dal og Kristján Gunnarsson kom* hwa oft leika í öskukarla þætti. Þá syngja 24 M. A. nem- endur fjörug lög og hópur stúlkna leikur „rauðsokkur“. Þá syngur hin vinsæla söng- kona Þórunn Ólafsdóttir laga- syrpu með aðstoð Hljómsveitar Ingimars Eydals, og er þó ótal- inn enn einn skemmtiþáttur Sig. D. Franzsonar. Kabarettinn í Sjálfstæðishús- inu hefur fengið hinar beztu viðtökur. Sýningar eru á föstu- dögum og sunnudögum fei. 8.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.