Dagur - 06.03.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 06.03.1971, Blaðsíða 7
 Að duga eða drepast - VIÐ ÞURFUM AÐ HAUDA VÖKU OKKAR (Framhald af blaðsíðu 4) Öll sanngirni krefst þess af öðrum ríkjum að þau við- urkenni þau fiskveiðimörk við ísland sem mest eru við- urkennd í reynd hjá öðrum þjóðum heims. Undanþágusamningurinn við Breta frá 1961 og Þjóð- verja frá 1962 verður efa- laust okkar versti „Þrándur í Götu“ en fram lijá honum verður að komast. Til þess er talið að helzt sé um tvær leiðir að velja: Að láta, sem hann sé ekki til, eða að hann sé ekki bind andi fyrir okkur vegna þess að um nauðungarsamning hafi verið að ræða. Hin leiðin er að segja samningunum upp, með t. d. sex mánaða fyrirvara, og láta svo skeika á sköpuðu með það hvað Bretar segja eða gera.“ □ Iíörfuknattleiksmót íslands í 1. deild keppa hér í íþrótta- skemmunni á Akureyri Þór og KR og hefst leikurinn kl. 4 e. h. á laugardag. □ Handknattleiksmót Islands í 2. deild hélt áfram um síðustu helgi m.a. með leik KA og Þórs. Þór sigraði KA með aðeins eins marks mun 17—16 eftir harðan og tvísýnan leik. □ (Framhald af blaðsíðu 8). Sagði hann, að kröfur um- hverfisverndar á hendur fyrir- tsekjum gætu valdið þeim rekstrarerfiðleikum, en þó hefðu þau hag af skynsamleg- um mengunarvörnum, er til lengdar léti. Ekkert fyrirtæki hefði efni á því að stórskaða umhverfi sitt, því að slíkt gæti valdið þeim miklum álits- hnekki, skapað óánægju meðal starfsfólks og beðið heim skaða bótakröfum á hendur fyrirtæk- inu. Skynsamlega rekið fyrir- tæki tekur ekki slíka áhættu. Hagnað atvinnureksturs af mengunarvörnum er þó erfitt að meta í tölum, en auðveldara að reikna út kostnaðinn. Fyrir- tæki una illa óskynsamlegum mengunarmörkum í reglugerð- um, og hljóta því að stuðla að rannsóknum, svo að hægt sé að setja skynsamleg mörk. Enn- fremur benti hann á, að náttúru vernd þrifist ekki við fátækt, og hefði því einnig hag af öfl- ugu atvinnulífi. Hér hlýtur því gagnkvæmur skilningur grund- vallaður á þekkingu að verða heilladrýgstur, fremur en ein- hliða ákvarðanir, sem annað hvort lama atvinnulífið með óraunhæfum reglugerðum, eða valda óbætanlegu tjóni á um- hverfi, og þar með einnig öðr- um atvinnugreinum. Þótt lítið hafi verið drepið á málefni einstakra landshluta á ráðstefnunni, má þó hagnýta ýmislegt er þar kom fram, til að gex-a sér grein fyrir aðsteðj- andi vandamálum á þessu sviði á Akureyri. Það er mikilvægt að koma auga á þau áður en þau fara að valda verulegu tjóni, svo hægt sé að fyrir- byggja það. Mengunarvarnir AKUREYRARBÆR AUGLÝSING Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að gera kauptilboð í húseignina Brekkugötu 4 í því skyni að reka þar æskulýðshús. Þeir íbúar í nágrenni ihússins, sem telja mál þetta varða hagsmuni sína, eru beðnir að koma athuga- semdum sínum á framfæri við undirritaðan fyrir 20. marz næstkomandi. Akureyri, 5. marz 1971. BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI, Bjarni Einarsson. Húseigendur verktakar Vandaðar og nýtízkulegar raflagnir. Teiknum og gerum verðtilboð, ef óskað er. RAFVERK Furuvöllum 5 — Sími 2-15-71 SVAVAR GUNNARSSON Sími 2-15-72 — Akureyri. eru oft dýrar, en þó er venju- lega enn dýrara að bæta skað- ann eftir að hann er orðinn, ef það er þá hægt. Enda þótt héraðið umhverfis Akureyri muni vafalaust vera einkar viðkvæmt fyrir loft- mengun vegna landslags og veðurskilyrða, mun hún þó ef- laust vera langt neðan hættu- marka enn. En sjónum beggja megin Oddeyrar þarf að gefa nánar gætur. Lágmarkskröfur, sem Akureyringar hljóta að gera til verndar Pollinum, eru, að ekki sé leitt í han meira af lífrænum efnum en svo, að þau nái að rotna eða berast burtu, án þess að um óeðlilega súr- efniseyðingu verði að ræða. Einnig þarf frárennsli bæjarins að þynnast nægilega, til að hættulaust geti talizt, að börn leiki sér í fjörunni. Úrgangsefni frá verksmiðjum verða sömu- leiðis að þynnast nægilega, svo að lífi í Pollinum og firðinum stafi ekki hætta af. Full ástæða virðist vera, að láta fara fram athugun á mengunarástandi Pollsins, svo að hægt sé að gera úrbætur í tæka tíð, þegar þörf krefur. Byrja mætti á því að láta kanna súrefnismagn sjávar á nokkrum stöðum, taka sýni til gerlarannsókna og safna upplýsingum um gerð og magn úrgangsefna frá atvinnugrein- um í bænum, og hvar þau ber- ast til sjávar. í Reykjavík veldur hinn kyrr stæði sjór í vogunum sunnan Seltjarnarness nokkrum vand- kvæðum. Þótt Akureyri leiði mun minna af úrgangsefnum til sjávar en höfuðborgin, fara þau þó öll í enda hins þrönga Eyja- fjarðai'. Við vitum lítið um, hver hreinsi- og dreifingar- afköst hans á úrgangsefnum eru. Þau eru sennilega breyti- leg eftir árstíðum, m. a. eftir vatnsmagnj Eyjafjarðarár, sem hér gegnir að líkindum mikil- vægu hlutverki. Þetta eru atriði, sem við vitum of lítið um, og þarfnast því athugunar. Eftir því sem bærinn okkar vex og dafnar, hlýtur að koma að því fyrr eða síðar, að gefa verði gaum að þessum málum. Aðeins með því að afla þekkingar á hreinsihæfni fjarðarins á mis- munandi stöðum, og hreyfingar háttum loftstrauma yfir byggð- arlaginu, er hægt að taka skyn- samlega afstöðu til staðsetn- ingu nýrra iðngreina frá sjónar miðum umhverfisverndar. □ Til sölu ódýr TRILLA. Einnig 25 ný og nýleg grásleppunet. Skipti á bíl mög'uleg. Uppl. í sínia (96) 4-11-84 á kvöldin. R M R — V S T — 9 — 3 — 8V2 — FR — FL — BM — H V SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju verður n. k. sunnu- dag kl. 10.30 f. h. Öll börn hjartanlega velkomin. — Sóknarprestar. HJALPRÆÐISHERINN Sunnudag kl. 2 e. h. sunnudagaskólinn. Kl. 20.30 almenn samkoma. Mánudag kl. 4 e. h. Heimilis- sambandið. Deildarstjóri brigader Enda Mortensen heimsækir Akureyri. Allir hjartanlega velkomnir. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU á Akureyi'i hafa borizt gjafir frá Jónínu Sigríði Jóns dóttur frá Borgarhóli kr. 100.000.00, og frá systrunum frá Steinkirkju til minningar um bróður þeirra, Harald Hallsson, kr. 20.000.00. — Stjórn sjúkrahússins sendir gefendunum innilegar þakkir. — T. G. GJAFIR til Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Gjöf frá Guðrúnu Sæmundsdóttur, Holtagötu 8, kr. 10.000.00, frá öskudagsliði Sigríðar Stefáns- dóttur kr. 547.00 og frá ösku- dagsliði Laufeyjar Birkis- dóttur kr. 300.00. — Með þökkum móttekið. — Ingi- björg R. Magnúsdóttir. AHEIT á Strandarkirkju: Kr. 500 frá S., kr. 500 frá’F. G. S. og kr. 300 frá S. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörns- son. ELDRI-DANSA- KLÚBBURINN heldur dansleik í Alþýðulnisinu laugardaginn 6. ínarz.kl. 21. — Miðasalan opnar kl. 20. Stjórnin. Góður MERCEDES BENZ 1113, árgerð 1964, með góðum stálpalli, er til sölu. Uppl. í síma 1-22-30. Til sölu FIAT MULTYPA, árg. 1960. Til sýnis að Glerárg. 26. Uppl. í síma 2-17-68. Stúlkur óskast í HRAÐFRYSTIHÚSIÐ. Upplýsingar hjá verkstjóranum. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA HF. BRUÐHJON. Hinn 27. febrúar sl. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Septína G. S. Rósants- dóttir og Stefán Aspar stýri- maður. Heimili þeirra verður að Hríseyjargötu 5, Akureyri. SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra- bíllinn — Brunaútkall, sínii 1-22-00. I.O.G.T. st. fsafold-Fjallkonan no. 1 gengst fyrir þorrablóti í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 7. þ. m. kl. 7 e. h. Upplýs- ingar gefnar á Hótel Varð- borg, sími 12600. Aðgöngu- miðar afhentir þar fimmtu- daginn 4. þ. m. kl. 5—7 e. h. Æ.F.A.K. AHar deildir « " Árshátíð félagsins verð ur haldin í Sjálfstæðis húsinu sunnudaginn 7. marz og hefst kl. 15.30. Að- gangseyrir kr. 60.00. Stór sæ- hrímnir innifalinn. — Um morguninn fer fram í íþrótta skemmunni keppni milli Æ.F.A.K. og Æ.F.S. og hefst hún kl. 1030. Eru allir ÆFAK félagar hvattir til að koma og hvetja heimamenn. Aðgangs- eyrir kr. 30.00. Þeir félagar, sem ætla að taka Sauðár- króksbúa í mat, skulu mæta í íþróttaskemmunni fyrir kl. 12.00. — Stjórnin. visTheimilinu sólborg hafa borizt þessar gjafir: Frá Árdísi Sig. kr. 1.000, frá X kr. 8.000, frá Sparisjóði Akur eyrar kr. 100.000, frá Bjarna og Steindóri (öskudagssöfn- un) kr. 346, frá Vali Knúts- syni o. fl. (öskudagssöfnun) kr. 200, minningargj. um Valdemar Guðm., Hraukbæj- arkoti kr. 500. — Samtals kr. 110.046.00. — Kærar þakkir. — Stjórn Sólborgar. ASTRALÍUSÖFNUNIN. Undir ritaður hefir tekið á móti söfnunarfé sem hér segir: Frá starfsfólki Slippstöðvarinnar kr. 15.450, frá starfsfólki gömlu sútuninni Iðunni kr. 3.400, frá starfsfólki Skógerð- ar Iðunnar kr. 3.100, frá starfs fólki Heklu kr. 11.800, frá starfsfólki Gefjunar kr. 7.200, safnað af börnum i Barna- skóla Akureyrar kr. 6.500, safnað af börnum í Barna- skóla Glerárhverfis kr. 2.550. Einnig var ég beðinn að færa gefendum og söfnurum inni- legustu þakkir þeii'ra sem gengust fyrir söfnuninni. — Birgir Snæbjörnsson. LEIÐRÉTTING. Stundum leik- ur „prentsmiðjupúkinn11 okk- ur grátt. í síðasta tölublaði misprentaðist vísa í grein Eiríks Sigurðsson. Rétt er hún svona: „Þótt himinn okkar heiður sé og blár, er húm á æðimörgu skáldasloti. — En vel er börnum veitt. Við höfum bjargað blek- sölum í ár, og bóksölum og prenturum frá þroti. — Og sama verður sjötíu og eitt.“ ->M VEGGFÓDRID, SEM ALLIR BÍÐA EFTIR, ER KOMIÐ Símar 2-16-90 2-17-90

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.