Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 4
4 3 f~.' ' Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sáffðnefnd skipuð af Hæsfaréffi í SlÐASTA blaði Dags var birt til- laga sú til þingsályktunar um sátta- nefnd í Laxárdeilunni, sem átta Framsóknarmenn lögðu frarn á Al- þingi. Þar sem nú liður að þingslok- um, getur svo farið, að hún hljóti ekki afgreiðslu í þinginu. En ekkert er því til fyrirstöðu, að forsætisráð- heira geti farið þá leið, er í tillög- unni felst. Því hefur áður verið hreyft utan þings, að hyggilegt sé að stofnun, óháð ríkisstjórninni, og þá lielzt Hæstiréttur, tilnefni sáttasemjara. Framsóknannenn á þingi leggja til að skipuð verði þriggja manna sátta- nefnd eftir tilnefningu Hæstaréttar, en slíkar sáttanefndir hafa stundum verið skipaðar í kjaiadeilum þegar mikið hefur legið við. Það nýmæli er í tillögunni, að sáttanefnd sé heimilt að -tarfa sem frjáls gerðar- dómur í deilunni, ef deiluaðilar verði sammála um að óska þess. í þessu fælist þá að líkindum það, eða gæti falist, að aðilar féllust á það fyrirfram, að hlýta úrskurði sátta- nefndar. Þannig var stundum að far- ið á þjóðveldisöld, til að útkljá við- kvæm deilumál. TiIIögumenn vekja athygli á, að ef til greina kæmi að stöðva, á kostn- að ríkissjóðs, um lengri eða skemmri tíma, vinnu við framkvæmdir við Laxá, sem nú er unnið að, mætti telja eðlilegt, að ákvörðun um slíkt yrði hluti af væntanlegu samkomu- lagi, ef það tækist, enda hefur Hæsti- réttur þegar úrskurðað Laxárvirkj- un rétt til að vinna þar verk, út af fyrir sig, en hins vegar ákveðið liig- bann við því, að breyta straumstefnu árinnar, að setlri lögbannstryggingu. Ennfremur segja tillögumenn að óhætt sé að fullyrða, að þess sé al- mennt óskað, og ekki sízt í þessum landshluta, að samkomulag takist í því deilumáli sem hér urn ræðir. Hefur það verið von margra, að nú- verandi raforkumálaráðherra tækist að koma þessu samkomulagi í kring, enda hefur hann með réttu talið það hlutverk sitt, þar sem ráðuneyti raf- orkumála ásamt Orkustofnun ber ábyrgð á því, að virkjun var ákveðin og hafin við Laxá. En rétt er talið, að Alþingi láti samkomulagstilraun- ina til sín taka á þann hátt, sem hér hefur verið að vikið. Um þessi atriði og önnur fjallar greinargerð sú, er fylgdi þingsálykt- unartillögunni. □ Húnavakan hefsl á annan í páskum HUNAVAKAN hefst í Félags- heimilinu á Blönduósi á annan í páskum. Það er Ungmenna- samband Austur-Húnvetninga sem sér um Húnavökuna og hef . ur gert frá því hún komst fyrst á. Margir eru þeir sem skemmt hafa á Húnavöku en hún hefur verið haldin í rúmlega tuttugu ár, og fjölmargir eru þeir sem sótt hafa þangað upplyftingu frá daglegri önn. í ár verða það fimm félög sem skemmta auk þess sem Blöndu- ósbíó sýnir nokkrar kvikmynd- ir. Dansað verður fimm kvöld vikunnar. Hljómsveitin Os- menn á Blönduósi leikur fyrir dansinum nema á þriðjudags- kvöldið. Þá skemmtir Hljóm- sveit Ingimars Eydal frá Akur- eyri ásamt söngvurunum Hel- enu og Bjarka. Á föstudags- kvöldið verður unglingadans- leikur. Fæstir gera sér grein fyrir því hve mikið starf er á bak við það að færa upp sjónleik. Tveir menn hafa verið frá byrj- un traustir áhugamenn í leik- starfinu og leikið öll árin. Þeir eru Bjami Einarsson og Tómas R. Jónsson. Þessir menn draga sig nú í hlé sökum aldurs. . Nú standa yfir æfingar á gamanleiknum Betur má ef duga skal eftir Peter Ustinov. Þær hófust í janúar. Leikinn á að sýna á Húnavökunni þrisvar sinnum. Þ. e. mánudagskvöld, miðvikudagskvöld og sunnu- dagseftirmiðdag. Leikrit þetta var fyrst sýnt hér á landi í Þjóð leikhúsinu sl. vetur við góðan orðstír. Þetta er því önnur upp- færsla á leiknum hér á landi. Ungmennasambandið hefur frá stofnun reynt að stuðla að eflingu íþróttalífs innan héraðs svo og ýmsum öðrum mehning- ar- og framfaramálum. Á liðnu sumri var haldið Héraðsmót í frjálsum íþróttum svo og í knattspyrnu og sundi. Þá sá sambandið um framkvæmd Meistaramóts Norðurlands, sem haldið var á Blönduósi í ágúst. Þar var einnig háð frjálsíþrótta keppni milli U.M.S.S., U.S.V.H. og U.S.A.H. á liðnu hausti gelvkst það, í samvinnu við Kaupfélag Húnvetninga, fyrir félagsmálanámskeiði. Þar voru þátttakendur um 90. í sambandi við Húnavökuna gefur sam- bandið út rit sem Húnavaka nefnist. Að venju annast Ungmenna- sambandið Húsbændavöku á þriðjudagskvöld á Húnavök- unni. Þar verður flutt erindi og tvöfaldur kvartett undir stjórn Jónasar Tryggvasonar syngur. Þá verður hagyrðingaþáttur og fleira til fróðleiks og skemmt- unar. Hjálparsveit skáta var stofn- uð á Blönduósi 24. apríl 1964. Unglingameisfaramót Isl. a skíðum haldið á Húsavík SRA sendir 38 keppendur á mótið. Fararstjórar verða þeir Stefán Jónasson og Reynir Pálmason. Tilhögun keppninn- ar er sem hér segir: Föstudagur 2. apríl. Kl. 14 mótið sett. Kl. 15.30 hefst stórsvig, keppendur alls 93, 18 stúlkur, 46 drengir 15—16 ára og 29 drengir 13—14 ára. Þá fer fram stökk og eru 8 kepp endur skráðir til leiks, 4 í hvor- um flokki. Laugardagur 3. apríl. Svig, keppendur alls 91, 18 stúlkur, 44 drengir 15—16 ára og 29 yngri, þ. e. 13—14 ára. Ganga, keppendur 15 í yngri flokki 13—14 ára, en 16 í flokki 15—16 ára. Þá verður keppt í 5 km. göngu stúlkna og er það aukagrein og mjög skemmtileg nýbreytni, en keppendur eru 3. Sunnudagur 4. apríl. Þá fer fram flokkasvig og þar keppa 2 sveitir 13—14 ára, en í 15—16 ára flokki keppa 6 sveit- ir. Þá fer fram boðganga, sem 6 sveitir taka þátt í. Alls eru keppendur skráðir til leiks í mótinu 115, og eru þeir frá: Akureyri 38, Héraðs- sambandi Þingeyinga 27, ísa- firði 19, Siglufirði 12, Reykja- vík 12 og úr Fljótum 3. □ Skíðamóf Islands 1971 haldið á Ákureyri SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 1971 fer fram á Akureyri um pásk- ana, eða frá 6.—12. apríl n. k. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, mótsstjóri verður Her- mann Sigtryggsson og yfirdóm- ari Helgi Sveinsson frá Siglu- firði. í mótið eru skráðir 78 keppendur víðsvegar að af landinu. Keppnin sjálf fer öll fram í Hlíðarfjalli. Dagskrá Skíðamóts íslands verður sem hér segir: Þriðjudagur 6. apríl: Kl. 14.00 Mótið sett: Þórir Jóns son form. SKÍ. (Við Skíðahótelið). Kl. 15.00 10 km. skíðaganga 17 —19 ára flokkur. Kl. 16.00 15 km. skíðaganga 20 ára og eldri. Miðvikudagur 7. apríl: Kl. 15.00 Stökk 20 ára og eldri Starfsemi hennar hefur ætíð verið blómleg, fundir haldnir reglulega farið í fjallgöngur og æfingaleitir og námskeið í hjálp í viðlögum sótt. Hins vegar hafa raunverulegar leitir verið fáar. Félagar sveitarinnar eru 22 og undanfarið hafa þeir æft upp Revíukabarett, sem þeir sýna tvisvar á Húnavökunni, fyrri sýningin verður á mánudag en sú síðari á föstudagskvöld. Þar verða sýndir leikþættir og sungnar frumsamdar gaman- vísur. Þá kemur hljómsveitin Ósmenn fram og fleira verður til skemmtunar. Karlakórinn Vökumenn hef- ur starfað í 12 vetur. Æfingar hafa oftast byrjað um miðjan nóvember og staðið fram í april. Kórfélagar eru nú 22. Söngstjórn hefur Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, ann- azt frá stofnun. Á Húnavök- unni í ár skemmtir karlakór- inn bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Samanstendur sú dagskrá af kórsöng og gam- anleiknum „Gullbrúðkaupið“ eftir Jökul Jakobsson. Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 10. okt. 1959. Stofn- endur voru 20. Margt gott hafa klúbbfélagar látið af sér leiða. Til dæmis er það árlega sem þeir bjóða gamla fólkinu á Hér- aðshælinu í stutta eins dags ferð um héraðið. Nokkrum sinn um hefur klúbburinn fært Hér- aðshælinu lækningatæki, t. d. smásjá, blóðrannsóknartæki og nú síðast í vetur heyrnarpróf- unartæki. Fyrir hver jól er Hér aðshælinu fært jólatré, sem stjórn klúbbsins hverju sinni setur upp og skreytir. Þá hafa Blönduóskirkju verið færðir altarisstjakar og Barna- og mið skólanum myndvarpi. Á Húnavökunni í ár verður dagskrá á laugardagseftirmið- dag í umsjá Lionsklúbbsins. Þar verður lesið upp bundið og óbundið mál úr klassiskum verkum um vorið. Einnig verð- ur flutt létt tónlist. Ekki verður selt inn á dagskrá þessa en allir velkomnir. □ H.S.Þ. vann SL. SUNNUDAG fór fram bridgekeppni í Ljósvetninga- búð milli HSÞ og UMSE. Kepptu átta fjögurra manna sveitir frá hvorum þessara aðila. Keppninni lauk með sigri HSÞ, sem hlaut 92 stig á móti 68 stigum UMSE. Þetta var fjórða bridgekeppni þessara sambanda og hefur HSÞ unnið þrívegis en UMSE einu sinni. EIRIKUR SIGURÐSSON: IIASÖTT SAMTIÐARINNÁ8 ENNTASKÓLALEIKURINN EINS og frá var sagt í 14. tölu- blaði völdu menntaskólanemar á Akureyri Rómeó og Júlíu, eft- ir Shakespeare, sem skólaleik- rit sitt á þessu skólaári. Víst er, að ekki er höfundurinn af lak- ara taginu og leikritið er víð- frægt og eitt hinna sígildu við- fangsefna, að því er virðist, þótt bráðum séu liðnar þrjár aldir síðan það var samið. Frumsýningin var svo 24. marz og var aðsókn góð og við- tökur ágætar. Leikstjórar voru frú Þórhild- ur Þorleifsdóttir og Arnar Jóns son, og hafa þau æft leikinn með nemendum hátt í tvo mán- uði. Hefur mikil vinna verið lögð í undirbúning þessara sýn- inga og leikarar verið mjög áhugasamir. Aðalhlutverkin leika Gyða Bentsdóttir og Ingólfur Steins- son. Þessi hlutverk, titilhlut- verk leiksins, eru viðamikil og erfið. Gyða hefur ágætan fram- burð svo að hvert orð hennar komst til skila, og hún sýndi viðkunnanlegt öryggi á sviðinu. Ingólfur náði allgóðum tökum á hinum blóðheita Rómeó og ástríðufulla elskhuga, en svip- brigði hans féllu ekki alltaf ná- kvæmlega að efninu. Fóstruna lék Anna Einars- dóttir, en hún er formaður Leik félags Menntaskólans á Akur- eyri. Leikur hennar og fram- sögn var með ágætum, enda mun hún ekki alger byrjandi á leiksviði. Foreldra Júlíu léku Guð- mundur Ólafsson og Valgerður Bjarnadóttir. Hlutverk þeirra eru allveigamikil. Ævar Kjartansson leikur bróðir Lárenz, er gervi hans gott en liann talar öf lágt'.' Búningár voru smekklegir og sumir fállegir. Leiksviðsbúnað- ur var eirifaldúr og leikstjór- arnir furidu góða lausn á þeim vanda, sem fylgir því að svið- setja leik, sem gerist á mörgum stöðum. Alls eru leikendur 28, óg eru sum smáhíutverkin mjog vel af hendi leyst en önnur miður. Menntaskólaleikurinn í ár er verðugt viðfangsefni, og sýnir dirfsku hins unga fólks. En það hefur þó ekki reist sér hurðarás um öxl og veldur verkefninu með sóma, þegar á heildina er litið. Sýningum lýkur fyrir páska og verða sýningar fáar hér á Akureyri,. .en .leikför til ._Siglu- fjarðar er árlegur liður þessar- ar starfsemi. Menntaskólaleikurinn er ár hvert forvitnileg tilbreytni í leikhúslífiriú. Ferskleiki hins unga fólks og nýja fólks hverju sinni, hefur góð áhrif, bætir oft að mestu eða öllu bresti þá, er fylgja kunná byrjendaskrefun- um í þéssári list- og skemmti- grein. Sumir menntaskóláleikir eru efnis- og alvörulitlir, inni- haldslausir, eins og kallað er, en eiga að vekja hlátur og gera það stúhdum. Mikill og dýr- mætur tíriíi. neménda fer í æfingar og verður ekki hjá því komist þegar sjónleik á að sýna. En þegar verkefni eru valin, sem verulegt innihald hafa og léikstjóm við hæfi, er þetta ágætur skóli út af fyrir sig, gagnstætt því er vinna er lögð í léleg verkefni, sem jafn- an þreyta leikarana og gefa þeim lítið í staðinn. Rómeó og Júlía hjá nemend- um Menntaskólans á Akureyri lyftir leiklistarlífi bæjarins á sinn hátt og því ber hinu unga fólki bæði þökk og heiður fyrir framtakið. Leikliúsgestur. VIÐ lifum á undarlegum breyt- ingatímum. Þeir minna helzt á gelgjuskeið unglinga, þar sem framtíðin er óráðin. Þannig koma okkur, mönnunum með gráu hárin, samtíðin fyrir sjónir. Eitt virðist mér þó einkenna þessa tíma mest. Flest mál eru gerð að æsingamálum. Umræð- ur um þau í fjölmiðlum eru meira á bylgjulengd tilfinninga en rökrænnar hugsunar. Var ekki einhvern tíma sagt, að hinn siðaði maður hefði það yfir hinn frumstæða mann, að hann réði fram úr málum sín- um með hjálp hugsunarinnar, en léti ekki æstar tilfinningar hlaupa með sig í gönur? Af hverju kemur þetta? Ég held að sökin sé hjá fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þeir sækjast eftir æsandi frétta efni og keppast um að verða fyrstir með fréttir sem koma róti á tilfinningarnar. Má þar nefna stríðsæsingar. Hugsum um allar umræður um kynferðisfræðsluna á síðast liðnu ári. Það var nú meiri fyrir gangurinn í öllum fjölmiðlum. Helzt leit út fyrir, að það þyrfti lyfseðil frá lækni til þess að barn fæddist í þennan heim. Hingað til hefur það gengið án þess. Og ég held að allar þessar umræður um kynferðislífið hafi ekki verið hollar fyrir börn og unglinga. Þær hafa beint hugs- un þeirra of snemma . inn á brautir, sem vel hefði mátt bíða. Allir æptu um, að börn þyrftu að fá kynferðisfræðslu. Ef átt er við, að það eigi að fræða um þessi líffæri eins og önnur í mannslíkamanum, er ég því sammála. En ef talið er nauðsynlegt, að fræða börn út í æsar um þessi mál, er ég því ósammála. Ég held ekki að það sé heppilegt að vekja þær hneigðir of snemma. Og viss dul á að vera yfir þessum mál- um. Það gerir mun á manni og dýri. En þetta var æsandi umræðu efni og með þáttum í útvarpi og sjónvarpi var hægt að fá fólkið til að hlusta. Það leit helzt út fyrir, að þarna væri um einhverja nýja uppgötvun að ræða. Þannig er því varið um mörg fleiri mál. Þó vil ég taka það fram, að mér finnst umræðu- ÁLYKTUN UM FERÐAMÁL ÁLYKTUN ferðamálaráðstefnu Félagasambands Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra og Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem haldin var á Akureyri 27. marz 1971. Ferðaþjónusta er þegar orð- inn stór þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Á síðastliðnu ári námu gjaldeyristekjur lands- manna af erlendum ferðamönn- um nær 1 milljarð íslenzkra króna. Heildarhlutur ferðamála í þjóðarbúskapnum er þó miklu stærri, ef allt er tekið með. Ráðstefnan bendir á, að með skipulögðum vinnubrögðum má gera þessa atvinnugrein að enn stærri og arðmeiri þætti í at- vinnulífinu, og nýta þannig þau miklu gæði, sem landið býr yfir á þessu sviði. Til þess að svo megi verða telur ráðstefnan þetta nauðsynlegast: 1. Heildaráætlun verði gerð um framtíðarþróun íslenzkra ferðamála. Verði sú áætlun grundvölluð á nauðsynlegum rannsóknum og undirbúningi, enda verði hún gerð í tengslum við aðra þætti atvinnulífs. 2. Ferðaþjónusta verði mikil- vægur þáttur í landshlutaáætl- unum um uppbyggingu atvinnu lífs. 3. Nauðsynlegt er að endur- skipuleggja yfirstjórn ferða- mála. Ferðamálaráð með nýrri skipan og víðtækari verði sjálf- stæður framkvæmdaraðili með öflugum fjárráðum. 4. Ferðamálasjóður verði margfaldaður og honum tryggð ar fastar tekjur í sanngjörnu hlutfalli við þátt ferðamálanna í þjóðarbúskapnum á hverjum tíma. 5. Innlendar peningastofnanir viðurkenni í verki hinn vax- andi þátt ferðaþjónustu við öflim þjóðartekna. 6. Leitað verði samvinnu við alþjóðlegar lánastofnanir um uppbyggingu íslenzkra ferða- mála. 7. Athugað verði við íslenzku flugfélögin hvort ekki sé tíma- hært að taka upp framhaldsfar- gjöld með verulegum afslætti til og frá landshlutum þegar seldir eru farmiðar landa milli. 8. Efla þarf hverskonar ferða- þjónustu á bændabýlum. skipulagningu og eflingu ferða- mála og bætta nýtingu þeirrar aðstöðu, sem fyrir hendi er. 9. Stofnuð verði ferðamála- félög í einstökum landshlutum, þar sem hagsmuna og áhuga- aðilar taki höndum saman. □ - LÆRA AÐ FRJÓNA (Framhald af blaðsíðu 8). I ráði er, að Gefjun komi á fót eins konar sölumiðstöð fyrir lopavörur og yrði þar tekið á móti þeim vörum, sem ætlaðar væru til útflutnings. Það var Samband norð- lenzkra kvenna, sem var frum- kvöðull þessa námskeiðs, en formaður þess er Dómhildur Jónsdóttir. En undirbúnings- nefnd skipuðu Sigríður Haf- stað, Svanhildur Þorsteinsdótt- ir og Helga Jónsdóttir, og þær gengu í vor á fund forráða- manna Gefjunar og fengu þar hina ágætustu fyrirgreiðslu. í viðtali við „prjónakonurn- ar“ báðu þær fyrir þakklátar kveðjur til Gefjunarmanna og sögðu, að það ríkti mikil ánægja á námskeiðinu. □ og 17—19 ára flokkui Stökk í norrænni tví- keppni. Fimmtudagur 8. apríl: Kl. 12.00 Stórsvig kvenna. Kl. 13.00 Stórsvig karla. I Kl. 15.00 3x10 km. boðganga. Föstudagur 9. apríl: Kl. 09.00 Skíðaþing. Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Akur eyrarkirkju. Laugardagur 10. apríl: Kl. 10.30 Svig kvenna. • \ Sunnudagur 11. apríl: Kl. 13.00 Svig karla. Kl. 15.00 30 km. ganga. Mánudagur 12. apríl: Kl. 13.00 Flokkasvig. Kl. 21.00 Verðlaunaafhending og mótsslit í Sjálf- stæðishúsinu. AUDVITAD KEA OTÐURSUÐDVÖBUR Handhægar, Ijúffengar og bragðgóðar. Matargerðin tekur aðeins 10 mínútur. Veljið um 12 mismunandi úrvais tegundir fyrir h.eimiiið og í ferðanestið. Heildsölubirgðir: Birgðastöð SÍS. Eggert Kristjánsson & Co. HF. K.I0TI0NAÐARST0Ð é LEÐURJAKKAR STAKAR BUXUR efni í sjónvarpi hafa haft bæt- andi áhrif á málflutning um stjórnmál. Efnislegar umræður komi í staðinn fyrir pexið. Annað en kynferðisfræðslan hefur verið mjög vinsælt efni í fjölmiðlum. Það er klám. Það varð svo vinsælt, að jafnvel tvær valkyrjur í útvarpinu vörðu í það heilum þætti og létu lesa grófustu lýsingar, sem finnst í fornbókmenntum okk- ar uni þetta efni. Þær virtust hafa gaman af þessu. Svo komu kvikmyndahúsin til hjálpar og sýndu klámmyncl undir því yfirskyni, að það /ær.i fræðslumynd. Þetta umræðu- efni hélt áfram þar til allir voru orðnir æstir, eins og til var æt ■ ast, og tóku afstöðu með eða móti. Og nú virðast engin lög vera til lengur um þetta efni, ekki einu sinni klámmyndir, sem teiknaðar eru í bækur. Og þá er það mengumn. Þa ■ fundum við alveg nýtt mál. Þao má gera marga umræðuþætti um hana — og yfirdrífa næt: ■ una. Þó eflaust athyglisver'; mál. Þá kem ég að því máli, sem ég þori þó varla að nefne, vegna þess, hvað það er eló ■ fimt. Það er Laxárvirkjunar ■ málið. Hvers vegna að nefna það? Hafa nokkrar æsingar ve ið í sambandi við það? Um mái ■ ið sjálft ætla ég ekki að ræða, En ég tel að fjölmiðlar hafi þa ’ villt mjög um fyrir fólki. tílæð • ur náttúruverndar hafi verio breiddar yfir milljónaleigu ' laxveiðibænda. Málið gert ac! tilfinningamáli fyrir náttúru,- vernd. Og enn er talað um vatnaflutning og Gljufurvers- virkjun, (sem ég var frá upp- hafi mótfallinn) þó að hún sé fyrir löngu úr sögunni. Það er búið að gera þetta að slíku hita máti, að helzt minnir á títuri- ungaöld. Þá má ekki gleyma nunda- haldi í Reykjavík. Það var stöd ugt umræðuefni í fleiri vikur. Og þar var barizt hart. Við utar. Reykjavíkur gáfumst upp við að lesa blöðin um tíma. Var einhver að tala um geir- fugl? Eflaust er gott að eignas-i geirfugl. En mig undraði, hve íljótt var hægt að sefja fólkiö við þá söfnun. Er hægt að láta fólkið gera hvað sem havaða- menn segja því? Við hér á Akureyri eigum miklu ódýrari og fallegri geir- fugl. En hann er að visu tilbú- inn, en gefur þó fulikomlega hugmynd um hvernig geirfugi lítur út. Hann er gerður ú:' svartfuglshömum meí) mikilr. nákvæmni af listamanninurn. Kristjáni Geirmundssyni. Hann er ekki aðeins merkilegur fyn: það, hve vel hann er gerður, heldur einnig fyrir, að við skul- um eiga slíkan listamaiin, sem hefur gert hann. Barði Guðmundsson helt þvx fram, að við værum komnir af flökkuþjóð, sem hét Herúlar. Er ekki margt í samtíðinni, sem bendir til, að þetta geii verid rétt? Ég held, að við látum um- heiminn hafa of mikil áhrif á okkur. Æsingar hippa er ekk , lausnarorðið í dag heldur röK - ræn hugsun. íslenzka þjóðin er eins og hitasóttarsjúklingur. Hún læiv: sefjast af hávaða og æsingi. Væri ekki rétt að spyrna viö fótum, svo að ekki komi önnur Sturlungaöld? n

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.