Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 8
E I SMÁTT & STÓR7 'Þessi mynd var tekin við opnun Kannsóknarstoíunnar í nýju húsnæði. Frá vinstri: Jóhannes Sig- valdason forstöðumaður, Þórarinn Lárusson og Matthildur Egilsdóttir. Þá ráðunautar Búnaðarsam- liandsins, Sigurjón Steinsson, Guðmundur Steindórsson, Ævarr Hjartarson og Stefán Þórðarson. — (Ljósm.: E. D.) Rannsóknarstofa Norðurlands flutt í nftt liúsnæði J STARFAR FYRÍR LANDBÚNAÐINN, BÆJ4R- FÉLÖG OG MARGA FLEIRI AÐILA BTJ ÓRN Ræktunarfélags Norð- jrlands bauð fréttamönnum að ;;.lá nýtt húsnæði, er Rannsókn- arstofa Norðurlands hefur nú :.lut' í. En það er á fjórðu hæð : tórhýsis Kaupfélags Eyfirðinga við Glerárgötu 36. aTjórnarformaður, Steindór Steindórsson, sagði í ræðu við pað tækifæri, að nú væri liðinn : ;æ: áratugur síðan rætt hefði erið um þörfina á rannsóknar- stöð fyrir landbúnaðinn hér nyrðra. Síðan hefði ríkið tekið Gróðrarstöðina, sem Ræktunar- celagið átti, en jafnframt hefði verið samþykkt hiá Ræktunar- íelaginu að verja söluverði eign arinnar til að koma upp rann- sóknarstofu. Hefði ákvörðun ■essi fengið hinn bezta hljóm- prunn hjá búnaðarfélögunum )g landbúnaðinum yfirleitt. Síð in hefði þessu fyrirtæki verið <omið á laggirnar 1964—1965, mdir stjórn Jóhannesar Sig- ’aidasonar, sem enn veitir íannsóknarstofu Norðurlands o-rstöðu. Húsnæði fékkst hjá Sjöfn, fyrir sérstakan góðvilja : jrráðamanna hennar og KEA, sagði ræðumaður. Búnaðarfélög : n lögðu fram fjárstyrk, einnig norðlenzk kaupfélög og Sam- oand íslenzkra samvinnufélaga vaf Rannsóknarstofunni stór- gjöf. Ríkisvaldið viðurkenndi einnig þessa starfsemi og veitti styrk til stofnunar og reksturs. Með Jóhannesi Sigvaldasyni vinnur nú Þórarinn Lárusson, íastur starfsmaður, og fleiri eftir þörfum. Rannsóknarstofa Norður- lands vinnur fyrirr landbúnað- inn fyrst og fremst, rannsakar jarðvegssýnishorn, sem segja til um vissa þætti ásigkomulags og áburðarþörf. Þá eru þarna efnagreind heysýnishorn, eink- um hvað snertir steinefnainni- hald og eggjahvítu. Eru þetta hinar þýðingarmestu rannsókn- ir, sem varpa ljósi á ýmis undir stöðuatriði búskaparins. Þá hafa verið gerðar allvíðtækar rannsóknir á brennisteinsmagni í jarðveginum. En Rannsóknarstofa Norður- lands tekur einnig að sér önnur verkefni til úrlausnar, bæði fyr ir bæjarfélög og einstaklinga. f því sambandi má nefna hina stöðugu þörf á rannsóknum neyzluvatns og öðrum efnum, sem notuð eru við framleiðslu matvælanna, svo og mengun af ýmsu tagi er rannsaka þarf. Þá hefur Rannsóknarstofan tekið að sér rannsókn í byggingar- iðnaðinum hér á Akureyri strax næsta sumar. Rannsóknarstofa Norður- lands er í björtum og rúmgóð- um húsakynnum á hinum nýja stað. Jóhannes Sigvaldason skýrði tæki og starfsemi stofn- unarinnar. Smiðir KEA og Ágúst Jónsson hefðu annazt sín störf með sóma og Kaupfélag Eyfirðinga hefði enn veitt ágæta fyrirgreiðslu í húsnæðis- málum Rannsóknarstofunnar. Ræktun jarðar og framleiðsla búvara og matvæla byggist á síauknum rannsóknarstörfum. Rannsóknarstofa hér á Norður- landi er í náinni snertingu við atvinnuvegina og getur því rækt störf sín betur fyrir þenn- an landshluta, en ef hún væri á öðru horni landsins. □ APRÍLGABB íslendingar gera ekki mjög mikið að því að láta náungann hlaupa apríl, en hins vegar keppast fjölmiðlarnir við það á þeim ágæta degi 1. apríl. Að þessu sinni bar daginn upp á fimmtudag, svo sjónvarpið gabbaði engan, en hins vegar mátti lesa furðulegar stórfréttir í Reykjavíkurblöðunum, og aðalfrétt útvarpsins í hádeginu, var um að Vestmannaeyingar hefðu slitið stjórnmálasam- bandi við meginlandið Island. Eitt blaðið sagði frá mannrán- um og vopnaviðskiptum í hlíð- um Keilis, annað frá því, að milljón króna pelsinum, sem Guðni í Sunnu fékk lánaðan á tízkusýningu sína, hefði verið rænt, það þriðja birti merkis- frétt um að Mallorcaflugvél liefði verið rænt og snúið til ís- lands, en í einu blaðinu rugl- aðist fólk nokkúð á fréttum og vildi heldur taka dagsanna frétt fyrir aprílgabb og trúa gabbinu. Þá skýrði vikublað, sem út kom 1. apríl frá því að Tjabbi Svía- prins væri trúlofaður íslenzkri stúlku. Vafalaust hafa margir haft gaman af öllu þessu, nema kannske þeir, sem létu gabb- ast. SKEIFAN Hver getur svarað því hvers vegna skeifan er talin heilla- tákn. Þessari spurningu hefur verið varpað fram. Aldraður skólastjóri hringdi til blaðsins og sagði: f fyrndinni var Kölski á ferð og var ríðandi. Hesturinn týndi einni skeifunni og nú þurfti að 11 lestir í umvitjun Dalvík 1. apríl. Bátar frá Dal- vík hafa veitt sæmilega vel í þorskanet og fá allt upp í 11 lestir í umvitjun. Lítið er um að lagt sé fyrir rauðmagann, þar sem markaður fyrir hann er lítill. Atvinna hefur verið góð upp á síðkastið, eftir því sem við eigum að venjast hér. Vegir eru vel færir um sveit- ina, nema Múlavegurinn, en í dag er verið að moka hann. Veturinn hefur verið einstak- lega góður og snjóléttur, og kemur það sér vel, því ekki heyjaðist of mikið í sumar. Frekari borunum eftir heitu vatni í Hamarslandi hefur ver- ið frestað til vors. Það var ekki talið fært að halda áfram, með- an vetur ríkir, því alltaf getur komið til þess, meðan á fram- kvæmdum stendur, að fólk þurfi að taka hitann af. J. H. Konur (æra NÁMSKEIÐ í lopapeysuprjóni stendur nú yfir á vegum Ullar- verksmiðjunnar Gefjunar. Til- gangur slíks námskeiðs er að samræma gerð peysanna með útflutning fyrir augum. Þátt í námskeiðinu taka milli 60 og 70 konur frá Akurevri og nær- sveitum. Kennari á námskeið- inu er Elín Aradóttir. Prjónanámskeiðið hófst á þriðjudaginn og stendur í 9 daga. Kennt er í starfsmannasal Gefjunar og er námskeiðinu þannig hagað, að hver kona kemur tvisvar sinnum, fyrst til að byrja á peysunni og síðan til að ljúka við haría. Kennt er að fitja upp og fella af á vissan hátt, setja niður mynstur, gera hnappagöt og leiðbeint er um þvott, þurrkun og pressingu á peysunum. Einnig eru stærðar- hlutföll skýrð. Lopann fá prjónakonurnar í heildsölu hjá Gefjuni og síðan kaupir Gefjun af þeim peys- urnar, ef þær óska þess. Nám- skeiðið sjálft er ókeypis fyrir þátttakendur. (Framh. á bls. 5) járna. Kölski fór til járasniiðs, sem líka var járningamáður', og hafði hann auðkennt atvinnu sína með því að setja skeifu yfir dyrnar hjá sér. Nú ' fer Kölski til þessa manns og biðUr liann að jáma, og gerir; líann það. En jámsmiðúr yissi jafn langt nefi sínu, þekkti Köiska og barði hann með hamrinum, svo að hann varð bláfe og þlóð- ugur. Kölski sagði þá; áo aídrei færi hann aftur inn í hús, þar sem skeifa væri yfir dýrum. Á-; Skeifan heldur því Kölska frá dyrunum. '. - GERVISVKIÆ Sagt er, að þess muni skammt að bíða, að skautamenn geti iðkað íþrótt sína án íss. í sænsku blaði um verkfræðileg efni má sjá, að farið er að nota „Slielú" á gólf til að skauta. Þarf þá ekki frystitæki eða vetraifrost til að hægt sé að fara á skauta. „Sliek“ er annars amerísk framleiðsla. Efnið er steypt í plötur, sem leggja má á gólf eða góða undirstöðu aðra, sprauta svo efni yfir samskeyt- in og þá er „sveliið“ tilbúið til notkunar, en á þessum gólfum er aðeins þyngra að skauta en á góðum ís. OPINN STRÆTISVAGN Vegfarandi hringdi í blaðið á þriðjudag og sagðist hafa mætt strætisvagninum í Glerárhverfi um kl. 12 á hádégi. Hafi vagn- inn verið fullur af skólabörn- um úr Oddeyrarskóla, ásamt öðrum farþegum. En afturhurð vagnsins var opin. Várð vegfar- anda starsýnt á þessa hættu er blasti Við, og er- vagninn átti eftir 80-—100 m. að „stoppistað“, sá hann, að eitt barnið sveif út urn opnar dyrnár og síðan ann- að og köstuðust þau bæði í göt- una. Til allrar hamingju kom ekki neinn bíll úr gagnstæðri átt, svo að börnin sluppu með for og skrámur. Þetta er ekki í fyrsta sinn, segir végfarandi að lokum, sem ég sé strætisvagn- inn aka með opna afurhurð. Máli þessu er hér með vísað til réttra aðila til úrbóta. L.TÓTT EF SATT ER Sunnanblöð hafa flutt fregnir af því, að suður í Kaupavogi hafi einhverjir miður vel inn- rættir menn stolið sprengiefni og ætlað það til mikilla hermd- arverka, Hafi mennirnir einnig haft um það áform, að fremja mannrán, og var a. m. k. einn ungur maður settur í gæzlu- varðhald vegna þessara at- burða. Eitt sunnanblað stað- hæfir, að það hafi átt að ræna forsætisráðherranum, en krefj- ast síðan ríkulegs lausnar- gjalds. En sprengiefnið liafi átt að nota til að eyðileggja Álverk smiðjuna, eða að vinna á henni skemmdarverk. Akureyrartogarar Eldur í KALDBAKUR landaði á mið- vikudaginn 58 tonnum og fer sennilega ekki út aftur fyrr en um páska, þar sem hann er bilaður. Svalbakur er á veiðum og var á fimmtudaginn búinn að fá 40—50 tonn. Búizt er við, að hann landi í næstu viku. Harðbakur landaði 130 tonn- um á fimmtudaginn og Slétt- bakur landaði 148 tonnum á mánudaginn og er á veiðum Nokkuð stöðug vinna hefur verið í frystihúsi Ú. A. þessa viku og verður væntanlega eitt- hvað í næstu viku, þegar Sval- bakur kemur. □ Námskeiðskonur keppast við og njóta góðrar tilsagnar Elínar Aradóttur, er situr fyrir enda borðsins. FREMUR rólegt hefur verið hjá lögreglunni þessa viku, eng- inn ökumaður hefur verið grun aður um ölvun við akstur og umferðarmenning til sóma, þar til á fimmtudag, að smáárekst- ur varð og síðan annar í gær. Maður, sem var á gangi á Syðri-Brekkunni í gærmorgun, datt á hálku og fótbrotnaði Þá kviknaði í miðstöðvarkatli að Ráðhússtíg 2 í gærmorgun. Slökkviliðið fór á staðinn og slcikkti eldinn, áður en hann náði að yerða laus. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.