Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 03.04.1971, Blaðsíða 1
LIV. árg. — Akureyri, laugardaginn 3. apríl 1971 — 17. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrælj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPIERING Lðgarfossvirkjun verður boðin út 15. apríl næslk. Arinbjörn RE 54. (Ljósm.: E. D.) Mjólkurostur til Svíþjóðar EINS og flestum er kunnugt, hafa íslendingar flutt umtals- vert magn af mjólkurosti til Sví þjóðar nú um skeið. í Svíþjóð fæst nú hærra verð fyrir mjólk urost en í Bandaríkjunum, en um nokkur undanfarin ár hefur Bandaríkjamarkaðurinn gefið okkur bezt verð fyrir ostinn. í sænska vikublaðinu Land er nýlega frá því skýrt, að Sví- ar hafi ni'i vaxandi áhyggjur af samdrætti í mjólkurframleiðslu. Svíar flytja inn mjólkurduft frá Kanada og smjör frá Finnlandi, en þar í landi hafa smjörbirgðir minnkað úr 25 þúsund tonnum þegar mest var á sl. ári í 10 þúsund toiui við sl. áramót. Þá segir Land, að orðrómur sé uppi um innflutning á neyzlu mjólk til Svíþjóðar frá Dan- mörku og Finnlandi. ESJA AFHENT Á FYRSTA SUMARDAG ESJA, síðara- strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins, er nú að verða fullbúið í Slippstöðinni og er stefnt að því að skipið verði afhent eigendum sínum á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Verið er að ganga frá öllu um borð og reyna vélar og tæki, sem öll eru komin á shm stað í skipinu. Egilsstöðum 1. apríl. Tíðin hef- ur verið þokkaleg liér undan- farið, norðaustanátt, lítið frost og ekki mikill snjór í byggð. Færðin er sæmileg um Hérað og um Fagradal til Reyðar- fjarðar, en aðeins snjóbílar kom ast yfir Fjarðarheiði til Seyðis- fjarðar. Flugsamgöngur við Egilsstaði hafa gengið nokkurn veginn ótruflaðar. Mikil ánægja ríkir hér eystra yfir þeirri ákvörðun Eimskipa- félagsins að Reyðarfjörður skuli framvegis vera aðalhöfn fyrir Austfirði. Austfirðingum hefur lengi fundizt þeir vera nokkuð afskiptir, þar sem engin aðalhöfn hefur verið á svæðinu Fyrstu handritin MENNTAMÁLARÁÐHERRAR íslands og Danmerkur skiptust á fullgildarskjölum um afhend- ingu liandritanna í Kaupmanna höfn á finuntudaginn. Var þar tilkynnt að handrit Flateyjar- bókar o'g Sæmundar-Eddu yrðu afhent 21. apríl. Er nú ekkert því til fyrirstöðu lengur, að hin kærkomna afhending handrit- anna fari fram, samkvæmt fyrri samningum. Og handritunum er þegar búið verðugt og gott húsnæði í höfuðborginni. o milli Húsavíkur og Vestmanna- eyja. Verður að þessu mikil bót. Vonandi verður næsta skrefið að koma upp tollvörugeymslu á Reyðarfirði og búa svo um, að Héraðsbúar geti fengið vör- ur sínar beint í vörugeymslur á Egilsstöðum. Atvinna hefur verið góð og ekkert bólar á neinu atvinnu- leysi. Menn hafa þó orðið fyrir vonbrigðum með, að ekki skuli koma fleiri loðnugöngur, eins vel og var tekið á móti þeirri fyrstu. Félagslífið er nokkuð fjörugt, aðallega þó spilamennskan. Ný- lega lauk bridgekeppni á Egils- stöðum og síðan bridgefélag var stofnað hér í fyrra, hafa viku- lega komið saman í Valaskjálf um 60 manns og fengið útrás fyrir spilagleði sína. Um sl. helgi var háð firma- keppni Austurlands í bridge og kepptu 17 sveitir, víðast af Aust fjörðum. Efst varð sveit Aðal- steins Jónassonar, Eskifirði, önnur sveit Ara Sigurbjörns- sonar, Egilsstöðum og þriðja sveit Þórarins Hallgrímssonar, Egilsstöðum. Flogið hefur fyrir, að Lagar- fossvirkjun verði boðin út 15. apríl og hugsa Austfirðingar mikið um þá framkvæmd og vona, að ekki komi til borgara- styrjaldar út af henni. V. S. Skíðamót íslands uni páskana í Hlíðarf jalli SKÍÐAMÓT ÍSLANDS fer fram í Hlíðarfjalli við Akur- eyri 6.—12. apríl. Þar fer einnig fram Unglingameistaramót Norðurlanda 9.—12. apríl. Hlíð- arfjall verður því miðstöð vetr- aríþrótta um þessa páska, eins og svo oft áður. Af þeim sökum má búazt við mikilli bílaumferð. Nú er kom- inn nýr og breiður vegur í Hlíð arfjalli, en það eru vinsamleg tilmæli forráðamanna, til öku- manna, að þeir leggi ekki bif- reiðum sínum á veginn, á með- an bílastæði eru laus við Skíða- hótelið. Stólalyftan verður opin alla daga kl. 9—18 nema ef veður hamli og togbrautirnar við hót- elið verða í gangi alla daga. Þá mun Ríótríó skemmta í Skíða- hótelinu föstudags- og sunnu- dagskvöld. Sigurbergur GK 212. (Ljósm.: ED* Tveii* bátar sjósettn* í gær hjá Slippstöðinni li.f. á Akureyri ■: xl TVEIR nýir fiskibátar voru sjó- settir í Slippstöðinni í gær í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölda fólks. Bátar þessir hlutu nöfnin Arinbjörn RE 54 og Sig- urbergur GK 212. Arinbjörn er smíðaður fyrir Sæfinn h.f. í Reykjavík og er hann 150 brúttólestir, en Sigurbergur er smíðaður fyrir Sigurberg h.f. í Hafnarfirði og hann er 110 brúttólestir að stærð. Kjölur var lagður að báðum bátunum í byrjun október sl. og hefur smíði þeirra gengið samkvæmt áætlun. Arinbjörn RE verður full- smíðaður hjá Slippstöðinni. Hann verður með 600 ha. Alpha dísilvél, togvinda og hnuvinda eru smíðaðar hjá Vélsmiðju Sig urðar Sveinbjörnssonar h.f. Auk þess verður báturinn með kraftblökk. Sigurbergur GK verður dreg- inn suður til Hafnarfjarðar, þar sem lokið verður smíði hans, í Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. Báðir bátarnir verða búnir öllum helztu fiskileitartækjum og útbúnir fyrir línu-, neta- og togveiðar. Sjósetningin í dag gekk eins og bezt verður á kosið, bátarnir runnu út á flóðinu laust eftir kl. 3, með örstuttu millibili. Tveir dráttarbátar biðu þeirra fyrir utan. Veður var gott og fjöldi fólks viðstatt. Q \ÝR YFIRLÆKMR GAUTI ARNÞÓRSSON tók við störfum yfirlæknis við hand- læknadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri með byrjun marzmánaðar. Hann er Aust- firðingur að ætt, 37 ára, kvænt- ur Björgu Björnsdóttur frá Nes kaupstað og eiga þau þrjá syni. Hinn nýi yfirlæknir lauk læknisnámi við Háskóla íslands en stundaði síðan framhalds- nám í skurðlækningum í Sví- þjóð og hefur starfað þar síðan, fyrst í Sundsvall en síðustu 5 órin við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum. Aðspurður kveðst læknirinn vera ánægður yfir því, að vera hingað kominn, lízt vel á Akur- eyri og íbúa hennar, líkar vel að vinna við sjúkrahúsið og lætur þess getið, að þar sé gott starfsfólk. Dagur býður hann velkom- inn. Q Gauti Arnþórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.