Dagur - 21.04.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 21.04.1971, Blaðsíða 8
 SMÁTT & STÓRT Tveir af togurum Ú. A. við bryggju. (Ljósm.: E. D.) ÝMSAR FRÉTTIR ÚR NÁGRENNINU "9. apríl. Látlaus snjókoma hef- ur verið um allt Norðurland 'jíðan á laugardagsnótt og eru /egir j'rmist orðnir ófærir, eða þann veginn að verða það. Á þeim stöðum, sem blaðið fékk :"réttir í dag, var yfirleitt sömu íiöguna að heyra: Slæmt veður og allir bátar í landi að bíða betri tíðar. Vopnafjörður: Hér er vitlaust eður og búið að snjóa síðan á augardag. Brettingur kom hing að á laugardagskvöldið með 50 onn og var búinn að landa 130—140 tonnum fyrr í vikunni. 'iákarlabátarnir hafa ekki farið út síðustu dagana vegna veðurs. Hyrjað var að leggja grásleppu- rietin, áður en hretið gerði, en ekkert hefur verið aðhafst við bau síðan. Vegir innansveitar eru færir ennþá, en færðin er þung. — S. jóórshöfn: Hér hefur verið versta veður með snjókomu í Björgvin Guðmundsson. 3 daga. Heybirgðir í sveitinni hafa verið kannaðar og ætti að vera nóg hey, ef tíðarfarið verð- ur ekki með afbrigðum slæmt á næstunni. Nýja togskipið, sem við keyptum frá Reykjavík og heitir Rauðanes, áður Harpa, kom hingað í fyrsta sinn á laug árdaginn og landaði 40 tonnum, eftir tveggja daga veiðiferð. Dekkbátarnir hafa aflað lítið og ekki getað vitjað um netin síð- an á föstudaginn. Atvinna er næg hér, er óhætt að segja, en kannske ekki nógu samfelld. Stundum gengur illa að fá mannskap til að vinna við skip- in. Vegir eru ófærir orðnir, nema hvað slarkfært er innan sveitarinnar. Sjónvarpið sézt hér allsæmilega, en áhugi fólks virðist vera farinn að dofna á því, dagskráin þykir heldur leiðinleg. — Ó. H. Hrísey: Hér er leiðindaveður eins og annars staðar, og ekki hægt að sækja sjó vegna þess. Annars hafa margir verið að reyna grásleppuveiðar, þegar viðrað hefur, en hún veiðist lítið. Snæfell er hér í dag að landa 60 tonnum af smáum, en góðum fiski. Atvinna er góð eins og vera ber og hefur verið undanfarið. Mannfólkinu líður vel hér, en við gerum okkur lítið til skemmtunar fyrr en unga fólkið kemur heim með vorinu. Það er helzt að horfa á sjónvarpið, enda sjóum við það líklega bezt af öllum á landinu. — S. F. Dalvík: Stórhríð er nú hérna á Dalvík og kominn sá mesti Sýning vegna áttræðisafmælis Björgvins Guðmundssonar MINJASAFNIÐ á Akureyri efnir til sýningar í Kirkjuhvoli, Aðalstræti 58, vegna áttræðis- afmælis Björgvins Guðmunds- sonar, tónskálds, hinn 26. apríl. Sýningin verður opnuð sunnu- daginn 25. apríl og verður opin næstu sunnudaga á venjulegum sýningartíma safnsins, kl. 2—4 síðd. Einnig verður sýningin opin afmælisdaginn, mánudag- inn 26. apríl kl. 5—7 síðdegis. Eftir lát Björgvins, gaf ekkja hans, frú Hólmfríður Guð- mundsson, Minjasafninu margt muna og mynda úr búi þeirra snjór, sem komið hefur á þess- um vetri. Fært er enn til Akur- eyrar og komust mjólkurbílarn- ir í morgun og gekk bara sæmi- lega. Lítið er um að vera við sjóinn í svona veðri, Björgúlfur hefur ekki komið inn í hretinu, hann liggur einhversstaðar í vari, en Björgvin landaði hérna á laugardaginn 120 tonnum og bíður nú eftir að veðrið batni. Annars er dýpkunarskipið Grettir komið hingað og ætlar að fara að dýpka höfnina. Ætl- unin er að taka 12400 rúmmetra af sandi úr höfninni og á það að taka um 20 vinnudaga, sam- kvæmt útreikningum vitamála- skrifstofunnar. Ekki verður unnið að fleiri stórum verkefn- um við höfnina í sumar. — J. H. Á Húsavík er leiðindaveður í dag einnig og þar mun liggja inni talsvert af aðkomubátum, ásamt heimabátum og eru allir að bíða gæfta. MEIRA EN HÆGT ER AÐ RÁÐA VIÐ Svo sem einn tugur greina eða vel það um Laxármálin hafa hrúgazt upp meðal óbirtra greina á skrifstofu Dags. Marg- ar þeirra eru langar, aðrar svo fjarri því að varpa nokkru ljósi á deiluna, og flestar helzt til þess fallnar, að auka á úlfúð þá, sem nóg er af í þessu máli, að þær hafa ekki komizt á þrykk liér, en hafa sumar birzt í öðr- um blöðum. Og margur maður- inn, sem komið hefur með Lax- árgréin, hefur verið svo vinsam legur, að skilja þessi sjónarmið blaðsins og góðfúslega fallið frá ósk um birtingu, úr báðum fylk ingum. Dagur hefur þó að sjálf- sögðu birt allar greinar frá Lax árvirkjunarstjórn, og nokkrar af mörgum sendum greinum Landeigendafélagsins. HESTAR Frá áramótum hafa aðallega verið fluttir út liéðan tamdir hestar, en ekki ótamið stóð eins og áður og munu fást meiri verðmæti út úr hestunum með þessu fyrirkomulagi. ' Þegar hafa verið fluttir út 50—60 hest ar, bæði á sjó og í lofti. Mest er flutt af hestum til Þýzkalands og meginlandsins og vilja meg- inlandsbúar yfirleitt betri hesta en Norðurlandabúar. Þá liafa íslenzkir hestar hækkað í verði um ein 20% og er nú ekki reiknað með lægra verði fyrir taminn hest en 25—30 þúsund- um og fyrir gæðinga helmingi hærra. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári verið fluttir út 2-300 hestar. BÆNDUR HÝSA FERÐA- MENN f fyrra samdi Flugfélag íslands við fimm bændur um að þeir tækju á móti erlendum ferða- mönnum til gistingar á bæjum sínum. Voru ferðamenn sem gistu hjá þessum bændum í fyrra, það ánægðir með dvöl- ina, að nú hefur verið ákveðið að færa starfsemina út á kom- Mikil! fiskur hjá Ú. A. MJÖG mikil vinna hefur verið í Frystihúsi U. A. undanfarið og hefur verið unnið til kl. 11 á kvöldin og til kl. 7 á sunnu- daginn. Áframhaldandi vinna verður alla þessa viku að minnsta kosti. Kaldbakur fór á veiðar 15. apríl. Svalbakur landaði á mánu- daginn 260 tonnum. Harðbakur landaði 14.—15. apríl, 320 tonnum og fór á veið- ar aftur 17. þ. m. Sléttbakur landaði 13. og 14. apríl, 230 tonnum og fór á veið- ar aftur 14. apríl. Þá hefur Loftur Baldvinsson landað undanfarið hjá U. A. Hann kom á sunnudaginn með 161 tonn. □ Fleiri innbrof - skúrhruni hjóna til varðveizlu. Þessir hlut ir verða meginuppistaða sýning arinnar en einnig verðá þar sýnishorn af bókum og hand- ritum, sem eftir Björgvin liggja. Minjasafnið á Akureyri vill að sínu leyti heiðra minningu Björgvins Guðmundssonar með þessari sýningu, tónskáldsins, sem bjó og starfaði hér á Akur- eyri röska þrjá áratugi, var frumkvöðull í tónlistar- og menningarlífi bæjarins og þjóð- arinnar allrar og brá ljóma á Akureyri með verkum sínum. (Fréttatilkynning) SLÖKKVILIÐIÐ var á laugar- daginn, laust eftir hádegið, kallað að skúr á lóð Verksmiðja SÍS. Var skúrinn alelda, þegar að var komið, en eldurinn varð strax slökktur. Við rannsókn kom í ljós, að börn, sem þarna höfðu verið að fikta með eld- spýtur, voru völd að brunanum. Ekkert fémætt var í skúrnum, sem stóð ónotaður. Af öðru frá lögreglunni er helzt, að enn var brotizt inn á nokkrum stöðum um helgina, í Radíóverkstæði Stefáns Hall- grímssonar og stolið þar 2000 krónum, í Skipasmíðastöð KEA og kjötsöluna, en þar var ekk- ert tekið. Nokkrir árekstrar urðu einnig um helgina, en engin slys á fólki. Innbrotin um páskahelgina, í Þvottahúsið Mjöll, Sjöfn, Baut- ann, Skjaldborg og Glerslípun- ina, auk mannlausrar íbúðar, eru öll upplýst. Reyndust í öll- um tilfellunum þrír unglingar að verki. Q andi sumri. Það verða Í4 bænd- ur, sem í sumar munu veita út- lendingum fyrirgreiðslu og komást 3 til 10 fyrir á hvérjum bæ. :Þeir erlendir ferðámenn, sem.kjósa að búa í íslenzkum sveitum á ferðalögum sínum, eru yfirleitt stórborgarbúar, sem gjarnan vilja hafa hægt um sig ;fjarri heimsins glaumi í sumárfriinu. Á flestum þessara sveitabæja, sem hér um ræðir, eru möguleikar til aþ fá leigða hestá eða bíla og leiðsögn í göngiíferðum um nágrénnið. F. í. SÝNIR GRÆNLAND Flugfélag fslands efnir í surnai- til skipulagðra skenuntiferða til Grænlands, ellefta. suniarið í röð.‘Farið verður til fornra fs- lendingabyggða við Eiríksfjörð, til Kulusuk o. fl. og munu reyndir fararstjórar leiðbeina. 21 férð verður til Kulusuk, sem er eyja á Angmagsalikfirði og við brugðið fyrir náttúrufegurð. Þarna fást minjagripir og sýnt er hvernig róa á húðkeipum og trumbudans dansaður. f ráði er að byggja hótel í Kap Dan á Kulusuk. Tólf ferðir verð'a farnar til fs- lendingabyggða á vesturströnd- inni og þar af veíðiférðir. Gist verður í Hótel Arctic í Narssar- suaq og þaðan farið í bátsferðir til Brattahlíðar og komið við í Görðum. Þá verður farið í göngUferðír upp að Grænlands- jökli. Ér ekki að efast, að marga mun fýsa, að skoða Grænland, þar sem almenningur á íslandi veit í puninni allt of lítið um þetta tilkomumikla land, ná- granrta okkar. RÁÐHERRALISTAR f einu sunnanblaðanna mátti lesa í síðustu viku, hvernig íhald og kratar hyggðust skipta stjórnársætum sínum eftir kosn ingar, vel að merkja ef svo skyldi takast til, að stjórnar- flokkarnir héldu meirihluta sín- um. Áætlunin er þannig, að Jó- hann Hafstein verður forsætis- og iðnaðarráðherra, Gylfi utan- ríkis- og viðskiptaráðherra, Magnús fjárnuUaxáðherra, Egg- ert sjávarútvegsráðherra, Karl Guðjónsson á svo að verða menntamálaráðherra og Gunn- ar Thoroddsen dóihs- og kirkju málaráðherra, en Ipgólfur Jóns son landbúnaðarráðherra. Einnig segir í sama blaði, að ef svö ólíklega brygði við, að Alþýðubandalagið ,iiæði þeim fjölda þingmanna,; séin' nægði til sámstarfs við íhaídið, yrði Magnús Kjartansson mennta- málaráðherra og Lúðvík sjávar- útvegsráðherra, en óvíst um meira. TfMARiT ~ Ut er komið síðara hefti Bún- aðarritsins árg. 1970 og hefur það að vanda ýmsan fróðleik að geyma. Árni G. Pétursson, Sveinn Hallgrímsson og Hjaiti Gestsson skrifa um afkvæma- sýningar sauðfjár 1969 og um héraðssýningar á sauðfé sama (Framhald á blaðsíðu 5) NIR AÐ OPNAST í SUMARMÁLAHRETINU, sem nú er rétt afstaðið, urðu flestir vegir norðanlands þung- færir og sumir lokuðust með öllu. Þetta stendur nú til bóta. f gær, þriðjudag, birti loksins upp og þá var tekið til við að ryðja vegina. Vegir um Vaðla- heiði og í Dalsmynni lokuðust alveg og var Dalstnynnið opnað í gær, svo og ÖxnadaLsheiðin og vegurinn til Dalvíkur var einnig ruddur, þó hann yrði aldrei alveg ófær. Olafsfjarðar- múli er lokaður og allt til Siglu fjarðar, en ekki er ákveðið, hvenær þær leiðir verða rudd- ar. Ráðgert er að ryðja Tjör- nesleiðina austur í Kelduhverfi og Kísilvegurinn er orðinn fær. Víðast í innsveitum eru vegir sæmilega færir. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.