Dagur - 16.06.1971, Page 5
Sferifstohir, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
FLÚKIN STAÐA
TÖLULEGAR staðreyndir alþingis-
kosninganna liggja fyrir. Stjórnar-
flokkamir töpuðu fjórum þingsæt-
um og forsætisráðherra hefur beðið
um lausn fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur töpuðu einu þingsæti hvor
flokkur, en Alþýðuflokkur þremur
þingsætum. Sigurvegarar kosning-
anna em Samtök frjálslyndra, sem
kennd em við Hannibal Valdimars-
son, og svo Alþýðubandalag. Fylgi
kjósendanna hefur því ómótmælan-
lega færzt mjög til vinstri í þessum
kosningum.
Samkvæmt venju eiga sigurvegar-
ar kosninga, nú stjórnarandstæðing-
ar, að taka við stjómartaumunum,
en þeir em þrír og verða því að
finna þann gmndvöll nýrrar stjóm-
arstefnu, sem sameiginlega verði stað-
ið á, eða með öðmm orðurn, þessir
flokkar veiða að samræma stefnu sína
í þjóðmálum og semja um ágrein-
ingsmálin. Það er forsenda stjómar-
myndunar tveggja eða fleiri flokka.
Þarf naumast að ganga að því gmfl-
andi, að slíkt getur orðið erfitt.
Stóirmál eiga þessir flokkar þó sam-
eiginleg og ágreiningslaus, svo sem
landhelgismálið. Um það var flestu
fremur kosið 13. júní og þjóðin
studdi hiklausan undirbúning út-
færslunnar, eins og vinstri flokkam-
ir mörkuðu þá stefnu. Hlýtur |>að
mál að vega þungt á metaskálum
samninga um myndun nýrrar ríkis-
stjómar.
Stærsti stjómmálaflokkur Iandsins
hefur auðvitað flesta möguleika til
að mynda stjóm, a. m. k. fræðilega.
Hitt má þó fullvíst telja, að sam-
starfsflokkur lians undanfarin ár óski
að láta kosningasár sín gróa í næði
og utan stjómar fyrst um sinn.
Án þess að rekja ástæður fyrir
sigri og ósigri flokkanna, virðist ljóst,
að fjöldi launþega óttast um sinn
hag á næstu haustdögum og hefur
kosið bæði Frjálslynda og Alþýðu-
bandalag sem baráttuflokka í kaup-
gjaldsmálum, Hannibal á Vestfjörð-
um og Bjöm í Norðurlandskjördæmi
eystra, en Alþýðubandalag á Austur-
landi.
En stærsta stjómarandstæðingn-
um, Framsóknarflokknum, verður
sennilega falin stjóraarmyndun.
Reynir þá á það í alvöm, hversu til
tekst um helztu stefnur þjóðmálanna
og þar verður landhelgismálið efst á
baugi ásamt efnahagsmálum og at-
vinnumálum.
Margt mælir með því þessa dag-
ana, að bæði stjómarandstæðingar
og fjölmargir kjósendur stjómar-
(Framhald á blaðsíðu 6)
YNDISSTUND AÐ MORGNI
VEL LAUNUÐ ATVINNA, auka
störf, aðstaða og umhverfi hjálpar
okkur til að ná eftirsóttum áföng-
um í liinu mikla kapphlaupi um
margháttuð lífsins gæði, ásamt
hinum lrumstæðustu Jx'irfum, sem
eru fæði, klæði og húsaskjól. Og
auðvitað erúm við líka í kapp-
hlaupi eftir yndisstundum, sjálfri
lífshamingjunni, sent ekki er úr
steinsteypu eða harðviði, óháð
vclvæddu eldhúsi eða skraut-
klæðum, og ekki finnst í þykku
launaumslagi, Jiótt allt þetta sé
talinn grunnur hennar að ein-
hverju leyti. Þennan grunn geta
duglegir menn byggt og reist sér
þar hús eða keypt það af öðrum,
búið það eftir beztu föngum. En
lif&hamingjuna getum við ekki
kcypt, hversu mikið sem við kaup
um, Jjví að hún á upptök sín í
okkur sjálfum og verður að koma
innan lrá, oftast óliáð ytri skilyrð
um, en sprettur frarn, þar sem
yarmt hjarta slær undir og opinn
hugur safnar ylgeislum göfgi og
fegurðar. — Stundum keniur þó
liamingjan að utan í lieimsókn
éða til dvalar.
l>etta átti nú ekki að verða pré-
dikun, og þó verður að halda ör-
lítið lengra.
En þcgar lífsliamingjan, sem er
eins margþætt og sorgin, kveður
ekki dyra hjá okkur eða við opn-
um ekki fyrir henni og hún lætur
ekki á sér bæra í eigin brjósti svo
að mönnum verður allt kuldagrátt
fyi'ir augum, verður að grípa til
einhverra ráða. Það cr hreint ekki
gott að vera óglaður eða jafnvel
sorgmæddur í góðu húsi og finna
hrollkalda veröldina úti fyrir
leggjast að dyrum og gluggum.
Hvað á þá til bragðs að taka? .
Möguleikarnir eru margir. Sum
ir leita félagsskapar nágranna til
andlegrar sálubótar, lara í marg-
menni, horfa á kvikmynd eða
sjónleik, rangla á veitingastaði
eða leita uppi einhverja „for-
sjála“, sem eiga „lögg“, fara á
dansleiki, láta hávaðann dáleiða
sig og sterka drykki togast á við
peningáveskið, þar sem ýmsum
veitist betur, líta í átt til hins
kynsins og fyrst og síðast að vera
ekki heima til að missa nú ekki
af neinu, sent alltaf „getur gerat‘“,
þar sém margir eru saman komn-
ir. Óg víst finna rnenn oft ýmis-
legt af því, sem leitað cr og má
þó gott telja, ef Jjeir hafa ekki
tínt einhverju urn leið.
Nú er vor, sólin skín, grasið
grær og fuglarnir syngja. — Hin
mikla og dásamlega kcðja lkfsins
vaknar af dvala og sjálf erum við
og umhverfi okkar hluti af þeirri
lífrænu heild. Hver jurt, sem nú
blómstrar og teygir blöð sín
nuiti sólu, hvert skordýr, sem við
sjáum við sérstaka athugun að cr
önnum kafið, „fuglar hintinsins",
sem nú keppast við hreiðurger'ð-
ina, lítið lantb og nýfætt gæðings-
efni í haga, allt J)etta eru svo sann
arlega skoðunarefni fyrir J)á, sem
lífsleiðinn sækir heim, hrein op-
inberun fyrir börnin, ef þau njóta
tilsagnar, og lífsnautn fyrir alla
J>á, bæði yngri og eldri, sem vilja
opna augun og sjá liið fegursta í
umhverfinu, anda að sér vorloft-
inu, finna angan jarðar, sjá læk-
ina skvetta sér stall af stalli, virðá
fyrir sér strengi og lygnur árinn-
ar. Þar sést e. t. v. uggi eða sporð-
ur, í sefinu við bakkann er urt-
önd og óðinshani.
Margur maðurinn lítur naum-
ast upp úr stritinu ])ótt vorið
svngi, Jrekkir ekki einu sinni grös-
in sem hann gengur á, ekki fugl-
ana, sem gleðja eyru hans. Slíkir
menn bregðast kalli vorsins, hins
stutta en dásamlega vors. Sumir
gleyma að leiða börn sín og barna
börn á vit vorsins og hins vakn-
andi lífs í náttúrunni og gleðjast
ekki einu sinni sjálfir og finna
J)að naumast, er vorblærinn strýk
ur vanga ])eirra, fegurstu suntar-
kveðju sjálfrar náttúrunnar.
Fegurð náttúrunnar, hvað cr
])að? spurði ungur rnaður fyrirlit-
lega. Eru það forarpollarnir á
veginum og sinugrá jörðin? bætti
hann við.
Sá maður, sem ekki finnur
strengi titra í brjósti sér, er hann
hlustar á fegurstu tónverk nteist-
aranna, hefur kalt lijarta eða er
fæddur án tónskyns. Sá maður,
sem starir á forarpollana á vegin-
um og sölnuð grös frá síðasta ári,
en finnur ekki vorið, er fæddur
gamall og fer á mis við liið árlega
ævintýri að loknum vetri og
myrkri og kulda norðursins. —
Sncntma sumars ætti þéttbýlisfólk
að rísa árla úr rekkju, foreldrar og
börn, og fara gangandi eða í bíl
út fyrir bæjarrykið, ef vel viðrar,
hlýða um stund á hljómkviðu
vorsins, á meðan loftið titrar af
fuglasöng, jörðin angar og blóm-
in springa út í liaganum hvcrt af
öðru, auka sér yndisstund að
rnorgni dags.
Bent hefur verið á, að foreldrar
ættu erindi með börn sín út í
náttúruna til þess sjálf að njóta
vorblíðunnar og til að fræða hina
ungu um ýmislegt varðandi blóm-
in, fuglana og skordýrin. En um
leið hljóta óteljandi spurningar
að vakna í liuga þeirra, sem krefj-
ast svars.
Það er talið óntaksins vert að
líta niður fyrir fætur sér á göngu
Rændi álffareggjunum
NOKKUR undanfarin ár hafa
álftahjón verpt í flæðunum
framan við Brunná.
Rétt fyrir mánaðamótin apríl
—maí komu þau enn, og fóru
að lagfæra hreiðrið sitt og þeg-
ar það var komið í lag fóru þau
að verpa og liggja á. Margir
hafa veitt þeim athygli og haft
áhuga fyrir að búskapurinn
tækist vel.
Eu aðfaranótt sunnudagsins
6. júní var eggjunum rænt.
Þegar maður heyrir um slika
atburði, dettur mörgum í hug
að setja það í samband við
drukkna unglinga. En það var
nú ekki tilfellið í þetta skiptið,
því verknaðinn framdi fullorð-
inn maður sem hefur ekki einu
sinni þá afsökun að hafa verið
drukkinn.
Sem betur fer sást til hans af
fólki sem er á það háu menn-
ingarstigi að það fordæmir
slíka níðslu á náttúrunni. Það
gerði lögreglunni aðvart svo
vonandi fær sá seki að svara til
saka eins og lögin mæla fyrir
um.
Allt heilbrigt og sannmennt-
að fólk fordæmir svona athæfi
og spyr hvað í ósköpunum get-
ur komið manni til að vaða út
í mittisdjúpt vatn til að taka
egg úr álftahreiðri og kasta
þeim út í vatnið.
Nú þegar mest er talað um
náttúruvemd ættu Akureyring
ar að vera samtaka um að
vernda fuglalífið í bæjarland-
inu. Það kannske vita það ekki
allir að Brunnárflæður tilheyra
Akureyri. Enda er það ekkert
aðalatriði, heldur það að al-
menningsálitið þarf að vera
samtaka um að fordæma það
fólk, sem fer eins og eyðandi
eldur um náttúru landsins,
bæði lifandi og dauða. H. E.
úti í haga, til ])ess fyrst og fremst
að reka tærnar síður í og steypast
ekki á höfuðið og læra menn Jrenn
an sannleika án tilsagnar. Hins
vegar er það ekki skannnhuist að
þekkja ekki eitthvað af gróðri,
sem gengið er á. Það er ekki að-
eins grænt grasið, mosi og lyng,
heldur fjölbreytt gróðursamfélag
á hverjum stað, sent vert er að
kynnast.
Þann gest bar að garði hjá
J)eim, er Jtessar línur ritar, í fyrra-
sumar, sem numið hefur grasa-
fræði. Ég fékk hann með mér út
í Krossaneshaga. Þar námum við
staðar við stein nokkurn, og ég
spurði hve margar tegundir
plantna væri nú að sjá þarna á
liringlaga bletti, fimm metra út
frá steininum í allar áttir. Þetta
var heldur ófétisland á að líta, á
mörkum mels og mýrar. Grasa-
fræðingurinn athugaði gróðurinn
litla stund og sýndi mér síðan ár-
angurinn. Þarna var dýragras,
hvítmáðra, vegarfi, sauðvingull,
músareyra, vallelfting, hreindýra-
mosi, túnvorblóm, þrenningar-
fjóla, dýragras, tunglurt, gleym-
merey ,snarrótt, vallhæra, axhæra,
fryggjargras, mýrarsóley, grávíðir,
peningagras, ljónslappi, blóðberg,
vallhumall, smári, gulmaðra, blá-
berjalyng, krækiberjalyng, liófsól-
ey, jakobsfífill og nokkrar starir
og birkiplanta, sem var aðeins tvö
falleg blöð.
Um leið og gróðurinn er skoð-
aður, verður ekki hjá þvi komist
að verða var stærri dýranna niðri
í grassverðinum. — Köngulærnar
hlaupa sumar uppi bráð sína en
aðrar gera sér hagleg veiðinet. Og
stundum er hægt að sjá örfína
Jtræði á stráunum, ekki veiðinet,
heldur yfir að líta eins og gljá-
slæðu þessarar fínu þráða. Máski
gefst tækifæri til að sjá brunn-
klukku í polli og bjöllutegund-
irnar járnsmið og gullsmið, sem
raunar geta flogið þegar vel ligg-
ur á þeim.
Skammt frá þeim stað, sem
grasafræðingurinn sannfærði ntig
um fjölbreytni gróðursins, eru
lágar, sléttar klappir, sem jarð-
vegur hefur nýlega blásið af. Nú
standa klappir Jressar hreinþvegn-
ar af veðrum og regni. Á klöpp-
um Jressum eru glögg merki ísald-
ar. Grýttur skriðjökullinn hefur
rispað J)ær á leið sinni og ekki
mjúklega.
Þegar farið er að grúska í jökul-
rispum er ekki úr vegi að rann-
saka hvar Glerá liefur fyrrum
runnið og hverju áorkað, stöðu-
vatnið forna í Glerárdal, hvernig
J>eir malarhólar mynduðjust fyrr-
um, sem nú er daglega af tekið í
byggingar og fleiri mannanna
verk.
Krummi verpir ár hvert í Gler-
árgljúfri, Krossaneshaga og víðar
í nágrenninu. Atferli hans er allt
hið furðulegasta, sólskríkjur og
steinklöppur velja sér urð eða
grjóthrúgu til að verpa í, hrossa-
gaukurinn, með sín margbreyti-
legu hljóð, situr kyrr á hreiðri
sínu í mosaþúfu, ])ar til kornið er
fast að því, spóinn flýgur af
hreiðri löngu áður en komið er að
því og reynir að villa um fyrir
mönnum með sínum skringilcg-
ustu tilburðum. Hettumáfurinn,
ekki scrlega skcmmtilegnr fugl og
heldur frekur, breytir gargi sínu í
ástarsöngva um "varptímann, en
krían er sjálfri sér lík og engum
öðrum. Sandlóan gerir sér hreið-
ur sitt á grjótinu. Stelkurinn er
hávaðasamur eins og fyrri daginn
og tjaldurinn er þó enn fyrirferða-
meiri á varpstöðvum sínum. Jaðr-
akaninn hefur nú numið land á
nokkrum stöðum við Eyjafjörð og
verpir ])ar árlega og er ómaksins
vert að sjá hann og heyra. Uglan
flýgur alveg hljóðlaust og létti-
lega, er heldur sjaldgæf hér um
slóðir en sést þó öðru liverju og
hefur verpt hér í nágrenni bæjar-
ins. Hún veiðir hagamýs dg etur;
unga úr ltreiðrunr annaria fugla.
Bóndi einn hefúr sagt niéf sögu:
af því, að svartbakur og tjaídúr
áttu sér hreiður á sama nesinu og
var skanimt á ntilli. Samkomulag-
ið var á þann veg, að hvorugur'
angraði hinn og undu báðir við'
sitt. Ungar komu úr eggjuiiunv
hjá báðum og var allt í bezta lagi-
þangað til bóndinn tók síg til og
drap svartbaksungana, J)ótti •riifcira'
en nóg af J)cirri tegund fugla. —
Síðan tók hann ujiga tjaldsins og
merkti þá og gerði sér ekki lítiinv
„fuglamun". Sleppti han'n þessum
ungum jafnóðum og þeir höfðu
fengið merki um fóthni. En Jtegár'
hann hafði merkt síðasta ungann,
var svartbakurinn búinn að gleypa
hina í bræði sinni. Svartbakurinn
átti sér nokkrar málsbætur í þetta
sinn.
Fjaran er hreinn lystigarður
fyrir börn og unglinga, ekki að-
eins fyrir það hve sjórinn ber
Jtangað marga hluti og forvitni-
lega, heldur miklu fremur vegna
Jress livað J)ar er að finna af skelj-
um og kuðungum og ýmsu í dýra-
ríkinu, sent hvergi er annars stað-
ar að finna og skemmtilegt að
skoða.
Hér er á allt J)etta minnt ef
verða mætti til umhugsunar á þess
um dásamlega vortíma og til þess
að sem fæstir láti vorið og sumarið
fram hjá sér fara.
AFMÆLISKVEDJA
til Jónasar Jónssonar kennara frá Brekknakoti
Frá ferðamálaráðstefnu í Mývatnssveit. Jónas Jónsson flytur ræðu og næstur honum situr
Ingi Tryggvason. Til hægri eru þeir Finnur Guðmundsson og Heiniir Hannesson.
Ályktanir ferðamálaráðstefnunnar sem
hðldin var í
RÁÐSTEFNA um ferðamál,
haldin í Reynihlíð 9. maí 1971,
fyrir forgöngu félagasambands
Framsóknarfélaganna í Norður
landskjördæmi eystra, bendir á
að ferðaþjónusta er þegar orðin
að verulegum þætti í þjóðar-
búskap íslendinga, en á fyrir-
sjáanlega eftir að aukast mjög
viS Mývatn
Sigríður Jóhannsdóttir
KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM
Frá Drottins húsi khikfean kallar
við kveðjum hana er liggur nár.
Þetta hendir okkur alla
en einn er sá er þef rar brár.
Og það er sælt um sólarlag
að sofna og þakka liðin dag.
Þú gekkst hér um með geði þekku
svo gleðirík við alla sátt.
Því störfin þín í Stóru-Brekku
þau stefndu beint í sólarátt.
Þó lokast hafi lífs þíns brá
þá lifir sálin guði hjá.
Nú birtir yfir láði og legi
og Ijóma slær á gengin sþór.
Nú fagnar sál þín fögrum degi
í faðmi Drottins rikir vor.,
Þar góðir englar gæta þín
hjá guði aldrei birtan dvín.
Við elskuðum þig öll af h.taria
okkar minning lifir skær.
Nú átt þú framííð fagra og bjarta
en framar aldrei hjartað slær,
Nú gróa blóm um gengin spor
þín gæzka minnti á sól og vpr.
Fóstursystir, fóstunnóðir, i
við finnum vel hvað höfum missí.
Þér yfir vaka englar góðir
þá eignast bjarta himnavist.
Drengir kærir þakka þér
þúsundfalt sem liðið er.
Við þökkum öll þín kæru kynni
og kveðjum þig með vota brá.
Það verður bjart á vegferð þinni
og vinur þar sem treysta má.
Af englunt verður sál þín sótt
sofðu í friði, góða nótt.
H. J.
verulega á næstu árum. Ráð-
stefnan telur mjög mikilvægt,
að þannig verði að Jressum mál-
um unnið, að þjóðinni verði af
þessu sem mestur hagur og
sómi, en jafnframt verði þess
gætt, að ekki spillist landkostir
eða náttúruverðmæti. Þess þarf
sérstaklega að gæta við skipu-
lagningu og uppbyggingu ferða
mála, að hún stuðli að eðlilegri
og æskilegri byggðaþróun í
landinu. Til þess að svo megi
verða, vill ráðstefnan sérstak-
lega benda á eftirfarandi atriði,
sem mikilvæg eru fyrir íslenzk
ferðamál, einkum á Norður-
landi.
1. Leggja verður höfuð-
áherzlu á bættar samgöngur, og
er það skoðun ráðstefnunnar,
að verulegar samgönguþætur
séu ein veigamesta forsenda
þess, að eðlileg þróun megi
verða í ferðamálum. Auk stór-
bættra vega um héruðin, þarf
að koma upp millilandaflug-
velli í Aðaldal með gjörbreyttri
aðstöðu, svo og vegi yfir
Sprengisand.
2. í'ramkvæmd ferðamála
verði öll endurskipulögð, fjár-
magn til þeirra aukið og Ferða-
málaráð stækkað og því veitt
framkvæmdavald.
3. Gera þarf sérstaka ferða-
málaáætlun fyrir Norðurland.
4. Vinna þarf að stofnun ferða
málafélaga í héruðunum og
efna til sambands þeirra á milli.
5. Opna þarf ferðaskrifgtofu
á stöðum eins og Húsavík.
6. Vinna þarf að skipulagn-
ingu fjölbreyttrar ferðaþjón-
ustu me'ðal bænda sem víðast í
sveitum landsins.
7. Unnið verði að því að ís-
land verði staður fyrir alþjóða-
ráðstefnur, og þær verði haldn-
ar sem víðast um landið.
8. Vinna þarf að byggingu
heilsuhælis í Mývatnssveit.
Æskilegt að athuga möguleika
á stofnun skóla, sem jafnframt
yrði sumarhótel.
9. Vinna þarf ötullega að al-
hliða náttúruvernd í Mývates-
sveit. Ráðstefnan telur að til
þess þurfi m. a. að koma á fót
náttúrurannsóknastöð í Mý-
vatnssveit, gera fuglaveiðisam-
þykkt, sbr. heimild í fuglafrið-
unarlögufn og að eftirlitsmaður
verði ráðinn á kostnað hins
opinbera, til að annast eyðingu
minks í sveitinni, sem jafnframt
sinni öðru nauðsynlegu eftirliti.
10. Brýna nauðsyn ber til, að
gert verði heildarskipulag
byggðar í Mývatnssveit, m. a.
með hhðsjón af varðveizlu
náttúruauðlinda sveitarinnar.
Að lokum er þess að geta, að
í lok ráðstefnunnar kom fram
áhugi á því að sem fyrst yrði
efnt til helgarráðstefnu um
ferðamál Norðurlands, og m. a.
ræddur sá möguleiki, að aðilar
að þeirri ráðstefnu yrðu m. a.
nýtt ferðamálafélag Þingey-
inga, svo og Ferðamálafélag
Akureyrar. Gerði Heimir Hann
esson þetta að tillögu sinni, og
lýsti Ingi Tryggvason því yfir,
að Kjördæmissambandið hefði
fullan hug á því að eiga aðild
að slíkri róðstefnu, t. d. síðar
í sumar eða haust, þegar þetta
hefði verið athugað nánar. □
NÚ fara þau oftar og oftar fram
hjá mér stórafmæli gamalla
samstarfsmanna og vina. Eitt af
þeim var sjötugsafmæli Jónasar
kennara frá Brekknakoti, sem
ég varaði mig ekki á að væri
svo brátt úr starfsins leik, — að
lögum. Og hið fyrsta, sem mér
kom þá í hug: — Hver verður
sá sem kemur í staðinn í stól
kennarans? Því að skarð Jónas-
ar fró Brekknakoti er vandfyllt.
Hann er þannig af guði gerður.
Hann sameinar flest sem góð-
an dreng má prýða, ásamt
hæfni í starfi og óvenjulegri trú
mennsku. Ég hefi átt marga
ágæta samstarfsmenn um dag-
ana, og tel það hamingjubót og
þakkarefni. Og þar ér Jónás í
allra fremstu röð. Mætti kenn-
arastéttin óska sér þess nú á
hálfrar aldar afmæli samtaka
sinna, að hún fengi að eignast
sem allra flesta honum líka. Því
að sannleikurinn er sá, að Jón-
as er lifandi fyrirmynd góðs
kennara, vel skapi farinn, glað-
ur og reifur alvörumaður, hé-
gómalaust prúðmenni og;heill í
lífi og starfi. En þannig þarf
góður kennari að vera. Og alítaf
reiðubúinn til þegnlegra starfa.
Um drenglund Jónasar frá
Brekknakoti má m. a. til marks
taka það, að þegar mænusóttar-
faraldurinn gekk á Akureyri
um áramótin 1945—49, og herj-
aði þar víða, m. a. mitt heimili,
var þar enginn vandalaus oftar
á- ferð en hann, og ótilkvaddur
með öllu. Og fleiri munu geta
borið honum slíkt orð. Þyílík
góðvild og hjálpsemi á vissu-
lega skilið að hennar sé gefið.
Og Jónas er annt um alla heil-
brigði. Því er hann einn af þeim
vökumönnum, sem eru dýr-
mæti hvers samfélags. Þeir eru
síhugsandi um störf og stefnur
sem miða að heill manna Of
velferð, en slíkt er oft vanvirt,
eða beinlínis ógnað af eitruðu
skeytingarleysi, eða öðru verra.
Hefir Jónas oft bent á þetta .
ræðu og riti, verið djarfur og;
hreinskilinn, og með J)að mark'
mið eitt, að betur mætti fars,
Margföld þökk sé honum fyrr
það sem komið er, og heill og'
sæll haldi hann slíku áfram enr
og lengi. Því að umbótaröddii
má aldrei þagna.
Það var kannski Ijóður á ráð'.
Jónasar hve langur tími gekk
hjá honum í makavalið. En þao
var líkt honum að rasa þar ekk:,
um ráð fram. Og þa'ð fékk hanr
borgað með því að velja Borg-
hildi sína Einarsdóttur hjúkr-
unarkonu, sem er kvennaval og;
skyld honum að lífsskoðun
allri. Og dætur þeirra tvær séu
þeim og verði hamingjuauki.
Ég sendi því allri fjölskyld-
unni í Brekknakoti hamingju •
óskir með gott vor, og væntar. ■
lega enn betra sumar — og
haust. Snorri Sigfússon.
eftir annarlegum forskriftum,
sem ætlaðar eru erlendum ör-
eigalýð?
Lítið yfir þetta hérað. Upp-
byggingu bæjanna og ræktun
nýju túnanna. Haldið þið að
blómlegar byggðir Eyjafjarðar
SAMVINNA í YERKI -
NÝLOKIÐ er aðalfundi Kaup-
félags Eyfirðinga. Mér varð það
að orði í fundarlok, að þetta
væri merkilegasta félag lands-
ins. Hvers vegna? Vegna fjöl-
breyttrar starfsemi og, að það
sameinar í eina heild verka- og
launamenn í bæjunum og bænd
ur í byggðum Eyjafjarðar.
Þau tíðindi gerðust á þessum
fundi, að Jakob Frímannsson
lét af stjóm kaupfélagsins eftir
þriggja tuga farsæla forustu, en
við tók Valur Arnþórsson, að-
staðarkaupfélagsstjóri.
í ræðu sinni lagði Valur
áherzlu á þetta, sem ég nefndi
áðan — samvinnu vinnandi
stétta í sveit og við sjó. Svipuð
félög starfa í öllum norðlenzk-
um byggðum. Ekki var Kaup-
félag Eyfirðinga þó fyrsta félag
ið. Það var Kaupfélag Þingey-
inga. Gömlu þingeysku hug-
sjónamennimir riðu þar á vað-
ið. Þeir voru á undan sínum
tíma.
, Er ekki erfitt að sameina
launþega og framleiðendur í
einu félagi? Nei, ef engum að-
sendum spillingaröflum tekst
að sundra þeirri einingu. Karl
Marx skildi ekki eyfirzka bænd
ur. Hann starfaði fyrir fátæka
námumenn. Hans „formúlur“
eiga ekki við hér.
Hér hefur bændum skilist, að
velgengni launamanna í bæjun-
um er þeirra velgengni. Þar eru
vörur þeirra keyptar og unnið
úr þeim. Launamönnum bæj-
anna skilst einnig, að fram-
leiðsla bændanna skapar þeim
atvinnu og er undirstaða vel-
gengni þeirra. Hvers vegna þá
að vera að kljúfa þessa hópa
Eiríkur Sigurðsson.
hefðu litið út eins og þær eru,
ef sundrungarandi Lenins hefði
náð hér fótfestu, eða einokunar
kaupmenn verzluðu hér enn?
Nei, það er andi samvinnu og
samhjálpar, sem hefur byggt
upp þetta byggðarlag.
Hafa þá allir verið sammála
um þessa uppbyggingu? Nei,
því fer fjarri. Hún hefur oft
orðið fyrir árásum skamm-
sýnna manna. En þá hefur sam-
vinnan jafnan átt hauk í horni,
sem hefur tekið svari hennar.
Það eru blöð Framsóknarflokks
ins. Þau hafa brugðið fyrir
hana skildi. Og svo eru menn
undrandi yfir því, að kaupfélög
in eigi Framsóknarflokknum
nokkuð að þakka.
Kaupfélögin eru ópólitísk og
í þeim eru menn úr öllum
stjórnmálaflokkum. En aðein;:
einn flokkur hefur staðið vöro
um þau frá öndverðu.
Ef vinnandi stéttir hér fá aö
slarfa í friði fyrir „lukkuridd-
urum“ úr höfuðstaðnum, frétta-
mönnum og pólitískum claöt: •
snápum, þá heldur Kaupfelag
Eyfirðinga áfram að þróast og
vaxa til gagns og biessúnaí
fyrir íbúa héraðsins.
Næst liggur fyrir að fúllvinna
landbúnaðarvörur og nskatia
svo að það skapi aukinn íðnao
í bæjunum. En til þess þarr
orku. Og raforka úr fall ötr -
unum okkar á þar að leysa ei
hólmi olíuna, sem flutt er uir.
langar leiðir til landsins og
kostar okkur mikinn gjaldeyrir.
Vonandi rætist úr því, að iðn
aðurinn fái að vaxa eðlilega, og
einstaka menn, sem teija sig
samvinnumenn, hætti að slá
eign sinni á snjóinn, sem fellu?
á Vatnajökul. Það er ekki i
samræmi við hugsjómr sani.-
vinnufélaganna.
Kaupfélag Eyfirðinga Kefu:
lokið aðalfundi sínum. Það "xiet
ur enn sýnt hvers það er megn-
ugt. Þetta var friðsamur fundu
og fulltrúar hans sýndu glogg •
an skilning á hlutverki felags
síns, sem nú hefur starfað I
85 ár.
Megi samvinnuhreyfii-gin
setja svip sinn á framtíðina um
norðlenzkar byggðir.
E. S, li