Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 4
4 § Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. NÝ STJÓRN NÝ RÍKISSTJÓRN undir forsæti Ólafs Jóhannessonar hefur verið mynduð og tók hún við af fráfar- andi stjóm í gær, 14. júlí. Hún er þriggja flokka stjórn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ekki mun öllum stuðningsmönnum stjórnarflokkanna liið saina svnast um öll atriði stefnuskrárinnar, enda um samsteypustjórn að ræða, og gagnkvæmt tillit því nauðsynlegt. Efst á stefnuskránni er, svo sem vera ber, landhelgismálið. Mun all- ur almenningur vilja styðja stjórn- ina í því, að koma fram hinni ein- beittu stefnu sinni í þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar, en einnig gera sér ljóst hver átök þar eru fram- undan. í stefnuskránni eru nterk atriði er varða landsbyggð utan höfuðborgar- svæðisins og jafnvægi milli lands- hluta. í kosningabaráttunni urðu margir til þess að ljá landsbyggðar- stefnunni lið. Því mun fagnað, að nýja stjórnin virðist ætla að taka upp forystu í því máli, enda lét forsætis- ráðherrann nýi svo um mælt á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokksins, að stjórnin yrði að taka upp ákveðna og þróttmikla landbyggðarstefnu. Útfærsla landhelginnar er mikilvæg fyrir þjóðina alla og sérstaklega sjáv- arplássin víðsvegar um land, sem jafnfraint eru yfirleitt byggðamið- stöðvar. Það er mikilvægt, að í tengsl um við framkvæmdastofnun, sem komið verður á fót, verður lands- byggðarsjóður undir sérstakri stjóni og gert ráð fyrir að auka sjálfsfor- ræði byggðarlaga, í samráði við sam- bönd sveitarfélaga og opinberum þjónustustofnunum eftir föngum dreift um landið. í samgöngumálum, landbúnaðar- málum, menntamálum, heilbrigðis- málum og raforkumálum er athyglis- verð ákvæði í stefnuskrá stjórnarinn- ar og vekja vonir hjá þeim, sem efla vilja hina almennu landsbyggð og hafa verið útverðir liennar eða for- svarsmenn. Slík stefnumörkun stjórnarvalda er mikils virði, og má búast við, að hvorki skorti frumkvæði né stuðn- ing landsbyggðarmanna við hana. Rétt er og skylt á þessum tíma- mótum stjórnmálanna, að þakka frá- farandi stjórn fyrir það, sem hún hefur vel gert, um leið og nýrri ríkisstjórn er ámað heilla. □ Stefnuskrá ríkisstj órnarinnar HÉR á eftir verða birtir kaflar úr stefnuskrá hinnar nýju ríkis stjórnar, sem tók við völdum í gær, 14. júlí. Framsóknarflokkurinn, Al- þýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa gert samkomulag um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Ríkisstjórnin mun leggja höfuðáherzlu á eftirfar- andi málefni. Landhelgismálið’. Að landhelgissamningunum við Breta og V.-Þjóðverja verði sagt upp og ákvörðun tekin um útfærslu fiskveiðilandhelgi í 50 sjómílur frá grunnlínum og komi sú útfærsla til fram- kvæmda ekki síðar en 1. sept. 1972. Jafnframt verði ákveðin 100 sjómílna mengunarlögsaga. Ríkisstjórnin mun um iandhelg ismálið hafa samráð við stjórn- arandstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með aliri fram vindu málsins. Efnahagsmál. i Ríkisstjórnin leggur ríka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum und- anfarin ár og leitt hefur til sí- endurtekinna g'engislækkana og óðaverðbólgu. Hún mun leitast við að tryggja að hækkun verð- lags hér á landi verði ekki meiri en í helztu nágranna- og við- skiptalöndum. í því skyni mun hún beita aðgerðum í peninga- og fjárfestingarmálum og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast samstarf við samtök launafólks og atvinnu- rekenda um ráðstafanir í efna- hagsmálum. Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma í efnahags- málum, en halda áfram verð- stöðvun þar til nýjar ráðstaf- anir til að hamla gegn óeðli- legri verðlagsþróun verða gerð- ar. Það er stefna ríkisstjórnarinn ar, að bæta afkomu verkafólks, bænda og sjómanna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör. Lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins verði endur- skoðuð í samráði við Stéttar- samband bænda og að því stefnt, að Stéttarsambandið semji við ríkisstjórnina um kjaramál bændastéttarinnar og verðlagningu búvara. Miða skal við það, að kjör bænda verði sambærileg við launakjör ann- arra vinnandi stétta. Atvinnumál. Ríkisstjórnin einsetur sér að efla undirstöðuatvinnuvegina á grundvelli áætlunargerðar und- ir forystu ríkisvaldsins. Koma skal á fót framkvæmdastofnun ríkisins, sem hafi á hendi heild- arstjórn fjárfestingarmála og frumkvæði í atvinnumálum. Stofnunin skal gera áætlanir til langs tíma um þróun þjóðar- búsins og framkvæmdaáætlan- ir til skemmri tíma, þar sem greindar eru þær fjárfestinga- framkvæmdir, sem forgang skuli hafa. Stofnunin fari með stjórn Framkvæmdasjóðs ríkis- ins og annarra þeirra fjárfest- ingasjóða, sem eðlilegt verður talið, að falli undir hana. Stofn- unin skal hafa náið samband við aðila atvinnulífsins um það, hvað unnt sé að gera til að búa í haginn fyrir hverja atvinnu- grein í því skyni að lækka rekstrarkostnað og gera m. a. mögulegt að bæta kjör starfs- manna, án þess að hækkun verðlags fylgi. Þær stofnanir og nefndir, sem fyrir eru og gegna skyldum verkefnum og þessi nýja stofnun verði sameinaðar henni, eftir því sem ástæða þykir til. í tengslum við framkvæmda- stofnun ríkisins skal starfa sjóð ur undir sérstakri stjórn, sem veiti fjárstuðning til að treysta sem bezt eðlilega þróun í byggð iandsins. Eignir og tekjur At- vinnujöfnunarsjóðs gangi til þessa sjóðs og aðrar tekjur eftir því sem ákveðið verður síðar. Endurskoða ber skiptingu verkefna og valds á milli ríkis og sveitarfélaga í því skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Haft verði samráð við Samband íslenzkra sveitarfélaga og sam- tök sveitarfélaga í einstökum landshlutum um þessa endur- skoðun. Stefnt verði að því, að ríkisstoínunum verði valinn staður út um land meira en nú er gert. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að helztu verkefni í einstökum atvinnugreinum verði þessi: Að fela framkvæmdastofnun ríkisins að semja iðnþróunar- áætlun’ og verði í henni lögð höfuðáherzla á uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar í eigu lands- manna sjálfra. Skal einkum stefnt að því að gera stórátak til að byggja upp fjölbreyttan fullvinnsluiðnað aíurða sjávar- útvegs og landbúnaðar, með því m. a. að útvega verulegt fjár- magn í niðursuðu- og niður- lagningariðnað, skipuleggja víð tækari markaðsleit og koma upp öflugum sölusamtökum þess iðnaðar. Að beina auknu fjármagni til iðnaðarins með það fyrir aug- um, að hann verði fær um að taka við verulegum hluta þess vinnuafls, sem sjá þarf fyrir atvinnu á næstu árum. Könnun fari fram á því, hvaða greinar iðnaðar hafa mesta þjóðhags- lega þýðingu og þær látnar njóta forgangs um opinbera fyrirgreiðslu. Halda áfram auknum þrótti í rannsóknum á möguleikum ís- lenzks efnaiðnaðar. Leggja áherzlu á eflingu skipasmíðaiðnaðarins, með þáð fyrir augum að íslendingar smíði að miklu leyti skip sín sjálfir og geti annast viðhald þeirra. Að gera sérstakt átak til að endurbæta frystihúsarekstur- inn og taka löggjöf og rekstur Síldarverksmiðja ríkisins til endurskoðunar. Að gera heildaráætlun um alhliða landgræðslu og skipu- lega nýtingu landsgæða. Stuðla að aukinni fjölbreytni landbún- aðarins m. a. með ylrækt og fisk rækt og efla innlenda fóður- framleiðslu, auka stuðning við félagsræktun. Að endurskoða lánakerfi land búnaðarins með það fyrir aug- um að gera stofnlán hagstæðari og koma rekstrarlánum í eðli- legt horf, hækka jarðakaupalán og færa íbúðalán í sveitum til samræmis við önnur íbúðalán, • gera sveitarfélögum kleift að kaupa jarðir, sem ekki byggj-' ast með eðlilegum hætti. Að ■" stuðla að nauðsvnlegri endur- nýjun og uppbyggingu vinnslu- ■ stöðva landbúnaðarins. Að stórefla fiskiskipaflotann með skuttogurum og öðrum' fiskiskipum, sem henta til hrá- efnisöflunar fyrir fiskiðnaðinn. Afla skal fjár í því skyni og veita nauðsynlega forystu og fyrirgreiðslu. Skal þegar gera ráðstaðanir til að íslendingar eignist svo fljótt sem verða má a. m. k. 15—20 skuttogara af ýmsum stærðum og gerðum. Þar sem staðbundið atvinnu-. leysi ríkir og ekki er unnt að' afla nægilegs hráefnis til vinnslu verði gerðar ráðstafanir til að koma upp útgerðarfyrir- . tækjum með samstarfi ríkis og sveitarfélaga eða annarra heima aðila. Að hefjast þegar handa um undirbúning að stórum vatns- afls og jarðhitavirkjunum, er nægi til hitunar á húsakosti landsmanna og' tryggi íslenzk- um atvinnuvegum næga raf- orku. Stefnt sé að því að tengja saman meginaflstöðvar lands- ins, og koma svo fljótt sem ■ verða má upp raforkuverum til SÓLBORG, Á LAUGARDAGINN, 10. þ. m., var Sólborg, heimili vangefinna á Akureyri, vígt með viðhöfn, sem hófst kl. 1.40 e. li. Setning- arræðuna flutti Jóhannes Oli Drengja- og kvemia- mót UMSE í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM fór fram á Laugalandsvelli 27. júní sl. Veður var vont til keppni, kalt var og rigning, og þátttaka fremur lítil. Umf. Svarfdæla vann kvenna mótið, hlaut alls 30 stig, en Umf Reynir varð í öðru sæti með 21 stig. Stigahæsti einstakling- ur varð Margrét Sigurðardóttir Umf. Reyni, hún fékk alls 10 stig. Umf. Möðruvallasóknar varð sigurvegari í drengjamótinu, hlaut alls 34 stig, en Umf. Þor- steinn Svörfuður og Atli fengu 23 stig. Hannes Ragnar Reynis- son Umf. Möðruvallasóknar varð stigahæstur einstaklinga, fékk alls 26 stig. □ Sæmundsson, framkvæmda- stjóri, en séra Pétur Sigurgeirs son vígslubiskup vígði stofnun- ina, en á undan og eftir var sungið. Aðalræðuna flutti Albert Sölvason og afhenti f. h. bygg- inganefndar stjórn rekstrar- nefndar heimilisins mannvirki og búnað. En við tók Þóroddur Jónasson læknir, en hann er stjórnaríormaður Sólborgar og flutti hann ávarp við það tæki- færi. Stutta ræðu flutti Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri, en hann er formaður landssam- taka, er vinna að málefnum van gefinna. Og Jón G. Sólnes for- seti bæjarstjórnar afhenti heim ilinu 50 þús. kr. gjöf frá bænum og flutti ávarp. Ennfremur flutti séra Pétur Ingjaldsson prestur á Höfða á Skagaströnd ræðu og heillaóskir. Þarna var stödd Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi og forstöðukona Sól- heimahælis í Grímsnesi, forystu kona í orði og verki í málefnum vangefinna hér á landi og öryggis þar sem þess er mest •'þörf. Jafnframt verði unnið að því að íeysa af hólmi rafoku- framleiðslu með dísilvélaafli. Ljúk-a irman þriggja ára rafvæð ingu allra þeirra bújarða í sveit um, sem hagkvæmt er talið að fái raforku frá samveitum. Hin- um, sem tryggja verður raforku með vatnsaflsstöðvum eða dísil stöðvum, verði veitt aukin opin ber aðstoð. Að vinna að aukinni jöfnun -raforkuveíðs í landinu. Utanríkismál. Hafa 'skal sérstaklega náin téngsl yið Norðurlandaþjóðirn- ar. Innaíi Sameinuðu þjóðanna og annarsstaðar á alþjóðavett- vangi ber íslandi að styðja fátækar- þjóðir til sjálfsbjargar og jafriréttis við aðrár þjóðir. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir jöfn lim rétti allra þjóða og mun því greiða atkvæði með því, að Stjórn Kínverska alþýðulýðveld isins fái*Sæti Kína hjá Samein- uðu þjóðunum. Ennfremur mun hún styðja það, að bæði þýzku ríkiri fái • aðild að Sameinuðu 'þjóðunuiri' er það mál kemur á dagskrá. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á frelsi og sjálfsákvörðunarrétt állra þjóða og fordæmir því hvarvetna valdbeitingu stór- velda gégn smáþjóðum. Ágfeinirigur er milli stjórnar- flokkanna um afstöðuna til aðildar íslands að Atlantshafs- bándalaginu. Að óbreyttum að- stæðum skál þó núgildandi skip an haldast. En ríkisstjórnin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og : endurmeta jafnan stöðu íslands í samræmi við breyttar aðstæð- ur. Vamarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til end- urskoðunár eða uppsagnar í því skyni að varnarliðið hverfi frá fslandi-í áföngum og skal að því stefnt að' brottför varnarliðsins ■eigi sér stað á kjörtímabilinu. fsland gengur ekki í Efnahags bandalag'Evrópu en mun leita sérstakra samninga við banda- lag-ið um gagnkvæm réttindi í tolla- og viðskiptamálum. kaflar um kjaramál og mennta- mál og yfirlýsingar um trygg- ingamál og skattamál o. fl. Þar eru m. a. ákvæði um end urskoðun almannatrygginga- laga og sett verði bráðabirgða- lög um að bótahækkun frá sl. vori taki þegar gildi, að kostað verði kapps um að bæta úr vandræðum læknislausra hér- aða, að afnumin verði skerðing vísitölu, vinnuvika stytt og orlof lengt. Gert er ráð fyrir 20% kauphækkun verkafólks, bænda og annars láglaunafólks á næstu tveim árum. Jöfnun verði á menntunaraðstöðu ung- menna, endurskoðun fræðslu- kerfis, samgöngukerfis, hús- næðismála, bankakerfis, olíu- sölu, vátryggingarmála og lyfja- verzlunar fari fram o. s. frv. Framkvæmdastofnun ríkis- ins, sem greint er frá í atvinnu- kaflanum hér að framan og landsbyggðarsjóður sá, sem verður í tengslum við hana, heyrir ekki undir sérstakt ráðu- neyti, heldur rikisstjómina í heild. □ Tekjuðfgangur SlS nam 43 millj. króna FYRIR hódegið 6. júlí hófst 69. aðalfundur Sambands >sl. sam- vinnufélaga í Bifröst í Borgar- firði. Umsetning Sambandsins jókst um rúman milljarð á ár- inu 1970, og var alls 6.9 millj- arðar króna, og eigin fjármuna- myndun nam 140 milljónum, en tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi nam 43 milljónum króna og launagreiðsl,ur voru tæplega þrjú hundruð milljónir, og höfðu aukizt um 36.5% frá því árinu áður. Hér á eftir fer fréttatilkynn- ing frá Sambandi ísl. samvinnu félaga um aðalfundinn í Bif- röst: „69. aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga hófst að Bifröst í gær, þriðjudag, og stendur fram yfir hádegi í dag. Mættir voru um 100 fulltrúar 50 sam- bandsfélaga auk stjórnar, fram- kvæmdastjómar og allmargra- gesta. Alþjóðasamvinnusamband Eins og fyrr var sagt em að- eins birtir’ orðréttir nokkrir kaflar úr stefnuskrá ríkisstjórn árinnar. En stefnuskráin er í heild álllöng. í hennj 'eru, auk þess sém hér er birt,' ítarlegir HINN 3. júlí var alþjóðasam- vinnudagurinn, sá 49. í röðinni. Ávarp sambandsins hljóðaði á þessa leið: Alþjóðasamvinnusambandið ávai’par aðildarsambönd sín, sem samanstanda af 254.917.534 félagsmönnum í 51 landi, í til- efni af 49. alþjóðasamvinnudeg- inum og Æskir þess, að allar ríkis- stjórnir styðji ákvar'ðanir Sam- einuðu þjóðanna og taki ein- huga ó með þeim í baráttu þeirra fyrir alheimsfriði, svo að þannig megi skapa aðstæður fyrir örari félagslegar og efna- legar framfarir. Fagnar þeim stuðningi, sem aðildasamböndin hafa þegar veitt við Samvinnuþróunarára- tuginn 1971—80, sem mun tengja alla samvinnumenn sam- an í stórátak til eflingar sam- vinnustarfi, sérstaklega í þró- unarlöndunum. Staðfestir þá óhvikulu sann- færingu sína, að samvinnuhug- sjónin, reist á hugmyndinni um sjálfshjálp, geti orðið voldugt tæki til að bæta kjör milljón- anna í þróunarlöndunum. Minnir alla samvirinumenn á, að Sameinuðu þjóðirnar hafa gert árið 1971 að alþjóðlegu framkvæmdaári í baráttunni gegn kynþáttahatri og kynþátta misrétti, og vekur í því sam- bandi athygli á fyrstu grein í grundvallarreglum samvinnu- manna, sem svo hljóðar: „Aðild að samvinnufélagi skal vera frjáls og opin án óeðli legra takmarkana og án nokk- urs félagslegs, stjórnmálalegs, kynþátta- eða trúarlegs mis- réttis, fyrir alla þá sem geta hag nýtt sér þjónustu þess og eru reiðubúnir til a'ð taka á sig þá ábyrgð, sem aðildinni fylgir.“ (Fréttatilkynning frá SÍS) Formaður Sambandsstjórnar, Jakob Frímannsson, setti fund- inn, minntist forvígismanna samvinnuhreyfingarinnar sem létust á síðasta ári, en tilnefndi síðan Ágúst Þorvaldsson alþing ismann fundarstjóra, en fundar ritarar voru kosnir þeir Sigurð- ur Ingi Sigurðsson frá Selfossi og Ragnar Guðleifsson frá Keflavík. Síðan flutti formaður skýrslu stjórnarinnar og skýrði frá helztu verkefnum hennar á liðnu ári. Að lokinni skýrslu formanns flutti Erlendur Einarsson for- stjóri Sambandsins ítarlega skýrslu um rekstur þess árið 1970. Kom þar m. a. fram, að rekstrarniðurstaðan varð svip- uð og árið 1969. Iðnaður og skiparekstur SÍS var.hélduhlak ari og sömuleiðis rekstur Bú- vörudeildar, en rekstur Inn- flutnings- og Véladeildar var hagstæðari. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi var 43 milljónir króna á móti 21.9 millj. árið 1969. Úthlutað var afslætti til fé- laganna og frystihúsa, sem nam um 20 milljónum króna, én vext ir af stofnsjóði félaganna námu rúmum 13 milljónum og hækk- uðu úr 7% í 9% p. a. Eigin fjármyndun, áður en afslættir og stofnsjóðsvpxtir voru færðir til gjalda, nam úm 140 millj. króna. Sjóðir og höf- uðstóll að viðbættum tekjuaf- gangi jukust um 83 milljónir frá fyrra ári. Á árinu 1970 var meira um framkvæmdir hjá Sambandinu Á AÐALFUNDI Sambandsins, sem haldinn var á Bifröst ný- lega, var Jakob Frímannsson, stjómarformaður Sambandsins og fyrrværandi kaupfélagsstjóri á Akureyri, kjörinn heiðurs- félagi samvinnulireyfingarinn- ar. Tillagan um þetta var svo- hljóðandi: „Um leið og fulltrúar á Sam- bandsfundi 1971 þakka Jakobi Frímannssyni meira én hálfrar aldar rismikið starf í þágu ís- lenzkra samvinnumanna,- og jaínframt því sem þeir vona að fá að njóta starfskrafta hans á ýmsan hátt enn um árabil, vilja þeir sýna honum virðingu sina með því að kjósa hann héiðurs- félaga samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi.“ □ kynnti Jóhannes Óli hana við- stöddum. Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu Sólborgar, úr bæ og utan bæjar, og luk-u allir upp einurn munni um, að hér hefði mynd- arleg og vel búin stofnun risið. Ofurlítið rit þeirra Jóhannes- ar Óla Sæmundssonar og Bjarna Kristjánssonar kom út í tilefni vígslunnar og er í því að finna margskonar fróðleik um Sólborg og málefni vangef- inna yfirleitt. En fremst í því riti er kvæði til Sólborgar eftir Kristján frá Djúpalæk með lagi eftir Birgi Helgason, sem þeir gáfu stofnuninni. Var þetta kvæði sungið í upphafi vígslu- athafnarinnar. Sunnudaginn 11. júlí var Sól- borg opin öllum, er skoða vildu og kom þann dag fjöldi fólks. Heimilinu bárust margar góðar gjafir á þessum dögum, auk þeirrar, er fyrr var nefnd. Forstöðukona Sólborgar er Kolbrún Guöveigsdóttir. Þar dvelja yfir 40 manns, auk starfs fólksins. □ GJÖF Á AÐALFUNDI KEA 2. og 3. júní sl.úrðu riökkrar umræður úm Menningarsjóð KRA, m. a. hvaða stefnu hann ætti að hafa í úthlutun styrkja. Aðalsteinn Gúðrtiundsson, Aðalstcinn Guðmundsson. bóndi að Flögu í Hörgárdal, til- kynnti í þessum umræðum, að hann gæfi af innstæðu sinni í stofnsjóði KEA kr. 20.00Q.00 til Menningarsjóðs KEA. Aðal- steinn er kunnur áhugamaður urn samvinnumál og hefir með þessum einstæða hætti vakið athygli á tveim sterkum þátt- um í samvinnustarfi, þ. e. stofn sjóði, sem hefir að geyma hluta verzlunarhagnaðar hvers félags manns, og Menningarsjóði fé- lagsins, sem styrkt hefir fjölda menningarmálefna á félags- svæði KEA með fjárframlögum um fjölda ára. Þaannig veitti sjóðurinn á síðasta ári styrki að upphæð kr. 250.000.00 til 14 aðila. Forráðamenn Menningar- sjóðs fluttu Aðalsteini alúðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf, en þetta mun vera í fyrsta sinn, sem sjóðnum berst gjöf frá einstaklingi. □ en árið á undan. Mikil uppbygg ing var í iðnaði og samið var í árinu um nýtt vöruflutninga ■ skip, það 9. í röðinni af ban bandsskipum. Starfsfólki Sambandsins tjölp: aði um 118 á árinu upp í 1196. Lausafjárstaðan versnaði á árinu, sérstaklega síðustu tvi‘ mánuði ársins, en SambandiÖ og sambandsfélögin juku ekk bankalán sín miðað við aramót þrátt fyrir mikla útlánaaukn- ingu bankanna. Rekstramiðurstaða kaupfelap anna varð í heild hagstæðari en árið 1969. Verzlunarrekstur • inn varð heldur betri, en þa va;- meginuppistaðan í heildartekjv afgangi kaupfélaganna tekju: frá öðrum greinum en verzlui Tala kaupfélaga, sem höfðu. taprekstur á árinu var 11 en 18 árið 1969. Nokkur félög attu alvarlegum erfiðleikum meo rekstur sinn. Stærsti fjötur um fót kaupfélagaanna var sá að fjármunamyndun var alltof lítil, þegar hliðsjón er hötð a:: þeim fjölmörgu verkefnun - sem bíða úrlausnar. Félagsmönnum í sambandt ■ félögum fjölgaði úr 30.314 í ars ■ lok 1969 upp í 31.338 í árslok 1970, þannig að félagsmeni'. voru orðnir 15.3% af þjóðhmi ;. móti 14.9% árið áður. Mest varí félagamannaaukning hja Pönt- unarfélagi Eskfirðinga, Kaup- félagi Langnesinga og KRON Reykjavík. Heildarvelta Sambandsfélag •■ anna nam 6.951 millj. krona a móti 5.558 millj. króna árið 1969 og var aukningin 1393 millj. eða 25%. 36 Sambandsfélög syndu rekstrarafgang, sem nam 80.8 millj. kr. Þróunin hjá viðskipta mönnum félaganna varö haj. - stæðari árið 1970, innstæðui’ hækkuðu um 138.7 milljónir, en þar á móti kom hækkun útlánt, sem nam 74.3 millj. Þanmg a'ö staðan batnaði um 64.4 mili . kr. Jafnframt bættu kaupfelög- in stöðu sína við Samrianadiö um 13.1 millj. kr. í skýrslu forstjóra kom fran að á liðnum vetri var efnt tii umræðna milli stjórnar San: ■ bands ísl. samvinnufélaga og stjórnar Alþýðusambancts ís- laands um nánari tengsi og auu ið samstarf þessara tveggja fjöldahreyfinga og voru haidni þrír fundir í því skyni. Forstjóri gat þess einnig aö brýna nauðsyn bæri tii aö koma upp stórmarkaði i tengsj ■ um við fyrirhugaða nýtízku birgðastöð fyrir innan Sunda- höfn í samvinnu við KROhf. Kvað hann reynslu Norðmanna í Þrándheimi geta orðið fyrir- mynd í þessu efni, en sænskí..’ samvinnumenn veittu Norfc’- mönnum tæknilega aðstoð, og þeir eru reiðubúnir tií pess aö' veita íslenzkum samvinnumönn um samskonar aðstoð. ' STÖKUR Á því verður ekki biö endurtekst nú saga: Senn mun koma sumaríö með sólarríka daga. ■ ( Hækkar sól með von um vo.í vinnur tími hraður. j Gangan stjútist gisna sp :i' j gáðu að þér maður. Fáir syngja fjörugt lag eða fleygja vísum snjöllu n. Flestu aftur fer í dag fækkar skrítnum köllum. Jakob Frimannsson, fyrrverandi kaupíélagsstjóri. G. J« j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.