Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 6

Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 6
Samþykkt a$ láta meta sföðu SIS og sambandsfélaga á aðalfundi Samb. Á AÐALFUNDI Sambandsins var samþykkt tillaga um að hlutlausir menn meti stöðu Sambandsins og samvinnufélag anna, og önnur tillaga um að breyta fyrirkomulagi aðalfund- anna þannig, að þeir þjóni víð- tækara félagslegu hlutverki en áður. Þá var samþykkt tillaga um að greiðslur úr lífeyrissjóði verði miðað við síðustu laun, en ekki meðalárslaun síðustu fimm ára. Erlendur Einarsson, forstjóri, bar fram lífeyrissjóðstillöguna, sem hljóðar svo: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1971 gefur Frá SUNN FULLTRÚAFUNDUR SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi), var haldinn í Varmahlíð í Skagafirði, 19. júní sl. Rætt var uppkast að stefnu- skrá samtakanna, sem lagt verð ur fyrir aðalfund á næsta ári. Samþykkt var að hefja útgáfu bæklinga til kynningar á starf- semi samtakanna og náttúru- vernd í fjórðungnum. Formaður Landeigendafélags Svartár mætti á fundinum og gerði grein fyrir gangi mála þar. Af því tilefni samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: Fulltrúafundur SUNN, hald- inn í Varmahlíð í Skagafirði, þann 19. júní 1971, ályktar að hefja skuli líffræðilegar rann- sóknir á Svartá í Skagafirði, með tilliti til laxræktar og fyrir hugaðra virkjunarframkvæmda við Reykjafoss. (Fréttatilkynning frá SUNN) stjórnum Sambandsins og Líf- eyrissjóðs SÍS heimild til að vinna að því, að reglum Lífeyris sjóðsins verði breytt þannig. að útreikningar lífeyris sé miðað- ur við síðustu laun í stað meðal árslaun síðustu fimm ára. Ef nauðsyn ber til, heimilar fund- urinn, að Sambandið og Sam- bandsfélögin taki á sig ábyrgð á fjárhag sjóðsins til að um- rædd reglugerðarbreyting fáist samþykkt af fjármálaráðuneyt- inu. Heimilt er, að væntanlegar breytingar taki gildi 1. janúar 1971.“ Hinar tvær tillögurnar voru báðar bornar fram af Jóhanni Bjarnasyni, og hljóða svo: „Sambandsfundur 1971 felur stjórn Sambapdsins að athuga og gera tillögur um, á hvern hátt megi breyta fyrirkomulagi Sambandsins þannig, að þeir þjóni víðtækari félagslegu hlut- verki en verið hefur hin síðari ar. „Sambandsfundur 1971 ákveð ur að ráðnir verði þar til hæfir og hlutlausir menn að meta stöðu Sambandsins og Sam- bandsfélaganna á árinu 1971 og í framhaldi af því mati að gera spá og síðar áætlun um starf- semi og uppbyggingu þessara aðila til næstu fimm ára.“ Á aðalfundinum voru endur- kjörnir í Sambandsstjóm þeir þrír menn, sem ganga áttu úr stjórn, þeir Eysteinn Jónsson, Ragnar Ólafsson og Þórarinn Sigurjónsson. Voru þeir kjörnir til þriggja ára. I varastjórn voru endurkjörnir til" eins árs þeir Ólafur Sverrisson, Sveinn Guðmundsson og Ingólfur Ólafs son. Endurskoðandi var kjör- inn til tveggja ára Björn Stef- ánsson, en varaendurskoðandi Benedikt Guttormsson. □ Aðalfundur Sambands norðl. kvenna SAMBANDSFUNDUR norð- lenzkra kvenna var haldinn að Húnavöllum, Austur-Húnavatns sýslu, dagana 9,-—11. júní 1971. Helztu samþykktir fundarins voru þessar: I.. Sambandsfundur Sambands rrorðlenzkra kvenna haldinn að HúnSvöllum dagana 9.—11. júní 1971, álítur að ekki megi leggja niður húsmæðraskólana né fækka þeim, en bendir á að hægt ' væri að breyta náms- skrárini þarinig í sumum skól- um, -að sérstök áherzla verði lögð á sérhæfingu í vissum 'starfsgreinUm, til dæmis ein- hverskonar verksmiðjusaum, sérþekkingu í matvælaiðnaði svo eitlhvað sé nefnt. Nemendur úr þessum skólum gengju fyrir á vinnumarkaði í þessum greinum. Teljum við að ýmsar starfs- greinar hafi beðið margvíslegt tjón vegna þekkingarskorts og ónógs undirbúnings starfsfólks. Olympíuleikðrnir 1972 - UNDIRBUNIN GUR Olympíu- leikanna, sem haldnir verða í Þýzkalandi í ágúst 1972 er í fullum gangi. Miklar fram- kvæmdir standa yfir á staðnum og munu Þjóðverjar hafa fullan hug á að verða ekki eftirbátar annarra þjóða í að allt megi takast sem bezt í sambandi við leikana. Flugfélag íslands hefur umboð hér á landi fyrir Olympíuleikana og þar eru til sölu aðgöngumiðar að hinum ýmsu keppnisgreinum. Nú fer að verða hver síðastur að tryggja sér miða, því sölu þeirra lýkur um næstu mánaða mót. Þess má geta að allir mið- ar að íþróttakeppnum eru löngu uppseldir í Þýzkalandi og hafa Flugfélagi íslands borizt marg- ar fyrirspumir erlendis frá og beiðnir um aðgöngumiða. Það er því nauðsynlegt fyrir þá, sem ætla að fylgjast með Olympíu- leikunum að tryggja sér miða sem fyrst. Eftir þann tíma verð- ur að skila óseldum miðum til framkvæmdanefndar Olympíu- leikanna í Þýzkalandi. Gisting á hótelum í sambandi við leik- ana er öll á vegum fram- kvæmdanefndarinnar. Ennþá er nokkuð laust af því gisti- rými, sem íslendingum var út- hlutað, en um það gildir sama og aðgöngumiða að leikunum. Það sem ekki er paritað hér hjá Flugfélaginu fyrir mánaðamót verður að endursenda fram- kvæmdanefnd leikanna í byrj- un næsta mánaðar. Vöruskiptajöfnuðurinn varí óhagsfæður Á FYRSTU fimm mánuðum þessa árs varð vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 1767.9 milljónir króna en var á sama tímabili í fyrra hagstæður um 284.4 milljónir króna þannig að raunverulega er heildarútkom- an nú rösklega tveim milljörð- um króna lakari en í fyrra. Þessi mikli munur á milli ár- anna stafar mestan part af stór- auknum innflutningi. 31. maí í II. Fundurinn álítur einnig tíma bært að gera tilraun með heim- angöngunámskeið fyrir ung hjón eða hjónaefni í heimilis- haldi og meðferð ungbarna, og bendir á að þessi námskeið gætu byrjað í kaupstöðum, til dæmis Reykjavík og Akureyri. Einnig að gefa piltum, sem ger- ast vildu matsveinar á fiskiskip um kost á námskeiðum í matar- gerð. Fundurinn álítur líka að æski legt væri að konur, sem vildu taka að sér heimilishjálp og að- stoð við aldrað fólk og sjúkl- inga, ættu kost á námskeiðum, sem gerðu þær hæfari í starfi, bættu aðstöðu þeirra og veittu þeim réttindi. III. Sambandsfundur norðlenzkra kvenna haldinn að Húnavöllum dagana 9.—11. júní 1971, beinir þeim tilmælum til garðyrkju- nefndar þeirrar, sem starfar á vegum sambandsins, að garð- yrkjunámskeið verði haldin sem víðast á sambandssvæðinu. Einnig væri æákilegt að vekja athygli á þessum málum í hús- mæðraskólunum meira en ver- ið hefur, og jafnvel setja þau á námsskrá skólanna, þegar hún verður endurskoðuð. Fundurinn þakkar tilboðið, sem barst frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði, um ókeypis dvöl fyrir unglinga af sambandssvæðinu á garðyrkju- námskeið við skólann. Og vill fundurinn hvetja til að notfæra sér þetta tilboð á komandi vori. Auk þess voru rædd heimilis iðnaðarmál og kosin nefnd til starfa á því sviði. Nefndina skipa: Sigríður Hafstað, Tjörn, Helga Kristjánsdóttir, Silfra- stöðum og Svanhildur Þorsteins dóttir, Akureyri. Þá var og rætt um byggingu og staðsetningu heilsuverndarhælis á Norður- landi, en hæli þeirrar tegundar í Hveragerði er nú örðið of lítið og getur ekki fullnægt eftir- spurn. Ýmislegt fleira var til umræðu og athugunar. Að lokum var kvöldvaka og söng þar karlakórinn „Vöku- menn“. Sigríður Thorlacius flutti erindi er húp nefndi „Lífs hamingjan“, Snjólaug Þórodds- dóttir las úrdrátt úr sögu Kven- félags SvínavatnshrejDps og Emma Hansen las frumsamin kvæði. Heimilisiðnaðarsýning var til augnayndis fyrir fundarkonur og gesti. Á annað hundrað manns sóttu kvöldvökuna og var hún ásamt íundinum hin ánægjulegasta. Húnvetningar sýndu Sam- bandi norðlenzkra kvenna mikla rausn og mýndarskap og færum við þeim þakkir af heil- um huga. Dómhildur Jónsdóttir, formaður. Emma Hansen, ritari. Sigríður Guðvarðardóttir, gjaldkeri. SPENNIÐ BELTIN Fræðsla liafin að nýju um gildi öryggisbclta ár var innflutningurinn frá ára- mótum kominn upp í 6572.1 millj. kr. en var á sama tíma árið 1970 4734.5 milljónir króna. Hefur innflutningurinn því auk izt um 1837.6 milljónir króna. Á sama tíma hefur útflutning- urinn hins vegar heldur minnk- að, eða um röskar 200 milljónir króna, nam hann í maílok 1970 5018.9 milljónum króna en í maílok í ár 4804.2 milljónum króna. □ UMFERÐARRÁÐ hefur að nýju hafið fræðslustarf um gildi öryggisbelta, en áætlað er að nú séu í landinu 9—10 þús- und bifreiðir búnar öryggis- beltum. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar fræðslu, en í fyrrasumar beitti Umferð- arráð sér fyrir fræðslustarfi, sem þótti gefa góða raun. 1. janúar 1969 tóku gildi lög um, að í öllum fólks og sendi- ferðabifreiðum, sem skráðar eru í fyrsta sinn hér á landi eftir þann tíma, skuli vera ör- yggisbelti fyrir ökumann og farþega í framsæti. Fullsannað er með ítarlegum rannsóknum, að öryggisbelti hafa mikla þýð- ingu fyrir umferðaröryggið. Niðurstöðum rannsóknanna ber flestum saman um, að koma mætti í vcg fyrir átta af lier jum tiu meiriháttar meiðslum og fjögur af liverjum tíu minni- háttar meiðslum á ökumönnum Sumarbúðanámskeiði UMSE, sem haldið var á Lauga landi, Ongulsstaðahreppi, er ný lokið og stóð það í 8 daga. Þátt- takendur voru alls 66, drengir og stúlkur á aldrinum 8—13 ára. Veður var yfirleitt óhag- stætt námskeiðsdagana og var því ekki unnt að stunda úti- íþróttir eins mikið og ætlað var. Þó var leiðbeint í frjálsum íþróttum, sundi, knattspymu og handbolta, og farið í ýmsa leiki. Kvöldvökur voru margar og sáu börnin sjálf um mörg atriði á þeim. í sambandi við Sumarbúðirn- ar var efnt til víðavangshlaups. Var þátttakendum skipt í þrjá aldursflokka og var keppni í þeim tvísýn og skemmtileg. — Sigurvegarar urðu: Fl. drengja 8—9 ára: Guð- mundur Hermannsson. Fl. drengja 10—11 ára: Árni Halldórsson. Fl. drengja 12—13 ára: Jón Ingi Sveinsson. Fl. stúlkna 8—9 ára: Ólöf Jónsdóttir. Fl. stúlkna 10—11 ára: Guð- rún E. Höskuldsdóttir. Fl. stúlkna 12—13 ára: Aðal- heiður. Harðardóttir. □ ELÍSABET EIRÍKS- DÓTTIR LÁTIN ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR, fyrrum kennslukona, bæjarfull- trúi um langt skeið og formað- ur Verkakvennafélagsins Ein- ingar í áratugi, lézt á Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri 9. þ.m. nærri 81 árs að aldri. Hún átti við erfiða vanheilsu að stríða nokkur seinustu árin. Útför Elísabetar verður gerð frá Akureyrarkirkju á laugar- daginn kemur, 17. þ.m. kl. 13.30. Að útförinni lokinni verður opið hús í Þingvallastræti 14, þar sem heimili Elísabetar hér í bæ var lengst af. □ HLJÓÐFÆRA- MIÐLUN. - Orgel og píanó, viðgerð og upp- gerð, útvega ég. Nánari upplýsingar veittar næstu kvöld kl. 6—9. — Tek nokkur orgel til við- gerðar í sumar og haust. Haraldur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15, sírni 1-19-15. og farþegum, sem lenda í um- ferðarslysum, váeru öryggis- belti notuð. Viðurkennt öryggis belti þolir átak, sém nemur um þrem tonnum, eða samsvarandi því átaki, sem verður, ef bifreið er ekið með 60 km. hraða á steinvegg. f Bandaríkjunum er nú hafin framleiðsla á öryggisbeltum, sem þannig eru útbúin, að ekki er hægt að ræsa bifreiðina nema beltin séu spennt. Hefur mikil áherzla verið lögð á gildi öryggisbelta þar í landi og ný- lega var reglugerð um flutn- ingabifreiðar breytt þannig, að öryggisbelti verða að vera í öllum þess konar bifreiðum, sem framleiddar eru fyrir 1. júlí 1971. Samkvæmt skýrslum National Safety Council er áætlað, að öryggisbelti hefðu bjargað 2700—3300 mannslífum í Bandaríkjunum árið 1969. □ SKRIFSTOFU- STÚLKA óskast. Uppl. í síma 1-13-36. Óska el'tir að kaupa. notaðan ÍSSKÁF. Uppl. í sírna 1-29-52, milli 9-17. Barnlaus hjón óska eitir góðri ÍBÚÐ itl leigu nú þegar. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 2-12-68.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.