Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 15.07.1971, Blaðsíða 7
7 DR. RICHARD BECK: SÍÐASTLIÐIÐ haust kom út á vegum Bókaútgáfunnar Norðra á Akureyri ritið Undir Búlands tindi (Austfirzkir sagnaþættir) eftir Eirík Sigurðsson fyrrv. skólastjóra. Er rit þetta VII. bindi í ritsafninu Austurland (Safn austfirzkra fræða), og er gefið út að tilhlutan Sögunefnd- ar Austfirðingafélagsins á Akur eyri, en hana skipa, auk Eiríks Sigurðssonar, Helgi Hallgríms- son og Kristián skáld frá Djúpa læk. Rit þetta barst mér í hendur fyrir nokkru síðan, og var mér kærkominn lestur bæði sem heimaöldum Austfirðingi og unnanda austfirzkra fræða. Valda því annir mínar við að ljúka lofuðum ritstörfum, að ég hefi eigi fyrr komið því í verk að draga athygli lesenda að rit- inu, eins og það á meir en skil- ið. Efni þess verður eigi, í stuttu máli, betur lýst en í eftir farandi orðum höfundar úr for- mála hans: „Bókin er í þremur höfuðþátt um. Fyrsti þátturinn er aðal- lega um Djúpavog, verzlunina þar og verzlunarstjóra frá tveim síðustu öldum. Þá eru einnig þættir um ýmsa merka menn, sem alið hafa aldur sinn í Hálsþinghá, eða eru þar vaxn- ir úr grasi. Annar hluti bókarinnar er saga Hamarsdals. Fyrir um það bil 20 árum, fór ég að kynna mér sögu þessa fæðingardals míns. Þá tók efnið mig slíkum tökum, að ekki varð aftur snú- ið. Samdi ég þá ábúendatal dals ins eftir kirkjubókum og öðrum heimildum eins langt aftur og hægt var. Þá fylgir stuttorð lýs- ing á dalnum, kaflar um eyði- býli og slysfarir. Að síðustu eru nokkrar dulrænar sögur. FERÐIR blað Ferðafélags Ak. SÍÐASTA hefti Ferða, 30. ár- gangur, er komið út. Þar er á kápusíðu mynd af Kötlufjalli á Árskógsströnd og sér í mynni Þorvaldsdals, en um þann dal er löng og fróðleg grein, lands- lag, örnefni og saga eftir Jó- hannes Ola Sæmundsson, ásamt skýringaruppdrætti. Olafur Jónsson ritar svo þætti úr jarð- mótunarsögu dalsins, einkar fróðlega. Þorvaldsdalur liggur upp af Árskógsströnd, gegnum fjall- garðinn mikla og allt til Hörgár dals og er nær beinn, 20 km. langur. Falla vötn til beggja enda dalsins, einkum þó norð- ur.-Töluvert vítt sléttlendi er í dal þessum, þegar hólaþyrpingu í ipiýnrii'dalsíns norðanverðum 'sle^þiy. Þar voru bæir í byggð i/lpi 1 skamms tíma svo sem Grund, Hrafnagil og Kúgil, og fleiri áður svo sem ummerki sýna. í þessu hefti Ferða er svo ferðaáætlun 1971. □ Þriðji hluti bókarinnar eru ævisöguþættir þriggja Austfirð inga utan þessa sögusviðs. sem mér þóttu vel eiga heima í þess- ari bók.“ Eins og höfundur tekur enn- fremur fram í formálsorðum sínum, hafa kirkjubækur Þjóð- skjalasafnsins verið aðalheimild hans, en miklu víðar hefir hann þó leitað til fanga um heimild- ir, eins og hann lætur einnig getið, og augljóst verður við lestur ritsins og heimildaskráin í bókarlok sýnir. Eiríkur ritar hér um æskustöðvar sínar, og er frásögnin yljuð af djúpstæðri sonarlegri rækt hans til hug- kærra átthaganna. Þetta skilj- um við, sem átt höfum ævidvöl fjarri átthögunum og ættjörð- inni, manna bezt. En áður en horfið er sérstaklega að megin- máli bókar Eiríks, skal tekin upp eftirfarandi málsgrein úr formálsorðum hans: „Tvær smágreinar skera sig úr öðru efni bókarinnar. Þær eru ekki sannfræði. Ég hef leyft mér að láta hugann reika til fyrstu íbúa þessa landshluta, Papanna. Einnig til Rómverja í sambandi við rómversku pen- ingana, sem fundust í Hamars- dal, og skrá þetta í söguformi. Hefst fyrsti og annar hluti bók- arinnar á þessum köflum.“ Bera þessir inngangskaflar meginmálsins vitni innsæi höf- undar, og eru vel í letur færðir. Var það góð hugmynd að tjalda með þeim hætti svið hinna sögu legu frásagna og auka jafn- framt fjölbreytni lesmálsins. En allir eru sagnaþættir þessir greinagóðir, fróðlegir og læsi- legir að sama skapi, bæði þeir, sem fjalla um Djúpavog og Hálsþinghá, og hinir, er rekja sögu Hamarsdals, staðlýsingar og sagnfræðilegar svipmyndir fléttast þar saman. Mikill fjöldi manna frá fyrri og seinni tímum kemur hér við sögu, misjafnlega merkir og kunnir, eins og gengur, en öll- um eru þeim gerð nokkur skil, sumum ítarlega, eftir því, sem heimildir leyfa og rök standa til. Æviferill Haraldar Ó. Briem á Búlandsnési er vel og ná- kvæmlega rakinn, og er þar fylgt handriti Guðmundar Eyj- ólfssonar. ítarlegir og prýðis- góðir eru þættirnir um þá séra Jón Finnsson og Ólaf Thorla- cius héraðslækni, er báðir komu farsællega áratugum sam an við sögu Djúpavogs. Þáttur- inn um Jón Finnbogason hinn dulvísa sýnir, að hann hefir ver ið, eins og höfundurinn segir, „á margan hátt merkilegur og sérkennilegur maður.“ Hvað mestur fengur þykir mér þó að þáttunum um þá Ríkarð Jónsson, myndhöggvara, Inga Tómas Lárusson, tónskáld, og Iielga Valtýsson, rithöfund. Eru þættir þessir allir af glögg- um skilningi samdir, skilmerki- legir og hafa staðgóðan fróðleik inni að halda. Var það sérstak- lega þarft verk og þakkarvert að semja þáttinn um Inga T. Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS ODDSON, læknir, lézt að heimili sínu, Álfabyggð .16, Akureyri, þann 11. jú-lí s.l. Eiginkona og börn. Lárusson, þar sem lítið hafði áður verið ritað um æviferil hans. Ágætt er einnig að hafa þessa yfirlitsgrein um fjölþæbt ævistarf Helga Valtýssonar, þar sem, hann er nú. allur. Bókin er vönduð að frágangi og margar manpa- og staða- myndir auka hið sögulega og mannfræðilega gildi hennar. Landabréfið af Djúpavogi, Háls þinghá og Hamarsdal framan við hana eru einnig lesandanum mjög til glöggvunar um legu staðanna og bæjaheiti og ör- nefni á þeim slóðum. í' heild sinni er rit þetta góð- ur skerfur til sögu Austurlands, og um leið verðugur og varan- legur minnisvarði foreldrum höfundar, Sigurði Þórðarsyni og Valgerði M. Eiríksdóttur, sem bókin er tileinkuð. □ HJÁLPRÆÐISHERINN Sunnudag kl. 20.30, al- menn samkoma. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL. Mess- að á Svalbarði n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Ath. breyttan messutíma. — Sóknarprestur. Æ.F.A.K. Æskulýðs- félagar athugið. Fund- ur n. k. fimmtudags- kvöld 15. júlí í kapell- unni kl. 8. Fundarefni: Úti- lega að Vestmannsvatni. Mæt ið öll. — Stjórnin. I.O.G.T. stúkan Akuriiljan nr. 275. Áríðandi furidur fimmtu- daginn 15. júlí kl. 20.30 í Akurhlíð. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. — Æ.t. SKEMMTIFERÐ. Kvenfélagið Hlíf efnir til skemmtiferðar í Hrísey og Ólafsfjörð 17. júlí n. k. Farið verður með m/s Drang, sem leggur af stað frá Torfunefsbryggju kl. 1 e. h. Félagskonur mega taka gesti með sér. Upplýsingar í símum 1-12-81, 1-15-05 og 1-22-15. — Nefnin. Hraðkeppni UMSE HRAÐKEPPNI UMSE í knatt- spyrnu fór fram á Laugalands- velli 13. júní sl. með þátttöku 5 liða. Til úrslita kepptu lið Umf. Reynis og Umf. Framtíð- ar. Lauk þeim leik með sigri Reynis, sem skoraði 1 mark en Framtíðin ekkert. □ Tvöföld hátíð á Sauðárkróki UM tvær síðustu helgar hefur verið mikið, um dýrðir hér á Sauðárkróki og margt um mann inn. Hinn 2. júlí var þess minnzt hér, að byggð staðarins átti ald- ar afmæli. Var þá hátíðafundur í bæjarstjórn. Þar var Eyþór Stefánsson tónskáld kjörinn heiðursborgari kaupstaðarins. Samþykkt var skjaldarmerki fyrir Sauðárkrók, teiknað af Snorra Sveini Frriðrikssyni. Út hlutað var lóð undir framtíðar- flugvöll og samþykkt að hefja í sumar framkvæmdir við að steypa aðalgötu bæjarins. Hall- grímur Dalberg, fulltrúi félags- málaráðherra, flutti ávarp, svo og fulltrúar margra bæjar- félaga. Að þessu loknu var geng ið að Kirkjutorgi, þar sem fáni bæjarins var dreginn að húni af elzta innfædda borgaranum, frú Unni Magnúsdóttur. Þar lék einnig Lúðrasveit Sauðárkróks. Kl. 21 sama dag sýndi Leik- félag Sauðárkróks „Mýs og menn“ undir leikstjórn Gísla Halldórssonar. Á laugardagsmorgun var opnuð málverkasýning skag- firzkra málara í bókhlöðunni. Einnig var afhjúpuð á þeim stað stytta af Sigurði Guð- mundssyni málara, gerð af Guð mundi frá Miðdal, Miklar og góðar gjafir voru þar færðar. Opnuð var árdegis þennan sama dag þróunar- og sögusýn- ing staðarins í barnaskólanum. Eftir hádegi var safnast sam- an við Faxatorg. Þar lék Lúðra sveit Sauðárkróks. Þaðan var gengið til íjiróttaleikvangs. Skrautklæddir félagar úr Hesta mannafélaginu Léttfeta fóru fyrir göngunni. Kl. 14 hófst svo hátíðadag- skrá með helgistund. Þar frum- flutti Lúðrasveitin verk eftir Eyþór Stefánsson og Jón Björns son í tilefni jæssara tímamóta. Halldór Þ. Jónsson forseti bæj- arstjórnar flutti hátiðaræðu, Samkór Sauðárkróks söng und- ir stjórn Jóns Björnssonar, kon- ur sýndu víkivaka undir stjóm Eddu Baldursdóttur en Sigmar Jónsson formaður Skagfirðinga félagsins í Reykjavík flutti ávarp, ungt fólk á Sauðárkróki sýndi fimleika undir stjórn Ingi mundar Ingimundarsonar, Gunnar og Bessi fluttu gaman- þátt, en Skagfirzka söngsveitin, undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur, söng. Kl. 18 hélt Söngsveitin tón- leika í Bifröst undir stjórn Snæ bjargar og við undirleik Sig- ríðar Auðuns, og einsöngvarar voru Snæbjörg Snæbjarnardótt ir og Friðbjörn G. Jónsson. Auk jaess söng Kirkjukór Sauðár- króks nokkur lög með söng- sveitinni. Um kvöldið bauð bæjarstjórn til kvöldverðar og voru þar margar ræður og árnaðaróskir fluttar. Kl. 21 hófst svo dans- leikur í Bifröst. Þar var margt um manninn og mikið sungið í Grænasal. Árla á sunnudagsmorgun var messað í Sauðárkrókskirkju. Kirkjukórinn söng undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. Kh 13.30 sama dag var afhjúpað útilista- verk á Faxatorgi af hesti1, sem Ragnar Kjartansson gerði. Al- freðsína Friðriksdóttir, sonar- dóttir Árna Árnasonar, fyrsta íbúans hér, afhjúpaði listaverk- ið. Síðan hófust kappreiðar á Fluguskeiði, en kl. 17 var. sam- feld dagskrá í Bifröst, er nefnd- ist Svipmyndir frá" “ Sauðár- króki, teknar saman af Krist- mundi Bjarnasyni á Sjávar- borg, flutt af Leikfélagi Sauðár- króks. Síðast var svo stiginn dans af miklu fjöri í félags- heimilinu Bifröst. íbúar Sauðárkróks eru nú um 1700 talsins. - Um næstu helgi fór 14. Lands mót Ungmennafélags íslands svo fram hér á Sauðárkróki. Allt að 15 þús. manns lögðu þá hingað leið sína. Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og frú Hall dóra Eldjárn heimsóttu okkur er fram fór hátíðadagskrá á sunnudaginn. En heiðursgestur okkar, eins og við köllum það, var að þessu sinni Árni Guð- mundsson skólastjóri íþrótta- kennaraskóla íslands. Tala íþróttamanna hefur aldrei verið meiri á landsmót- um UMFÍ en á þessu móti. Veður var mjög gott. Framkvæmdastjóri var Stef- án Petersen, Sauðárkróki, en mótsstjóri Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ríkisins. Lands- nefnd mótsins skipuðu: Stefán Petersen, Sigurður Guðmunds- son, Stefán G.uðmundsson, Þór- oddur Jóhannsson, Magnús Sig- urjónsson, Gísli Felixson og Sig fús Olafsson. Mótið hófst á föstudagskvöld- ið, 9. júlí, á starfsíþróttum og skák. Á laugardaginn var mót- inu fram haldið kl, 8 með hóp- göngu til leikvangs og þar fór fyrir göngunni Lúðrasveit Sauð árkróks. íþróttakeppnin fór svo fram samkvæmt dagskránni. Tjaldborgir keppenda voru reistar við Skagfirðingabraut, austan íþróttasvæðis, almennar tjaldbúðir voru á Nöfunum ofan við kaustaðinn og fjöl- skyldutjaldbúðir voru á skeið- vellinum. Allt fór mótið frábær lega vel fram og var öllum til góma, er að því stóðu og þar dvöldu, og var til fyrirmyndar. Á Sauðárkróki er nýr íþrótta- völlur og var hann afhentur til afnota á sunnudagsmorguninn. Sundlaugin var nýendurbætt og búningsklefar og annað nýtt þá einnig tekið í notkun. Bærinn hafði verið prýddur á msan hátt, hús máluð, lóðir lagfærðar o. s. frv. Slys urðu engin á mótinu, sem teljandi væru eða önnur óhöpp. (Samkv. viðtali við S. G.) Bændaskóli í Odda ÁKVEÐIÐ hefur verið, að bændaskóli verði stofnaður í Odda á Rangárvöllum og hefur verið skipuð byggingarnefnd til að vinna að undirbúningi og stofnun bændaskólans í sam- ráði við landbúnaðarráðuneyt- ið. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið og biskup íslands hafa samþykkt að skólinn verði reist ur í Odda og þar verði látin í té nauðsynleg jarðarumráð. í fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu segir, að í lögum nr. 55 frá 1963 sé kveðið á um að hér á landi skuli vera þrír bændaskólar og einn þeirra skuli vera á Suðurlandi, þegar byggingu skólahúss og öðrum nauðsynlegum undirbúningi sé lokið. Landbúnaðarráðuneytið telur að bændaskóla Suðurlands verði bezt valinn staður í Odda og skipaði 8. júlí sl. byggingar- nefnd til að vinna að undirbún- ingi að stofnun bændaskólans í samráði við ráðuneytið. í bygg- ingarnefndinni eiga sæti: Hörð- ur Bjarnason húsameistari ríkis ins, sem er formaður nefndar- innar, Hermann Sigurjónsson bóndi í Raftholti, Magnús B. Jónsson ráðunautur á Selfossi og Agnar Guðnason ráðunaut- ur. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.