Dagur - 29.09.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 29.09.1971, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT \ Uiinið af lcappi í nýja sláturliúsinu. (Ljósmyndastofa Péturs). !YJA SLÁTURHÚSIÐ A HÚSAViK >ANN 16. þ. m. tók til starfa 'iýtt sláturhús hjá Kaupfélagi : Angeyinga, Húsavík. Húsið er im 1.200 fermetrar að flatar- náli á tveimur hæðum, og að iuki fjárrétt, sem er stálgrind- irhús, um 800 fermetrar. iteiknað er með að geta slátr- ið á dag í þessu nýja húsi um 2000 fjár á dag, en það eru um lelmingi meiri afköst en var í :amla húsinu. Hin nýja bygging er fyrir sunnan kaupstaðinn, við kjöt- : -ystihús kaupfélagsins, sem hefur verið í byggingu þar undanfarin ár. Stórgripasláturhús er í nýja húsinu, en innréttingu þess verður ekki að fullu lokið í haust. Húsið er byggt sam- kvæmt ströngustu nútímakröf- um um hreinlæti, og búið margskonar tækjum og færi- bandabrautum, á sama hátt og nýjustu sláturhúsin hér á landi. í húsinu er matstofa fvrir 100 manns, eldhús, og einnig íbúðar herbergi fyrir nokkra starfs- Það leskur ailt í lyndi í sumar Girímsey 27. sept. Það er oft íremur óstillt hérna og höfnin er ekki nógu góð þegar eitthvað er að. Eins og allir vita, hvarf 7 milljóna króna hafnargarður "íér í norðangjólu fyrir tveimur irum, sem Vita- og hafnarmála- újórn var að byggja. Við höf- um enga úrlausn fengið á þeim : nálum. Sumarið hefur verið gott til ands og sjávar. Grassprettan rnr ágæt og nú eru hey nægi- eg. Ellefu trillubátar, sem leimamenn eiga og róa til fiskj- ir á, hafa komið með drjúgan ufla þótt aldrei hafi verið mok- ifli, eins og svo oft hefur verið einhvern tíma á vori eða sumri. Nú í haust hafa verið hér þó- : íokkrir trillubátar frá Olafs- : irði og Eyjafirði. Og þess ægna er enn meiri ástæða til að bæta höfnina. Samgöngur hafa verið sæmi- j egar í sumar, Drangur kemur hálfsmánaðarlega og Trvggvi Helgason einu sinni í viku, fast- ar ferðir, en auk þess hefur hann komið óteljandi aukaferð- ir með fólk. Vatnsleysi vegna þurrkanna veldur óþægindum. Búið var að bora eftir vatni fyrir nokkrum árum, en dælu og annan útbún- að vantar til að ná vatninu upp og rannsaka vatnið sjálft. Allir brunnar þorna í langvinnum þurrkum. Atvinna hefur verið ágæt fyrir alla í sumar og nú er skóla fólk að fara frá okkur í allar áttir. Segja má, að allt hafi leikið í lyndi hjá okkur í sumar, og ef vel viðrar geta sjómenn bætt hlut sinn verulega nú í haust.SS Teiknistofa SÍS teiknaði slát- urhúsið og hafði á hendi eftirlit með framkvæmdum. Verktakar voru: Varði h.f., Húsavík, Trésmiðja Jóns og Haraldar, Arnljótur Sigurjóns- son sá um raflagnir, Sigurður Jónsson um pípulagnir, Ingvar Þorvaldsson sá um málningar- vinnu, Vélaverkstæðið Foss framkvæmdi margskonar járna vinnu. Stuðlagerð h.f., Hofsósi smíðaði og setti upp allar keðju brautir en Blikksmiðjan Sörli annaðist blikksmíði. Yfisumsjón með byggingar- framkvæmdum hafði Jón Ing- ólfsson byggingameistari, Húsa- vík, en framkvæmdir stóðu yfir í um það bil 15 mánuði. Meðalvigt dilka úr lágsveit- unum er nú um 15 kg. og er með því bezta, sem við þekkj- um, sagði sláturhússtjórinn í gær. Þyngsti dilkurinn, sem kominn er, er frá Hermóði í Ár- nesi, 27.7 kg. Við erum komnir upp í nær 1400 sem við lógum á dag og förum eitthvað hærra, en alls verður lógað 34.000, sagði hann. Sláturhússtjóri er Benóný Arnórsson. □ Jarðgöng um Oddsskari Á NÆSTA sumri er ákveðið að gera jarðgöng í gegnum Odds- skarð á Norðfjarðarvegi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. — Göngin í gegnum Oddsskarð verða um 600 metra löng. Sam- hliða göngunum verða steyptir munar við göngin og gerður verður vegur beggja megin. Eskifjarðarmegin verður byggð ur 1.5 km. langur vegur, og Norðfjarðarmegin verður vegur inn 0.8 km. á lengd. Breidd á göngunum á að vera 4.3 metrar og hæðin 5.3 metrar. Þá verða útskot, vegna bíla sem mætast, 100—200 m. frá hvor- um munna, en þau verða um 7 m. á breidd og 15 m. : lengd. SIGLFIRÐINGAR VORU MEÐ Unglingameistaramót fslands í sundi, er fram fór á Akureyri 11. og 12. sept., sýndi allvel sundkunnáttu bezta sundfólks hinna ýmsu staða á landinu, þótt það segi ekki til um nýt- ingu sundstaða eða gildi sund- lauga á hverjum stað. í frásögn af úrslitum hér í blaðinu féll sú lína niður, er Siglfirðinga var getið, en þeir hlutu 28.5 stig, sem má gott lieita miðað við aðstöðu þar, þar sem sund er aðeins iðkað hluta úr árinu. En þetta leiðréttist liér með. SÓÐASKAPUR OG ENDURBÆTUR Umhverfi fiskverkunarstöðva hér á landi er ábótavant og ekki í samræmi við kröfur þeirra um hr’einlæti, sem kaupa af okkur fiskinn. Um þetta hef- ur á síðustu tímum verið ritað margt og úrbóta krafizt. Víða hafa stakkaskipti orðið í þess- um efnum og er það vel. Dæmi um það, hversu vel er við brugð ist er hjá Ú. A. á Akureyri. Þar liefur umhverfið tekið þakkar- verðum breytingum á skömm- um tíma. Vel hirtir grasblettir og steyptar göngu- og aksturs- leiðir vitna um þetta. En auk hreinlætisins er staðurinn ánægjulegri vinnustaður fyrir hið fjölmenna starfslið. Hér er ekki verið að gefa neitt hrein- lætisvottorð, en aðeins bent á það, sem sýnilegt er liið ytra og mætti svo víða vera, þar sem unnar eru sjávarvörur. VANTAR FYRIRSÖGN Það bar við í sláturhúsinu á Þórshöfn á mánudaginn, að maður skar sig illa. Læknis- laust er að jafnaði, en nú hittist svo á, að þar var staddur Úlfar Þórðarson augnlæknir og lækna nemi er vinnandi í sláturhús-. inu. Brugðu þeir við ög saum- uðu skurðinn saman. Varð þá einum nærstöddum að orði: Guð er ekki á móti ókkur' hérna, að hafa tvo. lækna við hendina þegar maðurinh slas* aðist. KAUPFÉLAGSSTJÖRAr; SKIPTI Valtýr Kristjánsson í Nési lief* ur látið af kaupfélagsstjórastörf um á Svalbarðseyri, Vegna erfiðra heimilisástæðna, en við tekið Karl Gunnlaugsson. ÁÞREIFANLEGT VANDAMÁL Austur í Þistilfirði vilja ungir menn búa en fá ekki jarðir. Þó eru jarðir í eyði, en éigendur vilja ekki selja, og jafnvel ekki leigja heldur. Mun svo víöar vera á landinu, og þarf að ráða bót á því með einhverjum skyn- samlegum ráðum. Frá lö Á LAUGARDAGSKVÖI/DIÐ varð óhapp við vestustu brúna á Eyjafjarðará. Landroverbíll ók á kyrrgtæðan fólksbíl. Oku- maður fplksbílsins meiddist eitthvað, var fluttur í sjúkrahús en er korpinn heim. Bíll hans skemmdist verulega. Talið er, að ljós bifreiðar, er á móti kom, hafi blindað ökumann Land- roverbílsins. Langt að kominn bíll valt út af háum vegarkanti yið Gefjun á mánudagsnóttina. Mun öku- maður hafa sófnað undir stýri. Hann meiddist ekki en bíllinn skemmdist. Haustslátrunin í hámarki Þá á gólfið í göngunum að vera steypt. Hæðarmunurinn milli gangnamunna verður um 23 m., og er munninn Eskifjarðarmeg- in lægri. □ FYRIRSJÁANLEGT er, að öllu færra fé verði slátrað á landinu í haust en undanfarin ár, að því er Agnar Tryggvason fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar sagði Sambandsfréttum. Gert er ráð fyrir um 7% samdrætti í slátruninni frá í fyrra, þ. e. mið að við fjölda sláturfjár, en hins vegar er talið, að kjötframleiðsl- an minnki ekki tilsvarandi, þar sem reikna megi með mun hærri meðalfallþunga en áður vegna árferðisins í sumar. Þó er gert ráð fyrir 4—500 tonna minni kjötframleiðslu í haust en í fvrra. Hér innanlands er nú mjög mikil sala á kjöti, og er búizt við áframhaldi á því, ef niður- greiðslur verða áfram í núver- andi formi. Útflutningur er áætlaður 2—2500 tonn af haust- framleiðslunni í ár, miðað við óbreyttar níðurgreiðslur. Miðað við T% fækkun slátur- fjár frá í fyrra verður um 707 þús. fjár slátrað á landinu í haust, en til samanburðar má geta þess, að 1970 var slátrunin 760 þús. fjár, 1969 830 þús. og 1968 840 þús. Þess má ‘ geta, að af gæru- framleiðslu ársiris 1970 keyptu innlendar sútunarverksmiðjur 560 þús. gæruiv en 200 þús. voru fluttar út. □ 13 þús, I6gað á Svalbarðseyri BÚIÐ er að lóga í níu daga, sagði Karl Gunnlaugsson kaup- félagsstjóri á Svalbarðsevri á mánudaginn. Féð er vænt, senni lega 16.2 kg. meðalvigt dilka,' sem er verulega betra en í fyrra. Slátrin seljast jafnóðum. Lógað er allt að 600 fjár á dag, og gengur það greiðlega. Margir bændur eru búfrir að taka upp sínar kartöflur og aði'- ir að ljúka upptöku. Spretta var góð og á sumum stöðum ágæt. Kartöflugeymslur kaupfélags- ins eru að fyllast, en þær taka 3—4 þús. tunnur og margir bændur eiga kartöflugeymslur fyrir sig. □ Brúargólfið var fært til á Glerárbrúnni í íyrradag. Brúarsmíðinni miðar vel. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.