Dagur - 18.12.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1971, Blaðsíða 1
Nýff gagnfræððskólahús Ólafsfirði 18. desember. ÞaÖ sorglega slys varð að Hlíð í Ólafsfirði að fjögurra ára telpa, María Gunnarsdóttir, beið bana af slysi og var jarðsett í gær. Sama dag var jarðsunginn hér Baldvin Jóhannesson, sem dó fyrir viku síðan. Hann var á áttræðisaldri og lézt í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Mikil umferð er um Múlaveg, er var opnaður í morgun eða nótt og hafði þá verið lokaður um skeið, en áður í vetur aldrei nema 1—2 daga í einu. Hér hefur ekki snjóað mikið i vetur og er þetta mesti snjór- inn, sem komið hefur. Eldri menn muna tæpast jafn góða tíð og í nóvember. Bátarnir fóru í siglingar fvrir skömrnu en eru komnir heim, fóru svo að fiska, en yfirleitt er aflinn lítill og ekki vinna í frysti húsunum nema dag og dag. Unnið hefur verið af kappi miklu við nýja gagnfræðaskól- ann og tanda vonir til, að hægt verði að hefja kennslu með nýju ári, eða6. janúar. B. S. Bafarnir kcmnir úr Norðursjó S Trén lifa harðan vetur og bíða vorsins. (Ljósm.: E. D.) >z Virkjun Dettifoss á dagskrá Virkjunarstaðir norðanlands kannaðir og skipuð sáttanefnd í Laxárdeilunni Dalvík 18. desember. Við erum búnir að fá báta okkar heim frá Norðursjónum. En þeir eru meðal okkar máttarstólpa hér á GÆTA BARNA SEX skólastúlkur 13—15 ára hafa búið sig undir það, að taka að sér barnagæzlu fyrir sann- gjarna þóknun nokkra daga í þessum mánuði. Getur ]jað kom ið mæðrum vel í jólaannríkinu. Hinn 18. desember kl. 3—7, og svo dagana 20.—23. desember kl. 1—6. Gæzlustaður er skáta- heimilið Hvammur. Upplýsing- ar um þetta eru gefnar í símum 12380 og 11597. Gæzlugjaldið rennur til skáta deildar stúlknanna, er heitir Súlur. □ Egilsstöðum 18. desember. Snjó- föl er í byggð en ögn meiri snjór til fjalla og heiða. Fært er á bifreiðum niður til fjarða. Tor- leiði nokkurt er þó um Odds- skarð, en þar er þó jeppum fært. Ófært mun til Borgar- fjarðar. Vegurinn til Borgar- fjarðar verður opnaður í dag svo að þeir fái þá jólaglaðningu, sem þeim ber sem kristilegum mönnum í okkar synduga sam- félagi. Hálka er á vegum vegna svella. Nú er siginn á menn skamm- degishöfgi. Veðráttan er rysjótt og erfitt um útivinnu. En nægi- leg verkefni hafa menn haft, einkum í byggingum og talsvert framundan í því efni. Hroll setur að sumum við út- málun Jóhanns Hafsteins og félaga, hversu allt sé nú pen- ingasnautt og lítið til í ríkis- kassanum. En við huggum okk- ur þó við það, að ef peningar gufa upp með einhverjum hætti á ákveðnum stöðum, faili þeir mönnum í skaut annarsstaðar, eins og vatnið sem gufar upp fellur svo niður sem regn. Kannski rignir peningum á Austurlandi af guðs náð á næsta ári. Skólarnir eru að loka því að nemendur halda jólin heima hjá sér. Geysilegt annríki hefur ver ið hjá Flugfélagi íslands af þeim sökum, en einnig vegna þess, að kaupskipin stöðvuðust og þörf á vöruflutningum í lofti vex að sama skapi. Dalvík. Þetta voru Loftur Bald- vinsson og Bjarmi II. Lofti gekk sérstaklega vel og Bjarma einn- ig, sérstaklega síðari hluta síld- veiðanna, Hásetahlutir eru ef- laust góðir og þar sem sjómenn- irnir eru flestir héðan, munar um það í tekjuöfluninni. Nú verða þessi skip og önnur í höfn yfir jólin. Einn bátur, Bliki, rær með línu og hefur fiskað ofurlítið, en gæftir hafa hamlað veiðum — fengið 2—3 tonn í róðri. Eigend- ur salta fiskinn sjálfir. Vegir eru allir færir og fagur jólasnjór, ef hann bara gæti haldist. Múlavegur var opnaður í morgun og var þess full þörf, því að margir þurfa að komast leiðar sinnar og mikið þarf að flytja nú í jólaannríkinu. J. H. Verið er að reisa flugskýli á Egilsstaðaflugvelli, þar sem hýsa á litla flugvél Flugþjón- ustunnar, sem nú heldur hér uppi flugi á milli staða með póst og farþega. Ennfremur á flug- skýlið að geta rúmað þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Nú líða menn á fáum mínútum yfir fjöll og ófærur, sem áður þurfti lang an tíma til að komast. Það er t. d. aðeins 17 mínútna flug til Vopnafjarðar og til Borgarfjarð- Prentaraverkfall Á MIÐVIKUDAG og fimmtu- dag var aflétt ellefu daga verk- falli bókagerðarmanna. Verk- fall þetta náði til prentara blaða og bóka hér á Akureyri og kom Dagur því ekki út á meðan. Var að þessu mikið óhagræði og stór tjón. Ymiskonar efni varð að bíða birtingar og ennfremur auglýsingar, og verður hvorugt bætt á þessu ári. Þistilfirði 17. desember. Sam- göngur eru hér betri nú en oft- ast áður. Flugfélag íslands held- ur uppi vikulegum ferðum, á sunnudögum. En svo er það póstflugið, sem Tryggvi Helga- son eða Norðurflug annast. Það er tvisvar í viku og fólk er mjög ánægt með það. Er þá flogið um Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn, í FRÉTTATILKYNNINGU frá ríkisstjórninni segir, að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hafi skipað sáttanefnd í Laxár- virkjunardeilunni, og jafnframt hefur iðnaðarráðuneytið ákveð- ið könnun á virkjunaraðstæðum ar. Póstflugvélin er þarfaþing. í þessum landshluta er læknis leysi. Sjálfir höfum við tvo lækna hér og fáum þann þriðja þegar læknamiðstöðin tekur til starfa. Og enn minna er að verða um presta, þó að það valdi minni vandræðum, að því er fólki finnst. Allir hafa kom- izt niður í jörðina á kristilegan máta. Á Seyðisfirði og Norð- firði er prestlaust. Enginn á Vopnafirði og enginn á Eski- firði. Talað er um, að fá „fjórð- ungsprest". Eitthvað verður lík- lega að gera í því máli, jafnvel þótt jafn gott sé að hafa engan prest og mjög lélegan prest. Við viljum auðvitað ekki neinar vanmetakindur. En hvað um það, við lítum björtum augum á framtíðina og erum komnir í jólaskapið. Rjúpur veiðast ekki, að heitið geti. Harðvítugar rjúpnnskyttur hafa átt örðugt með að afla sér í matinn. V. S. Þórshöfn, Vopnafjörð. Er þetta í fyrsta sinn, sem maður kallar, að samgöngur séu allgóðar. Flugvellirnir eru mismunandi snjóléttir. Sauðanesvöllur er næstum aldrei tepptur af snjó, enda er hann á rinda milli vatns og sjávar, og oft eru hinir vell- irnir einnig ágætir, þótt stund- um þurfi að hreinsa þá. Ó. H. norðanlands, og undirbúningi fullnaðaráætlunar um Dettifoss virkjun. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. „Ólafur Jóhannesson, forsæt- isráðherra, hefur skipað þá Egil Sigurgeirsson, hæstaréttarlög- mann, og Ólaf Björnsson, pró- fessor, til þess að reyna að koma á sáttum milli stjórnar Laxárvirkjunar og stjórnar Fé- lags landeigenda við Laxá. Jafnframt hefur sáttasemjur- unum verið falið að byggja sáttatilraunirnar á eftirfarandi meginatriðum, en tillaga for- sætisráðherra þar að lútandi var nýlega samþykkt í ríkis- stjórninni: „að ekki verði stofnað til frek ari virkjunarframkvæmda í Laxá en n úhafa verið leyfð- ar, nema til komi samþykki fyrirsvarsmanna landeigenda og náttúruverndarráðs; að niður verði felld málaferli þau, sem risið hafa í sam- bandi við virkjunarfram- kvæmdir; að ríkið greiði deiluaðilum hæfilega fjárhæð vegna þess kostnaðar, sem þeir hafa haft af málaferlum í sambandi við þetta deilumál; að gerður skuli fiskvegur fram hjá virkjunum við Brú- ar í Aðaldal upp Laxárgljúf- ur, og verði stuðzt við álit vísindamanna um þá fram- kvæmd; að settar verði reglur um verndun Laxár- og Mývatns- svæðisins. Jafnframt hefur iðnaðarráðu- neytið ákveðið að láta nú þegar kanna skipulega virkjunarað- stæður norðanlands. Verður lögð sérstök áherzla á að vinna að undirbúningi fullnaðaráætl- unar um virkjun við Dettifoss, en forsenda slíkrar virkjunar er samtenging orkuveitusvæða.“ DAGUR Síðasta blað fyrir jól kemur út á þriðjudagskvöldið. Jeppi stúlknanna „púnteraður“ í miðbænum — og karl- mennirnir látast ekki sjá. — (Ljósm.: E. D.) Skammdegishöfgi en þó jólaskap Póslflugil bæfir úr brýnni jíörf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.