Dagur - 18.12.1971, Qupperneq 4
3
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hj.
Landið okkar
LANDIÐ var viði vaxið þegar land-
námsmennimir komu hingað og um
það vitna skráðar heimildir. Önnur
heimild, sem staðfestir hina fyrri, er
skráð í djúpan jarðveg íslenzku mýr-
anna. Þar hafa jurtaleifarnar aldrei
fúnað vegna kulda og raka, en hlað-
izt upp og geyma fræin og aðra jurta-
hluta, sein fræðimenn lesa eins og
opna bók. Og bændum, sem tóku mó
til eldsneytis til skamms tíma, duld-
ist ekki skógarleifarnar, né heldur
öskulögin af völdum hinna ýmsu
eldgosa. En náttúruöflin og búsetan
í landinu höfðu áhrif á skógana og
allan annan gróður. Víst er, að á
undanförnum öldum og þeim síðari
áratugum, er menn þekkja bezt, fór
gróðri ört hnignandi og eru þar flest-
ir eða allir sammála, hvað sem um
forsögu gióðursins, langt aftur í ald-
ir, má segja. Nú, á síðari hluta tutt-
ugustu aldar skiptir það heldur ekki
meginmáli, heldur hitt, hvemig nú
horfir og hvað gera má til að endur-
heimta horfin gróðurlönd og gieiða
það gjald, sem við skuldum fóstur-
jörð okkar. Fram til síðustu tíma
hafa menn horft á landið fjúka und-
an fótum sér, eins og það væri sjálf-
sagður hlutur eða lífsins lögmál. Og
þeir menn eru ef til vill ennþá til
hér á landi, sem ekki finna sársauka
í hjarta sínu þótt þeir sjái tveggja
eða þriggja metra, stakar jarðvegs-
torfur, sem vindurinn sverfur smám
saman, einar standa eftir á stórum,
uppblásnum sandauðnum, eða eru
aðeins undrandi yfir því, að síðustu
leifar gróðurmoldarinnar skuli ekki
einnig horfnar út í veður og vind.
Sandgræðsla, Landvemd, skóg-
rækt og alhliða ræktunarmenning
fólksins í landinu, og nú einnig
mikill og vaxandi áhugi fjöldans á
gróðurfari, utan hins ræktaða lands
og skynsamlega nýtingu hans, styður
baráttuna við eyðingaröflin, og
benda má á mörg landsvæði, einkum
hjá Sandgræðslu ríkisins, þar sem
vörn hefur verið snúið í sókn. En
hins vegar telja flestir, að þrátt fyrir
allt gróðurstarfið, minnki gróður-
lendi landsins á ári hverju, og að við
eigum enn nokkuð langt í land þar
til sá jöfnuður náist, milli eyðingar
og uppgræðslu, að ekki lialli lengur
á ógæfuhlið þegar á heildarmyndina
er litið.
Brátt minnumst við ellefu alda
byggðar á fslandi. Á þeim tíma hef-
ur gróið land á íslandi minnkað um
helming. Á þessum tímamótum væri
það höfðingleg afmælisgjöf til fóstur
jarðarinnar, að greiða fyrstu stóm
aíborgunina af skuld okkar með
sameinuðu átaki í græðslu lands. □
- JöklaferS á
(Framhald af blaðsíðu 8)
Grikki í hestinum við Trjóu
forðum.
Klukkan átta var enn lagt af
stað. Ekki hafði þó veðrið setið
auðum höndum, og var nú kom-
inn vestan strekkingur og orðið
alskýjað. Fyrstu þrjá kílómetr-
ana gengum við á undan, því að
velja þurfti góða leið milli ís-
hóla, sandkeilna og vatnsrása.
Tókst að fylgja slóðinni frá deg-
inum áður, og eftir klukkutíma
var hreinn snjór framundan svo
langt sem augað eygði. Var þá
enn rakið úr kaðlinum mikla,
og stigu sumir okkar þegar á
skíðin, nema Nenni, sem taldi
öryggi sínu betur borgið á snjó-
þotu. Þá yrði fall hans minna,
ef illa tækist til. Svo fór þó, að
þota Nenna reyndist sýnu valt-
ari en skíðin okkar hinna, og
lauk ferðinni þannig, að þotan
lenti ofan á, en Nenni undir.
*Vitni töldu sig hins vegar
þekkja tiltæki kauða, og væri
hann aðeins að gera tilraunir.
Lnks tókst þó þotustjóranum að
teygja arminn fram undan skel-
inni og gefa merki um að
stanza. Var hann þá orðinn sem
útstoppaður lundabaggi af
snjónum milli klæða hans. Það
sem eftir var ferðarinnar, sat
Nenni ýmist inni í bílnum eða
uppi á þaki.
í þetta sinn var stefnan tekin
sýnu austar en daginn áður, og
tókst með því að krækja hjá
sprungubeltinu að mestu, þótt
alloft þyrfti að gera út línu-
mann að kanna. Eftir um hálf-
tíma ferð á hjarninu var jökull-
inn orðinn sléttur og hvítur sem
óspjölluð jómfrú, og þurfti ekki
að hafa áhyggjur af gjótum
eftir það.
Var nú ýmislegt gert til
skemmtunar. Jón benti okkur
hinum á, hvar Geysir sálugi lá,
en sem kunnugt er var Jón í
skíðaleiðangrinum, sem bjarg-
aði áhöfnunum af Geysi og
amerísku skíðavélinni niður af
jöklinum í septemberlok árið
1950. Leiddu menn getum að
því, hversu djúpt nú mundi nið-
ur á vélina og hve langt væri í,
áð hún kæmi fram í jökuljaðar-
inn. Skíðamennirnir æfðu nýtt
afbrigði af stórsvigi, sem kalla
mætti risasvig. Plægðu þeir all-
ir í einu upp í þrekkuna, unz
skottið sneri nær þvert á Kött-
inn, renndu sér síðan undan og
notuðu sveifluna til að auka
ferðina. Taugin var yfir hundr-
að metra löng, og náði enda-
maður allt að 80 km. hraða með
þessari aðferð. Ymsar aðrar list-
ir lék skíðafólkið, svo sem að
láta þriggja lítra brúsa með
ávaxtasafa ganga milli sín sem
liðlegast. Þeir, sem í bílnum
sátu, fundu upp á þeim leik, að
láta epli eða annað hnossgæti
detta út um gluggann og sjá,
hver skíðamannanna væri snjall
astur við að bera sig eftir björg-
inni. Þessum leik var þó hætt,
þegar Óli var orðinn saddur.
Gekk nú ferðin fljótt og vel.
Þegar komið var upp á Bárðar-
bungu, var komið glampandi
sólskin. Bungan er svo flöt hið
efra og vegalengdir miklar, að
erfitt getur verið að sjá, hvar
hæsti hlutinn er. Samkvæmt
korti er hún hæst 2000 m. yfir
sjávarmáli, en hæðarmælirinn
okkar sýndi þegar 2060 m. Þar
sem hann hafði ekki verið sett-
ur síðan á Akureyri, þótti senni
legra, að loftþyngd hefði breytzt
síðan, heldur en að við værum
komin of hátt. Á vesturhluta
bungunnar er útsýnið fegurst,
og þar var snæddur hádegis-
verður, myndir teknar, skrifuð
gestabók o. fl. Útsýn til suðurs
„Snjókeflinum"....
var að nokkru byrgð skýjum,
en einkar tilkomumikið var að
líta Vonarskarðið nær beint
fyrir neðan okkur, Hofsjökul og
Tungnafellsjökul vestan við
það. í norðrinu mátti sjá Torfu-
fell, Kerlingu, Mývatnsfjöllin
og allt norður í Lambafjöll, en
austar Trölladyngju, Herðu-
breið, Dyngjufjöll, Snæfell og
Kverkfjöll. 1 sjónauka mátti
auðveldlega greina bæi í Mý-
vatnssveit.
Eftir rúma klukkustundar
dvöl tygjuðu menn sig aftur af
stað, og nú skyldi haldið suður
í Grímsvötn. Fyrst þurfti að
fara alllanga leið til baka til að
halda sprungulausri leið. Fór þá
skíðafólkið á undan niður tólf
km. langa samfellda skíða-
brekku.
Er komið var niður að „vega-
mótum“, var snúið suðaustur í
átt til Grímsvatna. Var nú sólar
hitinn slíkur, að skíðamenn
fækkuðu fötum sem þeir þorðu
og urðu að hafa sig alla við með
áburðinn til að verjast sólbruna.
Eftir alllanga ferð byrjaði að
opnast útsýnið suðuraf: Esju-
fjöll, Öræfajökull með Hvanna-
dalshnjúk, Þumall og síðar
Lómagnúpur og fjöllin vestan
Skaftár. Skammt framundan
stóð allhár fjallahryggur upp úr
jökulfönninni. Það var Gríms-
fjall með tvö hundruð metra
þverhnípi ofan í Grímsvatna-
sigdældina að norðan. Síðast
gaus í Grímsvötnum 1934. Hljóp
þá Skeiðará, og hefur gert það
síðan fjórða hvert ár. Lækkar
jökullinn í sigdældinni við
hlaupin, en hækkar smátt og
smátt á milli.
Þar sem degi var tekið að
halla, var ákveðið að fara ekki
niður í jarðsigið, heldur halda
austur og suðurfyrir og í skála
Jöklarannsóknarfélagsins. Þang
að var komið um kl. sjö um
kvöldið.
Inni gegndi enginn, þótt guð-
að væri á glugga og réðust
menn þá til inngöngu. Urðum
við eilítið undrandi að finna yl
koma á móti okkur og sjá glæð-
ur í kolum. Samkvæmt gesta-
bók hafði annar af tveim leið-
öngrum sumarsins yfirgefið
staðinn fyrr um daginn.
Nú tóku allir til starfa við að
kveikja upp í eldatækjum,
troða snjó í potta og bræða.
Sóttist það vel, nema hvað fyrir-
ferðin á snjónum minnkaði
óhugnanlega við umbreyting-
una. Þurfti því oft að bæta í
kokkteilinn. Þegar matreiðslu
vatnsins var lokið, var úr því
orðin hin gómsætasta súpa de la
region, bleksterkt kaffi og kakó
svo þykkt, að smyrja mátti á
brauð. Báru réttir þessir allir
merki þess, að spara þurfti vatn
ið. Snæddu nú allir meðan eftir
var í pottum. Þótti þó sumum
ekki nóg að gert og veiddu dós-
ir og pakka upp úr bakpokum
sínum og settu í potta til að
bæta matseðilinn. Framan af
hrærði hver í sínum potti, en
áður en varði beindist athygli
allra að matreiðslukúnstum
þeirra Nenna, Jóa og Óla. Höfðu
þeir sett svo ríflega af kjötboll-
um og sósu frá Kjötiðnaðarstöð-
inni í lítið pottkríli, að stór kúf-
ur var á. Á öðrum eldi var
gríðarstór panna með nokkrum
pínulitlum pylsum, sem minnk-
uðu enn til muna í heitri feit-
inni. Horfðu allir með andakt á
aðfarirnar, og biðu eftir að
verða vitni að þeirri matreiðslu-
snilli, að sjóða tvo lítra af kjöt-
bollum í hálfsannarslítra potti.
Eftir því sem hitnaði í pottinum
og sósan þynntist, stóðu meist-
ararnir í æ meira stríði með
sleifarnar við að halda sósunni
í pottinum. Skyndilega gripu
áhorfendur andann á lofti —
eitthvað virtist hafa komið fyr-
ir niðri í pottinum, einna lík-
ast því að gos væri í aðsigi.
Innihaldið tók að lyftast hægt
og tignarlega, hærra og hærra.
Matreiðslumennirnir handléku
sleifarnar, svo unun var á að
horfa, en allt kom fyrir ekki.
Stór loftbóla brauzt upp á yfir-
borðið og drjúgur hluti ag inni-
haldi pottsins belgdist út yfir
vélina. Voru nú góð ráð dýr, en
fyrir snarræði viðstaddra tókst
að bjarga matreiðslunni. Náðu
þeir handfljótustu þar í lófafylli
af dýrindis kjötbollum og sósu
frá Kjötiðnaðarstöðinni. Þótti
nú þeim þremenningunum ekki
ráð að hætta á annað gos úr
potcinum og tóku hann því af
eldinum. Vegna þess hve pyls-
urnar á pönnunni stóru voru
orðnar smáar, fannst þeim og
heillaráð að setja þær saman
við bollurnar eins og beikon í
serbneskan gúllas. Jusu þeir
því næst réttinum í skálar sínar
og snæddu með beztu lyst.
Brátt mátti þó heyra eitthvert
japl og jaml frá snæðendum.
Þegar spurzt var fyrir, hvað
ylli, kom í ljós að enginn þótt-
ist finna neinar pvlsur í sinni
skál. Var hent gaman að því,
hvað valdið hefði. Líklegast
þótti, að pylsurnar hefðu runn-
ið milli tanna þeirra, án þess að
eftir væri tekið.
Meðan þessu fór fram, hafði
kvenskapurinn þrifið til og
þvegið upp, og að veizlulokum
þeirra bræðra var allt reiðu-
búið til brottfarar.
Var þá orðið skuggsýnt, þoku
belgingur og nokkur úrkoma.
Stigu nú aðeins þeir allra harð-
gerðustu á skíðin, en flestir
kusu heldur að sitja inni í Kett-
inum. Upphófst þar brátt al-
mennur söngur, sem stóð sleitu-
laust í hálfan þriðja klukku-
tíma eða meðan röddin entist.
Á eftir tóku þau Maggi og
Nenni að kveðast á sem ákafast
í hálftíma til. Sá hálftími, sem
enn var eftir að jökulurðunum,
leið við grín og gamansögur
þeirra, sem ekki höfðu sofnað
undir kveðskapnum.
Við jökuljaðarinn lét Baldur
ganga á undan, til að freista
þess að halda slóðinni frá um
morguninn á ísnum. Þar sem
stormur og hlýindi hafði verið
um daginn, gekk það treglega,
og eftir alllanga stund hvarf
Erá vinstri: Baldur Sigurðsson og Jón Sigurgeirsson. (Ljósm.: J.S.)
Snjókötturinn í jökuljaðrinum, " (Ljósm.: S. B. Þ.)
hún alveg. Komið var fram yfir
miðnætti, og í myrkrinu virtust
allar sandkeilurnar nákvæm-
lega eins. Þannig' var haldið
áfram drykklanga stund, og
sýndist sitt hverjum, hvort kom
ið væri framhjá uppkomustaðn-
um eða ekki. Hafði þó verið
fylgzt vandlega með sandöld-
unum á jökuljaðrinum, því þar
hefðu slóðir enn átt að sjást.
Skyndilega hnaut Nenni um
eitt sanddrýlið og missti ljósið
í fallinu. „Strákar, hún er
hérna“, kallaði hann um leið og
hann stóð upp. Þeir, sem næstir
stóðu, komu á vettvang, og í
skininu frá Ijósinu á jörðinni
mátti greina skýrt beltisfar í
einni sandörðunni. Þurfti þá
ekki lengur að leita. En storm-
urinn hafði ekki setið auðum
höndum. Þar sem um morgun-
inn var harður ís, þurfti nú að
vaða vatn upp á mið.ian legg.
Vatnslænurnar í jökulröndinni
höfðu víkkað um allt að helm-
ing, og voru nú margar hverjar
á annan metra á breidd. Var
það erfitt verk og blautt að gera
Kettmum' 'brant-í-myrlífipu, en
tókst þó að lokum. ar liðið á
fjórða tímann um nóttina, er
búið hafði verið um hann uppi
á Benzinum og farangurinn á
sleðanum.
Ákváðu nú allir að njóta
nokkurra tíma svefns nema
Benni, Magga og Helga, sem
lögðu strax af stað vestur á
Sprengisarid, því að sú síðast-
nefnda þurfti að hefja virmu um
hádegið. Hurfu þau brátt út í
næturmyrkrið. Nokkru síðar
kallaði bílstjórinn upp í talstöð-
ina samkvæmt umtali +il að láta
vita, að hann væri að leggja út
í Rjúpnabrekkukvíslina. Hafði
hún umhverfzt í storminum um
daginn og náði upp undir
glugga straummegin, en yfir
komst "bíllinri. ‘ Tveim tímum
seinna, er Maggi og Jón Ævar
komu að henni, hafði lækkað í
henni a. m. k. um fet, og var
hún sæmilega greiðfær. Þannig
geta aðstæður allar á öræfum
gjörbreytzt á skömmum tíma,
sem gerir ferðalög þar ennþá
minnisstæðari.
Norður Sprengisand gekk
ferð allra að óskum. Helga
komst í vinnuna í tæka tíð, og
Benzinn og Köttuririri náðu í
kvöldmatinn. Þegar nokkrir
ferðalanganna hittuSt aftur fá-
einum dögum síðar, var byrjað
að ráðgera næstu ferð, og hefur
sú áætlun verið í mótun síðan.
Hvenær hún verður fullgerð,
veit enginn ennþá, en fáir eru
þeir, sem gætu gert sig ánægða
með eina slíka ferð sem þessa.
Magnús Kristinsson.
• e
& e
er í endurskoðun
VIÐTAL VIÐ JONAS JONSSON
í SÍÐUSTU VIKU barst Menn-
ingar- og; fræðslusjóði Alþýðusam
bands Norðurlands fíu þúsund
króna -gjöf frá Verkalýðsfélaginu
Fram á Sauðárkróki. Er gjöf þessi
gefin í minningu Alberts heitins
Sölvasohar,1 hins kunna dugnað-
ar- og félagshyggjuinanns, er lézt
snemma í nóvcmber. En á meðan
Albert var búsettur á Sáúðárkróki
starfaði hann mikið fyrir Verka-
mannafélagið Fram, var um
skeið formaður félagsins, en heið-
ursféla«i allt frá árinu 1953.
Stoíaun Menningar- og fræðslu
sjóðs Alþ ýðtt sa mha n d s Norður-
lands var ákveðin á þingi sam-
bandsins 7,, nóv.cntber sl., og var
stofnfé líaíris gjafir til minningar
um Kaldur heitinn Svanlaugssón
og framlag frá sambandssjóði, en
hin myndarlega minningargjöf
Verkama n n atélagsins Fram er
fyrsta gjöfin, sem sjóðnum berst
eftir stofnun hans.
'2. 'de's. 1971.
AÐ ÞESSU sinni hringdi blaðið
til Jónasar Jónssonar ráðunauts
og aðstoðarmanns landbúnaðar-
ráðherra og ræddi við hann um
stund um landbúnaðarmál og
sitthvað, sem er í undirbúningi
hjá stjórnvöldum landsins við-
komandi landinu og landbún-
aðinum.
Við hvað starfarðu einkum
núna á sviði Iandbúnaðarmáía?
Starf mitt er fólgið í því að
aðstoða landbúnaðarráðherra
við að koma í framkvæmd
ýmsu því, sem er í stjórnarsátt-
málanum um landbúnaðarmál.
Þar er m. a. um að ræða endur-
skoðun á mikilvægum þáttum í
landbúnaðarlöggjöfinni og má
þar fyrst nefna lögin um fram-
leiðsluráð og verðmyndun. Til
að endurskoða þau lög hefur
verið skipuð 9 manna nefnd,
sem hefur unnið að endurskoð-
uninni' Formaður hennar er
Sveinn Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs.
Nefndin vinnur á grundvelli
ályktana, sem í stjórnarsáttmál-
anum segir um, að bændur
semji við ríkisvaldið um verð
búvara í stað þess fyrirkomu-
lags, sem verið hefur. En þetta
er sú stefna, sem Stéttarsam-
band bænda hefur óskað að far-
in væri í verðlagsmálum.
Fleiri þættir Iöggjafar í endur
skoðun?
Já, þar má einnig nefna jarð-
ræktarlögin. Þau eru í endur-
skoðun, af nefnd sem Búnaðar-
þing kaus. Einnig eru búfjár-
ræktarlögin í endurskoðun,
einnig af nefnd, sem Búnaðar-
þing kaus til þess. Og enn má
nefna, að ákveðið er, að gera
heildaráætlun um alhliða land-
græðslu og skipulega nýtingu
landsgæða. En allt eru þetta
mikilvæg mál. Nú er að hlaupa
af stokkunum nefnd, sem á að
gera tillögur um alhliða og
skipulega landgræðslu og nýt-
ingu lands. En á síðustu tímum
er vakandi áhugi á þessum mál-
um meðal þjóðarinnar og mjög
vaxandi.
Loks nú á síðustu tínuim
liggja fyrir gróðurrannsóknir,
sem leggja má til grundvallar?
Já, og þær sýna okkur það, að
í vissum landshlutum, svo sem
sunnan og vestan er land of-
beitt, en í öðrum landshlutum
má búfé fjölga allverulega, svo
sem á Norðausturlandi. Nú þarf
að taka upp skipulega nýtingu
landsins. Þar sem afréttir eru
taldir ofsettnir, eru miklir
möguleikar til landbóta og hag-
feldari nýtingu í búskap. Til
landbóta má nefna alla þá
þurrkun lands, sem framkvæmd
hefur verið á landinu, en skurð-
ir munu samtals vera 15 þús.
km. til þurrkunar lands. Þar
mætti víða hugsa sér nýjar bú-
greinar, einkum þar sem sauð-
lönd eru ofsetin en unnt er að
bæta láglendi með ýmsu móti.
En með nýrri búgrein á ég eink
um við holdanaut.
Nú er hreyfing á holdanauta-
innflutningi?
Jú, nú eru fyrir þinginu breyt
ingar á lögum um innflutning
búfjár. Standa vonir til, að eftir
2—3 ár gætu bændur fengið
sæði af nýjum stofni holda-
nauta, en fyrir því hafa bændur
barizt svo árum skiptir. Sæði
holdanautanna yrði notað til
einblendingsræktunar.
En þegar rætt er um skipu-
lega nýtingu lands, þarf ekki
aðeins að hugsa um búskapinn,
heldur önnur not af landinu. ís-
lendingar þurfa sem flestir að
geta notið landsins með ein-
hverjum hætti, svo sem með
útivist og ferðalögum. Þar kem-
ur þá einnig til greina eftirsókn
margra eftir landi, svo sem til
að byggja sumarbústaði, eða
réttindi til veiða. Ég er því fylgj
andi að allir geti notið landsins
sem allra bezt, en það verður
þó að vera með skipulegum
hætti, og á þann veg, að til
gagns verði bæði sveitafólki og
kaupstaðafólki. Sveitarfélögin
verða að gera það upp við sig,
hvar og hvort þau vilja leyfa
byggingar sumarbústaða og úti-
vistarsvæða. Og bændur eiga
ekki að selja land sitt heldur
leigja það. Og hið sama má
segja um veiðivötn og veiðiár.
Þar þarf að vera góð og skipu-
leg samvinna milli landeigenda
og þeirra, sem vilja njóta sumar
daga til veiðiskapar.
Sumir vilja taka landsréttindi
af bændum?
Já, rétt er það, og fyrir
skömmu kom það sjónarmið
Jónas Jónsson.
fram í erindi í útvarpinu „um
daginn og veginn“. En mikil-
vægast fyrir alla þjóðina er, að
halda samfélagi sveitanna við
lýði og samfélög sveitanna hald ■
ast ekki við nema að sveitir og
sveitarfélög njóti allra þeirra
gæða, sem við landið eru bund-
in. Fólkið í sveitunum nytjai'
landið og hefur helgað sér rét>;
til landsins með því að nytja
það. Þetta er eitt af stórmálun-
um í íslenzkum landbúnaði.
Orlof bændanna?
Orlof komst á hjá bændum og
frændum okkar í Noregi, frá 1,
júlí 1971 Við höfum verið að
kynna okkur það mál hjá þeim,
í Noregi voru bændur einna síð
astir til að fá skipuleg orlof. Hér
eru bændur einnig á seinni
skipunum og hafa ekki fengið
orlof. Hjá Norðmönnum var
varið 80 millj. norskra króna tii
(Framhald á blaðsíðu 6)
JMJ,
KORÓNA
OG
ARISTO
FÖT
A UNGA
OG
ALDNA
í GLÆSILEGU
ÚRVALI
RAÐHUSTORGI 3
SÍMI 111 33
GRÁNUFÉLAGSG. Á
SÍMI 115 99