Dagur


Dagur - 18.12.1971, Qupperneq 8

Dagur - 18.12.1971, Qupperneq 8
s STÚLKUNNI á Gufunes-radíó -/irtist kallmerkið „Snjóköttur" ekki vel kunnugt, enda mun 'iann ekki eins málglaður og nargir aðrir talstöðvarbílar. Skilaboðin heyrði hún strax rétt, en nafn sendandans stóð iengi fyrir henni. Var mér ekki örgrannt um, að Baldri kattar- óstra sárnaði svolítið fyrir hönd skjólstæðings síns. Því var ekki að undra, þótt hann kallaði með feginleik „hárrétt11, þegar stúlkan hafði loks náð rafninu réttu. Snjókötturinn hans Baldurs verðskuldar líka, að við hann sé kannazt, því hann er sá eini sinnar tegundar hérlendis, og jafnframt sá eini, sem nokkurs staðar er til í einkaeign. Enda var það tilviljun ein, som réði pví að hann varð eftir hér á leið sinni til Grænlands. Veður voru svo erfið, að gefizt var upp við að flytja hann þangað á sínum ;íma. Og nú var Kisi á leiðinni upp á Vatnajökul til að fá smjörþef- ínn af ævintýrum ættbræðra sinna í föruneyti Fughs og Hillarys á Suðurskautinu. En bótt Kisi hafi marga góða kosti íil að bera, er þó enginn full- kominn. í glímunni við sprungna og mishæðótta jökla standa honum fáir á sporði, en ekki má beita honum á auðar götur, sanda eða hraun. Var því fenginn átta tonna Benz til að flytja hann upp að jökli. Lagði Ferðafólkið statt á Bórðarbungu. (Ljósm.: S. B.) og duttu í hug sögur um úti- legumenn og óvætti. Hcrtu þeir þó upp hugann sem sannir fjalla menn og urðu harla fegnir að finna þar merkingamenn í pok- um sínum. Töldu þeir vænleg- ast að hafa sem fæst orð um sínar ferðir og óku af stað til aðstoðar Kettinum. Fundu þeir nú tvær tjarnir á leiðinni og þar hjá gæsafjaðrir og rauða maura á steinum. Þekktu þeir þar Gæsavötn, enda fundu Landaleitarmenn þar gæsafjaðr ir forðum, en Þorvaldur og fé- lagar einn rauðan maur og fjór- ar eða fimm flugur, svo sem segir í Ferðabók hans. an tengdur við hann sleði Flug- björgunarsveitarinnar og far- angri komið fyrir þar á. Meðal annars fylgdi með viðleguút- búnaður til öryggis, ef gista þyrfti uppi. Fyrir ofan skaflinn tók við mjög óslétt og vatnsskorið ís- belti, þakið sand- og vikurhrönn um. Mátti þar sjá, hvernig jökul urðir verða til. Var þetta erfið- asti farartálmi leiðarinnar, því þótt Kötturinn sé ekki viðkvæm ur fyrir mishæðum, þolir hann illa að fá sand milli klónna. Þurfti því að moka sandinum ofan af eða leggja flugvallarjárn undir beltin að öðrum kosti. niður í ísinn og myndar ótrú- lega fjölbreytilega rangala, potta og skessukatla. Rennslis- hraði vatnsins virðist óvenju- lega mikill, enda er mótstaðan vart mikil í bláísnum. Hins veg- ar var sjaldan um stöðugt rennsli að ræða, heldur kom vatnið í stórum gusum og hvarf næstum alveg á milli. Bilið milli gusanna var nokkuð misjafnt, oft tuttugu sekúndur til hálf mínúta. Eftir lengstu hléin komu stærstu flóðin. Fyrst töld- um við líklegast, að um krapa- stíflur væri að ræða einhvers staðar í þrengingum milli katla. Jói og Nenni vildu þó ekki gera sand milli tánna, og var því handlangað vatn úr einni vatns rósinni til að gera honum fóta- bað. Eftir þann vatnsaustur hafa örugglega flestir verið tækir í hvaða slökkvilið sem er. Klukkan var nú að verða þrjú, er sumir stigu á skíðin og gripu yfir 100 m. langan kaðal með 20 lykkjum, sem bundinn hafði verið aftan í sleðann, en aðrir töldu vænlegra að hefja ferðina í mjúkum bílsætunum. Aftan í sleðanum var komið fyrir hjóli með hraðamæli og kílómetrateljara. Veður var kalt og skýjað. Leið sú, er fara skyldi, hafði verið mörkuð inn á kort eftir upplýsingum frá Jóni lóðs, Jöklarannsóknarfélag inu og fleiri kunnugum aðilum. Voru nú áttavitarnir revndir og stefnan tekin, en skyggni var ekki nægilega öruggt fyrir sjón- akstur. Ferðinni miðaði heldur seint vegna slæms skyggnis. Línan og járnkarlinn voru tekin fram og Ævari fórnað til að fara á undan og kanna. Hann fékk því línuna hnýtta um sig eftir öll- um kúnstarinnar reglum, en hinir héldu í og tryggðu. Síðan leitaði hann fyrir sér með járn- karlinum, hvar öruggt væri und ir. En jafnyel síðari hluta sum- ars getur síðasta árs snjór eða sumarsnjór hulið mjóar sprung- ur á jökli — mjóar, en þó stund- um nokkurra tuga metra djúp- ar. Er álíka nauðsynlegt jökla- hann af stað frá Akureyri um hálf-fjögurleytið föstudaginn 13. ágúst í sumar. Sá, sem fyrst og fremst bar hita og þunga af leiðangri þess- um, var Baldur kattarstjóri Sig- urðsson, en einnig komu þar við sögu Ferðafélag Akureyrar og ýmsir áhugamenn. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að skemmta sér og kanna fáfarn ar slóðir, en auk þess var þetta að því er ég bezt veit í fyrsta sinn, að farið hefur verið með snjóbíl upp á Vatnajökul um hásumar. Er nú í athugun að fara fleiri slíkar ferðir á kom- andi sumri. Auk Baldurs voru í leiðangr- inum yfirlóðsinn Jón frá Hellu- vaði, Kiddi á Benzinum, Siggi, Jói, Nenni, Oli, Sissi, Benni Geir, Maggi, Helga, Jón Ævar og Magga. Fimm þau síðast- töldu höfðu starfað frá því á miðvikudag við merkingu og lagfæringu Gæsavatnaleiðar frá Öskju og suður í Vonarskarð. Þessa daga hafði veður og skyggni verið slíkt, að maður hafði á tilfinningunni, að sjá hefði mátt allt til heimsenda, ef ekki væri kryppan á jarðkringl- unni okkar, Merkingamennirn- ir slóust í hóp hinna á Trölla- dyngjuhálsi. Jói, Nenni og Óli fóru einnig á undan Kettinum og fylgdar- liði hans á jeppa og ætluðu að bíða þeirra við Gæsavötn. Svo fór þó, að þeir fundu aldrei Gæsavötn og kenndu myrkri um. Stóðu þeir sig þar þeim mun verr en Þorvaldur Thor- oddsen forðum, að hann fann þó vötnin eftir hálfs dags leit. Er þeir þremenningar voru orðnir úrkula vonar, slógu þeir upp tjöldum á sandbreiðu milli tveggja hraunkamba. Morgun- inn eftir sáu þeir hraunborg allmikla í 200 m. fjarlægð, sem tjaldað hafði verið yfir. Varð þeim um og ó við þá uppgötvun Við Hraunborgarbúar hituð- um okkur dögurð og tókum saman föggur okkar. Tók það nokkurn tíma, því að stór var búslóðin og þægindi mörg. Á ellefta tímanum ókum við af stað í bílum okkar til móts við aðra leiðangursmenn. Urðu sam fundirnir á vestanverðum Dyngjuhálsinum, og voru þá flestallar torfærur að baki Benz inum. Háfði þurft að aka á flug- vallarjárnum upp lausar sand- brekkurnar austan Gæsavatna, en annars hafði ferðin gengið allvel. Þeir, sem ekki komust inn í Benzinn, sátu uppi í Kisa á pallinum, og kváðu þeir vist- ina illa vegna sjóveiki, því að háfermi var, og Kisi vaggaði lendunum í ósléttum. Var nú ekið upp að jökul- brúninni við Hraunborgina, og Kisi fékk að stíga af pallinum niður á hjarnskaflinn. Kunni hann þar mun betur við sig og fór óðar að sýna viðstöddum listir sínar á skaflinum. Var síð- Magnús Kristinsson, kennari, — greinarhöfundur — Ennfremur urðu á veginum 80 —90 sentimetra breiðar vatns- rásir, sumar tveggja til þriggja metra djúpar. En beltin undir Kettinum eru hálfs þriðja metra löng og náðu auðveldlega yfir. Vatnsrásir þessar eru út af fyrir sig merkilegt fyrirbæri. Leysingarmatnið bræðir þær sér þá skýringu að góðu og fóru í rannsóknarferð allt til upp- taka einnar lænunnar. Töldu þeir sig komast að ástæðunni. Byrjunin væri raunar örlítil krapa- eða hröngstífla rétt við upptökin, sem brysti síðan því nær samstundis. Við það kæmi örlítil flóðbylgja, þó svo lítil, að varla mætti greina. En þessi litla gusa tæki með sér nokkurn skatt af vatni næsta ketils, stækkaði við það, hreinsaði upp þann næsta og svo koll af kolli. Eftir nokkur hundruð metra væri úr því orðið meters djúp flóðbylgja, sem skildi alla katla eftir þurra að baki sér. Þótti öllum þetta merkileg uppgötv- un og leituðu síðan til þeirra Jóa og Nenna með öll vísinda- leg vandamál. Væru úrlausnir þeirra og uppgötvanir nægt efni í heilt hefti af „Jökli“. Eftir tveggja tíma erfiði stóð fararskjótinn aftur á hreinni fönn. Þrátt fyrir allar varúðar- ráðstafanir kvartaði hann um förum að þekkja snjólag sem sæförum sjólag. Sérlegur emb- ættismaður hafði það starf, að fylgjast stöðugt með skíðamönn unum á kaðlinum, svo að eng- inn heltist úr lestinni. Allhvasst var orðið, og þokubakkarnir svifu frarnhjá okkur allt í kring. Brátt fór einnig að slydda, og var þá numið staðar og drukkið. kaffi meðan séð varð, hvort úr rættist. Hiti var tvö stig, svo ekki var enn hætta á skafrenningi. Þarna sátum við í hálfan ann- an tíma við mikið fjör í vísna-, gátu- og brandaraflugi og var harðast skotið úr leiðsögumanns sætinu frá Jóni. Klukkan rúm- lega sjö þótti einsýnt, að til- gangslaust væri a ðbíða lengur, og héldum við þá sömu leið til baka. Þegar komið var niður að jökulurðunum, bjuggu menn um sig hver sem betur gat í Kettinum og sleðanum, nema Hraunsborgarbúar, sem fóru til síns heima, og Kiddi, sem fékkst ekki til að sofa annars staðar en í Benzinum. Morguninn eftir vaknaði Borgarliðið um sjöleytið við ókennilegt flaut í fjarska. Maggi spratt á fætur og út á brókinni til að hyggja að, hverju sætti. Sást þá maður standa uppi á urðarkambi í jökulsporðinum með fingur í munni að blása. Var þá glampandi sólskin þar uppi, Og þótti Kattarbúum, sem ekki væri til setunnar boðið. Þegar við Borgarliðsmenn höfð- um snætt árbít og tekið saman föggur okkar hröðuðum við okkur upp til þeirra, sem í Kett inum voru. Létu þeir nú betur af vistinni þar en daginn áður, enda undirlagið stöðugra. Urðu þeir ekki varir neins skriðs á jöklinum og kváðu vart hafa farið verr um sig í Kettinum en (Framhald á blaðsíðu 4). Verið að afferma bíl á Dyngjuhálsi. (Ljósm.: S. B. Þ.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.