Dagur - 22.12.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1971, Blaðsíða 8
FLESTIR kannast við Ólaf Tryggvason frá Hamraborg fyr- ; r ritstörf og útvarpserindi. Þó er hann ekki síður þekktur fyr- : r huglækningar sínar. Mörgum •íefur hann hjálpað, enda hefur jaann helgað hjálparstörfunum tíma sinn að mestu síðastliðin uttugu ár. Nú er komin út ný bók eftir Olaf og nefnist hún Dulrænir sé þar hornsteinninn. Bæði kær leikur milli mannana barna og eins milli heimanna tveggja. Ólafur dáist mjög að ýmsum ummælum Krists og les mikið biblíuna. Þó aðhyllist hann ekki allar hinar kirkjulegu kenning- ar. Ólafur telur sambandið milli heimanna tveggja mjög mikil- vægt. Frá andlega heiminum tvö: Friðarsókn gegn mengun og tortímandi styrjöld og sam- eining heimanna, þessa heims og annars. En þessi viðfangsefni snerta mjög hvort annað.“ Á síðustu árum hafa hin efnis legu vísindi nálgast mjög svið trúarbragðanna. Þau hafa fund- ið að atómið er sveiflur og tónar en enginn fastur kjarni. Ólafur hefur trú á vísindunum, og að DULRÆNIR ÁFANGAR ufangar. Hefst hún á formála um Ólaf eftir Jón Laxdal, : nenntaskólapilt, og er þar sagt :rá skoðunum Ólafs og hjálpar- starfi af nærfærnum skilningi. Sumum hefur þótt Ólafur nelzt til háfleygur í bókum sín- im, er hann ræðir andlegu mál- n, og átt erfitt með að fylgja ’ionum á fluginu. Hvað sem um petta er að segja, þá er þessi bók hans alþýðleg og auðvelt að skilja hana fyrir alla þá, sem iíhuga hafa á andlegum málum. Skiptast þar á greinar, dulræn- ar frásagnir og viðtöl, en eins og kunnugt er fæst oft fjöl- areyttur fróðleikur úr viðtölum 'g þar komið víða við. Það er ekki auðvelt að lýsa koðunum Ólafs og boðskap ’ lans í fáum orðum. Skoðanir rans eru víðfeðmar og djúpar. Þó skilst mér að kærleikurinn 3LAÐINU bárust í dag, laugar- dag, tvær bækur frá Bókafor- ’ agi Odds Björnssonar á Akur- eyri. Hættuleg aðgerð er enn ein bók eftir Frank G. Slaughter, en bækur í þeim flokki eru eftir sótt lesefni. Þýðandi er Her- steinn Pálsson. Bókin er yfir >00 blaðsíður að stærð, prentuð : Prentsmiðju Odds Björnsson- inHnaaamBHHHi ANDAÐIST 103 ÁRA i3ÉTUR F. Jóhannsson, Aðal- stræti 13, Akureyri, andaðist 17. des. og var elztur manna hér um slóðir, orðinn 103 ára. Hann rar fæddur 22. maí 1868 og var við góða heilsu þar til í sumar. Hann verður jarðsunginn 29. desember á Möðruvöllum í Hörgárdal. Q eftir Olaf Tryggvason frá Hamraborgum Útgefandi Skuggsjá. álítur hann, að við fáum oft mikla hjálp og blessun og hafa margir svipaða reynslu. Því tel- ur hann bænina mikilvæga og hefur skipulegt bænahópa í sálarrannsóknarfélögunum. En þó að Ólafur sé bjartsýnis- maður, þá gerir hann sér ljósa þá hættu, sem nú grúfir yfir mannkyninu. Jörðina eru menn irnir að eyðileggja og standa í styrjöldum. Á einum stað segir hann: „Þannig eru örlagaríkust viðfangsefni himnesku björg- unarsveitanna í megindráttum ar. Hér er eflaust góð afþrey- ingarbók. í. ■ 1 í ' J Falinn fjársjóður, ein af hin- um skemmtilegu bókum Ár- manns Kr. Einarssonar er nú endurprentuð hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar, eftirsótt bók og löngu uppseld. Hún mun gleðja unglingana um jólin. Q Snjóflóð á Múlavegi UM klukkan 2 e. h. á mánudag- inn féll snjóflóð á Múlaveg þar sem heitir Bríkárgil. Var þá vörubíll nýkominn til Ólafsfjarð ar og aðrir ekki þar á ferð, svo að slys hlutust ekki af, en að- eins samgöngutöf. Jarðýta frá Dalvík var í gær- morgun komin á staðinn til að ryðja veginn. Q þau muni opna dyrnar milli heimanna tveggja. í bókinni eru nokkrar dulræn ar sögur, þar sem Ólafur segir úr reynslu sinni. Eftirminnileg er frásögnin um brunaslysið í Sandhólum í Eyjafirði og vott- fest af aðstandendum. Þá er einnig athyglisverð sagan um börnin tvö, sem fengu lækningu af sjúklegum tilhneigingum sín- um með huglækningum. Einn kafli bókarinnar er um listir. Ólafur segir: „Það er hlut verk skálda að ala upp þjóð sína með tilstyrk listar sinnar. Boð- skapurinn þarf að vera jákvæð- ur. Bókmenntir og fjölmiðlunar tæki móta umhverfið og ein- staklingana. Síendurteknar lýs- ingar á siðleysi manna magna neikvæðan dularmátt og leiða til óæskilegra hugmynda og athafna.“ Hann minnist tveggja listamanna, sem fluttu þjóð sinni jákvæðan boðskap, þá Einar Jónsson myndhöggvara og Einar H. Kvaran. Eflaust eru skiptar skoðanir um huglækningar. Margir vita þó, að mörgum hefur Ólafur hjálpað. En aðrir yppta öxlum í sambandi við þetta mál. Þeim er ekki kunnugt um, að í Eng- landi hafa huglæknar með sér samband og gefa út mánaðar- rit. Þeir starfa einnig í sam- vinnu við almenna lækna. Bók Ólafs Tryggvasonar vek- ur margs konar hugsanir eins og góðar bækur gera jafnan. En til þess að njóta hennar verða menn að lesa hana sjálfir. Ég hef ekkert minnzt á útlit bókarinnar eða hvort hægt er að finna þar einhverjar staf- villur. Fyrir mér er efni bókar- innar aðalatriði. Búningur henn ar aukaatriði. En þess skal þó getið að lokum, að bókin er smekklega útgefin og rituð á fögru og þróttmiklu máli. Eiríkur Sigurðsson. Tvær Bókaforlagsbækur Ragnheiður 0. Björnsson kaupkona sjötíu og fimm ára „Til vor ljossins svanir sveigja senn eru komin jól. Draumur vor og óskir eygja undra landið móti sól.“ RAGNHEIÐUR O. Biörnsson verður 75 ára á jóladag næst- komandi. Hún er fædd í Kaup- mannahöfn, dóttir hjónanna Ingibjargar Benjamínsdóttur og hins þjóðkunna bókagerðar- manns Odds Björnssonar. Á æskuárum fluttist hún með for- eldrum sínum hingað til Akur- eyrar, hér eignaðist hún fljótt góð leiksystkini, hún hlaut upp- eldi á miklu menningarheimili, frú Ingibjörg var mikilhæf kona. Ragnheiður O. Björnsson. Góðar heimildir eru fyrir því að Ragnheiður var aufúsugest- ur hvar sem hún kom, fiölhæfar gáfur, góðvild, fáguð framkoma og heilindi í garð samferða- mannanna, og það hefur ekki fallið gróm á mannkosti þá, er hún hlaut í vöggugjöf, hún hef- ur ræktað þá. Ræktað vel sinn hugarreit. Frú Ingibjörg flutti um skeið til Reykjavíkur með börn sín. Þar var Ragnheiður við nám og starf, þar á meðal fjölþætta handavinnu, píanóleik o. fl. o. fl. Sjaldan mun sá dagur líða að hún grípi ekki í píanóið, sér til yndis, einnig semur hún lög, á nokkurt safn, sem vert væri að gaumur væri gefinn. Ragnheið- ur flíkar þeim ekki frekar en öðrum verkum sínum. Um 1937 flytja þær míeðgur (alfarnar) aftur hingað til Akur eyrar. Síðan hefur Ragnheiður haft hannyrðaverzlun í Hafnar- stræti 103, jafnframt aðstoðað við sölu á margskonar heimilis- iðnaði. Þar sem annarsstaðar hefur hún unnið vel og eflt heimavinnu og aðstoðað við sölu. Ragnheiður hefur tekið mik- inn þátt í félagsmálum, hún er ein af stofnendum Zontaklúbbs Akureyrar, þar sem annarsstað- ar hefur hún ekki legið á liði sínu, verkin bera þeim Zonta- systrum fagurt vitni. Einnig hefur hún unnið í kvenfélögum bæjarins og Guðspekistúkunni o. fl. o. fl. Allt, sem miðar til góðs fyrir samtíð og framtíð hefur Ragn- heiður stutt með ráðum og dáð og æðioft unnið meir en orka leyfði. En Sterkasta aflið í lífi þessarar merku konu er einlæg og heit Guðstrú, að bæta um- hverfið, milda og sætta. Það fara oft fáar sögur af fórnfýsi, sem unnin er af sönnum mann- kærleika og svo er um verk Ragnheiðar O. Björnsson. Á leið sinni hefur hún mætt mörg- um smælingja, sem aðrir hafa gengið framhjá en hún rétt fram hlýja vinarhönd. Um hálfan fjórða áratug hefi ég haft kynni af Ragnheiði og um skeið sbjuggum við hjónin í sama húsi og hún rak verzlun sína, því er það, serh hér er sagt byggt á reynslu, ekkert oflof. Stundum þegar löngum starfs degi var lokið hittumst við og áttum saman góð'ar stundir, þær stundir gleymast ekki, öll góðvildin og ríkur skilningur á mannlífinu, gleði þess og sorg- um. Alveg sérstaklega munum við Þorláksmessukvöldin, minn- ingar um þau munu fylgja okk- ur. Við hj.ónin þökkum sam- fylgdina. Bráðum hringja jólaklukk- urnar og jólásöngvarnir hljóma. Það birtir, öll ljós eru tendruð úti og inni og ljóssins svanir taka undir jólalagið. Ragnheiður, óskir okkar hjón anna verða ekki skráðar á blað. L. DAGUR ÞETTA er síðasta tölublað á þessu ári. Hittumst heil. B I FYRIR rúmu ári flutti Stefán Agúst Kristjánsson, þekktur Torgari á Akureyri fyrir störf í þágu bindindismanna, tónlist- ar og sjúkrasamlags til Reykja- víkur. Um það levti ætluðum við að ræða saman um liðna tið, en af því varð ekki sökum þess hve atvikin beindu för hans og þeirra hjóna fljótt í suðurátt. Annríki fylgir búferla flutningum og viðtalið varð út- undan, þótt það gleymdist ekki með öllu. Og í bréfi Stefáns, eftir að hann var nýfluttur, segir m. a.: Kæri Erlingur. Þegar þú fyrir nokkru síðan, baðst mig um viðtal á vegum Dags, bjóst ég við að geta sinnt málaleitan þinni. Þú hafðir þá heyrt að ég væri á förum til Reykjavíkur, hvað satt reyndist, en að það yrði svo fljótt gerði ég ekki ráð fvrir þá, en þó fór svo, að nú erum við hjónin flutt alfarin hingað, og gerðist þetta allt með svo mikl- um hraða, eins og svo oft hefir viljað verða um mína hagi, að hingað komum við 17. nóv. sl. og erum naumast búin að átta okkur á því a ðvið séum orðnir Reykvíkingar, og erum því að hálfu leyti ennþá Akureyringar, enda tók okkur sárt að segja alveg skilið við Akureyri, og munum vonandi aldrei gleyma þeim mörgu dögum, þegar sólin vakti okkur yfir austurbrún Vaðlaheiðar, eða þegar hún kvaddi okkur með leikandi geisl um inn eftir Vaðlaheiði og gaf okkur sinn mjúka kvöldkoss. Já, við erum flutt og ekki er annað hægt að segja en að hin sunnlenzka sól hafi tekið okkur opnum örmum og máske finn ég vinsældir Esjunnar endur- spegla og gefa okkur að nokkru leyti ljóma hinna fögru fjalla við Eyjafjörð. Hver veit? Það er auðvitað víðar hægt að njóta fjallasýnar en við Eyjafjörð, og er ekki mjög víða fallegt á ís- landi? Síðasta sunnudaginn, sem við dvöldum á Akureyri var okkur hjónum boðið í samsæti af hinni nýju stjóm Tónlistarfélags Ak- ureyrar að Hótel KEA. Jón Hlöðver Áskelsson, hinn ný- kjörni formaður Tónlistarfélags Akureyrar, flutti aðalræðuna og tilkynnti með tilheyrandi of- lofi plagg skrautritað og afhenti mér til merkis um heiðursfélaga kjör mitt, fvrir allt að 20 ára formannsstarf mitt. Þetta hitaði okkur hjónum um hjartarætur og gerði okkur daginn ógleym- anlegan. Auðvitað átti kona mín sinn hlut af því, sem þar var sagt mér til hróss og var henni einnig færður fagur blóm vöndur. Minntist hún fyrstu ár- anna í þessu brautryðienda- starfi, enda var heimili okkar þá miðpunkturinn í móttökum gesta Tónlistarfélagsins, sem af hjartans lítillæti þágu greiða þann, sem við gátum í té látið og gott var að minnast Heiðraði Dagur. Loksins sendi ég þér stutt svör við nokkrum spurningum, þó alllangt sé síðan þú sendir mér þær (16/1 1971), taldi mig ekki vera við því búinn að syara þeim þá. Hvar ertu upprunninn? Ég er alinn upp að gamla prestsetrinu Glæsibæ, en síðasti búandi prestur þar var síra Árni Jóhannsson er drukknaði á leið frá Akureyri. Faðir minn, Kristján Jónsson, keypti jörð- ina síðar, en var vinnumaður í Glæsibæ þegar Arni dó. En á Dagverðareyri er ég upprunn- inn, þar sem móðir mín er það- an komin, af hinni svokölluðu Dagverðareyrarætt. Hún hét Guðrún Oddsdóttir og sá Oddur var kominn í beinan karllegg frá Oddi Gunnarssyni, 3. liður frá honum en hann hafði fyrst- ur þeirra feðga búið á Dagverð- areyri. Nokkru norðar eða ofan við Gáseyri eru sígrænar tóftir, en þar var hinn forni kaupstað- ur fyrir öldum. Hefi ég barizt fyrir því að þeim stað yrði meiri gaumur gefinn. En hann nýtur lögverndar, sem merkar sögu- legar minjar. (Framh. á bls. 5);

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.