Dagur - 22.12.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1971, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. JÓLIN HÁTÍÐ LJÓSANNA fer nú i hönd, pvi að i gœr var myrkasti dagur árs- ins, samhvœmt almanakinu, og fer sól nú hækkandi á ný, pótt litlu muni dag hvern. Og jafnframt er framund- an hátiðin milila í minningu Hans, er fyrir nær tveim árpúsundum boðaði frið á jörðu og kærleika meðal mann- anna, og gaf mannkyninu nýja trú og aðra sýn til andlegra verðmæta og til alls pess, er lífsanda dregur. ísletidi^igar eru deilugjörn pjóð, halda uppi látlausu málpófi og jafn- vel málaferlum út af cigin samskipt- um. Á stjórnmálasviðinu eru pessar deilur bæði liarðastar og linnuláús- astar. Þær eru engu síður harðar og óvægnar manna i milli og stjórnmál eru sigilt umræðuefni, par sem tveir menti hittast eða fleiri. Mönnum hættir til pess að gera einstaka stjórn- málaforingja að hálfguðum, en atld- stæðingana svarla. Á pann hátt er auðveldast að haggast ekki i hinni pólitisku trú, en par er einnig sú hœttan mest, að hafna rökum fyrir trúna og um leið peirri frjálsu skoð- anamyndun, sem á að vera grund- völlur lýðrœðis í hverju pvi landi, sem ekki bannar frjálsa hugsun. Hinsvegar eru íslcndingar tnjög umburðarlyndir í trúmálum, fremur hæglátir í peim efnum, sækja litt kirkju sína, en leggja á pað álierzlu, viðasthvar, að lúrkjuhús séu hlý og sælin hæg. Þeir eru miklir dulhyggju- mcnn að fornu og nýju. Þessu er viða i öðrum löndutn á annan vcg farið, par setn trúmáladeilur risa hátt, en stjórnmál siður. Hinar hörðu deilur okkar um stjórnmál og önnur mál, vilja oft markast af pröngsýni, og pá er sú hætta á næsta leiti, að pœr verði mannsketnmandi, en fyrir öðrutn eru deilurnar orðaleikur og iprótt. En á heild er hinn ojmi umræðuvett- vangur i blöðum og útvarpi, sjálft fjöregg líðræðis og frjálsrar hugsun- ar. Auðvitað höldum við áfram að skiptast á skoðunum, hvcr eftir pvi, sem hann er maður til, pvi að skoð- anaskiptin og deilurnar eru pættir i daglcgu lifi. En næstu daga ættum við pó að leggja ágreiningsmálin á hilluna, fagna hækkandi sól og opna bæði hug og hjarta fyrir pvi, setn góð móðir kennir barni sínu utn allan hinn kristna heim. — GLEÐILEG JÓL! - Jðrðhifinn á Norðurlandi (Framhald af blaðsíðu 1) vegna virkjunar spratt 35 gráðu heit lind fram úr berginu. Jarðfræðingur hefur talið, að laugarnar frá Brúum að Birningsstöðum, sem er yzti bærinn í Laxárdal, myndu álíka vatnsmiklar, samanlagt og laugarnar hjá Laugum í Reykjadal. Vestan Þorgerðarfjalls, í Þegjanda- dal, eru nokkrar smálaugar, allt að 37 gráðu heitar, en ókannaðar. í Reykjadal eru volgar lindir í aust- urhlíð dalsins, allt frá Öndólfsstöðum að Brún. Mestur hitinn er í nágrenni Laugaskóla og hefur hann verið nýttur síðan 1924 fyrir skólann og næstu bæi. Laugar þær, sem notaðar eru, eru milli 50 og 60 gráðu heitar. í landi Stafns og Víða í Reykjadal, eru smá-volgrur og ennfremur nálægt Víðikeri í Bárðar- dal. Mývatnssveit er mikið jarðhitasvæði. Þó eru ekki íbúðarhús hituð með jarð- hita. Austan við Námafjall voru bor- aðar nokkrar holur fyrir mörgum ár- um, og á síðustu árum í Bjarnarflagi vegna Kísiliðjunnar og raforkufram- leiðslu. Þar öskra gufuborholur dag og nótt. Stóragjá og Grjótagjá eru náttúr- legir baðstaðir, sem vekja furðu ferða- manna, báðar með hraunþaki og heitu -vatni. Margir brennisteinshverir eru í Námaskarði. ÖN GULSST AÐ AHREPPUR. í Öngulsstaðahreppi eru laugar og volgrur á nokkrum stöðum. Björn Jóhannsson fyrrum bóndi á Syðra- Laugalandi varð fyrstur til að hita upp bæ sinn með laug, sem þar er skammt austan við og var það haustið 1926. Laugin gaf þrjá fjórðu úr lítra á sek. Um 1930 var svo sundlaug byggð þar, sú er þar er enn og nýlega endurbyggð og hituð með vatni úr sömu volgrum. Fáum árum síðar, eða 1937, var svo kvennaskóli örskammt frá tekinn í notkun og einnig hitaður með laugar- vatni, en þá var vatnið meira en full- nýtt og varð að taka hitann frá sund- lauginni til að húsmæðraefnin héldu á sér hita. Síðar var úr bætt með leiðslu úr Hólslaug, sem er skammt fyrir norð- án. Með Hólslaug hefur Hólsbær lengi verið hitaður. Þar hefur ekki verið bor- að. Við Laugalandslaug var borað en án teljandi árangurs. Enn var í grenndinni byggt félags- heimilið Freyvangur, og er að því stefnt, að hita það með laugarvatni. Brúnalaug var lengi þvottalaug næstu bæja, en frá 1937 er jarðhitinn notaður til að hita upp gróðurhús. Vatnið þar er 67 gráður. Neðan við Björk er volgra og önnur hjá Grýtu, báðar niðri á flatlendinu og munu ekki hafa verið notaðar að neinu ráði. Þá má nefna laug hjá Garðsá í sömu sveit, sem fyrr var einkum þæft við og sá þess merki til skamms tíma. SIGLUF J ÖRÐUR. í Siglufirði eru laugar í Skútudal, 4 km frá kaupstaðnum, við rætur Hóls- hyrnu að austan. Þar var borað eftir heitu vatni árið 1964, 100 m djúp hola. Sú borun þótti gefa til kynna, að unnt væri að ná þar vatni til nytja. Á tveim síðustu árum var borunum haldið áfram og eru borholurnar nú fjórar og árangurinn er 9 lítrar af sjálfrennandi, 60—65 gráðu vatni á sekúndu. Það er Siglufjarðarkaupstaður, sem vatnsleit þessa hefur látið gera, með varmaveitu fyrir augum. Næsta sumar verður enn borað í Skútudal og á þá að fást úr því skorið, hvort draumur Siglfirðinga um hitaveituna rætist eða ekki. En reiknað er með, að 35 lítra á sek. þurfi til að hita bæinn. Rafsegulmælingar hafa farið fram og þykja þær benda til þess, að rétt sé að halda tilraunum áfram. SVARFAÐARDALUR, Jarðhitavottur er í hlíðunum norðan við Dalvík, í landi Hóls á Ufsaströnd, en svo er litið á, að þar sé ekki að vænta nytja af heitu vatni. Jarðhiti er í vesturhlíð dalsins ofan við Laugahlíð, nokkrar uppsprettur um 30 gráðu heit- ar. Litlu norðan við Laugahlíð var Sundskáli Svarfdæla byggður á árun- um 1928—1930, fyrsta yfirbyggða sund- laug landsins og hituð með laugarvatni. Ungmennafélögin Þorsteinn Svörfuður í Svarfaðardal og Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík stóðu fyrir fram- kvæmdinni, áttu sundlaugina í hálfan fjórða tug ára. Kristinn Jónsson neta- gerðarmaður á Dalvík og lengi sund- kennari, var helzti hvatamaður að byggingu Sundskálans, og sundkennslu á þeim tíma. En Svarfaðardalshreppur var fyrsta sveitarfélag landsins, sem kom á hjá sér skyldusundi. Haustið 1965 var tilraunaborun gerð í Laugahlíð. Fengust 3 sek. 1 af 36 gráðu heitu vatni. Það vatn var síðan leitt í Sundskálann og heimavistar- barnaskólann á Húsabakka, í landi Laugahlíðar. Húsabakki var fyrsta húsið í Svarfaðardal, sem hitað var með laugarvatni. f landi Hamars var örlitil laug. Svarfaðardalshreppur lét bora þar eftir heitu vatni haustið 1966. Sveitarfélag Dalvíkurhrepps fékk leyfi til að hag- nýta jarðhitann á Hamri og hófst borun þar aftur 1968. Þar eru nú 3 borholur, sem gefa nú 28 lítra á sek. af nær 60 gráðu heitu vatni. Heita vatnið streym- ir inn í borholurnar á 155—215 metra dýpi. í júlí 1969 hófust svo hitaveitu- framkvæmdir. Flest hús í þéttbýlasta hluta Dalvíkurþorps hafa nú verið tengd hitaveitunni. Byrjað er á fjórðu borholunni. Þeir bræður, Hjalti og Jóhannes Haraldssynii’, hafa verið miklir hvatamenn jarðhitaleitar og hitaveitunnar. VESTAN EYJAFJARÐARAR. Á svæðinu suður frá Akureyri, vest- an Eyjafjarðarár, eru margar laugar. Þessar eru helztar: Gilslaug er í gilinu milli bæjanna Ytra-Gils og Syðra-Gils. Laug þessi er í gilbotninum, og hefur hún ekki verið notuð. Reykhúslaug er heitasta laugin á um ræddu svæði, eða 70—75 stig á C. Vatnsmagnið er nálægt 3 sekúndulítr- um, en í því magni er meðtalinn ca. 1 sek.l., sem fékkst við jarðborun á veg- um Kristneshælis árið 1948. Meginhluti þessarar laugar er notaður til upphit- unar húseigna Kristneshælis og íbúðar- húsa í Reykhúsum. Laugin var virkjuð í þágu Kristneshælis árið 1926. Nokkur hluti laugarinnar hefur til margra ára verið notaður ti-1 upphitunar gróður- húsa. Sveinbjörn Jónsson á merkan þátt í nýtingu jarðhitans, hér nyrðra. Kristneslaug kemur upp í lækjargili nokkurn spöl fyrir ofan bæinn í Krist- nesi. Er laug þessi ca. 55 stiga heit og við fyrstu mælingar var vatnsmagnið innan við 1 sekúnduliter. Þarna var borað á vegum Kristneshælis ca. 400 m. djúp hola á árunum 1936—38, en ár- angur varð lítill. Við borunina o. fl. að- gerðir jókst þó vatnsmagn laugarinnar um rúmlega Vz sekúndul. Laugin er notuð til upphitunar íbúðarhúss í Kristnesi og nokkur hluti hennar er notaður í þágu Kristneshælis. Við laug þessa byggði Umf. Framtíðin opna sundlaug, sem notuð var til sund- kennslu um árabil. í landi Grísarár er hiti í jörð (Grís- arárlaug). Laug þessi kemur upp í mýri nálægt þjóðveginum. Er því erfitt að nytja hana, enda hitastig lágt. Um tíma var þveginn þvottur við laug þessa af næstu bæjum. Hrafnagilslaug er skammt vestan þjóðvegarins, nokkrum metrum vestan við gamla þinghúsið (nú barnaskóli). Getið er um laug þessa bæði í Víga- Glúmssögu og Sturlungu. Hefur þarna verið baðstaður í fornöld, og þarna hef- ur verið þveginn þvottur, sennilega frá mörgum bæjum. Laug þessi er 50—53 stiga heit, og vatnsmagnið var nálægt 1 sekúndulíter áður en nokkrar til- raunir voru gerðar til að auka það. Líkur benda til, að hægt sé að dæla 6—10 sekúndul. upp úr eyrunum. Jarð- borun var framkvæmd þarna á vegum unglingaskólans, sem þarna er í smíð- um, en sú tilraun bar lítinn árangur. Laugin er nú notuð til upphitunar fé- lagsheimilisins Laugarborgar, barna- skólahússins (áður þinghús) og nú síð- ast unglingaskóla, sem er í smíðum. Laug þessi var notuð til að hita upp sundlaug meir en tvo áratugi. Botnslaug er syðst í Hrafnagilslandi rétt austan við þjóðveginn. Laug þessi var talin um 67 stiga heit, en hún kem- ur upp í mýri, og er því erfitt að segja til um vatnsmagn og raunverulegt hita- stig. í landi Hleiðargarðs í Saurbæjar- hreppi var laug, en hennar gætir lítið nú, þar sem hún hefur grafizt í skriðu- föllum a. m. k. tvisvar sinnum, svo að sögur fari af. Hólsgerðislaug er nálægt Eyjafjarð- ará, norðan við hólinn, sem bærinn Hólsgerði stendur á. Hitastig er lágt. Við laug þessa var byggð sundlaug nokkrum árum eftir aldamótin, og var kennt sund þar nokkur ár. Beint á móti Stóradal er Varmhagi og hefur heyrzt getið um jarðhita þar. Ennfremur mun vera einhver laug í Strjúgsárdal, nokkru framan við eyði- býlið Strjúgsá. SKAGAFJÖRÐUR. f jarðamatsbók frá 1942 er jarðhiti talinn á 38 býlum í Skagafjarðarsýslu, og er jarðhitinn í 8 hreppum. Mestur er jarðhitinn í Fljótum og Lýtings- staðahreppi. í þessum sveitum er jarð- hiti notaður til upphitunar á allt að 20 bæjum samtals, en það var ekki fyrr en á árunum milli 1940 og 1950, sem heitt vatn var leitt inn í hús, til upp- hitunar, en miklu fyrr í Varmahlíð og eru þar öll hús hituð með laugarvatni. Á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi er skólinn hitaður með laugarvatni og í Fljótum skólinn á Sólvöllum. Heitt vatn var fyrst leitt í hús á Sauðárkróki 5. febrúar 1953. Þar voru þá til notkunar 14 lítrar á sekúndu af 68 gráðu heitu vatni. Nú eru öll hús kaupstaðarins hituð með laugarvatni og enginn skortur á því í næstu framtíð. Það hun hafa verið Ólafur Sigurðs- son á Hellulandi, sem kom auga á það, að heitt vatn sprytti upp úr botni Ás- hildarholtsvatns, sem er örskammt frá Sauðárkróki, og átti hugmyndina að hitaveitu Sauðárkróks. Við athugun reyndist þetta rétt og þá var borað úti í vatninu með ágætum árangri og síðan oftar við þetta sama vatn. Er þetta jafnframt eini staðurinn í sýslunni, þar sem heits vatns hefur verið leitað með jarðbor. Fyrsti borinn, sem notaður var, var frá Jarðhitadeildinni, en síðan var jarðbor smíðaður af heimamanni og reyndist vel. Sundlaugar í Varmahlíð, Sauðár- króki, Steinsstöðum og á Barði í Fljót- um, eru allar hitaðar með laugarvatni, ennfremur á Reykjum í Hjaltadal og á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þessi ófull- komna upptalning sýnir, að víða í hér- aði eru jarðhitasvæði og enn hefur að- eins á einum stað verið leitað að heitu vatni með borun. Er líklegt, að á fleiri stöðum, sennilega mörgum, væri unnt að fá mikið magn af heitu vatni upp á yfirborðið, til margskonar nota í sveit- um héraðsins. Og á fleiri stöðum er jarðhiti en hér voru nefndir. HÚNAVATNSSÝSLA. í Húnavatnssýslu er mestur jarðhiti á fjórum stöðum: Á Reykjum í Hrúta- firði, Reykjum í Miðfirði, Reykjum á Reykjabraut og á Skarði á Vatnsnesi. Volgrur eru á Tannastaðabakka og við Laxárvatn, svo og á hálendi sunnar í sýslunni. ÖLAFSFJÖRÐUR. f desember 1944 var lokið við að tengja öll hús þéttbýlisins við Ólafs- fjörð nýrri hitaveitu, frá Gai'ðsdal. Aðalæð er 3.5 km., fallhæð 70 metrar. Vatnsmagn var 12 lítrar á sek. og hit- inn um 50 gráður. En bæði hefur vatn verið aukið og það hefur líka hitnað, a. m. k. á notkunarstað vegna endur- nýjunar á lögnum, síðast í fyrra. Volgrur eru víða í Ólafsfirði, svo sem á Vatnsenda, Þverá og Bakka, og mikið og heitt vatn er á Reykjum og á fleiri stöðum þar. Hvei'gi er heita vatnið notað nema í fyrrnefnda hita- veitu. AKUREYRI. Nær 50 gráðu heitt vatn kemur upp á nokkrum stöðum í Glerárdal við Akureyri. Lindum þessum var safnað saman fyrir forgöngu ungmennafélaga og vatnið leitt til sundstaðar bæjarins og þangað rennur það enn. Mun það talið 3.5 lítrar á sekúndu. Það var fyrst leitt til bæjarins 1931—1932 og með því hitaður sundstaður 1933 en hefur það hitað upp Sundlaugina síðan 1936. Tvisvar hefur verið borað í Glerárdal, síðara skiptið 1965, en án árangurs. Akureyrarkaupstaður lét bora eftir heitu vatni á Laugalandi á Þelamörk 1941—1942, aftur 1945 og enn 1969— 1970. Með dælingu fást þar a. m. k. 15—20 lítrar af mjög heitu vatni. Des. 1970. E.D. Gleðileg jól! Farscelt nýtt dr! Þökk fyrir viðskiptin á; árinu. Almennar Tryggingar h.f. Hafnarstræti 100. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Verzlunin Rún. Viðfal við Slefán Ágúsl (Framhald af blaðsíðu 8) Þú hafðir snenima yndi af söng og tónlist? Faðir minn Kristján Jónsson bóndi og smiður var söngvinn mjög, hafði mjög góða söng- rödd og var Glæsibær miðdepill söngs og tónlistar vestan fjarð- arins um langt skeið með að- stoð Magnúsar Einarssonar organista á Akureyri og þátt- töku Glæsibæjarfeðga og Har- aldar Pálssonar, Dagverðareyri, föður Jóhanns Ó. Haraldssonar, en þeir feðgar voru organistar um skeið í Glæsibæjarkirkju. Sjálfur var ég organisti um tíma við kirkjuna ásamt Lög- mannshlíðarkirkju og Jón bróð ir minn til ígripa en aðalorgan- istastarf hans var þó við Möðru vallakirkju um áratugi. Þú manst frostaveturinn mikla? Veturinn 1918, hið mikla kulda- og hafísár, skeði í raun og veru merkisatburður í lífi mínu, og var hann örstutt frá hinum merka sögustað Gáseyri, en um það hefi ég skrifað all- ítarlega í Kvöldvökuútgáfuna 1963 og vísast til þess þar. Þú ert búfræðingur, Stefán? Við inngöngu mína í Hóla- skóla haustið 1919 opnaðist mér nýr heimur og hafði ég mjög mikið gagn af dvöl minni þar. Sigurður, er síðai' var búnaðar- málastjóri, var í þann veginn að láta af skólastjórn, en við tók Sigurður Baldvinsson frá Kornsá og reyndist hann mér næstum sem faðir minn væri. Fól hann mér ýmis trúnaðar- störf við skólann, svo sem bóka- verzlun skólans í ,,gamla bæn- um“. Sumarið 1920 tók við skóla stjórn á Hólum Páll Zophanías- son, og tel ég að hann hafi verið allra skemmtilegasti skólastjór- inn, sem ég eignaðist þar,'kátur og margminnugur, og naut ég einnig hins bezta trausts hjá honum og vildi hann veg minn sem mestan og gaf mér heil- ræði, vildi að ég færi í Sam- vinnuskólann eða Verzlunar- skólann, sem þó ekki varð af, því þá tóku kreppuár við. Svo tóku markskonar störf við? Á þessum næstu árum var ég fyrsta árið við heimiliskennslu 1923 til 1924, síðan 1 ár 1924—25 hjá Sveinbirni Jónssyni bygg- ingameistara við bókhald o. fl., næstu 4 árin hjá I. Brynjólfs- son & Kvaran og var Ágúst Kvaran þar húsbóndi minn, þar næst í 4—5 ár hjá Verzluninni París og síðasta árið se mverzl- unarstjóri, en árið 1936 réðst ég forstjóri Sjúkrasamlags Akur- eyrar og var það óslitið til 1. sept. 1970, að ég lét af störfum samkvæmt eigin ósk. Á þessum árum var ég jafnframt fram- kvæmdastjóri Almannatrygg- inga á Akureyri 1946—57. Á félagsstörf mín á öllum þessum árum ætla ég ekki að minnast, það yrði alltof langt mál í til- tölulega stuttu blaðaviðtali, en á þessum árum dreif margt á daga mína í félagsmálum. Þú hefur ætíð verið bindindis niaður og starfað ötullega að bindindismálum? Já, ég get ekki látið hjá líða að geta þess, að ég varð þegar í æsku snortinn af stefnu föður míns í bindindismálum, en ákvað að eyða ekki tímanum í prédikanir um þessi mál, heldur láta verkin tala og tel mig hafa stefnt í rétta átt, en framundan beið margt óleyst, því vestur á þessari stóru lóð við VVarðborg bíður staður sem ætlaður var fyrir sönghöll og stærra og full- komnara bíó. Svíður mér að hafa ekki komizt lengra með það mál. Hefi átt margar áhyggjustundir út af því, en verð að vona að einhver komi því máli lengra áleiðis eða í höfn, en fann liann ekki því miður áður en ég varð að þoka. Og nú hefur þú dvalið ár í höfuðborginni? Hinn 17. nóv. sl. var rétt ár liðið frá þvi að við stigum upp í flugvél á Akureyri á leið til Reykjavíkur, þar sem hið nýja heimili beið okkar hér í Reykja- vík, en húsgögn okkar og hafur- landleiðina til Reykjavíkur og task hafði síðustu dagona farið börn okkar og ýmsir góðir hjálp endur raðað upp í okkar fyrir- hugaða heimili að Drápulilíð 20, hvar við höfum búið síðan. Þökk sé þeim öllum er hugs- að hafa hlýtt til okkar, heim- sótt okkur eða sent okkur vina- kveðjur. Við hjónin óskum ykkur alls góðs og allra heilla á nýju ári og kveðjum ykkur með óskum um gleðileg jól, ségir Stefán Ágúst Kristjánsson að lokum, og þakkar blaðið viðtalið og sendir viðmælanda sínum og fjölskyldu hans beztu kveðjur suður yfir heiðar. □ Norðlenzkir vegir eru flestir færir en mjög svell- aðir og því hálir og hættulegir nema fyllstu varúðar sé gætt. Til jólagjafa! DÖMUPEYSUR — heilar og hnepptar, bæjarins mesta úrval DÖMUBLÚSSUR — margar gerðir og litir DÖMU- UNDIRFATNAÐUR — í miklu úrvali Ný gerð af NÁTTKJÓLUM VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21. imj Boulique ViÖ höfum jólagjöfina fyrir unnustann, eiginmanninn og soninn JMJ-föt - tizkuföt unga mannsins ARISTO- og KORÓNA.föt - á unga og aldna JAKKAR RUXUR margar gerðir og litir FLAUELSBUXUR m. hnepptri klauf SKYRTUR og BINDI PEYSUR margar gerðir og litir NYLONSTAKKAR HLÍFÐARBUXUR KULDAJAKKAR FRAKKAR stuttir og síðir INNISLOPPAR í glæsilegum litum NÆRFÖT margar gerðir og litir SOKKAR LEÐURBELTI margar gerðir SIÍYRTUHNAPPAR SNYRTIVÖRUR LEÐURJAKKAR nýjar gerðir HERRADEILD JMJ AKUREYRI RAÐHUSTORGI 3 SÍMI 11133 GRÁNUFÉIAGSG. 4- SÍM1115 99 f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.