Dagur - 19.01.1972, Page 1
FILMUhúsið AKUREYRI
(Ljósm.: E. D.)
Árshátíð Framsóknarfélaganna á Akureyri fór myndarlega fram og eru hér tvær myndir frá Hótel KEA, þar se:n hátíðin var haldin.
Myndarleg ársliátíð
Framsóknarf élaga
Einar Ágústsson í ræðustól.
Á LAUGARDAGINN héldu
Framsóknarfélögin á Akureyri
árshátíð sína á Hótel KEA, og
var þar meira en hálft annað
hundrað manns.
Gestur hátíðarinnar var Ein-
ar Ágústsson utanríkisráðherra
og flutti hann skörulega ræðu
er fjallaði um þjóðmál og fleira.
Árshátíðin fór þannig fram,
að fyrst var setzt að veizluborði,
kvöldverði. Ingvar Baldursson,
formaður Félags ungra Fram-
sóknarmanna, setti hátíðina, en
Sigurður Jóhannesson, varafor-
maður Framsóknarfélags Akur-
eyrar, stjórnaði henni. Þórir
Valgeirsson bóndi í Auðbrekku
og Jóri Bjarnason bóndi í Garðs
vík fluttu gamanmál í bundnu
og óbundnu máli, og hinn gamal
kunni söngvari, Þorvaldur Hall-
dórsson, skemmti hátíðargest-
um með söng sínum. Að lokum
var stiginn dans til klukkan tvö
um nóttina.
Árshátíð Framsóknarmanna
þótti takast hið bezta. □
FRÉTTABRÉF FRÁ LAUGUM
Laugum 17. janúar. í Reykjadal
fögnuðu menn jólum og nýju
ári í friðsælli kyrrð. Veður var
stillt og fagurt dagana fyrir jól-
in. Á aðfangadag, jólanótt og
jóladag setti niður mikinn lausa
snjó og varð þungfært á vegum.
Messað var á Einarsstöðum
seinni hluta jóladags. Tafði
ófærðin ferð prests og orgel-
leikara og dró úr kirkjusókn.
Eftir jóladagana hófst hláku-
og blíðviðriskafli sá, er enn
stendur og frægur er orðinn í
fjölmiðlum.
Danakonnngur
látinn
FRIÐRIK IX, konungur Dana,
andaðist í sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn að kveldi 14. janúar,
72 ára. Hann veiktist á nýárs-
dag.
Margrét dóttir hans hefur tek
ið við störfum konungs, Margrét
I, Danadrottning. Hennar mað-
ur er franskættaður, Hinrik
prins.
Friðrik konungur Dana og
drottning hans Ingiríður, lilutu
ástsæld þegna sinna og áttu
marga vini á íslandi. Konungs-
hjónin liöfðu ákveðið að heim-
sækja ísland nú í vor.
Útför konungsins verður á
mánudaginn. Forseti íslands,
ásamt utanríkisráðherra, verða
þar viðstaddir fyrir íslands
hönd. □
Samkomuhald var með
minnsta móti um jólin. Jólatrés-
skemmtun fyrir börn var haldin
8. jan. Sl. föstudag gekkst Lions
klúbburinn fyrir kvöldskemmt-
un á Breiðumýri. Komu þar ein
göngu fram skemmtikraftar úr
héraðinu. Meðal annars var ný-
stárleg uppfærsla á hluta úr
Skugga-Sveini í leikgerð Mý-
vetninga og þrír Reykdælingar
léku saman á fiðlur og er það
sjaldgæfur viðburður á skemmt
un í sveit nú á dögum.
Hinn 20. desember lézt í
sjúkrahúsi í Reykjavík Þórdív
Jónsdóttir húsfreyja á Hamra-
borg, aðeins 37 ára að aldri.
(Sjá nánar á öðrum stað í blað-
inu).
Tvöfalt afmæli var á Einars-
stöðum í Reykjadal eftir ára-
mótin. Hinn 5. janúar varð
Haraldur Jónsson sextugur, en
7. janúar varð Jón Jónsson bróð
ir hans fimmtugur. Þeir eru
synir hjónanna Þóru Sigfúsdótt
ur, sem enn er á lífi, og Jóns
Haraldssonar bónda á Einars-
stöðum, er lézt árið 1958. Har-
aldur stundaði nám í Lauga-
skóla og var framúrskarandi
fjölhæfur íþróttamaður á sín-
um yngri árum, formaður Hér-
aðssambands S.-Þing. var hann
árin 1949—1951. Um árabil
stundaði hann bifreiðaakstur,
einna fyrstur manna hér í sveit.
1936-—37 reisti hann nýbýlið
Jaðar í landi Einarsstaða og er
(Framhald á blaðsíðu 5)
Loðnan kcmin
JAKOB JAKOBSSON fiski-
fræðingur, leiðangursstjóri á
Árna E'riðrikssyni, fann fyrir
skömmu verulega loðnugöngu
austur af Langanesi. í gær var
loðnan komin suður í Lónstíugl
og líkur taldar á, að loðnuveið-
ar geti hafist innan skarnms.
Bátar þeir, sem til veiða fóru
í Norðursjó um áramótin hafa
ekkert aflað og eru á heimleið
en aðrir heim komnir og munu
nú hefja loðnuveiðarnar. □
Fréttabréf úr Laxárdal
Kasthvammi 11. jan. Það er sagt
að við Kristján á Grímsstöðum
höfum sungið mjög hver með
sínu nefi um tíðarfarið í haust
þegar við sögðum fréttir um 20.
nóv. Kristján hafi haft allt gott
um tíðarfarið að segja en ég
ekkert. Frá 20. nóv. til 28. des.
var leiðinda tíðarfar, mjög
óstillt og úrkomur flesta daga,
hríð eða rigning, suma daga
hvorttveggja og smáblotar. 19.
des. var mikil rigning ofan í
lognsnjó, síðan frysti. Þá svell-
DAGUR
kemur næst út á miðvikudag-
inn, 26. janúar. Auglýsendur
eru beðnir að senda liandrit sín
tímanlega.
I ' -«• r-
aði mjög mikið og var það orðin
ískyggileg vetrarbyrjun, þó
snjór ekki mikill en orðinn
gaddur.
Innistaða fyrir jarðleysi var
frá 26. nóv. til 20. des.
Vegurinn varð ekki ófær, —
hann var farinn — en var að
lokast þegar þiðnaði.
Síðan 29. des. hefur hver dag-
urinn verið öðrum dýrðlegri, en
hlákur ekki miklar, enda aldrei
hvesst og töluvert mikill snjór
er enn. Ég get ekki með fullri
vissu nefnt nema eitt ár með 11
fyrstu dögum ársins jafn góðum
og nú. Það var 1929, en þá var
ekki búinn að koma nema mjög
lítill snjór. Það er alltaf léttara
yfir mönnum þegar góð er tíð,
auk hagnaðarins af henni, og í
dalnum er allt í bezta lagi, það
ég veit. G. Tr. G.
Bautinn býður þorramaf
BAUTINN H.F. í Hafnarstræti
bauð fréttamönnum á mánudag
inn að bragða á þorramatnum,
sern þar verður til sölu og
reyndist hann fjölbreyttur og
góður. Hann verður bæði til
sölu og neyzlu þar á staðnum,
og einnig útbúinn til heimsend-
ingar og veizluhalda fyrir sann-
gjarnt verð. Þar er og hægt að
fá lánuð trog og annað við hæfi,
og er það mjög þægilegt, t. d.
fyrir starfshópa, klúbba, félög
og einstaklinga, að geta keypt
tilbúinn þorramat.
Auglýsing er um þetta efni á
öðrum stað í blaðinu, en til að
auka áhuga á þorramat má
nefna: hang'ikjöt, saltkjöt, hrúts
punga, blóðmör, lifrarpylsu,
bringukolla, sviðasultu, grísa-
sulta, harðfisk, hval, hákarl og
lundarbagga. Einnig fylgir að
sjálfsögðu smjör, rúgbrauð og
flatbrauð, uppstúf, rófustappa
og kartöflur.
M«tevoi»ar nieð girnilegan þorramat.
(Ljósmyndastofa Páls)