Dagur - 12.02.1972, Side 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Kraftsins ör
FYRIR einum áratug voru raforku-
mál Norðlendinga komin á það stig,
að verkfræðifirmanu Harza í New
York var falið að gera áætlanir um
virkjun Jökulsár á Fjöllum. Það mál
átti sér langan aðdraganda. Þegar í
byrjun aldarinnar flutti Einar Bene-
diktsson þjóðinni gleðiboðskap sinn
um Dettifossvirkjun og gerði hann
að yrkisefni.
„Hve mætti bæta lands og lýðs
vors kjör,
að leggja á bogastreng þinn
kraftsins ör.“
Vatnsmælingar í Jökulsá munu
liafa verið hafnar á öðrum tug aldar-
innar. Þorvaldur Thoroddsen skrif-
aði ítarlega um Jökulsá í íslandslýs-
ingu sinni og lýsti vatnasvæði henn-
ar, sem er hið stærsta á landinu. En
það mun hafa verið nokkru eftir
1950, sem Hermann Jónasson þáver-
andi raforkumálaráðlierra lét hefja
skipulega rannsókn á möguleikum
til að virkja Dettifoss. Var þar eink-
um um að ræða jarðfræðilegar at-
huganir.
Á Alþingi 1960 sameinuðust allir
þingmenn hins nýstofnaða Norður-
landskjördæmis eystra um að leggja
það til, að gerð yrði fullnaðaráætlun
um virkjun Jökulsár við Dettifoss,
fengu samþykkta þingsályktunartil-
lögu þar sem ríkisstjórninni var falið
að láta gera áætlunina. Mikill áhugi
vaknaði þá á þessu máli, ekki aðeins
á Norðurlandi, lieldur einnig á Aust-
urlandi. Náði sú hreyfing hámarki er
20 alþingismenn að norðan og aust-
an boðuðu til fundar á Akureyri um
Dettifossvirkjun sumarið 1962. En
þar mættu auk þingmannanna full-
trúar frá sýslum og kaupstöðum á
öllu Norður- og Austurlandi.
Glöggir menn þóttust sjá, að Detti
fossvirkjun myndi skapa tímamót, ef
henni væri hrundið í framkvæmd,
verða upphaf norðlenzkrar aldar í
landsbyggðarsögu íslands.
En sú öld er enn ekki upp runnin,
Dettifoss var ekki virkjaður. En
Harza gerði áætlun, eins og til stóð.
Gert var ráð fyrir að virkja saman
þrjá fossa í Jökulsá, Selfoss, Detd-
foss og Hafragilsfoss, og sameina fall-
ið í jarðgöngum milli þeirra. Virkja
skyldi rúmlega þann hluta af vatns-
rnagni árinnar, sem telja má berg-
vatn, og um tiltölulega litla stíflu-
gerð er að ræða. Hagkvæmast sýndist
að virkja 100 þús. kw. með þrem
vatnsvélum eða 130 þús. kw. með
fjórum vatnsvélum. Reiknað var
(Framhald á blaðsíðu 6).
Þorgerður Eiríksdóffir
KVEÐJU0RÐ
„Þeir, sem guðirnir elska,
deyja ungir.“
DULÚÐUGT er lögmál lífs og
dauða. Ung, efnileg listakona er
kölluð héðan fyrirvaralaust, þeg
ar framtíðin virðist brosa við
henni. Miklar vonir voru bundn
ar við hljómlistargáfu Þor-
gerðar.
Hún var í Oddeyrarskólanum
fram að 13 ára aldri. Hæglát,
hugþekk og skyldurækin stund-
aði hún þar nám sitt og rækti
það með ágætum, þótt hún væri
einnig í Tónlistarskólanum.
Snemma annaðist hún undirleik
við skemmtiatriði á ársskemmt-
un skólans. í þrjú ár lék hún
undir söng barnanna í barna-
stúkunni Samúð. Allt þetta
gerði hún af fúsu geði. Fyrir
þennan þegnskap við skólann
sinh var ég henni þakklátur.
Þessi orð verða aðeins stutt
kveðja frá barnaskólanum henn
ar. En sú kveðja er flutt af ein-
lægni og byggð á þeirri trú, að
mannkostir hennar og hæfileik-
ar njóti sín áfram í öðrum
heimi. Ég trúi því staðfastlega
að sál hennar lifi og starfi
áfram.
Aldrei framar mæti ég henni
í Geislagötunni eins og svo oft
áður, þegar hún var að fara
heim úr skólanum og hún brosti
svo hlýtt til mín. Slíkt bros ylj-
ar hverjum kennara. Undarlegt
hve mikill ylur getur falist í
einu litlu brosi.
Mikill harmur er nú kveðinn
að foreldrum hennar, Hólmfríði
og Eiríki, systkinum og öðrum
ástvinum. En ég vona að í gegn-
um þann harm skíni sólargeisl-
ar trúarinnar á annað líf. Um
leið og ég þakka Þorgerði yndis
lega samveru, bið ég guð að
styrkja ástvini hehnar i bessari
erfiðu reynslu.
Eiríkur Sigurðsson.
ÞORGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR
lézt af slysförum í London 2.
febrúar sl. og verður til moldar
borin í dag.
Sá sorgaratburður, er hún
hvarf okkur í blóma æskunnar
með svo sviplegum hætti, er
hryggilegri en svo, að orðum
verði yfir komið. Þorgerður átti
þegar að baki sér ágætan náms-
feril, þótt ung væri, og var rétt
að hefja framhaldsnám að af-
loknu burtfararprófi frá Tón-
listarskóla Akureyrar.
Við þekktum Þorgerði allt frá
því, er hún var lítil telpa að feta
fyrstu sporin á þeirri braut, er
hún síðar kaus að ganga og
fundum það löngum, að með
námi sínu var henni fyllsta
alvara. Ævinlega gekk hún heils
hugar og með fullri einbeitn-
ingu að hverju viðfangsefni,
sem fyrir hana var lagt. Hún
var fjölþættum gáfum gædd
samfara óvenjulegri atorkusemi
og kom miklu í verk á stuttu
æviskeiði. Þorgerður var ein
þeirra fágætu nemenda, sem
sameina prúða og Ijúfmannlega
framkomu, næmri og sívakandi
eftirtekt, og hún hafði í ríkum
mæli til að bera hæfileikann til
vinnunnar, sem ef til vill er
flestum hæfileikum dýrmætari,
því að vinnan er móðir allra
afreka.
Tónlistin var henni ekki neitt
tómstundagaman eða leikfang,
heldur eitt megininntakið i lífi
hennar.
Á daglegt starf innan veggja
skólans setti hún líflegan og
elskulegan svip og var kennur-
um til stöðugrar uppörvunar í
þeirra starfi.
Foreldrum Þorgerðar, Hólm-
fríði Þorláksdóttur og Eiríki
Stefánssyni, systkinum og öðr-
um vandamönnum, sendum við
innilegar samúðarkveðjur. Hug-
ur okkar dvelst hjá þeim þessa
sorgartíð, og við óskum þeim
hugarléttis í þessari raun. Lið-
inna daga minnumst við þakk-
látum huga.
Skólastjóri og
kennarar
Tónlistarskólans
á Akureyri.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR hélt
árshátíð sína sl. laugardags-
kvöld. Á árshátíðum félagsins
hefur það verið venja undan-
farin ár að kjósa íþróttamann
eða íþróttakonu félagsins. Er þá
aðallega stuðzt við það hvaða
maður hafi að áliti stjórnarinn-
ar skarað fram úr í sinni íþrótta
grein á árinu á milli árshátíða.
Að þessu sinni ákvað stjórnin
að verðlauna 18 ára gamla
stúlku, Friðnýju Jóhannesdótt-
ur. Friðný hefur getið sér mjög
gott orð í körfuknattleik, þar
sem hún hefur m. a. orðið tvö-
faldur íslandsmeistari og ber
mönnum saman um að henni
hafi þar verið mest að þakka.
Ekki er nóg með að Friðný sé
fremst í flokki á íþróttavellin-
um, héldur er hún alltaf tilbúin
til að sinna öllu því, sem til
hennar er leitað með í sam-
bandi við félagsstarfið. O
fþróttakona ársins, Friðný Jó-
hannesdóttir, með glæsilegan
verðlaunagrip.
Nýr tilraunastjóri kominn til Akureyrar
og svarar hann nokkrum spurningum blaðsins
GROÐRARSTOÐIN á Akureyri
skipaði sér fyrir löngu á virð-
ingarbekk í hugum Norðlend-
inga. Þar var um áratugi bæði
skóli og sýnikennsla í ræktun,
síðar tilraunastöð í jarðrækt og
er það enn.
Skógrækt og matjurtarækt
voru meðal fyrstu verkefnanna,
og sér þess enn merki í gamla
trjágróðrinum þar. Ræktun mat
jurta og skrautjurta breiddist
út frá Gróðrarstöðinni, fremur
en nokkrum einum öðrum stað
hér um slóðir. En ræktunar-
menningin hefur átt erfitt upp-
dráttar hér á landi, í öllum
landshlutum, og er raunar
skammt á veg komin, nema gras
rækt. Virðast þessir þættir í
öldudal, einkum matjurtarækt.
Skipuleg tilraunastarfsemi í
jarðrækt, hefur um áratugi far-
ið fram í nágrenni Gróðrarstöðv
arinnar, og skýrslur verið birtar
og niðurstöður tilrauna. Má þar
nefna tilraunir með grasfræ-
blöndur, áburðartilraunir, sáð-
tímatilraunir og verkunarað-
ferðir heys. Þá hafa jarðvinnslu
aðferðir verið ofarlega á dag-
skrá í tilraunastarfseminni, en
einnig tilraunir með belgjurtir,
kartöflur og korntegundir, svo
að eitthvað sé nefnt.
Mér hefur virzt frá því fyrsta
að ég kynntist tilraunastarfsem-
inni á Akureyri og einnig á
Sámsstöðum í Fljótshlíð, að til-
raunastarfsemin færi að nokkru
leyti fyrir ofan garð og neðan
hjá bændum. Þeir bændur eru,
held ég teljandi, sem gefa sér
tíma til að skoða tilraunastarf-
semina á sumrin, á meðan allt
er í blóma og áhugaverðast að
sjá tilraunareitina á vaxtartím-
anum. Og tilraunaskýrslurnar,
sem bændur hafa auðvitað
greiðan aðgang að, virðast ekki
til þess fallnar að vekja brenn-
andi áhuga, enda þarf í raun og
veru vissa þekkingu til að lesa
þær svo sem aðrar skýrslur
fræðimanna. Skýrslulesturinn
Ályktanir Búnaðarsam-
BÚNAÐARSAMBAND Eyja-
fjarðar efndi til aukafundar að
Hótel KEA mánudaginn 3. jan.
sl. og mættu þar, auk stjórnar
og ráðunauta, fulltrúar frá öll-
um búnaðarfélögunum á sam-
bandssvæðinu. Ennfremur sátu
fundinn nokkrir gestir.
Hér fara á eftir nokkrar af
þeim samþykktum, sem fundur-
inn gerði og vísað var til Bún-
aðarþings, Stéttarsambands
bænda, Rannsóknarráðs land-
búnaðarins og landbúnaðarráðu
neytisins:
1. „Fulltrúafundur B.S.E.
haldinn á Akureyri 31/1 1972,
samþykkir eftirfarandi ályktun:
Þar sem Ijóst er, að fjárhags-
afkoma búnaðarsambandanna
er mjög erfið og þarfnast mik-
illa úrbóta, leggur fundurinn
til, að tillögur milliþinganefndar
Búnaðarþings 1971 verði sam-
þykktar óbreyttar. Lagt verði
kapp á, að þær komi til fram-
kvæmda nú á þessu ári og verði
teknar inn í lög samhliða endur
skoðun á jarðræktar- og búfjár-
ræktarlögum.“
2. „Fulltrúafundur B.S.E.
haldinn á Hótel KEA 31/1 1972,
samþykkir eftirfarandi áskorun
til fjárveitingavaldsins og Rann
sóknarstofnunar landbúnaðar-
ins:
Fyrirsjáanlegt er, að í næstu
framtíð eða innan þriggja til
fimm ára verði land, er Til-
raunastöð ríkisins að Galtalæk
hefur til umráða, komi inn í
skipulag Akureyrar, enda er nú
þegar búið að taka allmikið
land af stöðinni til nota fyrir
Akureyri. Er því mjög aðkall-
andi að farið sé að huga að nýju
landi, þar sem tilraunastöðin
geti starfað til frambúðar. Því
vill fundurinn beina þeirri
áskorun til áður nefndra aðila,
að þetta verði tekið til vand-
legrar athugunar þegar á þessu
ári og kannaðir verði möguleik-
ar á jarðakaupum í því augna-
miði.
Einnig skorar fundurinn á
fjárveitingavaldið og stjórn
Rannsóknarstofnur.ar landbún-
aðarins að auka fjármagn til-
raunastöðvarinnar þannig, að
um verulega aukningu á starf-
ber líklega oft svipaðan árangur
og grasafræðikennsla skólanna
á vetrum, þegar hvergi er lif-
andi jurt að sjá og flestum leið-
ist.
Með einhverjum hætti þarf að
koma á lífrænna sambandi milli
bænda og tilraunastöðvanna, ef
út frá því er gengið, að stöðv-
arnar fáist við nytsamar tilraun
ir og niðurstöður þeirra séu
verðugir vegvísar fyrir þá, sem
af gróðrinum og landinu lifa.
I framhaldi af þessum hug-
leiðingum hitti blaðið að máli
Bjarna Guðleifsson, nýkominn
frá búvísindanámi í Noregi, þar
sem hann lagði sérstaka stund
á kalrannsóknir hér 4 landi, í
sambandi við nám sitt, og hefur
nú verið ráðinn tilraunastjóri
hjá Rannsóknarstofnun land-
semi geti verið að ræða á sviði
tilrauna í þágu landbúnaðar-
ins.“
3. „Aukafundur B.S.E. hald-
inn á Akureyri 31. jan. 1972,
fagnar því, að nú skuli vera í
athugun að flytja inn færanlega
heykögglaverksmiðju og felur
stjórn sinni að athuga mögu-
leika á, að verksmiðjan hefji
starf í Eyjafirði.
Ennfremur tekur fundurinn
undir samþykkt aðalfundar
Stéttarsambands bænda 1971,
sem fjlalar um þetta mál.“
4. „Fulltrúafundur B.S.E.
beinir því til Búnaðarþings, að
það láti fara fram athugun á
möguleikum í sambandi við
djúpfrystingu hrútasæðis hér á
landi. Sjálfsagt er að hafa sam-
ráð við þá erlenda aðila, sem
þessu eru kunnastir, s. s. Norð-
menn og Svía.“
5. „Fulltrúafundur B.S.E.
31/1 1972, beinir því til Bún-
aðarþings, að í framtíðinni verði
lögð aukin áherzla á nauðsyn
afkvæmarannsókna á hrútum.
Til þessa verði veitt aukið fjár-
magn, og nauðsynlegt er, að
sauðfjárræktarráðunautar Bún-
aðarfélags íslands geti unnið að
skipulagningu rannsóknanna og
uppgjöri á niðurstöðum í sam-
starfi við héraðsráðunauta við-
komandi búnaðarsambanda.“
6. „Fulltrúafundur B.S.E.
haldinn á Akureyri 31/1 1972,
telur rétt, að öll sveitarfélög
verði skipulagsskyld. Má benda
á í þessu sambandi vaxandi
ásókn bæjarbúa í lönd fyrir
sumarbústaði o. fl. Fundurinn
telur því nauðsynlegt, að haft
sé eftirlit með slíkum bygging-
um, bæði með staðsetningu
þeirra, hvernig þær eru í útliti
og aðra nauðsynlega aðstöðu, er
þessu fylgir.“
Stjórn og ráðunautum bún-
aðarsambandsins var falið að
láta greinargerðir fylgja tillög-
unum til viðkomandi aðila og
einkum tillögu nr. 3, sem var
mikið rædd á fundinum og var
ríkjandi áhug'i fyrir því, að sem
fyrst fengist úr því skorið, hvort
færanlegar heykögglaverksmiðj
ur gætu orðið til hagsbóta við
heyverkun í framtíðinni. □
Bjarni Guðleifsson, tilraunastj.
búnaðarins, er fluttur til Akur-
eyrar og heldur áfram því til-
raunastarfj, sem löngum hefur
verið kennt við Gróðrarstöðina
og áður við Ræktunarfélag
Norðirrlands. En hér á landi eru
fjórar tilraunastöðvar á vegum
Rannsóknarráðs, eða ein í hverj
um landsfjórðungi.
Hvert verður þitt tilraunasvið
einkum?
Á sviði jarðræktar, fyrst og
fremst. Haldið verður áfram
'þeim tilraunum, sem hér hafa
verið í gangi undanfarin ár, en
sérfræðingar og tilraunastjórar
ákveða þær fyrirfram í stærstu
dráttum, fyrir tilraunastöðvarn-
ar. Tilraunir þessar snúast mest
um grasræktina, áburðarnotk-
un, stofna- og tegundatilraunir
með grasfræ og aðrar tilraunir
út frá þessu. Minni tilraunir
verða í kartöflurækt, grænfóður
rækt og kornrækt. En höfuð
verkefnið verður grasræktin.
Komið hefur fram þolleysi
grastegunda. Hvað viltu segja
um það?
Þetta atriði ætla ég einmitt að
leggja.mikla áherzlu á í tilraun-
unum. Við þurfum að geta við-
haldið sæmilegu uppskeru-
magni í lengri tíma, án óhóflegs
áburðarkostnaðar. Erlendis hafa
áhrif mismunandi áburðar, mis-
munandi jarðvinnslu, mismun-
andi uppskeruhættir, 'beitarþol,
sáð- og sláttutími, verið í rann-
sókn. Þessi verkefni þarf að
rannsaka- með tilraunum hér
hjá okkur. Beinar kaltilraunir
hafa ekki verið gerðar hér enn-
þá. Gróðlir í landi tilraunastöðv
arinnar hér, hefur kalið meira
og minna. En það kal gefur okk
ur ekki nægar upplýsingar um
mismunandi meðferð landsins,
með tilliti til kals. Mig langar
til að vinna að því, að finna þau
áhrif, sem kalinu valda.
Ilve stórt er Iand það, sem þú
licfur til umráða?
Það er 30—35 héktarar. Það
er hér við þéttbýlið og vaxandi
landþörf bæjarins gengur út
yfir tilraunastarfsemina áður en
varir, ef að líkum lætur. Þetta
land hefur verið notað til gras-
ræktar og mjólkurframleiðsla
stunduð samhliða. Um nokk-
urra ára skeið var heyfóðrið
selt, en nú er fjósið orðið fullt
á ný, með um 40 gripi og þar
eru nú fóðurtilraunir gerðar,
bæði með héyköggla, kjarnfóð-
ur og vothey. En til þess að gera
verulegar fóðurtilraunir í naut-
griparækt, þarf marga gripi. En
þessar fóðurtilraunir eru annar
liður í tilraunastarfseminni, sem
sérfræðingur frá Rannsóknar-
stofnuninni skipuleggur, og
hafa þær staðið í þrjú ár.
Er það rétt, að flytja eigi
þessa starfsemi?
Það er á umræðu- og athug-
unarstigi, að flytja alla tilrauna-
starfsemina. Við þurfum stórt
land og fjölbreytt, og helzt á
þeim stað, sem getur verið sam-
nefnari fyrir sem flestar venju-
legar aðstæður í norðlenzkum
sveitum. Þess vegna viljum við
t. d. ekki flytja tilraunastarf-
semina fram í Eyjafjörð, þar
sem veðursæld er óvenju mikil.
En vel fer á því, að hafa þær
tilraunir saman, sem hér hafa
verið nefndar, m. a. vegna
vinnuaflsins. Þá er það kostur
að vera ekki mjög fjarri Akur-
eyri, en ókostur að vera fast við
þéttbýlið eins og nú, og alls ekki
til frambúðar. Þörf er nýrra
bygginga fyrir tilraunastarfsem-
ina, þar sem hún er nú. Mælir
sú þörf með því, að nýr tilrauna
staður verði valinn til verulegr-
ar framtíðar.
Dreifðar tilraunir hjá bænd-
um?
Þær hafa verið gerðar um ára
bil og sjálfsagt er að halda þeim
áfram. Bændur komast bá sjálf-
ir í beina snertingu við þær, og
auk þess er hægt að velja margs
konar land til tilraunanna, sem
e .t. v. er ekki fyrir hendi á aðal
tilraunastaðnum, en engu að
síður er nauðsynlegt að kanna.
Blaðið þakkar svörin og von-
ar að geta frætt lesendur meira
síðar um tilraunirnar. E. D.
íjörn R. Árnason Irá Átl
NOKKUR KVEÐJUORÐ
AÐFARARNÓTT sunnudagsins
6. þ. m. barst vini mínum Birni
R. Árnasyni, eða Runólfi í Dal
eins og hann kallaði sig stund-
um, kallið mikla. Ekki segi ég
að ég hafi glaðzt eða fagnað, er
ég frétti það, en þó fannst mér
það meiri gleði en sorgarfrétt,
því að mér var það mjög vel
kunnugt, að hann var farinn að
þrá umskiptin miklu og kveið
þeim í engu og má miklu frem-
ur segja að hann hafi hlakkað
til. Við áttum æði oft tal saman,
og þá um ýmsa hluti. Og nú hin
síðari árin barst talið æði oft að
því, sem nú er fram komið við
vin minn Björn — dauðanum.
Björn talaði oft um það, einkum
nú tvö til þrjú sl. ár að sér væri
farið að leiðast að lifa, og hann
vildi svo gjarna fá að fara. Ekki
sagðist hann þó vilja hjálpa
neitt til þess. Hann vildi bíða
íiugrór þess, að höfundi lífsins
þóknaðist að kalla á hann. Og
hann var ekki í einum vafa um
það að lífið héldi áfram. Og
hann trúði ekki á neinn dauða-
svefn, heldur átti hann þess von
að vakna strax til nýs lífs,
kannske eitthvað ráðviltur
fyrst, en að vitundarleysið yrði
ekki langt. Og nú á ég þess von
að honum hafi orðið að trú
sinni.
Það er ekki ætlunin hér að
gera verulega grein fyrir lífs-
sögu þessa vinar míns. Þó læt
ég hér fylgja örfá æviatriði.
Björn Runólfur var fæddur
að Hæringsstöðum í Svarfaðar-
dal 13. júlí 1885. Foreldrar hans
voru hjónin fsak Árni Runólfs-
son bónda á Hreiðarsstöðum
ísakssonar og Anna Sigríður
Björnsdóttir bónda á Atlastöð-
um Sigurðssonar. Árni faðir
Björns bjó á Hæringsstöðum frá
1882—1890 og svo í Atlastöðum
frá 1890—1915. Þau Atlastaða-
hjón Árni og Anna Sigríður
eignuðust 7 börn og komust sex
þeirra upp og eru nú aðeins tvió
Raforkusala Rafmagnveifna Rík-
isins á Norðurlandi eystra
RAFORKUSALA Rafmagns-
veitna ríkisins á Norðurlandi
eystra nam 25.1 milljón kwst. í
smásölu á árinu 1971 og hafði
aukizt um 6.4% frá árinu áður. Fyrir þessa orku greiddu not- ur er á söluskýrslu Rafmagns veitnanna.
Svæði Seldar Samtals Meðal verð
kwst. kr. kr./kws1
Grímey 150.000 500.000 3.33
Ólafsfjörður 1.883.000 5.709.000 3.03
Hrísey 903.000 2.182.000 2.41
Dalvík 2.527.000 6.273.000 2.48
Svarfaðardalur , Árskógsströnd 794.000 1.459.000 1.84
430.000 1.140.000 2.65
Eyjafjörður norðan Ak 1.960.000 3.456.000 1.76
Eyjafjörður sunnan Ak 4.493.000 7.795.000 1.73
S.-Þing. vestan Ljósavatns .... 3.150.000 5.165.000 1.64
S.-Þing. austan Ljósavatns .... 5.492.000 10.301.000 1.88
Axarfjörður og Kelduhverfi ... 752.000 1.619.000 2.15
Kópasker 382.000 870.000 2.28
Raufarhöfn 1.280.000 3.197.000 2.50
Þórshöfn og Þistilfjörður 904.000 2.666.000 2.95
Samtals 25.100.000 52.332.000 2.08
þeirra á lífi. Björn heitinn ólst
upp á heimili foreldra sinna og
voru honum foreldrarnir og
æskuheimilið á Atlastöðum
mjög kært. Og nú hin síðari
árin var það svo, að tal hans bar
æ oftar að minningum, sem
bundnar voru við Atlastaða-
heimilið. Enda var margs þaðan
að minnast. Því að þó Atlastað-
ir, og kannske einmitt vegna
þess, að Atlastaðir er fremsti
bærinn að vestanverðu í botni
Svarfaðardals, þá var þar mjög
gestkvæmt á meðan Heljardals-
heiði var enn aðal leiðin milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
Þeir Atlastaðamenn áttu marg-
ar ferðir yfir Heljardalsheiði
sem fylgdarmenn. Og margir
voru þeir, sem nutu aðhlynning
ar og góðrar fyrirgreiðslu þeirra
Atlastaðahjóna, og kunni Björn
endur 52.3 milljónir króna.
Meðalverð varð því kr. 2.08 á
kwst.
Hér á eftir fer listi, sem byggð
Eins og sézt á listanum hér að
ofan er meðalverðið nokkuð mis
munandi. Lægst er það í sveit-
um, en það byggist á því að
bændur hafa tök á, vegna bú-
rekstrar, að nýta raforku eftir
marktaxta. Meðalverð orkunnar
á þeim gjaldskrárlið er kr. 1.34
á kwst.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Akureyri.
margar sögur af því. Hann var
sjálfur sporléttur göngumaður
og ég held að hann hafi oft notið
þess að fylgja mönnum og eiga
sálufélag með þeim, sem hann
fylgdi. Því að þó að Björn væri
alla tíð feiminn og hlédrægur,
þá hef ég fáa hitt, sem var meiri
þörf á því að hafa einhverja til
að blanda geði við. Og hann
vildi í senn bæði fræða menn
og fræðast af þeim.
Hug'ur Björns mun hafa stað-
ið til skólagöngu og mennta.
Tækifæri til hins fyrra gafst
eigi, en hann var all vel mennt-
aður, þó að þar væri aðeins um
sjálfsmenntun að ræða. Enda
var Björn vel greindur og
minnugur. En ég held að honum
hafi alltaf fylgt einhver minni-
máttarkennd, sem átti rót sína
að rekja til þess að hann gat
ekki gengið í skóla eins og hug-
ur har.s stóð til. Nú má það vel
vera að ævi hans hefði orðið
önnur, ef það hefði tekizt. En
ég veit ekki hversu Björn hefði
tekið skólavist og skólagöngu.
En læt það alveg ósagt, að hann
hefði sætt sig við það. Það má
- Frá Húsnæðismálast.
(Framhald af blaðsíðu 8)
ræða íbúðir sem verið hafa í
byggingu undanfarin ár og eru
byggðar á vegum hins eldra
verkamannabústaðakerfis. —
Framkvæmdir eru þegar hafn-
ar á grundvelli hinna nýju laga
um verkamannabústaði, bæði
hafa stjórnir verkamannabú-
staða verið skipaðar í mjög
mörgum byggðarlögum í land-
inu og eins er bygging 27 íbúða
þegar hafin í 4 byggðarlögum.
Hefur Húsnæðismálastofnunin
þegar tekið ákvörðun um ráð-
stöfun mikils fjármagns til
smíði íbúða þessara.
(Úr fréttatilkynningu
Húsnæðismálastofnunar)
l—Hllr HIBlltBBaf-iMHHti
asföðum
þó vel vera að hann hefði ger;
það, en hann hefði þá sennilegE’,
ekki verið sá Björn, sem vift
Svarfdælingar þekktum og mér
finnst, sem löng skólavist hefði,
getað orðið honum ofraun.
En hvað sem um það er, þci
er það staðreynd, að á vissum
sviðum þekkingar bar Björn
langt af öðrum hér um slóðir.
í önn hversdagsins aflaði hann
sér staðgóðrar jjekkingar á
mönnum og málefnum og hann
bjó yfir mikilli þekkingu á per-
sónusögu fjölda margra hér i
. Svarfaðardal og víðar. Enda var
hann sá brunnur þekkingar e .'
ég sótti mjög til um allar upp-
lýsingar um látna menn og lif -
andi hér um slóðir. Og allar
líkur eru til þess, að ef hann
hefði haft aðstöðu til að beita
sér eingöngu að þessum málum,
þá hefði hann náð þar miklum
og góðum árangri.
En lífsstarfið og búsorgin,
sem hann talaði svo oft um,
hazlaði honum völl annars stað •
ar. Hann gerðist bóndi hér i
Svarfaðardal og bjó skv. Kenn-
aratalinu á þreimur stöðum:
Atlastöðum, Klaufabrekknakoti
og Ingvörum. Oll þau ár, sen:.
hann bjó var hann leiguliði. Og
einhvern veginn hef ég haft þao
á tilfinningunni að bóndastaðan
hafi ekki alls kostar hentac
honum. Hugurinn var oft bund-
inn við annað. Hann fékkst æð:;.
lengi við barnakennslu hér ::
Svarfaðardal og víðar, og þar
held ég hann hafi náð góðun'.
árangri. Þá tók hann þátt í opir,
berum málum, var t. d. í hrepps
nefnd, skóla- og sóknarnefnd-
um. Og meðfram þessu stundað .
hann ritstörf. Má þar til nefna
margar minningargreinar og
margar þeirra skrifaðar undi..•
nafninu Runólfur í Dal. Bókii'.
„Sterkir stofnar“, sem hefur að
geyma frásagnir eða þætti ai:
mörgum Svarfdælingum, kom
út árið 1960. Þá má geta um
fjölritað bændatal í Svarfaðar-
dal, sem út kom 1969. Og svo á
hann ugglaust eitthvað í hancl •
ritum.
Árið 1907 kvæntist hanr.
Önnu Stefaníu Stefánsdóttu:.’
frá Sandá, Jónatanssonar. Þau
eignuðust einn son, Stefán, sem
nú er búsettur í Lambhaga ci
Dalvík, kvæntur Dagbjörtu Ás-
grímsdóttur og eiga þau fimm
mannvænleg börn, sem nú eru
uppkomin og voru Birni afa
sínum mjög hugstæð.
Nú er þessi aldni vinur minn
lagstur til hinztu hvíldar. Méi.'
er engin launung á að þar sakna
ég' vinar í stað, er Björn er fai ■
inn.
Hann kom æði oft til min og
naut ég þess að tala við hann,
eða hlusta á hann, því að alls
eins oft var það svo að ég hlusv •
aði, en Björn talaði. Mér fannsv,
hann oft vera í svo mikiili þör::
fyrir það að tala. Við vorum
ekki alltaf sammála, en ég minr.
ist þess aldrei að okkur yrði
sundurorða.
Ég þakka Birni á Grund, en
svo var hann oft kallaður hei',
langa og góða vináttu og marg»
ar ánægjustundir.
Hann er nú horfinn yfi?
„Heljarána“, sem hann talaðl
stundum um. Og mér er nú sem
ég sjái hann ganga sporléttan og
glaðan á vit hins nýja og óræðé:.
Þakklátur hugur minn fýlgL’
honum á þeirri leið.
Ég votta syni hans og ástvin-
um öllum samúð.
Stefán Snævarr. j;