Dagur - 22.03.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1972, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.L Ábyrgir menn í SÍÐUSTU VIKU lauk mikilli oría- hríð á Alþingi í sambandi við skatta- og tekjustofnalög. í þeim umræðum var margt sagt, sem várpar ljósi á grundvallarstefnur stjómmálaflokk- anna. í efri deild lýsti fyrrverandi fjármálaráðherra því yfir, f. h. Sjálf- stæðisflokksins, að þeir Sjálfstæðis.- menn bæru enga ábyrgð á 5500 millj. kr. hækkun fjárlaga. Aldrei hefur það þótt traustvekjandi, er menn lýsa því yfir, að þeir séu ekki ábyrgir gerða sinna, því að erfitt verður það fyrir M. J. að sanna það fyrir þjóð- inni, að ekkert af hækkunum f járlag- anna megi iekja til ákvarðana „við- reisnar“-stjórnarinnar. Var það ekki M. J., sem samdi við starfsmenn rík- isins, en launaliður samkvæmt þeim samningi, ásamt vísitöluliækkun, hækkuðu f járlög um 963.5 millj. kr.? Samkvæmt ákvörðun á síðasta ári „viðreisnar“ hækkuðu framlög til tryggingakerfisins fjárlögin um 573 millj. kr. og vegna samþykkta ann- arra laga á sama tíma hækkuðu f jár- lögin um 620 milljónir. Vera má, að flokkur M. J. beri ekki ábyrgð á því, sem hann gerir rétt fyrir kosningar, eða á að skilja orð hans svo? Eða ætlar M. J. að neita því, að þessar 2156 millj. kr. hækkun fjárlaga sé bein áhrif frá stjórnartíð Sjálfstæðis- manna? Eru J>ó enn ótaldar óbeinar hækkanir fjárlaga, sem frá verðbólg- unni stafa. Hitt er svo annað mál, að }>að er ekki á ábyrgð Sjálfstæðismanna, heldur núverandi stjórnarflokka, að ríkissjóður liefur nú tekið á sig ýms-f ar greiðslur, sem á sveitarfélögunum hvíldu áður. Er sú hækkun um 1296 millj. kr., sem ]>ó eru ekki auknar álögur, heldur tilfærslur, sem gerðarj eru að ósk sveitarfélaganna. Þessi ósk var fyrir löngu fram borin en náði aldrei eyrum „viðreisnar“ eða fór inn um annað eyrað og út um liitt. Og fjárlögin hækkuðu meira en þetta, því að stjórnarflokkarnir töldu rétt að hækka greiðslur trygginganna, en sá liður hækkaði fjárlögin um 530 millj. kr., og til félagsmála og margs- konar framkvæmda hækka framlög um 780 milljónir króna. En }>essar liækkanir eru vegna ákvarðana nú- verandi stjórnar, enda ekki að skapi stjórnarandstæðinga, ]>ví að þeir skrifa um „veizluborð“, „ábyrgðar- leysi“ í sambandi við hækkaðar bæt- ur trygginganna. □ BúnaSðrsamband Eyjafjarðar 40 ára Formaður þess, Ármann Dalmannsson, svarar nú nokkrum spurningum blaðsins BÚNAÐARSAMBAND Eyja- fjarðar er 40 ára nú í vetur. Aðalfundur þess hófst á Hótel KEA árdegis á fimmtudaginn. í tilefni af afmælinu átti blað- ið viðræður við stjórnarformann inn, Ármann Dalmannsson, og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar. Hvenær var sambandið stofn- að og hver voru tildrög þess? Ræktunarsamband Norður- lands var búnaðarsamband fyr- ir allan Norðlendingafjórðung, þar til sérstök búnaðarsambönd voru stofnuð fyrir hvert hérað, en þau voru stofnuð á árunum 1927—1932. B.S.E. var stofnað síðast þeirra 16. jan. 1932 og hefur því nýlega náð fertugsaldri. Átta búnaðarfélög stóðu að stofnun þess og fljótlega bættust fleiri við. Flest hafa þau verið 17, en eru nú ekki starfandi nema 14. . Hverjir skipuðu fyrstu stjórn sambandsins? Ólafur Jónsson, framkvæmda stjóri, formaður, Jakob Karls- son, afgreiðslumaður, gjaldkeri og Sigurður E. Hlíðar, ritari. Ólafur var formaður sam- bandsins til 1954, en ég hef ver- ið það frá þeim tíma. I ■Hverjir eru nú í stjórninni? Auk mín eru það Eggert Dav'íðsS'on á Möðruvöllum, Sveinn Jónsson í Ytra-Kálfs- skinni og samkvæmt lagabreyt- ingu, sem gerð var á aðalfundi 1970, var bætt tveimur við í stjórnina 1971. Voru þá kosnir í .3 stjórnina Arnsteinn Stefánsson | í Stóra-Dunhaga og Sigurgeir j Garðarssón á Staðarhóli. Eru i þessir fimm í stjórninni nú. | Hver eru og hafa verið helztu Íviðfangsefni búnaðarsambands- ins? Samkvæmt Jarðræktarlögun- um og lögum Búnaðarfélags ís- (J lands eru búnaðarsamböndun- í um í landinu falin ákveðin verk j Frá Bridgeíélagi Ak. 3 NÚ stendur yfir hjá Bridge- i félagi Akureyrar 4ra umferða j sveitahraðkeppni. Staðan eftir 1 2 umferðir er þessi: stig j 1. Sv. Mikaels Jónssonar 1200 2. — Halldórs Helgas. 1136 3. — Harðar Steinbergss. 1131 i 4. — Guðm. Guðlaugss. 1114 5. — Guðjóns Jónssonar 1100 6. — Páls Pálssonar 1099 7. — Sveinbjörns Sig. 1081 8. — Gunnars Berg 1030 9. — Þórarins B. Jónss. 1023 10. — Tómasar Sigurj.s. 1003 11. — Hauks Arnþórss. 963 efni. Þau hafa í sinni þjónustu héraðsráðunauta, sem annast þessi störf og eru jafnframt leið- beinendur bænda við bústörfin. Mælingar jarðabóta, undirbún- ingur og umsjón búfjársýninga, val líflamba, taka jarðvegssýna PAÍ<- Ármann Dalmannsson. o. fl. er meðal hinna'áflegu við- fangsefna, sem ráðunautarnir vinna að. Hverjir eru ráðunautar sam- bandsins nú? B.S.E. hefur nú þrjá ráðu- nauta í föstu starfi. Ævarr Hjart arson er jarðræktarráðunautur þess, Ólafur G. Vagnsson sauð- fjárræktarráðunautur og Stefán Þórðarson vélaráðunautur. — Ráðunautamir hafa skrifstofu í byggingu Búvélaverkstæðinu á Óseyri utan við Glerá. B.S.E. kýs tvo fulltrúa á Bún- aðarþing. Fulltrúar þess nú eru hreppstjórarnir Hjörtur E. Þór- arinsson á Tjörn og Stefán Hall- dórsson á Hlöðum. Stofnaði ekki B.S.E. Búvéla- verkstæðið? Jú, en síðar var stofnað hluta- félag um það og ræktunarsam- böndin gerðust þá meðeigendur. Einnig á KEA hlut í því og nokkrir einstaklingar. Hvaða verkefni eru framund- an auk hinna árlegu viðfangs- efna? Eins og fundargerð þessa aðal fundar sýnir, eru niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár 2.350.000.00 kr. En utan við þá áætlun hefur verið ákveðið að fá frá Danmörku færanlega hey kökuverksmiðju til þess að gera tilraunir með hér í Eyja- firði. Er verksmiðjan fengin með þeim fyrirvara, að henni má skila aftur næsta haust, ef ekki sýnist líkur fyrir, að hún komi hér a ðnotum. Fást vænt- anlega einhverjir styrkir til þessara framkvæmda. Er nokkuð sérstakt gert í til- efni af fertugsafmælinu? Nei. Það hefur ekki verið stofnað til afmæhshófs eða þ.u.l. En á aðalfundi sambandsins 1966 var samþykkt að fela stjórninni að athuga möguleika á útgáfu byggðasögu sýslunnar og hefja undirbúning að söfnun gagna til þess. Síðan hefur stjórnin unnið að þessu máli og var áætlun gerð um að láta ritið koma út á þessu ári og minnast tímamótanna á þann hátt. Ritið verður í tveimur bindum og er nú langt komið að setja annað bindið. Verður e. t. v. síðar hægt að segja nánar frá þessari vænt- anlegu útgáfu. Saga sambandsins verður rak- in í byggðasögunni, svo að hér verða því efni ekki gerð nánari skil að sinni. Þakkar blaðið Ármanni fyrir viðtalið og ber fram árnaðar- óskir, Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar til handa. □ Prestur í Ólafsf jörð SÉRA Úlfur Guðmundsson hef- ur nýlokið guðfræðiprófi og hefur verið settur prestur í Ólafsfirði. Er hann nýkominn þangað. Séra Úlfur er Reykvík- ingur. □ Jerm FERMINGARSKEYTI KFUM OG K. Fallegar gerðir . AFGREIÐSLA: Véla og Raftækjasalan h.f. Glerárgötu 6, Kristniboðshúsið Zion, Opið frá kl. 10 f. h. til 5 e. h. Upplýsingasími 1-28-67. Allur ágóði rennur til sumarbúðanna að Hólavatni. Meðalárangur er 1080 stig. — Spilað er í Landsbankasalnum á þriðjudagskvöldum. □ Frá Skákfélagi Ak. SKÁKÞINGI Norðurlands er nú nýlokið. Þátttakendur voru alls 17, þar af 10 í meistaraflokki og 7 í I. flokki. Skákmeistari Norðurlands 1972 varð Halldór Jónsson, hlaut 7% v., en í 2.—3. sæti urðu Hrafn Arnarson og Haf- steinn Ágústsson með 6 v. hvor. í I. flokki varð Haki Jóhannes son efstur með 6 v., og í 2.—3. sæti Ásgeir Jónsson og Bjarki Bragason með 4 v. hvor. Ákveðið hefur verið að fresta Hraðskákmóti Norðurlands fram yfir páska. □ EFTIR miklar for- tölur fengum við Arnar Andrésson leikmann með 2. deildarliði KA í handknattleik, sem spámann í 12. leik- viku. Hann fær frek ar erfiðan seðil til meðferðar, því frek- ar jöfn lið lenda saman á þessum seðli. Síðasti spámaður okkar, Páll Þorgeirs son, hafði 6 leiki rétta. En rétt getrauna- röð úr síðustu leik- viku er þannig: 1-1-1 — x-l-x — 1-1-x — x-1-1. Sem sagt eng- Laikir 2S. marz 1972 1 X 2 Chelsea — West Ham X Everton — Wolyos \ Laeds — Arsenal l ■ Leicester -r- Ipswich l % < i'AV Manch. Utd. — C. Palace i Newcastle — Mani City % Nott'm For. — Coventry K South'pton — Liverpool °l Stoke — Derby / Tottenham — Shetf. Utd. X W.B.A. — Huddersfield | Pre8ton — Q.P.R. >< FERMINGARBÖRN Fermingarbörn á pálmasunnu- dag kl. 10.30 f. h. DRENGIR: Árni Arason, Lækjargötu 14 Ásbjörn Árni Valgeirsson, Byggðavegi 90 Pétur Axel Valgeirsson, Byggðavegi 90 Bragi Egilsson, Oddeyrargötu 38 Guðmundur Stefán Svanlaugs- son, Eyrarvegi 10 Gunnar Gíslason, Bjarkarstíg 5 Gylfi Gunnarsson, Sólvöllum 17 Heimir Ingvason, Greni- völlum 14 Hilmar Baldvinsson, Reyni- völlum 8 Hjörtur Georg Gíslason, Hamra- gerði 18 Ingólfur Hreiðarsson, Skarðs- hlíð 10 B Ingvar Þóroddsson, Byggða- vegi 140 A , Jónas Gissurarson, Brekku- götu 1 Kristján Jón Guðjónsson, Hafnarstræti 47 ♦ Kristján Þór Sigfússon, Skóla- stíg 9 Konráð Jón Birgisson, Hlíðar- götu 9 Ottó Þormar, Hamragerði 8 Ólafur Björgvin Guðmundsson, Hafnarstræti 9 Páll Jóhannesson, Þverholti 7 Sigmundur Einar Ófeigsson, Helgamagrastræti 32 Stefán Geir Pálsson, Greni- völlum 14 Tryggvi Sverrisson, Þórunnar- stræti 125 Valgeir Hörður Guðmundsson, Eyrarlandsvegi 19 Þorsteinn Gunnarsson, Systra- seli við Þórunnarstræti Örn Þórðarson, Stafholti 14 STÚLKUR: Edda Sigrún Friðgeirsdóttir, Hamragerði 22 Edda Björk Kristinsdóttir, Skarðshlíð 13 C Elísabet Magnúsdóttir, Ránar- götu 5 Ellen Sverrisdóttir, Hamra- gerði 27 Erla Hrönn Jónsdóttir, Hrafna- gilsstræti 21 Elsa Pálmey Pálmadóttir, Gi-enivöllum 28 Fjóla Egedía Sverrisdóttir, Ránargötu 6 Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, Vanabyggð 7 Guðný Aðalsteinsdóttir, Hamarsstíg 4 Guðrún Elva Arngrímsdóttir, Byggðavegi 146 Guðrún Inga Sigurðardóttir, Austurbyggð 12 Guðrún Ásgerður Steingríms- dóttir, Kringlumýri 31 Halla Thorarensen, Ásgarði 1 Hanna Halldóra Karlsdóttir, Ránargötu 1 Inga Katrín Vestmann, Skarðs- hlíð 5 - Kolbrún Tómasdóttir, Skarðs- hlíð 7 María Jóhannesdóttir, Gránu- félagsgötu 41 A Ragna Haraldsdóttir, Byggða- vegi 101 F Sigríður María Bragadóttir, Suðurbyggð 25 Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafna- gilsstræti 27 Sólveig Dorothea Guðmunds- dóttir, Kotárgerði 26 Sólveig Bára Sævarsdóttir, Goðabyggð 18 Þórunn Marsilía Lárusdóttir, Goðabyggð 10 Ferniingarbörn á pálmasunnu- dag kl. 1.30 í Akureyrarkirkju. STÚLKUR: Anna Margrét Pétursdóttir, Þrastalundi Bergdís Kristinsdóttir, Ása- byggð 16 Erna Jóhannsdóttir, Ásabyggð 6 Guðríður Sveinarsdóttir, Ægis- götu 13 Guðrún Þóra Björnsdóttir, Sól- völlum 19 Guðrún Sigurðardóttir, Gránu- félagsgötu 4 Gullveig Ósk Kristinsdóttir, Aðalstræti 23 Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir, Stórholti 6 Ingibjörg Baldursdóttir, Hamarsstíg 29 Kristín Sigvaldadóttir, Víði- mýri 2 Margrét Þorvaldsdóttir, Vana- byggð5 Sigríður Þórisdóttir, Byggða- vegi 121 Sigrún Bjarnadóttir, Ásabyggð 7 Theódóra Kolbrún Valgarðs- dóttir, Ásvegi 22 DRENGIR: Árni Finnsson, Þórunnarstr. 130 Guðmundur Sigtryggsson, Víði- -mýri 9 Hannes Elvar Hartmarinsson, Hafnarstræti 88 Helgi Rúnar Jónsson, Kambs- mýri 2 ' ~ Ingi Bjarnar Guðmundsson, Löngumýri 28 Jón Eiður Jónsson, Helgamagra- stræti 19 Jón Þórisson, Strandgötu 29 Kristján Jónsson, Byggða- vegi 125 Magnús Steinar Magnússon, Víðimýri 13 Magnús Þorvaldsson, Vana- byggð 5 Stefán Arnaldsson, Víðimýri 12 Svavar Sigurður Gunnþórsson, Skarðshlíð 13 F Sveinn Eyjólfur Benediktsson, Skarðshlíð 21 Unnar Þór Lárusson, Hrafna- gilsstræti 39 Vilhelm Jónsson, Norður- byggð 1 C Þorkell Björnsson, Lyngholti 4 reytt ÁKVEÐIÐ ER, að meistara- flokkur Þórs í handknattleik fari í keppnisför til Danmerkur í næsta mánuði. Af því tilefni efnir handknattleiksdeild Þórs til fjölbreytts íþróttamóts til styrktar ferðasjóði deildarinnar. Hafa KA-félagar komið til hjálp ar og munu keppa við Þór í ýmsum greinum íþrótta ásamt fleirum. Tilhögun verður sem hér segir: Laugardag kl. 15.00: Handknattleikur, meistarafl. KA — Þór. Borðtennissýning. Innanhússknattspyrna, 6 lið keppa frá KA, Þór og ÍMA. Sunnudagur kl. 13.30: Körfuknattleikur, meistarafl. KA — Þór, l Innanhússknattspyrna, úrslit. Handknattleikur, 3. flokkur KA — Þór. Ástæða er til að hvetja vel- unnara Þórs og aðra áhuga- menn um íþróttir að fjölmehna í íþróttaskemmuna um helgina. Ilandknattleiksxleild Þórs. SMÁTT & STÖRT (Framhald af blaðsíðu 8) AÐ HLÍFA ÞEIM RÍKU Lárus Jónsson lagði það til mála á Alþingi, að fyrir þörfum ríkis- sjóðs yrði séð nieð því að hækka óbeina skatta. Það leynir sér ckki með hverjum þessi þing- niaður finnur til. Með óbeinum sköttum leggjast byrðarnar þyngra á allan almenning og eft ir því þyngra, sem fjölskyldurn- ar eru stærri. Lárusi rennur blóðið til skyldunnar. Hann vill viðhalda „viðreisnar“-stefnunni og létta byrðar hinna ríku í þjóðfélaginu á kostnað þeirra fátæku, með því að neyzlan sé skattlögð. SKATTUR AF KOSSUM OG FLEIRU Þingmaður einn í New York- ríki hefur flutt um það frum- varp á bandaríska þinginu, að eiginmenn greiði skatt af ástar- atlotum við eiginkonur sínar. Verðskrá þingmannsins um þetta efni er á þcssa lcið: Fyrir koss greiði hann einn dollar, fyrir strokur greiði hann fimm dollara, mjög innileg atlot tíu dollara og fyrir afganginn greiði hann tuttugu og fimm dollara. Ekki er talið, að frumvarp þetta fái mikinn stuðning. HVENÆR FÁUM VIÐ PLASTPOKANA? Nokkur ár eru liðin síðan það mál var á dagskrá á Akureyri, að nota plastpoka í staðinn fyr- ir sorptunnurnar, og var þeirri breytingu talið ýmislegt tíl gildis, fram yfir það, sem nú er. Samkvæmt áætlunum áttu þessi skipti að hafa farið fram fyrir löngu, en engin merki eru sjáan leg um breytinguna. En líkast að starfsmenn bæjarins, sem um þetta áttu að fjalla, hafi þvælzt hver fyrir öðruni. Bendir þó tala verkmenntaðra manna í - Alþjóðadagur . . . (Framhald af blaðsíðu 8) hafa félagið til að þoka áhuga- og nauðsynjamálum fatlaðra áfram á liðnum árum og við treystum því, að við njótum áframhaldandi stuðnings til þeirra átaka og mikilvægu fram kvæmda, sem nú eru framund- an hjá félaginu. 19. marz 1972. ' Fyrir hönd Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri Heiðrún Steingrímsdóttir. w ■ störfum hjá bænuni, sem alltaf fer hækkandi, ekki til þess, að þar vanti starfslið. Hlýtur skýr- ingin að vera deyfð. Öðru hverju er verið að hringja tíl blaðsins og spyrjast fyrir um þetta niál. Þeir svari því, sem um eiga að fjalla. KOFA-VANDAMÁLIÐ Bæjarstjórnarmenn og eigend- ur hrossa og kinda hér á Akur- eyri heyja látlausan skæruhern- að. Hesthúsin og kindakofarnir eiga að flytjast úr þéttbýlinu en engendur húsdýranna nota sauð þráa og spyrna við fótum. f þessu efni hafa handaupprétt- ingar hjá bæjarfulltrúunum og hinar skjalfestu samþykktir stundum reynzt marklausar, þar sem þeim hefur ekki verið fylgt eftir, en um það veltur á ýmsu. Nú eiga senn margir kofa-eigendur að hverfa með hafurtask sitt, byggingar og fén- að sinn, fyrir ákveðinn dag, rétt einu sinni. Hlýtur það mál að hafa framgang, og hvort sem ýmsum einstaklingum kemur það betur eða verr. En nú telja margir, að bæjaryfirvöldin hafi ekki á reiðum höndum stað fyr- ir þá eigendur hrossa, sem burt verða flæmdir, og þarf úr því að bæta samtímis. - Aðalfundur B. S. E. (Framhald af blaðsiðu 8) að söfnun heimilda og undir- búningi útgáfunnar síðustu þrjú ár. Skýrslur ráðunautanna sýndu, að nokkuð meira hafði verið unnið að jarðabótum 1971 en árið áður og að byggingafram- kvæmdir höfðu verið með mesta móti á sambandssvæðinu. Mikið af jarðvegssýnum var tekið til rannsóknar á Rannsóknarstofu Norðurlands. Einnig voru hey- sýni rannsökuð fyrir bændur. Veðurfar var óvenjulega hag- stætt sl. ár og heyfengur því mikill. Hefur þar af leiðandi orð ið mun meiri fjölgun búfjár nú til vetrarfóðrunar en var síð- ustu ár þar áður. Úr stjórn B.S.E. áttu að ganga Sveinn Jónsson, Ytra-Kálfs- skinni og Sigurgeir Garðarsson, Staðarhóli. Voru þeir báðir end- urkosnir til næstu þriggja ára. Aðrir í stjórninni eru: Ár- mann Dalmannsson, Akureyri, formaður, Arnsteinn Stefáns- son, Stóra-Dunhaga og Eggert Davíðsson, Möðruvöllum. □ Gagnlegar fermingargjafir. old 3. manna. Ódýru svefnpokarnir Verð aðeins kr. 1450.00 Vindsængur Bakpokar 3 gerðir. Nor.skir og íslenzkir. Picknic töskur. Allur skíðaútbúnaður GREIÐSLUSKILMÁLAR. BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF. NýkomiÖ! VIÐTÆKI með straumbreyti. HÁRÞURRKUR „Ronson“ 3 gerðir. Rafmagnshárgreiður „Remington" RAFMAGNSHÁRGREIÐUR „Remington“ RAFMAGNSRAKVÉLAR margar gerðir. HÁRKLIPPUR „Pilips“ JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Iðnaðarmenn - Verkstæði MILLERS FALLS borvélar og fleiri rafmagns- handverkfæri. á sérstaklega hagstæðu verði. Takmarkaðar birgðir. Munið varahluta- og viðgerðarþjónustuna, J>að borgar sig. RÁFTÆKNI - Ingvi R. Jóhannsson Geislagötu 1 Akureyri. — Sími 1-12-23. Buff? Sfeikfur fiskur? Ekki þó einhver nyr réltur? - ESa eru það bara þessar venjulegu bollur? Það skiptir ekki höfuðmáli. Allf þetfa geiur verið hnossgæti, ef það er mafreiff á réftan háft með rétlum efnum. Gleðjið fjölskylduna með reglulegu góðgæfi. Reynið GULA BANDIÐ, það gefur mafnum lokkandi útlif og Ijúffengf brágð. GULA BANDIÐ - einnig eftirsótt í alían bakstur IGNIS þvoffavélar Verð aðeins kr. 26.200.00 ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA. RAFTÆKNI - Ingvi R. Jóhannsson Geislagötu 1 Akureyri. — Sími 1-12-23.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.