Dagur - 04.05.1972, Page 1
Veiðidagurinn seldur á 22 þús.
DAGUR hefur stundum birt
upplýsingar um hina hækkandi
leigu á góðum laxám hér á
landi. En veiðiréttindin í beztu
laxám landsins eru nú seld við
enn hækkuðu verði, svo háu, að
mörgum mun finnast þau að-
eins fyrir þá ríku.
Fjölmiðlar hafa frá því sagt,
að veiðileyfið fyrir eina stöng í
Norðurá í Borgarfirði fyrir
hvern dag hafi verið selt á 22
þúsund krónur, en í Grímsá á
17.500 krónur. Leyfi fyrir 40
veiðidaga í þessum ám hafa ver-
ið seld útlendingum á 15.3
milljónir króna. Það er Stang-
veiðifélag Reykjavíkur, sem
fyrst tók árnar á leigu hjá bænd
um og endurselur síðan veiði-
leyfin. Er þetta enn ein sönnun
þess, að laxár með sæmilegri
veiðiaðstöðu eru dýrmætar og
verða dýrmætari með hverju
ári sem líður. □
SKAKEINVIGIÐ VERDUR
HÁÐI REYKJAViK
FÓLKI hefur gefizt þess kostur
að fylgjast með undirbúningi
skákeinvígis þeirra Spasskýs og
Fischers og hefur á ýmsu oltið.
Síðast þegar þessi mál voru
rædd hér í blaðinu þótti sýnt,
að síðari hluti skákeinvígisins
færi fram í Reykjavík en fyrri
Reiðhross í
tveim flugvélum
FLUGVÉL, búin til gripaflutn-
inga, hefur staðið á Akureyrar-
flugvelli. Hún átti að leggja af
stað til Noregs með 46 reiðhross
innanborðs kl. 6 í morgun,
fimmtudag, ef allt hefur farið
samkvæmt áætlun,
Önnur ílutningaflugvél mun
snemma í fyrramálið, föstudag,
leggja af stað til Þýzkalands
með annan hóp, er telur 44 reið-
hross.
Útflutningur þessi er á veg-
um SÍS. í gær var verið að
vigta hrossin og merkja þau,
skrásetja og útbúa pappíra.
Reiðhross þessi eru öll tamin
4—8 vetra og fyrir þau fæst
hærra verð en áður þótti við-
unandi, en aftur á móti eru gerð
ar meiri kröfur til hrossanna,
og er þetta án efa rétt þróun í
útflutningi hrossa. □
Einn keimir
þá annarr fer
Dalvík 2. maí. Um nýliðin mán-
aðamót lét Daníel Á. Daníelsson
héraðslæknir á Dalvík af störf-
um sökum aldurs, eftir 28 ára
þjónustu. Við starfi hans hefur
þegar tekið ungur læknir og
heitir hann Eggert Briem, áður
á Hofsósi.
Til tíðinda má það teljast hve
ágæt grásleppuveiðin hefur ver-
ið hér, og á minni báta reyta
menn öðru hverju dálítið af
fiski bæði á línu og handfæri.
Hins vegar er afli togbátanna
ennþá lélegur, svo sem verið
hefur um langt skeið.
Fyrir kuldakastið voru tún
farin að grænka í Svarfaðardal
og stöku bóndi var farinn að
láta út kýr sínar . J. H.
hlutinn í Belgrad og átti hann
að hefjast 22 júní. Fischer neit-
aði að tefla í Reykjavík og síðan
gengu klögumálin á víxl.
Nú hefur forseti Alþjóða skák
sambandsins farið þess á leit, að
einvígið allt fari fram hér á
landi. Er það nú ákveðið, ef
óvæntir atburðir hindra það
ekki. Ennfremur hefur það ver-
ið ákveðið, að ef annar kepp-
andinn neitar þessari ákvörðun,
verður hann sviftur réttindum
sínum til þátttöku í einvíginu
um heimsmeistaratitilinn í skák.
DAGUR
kemur næst út á laugardaginn,
6. maí.
Hrísey 2. maí. Gott er blessað
veðrið, logn á sjóinn og fagurt
um að litast, þótt of lítið fiskist
og okkur vanti það hráefni
alveg tilfinnanlega. Snæfellið
landaði hér fyrir helgina 23
tonnum og er það mikil bót, svo
ÞESSI stúlka heitir Bergljót, er
11 ára og á heima í Rauðumýri
14.
Fólk kemur margra erinda á
skrifstofur Dags. Bergljót mælti,
er hún kom inn og hafði heilsað:
Mig langar til að koma orðsend-
ingu í Dag. Síðan sagði hún efn-
islega á þessa leið: Það voru
tveir þrestir hjá okkur og voru
að búa sér til hreiður, en nú er
bara annar eftir, því að það eru
Nokkrir fundarinenn á leið til hádegisverðar í boði Mjólkursamlagsins.
(Ljósm.: E. D.)
YFiR 20 MILLJ. LTR. INNLEGG
Eyfirðingar framleiða feitustu mjólkina
AÐALFUNDUR Mjólkursam-
lags KEA var haldinn í Sam-
komuhúsinu á Akureyri
fimmtaudaginn 27. apríi sl. og
hófst kl. 10.30 árdegis.
Fundinn setti formaður félags
stjórnar, Brynjólfur Sveinsson,
en fundarstjórar voru kjörnir
þeir Sveinn Jónsson, Kálfskinni
og Jón Hjálmarsson, Villinga-
dal. Ritarar fundarins voru
kjörnir þeir Haraldur Hannes-
son, Víðigerði og Halldór Jóns-
son, Jarðbrú.
langt sem það nær. Grásleppu-
veiðin er hins vegar mjög góð
og bætir það úr skák.
Kvenfélagskonur hér í Hrísey
héldu hinn virðulegasta dans-
leik á sunnudaginn og var dans-
inn þó ekki nema eitt skemmti-
atriði af mörgum. Þær höfðu
kabarett og tókst vel. Fimm
sungu, þrjár léku og fjórar þó
og svo sýndu þær að auki lát-
bragðsleik, lásu upp og gerðu
enn fleira til skemmtunar.
Ekki er rjúpan komin og er
þó hennar tími kominn. Sakna
ég hennar mikið og svo munu
margir gera, því að hér í eynni
er hún ákaflega gæf og gengur
um í húsagörðum, þiggur jafn-
vel að ganga að mat með frænd-
um sínum, heimahænsnunum.
Þetta er rólegt og þægilegt líf,
ekki vantar það, og þegar úr
rætist með þorskaflann verður
það þó enn betra S. F.
lítilli stúlku
svo margir kettir í hverfinu,
sem drepa fugla, og ég hef bara
séð tvo ketti með bjöllur. Ég
ætla að biðja fólk að setja bjöll-
ur á kettina sína svo að fuglarn-
ir geti varast þá.
Já, þetta var bæði fallega
hugsað og fram sett af einlæg-
um áhuga og alvöru. Þakka þér
fyrir, litla stúlka, og vonandi
lesa margir orðsendinguna þína
og verða við bæn þinni. □
Fundarmenn voru um 200 að
tölu.
Mjólkursamlagsstjóri, Vern-
harður Sveinsson, flutti ýtar-
lega skýrslu Um rekstur sam-
lagsins á árinu 1971 og las reikn
inga þess. Innlagt mjólkurmagn
var 20.373.750 ltr. og hafði auk-
izt frá fyrra ári um 120.300 ltr.
INNFLUTNINGSDEILD Sam-
bandsins hefur nýlega gefið út
32 blaðsíðna handbók, sem
nefnd -hefur verið „Steinefnin
og búféð“.
Gísli Kristjánsson ritstjóri
hefur skrifað og tekið saman
efnið í þennan bækling, sem
eins og nafnið gefur til kynna,
fjallar um steinefnaþörf og
notkun þeirra. Það er von
þeirra, sem að þessu standa, að
bændur fái þarna haldgóðar upp
lýsingar um þennan mikilvæga
þátt í fóðurgjöfinni.
Á sl. ári gaf Innflutningsdeild
út mjög vandaða handbók með
upplýsingum og leiðbeiningum
um fóður og fóðrun sem send
var öllum bændum á landinu og
má segja að þessi nýja handbók
HJÁ BÆNDUM
eða 0.59%. Fitumagn mjólkur-
innar var að meðaltali 4.274%.
Mjólkurframleiðendur voru 412
og var tala þeirra óbreytt frá
fyrra ári. Meðalinnlegg á mjólk-
urframleiðanda var 49.450 ltr.
Af móttekinni mjólk var 18.5%
selt sem neyzlumjólk en 81.5%
fór til framleiðslu á ýmsum
m j ólkurvörum.
Á árinu var framleitt:
485.000 kg. smjör.
626.000 kg. ostur, af ýmsum
tegundum.
45,000 kg. mysuostur og mys
ingur.
197.000 kg. skyr.
183.000 kg. þurrmjólk og
undanrennuduft.
100.000 kg. kasein.
Reikningsyfirlit ársins sýndi
að reksturs- og sölukostnaður
hafði orðið 401 eyrir á ltr. Fram-
leiðendum var greitt mánaðar-
lega samtals kr. 12.04.37 á ltr.
Ýmis sjóðagjöld námu 29.43 aur-
um á ltr. en eftirstöðvar til út-
(Framhald á blaðsíðu 5)
Næsti bændafundur
verður haldinn mánudaginn 8.
maí kl. 9 e. h. á Hótel KEA.
Frummælandi verður Bragi Lín
dal fóðurfræðingur og ræðir
hann um uppeldi kálfa og fóðr-
un mjólkurkúa á graskögglum.
um steinefnin sé framhald á
þeirri stefnu forráðamanna
deildarinnar að fóðurinnflytj-
endur beri að stuðla að upplýs-
ingaþjónustu við bændur. Q
Akureyrartogarar
KALDBAKUR landaði 118
tonnum 18. apríl.
Svalbakur landaði 24. apríl
216 tonnum.
Harðbakur landaði 156 tonn-
um 27. apríl.
Sléttbakur landaði 21. apríl
162 tonnum.
Þessir togarar allir eru nú á
veiðum.
Sólbakur landaði 181 tonni 2.
maí. Q