Dagur - 10.05.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 10.05.1972, Blaðsíða 1
Góður bændaklúbbsfundur Á MÁNUDAGINN var bænda- klúbbsfundur haldinn á Hótel KEA á Akureyri. Sóttu hann um 40 manns. Fundarstjóri var Birgir Þórðarson . Frummælandi var Bragi Ólafs son Líndal fóðurfræðingur og sagði hann m. a. frá fóðurtil- raunum á mjólkurkúm, sem gerðar voru á Galtalæk á Akur- eyri 1970 og 1971. Einkum var þar gerður samanburður á gras- kögglum og erlendu kjarnfóðri, ásamt venjulegri töðu. Saman- burður þessi leiddi í ljós, að mjög hámjólka kýr þyrftu kjarn fóður, en heykögglar gætu að mestu komið í stað innflutts kjarnfóðurs á öðrum tímum. Þá sagði ræðumaður frá tilraunum í kálfauppeldi hjá Búfjárræktar stöðinni á Lundi, sem enn er ekki lokið, en þær eru taldar hinar merkilegustu. Umræður voru miklar á fundinum. Q Veðurblíða og almenn bjarlsýni í VIÐTALI við Sigurð Jónsson á Efralóni, Langanesi, á mánu- daginn kom m. a. fram, að nú munu flestir bændur þar eystra eiga heyfirningar, gagnstætt því sem var á mörgum nýliðnum harðinda- og grasleysisárum. Og nú eru tún græn og samkvæmt gömlu mati kominn eða að verða kominn sauðgróður í út- haga. Er því full ástæða til al- mennrar bjartsýni á þessu vori, enda leikur veðurblíðan við fólk og fénað. Fiskafli hefur verið fremur lélegur á Þórshöfn nema grá- sleppuafli, sem hefur verið mikill. Er þar því góð atvinna um þessar mundir. Lionsklúbbur Þórshafnar hóf starf í vetur. Nýlega komu svo þangað félagar úr hreyfingunni bæði frá Vopnafirði og Húsavík og höfðu ágætt hóf. Við það tækifæri var Lionsklúbbur Þórs hafnar formlega stofnaður, sam- kvæmt stofnskrá slíkra. Verkalýðsfélag Þórshafnar hélt í vetur nokkrar góðar kvöld vökur með heimafengnu efni að öllu leyti. Þá er verið að æfa söng og sitthvað gera menn sér til sameiginlegrar ánægju. Vegir eru sæmilegir, nema helzt Hálsavegur, sem þó er að skána, en er þó vart fær nema jeppum ennþá. Versti kafli leið- arinnar frá Þórshöfn til Akur- eyrar er á austanverðri Vaðla- heiði. □ Óskar Stefánsson heitir hann, Þingeyingur og dvelur í Skjaldárvík. í tómstundum, sem nú gef- ast margar, stundar hann ritstörf og kópelur þessar veturgömlu ær sínar, sem hann á þar. (Ljósm.: E. D.) FRAMKVÆMDAÁÆTLUNIN Á ÞESSU ÁRI Hækkun frá fyrra ári 1244 milljónir króna HEILD ARF J ÁRHÆÐ fram- kvæmdaáætlunar fyrir þetta ár nemur 2 milljörðum og 22 millj. kr., en heildarfjárhæð áætlun- Frá Kaupfélagi Skagfirðinga AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn 27. og 28. apríl á Sauðárkróki. Kaup- félagsstjóri er Sveinn Guð- mundsson. Formaður kaup- félagsstjórnar er Tobías Sigur- jónsson í Geldingaholti og mun hann elzti stjórnarformaður kaupfélaga hér á landi, hefur verið stjórnarformaður síðan 1938 eða 1939. Fundarstjóri var FRÁ LÖCRECLUMI UM HELGINA voru nokkrir menn settir í fangageymslur vegna ölvunar á almannafæri. En undanfarna daga hefur verið fremur viðburðalítið á vettvangi lögreglunnar í bænum, og nú hefur innbrotum linnt, í bráðina að minnsta kosti. Þrír smá- árekstrar urðu. Krani einn er notaður var við Slippstöðina, valt á hliðina og skemmdist eitthvað. Stjórnandi þans mun eitthvað hafa meiðzt, en þó ekki alvarlega. □ FIEILDARAFLINN HEILDARAFLI landsmanna fyrstu þrjá mánuði ársins varð alls 482.121 lest, og er það rúm- um 98 þús. tonnum meira en fyrstu þrjá mánuðina 1971, en þá var hann 383.790 lestir. Það sem kemur aflanum svona mik- ið upp á við, er hinn mikli loðnu afli í vetur. Heildarbolfiskaflinn var á þessu tímabili 180.774 tonn, á móti 176.492 þús. tonnum í fyrra. Rækjuaflinn var 2371 lest, en var fyrstu þrjá mánuðina í fyrra 3273 lestir. □ að þessu sinni Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Sveinn Gu'ðmundsson, kaupfélagsstjóri. Heildarvelta Kaupfélags Skag firðinga var 604 millj. kr. á liðnu ári og var aukningin 32%. Arð- greiðslur námu 11.5 millj. kr., sem úthlutað var til félags- manna í reikninga og stofnsjóð, varasjóð, lagt til menningarmála og fleira. í Kaupfélagi Skagfirðinga eru 13 félagsdeildir og eru félags- menn 1350 talsins. Fastráðnir starfsmenn eru 121. Helztu starfsgreinar fyrir utan almenna verzlun, er mjólkursamlag, slát- ur- og frystihús, bifreiða- og vélaverkstæði, trésmíðaverk- stæði og kjötvinnsla. Kaupfélagsstjórinn, sem átti sextugsafmæli um sama leyti og aðalfundurinn var haldinn, var heiðraður af samtökunum og honum færðar margar góðar gjafir. □ arinnar í fyrra nam 778 milljón- um kr., og er hér um 160% hækkun að krónutölu að ræða, en miðað við almenna verð- hækkun fjármunamyndunar milli áranna er hækkunin allt að 130%. að raungildi. Kemur þetta fram í skýrslu fjármálaráðherra um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun þess opinbera fyrir þetta ár, sem lögð var fram á Alþingi á föstu- daginn. Segir í skýrslunni, að þessi samanburður hafi þó litla raunhæfa þýðingu, þar sem áætlunin sjálf nái ekki yfir nema hluta lánsfjáröflunar til opinberra framkvæmda og fjár- festingarlánasjóða. Áætlunin sjálf nemi nú mun meiri hluta af þessari heild, eða 56% á móti 30% í fyrra árs áætlun, eða 27% í reynd árið 1971. Heildarláns- fjáröflunin muni samkvæmt áætlun hækka um 25% frá reynd fyrra árs. Eða úr 2.887 milljónum kr. í 3.605 milljónir króna. — Að vísu má búast við, að einhverjar lántökur eigi eftir að koma til skila síðar á árinu, sbr. hækkun á síðasta ári úr 2.572 millj. kr. samkvæmt áætl- un í 2.887 milljónir króna, segir (Framhald á blaðsíðu 5) Skarðasf hópur gæðin UNDANFARNIR tveir dagar, laugardagur og sunnudagur, hafa verið þeir hlýjustu á þess- um árstíma, sem maður man eft- ir, sagði Guttormur Oskarsson á Sauðárkróki í símtali á mánu- daginn. Við vorum margir á hestbaki á laugardaginn, fórum og drukkum kaffi í samkomu- húsinu í Melsgili hjá Reynistað. En þangað fara hestamenn eina læjerstjóraskipfi í Húsavíkurkaupstað BÆJARSTJ OR ASKIPTI hafa nú orðið í Húsavíkurkaupstað. Björn Friðfinnsson, sem verið hefur þar bæjarstjóri allmörg undanfarin ár, hefur nú tekið við starfi hjá Kísiliðjunni í Mý- vatnssveit. Nýr bæjarstjóri er Haukur Harðargon frá Svartár- koti í Bárðardal og ræddi blaðið við hann um stund á mánudag- inn. Allgóður þorskafli hefur verið á Húsavík að undanförnu, bæði á færi og línu. Þessi góðu afla- brögð hafa skapað mikla at- vinnu í landi og svo mikla að örðugt getur reynzt að fá vinnu- kraft til fyrirhugaðra fram- kvæmda í landi. Ennfremur er grásleppuveiði mjög góð, en sennilega er nú búið að afla þeirra grásleppuhrogna, sem samið hefur verið um sölu á að þessu sinni. Af helztu framkvæmdum á Húsavík er fyrst að nefna bygg- ingu nýs gagnfræðaskólahúss, sem væntanlega verður tilbúið í haust. Þá er félagsheimilið nýja og hótelið ennþá í bygg- ingu. Þá er verið að byggja nýj- an bæjarstjórabústað. En eftir- tektarverðasla framkvæmdin og sú, sem margir sveitarstjórnar- menn víða um land bíða eftir að frétta af, en það er bygging nýrr ar sorpeyðingarstöðvar. Stöð þessi er sænsk og á að kosta 3—4 milljónir króna. Byrjað er á þessu verki og var raunar í fyrrasumar og vonandi kemst hún í gagnið nú í sumar. Og enn má nefna til fram- kvæmda á staðnum, að Fjalar er að byggja nýtt trésmíðaverk- stæði og Varði h.f. er að reisa steypustöð. í sumar er fyrii'hugað að byggja mikið af íbúðum, sagði bæjarstjórinn að lokum. □ ferð og komum þar margir sam- an, og þar koma einnig hesta- menn úr Stíganda, framan úr sveitinni. Það var 15 stiga hiti og logn, alveg einstakt veður. Við teljum, að gæðingar séu til, eins og löngum áður í Skaga firði og hafa þó margir góðir hestar verið seldir á erlendan markað og hefur hópur góðhest- anna því skarðazt nokkuð. Það er alltaf verið að selja hesta úr landi og verðið liefur farið hækkandi, að því er manni skilst, en kaupendur eru vand- látari en áður var, og vilja ekki ótamin hross. Hegranesið landaði á föstudag inn 111 tonnum af góðum fiski og hefur skipinu gengið vel og svo virðist, að hver veiðiferð sé nokkuð aflaviss. Atvinna er mikil og góð hér á staðnum um þessar mundir, veður blíð. Vatnsveita kaupstað arins er stærsta viðfangsefnið í sumar, mikið fyrirtæki. Hins vegar verður ekki byggt mjög mikið að íbúðarhúsum í sumar, en vinna við þau mörgu hús, sem byrjað var á í fyrrasuniar, verður mjög mikil á þessu ári, sagði Guttormur að lokum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.