Dagur - 17.05.1972, Side 4

Dagur - 17.05.1972, Side 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Verðsiöðvun og verðbólga „FYRRVERANDI ríkisstjóm, við- reisnarstjórnin svonefnda, brá á sér- stakt ráð sér til lífsbjargar fyrir tvennar síðustu kosningar,“ sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra í útvarpsumræðunum sl. föstudag. „Ráð þetta var verðstöðvun,“ sagði ráðherrann og niælti síðan m. a. á þessa leið: Verðstöðvun leysir engan vanda í efnahagsmálum, en skýtur honum á frest. Notagildi verðstöðvunar er því aðeins fólgin í því ráðrúmi, sem gefst til undirbúnings raunhæfra aðgerða. Sé tíminn ekki til þess notaður, kem- ur vandinn aftur til sögunnar og þá mun verri viðureignar. Dæmin sanna, að þá skellur yfir alda verð- bólgu og verðhækkunar, rétt eins og þegar sprengd er flóðgátt í stíflu. Fyrri verðstöðvun viðreisnarstjómar- innar, sem í gildi var 15. nóv. 1966 til 30. okt. 1967, leysti aðeins einn vanda þeirrar ríkisstjórnar, sem sé þann, að halda velli í kosningunum 1967. Bragðið heppnaðist í það sinn. En á næstu tveim mánuðum eftir að þeirri verðstöðvun lauk, hækkaði framfærsluvísitalan um 21 stig og síðan um 19 stig á árinu 1968. Þegar kosningar nálguðust á ný eftir fjögur ár, greip satna ríkisstjóm til hins sama ráðs. Ný verðstöðvun var boðuð. Sú verðstöðvun tók gildi 1. nóv. 1970 og skyldi gilda til 31. ágúst 1971. Þannig átti á nýjan leik að slá þann kosningavíxil, er duga myndi til áframhaldandi lífdaga. En í þetta sinn létu landsmenn ekki blekkjast, eins og 1967. Stjórnin féll og á hana verður ekki framar kallað til raunhæfrar ábyrgðar. En fylgjan hennar er enn á meðal vor. Núver- andi ríkisstjórn og landsmenn allir verða að glíma við þann vanda, sem fráfarandi ríkisstjóm skildi eftir óleystan, sem sé þann, að nú, eftir lok verðstöðvunartímabilsins rís sú alda verðbólgu og verðhækkana, sem sum- part varð til á meðan á verðstöðvun- inni stóð, en sumpart var fyrir hendi áður en verðstöðvunin tók gildi. Þessu til staðfestingu vitnaði ráð- lierra í vitnisburð formanns Félags íslenzkra iðnrekenda, Gunnars J. Friðrikssonar, um þetta efni, sem mikla athygli hefur vakið. O Arsþing Héraðssambands S-Þingeyinga DAGANA 29. og 30. apríl 1972 var 59. ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga haldið í barna skólanum að Stórutjörnum, í boði ungmennafélagsins Bjarma Formaður HSÞ, Óskar Ágústs son, Laugum, setti þingið með ávarpi. Á fundinum var lögð fram prentuð Starfsskýrsla HSÞ 1971, og auk þess fjölrituð Skýrsla um íþróttastarfsemi HSÞ 1971. Verður nú getið helztu atriða úr skýrslum þess- um: Félagar í HSÞ eru nú um ára- mót 1029 í 12 félögum. Eitt félag gekk í sambandið á fundinum, íþróttafélagið Eilífur, Mývatns- sveit. Á vegum HSÞ störfuðu lengri eða skemmri tíma 8 - íþróttake'nnarar. Haldið var sumarbúðanámskeið. Eins og undanfarandi ár tók HSÞ þátt í bindindismóti í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina ásamt félagssamtökum úr Eyjafjarðar- sýslu og Akureyri. íþróttir voru mikið stundaðar innan HSÞ og verður nú getið þess helzta: íþróttafólk HSÞ tók þátt í um 80 íþróttamótum og voru þátt- takendur í þeim 1064. Alls voru iðkaðar 14 íþróttagreinar á sam- bandssvæðinu með um 1450 iðkendum. Frjálsíþróttafólk HSÞ tók þátt í 21 íþróttamóti, 10 innan héraðs og 11 utan hér- aðs, og voru þátttakendur um 260. Sett voru 6 héraðsmet. Sendir voru um 30 keppendur á landsmót TJMFÍ, ennfremur voru sendir keppendur á Norð- urlandsmeistaramót í frjálsum íþróttum og unglingakeppni FRÍ. Keppni við UMSE, auk fleiri móta. Glíma var iðkuð hér af 25 mönnum og tóku þeir þátt í 5 mótum, 3 innan héraðs og 2 utan héraðs, m. a. tóku þeir þátt í Landsflokkaglímunni og Sveita glímu GLÍ, sem haldin var að Laugum. Skíðaíþróttin er mest stunduð á Húsavík og iðka hana um 135 karlar og konur. Iþrótta- félagið Völsungur sá um fram- kvæmd Unglingameistaramóts íslands á skíðum 1971 og voru skráðir keppendur 123, þar af frá HSÞ 27, auk þess tók Völs- ungur þátt í 9 skíðamótum utan héraðs. Knattspyrna var stund- uð með mesta móti á sambands- svæðinu. Haldið var héraðsmót í knattspyrnu í tveimur flokk- um, auk þess tóku Völsungar þátt í mörgum leikjum á árinu, m. a. urðu þeir íslandsmeistarar í 3. deild. Handknattleikur er ekkert iðkaður nema á Húsavík af íf. Völsungi. Léku þeir um 30 leiki á árinu, m. a. urðu þeir íslandsmeistarar í 2. deild?? kvenna innanhúss. Sund er mjög lítið stundað á sambands- svæðinu, haldið var 1 sundmót og ennfremur sendir keppendur á Norðurlandsmeistaramót í sundi og á landsmótið. Golf- klúbbur Húsavíkur sendi 2 kepp endur á Golfmót íslands á Akur eyri. KVEÐJUORÐ KRISTJÁN bakari var hann nefndur og fór þá ekki milli mála við hvern var átt. Hann var Þingeyingur að ætt og upp- runa, fæddur á Kraunastöðum í varð því langlífur, andaðist 29. Aðaldal 7. nóvember 1886, og apríl sl. meira en hálf níræður. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónatansson og Guðrún Jóns- dóttir. Kristján Jónsson nam bakara iðn á Akureyri og stundaði þá iðn sína til æviloka og varð fyrirtæki hans, Brauðgerð Kristjáns Jónssonar, snemma þekkt og er enn, en er nú í hönd um Snorra sonar hans. 1 Kristján kvæntist árið 1920, Elísu Ragúelsdóttur, ættaðri frá ísafirði. Hún andaðist fyrir nær tveim áratugum. Börn þeirra eru: Matthea, gift Jónasi Þor- steinssyni skipstjóra, Snorri, bakarameistari, ekkjumaður, og Þórunn, gift Eiríki Eylands verk fræðingi. Kristján Jónsson bakari var sérstæður maður og vakti eftir- tekt. Hann var bæði hár og þrekinn og þróttlegur, ómyrkur í máli, hrjúfur stundum en fram úrskarandi raungóður og þá rausnarmaður og munu margir minnast þess með þakklátum Mikið var unnið að land- græðslu á vegum félaganna. Alls mun hafa verið dreift um 2.5 tonnum af fræi og um 27 tonnum af áburði. Eitt félag sýndi sjónleik á árinu, dansnám skeið voru haldin í nokkrum fé- lögum, ennfremur var bridge og skák nokkuð stundað. Stjórn Héraðssambands Suð- ur Þingeyinga skipar nú: Oskar Ágústsson, Laugum, formaður, Vilhjálmur Pálsson.Húsavík, varaformaður, Sigurður Jóns- son, Yztafelli, ritari, Arngrímur, Geirsson, Laugum, gjaldkeri og Indriði Ketilsson, Ytrafjalli, meðstjórnandi. Q huga. Hann hafði yndi af bú- skap, var hestamaður, veiði- andi. Með honum er genginn maður löngum og náttúruunn- einn af þekktustu góðborgurum bæjarfélagsins og þess manns- ins, sem lengri búsetu hafði í höfuðstað Norðurlands en flest- ir eða allir aðrir samtíðarmenn. Við Kristján hittumst stund- um á götu og stöku sinnum leit hann inn á skrifstofur Dags, kátur, segjandi sögur og atvik frá liðinni tíð, lífsþyrstur maður lengi en hjartahlýr og trúr vinum sínum og hugsjónum til æviloka. E. D. Kristján Jónsson bakarameistari Karlakórinn Geysir heldur samsöng UM næstu helgi munu hinir ár- legu samsöngvar Karlakórsins Geysis verða í Nýja-Bíói á Akur eyri. Söngstjóri kórsins nú eins og áður er hinn kunni píanóleikari Philip Jenkins. Kórinn telur nú 44 starfandi félaga og hafa æfingar verið reglulega tvisvar í viku í vetur. Hús kórsins, Lón, var í vetur leigt Akureyrarbæ til æskulýðsstarfsemi. Æfinga- aðstaða fékkst frá áramótum í Menntaskólanum en þar mun kórinn oft áður hafa fengið inni til æfinga áður en hann eignað- ist eigið húsnæði. Að þessu sinni eru bæði ný og gömul lög á söngskrá. Af inn lendum höfundum laga má nefna Karl O. Runólfsson, Sig- fús Einarsson, Sveinbjörn Svein björnsson og Björgvin Guð- mundsson. Á þessu ári er Geysir búinn að starfa í 50 ár. í tilefni af þess- um tímamótum var leitað til Kristjáns frá Djúpalæk um gerð afmælisljóðs. Við ljóð þetta gerði síðan dr. Páll ísólfsson tón skáld lag. Á samsöngvum kórs- ins nú verður þetta lag og ljóð frumflutt, en það hlaut nafnið „Söngur Geysismanna“. Einnig verður nú í fyrsta sinn hér á landi flutt tónaljóðið UKKO — upphaf eldsins eftir Jean Síbelíus. Hann samdi þetta verk í tilefni af opnun Þjóðleik- hússins í Helsinki árið 1902. Einsöng í þessu lagi syngur Guð mundur Jónsson óperusöngvari, en hann mun einnig syngja nokkur lög á þessum samsöngv- um kórsins. Undirleik í laginu UKKO annast, ásamt söng- stjórn, Philip Jenkins. Aðrir ein söngvarar eru þeir Sigurður Svanbergsson og Jóhann Kon- ráðsson. Undirleikari er Kári Gestsson. Eins og áður er sagt er þetta 50. starfsár kórsins. Stofndagur er skráður 20. okt. 1922. Á kom- andi hausti mun kórinn minnast þeirra tímamóta með afrwælis- samsöng. Að þessu sinni mun kórinn syngja í Nýja-Bíói föstudaginn 19. maí kl. 21.00 og laugardaginn 20. maí kl. 17.00 og 21.00. Á ann- an í hvítasunnu syngur kórinn svo í Miðgarði í Skagafirði kl. 15.00. Styrktarfélögum kórsins skal á það bent, að hægt er að fá mið um skipt í Bókval, þar sem mið- ar verða seldir. Einnig verða seldir miðar við innganginn. (Fréttatilkynning) - Hækkun fjárlaga var 5,3 milljarðar (Framhald af blaðsíðu 1) vegna almenna tryggingakerfis- ins og kostnaður við löggæzlu, og er á þessum lið ekki að ræða um aukin útgjöld hjá stjórnsýsl- unni í heild heldur tilfærslu innan hennar. Þessir tveir liðir gera 3.500 milljónir króna. Er þá eftir 1800 millj. kr. hækkun, sem er hin raunverulega út- gjaldahækkun, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkis- stjórnar. Helmingur af þessum 1800 milljónum fara til aukinna verk legra framkvæmda og atvinnu- mála. Hinn helmingurinn er að uppistöðu til framlag til aukinna trygginga og reksturs ríkisins. hér á Akureyri í vetur. Búning- ar og förðun eru að þessu sinni með skrípilslegra móti og mun það hugsað til að auka áhrif verksins, en -gerir það óraun- verulegra með þessum hætti. Leikmyndir gerði Ivan Török og hefur hann áður komið við sögu, bæði sunnan fjalla og norðan. Leikfélag Akureýrar er nú 55 ára og hefur á ýmsu oltið um starfsemi þess. Óhætt mun þó að setja, að bæjarbúar eigi því margt að þakka gegn um árin og 142 verkefni félagsins hafa skemmt Akureyringum marga Stund og L. A. mun gera það lengi ennþá. Stjórn Leikfélags Akureyrar skipa nú: Jón Kristinsson for- maður, Gúðmundur Magnússon, Þráinn Karlsson, og frúrnar Sig- urveig Jónsdóttir og Guðlaug Hermannsdóttir. E. D. Guðlaug llermannsdóttir í hlutverki Ljónu. (Ljósmyndast. Páls) SIROMPLEIKUR Á ÞESSU vori verður ekki þver- fótað fyrir Halldóri Laxness í íslenzkum bókmenntum, einnig leikbókmenntum. Hið sjötuga skáld gnæfir - hátt í samtíman- um, er töframaður máls og stíls, háðskur, djarfur, frjáls og óút- reiknanlegur. Leikhús höfuð- borgarinnar fylltust af Laxnesi þegar sjötugsafmæli hans, 23. apríl sl., nálgaðist, en þar ber hæst „Sjálfstætt fólk.“ Hér norður á Akureyri tók Leikfélagið Strompleikinn til meðferðar og frumsýndi hann á laugardagskvöldið og aftur næsta kvöld. En félagið hafði áður sýnt tvö leikrit sama höf- undar, íslandsklukkuna 1960 og Dúfnaveizluna 1968. Af átján manna hópi leikara í Strompleiknum ber fyrst og fremst að nefna Guðlaugu Her- mannsdóttur, sem leikur Ljónu, verðandi óperusöngkonu, upp- hafna, unga konu. Kristjana Jónsdóttir leikur móðurina og eru þessar mæðgur, úr sveit komnar í þéttbýlið, ekkert venjulegar frá hendi höfundar né í meðferð þessara góðu leik- ara. Maðurinn á tréfætinum, kúnsner Hansen, er leikinn af Júlíusi Oddssyni, sem kemur hverju orði fullkomlega til skila. Jóhann Ögmundsson leikur söngprófessor, eða mann, sem læst vera það, létt og liðlega. Hans konu, útlenda, leikur Sig- urveig Jónsdóttir, en Saga Jóns- dóttir leikur útflytjendafrúna og standa báðar fyrir sínu. Lamba af Norðfirði, eða millj- ónamæringinn, leikur Þráinn Karlsson óþvingað og eðlilega. ÖIl þessi hlutverk tel ég vel, jafnvel mjög vel af hendi leyst. Aðrir leikarar eru: Aðalsteinn Bergdal, Gestur Einar Jónasson, Helga Thorberg, Helga Sigurðar dóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Ingi Kristjánsson, Jón- steinn Aðalsteinsson, Kjartan Ólafsson, Guðmundur Lárusson, Steinar Þorsteinsson og Níels Gíslason. Leikstjóri er María Kristjáns- dóttir og sviðsetti hún leik Menntaskólanema „Minkana" mmmmm GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ Hvítbotnaðir GÚMMÍSKÓR á drengi SÍMI 21400 SKODEILD Vil kaupa notaða hey- byssu driftengda, eða dísselmótor, ekki minni en 10 ha. Helzt Hatz eða Amstrong. Hannes Sigurðsson, Hlíðarenda Bárðardal, sími um Fosshól. \7il kaupa lítið notað reiðhjól. Uppl. í síma 2-14-35. Norðurlandaferðin VEGNA forfalla eru nokkur sæti laus í þessa ferð og eru þeir sem áhuga hafa beðnir að snúa sér sem fyrst til skrifstofu samtakanna, Hafnarstræti 90, Akureyri, sími 21180. En þar eru veittar allar upplýsingar varðandi ferðalagið, og hægt að fá prentaða ferðalýsingu. Ferðanefnd. Brpjar Ánaniasson KVEÐJUORÐ FREGNIN um að Binni væri dáinn, kom eins og reiðarslag. Við senr þekktum hann gátum varla trúað því, að svo misk- unnarlaust væri skorið á lífs- þráð þessa unga manns. Daginn áður hafði hann verið fullur lífs- gleði og starfsorku, en nú var hann „dáinn horfin harma- fregn.“ Við dauða Brynjars var eins og dimm regnský hefði dregið fyrir sólu þennan bjarta vordag. Brynjar vann störf sín á haf- inu. Hann var duglegur, ósér- hlífinn og hlýtur þaðan þau um- mæli starfsbræðra sinna, að hafa verið ágætur sjómaður og félagi. Hann var búinn að ákveða að fara næsta vetur í Stýrimannaskólann, því hugur hans beindist að sjónum. Brynjar Ananíasson var fædd ur 1953, sonur Brynhildar Þor- leifsdóttur og Ananíasar Berg- sveinssonar, og var hann 4. í röðinni af 7 systkinum. Með þessum línum vottum við foreldrum og systkinum Brynj- ars heitins innilega samúð og minnumst orða skáldsins, að eigi er svo svart yfir sorgar- ranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. I K. G, Barnavagn til sölu. Uppl. í síma 2-16-98. Fjölær blóm og sumar- blónr til sölu milli kl. 5,30 — 8,30 síðdegis. Gísli Guðmann Skarði, Hamragerði 11. Til sölu lítill Ignis ís- skápur, Radionette sjón- varpstæki og Pernal þvottavél. Uppl. í síma 1-20-23 eftir kl. 16. Til sölu ný Ijós sumarföt (ónotuð) á hávaxin mann. Keypt úti á Spáni, verð kr. 7,000. Sími 1-23-91. Til sölu sjálfvirk sauma- vél, verð kr. 3,500,00 og góður barnavagn á kr. 5,000,00. Selzt í Stekkjargerði 13. Fjölærar plöntur til sölu á Sólvöllum 9, frá og með föstudeginum 19. maí eftir kl. 8 á kvöldin. Trillubátur til sölu. Uppl. í sínra 2-13-57 kl. 6 til 8 á kvöldin. Vel nreð farinn barna- vagn til sölu. Uppl. í síma 1-28-47. Til sölu Silver Cross barnakerra. Selzt ódýrt. Uppl. í síma 1-27-63. Bamavagn, burðarrúm og karfa til sölu. Uppl. í síma 1-25-99. Herbergi óskast til lcigu fyrir skólastúlku frá 25. maí til 20. sept. Helzt á brekkunni. Uppl. í síma 3-21-21. Eldri konu vantar 1—2 herb. og eldunaraðstöðu nú þegar eða síðar. Sími 2-12-05. 2—3 herbergja íbúð ósk- ast til leigu, sem fyrst. Uppl. í síma 1-11-40. 2—3 herberg ja íbúð verð- ur til sölu í Hafnarstræti 23, miðhæð. Uppl. í síma 1-18-96. íbúð til sölu. Ef þig vantar 3ja her- lrergja íbúð, þá er ein til sölu í Skarðshlíð 4. Vil jir þú vita fleira um hana — kanski ikaupa — bringdu í síma 1-26-32, milli kl. 6 og 8 e. li. 2—3 herbergja íbúð til sölu að Brekkugötu 21, iuppi að norðan. Uppl. á staðnum 3 næstu kvöld. íbúð 2—3 herb. óskast til leigu í 4 mánuði frá og með 1. júní. Fyrirfratngreiðsla ef ósk- að er. Uppl. í síma 1-23-80. Herbergi ókast til leigu strax eða um næstu mán- aðarmót. Uppl. í símum 1-12-04 og 1-27-44. Hesfaunnendur Hestamannafélagið Þjálfi S—Þing. heldur nám- skeið í hlýðniþjá'lfun hesta frá 23/6 til 2/7 1972 að báðutn dögum meðtöldum. Kennari verður Ásdís Þórsdóttir. Þátttaka tilkynnist til SIGFÚSAR JÓNSSONAR Einarsstöðum. Fimleikasýning Barnaskóla Ákureyrar Fimmtudaginn lS.imaí kl. 8,30 e. h. sýna nemend- ur leiikfimi í íþróttaskemmunni á Oddeyri. Á annað Irundrað stúlkur úr 2. og 3. bekk (8 og 9 ára) sýna leiki og leikfimi á gólfi undir stjórn Margrétar Rögnvaldsdóttúr. Drengir úr eldri deildium skólans sýna áhalda- leikfimi undir stjórn Kára Árnasonar. Aðgangur fyrir fullorðna kr. 50, en fyrir börn kr. 25. SKÓLASTJÓRINN. TIL SOLU Ford Taunus I2m stati- on árg. 1964 á mjög hag- kværnu verði. Ennfrem- ur Albín 10—12. Uppl. í síma 95-52-80 og 95-51-62. Hillman imp árg. 1966 til sölu. Hagstætt verð og skilmálar. Uppl. í síma 2-13-76 eftir kl. 8 næstu kvöld. Ford Fairlane árgerð ’66, tveggja dyra, ekinn 68 þúsund mífur, til sölu. Sími 2-16-75. Til sölu Willys árg. ’46, óökufær. Uppl. í síma 2-16-71. Til sölu Moskvitch árg. 1971 með fóðruðu mæla- borði. Gísli Árnason, Laxárbakka Mývatnssveit. Opel Record árg. 1955 till sölu eða í skiptum. Sími 1-24-05 eftir kl. 7 e. h. Til sölu Skoda station 1202 árg. ’66 ekinn 32.000 km. Uppl. í símum 1-10-59 og 1-15-02. Til sölu mjög góður V.W. árg. 1965. Uppl. í síma 1-15-92 milli kl. 7—8 á kvöldin. Till sölu er bifreiðin A—1601 sem er Daf árg. 1965, sjálfskiptur. Ný upptekinn og ný spraut- aður. Mjög góður og lip- ur bíll. Uppl. í síma 2-18-39 eftir kl. 7,30 á kvöldin. Saab 96 árg. 1971 til sölu skipti á ódýrari bíl gætu komið til greina. Uppl. í síma 2-10-86 milli kl. 2 og 4. Til sölu er Volksvagen árg. ’53 í góðu lagi. Uppl. í síma 1-28-68 til kl. 6 á kvöldin, í síma 1-15-41 eftir kl. 6. Get tekið stálpuð börn til gæslu allan daginn. j Uppl. í Fjólugötu 7. Konur eldri og yngri. í Munið trimmið á íþrótta vellinum kl. 8 á íinnntu- dagskvöld. Trimmklúbburinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.