Dagur - 31.05.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 31.05.1972, Blaðsíða 4
4 S Framleiðsla og sala á lopapeysum Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Staðarval ríkisstofnana FYRIR 14 árum, 30. maí 1958, var á Alþingi samþykkt að skora á ríkis- stjórnina „að láta fram fara endur- skoðun á lagaákvæðum og stjómar- ákvörðunum um aðsetur ríkisstofn- ana og embættismanna“. Skyldi gefa fulltrúum frá þingum landsf jórðung anna og Sambandi íslenzkra sveitar- félaga kost á að taka þátt í endur- skoðuninni. Þá var vinstri stjómin enn við völd og þáverandi forsætis- ráðberra, Hermann Jónasson, skipaði sex manna nefnd til að sinna þessu máli, samkvæmt fyrirmælum þings- ályktunarinnar. Einhverntíma á fyrstu árum „viðreisnarinnar“ skilaði nefndin áliti til ríkisstjórnarinnar og varð saga þess ekki lengri í það sinn. Þegar í ljós var komið að sú ríkis- stjórn myndi ekki láta málið til sín taka, fluttu tveir alþingismenn, sem veiið höfðu í nefndinni, sum þau mál á Alþingi, er tillögur höfðu ver- ið gerðar um í nefndinni, t. d. um verkfræðiskrifstofur í einstökum landshlutum, flutnings biskupsstóls að Skálholti o. fl. en ekki áraði þá fyrir framgang slíkra mála á þeim vettvangi, frekar en í ríkisstjórninni. f málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar sl. sumar og í tillögum sumra þingmanna á síðasta þingi kom það hins vegar glöggt fram, að sú skoðun, að óþarflega mikið af opinberum stofnunum og embættum sé „staðsett“ á höfuðborgarsvæðinu, hefur fengið byr undir vangi. Og nú fyrir nokkrum dögum bar það til tíð- inda, að forsætisráðherrann, Ólafur Jóhannesson, skipaði sjö manna nefnd til þess, eins og segir í erindis- bréfi nefndarinnar, að „kanna staðar- val ríkisstofnana og athuga hverjar breytingar komi helzt til greina í því efni“. I þessari staðarvalsnefnd ríkis- stofnana er dr. Ólafur Ragnar Gríms son, sem er formaður nefndarinnar, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmda stjóri, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri Akureyr, Magnús Gíslason, bóndi á Frostastöðum, Jón B. Hannibalsson, skólameistari, Helgi Seljan, alþingis- maður og Sigfinnur Sigurðsson, hag- fræðingur á Selfossi. Þessari nefndarskipun munu marg ir fagna víða um land, og vel mun það mælast fyrir hér á Akureyri, að bæði fyrrverandi og núverandi bæjar- stjóri Akureyrar skuli eiga þar sæti. Er full ástæða til að vænta þess, að frá þessari nefnd komi gagnlegar til- lögur og rökstuddar, og að nú ári betur en á áratugnum sem leið, fyrir slíkar tillögur, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi — og að kveðinn verði nið- ur sú hjátrú, að t. d. upprennandi menntasetur eins og tækniskóli og fiskiðnskóli geti hvergi þrifist nema við Faxaflóa. □ Prjóiiakonur fá lítið í sinn hlut ÞEGAR eldra fólkiS hér á landi rifjar upp liðna tíð, minnist dag- lega lífsins eins og það var í sveitunum fyrir og uppúr síð- ustu aldamótum, verður bað- stofan ekki sízt lifandi í frásögn- um þess. Þar voru allir við vinnu sína á löngum vetrar- kvöldum, og einhver góður les- ari las upphátt þeim til skemmt- unar, eða þá að kvæðamaður kvað rímur. Sennilega gera allir, sem ekki muna til þeirra gömlu daga, sér glöggar hugmyndir um þann hátt heimilislífsins, sem fram fór í baðstofunni, hvernig kambarnir gengu, rokkarnir voru þeyttir, vefstólarnir slegnir og prjónarnir tifuðu, þegar verið var við tóvlnnuna. Þá var marg ur snilldar vefarinn, og þá voru margar frábærar tóskaparkon- ur. Nú eru gömlu baðstofurnar horfnar af sjónarsviðinu, og vef- stólarnir og rokkarnir með þeim, nema þá rokkarnir sem stofuprýði. Utvarp og sjónvarp hefur tekið við af gömlu sagna- þulunum og kvöldvökur eru ekki til í þeirri mynd sem áður var. Ennþá tifa samt prjónarnir í höndum iðinna kvenna. Og enn- þá fáum við ullina af kindunum okkar, sem sumir telja að taki allri annarri ull fram um ein- angrunarhæfileika — hún er svo hlý. En því miður er skammar- lega illa hirt um hana af fram- leiðendum, og stafar það mikið af því, hvað hún er í lágu verði. Þar sem fé kemst snemma til fjalla, borgar sig engan veginn að eyða tíma í að smala því til rúnings. Vitanlega er það fé rúið, sem heimtist að vorinu, en óhæfilega lágt verð hvetur ekki til þrifnaðar í meðferð ullarinn- ar. Svo er verið að rýja að vetr- inum, skítaklepraða ull, sem verður að fleygja meira og minna af í ullarverksmiðjunum. Þannig er þetta nú, því miður. Hér á eftir mun ég ræða um lopapeysur, sem framleiddar eru úr þessari íslenzku ull, bæði til heimanotkunar — má næstum segja, að hvert mannsbarn noti þær meira eða minna — og til sölu á innlendum og erlendum markaði. Þessar ágætu flíkur eru tiltölulega nýlega komnar til sögunnar, en þétt og vel prjónuð peysa hefur marga kosti. Hún getur verið falleg, ef litasamsetning er smekkleg, hún er hlý, mjúk, slitsterk og þægi- leg sem vinnufatnaður. Eftir- spurn eftir peysum á sölumark- að fer vaxandi, og heyrt hef ég eftir forstjóra Álafossverksmiðj- unnar, að þótt allir landsmenn settust niður og færu að prjóna lopapeysur, væri ekki hægt að fylla markaðinn. E. t. v. stafar þessi mikla eftirspurn meðfram af því, að peysurnar, sem aðrar handunnar ullarvörur, eru hér svo ódýrar, að útlendingar, sem hingað koma, segjast ekki einu sinni fá efnið í sambærilegan fatnað í heimalöndum sínum fyrir sama verð og hér er útsölu verð í verzlunum. Þetta veit ég að þýzkar og sænskar ferðakon- ur hafa sagt. Nú hafa margar konur hér áhuga á að prjóna peysur í frí- stundum sínum, sér til tekju- auka, og sumar vildu jafnvel stunda það að nokkru leyti sem aðalvinnu. Ymsir verzlunaraðil- ar hafa líka sýnt, að þeir hafa hug á að fá góðar lopapeysur, vel lagaðar og vel frá gengnar af mismunandi stærðum til að selja. Stórfyrirtækin Álafoss og SÍS hafa efnt til námskeiða, þar sem konum er leiðbeint um snið og frágang. Álafoss hafði veru- legan tilkostnað, þar sem konum hvaðanæva að af landinu var boðið frítt far til Reykjavíkur og tilsögn í viku. Þessi námskeið voru að nokkru leyti í sambandi við Kvenfélagasamband íslands, og haldin að Hallveigarstöðum. Heyrt hef ég, að Álafossfyrir- tækið þykist tæplega hafa haft erindi sem erfiði af námskeið- um þessum, konur hafa reynzt tregar að láta peysur fyrir það verð, sem í boði er. SÍS hefur lagt til ágæta kenn- ara, sem leiðbeint hafa fjölda kvenna, t. d. á Norðurlandi, í samvinnu við Gefjun og Sam- band norðlenzkra kvenna. Það var S.N.K., sem hafði forgöngu á þessu máli hér norðanlands. Afskipti kvenfélagasamtakanna hafa ekki verið önnur en þau að greiða fyrir því, að peysurnar, sem boðnar eru á sölumarkað, verði óaðfinnanlegar. Þar sem þessar peysur eru bæði fluttar út og seldar ferðamönnum, má segja, að þær séu ein tegund landkynningar. íslendingar hafa jafnan verið gefnir fyrir ferðalög, „með Vær- ingjablóð í æðum“, og nú fara margir, sem vettlingi geta vald- ið til suðlægra landa. Sumir koma heim með dáfagra hand- unna muni, keypta fyrir spott- prís, og má raunar fá ýmislegt slíkt fyrir býsna lágt verð hér í verzlunum. Við vorkennum þeim, sem búa við svo léleg kjör, að þeir vinna þessa list- muni fyrir sama og ekkert, okk- ur virðist útflutningur slíkra muna léleg landkynning. Það sama finnst mér um allt of lágt verðlagðar prjónavörur okkar, sem seldar eru útlendingum. Hvaða verð er það þá, sem konur fá fyrir lopapeysur? Oft og einatt hygg ég, að þær hafi svipuð laun og fangar í fanga- búðum. En vissulega er það nokkuð misjafnt, og ég þekki dæmi til, að kaupfélag á Norður landi borgaði 1100—1200 krónur fyrir peysuna. En hjá stærstu aðilunum, Álafossi, SÍS og Heim ilisiðnaðarfélagi íslands, er það þó, að ég held, fastbundið. Hjá Álafossi er innkaupsverðið frá 675 kr. upp í 900—1000 kr. Þær dýrustu eru stórar karlmanns- peysur, með tvöfaldri hettu, sjálfsagt hnepptar. Hjá SÍS var hámarksverð í fyrra 825 kr., það lægsta 600 kr. Góðir hnappar fást tæplega í búðum fyrir minna en 8—10 kr. stk. Útsölu- verð á lopa var í vetur hjá Gefj- un 30 kr. á kg. Hjá Álafossi er gefið upp, að 700—800 gr. fari í peysuna. En ég kom í vetur til Akureyrarmet Á VORMÓTI KA sl. fimmtudag náðist allgóður árangur í nokkr- um greinum. Þóra Þóroddsdótt- ir setti nýtt Akureyrarmet í spjótkasti kvenna og kastaði 34.11 m., eldra metið var 32.69. Þórólfur Jóhannsson hljóp 1500 m. á 4.37,4. Þórólfur er aðeins 16 ára gamall og þykir mjög efnilegur langhlaupari. Hugrún Stefánsdóttir hljóp 100 m. á 14,8 sek. og Baldvin Stefánsson kast- aði spjóti 50.10 m. (drengjafl.). Áhugi er töluverður fyrir frjálsíþróttum og æfa um 40 unglingar á mánudögum, þriðju dögum og fimmtudögum undir stjórn Halldórs Matthíassonar. nágrannakonu minnar, sem prjónar framúrskarandi vandað- ar peysur, og vigtaði stóra karl- mannapeysu, mikið tvíbanda, óþvegna, enda kaupum við lop- ann óþveginn. Hún vóg 1200 gr. Þessi kona selur aldrei peysur, hvað sem hún gerði, ef hún fengi sæmilega greiðslu fyrir þær. Og það er áreiðanlegt, að mikið af prjónuðu peysunum kemur aldrei á markaðinn nema verðið hækki til muna. Nýlega var ég á ferð í Reykja vík, og gerði það að gamni mínu að fara inn í nokkrar búðir, þar sem seldar voru lopapeysur, og spyrja, hvað greitt væri fyrir þær. Ekki fékk ég svar nema í einni verzlun, það var eins og þetta væri hálfgert feimnismál. Flestar peysurnar, sem ég sá, voru laust prjónaðar, en skjóhð, sem þær veita fer mikið eftir þéttleikanum. En sjálfsagt er að hafa hvorttveggja á boðstólnum, því að ekki hentar öllum það sama. SÍS, Álafoss og Heimilisiðn- aðarfélagið taka ekki peysur, nema þær standist strangt gæða- mat, og það finnst mér alveg hár rétt af þeim. En peysurnar, sem keyptar eru af framleiðendum á 600—825 kr., eins og er hjá SÍS, eru komnar í 1700—1800 kr. í fríhöfninni í Keflavík, eftir því sem ég hef heyrt. Okkur er sagt, að það sé svo dýrt húsnæði, sem þessi varningur sé í, á leiðinni frá seljanda til kaupanda, að þessi álagning sé alltof lág. Hjörtur Eiríksson, forstjóri Gefj unar, telur, að álagning þyrfti að vera fjórföld, ef viðunandi ætti að vera. Þá færi 600 kr. peysan í 2400 kr. Þar af væri vinnulaun prjónakonunna rca. 280 kr. Það er bæði skömm og skaði, hvernig haldið er á þessum mál- um. Eflaust veldur nokkru hér um það boðorð nútímans, að framleiðsla skuli vera illa borg- uð. Hið eftirsóknarverða þjóð- félag á að hafa sem flesta þegna sína við vellaunuð þjónustu- störf. Aftur skal þar vera sem fæst af sjómönnum, bænd- um og öðrum framleiðendum. Prjónakonan virðist helzt til- heyra þessum vandræðaflokki þjóðfélagsins. Enda er vanda- laust að færa rök fyrir því, að þama sé um starf að ræða, sem launist, og eigi að launast, öðru vísi en með hinum sauruga málmi. í fyrsta lagi er þetta tóm stundastarf, sem verkar róandi á taugar konunnar. í öðru lagi er hægt að hafa annað í takinu samstundis, gæta barna, segja þeim sögur, horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Svo eru prjónarnir tilvaldir fyrir drykk- fellda konu, ólíkt heilsusam- legra að halda á þeim heldur en glasinu. Enginn neitar því, að það er ánægjulegt að sjá fallega flík verða til í höndum sínum, en verður er verkamaðurinn laun- anna, meira að segja kvenmaður inn. Og ég þekki konur, sem hamast við að prjóna peysur fyrir þessi smánarlaun, af því að þær eru í svo mikilli fjárþröng, en hafa ekki möguleika á að stunda vinnu utan heimilis. Þær verða ekkert sérstaklega góðar á taugum, en hins vegar fá þær oft slæma gigt eða vöðvabólgu í herðarnar. Þessar konur ná sum ar mjög miklum flýti, jafnvel svo að þær ljúka við peysuna á dag, en varla mun það með öll- um frágangi hafast af á 8 tím- um. Ein af þeim konum, sem leiðbeint hefur við lopapeysu- prjón, telur að 30 kr. á klst. sé líklega nálægt meðal tímalaun- um. Sumir tala um 15 kr. Tíma- kaupið skiptir ekki máli, að mín um dómi, ef verkið í heild er sæmilega borgað. En nú mun hámarkið vera um 500 kr. fyrir peysu, sem hefur farið i gæða- mat. Auðvitað reyna konur að selja án þess að flíkin sé metin, helzt frá hendi til handar, og er þá algengt verð 900—1000 kr., meira ef þær eru hnepptar. Flestar þessar peysur standast vafalaust gæðamat, en ef þær væru látnar á matsmarkað, yrði söluverðið í samræmi við það, sem ég hef áður sagt frá. í al- mennum verzlunum er útsölu- verð algengt frá 1000—1400 kr. Það er enginn vafi á því, að framleiðslu á prjónavörum má stórauka, og S.N.K. hefur áhuga á, að svo verði. Við viljum skipu leggja söluna innanlands eftir því sem hentugast reynist, höf- um t. d. hugsað okkur að hafa vandaðar peysur og annað prjón les í sem mestu úrvali á stöðum, sem útlendir ferðamenn heim- sækja, eins og t. d. í Mývatns- sveit. Hefur verið starfandi nefnd innan S.N.K. nú í tvö ár, þótt lítill árangur sjáist af störf- um hennar enn sem komið er. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, vill gjarna verða þessum dreifða hópi, prjónakon- « unum, að liði. En hvernig það verður helzt hægt, er ekki gott að segja um. Gerður Hjörleifsdóttir hjá Heimilisiðnaðarfélaginu lét svo ummælt á nýlega afstaðinni ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál, sem haldin var í Reykjavík, að það væri mjög óþægilegt' fyrir Heimilisiðnaðarfélagið, hvað peysurnar kæmu strjált. E. t. v. réðist bót á því, ef verðið hækk- aði, og gæti þá Iðja máski orðið nokkurs konar milliliður. En það sem mest ríður á, er að kon- urnar sjái sjálfar, að vinna þeirra við að auka verðgildi hinnar lágt metnu ullar er allt of illa borguð. Fjölbreytni vör- unnar mun aukast, jafnframt virðingu fyrir starfinu, ef farið verður að meta það til verðs. Það er ekki vafi á því, að marg- ar konur munu hafa ánægju af því að búa til fagran „model“- fatnað úr ull, ef störf þeirra verða metin öðru vísi en með tilliti til þess, hvað hægt sé að hafa álagninguna háa á verzl- unarferlinum. Ef allt er skoðað í réttu ljósi, fara hugsmunir framleiðenda og seljanda saman,. Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöðum. Um húsmæðrafræðsluna al- mennt, sagði frk. Jónína m. a.: Húsmæðrafræðslan í landinu á langa sögu að baki. Ungar stúlkur hafa jafnan fundið til öryggis í störfum, ef þær hafa átt þess kost að njóta fræðslu í einhverjum húsmæðraskólanna, er þær sjálfar stofnuðu heimili. Fyrr á árum urðu heimilin að treysta á eigin framleiðslu bæði hvað snerti fæði og klæði. En tímarnir hafa breytzt og hús- mæðrafræðslan verður að mið- ast við kröfur hvers tíma, og hefur að sjálfsögðu gert það. Vissir áherzluþættir hafa fallið út en aðrir komið í þeirra stað. En er ekki lnísniæðrafræðslan jafn nauðsynleg og áður? Jú, það er sannfæring mín, eftir að hafa umgengizt ákveð- inn aldursflokk ungra stúlkna um árabil, að húsmæðrafræðsl- an er þeim ekki síður nauðsyn- leg nú en áður. Og í sambandi Nýir kennzluhæffir Húsmæðraskólans á Laipm í Reykjadal Jónína Björnsdóttir skólastjóri segir frá FLEST þingeysk heimili eru tal- in béra " nokkurn svip af þeirri andlegri og verklegri ménningu, sem runnin er frá Húsmæðra- skólanum á Laugum í Reykja- dal. Sá skóli hefur -starfað í meira en fjóra áratugi við hljóð- látan en óumdeildan orðstír og löngumryið mikla aðsókn. Nú hefur sú breyting á orðið, að að- sókn að húsmæðraskólum lands- ins hefur minnkað verulega, og verið er að undirbúa nýja reglu gerð um námsskrá þessara skóla, í samræmi við nýjan tíma og breytt viðhorf á mörgum sviðum. Blaðið hitti áð máli núverandi skólastjóra Húsmæðraskólans á Laugum, frk. Jónínu Bjarna- dóttur, pg spurðist fyrir um skól ánn og þá nýju skipan skóla- starfs, sem fyrirhugað er þar í vetur, áður en ný reglugerð um húsmæðraskóla landsins gengur í gildi, sem búist er við 1973. Um hina breyttu tilhögun náms í skólanum næsta vetur, sagði skólastjórinn: Húsmæðraskólinn á Laugum starfar næsta vetur í tveim sjálf stæðuni áföngum. Þriggja mán- aða námstímabil verður frá 15. scptember til 15. desember. Námsefni verður, framreiðslu- og þjónustustörf, miðuð við liótel og mötuneyti. Þessu náms- timabili lýkur með prófi og verð ur prófdómari frá Hótel- og veit ingaskóla íslands. Munu nem- endur fá inngöngu í Hótel- og veitingaskólann, væntanlega með styttingu námstímans. Líklegt má telja, að þeir, sem lokið hafa prófi á þessu nám- skeiði húsmæðraskólans, hafi samningsaðstöðu til betri launa- kjara. Seinna tímabilið í Húsmæðra- skólanum hefst 10. janúar og Jónína Bjarnadóttir. lýkur 10. maí. Þar verður al- liliða húsmæðrafræðsla kennd. En fastir aðalþættir eru mat- reiðsla og fatasaumur. Umsóknir um skólavist á þess um námstímabilum berist fyrir 15. júlí 1972. Vakin er athygli á því, að ákjósanlegt gæti verið fyrir væntanlega nemendur, að sækja bæði námskeiðin, ef ástæður cru fyrir hendi, og þarf það að koma skýrt fram í um- sóknum. Allar upplýsingar um nánara fyrirkomulag og kostnað hvcrs tímabils, verða gefnar í Hús- (Framhald af blaðsíðu 1) mála og prýða íbúðarhús, vinnu staði, verksmiðjur og hverskon- ar mannvirki. Má minnast þess að er kaupstaðurinn hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrir nokkr- um árum, voru heilar götur og jafnvel bæjarhverfi nýmáluð, og að verulegu leyti fyrir forgöngu Fegrunarfélagsins, sem útvegaði málningu við vægara verði en annars var unnt að fá hana og svo framvegis. í fyrra gerði Fegrunarfélagið mikla áætlun um flutning óæski legra mannvirkja út fyrir hugs- aða línu í landi bæjarins. Þessi lína liggur frá Krossanesi, sunn- an Sjónarhóls í Glerárhverfi, um Bandagerði að Glerá. Síðan upp með ánni að Flúðum og þaðan suður, austan við Lund, suður fyrir Lerkilund, en þaðan aiistur að Þórunnarstræti og suður í Kjarnaskóg. Þessa áætl- un athugaði bæjarstjórn og sam þykkti að fela heilbrigðisfull- trúa að vinna að þessari áætl- un, sem á að verða lokið fyrir 1974. En strax í surnar á að hreinsa. ..Óseyri, Sandgerðisbót og svæði sunnan Glerár. Munu þessi mál öll efni í margar senn- ur milli bæjaryfirvalda og hinna mörgu eigenda. Á áðalfundinum var sam- þykkt að óska eindregið eftir því við skipulagsyfirvöld, að tjörn sú í innbænum, sem myrid azt hefur vegna hraðbrautar, sem verið er að gera, verði gerð að bæjarprýði í stað þess að fylla hana upp. mæðraskólanum á Laugum, S.- Þing. Sími um Breiðumýri. Auðséð er á framanskráðri til- högun, að hún er að einhverju leyti miðuð við mjög vaxandi gestamóttöku og fjölgun hótela í þessum landshluta, ennfremur vegna skorts á menntuðu starfs- fólki til hinna margvíslegu starfa við móttöku ferðamanna í héraðinu og á Norðurlandi yfirleitt. við vinnu húsmæðra utan heim- ilis, sem nú er svo algeng orðin, má á það benda, að heimilis- störfin þurfa þá að vinnast bæði fljótt og vel. Með þeirri kunn- áttu og þjálfun, sem húsmæðra- skólarnir veita, verður mun auðveldara að vinna þau á skömmum tíma. Aðsóknin að húsmæðraskól- um fer minnkandi? Já, einkum tvö síðustu árin. Margar orsakir liggja til þess, og reyndar hafa áður myndazt svona lægðir í sambandi vio áhuga á húsmæðrafræðslunni. Viltu segja eitthvað fleira séi • stakt um Húsmæðraskólann íi Laugum? Hann var stofnaður árið 1929 Fyrsta forstöðukona hans vai’ frk. Kristjana Pétursdóttir frt Gautlöndum, hugsjónakona, sen . hreyf með sér hugi þingeyskrí kvenna og má segja, að bjart- sýni og trú kvenfélagasamtaka sýslunnar á gildi þessarar menntastofnunar hafi byggt upp skólann, sem fyrirmyndar heim- ili. Þessi bjartsýni varð að veru- leika undir stjórn þeirrar konu, er fyrst og lengi síðan mótaði skólann og alkunnugt er. Enn stendur stofnunin reðiubúin til að sinna menntunarþörf kvenna, og laga sig að kröfum tímans, eins og hér hefur fram k.omið. Með starfsemi komandi vetrar í Húsmæðraskólanum er komio til móts við áhugamál héraðsbúf og nám í sambandi við þjónuBtu ■ störf á hótelum, er annar mégin þátturinn, segir skólastjórinn að lokum. Fröken Jónína Bjarnadótti. mun nú vera á förum til Noregs til að kynna sér störf við hótel- skóla þar, með hliðsjón af breytr um kennsluháttum á Laugum á næsta vetri. Dagur þakkar svörin, árna skólanum allra heilla og skóla- stjóranum lærdómsríkrar férða;.- til frændþjóðar. E. B„ Fimleikasýning BarnaskóSa Akureyrar FIMMTUDAGINN 18. þ. m. efndi Barnaskóli Akureyrar til fimleikasýningar með nemend- um barnaskólans, 120 telpur á aldrinum 8 og 9 ára og drengþ um úr efri bekkjum skólans, í Iþróttaskemmunni á Oddeyri. Áhorfendur voru eins margir og húsrúm frekast leyfði. Sýningin hófst með inngöngu og var íslenzki fáninn borinn fyrir göngunni. Eftir fánahyll- ingu flutti skólastjóri, Tryggvi Þorsteinsson, ávarp, bauð gesti velkomna og lýsti ánægju sinní yfir þeim mikla áhuga er bæjar- búar sýndu þessum þætti skóla- starfseminnar og gat þess að í skólanum stæði íþróttalíf og iðkun fimleika nú með miklum blóma. Þá hófst sýning telpnanna undir stjórn Margrétar Rögn- valdsdóttur. Sýndu þær ýmsar æfingar eftir músik, hring- og látbragðsleiki og sungu þar að auki með af fullum hálsi. Sýn- ing þessi var látlaus og skemmti Sýning í Húsmæðraskóla Ak. Þá samþykkti aðalfundurinn að beina þeirri ósk til bæjar- yfirvalda, að þau láti skipu- leggja brekkurnar frá Grófargili að Kjarnaskógi, planta í þær skógi, og Ijúka því verki ekki síðar en 1974. Og enn hefur Fegrunarfélagið áhuga á því, að auðvelda bæjar- búum að fegra. hús sín með því að mála þau með ódýrri máln- ingu. En Gunnar Finnbogason skógarvörður tekur á móti pönt- unum. Afsláttur á verðinu er 36%. Stjórn Fegrunarfélags Akur- eyrar skipa: Jón Kristjánsson formaður, ritari Haukur Árna- son og gjaldkeri Brynjar Skarp- héðinsson. Q Á SUNNUDAGINN var í Hús- mæðraskóla Akureyrar sýning á vinnu nemenda, en jafnframt höfðu stúlkurnar kaffisölu til ágóða fyrir ferðasjóð sinn o. fl. Sýningin var bæði af vefnaði og fatasaumi, ennfremur föndri. Þá voru til sýnis vinnubækur í hýbýlafræði, en þar var mikið um litaval á húsgögnum, glugga tjöldum og veggjum. Einnig voru nemendur látnir læra að skilja og notfæra sér húsateikn- ingu, svo sem vinnubækurnar báru vitni um. Og enn má í þessu sambandi nefna saman- Akureyringar leika á laugardaginn FYRSTI leikur ÍBA-liðsins og Völsunga í 2. deild fer fram á Húsavík n. k. laugardag og hefst kl. 4 e. h. Auglýstar hafa verið hópferð- ir frá Ferðaskrifstofu Akureyr- ar, og má búast við að Akur- eyringar notfæri sér það. Lokið er nú fyrstu umferð í 1. deild og urðu úrslit þessi: ÍA—ÍBK 1:3. ÍBV—Breiðablik 2:3. Valur—KR 1:2. Fram—Víkingur 1:0. burð á verði hinna ýmsu mál- tíða, ennfremur um næringar- þörf fólks á ýmsum aldri, ásamt næringargildi hinna ólíku fæðu tegunda. Þá höfðu nemendur kynnzt heimilishagfræði og bú- reikningahaldi. En allt var þetta starf og árangur fimm rnánaða hússtjórnarnámskeiðs, er stóð frá áramótum og lýkur nú, 31. maí. Hátt á þriðja hundrað manns sótti sýninguna í skólanum og bendir það til þess, að áhugi sé mikill á þessmn þætti fræðslu- málanna hér í bænum. Seytján stúlkur voru í þessari húsmæðra deild skólans að þessu sinni. Fyrr í vetur var í skólanum matsveinanámskeið, sem áðui* hefur verið sagt frá, ennfremur stutt námskeið í matreiðslu fyr- ir húsmæður. Næsta vetur starfar skólinn með líku sniði ög í vetur, auk matsveinanámskeiðs, fýrsti og annar hluti, verða sauraa- og vefnaðarnámskeið, auk mat- reiðslunámskeiðanna. í sumar mun eldhús skólans verða endurnýjað áður en skóla starf hefst í september. Skólastjóri er Margrét Krist- insdóttir. Einnig er Ingunn Björnsdóttir fastráðinn kennari. Auk þeirra eru stundakennarar eftir þörfum. Q leg og skemmtu áhorfenduu. sér ágætlega. Á eftir sýndu di’engir úr efsti bekkjum skólans ýmis stökk á dýnum og áhaldaleikfimi undir stjórn Kára Árnasonar. Þessi hópur var styrktur með nokkr- um eldri nemendum skólans og væri ánægjulegt ef að hópur þessi héldi áfram æfingum, þv hér er svo sannarlega á ferðinnl efni í úrvals leikfimiflokk Stökk og áhaldaæfingar voru mjög skemmtilegar og sximir drengjanna útfærðu æfingarnar með stakri prýði. Þessi þáttur Barnaskólans íþróttalífi bæjarins verður von - andi fastur þáttur í framtiðinni, enda einn ákjósanlegasti liður- inn til þess að efla áhuga á fin: • leikum hér í bæ, sem nú virðist, fara mjög vaxandi. □ LEIKFÖR L.A. TIL SL'ÐLRLANDS LEIKFÉLAG AKUREYRAF, fór í leikför til Suðurlands uni síðustu helgi. Sýndi það sjón- leik Halldórs Laxness, Stromp- leikinn, í leikstjórn Maríu Krist- jánsdóttur. Leikurinn var sýndur tvisva.: í Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi við ágætar undirtektir leifc húsgesta. Fyrirhugað er, að sýna Strompleikinn enn hér á Akur ■ eyri, og þá væntanlega um næstu helgi. O SENDIRAÐ KINA ÓLAFUR Jóhannesson tok 'i gærmorgun á móti kínverskx sendiráðsmönnunum og veittl viðtöku erindisbréfi þeirra i fja. veru utanríkisráðherra, sem nú er erlendis. Kínverskt sendiráð hefur þegar verið opnað í Loft- leiðahótelinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.