Dagur - 28.06.1972, Page 8

Dagur - 28.06.1972, Page 8
SMÁTT & STÓRT Prófmaturinn virðist bragðast vel. (Ljósm.: Björn Bergmann) Frétfir frá SKÓLANUM var slitið 28. maí sl. að viðstöddum fjölda gesta. ^rófasturinn, séra Pétur Ingj- aldsson, flutti hugvekju og skólastjórinn sleit skólanum og "akti að nokkru vetrarstarfið. Skólinn starfaði að nokkru sem heimavistarskóli og með lámskeiðum í verklegum grein- im. Námskeiðin voru vel sótt tf konum úr nágrenni skólans. íinnig nutu unglingar úr 1—4 ’oekk miðskólans á Blönduósi natreiðslu- og handavinnu- cenr.slu í kvennaskólanum, allt >2 að tölu. Skólastjóri Kvennaskólans á 31önduósi er Aðalbjörg Ingvars ióttir. Hæsta meðaleinkunn náms- : neyja að þessu sinni hlaut Svan íildur Kristjánsdóttir frá Akra- nesi, 8,88. Hún hlaut verðlaun Haglél dundu ISRÉTTARITARI Dags í Laxár- lal, G. Tr. G., sagði á mánu- iaginn, að síðdegis daginn áður, sunnudaginn 25. júní, hefði íaglél dunið yfir. Voru höglin ains og matbaunir á stærð og stærri og varð túnið grátt í 'iasthvammi, en gróðurlaus jörð .iær hvít. Á tveim stöðum öðr- um hér nærri féll einnig hagl í yerulegum mæli, en á litlum svæðum og elcki á sama tíma. 5r fyrirbrigði þetta alveg ein- stakt, sagði fréttaritari. □ úr minningarsjóði Margrétar Jónsdóttur frá Spónsgerði fyrir beztan saumaskap. Onnur var Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Aðalbjörg Yngvarsdóttir. Neðri-Mýrum í A.-Hún. og hæstu einkunn fyrir vefnað hlaut Þóra Bragadóttir frá Kópa vogi og fengu þær báðar verð- laun. Handavinnusýningin var 14. maí. Auk vinnu heimavinnu- nemenda var sýnt nokkuð af því, sem unið var á námskeið- um í vetur. Sýningin var fjöl- sótt. Skólann heimsóttu góðir gest- ir hinn 6. maí, en það voru 10 og 40 ára nemendur skólans, og skólastjóri þeirra 40 ára nem- enda, frk. Árný Filippusdóttir í Hveragerði. Færðu þessir gömlu nemendur skóianum miklar gjaf ir og heimsóknirnar voru mjög ánægjulegar. Sýslunefnd A.- Hún. og skól'ánefnd komu hing- Herferð gegn minkóm cg refum 3IN er sú vertíð, sem um þess- ar mundir stendur sem hæst og xennd við refi og minka. Um allt land eru grenjaskyttur og ninkabanar á ferð með byssur sínar, boga og veiðihunda, því að um land allt er refurinn og ninkurinn hefur nú loks einnig :iáð fótfestu í öllum landshlut- um og flestum sveitum, nú síð- ast á Austurlandi, þar sem hann :iáði síðast verulegri útbreiðslu. Á ári hverju eru felldir hálft annað þúsund refir og á þriðja púsund minkar. Refnum hefur stórlega fækkað hin síðari árin en minkar halda nokkurn veg- inn velli en er þó víðast haldið :i skefjum með veiðum. Veiði- menn fá 1100 krónur fyrir unn- inn ref, 700 kr. fyrir dýr við Baguk kemur næst út á miðvikudag- inn, 5. júlí. að einnig til að fagna gestunum. Sá siður hefur verið um nokkra ára skeið, að skólinn tæki á móti hópum eldri nem- enda, þ. e. afmælisárgöngum, í maíbyrjun. Eru það einkar skemmtilegir dagar og góður siður að nemendur haldi tengsl- um sínum við skólann. Skólinn mun næsta vetur starfa á þann hátt, að námstím- anum verður skipt í tvö sjálf- stæð tímabil, frá 1. október til 16. desember, og frá 10. janúar til 31. maí. Þær stúlkur, sem óska eftir heilsvetrardvöl, eiga kost á henni. Auk þess munu verða haldin námskeið fyrir héraðsbúa eins og sl. vetur. Kennarar voru í vetur, auk skólastjóra, Sólveig Benedikts- dóttir Sövik, Ingunn Gísladóttir og Jóhanna Ragnarsdóttir. Fæðis- og heimavistarkostn- aður var kr. 2.900.00 á mánuði og heildarkostnaður yfir allan veturinn var kr. 33.750.00, þar innifalið fæði, heimavistarkostn aður, rafmagn, skólagjald, bæk- ur, efni til vefnaðar, hannyrði og skyldustykkja í saumum. □ GRASAFERÐIR Fyrrum voru grasaferðir árleg- ur viðburður. Þá voru f jallagrös meðal þýðingarmikilla fæðuteg- unda, notuð á margvíslegan hátt og talin mjög holl. En grasa ferðir lögðust nær alveg niður og nú týnist enginn á grasa- fjalli, eins og frá segir í gömlum sögum. Stundum fást þó fjalla- grös í búðum, svo að einlivers- staðar eru þau tínd. Um það eru til ýmsar heim- ildir, að fjallagrös héldu lífi í fólki í harðindum. Og fyrir nokkrum árum tjáðu læknavís- indin, ef rétt er munað, að þessi jurt hafi að geyma fágætlega dýrmæt efni til lækninga á magasári. Minntust rnenn þá þeirra orða, sem gamalt fólk hafði um hollustu fjallagrasa. NÝR ÁHUGI Á FJALLA- GRÖSUM Fyrir nokkrum dögum tjáðu fréttir að sunnan, að Argentínu- menn hefðu nú mikinn áhuga á að kaupa íslenzk fjallagrös og e. t. v. fleiri tegundir heiða- gróðurs, jafnvel í smálestatali og greiða hátt verð fyrir. Nú eru ekki fjallagrös gripin upp hvar sem er á hnettinum og þess vegna má ætla, að unnt væri að svara eftirspurn hér á landi, öðrum stöðum fremur. Þetta getur leitt hugann að verkefnum fyrir þá hópa ungs fólks, sem erfitt reynist að koma í vcrulega atvinnu og veit ekki sjálft hvað á af sér að gera. Kæmi það þá e. t. v. í hlut bæj- arfélaga eða vinnuskóla þeirra, að athuga þessi mál nánar. Þarf þá verkstjórn að vera góð og ennfremur verður að gæta þess að ganga vel um grasalönd. TVEIR GENGU ÚT Það vakti nokkra athygli við slit Menntaskólans á Akureyri, að einn eða tveir nemendur gengu út í mótmælaskyni við ummæli skólameistara, er hann viðhafði í skólaslitaræðu sinni. En hann var að kveðja nemend- ur sína, segja þeim sitthvað til syndanna og sjálfur var hann greni og 300 kr. fyrir yrðling- inn, en 700 krónur fyrir unninn mink. Ríkissjóður, sýslusjóður og sveitarfélög greiða gjald þetta til veiðimanna. Byssan er aðal veiðitækið gagnvart.refum, en gildrur og veiðihundar, sérstakir minka- hundar, eru mjög notaðir við minkaveiðarnar. í Reykjavík er hundabú og 30—40 minkahund- ar í eldi. Þeir kosta 2—8 þúsund krónur, en auk þess eiga bænd- ur talsvert marga veiðihunda víða úm land og nota þá við veiðarnar. Mest er af refum í Norður- Þingeyjarsýslu og Norður-Múla sýslu, enda heiðar víðlendar á þeim slóðum. En Árnesingar hafa til þessa búið við flesta minka. Einnig er mikið af mink á Snæfellsnesi og Sléttu. í Mý- vatnssveit og í Laxárdal er kjör land fyrir minka, en þar er stofninum haldið niðri með stöðugum veiðum. □ Boris Spasský. Robert Fischer. annn o.í>' áskorandinn © BORIS SPASSKÝ, sovézki heimsmeistarinn í skák, er kom inn til íslands, til að verja titil sinn fyrir bandaríska stórmeist- aranum Bobby Fischer, sem væntanlegur cr til landsins nú um miðja vikuna. Fer skákein- vígið frám í Laugardalshöllinni og þykir einvígið heimsviðburð- ur, enda fátt verið meira í frétt- um lengi að undanförnu, a. m. k. hér á landi. Búist er við mikl um fjölda áhorfenda og þeirra á meðal fjölmargra erlendra fréttamanna víðsvegar að úr heiminum. íslendingar eru vaxandi skák- menn hin síðari árin og mun Friðrik Olafsson eiga mikinn þátt í auknum skákáhuga þjóð- arinnar. Víst er, að nú fær skák íþróttin byr undir báða vængi hér á landi og er það vel, því að skák er holl íþrótt og skerpir hugann. Einvígið um heimsmeistara- titilinn í skák hefst á sunnudag- inn. O að kveðja skólann. Talið er, að nýs og heilbrigðs anda sé nú mikil þörf í M. A., og mun það raunar eiga við um fleiri skóla, Menn bíða með nokkurri eftir- væntingu eftir því, liver nú taki við stjórn skólans, í von um að með komu hans verði M. A. betri skóli. VOTUR JÚNÍMÁNUÐUR Gagnstætt venju hefur júní- mánuður verið rigningasamuú liér norðanlands, og oft hefur einnig verið kalt. Grasvöxtur er mikill en þurrkar litlir. Menn éru farnir að hafa áhyggjur út af heyskapnum. En það er nú of snemmt og ber einnig á það að líta með gleði og þakklæti, live vel hefur sprottið, en það er þó undirstaða heyöflunar. HEYVERKUN Grasspretta og heyverkun hafa um aldir verið meginþættir í fábrotnu atvinnulífi þjóðarinn- ar. Grasræktin er undirstaða landbúnaðarins, en hún er of skammt á veg komin, og nátt- úruöflin ; hafa stundum verið hagstæð en oft óliagstæð. Vall- þurrkun .heys hefur ætíð tíðk- azt ,en svp kom votheysgerð til sögunnar og síðast súgþurrk- unin. _ NÝ AÐFERÐ En nú er verið að reyna enn eina heyverkunaraðferð, hey- kökugerð í vélum. Heykökur þessar eru gróffóður, eða saxað og hraðþurrkað hey en ekki kjarnfóður. En vegna gæð- anna er unnt að komast hjá kjarnfóðurkaupuin að verulegu leyti með þessari aðferð og er talið, að þriðjungi fleiri fóður- einingar fáist af hverjum hekt- ara lands með heykökugerðinni en þegar hey er verkað á annan hátt. EN EITTHVAÐ KOSTAR ’ ÞETTA En heyverkun þessi kostar mik- ið brennsluefni. Spurningin hlýt ur því að vera f járhagslegs eðlis öðrum þræði, og ennfremur, hvort lieykökuverksmiðjur geti leyst önnur heyskapartæki af hólmi og valdið algerri byltingu í heyverkun. Ef ekki, mun tví- mælis orka, hvort hún á rétt á sér, sem viðbótartæki við þau, sem þegar eru fyrir liendi. En rcynslan á að skera úr þessu nú í sumar. Möl og sandur DEGI hafa borizt, ásamt aug- lýsingu frá Möl og sandi, ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, og eru þær m. a. þessar: Félagið var stofnað árið 1946, sem sameignarfélag en var gert að hlutafélagi árið 1955. Þá var hlutaféð 280 þúsund krónur en er nú 5.5 milljónir króna. Upphaflega var einungis fram leitt steypuefni, en árið 1961 hóf fyrirtækið að selja lagaða steypu. Sjálfvirk steypustöð af fullkomnustu gerð var tekin í notkun árið 1971, en það er eina steypustöðin á landinu með þvingunar-hrærivél, sem skilar tryggustu blöndu efnis, sem völ er á. Hámarksafköst stöðvar innar eru ca. 350 rúmmetrar. Viðskiptamenn stöðvarinnar eiga kost á að fá heita steypu, sem gerir mögulegt að steypa í allt að fimm stiga frosti. Enn- fremur hefur fyrirtækið endur- nýjað röravélar og framleiðir nú fullkomnustu rör, sem steypt eru í landinu, af stærðunum 10 —120 cm, í eins meters lengd- um, ennfremur brunna og brunnkeilur. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.